Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 4
4. ELAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 jptúmskringla í StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegt Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talslmi: 86537 VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. Ailar borganir sendist THE iHKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskriít til btaOsivs: Manager THE VIKINO PP.ESS LTD., 853 Saroent Ave . Winnivro Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til riístjórans: EDITOR HEIKSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. ■'Helmskrirgla" Is pubiished by and printed by The Viking Prcss Ltd. 153-855 Snrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 STALIN. 1. í>ó flestir kannist að meira eða minna leyti við Stalin, stjórnanda Rússlands, og störf hans í stjórnmála heiminum, munu þeir færri, er mikið þekkja til prívat eða heimilislífs hans. Grein sú er hér fer á eftir, fjallar um það og birtist í Prager Tagblatt i Austurríki fyrst, en var síðar þýdd á ensku fyrir tímaritið Living Age. Höfundur hennar Essa Bey, hefir tím- um saman dvalið á Rússlandi. Þó Stalin eyði ekki miklum tíma heima hjá sér .vegna stjórnmálaanna sinna, er heimilislíf hans eigi að síður einkennilegt og ólíkt með öllu heimilis- lífi kommúnista. Á yngri árum sínum giftist hann stúlku frá Georgíu í Vest- ur-Asíu, en hún dó af lungnabólgu rétt fyrir stríðið mikla. Með henni eignaðist hann einn son. Nokkru síðar, er Stalin var orðin fimtugur ,giftist hann fimtán ára gamalli stúlku ofan úr Georgíudöi- unum, er Nadja Alleluia hét. Er hún mjög austurlenzk í anda og undirgefin eiginmanni sínum, eins og gömlu prest- arnir sögðu að konur ættu að vera. Stalin er góður eiginmaður, en þó um of austurlenzkur að áliti okkar Evrópu- manna. Konur flestra leiðtoga kommún- ista, búa í stjórnarhöllinni (Kremlin) og hegða sér eins og konur vanalega gera er til virðingar og metorða komast. Þær eruN þar afskektar og hafa lítið saman við systur sínar, et lægra eru settar, að sæida, en koma oft saman sín á milli og ræða sér til skemtunar um eitt og annað svo sem síðasta hneyksiis- málið, sem út hefir borist o. s. frv. í»ær búa þarna f bezta yfiriæti og eru eins frjálsar glaðar og áhyggjulausar og gyðj- ur væru. En kona Stalins er undantekning frá þessu. Hún er þögul eins og líkneski og nýtur ekki til neinna muna sam- kvæmislífsins. Hún er “fremsta kona landsins’’, en er þó utan við þetta alt saman. Hún er feimin og óframgjörn, og lætur ekki sjá sig á manna mótum Hún er í Gorki-kastalanum. Það er sagt, að Stalin loki hurðinni á eftir séý á morgnana að íbúð hennar er hann fer til vinnu sinnar og geymi lykilinn í vasanum allan dalinn. Þetta getur nú litið út sem gaman, en það er eigi að síður algengur austurlenzkur siður. 2. Sannleikurinn er sá, að um konu Stalins vita menn nálega ekkert. Hún talar ekki rússnesku neitt að ráði og skilur ekkert í stjórnmálum. Börn hennar og Stalins eru tvö. Segir kona ein svo frá er heimsótti þau eitt sinn, að kona - Stalins hafi orðið að ganga fram í eldhús og hafi beðið mann sinn að líta á meðan eftir barninu í vögg- unni. Stalin hneygði höfuð við því án þess að segja orð og hélt áfram að reykja pípu sína. Móðirin var varla komin út úr dyrunum, þegar barnið byrjaði að gráta. Stalin færði sig að vöggunni og reyndi með mesta styrð- busahætti að hugga barnið. En það dugði ekki. Gerði hann sig þá blíðan og tók barnið upp úr vöggunni og stakk reykjapípu sinni upp í það. Hvort hann gerði það utan við sig, eða af ráði, er ekki gott að vita. En barnið skældi því meira. Fleygði hann þvf þá aftur