Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 6
ft. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 Veróníka. Talbot hallaði sér fram á steinvegginn og horfði niður í dalinn, er brúarbogarnir náðu yfir. En hann sá ekki laufguð trén niðri í dalnum. Búsmalinn sem var þar á beit virt- Ist smávaxinn, svo var fjarlægðin mikil. Þó að Talbot starði niður á alt það, er auganu mætti þar niðri í dalnum, sá hann þó ekkert af því. Hann sá aðeins gamla, hvíthærða öldunginn, sem vísaði honum á dyr og það sem honum var enn ókærari sjón — að Ralph Farrington yrði stjórnandinn á Lynne Court. En nei, nei. Ralph varð að sjálfsögðu hengdur. Hann vaknaði af þessum hugsunum við að sjá Gibbon standa hjá sér. “Eg sagði yður að bíða á stöðinni' , mælti Talbot lágt. “Farið þangað aftur!” Gibbon gekk nær. “Mig iangar til að tala við yður, Talbot”, mælti hann. “Eg þurfti að segja yður, að eg ætla ekki að fara með yð- ur til borgarinnar”. Talbot horfði á hann með fyrirlitningu., “Farið aftur til stöðvarinnar. Svo komið þér með mér. Eg þarf á yður að halda þótt undarlegt sé. Heyrðuð þér hvað eg sagði?” Gibbon kinkaði kolli, hallaði sér upp að veggnum og einblindi á Talbot. Talbot hélt að hann væri drukkinn. “Ójá, eg heyrði það”, mælti Gibbon kulda lega. “En eg fer ekki fet. Eg fer aftur til Court, til Lynboroughs lávarðar. Eg ætla að gera hreint fyrir mínum dyrum’’. “Þér hafið fengið yður aftur neðan í því’,' mælti Taibot. “Þér hafið rétt fyrir yður að þér séuð ekki hæfur til að vera í fylgd með mér. Snáfið úr minni augsýn! Eg skal jafna mm yður á einn eða annan hátt! ’ Gibbon lét sem hann heyrði ekkert a-f þessu en mælti rólega: “Jú, eg ætla að segja þeim alt, viðvíkjandi þessu”. “Alt viðvíkjandi hverju?” mælti Talbot, undrandi yfir dirfsku hans. “Morðinu’’, mælti Gibbon eins rólega og kuldalega og fyr. “Hvað vitið þér um það?’’ mælti Talbot með nokkurs konar óþolinmóðlegri fyrirlitn- ingu. “Hvað hafið þér sett í hausinn á yð- ur, fyllisvínið ? ’’ “Eg veit alt því viðvíkjandi”, mælti Gib- bon og leit nú á húsbónda sinn í fyrsta skifti. “Eg var viðstaddur allan tímann”. Talbot greip með báðum höndum um vegg brúnina. Hin bláa himinhvelfing virtist hon- um vera blóði drifin. “Þér — voruð —?” Meira gat hann ekki sagt því að honum vafðist tunga um tönn. Gibbon kinkaði kolli. “Já“, mælti hann. Það vottaði fyrir daufu glotti á vörum hon- um. “Eg elti yður þá nótt. Eg hélt að þér væruð á ferli til einhvers, Talbot. Eg veitti yður eftirtekt það kvöld, eins og svo mörg önnur. Eg veit hvað þér geymið í skápnum í herbergi yðar í Charlcote Mansions. Eg hefi heyrt til yðar fara út, er þér hugðuð að eg væri sofandi, og veitt yður eftirför. Eg þekki alla þá staði, er þér hafið komið á, til að spila. — En alt þetta er nú einskis virði. Eg hefi nú fengið feitari kött að flá. Eg vissi að þér fóruð til einhvers út, þar sem þér brettuð upp kraganum og dróguð húfuna niður fyrir augu. Eg hélt, að þér ef til vill ætluðuð að hitta einhverja stúlku. Mér datt ekki í hug, að þér munduð heyja þann leik, er raun varð á’’. Hann þagnaði í svip. Talbot mælti ekki orð af munni — og Gibbon hélt áfram: “Eg læddist á eftir yður þar til þér fund- uð manninn í skóginum. Eg sá og heyrði alt sem fram fór. Eg var svo nærri yður — lá í kjarrinu — að þér hefðuð hlotið að heyra andardráttinn í mér, ef þér hefðuð ekki verið svo önnum kafinn. Og það er þetta, sem eg ætla að segja hans hágöfgi. Ef þér hefðuð hlustað á mig þarna um dag- inn, er eg bað yður um peningana — er ekki var það hálfa, Talbot ekki það hálfa! — ef þér hefðuð komið fram við mig eins og mann en ekki eins og hund hefði eg þagað og þér verið öruggur. Þeir segja, að vitnaleiðslan sé þannig að þessi ungi maður verði hengdur — eg á við Denby lávarð. En þér voruð flón. Þér haf- ið ætíð farið með mig eins og eg væri skarn- ið, sem þér gangið á — og ver en það. En nú held eg að röðin sé komin að mér, Tal- bot!’’ Meðan Gibbon lét móðan mása hafði Talbot unnist tími til að átta sig. Hann hló fyrirlitlega. “Góðurinn minn, þér talið eins og flón, eem hefir vaknað af öllum draum. Og þér haldið að þér skelfið mig. Hver haldið þér, að muni trúa þessum uppspuna, spunnum upp af slíkum manni, er vildi bera álygar á húsbónda sinn?” Gibbon var rólegur. “Þetta er alveg rétt’,’ mælti hann, “en eg hefi sannanir. Fötin, sem þér báðuð mig að bursta. Eg hefi geymt þau eins og þau voru”. “Þarna féll eg í gildruna!’’ mælti Talbot fyfrlriitlega. “Þér hefðuð getað notað þau sjálfur. Það getið þér skilið’’. Gibbon leit á hann og fyrirlitningin skein úr augum honum. “Og geyma þau þannig!’’ mælti hann hæðnislega. “Eg hefi náð í vasa bókina með skírteinunum”. Augun ætluðu nú út úr höfðinu á Talbot og hann náfölnaði. Gibbon kinkaði kolli. “Jú, þetta hreif, Talbot, er ekki svo? Eg náði hénni úr vasa mannsins á meðan þér sóttuð skófluna. Mun- ið þér ekki?” Talbot mundi það. Var ekki eins og hvert smáatvik er laut að morðinu, rifjaðist upp fyrir honum? “Eg hefi skírteinin hérna”, mælti Gibbon og strauk hendinni yfir brjóstvasa sinn. “Þau hjálpa unga manninum til að ná rétti sínum ekki síður en til þess, að þér verðið hengd- ur, Talbot’’. Talbot stóð þarna eins og steini lostinn, en svo mælti hann alt í einu: “Þér hafið reist of háa spilaborg, kunn- ingi! Vitið þér — en, auðvitað vltið þér það ekki — að eg hefi drýgt — ef eg” — hon- um vaifðist aftur tunga um tönn — “ef eg væri sekur, þá eruð þér í hættu líka. Þér þögðuð. Þér eruð eins og það er kallað með- sekur, eftir að glæpurinn er framinn’’. Það kom bros fram á varir Gibbons. “Já, eg veit það”, mælti hann kuldalega, “en eg ætla að gera kaup mín við jarlinn og lög- regluna. Eg ætla sem meðsekur að gefa fullnægjandi upplýsingar með því skilyrði að vera laus allra mála. Hafið þér adrei heyrt þess getið, Talbot? Já, það getur verið, að eg sé hundur og tugthúslimur, en eg er ekki svo vitlaus, sem þér haldið’’. Um leið og hann mælti þetta, settist hann á veggbrúnina og dinglaði fótunum fram og aftur, en þó slepti hann ekki augunum af húsbónda sínum. í augnaráðinu var sigur- hrós. Talbot horfði yfir höfuð hans utan við sig. Hann sá ekkert nema — nema hvað? Var það höggstokkur, háan mann altof líkan honum sjálfum með hvíta húfu dregna yfir andlitið? Það fór hrollur um hann og hann