Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 8
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 FJÆR OG NÆR. Mr. og Mr9. Dr. Rögnvaldur Pétursson lögðu s. 1. laugar-> dagskvöld af stað vestur til Kandahar, Sask. Fór dr. Pét-I ursson til að jarðsyngja Mrs. Sigríði Björnsson er dó þar s. 1. fimtudag. Hjónin buggust við að koma til baka um eða upp úr næstu helgi. * * * Messuboð Séra Guðm. Ámason me9sar í Hayland Hall sunnudaginn þann 25. okt. kl. 2. e. h. * * * Fimtudaginn 15. okt. voru gefin saman í hjónaband Mr. John Henry Neill og ungfrú Pál- ína Guðrún ísfeld, af Rev. Smith á Maryland Str., Winni- peg. Mr. Neill er af írskum ætt- um. Heimili ungu hjónanna veröur í Winnipeg. Sigríður Björnsson, kona Eggerts Björnssonar bónda við Kandahar, dó þ. 15 þ. m. að heimili lijónanaa. Hún lætur eftir sig 8 börn. Jarðarförin fór fram sunnud. 18 október frá kirkju Quill Lake safnaðar. * * * Laugardaginn 10 okt. voru gefin saman í hjónaband, Snorri ROSE THEATRE Thur'. Fri. Sat. This Week Oct. 22 - 23 - 24 JACKIE COOPEK ROBEKT COOGAN in “SKIPPY” with Mitzie Green — Jackie Searle Added Ccmedy — Cartoon — Serial ; KIDDIES!! LOOK!! FKEE!! SAT. MAT. OCT. 24 JTAA CHOCOLATE OUU BAKS FREE Mon. Tues. Wed. Oct. 26. 27. 28. , LEW AYRES “Up For Murder” —Added— Comedy — News — Cartoon Exchange Furniture Bargains SAVE BY OUR CLEARANCE PRICES ON RECONDITIONED FURNITURE. EVERY STYLE AVAILABLE ON VERY EASY TERMS. n»*.r«0 ■—Tf—fh ‘Tme Seuable Home Furnishers' 492 Main St. Phone 86 667 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Servica Banning and Sargent Sfmi 33573 Heima aími 87136 Bxpert Repair and Complete Garag-e Service Gaa, OiU, Extras, Tirea, Bntteriei, Etc. Jónasson, verzlunarmaður hér í borginni og ungfrú Guðrún Hin rikson frá Churchbridge, Sask Séra Jónas A. Sigurðsson í Selkirk, framkvæmdi hjónavígzl uathöfnina þar í bænum. Brúð guminn er sonur Mr. og Mrs. J. K. Jónasson að Vogar, Man., en brúðurin dóttir Mr. og Mrs. Eyjólfur Hinrikson í Church- bridge, Sask. Heimili ungu hjón anna verður í Winnipeg. * * * Spilafund (vist) og dans liefir kvenfélag Sambandssafn- aðar 3. nóvember n. k. í Good templarahúsinu. Nánar aug- lýst síðar. * » * Páll Þ. Stefánsson frá Fram- nes, P. O. Man., lagði af stað heimleiðis í gær. Hann kom til bæjarins fyrir helgina með föð- ur sinn veikan. Með honum fóru norður Guðjón bróðir hans og tvö börn hans, er til bæjarins komu fyrir helgina; Gíslína M. Gíslason frá Framnesi er í bæn um var stödd og Högni Einars- son frá Winnipeg, er þar nyrðra býst við að dvelja nokkra daga. * * * í sambandi við minningu Jón- asar Jónassonar, sem dó 21. okt. 1930, er beðið fyrir eftir- farandi línur af dóttur hans, Elsie Áslaugu R. Ferguson: Af vangá hefir í minningunni í blaðinu gleymst að geta þess að Jónas Jónasson átti eina dóttur á lífi. * * * Mr. og Mrs. J. A. Vopni frá Davidson Sask., voru stödd í bænum yfir helgina. * * ♦ Home Cooking og Silver Tea í samkomusal Sambandskirkju laugardaginn 24. okt. eftir há- degi og að kveldinu, undir um- sjón