niður í vögguna og sagði: “óstýrláti angi! Aldrei góður bolshevíkl!” Þetta eyðilagði skemtun kvöldsins, því Stalin var með ólund og fann að öllu eftir þetta þar til hann gekk til hvílu sinnar. Samt sem áður er Stalin oft viðfeldin heima fyrir og fjölskyldunni kaupir hann það sem konan æskir jafnvel þó hann álíti það einskisvert. Móðir hans, sem var saumakona, býr nú í höll f Tiflis sem ekki gefur að skrauti til neitt eftir drotningar-bústöðum. Vald hennar er ótakmarkað í Tiflis og jafnvel hinn ó- sveigjanlegi bæjarstjóri þar, Eliava.hneig- ir sig virðulega, er hin aldna frú frá Georgíu gengur inn á skrifstofurnar og krefst einhvers af honum. Hvíslar hann þá um leið að þjónum sínum, að þetta sé “móðir Stalins’*, og setja þeir þá upp eins mikinn virðingar svip og þeim er unt. Þegar sonur Stalins, sem nú er full- orðinn maður, féll við prófið í iðn-skól- anum og sýndi ekki neinn áhuga á vís- indanámi, sendi Stalin hann í mjög af- skekt hérað eitt í Georgíu, ipeð þeim ummælum, að “ef hann vildi ekki verða verkfræðingur, mætti hann fyrir sér bæta skó”. En þegar systir Stalin3 giftist Tjekka-kommúnista, hélt hann svo mikla veizlu, að vafasamt er að nokkur prins hafi giftur verið með annari eins viðhöfn. Þar bíandaðist saman austur- landa glys með þeim villumensku brag sem því er oft samfara og keisaralegur hofmóður, svo, að menn geta rétt gert sér hugmynd um dýrðina, sem þarna var á ferðinni. 3. Heimili Stalins er afskekt og lítið heimsótt. Stundum sínum á því ver hann til lesturs. Stalin les mikið og með það beint fyrir augum, að læra af því og bæta á þann hátt upp það, sem á mentun hans skorti í æsku. Bækumar sem hann les eru þó mest megnis um sósíalisma, svo sem bækur Karl Marx og þvílíkra höfunda. Hann hefir engan áhuga fyrir bókmentum yfirleitt. Hann þekkir nálega engin útlend skáld eða rithöfunda og af rússnesku höfundun- um, er það aðeins einn, sem hann dá- ist að, en það er gagnrýnarinn Pisarev. En þrátt fyrir skarpskyggni hans, sem gagnrýnara í mðrgum greinum, sá hann ekki nauðsýn skáldanna á því að ríma síðasta orð hvers vísuorðs við annað og þótti því í sjálfu sér lítið koma til hag- mælsku og málfegurðar skáldanna, svo sem Pushkins og fleiri. Stalin les Pisar- ev mikið og mörg af hans tíðustu orða tiltækjum, svo sem: “Helgisögurnar deyja, en dáð drýgð lifir’’, eru eftir hon- um hafðar. Sé Stalin ekki lesandi og hafi hann nokkra frístund, skemtir hann sér með því að setja “pianola” sem hann hefir í setustofu sinni af stað. Er uppáhaldslag hans, “The Dead Mareh”, eftir Chopin. Hann hefir einnig mikla skemtun af að sjá leikið og fer því talsvert oft í leikhús. Er hann allgóður leik-dómari og segir oft fyrir um hvað sýnt skuli og hvað ekki. Stalin gefur sig talsvert við námi og þykist auðsjáanlega hafa verið sviftur tækifærinu til þess í æsku, að öðlast þá mentun, er nauðsýnleg sé til þess að stjórna öðru eins ríki og hann nú gerir. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann á enskunámi, en við það hætti hann brátt vegna þess, að honum fanst vonlaust um að hann gæti nokkurn tíma lært ensku. í þess stað byrjaði hann þá á að læra þýzku. En það fór á sömu leið. Yfirleitt virð- ist honum ósýnt um að nema tungumál, því hann talar ekki rússnesku lýtalaust ennþá, þrátt fyrir það, að hann hefir verið stjórnandi landsins í mörg ár. 4. Stalin þekkir flokksmenn sína ofvel til þess, að eiga of náið samband við þá. Honum nægir að vita, að hann hefir ,þá í handarkrikanum, hvenær sem honum sýnist. Aðferð hans til að hafa þá hlýðna sér og undirgefna er ein- kennileg. f öryggiskáp í húsi sínu, á hann mikið af skjölum geymt, sem hann gætir eins og sjáaldurs