Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD, Ladies’ Dresses Cloth, Wool Q 4 AA or Jersey ....... 9 I ■UU CALL 37 061 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 23. DEC. 1931 NÚMER 13 DYERS & CLEANERS, LTD. Men’s Suits Suits ........ Hats $1.00 50c CALL 37 061 Jónas Hallgrímsson Hall. 1. ág. 1852 — 28. sept. 1931. Eg skal ekki sorgir syngja sönnum Þingeying — "þér, sem kunnir upp að yngja öll hin gömlu þing, þér, sem Eddu þektir alla, þér, sem kristinn varst, þér sem upp til hárra halla héraðs ljómann barst. Lifir þú í helgi og hylli Ruga er skynja mest, verður geymdur vizku’ og snilli vina’ er sungu bezt, meðan Stephans stuðlar hljóma strengleik norðan-brims — meðan Káias kímnis óma - liveða hörpur lims. Þú varst látni landnámsmaður, ljóðum, sögum hlýr, frjáls í anda, greindur, glaður, gætinn, hygginn, skýr. Bóndi og kona bjargráð mála björt yið arin-hyr. Opnar stóðu’ í ykkar skála •öllum gestum dyr. Gæfu lífsins eilíf-unga áttir þú í sál, vil eg því ei varpa þunga vors á gleði-mál. Vertu sæll, minn gamli, góði! — * Glæstan minja eld skara eg með litlu ljóði lífs þíns hinzta kveld. Þ. Þ. Þ. FRÚ SUN YAT-SEN Kona þessi er ekkjan eftir dr. Sun Yat-sen, sem talinn var ■“faðir lýðveldisins” í Kína og dó árið 1925. Hún tók mikinn þátt í stjórnmálum meðan mað- ur hennar var á lífi, og þótti mæla hispurslaust það sem þenni bjó í brjósti, hvar sem hún var'stödd. En nú hefir hún ekki um nokkur ár látið neitt á sér bera. Fyrir skömmu lét hún samt 1 ljós álit sitt um ástandið í KKína nú. Ber hún stjórnarfor- mönnunum bæði í Nanking og Canton heldur illa söguna, og telur þá verstu óvini Kínaveld- is, ennþá verri en ásælnustu útlendu þjóðirnar. í stað þess að byggja upp lýðveldið, sem maður sinn hafi lagt undir- stöðuna að, og sameina þjóðina um þá hugsjón, hafi þeir sundr- að henni svo að heita má að bylting hafi öðruhvoru átt sér stað í landinu síðan 1925. Tel- ur hún það alt stjórnarformönn um þessum að kenna, og ber þeim á brýn að þeir hafi aldrei fyrir annað unnið en sinn eigin hag og vildarvina sinna. Þeir hafi ekki átt neina þjóðarhug- sjón, en hafi, ef þeir sáu sjálf- um sér leik á borði, gert alls- konar samninga við útlendar þjóðir, sem beinlínis hafi orðið hínversku þjóðinni til niður- dreps. Og allskonar svik og prettir og glæpir hafi framdir verið til þess að þeir gætu hald- ið völdum sjálfir, en ekkert gert til þess að sameina og efla lýð- veldið. Það hefði í þess stað verið kepst við að brytja það upp sín á milli af þessum ger- ræðismönnum, og hrifsa alt er auður má heita undir sig. En svo lifði þjóðin við þrældóm, hungur og allsleysi. Að refsidómur hafi ekki einu sinni í orði kveðnu fyrir löngu verið kveðinn upp yfir núver- andi stjórnendum Kínavefdis, segir frú Sun Yet-Sen að sýni, hver fáráðlingur að kínverska þjóðin sé að verða. UM MANSJÚRfU STRÍÐSMÁLIN. Eina vonin um að ófriðnum ljnni milli Japana og Kínverja virðist nú sem stendur vera sú, að þjóðirnar sjái að sér og at- hugi, hvílíka ófarsæld þær eru að leiða yfir sig með því að slíta vináttu sinhi. Kína er land með 430 miljón- ir í búa á fremur lágu menn- ingarstígi og óþrjótandi auðs- uppsprettur óhagnýttar, og sem á stjórnmálasviðinu stendur nú þar sem Japan stóð í byrjun þessarar aldar. Mest af landinu er mjög þéttbygt, en Mansjúría og fleiri útkjálkar Kínaveldis eru strjálbygðir enn, enda hafa á síðari árum, eftir að land- þrengsli fóru að verða tilfinn- anleg, um 20 miljónir Kínverja sezt að í Mansjúríu. Japan er aftur á móti iðnað- arland mikið og á mikinn þátt í iðnaði Kína. Einn þriðji af' öllu bómullargarni, sem unnið er í