einnar deildar Kvenfélags- ins, á boðstólum verða rúllu pylsa, lifrarpylsa, blóðmör, súr svið og fleira góðgæti. Kaffi verður veitt gestum ó- keypis, silfursamskotum verður veitt móttaka til arðs fyrir deildina. Herra A. S. Bardal skemtir að kveldinu með Hátíðasöngv- unum íslenzku. jSpil verða fyrir þá sem vilja. Allir boðn- ir og velkomnir. • • • Óli Pétursson, 18 ára gamall druknaði s. 1. sunnudag norð- ur á vatni. Hann var yngsti sonur ekkjunnar Sigríðar Pét- urssonar í Baldurshaga við Gimli. MESSUR 0G FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Mcssur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kvelainu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. Þórarinn Stefánsson og Stein unn kona hans frá Framnes, P. O. Man., komu til bæjarins fyrir helgina. Þórarinn kom að leita sér lækninga. Munu hjón- in dvelja hér nokkra daga. Þau eru til heimilis hjá tengdasyni 9Ínum Þorsteini Einarssyni 961 Lipton St. • • • Hr. Sig^irður Skagfield, ten- orsöngvari, 9Öng í útvarpið frá Saskatoon, Sask., föstud. 16. okt., bæði á þýzku og ensku. • • • Gísli Jónsson frá Wapah, Man., kom til bæjarins s. 1. föstuda^. Hann býst við að dvelja hér um tíma og verður «1 heimilis hjá dóttur sinni Mrs. S. Guttormsson 684 Valor Road. » * * J. Ragnar Johnson frá Wap- ah, kom til bæjarins s. 1. laug- ardag með griparekstur til mark aðar. • • • Sigurður Sigfússon frá Oak View, Man., kom til bæjarins s. 1. laugardag með gripi til mark- aðar. • • • Geirfinnur Peterson frá Hay- land, Man., var staddur í bæn- um yfir helgina. Hann kom með búpening til markaðar. • • • Guðmundi Bjarnasyni málara og Halldóru konu hans að 309 Simcoe St., Winnipeg var hald- in vegleg silfurbrúðkaupsveizla í gærkvöldi í Fyrstu lút. kirkju. Hjónin hafa lengi búið í þess- um bæ, eru mjög vinsæl og hafa tekið mikinn þátt í félags lífi íslendinga. í góðtemplara- málum má segja að þau hafi gengið fram með þeim sem þar eru í fylkingar broddi. Og svo er með fleiri mál að þau hafa ósérhlífnir starfsmenn þeirra verið. * ♦ * • Laugardaginn þann 5. sept. s. 1. lézt að heimili sínu 5748 La Mirada St., Hollywood, Calif. húsfrú Margrét Bjarnason kona herra Jóhanns P. Bjarnasonar, sem mörgum er kunnur í Winni peg, Reykjavík, Vestmannaeyj- um og víðar. Margrét sáluga var dóttir Þor- steins Jónssonar læknis og Matthildar Magnúsdóttir í Vest mannaeyjum. En Jóhann P. Bjamason mað- ur Margrétar er sonur Péturs Bjarnasonar, verzlunarstjóra í Vestmanneyjum. Margréf sáluga andaðist af innvortis sjúkdómi, sem ekki bar mikið á fyr en einni viku fyrir andlátið. Sérstakt er það hversu yndislega Margrét skildi við þetta tilverustig, því að kveldi leið henni óvanalega vel, sofnaði vært, vaknaði síðan aft- ur og lagðist út af með brosi á vörum í síðasta sinn. Þannig skilja þeir við, sem eru tilbúnir og treysta forsjón- inni en einkanlega þó þeir, sem eru eilífðarmálunum kunnugir og fengið hafa fullnægjandi vitneskju um áframhald sálar- innar á æðri stigum. En einmitt þessum andlegu efnum var Margrét mest hlynt Allar