auga síns. Skjöl þessi eru safn af mjög fullkomnum upp- I lýsingum um hvem einasta flokksmann hans, sem nokkuð kveður að og eru úr lögreglusafninu frá keisaratímunum. Ná- lega hver einasti flokksmaður hans, sem við stjórn landsins er nú eitthvað rið- inn, var við einhverja óknytti kendur, 4 keisaratímunum. Að sárafáum undan- teknum höfðu þeir verið í kunningsskap við lögregluna, misnotað sjóði flokks síns og auðgað sjálfa sig á því, eða svikið Lenin og leikið ýmsa grátt fyrir litlar eða engar sakir. En yfir þetta hélt^ lög- reglan nákvæmar skýrslur. Nú eru öll þessi skjöl í öryggisskáp Stalins. Á kvöldum lítur liann yfir þessi skjöl og yfirvegar þá syndir flokksbræðra sinna. Yfirleitt gefur hann ekki öðrum neitt til kynna um þessa bresti, en verði ein- hver félaga hans varasamur viðureignar og um of stjálfstæður eða ráðríkur, kall- ar Stalin hann fyrir sig, sýnir honum skjölin og segir við hann. “Líttu á þetta, árið 1905 varst þú á þessum staðnum eða hinum í ráðabruggi með yfirlögreglu- manninum um þetta eða hitt. Þér er betra að vera varkár. Það gæti svo farið að þér væri það fyrir beztu.” Ein slík áminning nægir vanalega og sá óstýriláti verður aftur auðsveipur og undirgefinn. En sé viðvörunin ekki tek- in til greina, er flett ofan af strákapör- um hins seka opinberlega og dæmir þá flokksstjórnarrétturinn hann til útlegðar eða hann er skotinn. Stalin hefir verið svo fyrirhyggjusamur að eyðileggja allar skýrslur úr þessu safni er sjálfan hann snerta, svo sem bankasprenginguna í Tiflis löngu fyrir byltinguna, er blöðin þá bendluðu nafn hans við og annara. AMERfKU ÞÆTTIR Spánverjar og Portugallar koma til Ameríku. Eins og skýrt var frá í síðasta þætti, höfðu Indíánarnir til þessa verið einu íbúar þessarar álfu. En í lok 15 aldar ’er Ameríka fundinn á ný af Evrópumönn- nm og fara þeir þá að leggja leiðir sínar hingað. Er auðvitað Kolumbus hinn fyr- sti þeirra, er til Vestur-heimseyjanna komst árið 1492, og kallaði þær Indlands evjar eða Indíur. Og af því hlutu íbú- arnir nafnið Indíánar. Þetta var sem næst fimm öldum eftir að íslendingar fumdu Ameríku. Við það skal nú kann- ast, að það hafi verið að einhverju leyti ha:gurinn nær fyrir Islendinga að finna Ameríku en Suður-Evrópumenn. En að svo langur tími leið á milli fundanna, virðist eigi að síður bera þess vott, hve langt Norrænir menn voru árið 1000 á un Jan heiminum, að áræði til og vits- munum. En þrátt fyrir það skal ekki lítið gera úr fundi Kolumbusar. Honum voru samfara kjarkur mikill og vitsmun- ir, þó um siglingar væri þá orðið að mun hægra, þar sem bæði leiðarsteinn- inn var þá fundinn, skipasmíði fullkomn - ari og ýms vísindi þá orðinn kunn er að haldi komu í þessu efni, svo sem þekking á lögun jarðarinnar. Kolumbus sem lærði í skóla í Pavia, sem á þeim tímum var bezti vísindaskóli Evrópu, hefir eflaust getað fært sér þá þekkingu í nyt. ítalski eðlisfræðingurinn Toscanelli hafði þá og dregið upp landabréf af heiminum, og var jröðin á því hnattlög- uð. Allt þetta hefir Kolumbus eflaust fært sér í nyt, svo lærður maður sem hann var. Einnig ferð sína til íslands, þar sem Vínland hefir hlotið að bera á góma, því jafnvel þá, mun Kolumbus hafa verið farin að hugsa um landa- leit í vestri, þó ekki kæmist það í fram kvæmd fyr en 14 árum síðar. Það er að vísu látið heita svo, sem Kolumbus hafi Iagt upp í þessa ferð sína til þess að finna vestur sjóleiðina til Indlands . En að hann hafi haft æði á- kveðna hugmynd um að nýtt land væri í vestri, sýnir þó það, að hann áskildi sér áður en hann lagði af stað, að verða gerður að vísikóngi allra þeirra landa er hann fyndi og einn tíunda hlpta allrar framleiðslu