strauk hendinni yfir augun. “Gibbon”, mælti hann lágt. “Þér hatfið reynst mér tryggur þjónn’’. “Hundurinn —, þú fyllisvínið — tugt- húslimurinn!” tautaði Gibbon fyrirlitlega fyrir munni sér. “Tryggur þjónn, og eg geri ekki ráð fyrir, að þér viljið ekki gera mér mein’’. Gibbon glotti. “Hið minsta mein, er eg nú baka þér, er, að þú verðir hengdur, og það vil eg”. “Það held eg ekki’’, mælti Talbot. “Þér eruð ekki það flón, að fara að segja frá þessu og selja fram vasabókina, þar sem þér með því að þegja eins og þér hafið gert og með því að láta mig fá bókina, gætuð fengið margar þúsundir punda”. Honum til undrunar og skelfingar rak Gibbon upp hlátur. “Of seint!’’ mælti hann kuldalega. “Þér voruð ekki í dómsalnum í enda yfirheyrslunnar”, hélt Gibbon áfram. — “Mér var sagt, hvernig þér laumuðust burt. Þér heyrðuð því ekki, að Veroníka bar það fram, að hún hefði séð yður þessa sömu nótt. Þér vitið ekki að Selby — það er bráðskarpur náungi — er búinn að fá grun á yður’’. Meðan hann laumaði þessu út úr sér í hægðum sínum og gladdist yfir hverju ein- asta orði um leið og hann sendi þau heim til sín, starfaði heili Talbots í óða önn. Maðurinn, þessi mannskratti, er var að kvelja hann, hafði vasabókina í fórum sín- um. Fyndist hann — dauður — með bókina í vasanum, myndi enginn efast um, að hann væri morðinginn. — Hann hélt áfram að hugsa í ákafa. Maðurinn sat á veggbrúninni. Dytti hann gat Talbot sagt að hann hefði játað á sig morðið, hefði reynt að semja við Talbot, að hann, Talbot, hefði lent í áflogum við hann. Með lágu öskri réðist Talbot á hann. En eins skyndilega og tilræðið var, þá var Gibb- on því ekki óviðbúinn. Hann hafði tekið eft- ir morðhugsleiftrinu í augum Talbots. Hann spyrnti því. skarpt á móti og tók Talbot hryggspennu. En aðstaðan var ójöfn. Gibbon stóð ver að vígi, því að hann náði ekki til jarðar með fæturna. Talbot nejd:ti aðstöðunnar og þrýsti Gibb on aftur á bak þar til hryggurinn á honum var við það að bila. Með afli æðis og örvænt- ingar tókst þó Gibbon alt f einu að beygja Talbot niður jafnt og sig sjáJfan. Þarna átt- ust þeir við á veggbrúninni, veltust fram og aftur svo að segja í lausu lofti. Svo ráku þeir samtímis upp ógurlegt óp og féllu út af veggbrún- inni, í hryggspennutökunum, niður í dalinn fyrir neðan. XXXIII. Kapítuli. Meðan Talbot og Gibbon áttust við, kom Selby inn í veitingahúsið og gerði boð fyrir Veroníku og Saintsbury. Þau sáu á svip hans, að hann bjó yfir einhverju. “Hvað er nú á ferðum, Selby?” mælti Veroníka. “Eg þykist sjá, að eitthvað hafi komið fyrir. Hvers vegna kölluðuð þér Talbot sem vitni’’, bætti hún við í skyndi. “Vegna þess, að eg þurfti að fá fram- burð hans margra hluta vegna. Eg verð að biðja yður að vera hugrakka. Eg held, að eg sé farinn að ráða fram úr gátunni. En verið við öllu búin. — Ungfrú Veroníka, eg held í raun og veru, að eg hafi uppgötvað hver maðurinn er”. Veroníka seig niður í stól, og Saintsbury og Burchett, sem komið hafði inn í þessum svifum, ráku upp fagnaðarhljóð. Selby kinkaði kolli. “Já, mín skoðun er sú, að maðurinn sem drap James Datway — ungfrú Veroníka, eg hefi aðvarað yður. Þér verðið rólegar? — sé’’ — hann lækkaði róm- inn — “Talbot Denby!” “Talbot!’’ mælti hún. “Nei, nei. Það er óhugsandi!” “Það er ekkert jafn mögulegt og það ó- mögulega’’, mælti hann. “Ekkert er jafn áreiðanlegt og að það komi upp úr dúrnum. sem engan hefir grunað. Þetta rekum við lögfræðingarnir okkur á daglega. Hlustið þið nú. Grunur minn vaknaði fyrst við það, að Talbot var á flakki þessa nótt og neitaði því svo”. RoblnllHood FIiÖUR Brauð úr Robin Hood mjöli er bragðbezt. »<»»»», H- Þeir héldu svo til stöðvarinnar. Stöðvarþjónn- inn sagði þeim, að Talbot og Gibbon hefðu komið til stöðvarinnar og að þeir hefðu far- ið með lestinni klukkan hálf fimm. Raunar hafi hann ekki séð þá fara inn í vagnana, en Gibbon hefði keypt farseðlana. Það hefðu þeir vafalaust ekki gert ef þeir hefðu ekki ætlað sér að nota þá. Selby tók Grey afsíðis. “Sendu skeyti til Scotland Yard og biddu þá að gefa Talbot auga”, mælti hann. Grey brá. “Þú grunar hann þó ekki —’’ hrópaði hann upp. En að lokum fékk Selby því til vegar komið að skeytið var sent. Svo snéri hann til Halsery, lokaði sig inni í her- bergi sínu og fór að rekja málið fyrir sér lið fyrir lið. Skyndilega var barið að dyrum. En þar sem hann hugði að það væri þjónninn með miðdegisverð handa sér, kallaði hann: “Eg ætla ekki að borða miðdegisverð. Þér megið fara!” En dyrnar opnuðust og Grey gekk inn. Hann var litverppur og virtist í æstu skapi. Hann kom varla upp einu orði, svo móður var hann. “Það hefir slys borið að höndum!” “Hann vildi með því aðeins koma í veg fyrir, að verða við málið riðinn”, mælti Ver- oníka. “Auk þess er mér spurn, hvaða ástæðu Talbot hefði getað haft til að drepa mann- inn? Hvaða samband gat verið á milli þeirra?” “Fyrri spurningunni get eg ekki svarað til hlítar, þó að eg geti komið fram með við- unandi tilgátu, en hinni get eg svarað. Lítið á þetta!” Hann dró eldspýtnahylki úr silfri upp úr vasa sínum. “Eins og ykkur rekur ef til vill minni til, þá fanst þetta á líkinu. Þó gáfu menn engan gaum að því. En það er enginn vafi á því, að á því er skjaldarmerki Denby- ættarinnar, en auðvitað gæti verið, að mað- urinn hefði fundið það”. “Já, já”, mælti hún með ákefð. “Já, en á hinn bóginn gæti verið, að Tal- bot hefði gefið honum það. Að minsta kosti segir Groser, er eg sýndi það nýlega, að hann hefði tekið eftir því hjá Datway daginn sem morðið var framið. Hann segir og, að hann hafi ekki séð það fyr í vörslum hans. Og hann hlyti að hafa veitt því fyr eftirtekt ef hann hefði haft það með höndum áður. Nú, þar er samband það, sem verið hefir á milli þeirra. Þetta er að vísu lítill hlekkur, en eg held að hann reynist nægilega haldgóður til þess, að ráða fram úr hinu”. “Hvernig?” spurði Saintsbury. stamaði hann. “Slys? Sendu eftir lækni. Hvað kemur mér þetta við? Ekkert svar enn þá frá Scot- land Yard?” Grey hristi höfuðið í örvæntingu. “Það er gagnlaust að vænta þess. Það var Talbot er varð fyrir slysinu!” Selby spratt á fætur. “Talbot?” “Já, hann fanst í dalnum undir dalbrúnni. Drengur, er gætti þar búsmala, fann þá þar”. “Þá?” mælti Selby. “Já, þjónninn hans, Gibbon, lá við hlið honum. Þeir láu