íslenzkar bækur og blöð, sem birtu bera og breikka sjóndeildarhring sálarinnar og efla kærleikann las hún og lán- aði öllum, sem vildu þiggja. Þessa naut eg oft og er henni sannarlega þakklátur fyrir henn ar höfðinglega vinskap. En það er þetta, sem ein- kennir alla þá sem virkilega elska sannleikann, þeir útbýta öllum sem vilja meðtaka af því sem þeir hafa fundið, en eru aldrei ánægðir með að njóta þess einir. Hún var rausnar kona gestrisin, greiðug og góð. Megi henni margfaldast alt það góða sem hún gaf öðrum, en það var mikið og þeir voru margir sem nutu. Eftir lifir maður hennar, tveir syhir, Þorsteinn og Pétur og tvær dætur Matthildur og Jó- hanna öll systkinin gift nema Pétur og búa hér í Los Angeles. Einn af vinum fjölskyldunnar —Óskað er að Rvíkur blöðin birti þessa fregn. TOMBOLA OG DANS Heldur stúkan Hekla I. O. G. T. mánudagskvöldið 26. þ. m. 1 Goodtemplarahúsinu. Þar verður margt að sjá svo sem hálft tonn af kolum gefið af:— LESLIF FIJEL CO., LTD. — WEST END BRANCH, 679 Sargent Ave., Ph. 24 600. Mgr. H. Rimmer. Eplakassi frá The Hudsons Bay Co., og annar frá The T. Eaton Co., og eitt cord af viö. Þar að auki margskonar matvara auk fjölda annara góðra hluta sem þar biða þess að þér takið þá heim. Svo verður glymjandi dans á eftir eins og venja er til — alt til að “gleðja og gagna.” Riddulphs Orchestra spilar fyrir dans- inum. Húsið opið kl. 7.30 e. h. Inngangur með einum drætti — 25 cents. Gleymið ekki mánudagskvöldinu 26 okt. næstkomandi. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Washington Island 11. okt. 1931. Herra ritstjóri: Er eg las athugagrein þá er sett var í blað yðar við grein mína og eg var talinn með hóp þeirra fimtán, er komu hér til lands 1872, undraði mig að sá er hana 9amdi ekki hafði séð eður lesið Almanak Ó. S. Thor- geÞssonar fyrir ’yfirstandandi ár, hvar eg er talin einn hina fjögra, er fystir fóru frá ís- landi 1870, til Bandaríkjana. Samt höfðu fáir menn frá Vest mannaeyjum er narraðir voru til að taka mormónatrú, fluzt áður til Utah, en þeirra var að litlu getið, hafa að líkindum verið settir á bekk með englum þeim, er féliu frá hlýðni sinni við guð. Þó er í téðu Almanaki lítil missögn; er eg þar talin fæddur 14. júní, en eg hefi alla tíð heyrt að eg væri fæddur einu sinni fyrir alt, fimtudags- morgun 8 júl, 1840 og verð eg að láta þá sögusögn nægja því ekkert man eg eftir því. Margt fengum við félagar að heyra þar heima áður við lögð- um af stað. Allir heldri menn gerðu sitt ýtrasta.að aptra okk- ur frá ferðinni. Prestur einn fræddi mig um það, að hafið væri bæði djúpt og breitt, en eg gat aftur frætt hann um það, að okkur kæmi ekki til hugar að vaða alla leið. Líka voru það almúgamenn. er vissu forlög okkar. Sögðu þeir að Englendingar stælu ár- lega fjöida ferðamanna og sendu sem þræla í nýlendur sínar, og f þeim hópi yrðum við; en slippum við til Ameríku ætu rauðir villimenn okkur áður en við stigum á land. Það hlýtur að hafa verið í okkur einhver snefill af víkingablóði því við hræddumst ekki slíka smámuni