í þeim. Annað áform hans var að útbreiða trúna. ng með uppgripi auðsins í hinum nýju löndum, átti að kosta til að gera út her og ná Jerúsalem úr höndum óvinanna. En þetta fór alt öðru vísi en ráð var gert fyrir. í stað þess að koma heim hlaðinn guíli og gersemum kom Kolumbus allslaus, að öðru leyti en því að hann hafði fáeina eyjaskeggja með sér, sem hann seldi sem þræla, og álit hans var að eyjarnar ætti Spánn að færa sér í nyt með 'því, að hneppa íbúa þeirra í þrældóm og auðga ættjörðina á þann hátt á fram- leiðslu þeirra. En úr þessu kemur Kolumbus lítið við sögu Ameríku, þó fleiri ferðir færi hann þangað og tillögum hans var ekki sint. En hann hafði riðið á vaðið með að sýna að þarna var eitthvað af nýjum löndum. Og næstu 50 árin á eftir ferð hans, fóru um hundrað skip frá Spáni og Portugal vestur um haf að leita landa til að leggja undir sig. Reis út af þvf deila milli landanna, sem páfinn, sem hinn eini eiginlegi stjórnandi allrar jarð- arinnar, varð að skerast í. Dæmdi hann Spáni öll lönd vestur af fimtugasta há- WDODDS ö degisbaug, en Porugal lönd þar fyrir austan. Þetta gerði Portu göllum kleyft að ná í Brazilíu, sem þeir höfðu þó engin not aí fyr en á 18 öld. En Spán- verjar héldu vestur á bóginn, þar til að þeir komust alla leið vestur á vesturströndina í Arg- entínu. Sáu þeir þá hvers kyns var og að heil heimsálfa var í veginum að komist yrði sjóleið til Indlands. Sá er fyrstur upp- götvaði þetta, var Amerigo Vess pucci og ritaði hann bók um það. Varð það til þess að land- . , , ,. . ... , I fullan aldarfjórðung hafa Dodd s ío eoa alian var eftir nonuin nýrna piiiúr verið hin viðurkenndu nefnd og heitir síðan Ameríka. meðul víð bakverk, gigt og blöðnu „ x , sjukdómum, og hinum mörgu kvilla, En um 1520 komst þo Magal- ; er stafa frá veikiuðum nýrum. — haes suður fyrir Ameríku og (Þær eru tjl sölu s öilum íyfjabúð- » , , um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir fann sjóleiðina alla leið til Ind-1 $2.50. Panta má þær beint frá lands í •Dod<ls Medicine Company, Ltd., Tor- | onto, Ont., og senda andvirðið þang- Fyrstu 20 árin eftir fyrstu að. ferð Kolumbusar voru ræningj- .■ • ...- ■ - arnir frá Evrópu fyrir miklum svo við þetta, að hún varð vonbrigðum. Þeir höfðu aðeins neitt eftir það borið komist til vesturheimseyjanna saman við Þa® sem hun áður var. Spánverjar ræntu auðvit- að hverjum einasta mun fé- og Kuba og enda þótt þeir hneftu íbúana í þrældóm og ynnu þeim eins og skepnum, var ekkert af þeim að hafa. Þeir áttu ekkert gull í fórum sínum. En það var erindi þeirra allra vestur, að ræna auði og eyða og mætum er þjóðin átti og það var mikið bæði í gulli og silfri og öðru. Fréttin af því hve Spánverj- ar komust yfir mikinn auð uppræta þjóðina sem hér var 1 með því, að ræna þennan Mex- fyrir. En þegar þeir kyntust I ik° þjóðflokk, barst eins og meginlandinu og byrjuðu að hvalsaga á meðal Spánverja skifta við íbúa þess, komust her vestra. Af því leiddi að þeir að raun um að uppi í landi I menn fóru að líta í kring um bygði auðug' menningar-þjóð. 1 S1S °S skima eftir meiri auði Og á hnotskóg þess auðæfa ■ a® ræna. Og næsta landið lands í Mið-Mexikó hélt Hernan var svo Peru> sem miklu auð“ Cortes árið 1519 frá Kuba. Höfn ina í Mexikó, sem hann lenti í, ugri var af gulli en Mexikó, sem Pizarro hertók og rænti nefndi hann hinu hátíðlega j með svo mikilli ósvífni og nafni Vera Cruz (hinn sanni grimd, að hálfu verra var en kross). Þaðan hélt hann á land, brendi í bókstaflegum skilningi skip sín í lendingunni, svo þessir sex eða sjö hundruð hermenn hans hugsuðu síður á flótta. Hann hafði og sex fall- byssur með sér. Og að tveim