þannig, að auðséð var, að þ^ir hefðu verið í handalögmáli, eða gripið hvor í annan, um leið og þeir duttu”. Selby greip hatt sinn. “Hvar eru þeir?” spruði hann. “Á Lynne Court”, svaraði Grey. “Dreng- urinn varð skelkaður og hljóp heim. Hann mætti einhverjum mönnum og þar sem þeir þektu Talbot fluttu þeir þá til Court”. “Náðu í skyndivagn”, mælti Selby. “Eg hefi einn hér við höndina”. I “Eru þeir dauðir?” mælti Selby um leið og vagninn lagði af stað. Grey hristi höfuðið. “Eg veit það ekki. Eg gef mér ekki tíma til að spyrja að því, en fór undir eins til þín”. “Með aðstoð Denbys”, svaraði Selby. “Eg ætla að spyrja hann nokkurra spurninga. Það er hægt að sþyrja á marga vegu, en eg þekki eina leið — sem er algeng meðal lög- fræðinga — þar sem sá sem spurður er, er gintur til að svara meiru en hann er spurð- ur um. Eg ætla t. d. að spyrja Talbot hvort hann vilji leyfa mér að reykja og bið hann um eldspýtur. Annaðhvort hefir hann þá ekki eldspýtur eða hann fær mér þá alveg nýtt eldspýtnshylki. Eg ætla að dást að því, minn ast á hvað það sé nýlegt. Þá mun hann gefa mér þá skýringu, að hann hafi keypt það í stað annars, er hann hafi glatað — hann mun segja fyrir löngu. Þá” — hann ypti nú öxlum — “jæja, eg skal ráða fram úr því, ungfrú Veroníka. Eg er á leiðinni til Court til að hitta Talbot. Þér minnist ekki á neitt við Ralph — bið afsökunar — Denby lávarð”. Hann lét aka sér til Lynne 'Court og spurði eftir Talbot Denby. “Hann fór með lestinni klukkan hálf fimm. Hann fékk skeyti um að koma sem fyrst til borgarinnar í mikilvægum erindum”, mælti kjallarmeistarinn. “Skyldi hann hafa fengið slæmar frétt- ir?” mælti Selby. Kjallarameistarinn hristi höfuðið. “Eg veit ekki, en eg er hræddur um að eitthvað hafi verið að”, mælti hann alvörugefinn. “Eg hejrði að hans hágöfgi, jarlinn, og Talbot töluðust við, voru að rífasti inni í lestrar- salnum”. Selþy ók aftur til Halsery og náði í Grey. “A'lveg rétt! Hæ, nemið staðar!” Þeir voru komnir á móts við Roeback. Hann hljóp inn og hitti Veroníku. Henni hafði borist fregnin og var náföl og niður- dregin. “Þér komið með mér”, mælti hann. “Jarl- inn mun þarfnast yðar”. Án þess að svara hljóp hún upp á loft og kom aftur og var þá tilbúin. Þau töluðust nálega ekkert við á leiðinni. Á Court var alt í uppnámi. “Jarlinn?” var það fyrsta, er Veroníka mælti. “í herbergi sínu, ungfrú”, mælti kjallara meistarinn. “ó, ungfrú Veroníka, eg er svo glaður yfir því, að þér skylduð koma. Þetta er hræðilegt”. Veroníka gekk beint til herbergja jarlsins. Hann sat þar í stól, náfölur og titrandi. “Veroníka!” braust fram af vörum honum í þakklætisróm. “Mér — mér þykir mjög vænt um, að þú komst”. Hún kraup við hlið honum og tók um hendur honum. “Segðu mér”, mælti hún lágt, “er — er — hann mjög skaddaður?” “Talbot, áttu við? Hann er dáinn”, mælti hann hátíðlega. “Hann var dáinn er hann fanst. Þjónninn hans, Gibbon, er á lífi — ennþá. Hann er í næsta herbergi. Thorne er hérna”. “Talbot dáinn?” mælti hún. "Það var ótrúlegt”. Hann hneigði höfuðið. “Já'\ “Hvernig — hvernig vildi það til?*’ mæltl hún lágt. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.