og lögðum af stað. Frá Englendingum sluppum við, °S þegar hér kom, var sægur fyrir af hvítu fólki; alt svo höfðu þeir rauðu ekki haft við að éta alla er komu til lands- ins. Þetta mun vera nóg af 9vo góðu. Yðar með vinsemd, Gamli Gvendur. FRÁ ÍSLANDI Rvík 12. sep Vilhjálmur Þ. Gíslason mas art. hefir verið ráðinn starfs maður við útvarpið fyrst ur sinn. Flytur hann yfirlitserinc um nýjungar í erlendum bók mentum og öðrum andlegun efnum annað hvort kvöld. • * . j Rvík. 20. sept Gagnfræðaskólastjórar. Dóm og kirkjumálaráðuneytið hefl skipað Þorstein Þ. Víglundar Ragnar H. Ragnar pianist and teacher Studio: 566 Simcoe St. Phone 39 632 Palmi Palmason L. A. B. violinist and teacher Studio: 654 Banning St. Phone 37 843 Joint Studlo Club Every Month Pupils prepared for examination son, skólastjóra gagnfræðaskól- ans í Vestmannaeyjum, og sett Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóra við gagnfræðaskólann í ísafirði. Hún: Nei, elskan mín, það tjáir ekki að tala um það, að j við giftum okkur fyr en þú I getur látið mér líða eins vel og stúlkunum, sem eg hefi séð á kvikmyndum. ELLEN JAMESON Frh. frá 1. bls sá er þetta ritar staddur á söng i samkomu sem hún hélt í j Reykjavík og söng hún þar! ýmislegt á íslensku og gat eg j ekki annað en dáðst að með- ferð hennar á íslensku kvæðun- 1 um, skilningi hennar á efni og j anda og því hve framburður j hennar var hreinn og skýr. Um listræni hennar frá söng- fræðilegu sjónarmiði skal eg ekki dæma, en eitt get eg sagt j að aldrei hvorki fyr né síðar j hefir töfra magn söngsins hrif- j ið mig eins gersamlega á vald sitt eins og þegar ungfrú Jame- son söng “Heimkoman’', eftir Muchler sem Matthías Joch- umson hefir þýtt, og Himmel samið lagið við, á söngsam- komu er hún hélt í öðru leik- húsinu í Reykjavík í fyrra sum- ar. Söngskráin var margbreytt og öll vel af hendi leyst, þó þetta sérstaka kvæði og tónar lagsins næðu sterkara haldi og dýpri tökum, að minsta kosti á Vestur-íslendngum, en alt annað sem á söngskránni var, þó sumt af því vsöri prýðis fall- egt og vel með farið, þá var heimkoman í veruleikanum, Heimkoman í ljóði sem barst til eyrna manns á englamáli söngs ins sem borið var fram af konu sem fann til og skildi alt sem kvæðið segir frá og túlkaði af tilfinningu og list. Kvæðið, eða sá partur þess, sem hún söng, hljóðar svo: Ert þú það Iand, sem þessa þrá mér bjóst? Ert þú það fjall sem loksins heim mig drógst? Og þetta hlíðin, signd af sólar glóð er söng í fjarska öll mín vöggu ljóð? Ert þú það land? Ert þú það land? Til þín, til þín, ó ljúfa fóstur land. Ert þú þar, sveit, með fjörð og fell og strönd? Er fylgdir minni sál í ókunn lönd? í heimsku minni hljóp eg burt frá þér, en hjartað fann þú gleymdir aldrei mér. Ert þú þar, sveit, mín sæla sveit? Til þín, til þín, mín sæla feðra- sveit. Er þar sá bær, þar barn eg forð um lá og brosti saklaus móður skauti á? og þarna gamla blessuð brekk- an mín, þar barnið sat með litlu gullin sín? Ert þú sá bær? Ert þú sá bær? Sjá þreytta soninn, föður hús mín kær. Áður