Kína, er framleitt í verk- smiðjum, sem Japanir eiga þar. Og helmingur alls tilbúins bóm- ullarfatnaðar r Kína er einnig unninn í japönskum verksmiðj- um þar. Einn þriðji allra skipa, er inn á kínverskar hafnir sigla eru frá Japan. Og í Mansjúríu hafa Japanir lagt um eina bilj- ón dollara í iðnaðarfyrirtæki og mega þó ekki heita nema aðeins byrjaðir á iðnrekstri þar. Með því að færa þannig út iðnaðarkvíarnar, hefir Japan verið kleift að afla íbiium sín- um vinnu að því skapi sem þeim hefir fjölgað. En það hafa þeir ekki með öðru móti getað, því innflutningur Japana til annara landa er víðast bann- aður. Jafnframt aukinni iðnað- arframleiðslu, hafa þeir auð- vitað orðið að afla sér mark- aðar á varningnum utan lands. Nú ætti Japönum að vera ljóst hve nauðsynlegt það er, þegar um viðskifti við aðrar þjóðir er að ræða, að vináttu þeirra þjóða sé ekki misboð- ið. Að taka upp stefnu sem yrði til þess, að aðrar þjóðir hættu viðskiftum við Japan, virðist ein sú mesta fásinna sem hugs- ast getur. En þannig virðast vestlægar stórþjóðir líta nú á, aðfarir Japana í Mansjúríu. — Ennfremur ætti Japönum að vera það ljóst, að Kína, sem nú kaupir einn fjórða af öllum innfluttum vörum sínum frá Japönum, að þar er að minsta kosti á næstu 10—20 árum ¥ þeirra framtíðar markaður. — Þekking Japana á Kína og þjóð inni, tryggir þeim öllum öðrum fremur þessi viðskifti. Fyrir 2 árum keypti Kína meira af vör- um frá Japan en frá nokkm öðru landi, að Bandaríkjunum ekki undanskildum. Sem stend- ur hefir framkoma Japana í Mansjúríu svift þá með öllu þessum viðskiftum. Og hagur Japana hefir farið svo hríð- versnandi, að þeir hafa nú orð- ið að leggja niður gull-innlausn peninga sinna, og um leið hef- ir tala hálf-sveltandi lýðs óð- um fjölgað, sem í sjálfu landinu nam áður einni miljón. Eins mun viðskiftunum við aðrar þjóðir brátt ljúka, ef Japan held ur áfram að fara sínu fram í Mansjúríu, án þess að taka hið minsta tillit til skoðana þeirra. Það virðist að mörgu leyti, sem forsjónin hafi til ætlast, að Japan væri vinur, ráðunaut- ur og heillaþúfa Kína. Þjóðin er að vakna til meðvitundar um, að nýtt líf og ný menning sé framundan. Þeirri menning- arbyltingu er erfitt að segja hvað fylgja kann. Þjóðin á inn- byrðis í stríði við sjálfa sig út af henni. Hún skilur ekki sjálfa sig. Landið er molað upp í mörg ríki, er hvert þykist sjálfu sér nóg, og skilur ekki sam- band sitt við alríkið. Að sam- eina kínversku þjóðina getur tekið mannsaldur eða manns- aldra. Kínaveldi hefir aldrei lif- að eins erfiða tíma og nú sök- um þessa sundurlyndis þjóðar- innar. Japan getur eflt sjálft sig ósegjanlega með því að koma Kína nú til hjálpar. En með hinu, að nota sér ástand- ið til þess að komast ýfir skika af landinu, getur svo farið, að í Kína verði almenn uppreisn, og uppreisnarmenn þar tækju höndum saman við Rússa og endirinn yrði sá, að Japanir yrðu reknir burtu af meginlandi Asíu. Japan er statt á krossgötum. Þar er ný stjórn til valda kom- in, sem þó virðist ekki hafa þingmeirihluta með sér. Hvaða stefnu hún tekur í Mansjúríu- stríðsmálinu, er nú eftir að vita. En á því virðist þó mikið velta fyrir japönsku þjóðina. KOSNINGARNAR f ÁSTRALÍU Kosningunum, sem fóru fram í Ástralíu í síðustu viku, lauk þannig, að verkamannastjórnin með James Scullin í broddi fylkingar, beið hroðalegan ósig- ur. Stjórnmálaflokkur, er kall- ar sig sambandsflokk (United Party), og sem stofnaður var fyrir ári síðan undir forustu Hon. Jos. Lyons, vann sigur. Verður Lyons því forsætisráð- herra í stað Scullins. Heitir hann eindreginni samvinnu við Breta. Atkvæði flokkanna féllu þannig: Sambandsflokkurinn, 37; bændaflokkurinn, 14; verka mannaflokkurinn (áður stjórn- arflokkurinn), 16; vinstri eða radiealista flokkurinn, 7, og ó- háðir einn. Alls eru þingsætin 75. Verkamannastjórnin virðist hafa fengið sömu útreið og verkamannaflokkurinn á Eng- landi og líklega af svipuðum á- stæðum. HVEITISALA TIL ENGLANDS Eftir för forsætisráðherra R. B. Bennett til Englands, höfðu blöðin það eftir honum að Eng- land hefði lofast til að kaupa 70 prósent af hveiti sínu frá Canada á komandi ári. En þetta er misskilningur hjá blöð unum, hvernig sem á honum stendur. á fundinum, sem þetta barst í tal á Englandi, var um það rætt, að 15 prósent af hveitinu sem landið þyrfti með, væri ræktað á Englandi. Af öðrum löndum en nýlendum Berta var gert ráð fyrir að kaupa 15 prósent, en þá getur frá öllum nýlendunum ekki ver- ið keypt nema 70 prósent. Auð- vitað verður mestur hluti þess frá Canada, eða um 55 til 65 prósent. Um þessi hveitikaup Breta hafa engar samþyktir enn verið gerðar. SASK. CREAMERIES Á ÞRÖMINNI. Þetta feikna stóra samvinnu rjómafélag, sem nær yfir stór- an ef ekki mestan hluta Sask. fylkis, er nú á heljarþröminni statt efnalega. Verður farið fram á það við fylkisstjórnina, að hlaupa undir bagga með því. Sé það ekki gert, er ekkert fyrirsjáanlegra, en að félagið verði að lýsa sig gjaldþrota. ÁLFKONAN. Sem fullhuga djörfum í fram- sóknar her eg fylgt hef’ þér vinur um stund. Nú gengurðu' í draumi það dylst ekki mér að dulin þ*ér blæðir und. Það hryggði mig sárt og í hjarta mig skar hve honum við ávarpið brá; því örvænting hárbeitt í augum hans var og eldheit og taumlaus þrá. • * * ‘■‘Eg heillaður’’ — kvað hann — “af álfkonu er, sem aðeins af hending eg sá. Eitt augnablik hvíldu ‘ennar augu á mér og undarlega mér brá. Hún var ekki fögur að vallar sýn, en vald sitt í augunum bar. Sem ofbirta féll það í augu mín eitt andtak — og horfin ‘ún var. í frumskóginn hvarf ‘ún þá flutti hver grein mér friðlausan, lokkandi hreim. Og líf mitt varð framundan eyðimörk ein þá álögin sóttu mig heim. Þau talandi augu — sem töfr- andi vín með tímanum sviptu mig ró, því huga minn allan þau seiddu til sín í svif háan tamraks skóg. En villugjöm finst mér sú vand- farna leið þá vil eg í myrkviðinn inn, hvar þunglynda uglan þylur á meið um þrá sem er uppgefin. 1 úlfinum heyri eg ömurleg hljóð sem útskúfuð kveini sál. Þá finst mér af skelfingu frjósa mitt blóð og för mín sé svika fullt tál. — Þó þýtur í skóginum ljúflings lag um löngun sem meinum er háð, og aldrei fær litið þann dýrð- lega dag sem draumurinn einn getur náð.’* J. S. frá Kaldbak. ÓFYRIRLEITINN ÞJÓFUR í bænum Winnipeg hafa ýms- ir þann sið, sem annarstaðar, að prýða heimili sín með því, að setja upp jólatré rétt fyrir utan dymar á húspöllunum vik- una fyrir jólin. Káupa þeir rafmagnsljós til að skreyta trén með og er fögur sýn, að ganga fram hjá þessum húsum á kvöldin. Hafa börn einkum skemtun af þessu, enda eru hátíðabrigði mikil af því. Mað- ur sem heima á út á Borebank St., setti nú sem fyr upp slíkt tré s. 1. laugardagskvöld fyrir utan húsið. En á sunnudags- morgunin, er börnin ætluðu að fara að skemta sér í kring unv tréð, var það horfið. Hafði því verið stolið, með ljósum og öllu um nóttina. HÆTTIR AÐ SKAMTA í ræðu er Stalin, alræðismað- ur Rússlands hélt nýlega, sagði hann þjóðinni frá hag landsins og með því að vistaforðinn væri nú orðin miklu betri en áður, gætu menn keypt í búð- um eins mikið og hver hefði efni til og matvaran yrði hér eftir ekki skömtuð, eins og til þessa hefði orðið að gera. FORSETAÚTNEFNINC 14. JÚNÍ 1932. Á fundi sem Republica flokk- urinn