árum liðnum var landið á valdi Cortes. Menning Aztecanna, sem var á svo góðu frafara- skeiði var ger-eyðilögð. Höfuð- borgin, sem mun hafa haft um hálfa miljón ánægðra og vel efnum búinna íbúa, var h'kust grafreit, öllum umbyltum þar sem skrokkar hinna dauðu láu ofan jarðar og legsteinarnir voru á tjá og tundri um. Fjöru- tíu þúsundir allslausra og hungr aðra manna ráfaði þarna um rústir gamalla heimila.sinna og voru nú sem þrælar notaðir af Spánverjum til að slíta lim eftir lim af stofni hinnar gömlu menningar sinnar. Það hefir þótt eitt af hreystiverkum sög- unnar, að Spánverjar, svo fáir sem þeir voru, skildu ganga sigr andi af hólmi í Mexikó og eiga 1 h°ggi við miljónir manna. En á það ber þó að líta, án þess að vera nokkuð að gera lítið úr hreystiverkum Spán- verja, að mennirnir, sem þeir áttu í höggi við, voru stein- aldar-hermenn, sem mergurinn fraus í af ótta við að sjá ridd- aralið og fallbyssur. Þeir höfðu aldrei séð hesta fyrri. Og riddari glæsilegustu vopn- um búinn, var í þeirra augum ekki maður á hesti sitjandi, heldur ein sú voðalegasta og máttkasta vera sem alt hlaut að lúta í lægra haldi fyrir. Það var með öðrum orðum sú galdravera, sem óvinnanleg var. Og eins var auðvitað með fallbyssurnar, er ,þeir ihöfðu aldrei heldur séð. Aðstaða að ila þessa Mexikó stríðs var eitthvað svipuð og mannsins, með byssu í hönd og varnar- lausra dýra merkurinnar. Höf uðborgin var svo gersamlega eydd, að það er erfitt að finna einn einasta stein þar ómulinn firá þeim tímum. Skurðimir um bæinn, sem gerðu hann að nokkurs konar Feneyjum Ameríku, voru fyltir upp með byggingunum sem rifnar voru niður. Mexicó-þjóðin eða því sém uppi stóð af henni, hnign- hernám Mexikó. Hann lokk- aði með svikum og undir- ferði yfirmann Incanna á sina fund og hnefti hann í varð- hald. Til lausnar sér varð hann að heita því, að gefa fullan klef ann, sem hann var í, af gulli. Til þess að frelsa leiðtoga sinn, sem þeir trúðu á, reittu Incarn- ir sig inn að skyrtunni og færðu Pizarro alt það gull, sem þeir gátu hönd á fest í skrautmun- um og skrauti hofa sinna. En Pizarro hélt honum eftir sem áður í varðhaldi. Og þegar hann var viss um, að meira gull væri nú ekki hægt að reita af Incunum, lét hann taka leiðtogann af lífi fyrir sví- virðilega upplognar sakir. Sið menning Incanna var æðri sið- menningu ræningjanna. Land- ið var nú tekið af þeim og var nú uppihaldslaust rannsakað og leitað að meira gulli í því. Alls konar tröllasögur gengu um það, að þar væri ennþá óþrjóandi gullsafn falið. Prest- ur eins Indíánaflokksins (Chit chas) átti að hafa sést al- klæddur skíru gulli. En “hið falda gull Incanna’’, hefir ekki enn fundist, enda er ekki lík- legt að sagan um það hafi ver- ið annað en tilbúningur, og Spánverjar hafi hirt það sem til var af því. í lok 16 aldar hafði Spánn náð í alt það gull og silfur sem til var í Ameríku frá Kalifom- íu og suður til Argentínu. Var það svo mikill auður, sem þann ig fluttist til Spánar í dýrum málmum, að verð peninga féll geysimikið og vöruverð hækk- aði hlutfallslega. Landinu hnignaði svo efnalega við þetta, að það hefir ekki síðan náð sér. Hefði verið frá þessu sagt fyrir nokkrum árum, hefði mönnum að líkindum þótt það hlægileg vitleysa, að halda því fram, að ofmikið auðsafn gulls og silf- urs væri orsök kreppu og harð- ra tíma f nokkru landi. Nú, með vora eigin tíma fyrir aug- um, er það alt auðskildara og þarf ekki neinnar útskýringar við. Vonandi er þó, að nú tíminn sé það framsýnni, að hann láti ekki heiminn leggjast f ösku fyrir hfð þýðingarlausa auðsafn sitt, eins og átti sér stað um Spán.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.