en eg lýk þessum hug- leigingum mínum um ungfrú Jameson má eg ekki gleyma að minnast á einn eiginleika hennar, sem gýnir betur en flest annað, hvaða mann að hún hefir að geyma, en það er ó- þreytanleg umhyggja fyrir líð- an og velferð foreldra sinna. Það er víst erfitt að hugsa sér skylduræknara barn við for- eldra sína, en Ellen er, og er það eftirtektavert og lofsvert, ekki síst nú, þegar flest bönd eru að bresta og virðing og ræktarsemi hjá þeim yngri, til ættingja jafnt sem óskyldra virð ist vgra á hverfandi hveli. Mér finst skaði, að ungfrú Ellen, og aðrir, sem að framúr- skara á einhverju sviði listanna skuli ekki geta kynst íslending- um hér í landi meir og betur en raun er á. Það væri báðum áðilum til ánægju og uppbygg- ingar og er ræktarsemi sem við skuldum slíku fólki. Máske að ungfrú Jameson sjái sér fært að heimsækja bygðir íslendinga bæði í Bandaríkjunum og Can- ada áður en langt um líður. J. J. Bíldfell. JÁRNÖLD HIN NÝJA Frh. frá 5 bls. þar sem lýðurinn geti gleymt hörmum sínum og skorti, á- hugamálum og sál, rétti sín- um og köllun. En frá sjónarmiði hinnar nýju æsku í heiminum horfir málið alt öðru vísi við: Atvinnu leysið þýðir í insta eðli sínu ekki annað en að kraftar hafa verið leystir úr ánauð fyrir tilstuðlan vélanna, örbirgðin ekki annað en það, að verð- mætið, sem málmjötuninn, stað gengill mannanna, framleiðir, er stöðvað á leið sinni til eig- endanna, þurfendanna. Það hafnar hjá þeim fáu, sem sam- kvæmt úreltum . siða9koðunum gátu merkt sér til eignar á- vöxt mannlegs vitsþroska. Eirð- arleysið þýðir, að sparikraft- urinn hefir enn ekki fengið viðfangsefni — andlega hungr- ið, að gagnvart hinum miklu dyngjum efnisverðmæta skortir hugi mannanna andleg verð- mæti. En þetta mun ekki verða svo um aldur og æfi. Sparikraft- urinn mun um stund eyða sér í öfgum og afglöpum, en að lokum tekur hann að samhæfa lífsumhvenfi sitt og félagsskipu lag starfsháttum sínum og framleiðslumagni. Þetta er eina stóra viðfangsefnið, sem bíð- ur hinna vaxandi hersveita, sem járnöldin leysir úr áþján — starfssvið þessara frelsingja mannvits og málms. Þar finn- ur sköpunargáfa mannanna sér framvegis starfssvið, þar mun hún eyða og framleiða, um- turna og reisa úr rústum. Og ný félagsform verða ávöxtur þeirrar orku, er áður var varið til þess að prjóna sokka og rista með spaða ofan af þúfum. Og fegurð vélanna á eftir að seitla inn í hugi vora, vera þar til staðar sem tákn hins starfandi lífs á helgistundum sálarinnar, í bænum og vonum og framtíðardraumum. Vér mun um læra að blessa “hina blik- andi veli, blakkir og marrandi hjól.” Og í stórum verksmiðj- um mun oss fara eins og trú- manni í fomhelgri kirkju. Bitar og taugar ymja við átök móðra eimkatla, er standa á menju- lituðum stálfótum. Það er hinn fagnandi sálmur starfsins, hinna nýju vinnubragða: Hér syngur hver sveifarás, hér suðar af kæti hver rennilás, og hér á hver reim 9inn ram- eflda hljóm, þótt röddin sé dimm og hás. Sigurður Einarsson. —Iðunn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.