í Bandaríkjunum hélt ný- lega, var ákveðið að forseta- útnefning færi fram 14. júní 1932. í umræðum, sem fram fóru á fundinum, kom í ljós, að útnefning Hoovers er eng- an veginn vís. Höfðu sumir orð á því, að hann drægi alt of mikið taum auðmanna, og vitn uðu í ræður hans máli því til stuðnings. En hvern þeir hafa, sem sigurvænlegri væri, var auðvitað ekki minst á. Er talið líklegt, að Demókratar standi nær því að ná kosningu að hausti, heldur en Republicar. BANDARÍSKUR IÐNAÐUR Á NORÐURLEIÐ. f Bándaríkjaþinginu hefir komið fram tillaga um það, bor- in upp af C. H. Field þingmanni frá Indíana, að rannsaka hvern- ig á því stendur, að bandarískar iðnaðarstofnanir hafa aukist um helming á s.l. ári í Canada. Með flutningi þessara iðnstofn- ana héðan norður fyrir landa- mærin, er, verið að taka atvinnu úr höndum vinnulýðs vors, en gefa hana canadískum verka- lýð í hendur. í iðnstofnunum þessum eru nú framleiddar vör- ur, sem seldar eru í Canada, Suður-Ameríku og öðrum lönd- um. Meðan þær voru hér, seld- um vér þessum löndum vörurn- ar. Sakir atvinnuleysisins nú, máttum vér sízt við því að tapa yfir 500 iðnaðarstofnun- um á þenna hátt á einu ári. Vér leggjum því til, segir þingmaðurinn, að þetta sé rann sakað og að eigendur iðnaðar- stofnananna hér séu spurðir að hvers vegna þeir hafi flutt þær til Canada. Geti stjórnin nokk- uð við því gert, ætti hún tafar- laust að gera það. Ef þingmaðurinn hefir á sönnu að standa, er frétt þessi ekki sem allra verst hér nyrðra. ILLVIÐRI f EVRÓPU. Síðastliðinn mánudag snjó- aði mikið um alla 'Evrópu. — Fylgdi því bæði stormur og frostharka, frá 7 til 14 stig fyrir neðan núll-markið á Fahren- heit. Skaðar urðu nokkrir víða en hvergi eins miklir og í Sví- þjóð. Tíu fiskimenn á skipi úti fyrir ströndum fórust. Um 20 hús í Stokkhólmi fuku um koll. Og tré lágu fallin í miljóna tali um alt landið eftir veðrið. — Skógarhögg heptist um tíma vegna fannkyngis, enda hafði þá snjóað um Norðurlönd í fulla tvo daga. Og yffrleitt teptist umferð öll. í Stokk- hólmi voru 3000 manns að vinna að því að hreinsa götur bæjarins eftir að bylnum létti. Síma- og ljósastaurar lágu eins ,og hráviði um alt. Var ljóslaust í tvær nætur í Stokkhólmi og víðar. Hreyfimyndahús voru allsstaðar lokuð í tvo daga. Af öllu þessu sést hvílíka truflun og skaða illveður þetta hafði í för með sér. Stormurinn gekk yfir alla Evrópu á mánúdag, og þótti frostharkan óvenjuleg á Spáni og Italíu. Á Frakklandi varð veðrið nokkrum mönnum að bana, og á Þýzkalandi og Eng- landi urðu einnig nokkrir skað- ar, en ekki stórkostlegir. Snjó- koman minkaði heldur eftir því sem sunnar dró. LJÓÐMÁL. I. Það, við lestur ljóða, lærði eg — í dag: Alt hið göfga og góða glæðir andans hag. Alt hið göfga og góða glæðir hjartans yl. Ylfing allra þjóða, oss þau veitti skil. II. Fagra ljóð, fátt er, sem betur skemtir þjóð, skerpir og hvetur mátt og móð manns — en þitt letur. Lyfta hug ljóðvængir þínir. Fara á flug fjörsvanir mínir. Dáð og dug draumlíf þitt sýnir. Jón Kernested YFIR ÞÖGN OG ÞRÖNG. Sá eg þig í söng, svipfagra gyðja, um ljóshöf löng lá þín iðja yfir þögn og þröng. Leið um ljóðhug minn lyndis-bjarmi. Fann eg fögnuð þinn fyrr — í harmi. Það var máttur minn. Yfir þögn og þröng þú mátt iðja. Lifi í ljóði og söng lög þín, gyðja! Hver á fegri föng? Jón Kernested DEILA Deila hefir risið upp milli tveggja helztu manna liberal flokksins í Manitoba, þeirra dr. M. McKay, leiðtoga flokksins, og Mr. James Grant. Það sem þeim ber á milli, og komið hefir í ljós, ekki aðeins á flokksfund- um þeirra, heldur einnig í bliöð- unum, er það, að Mr. McKay vill • aðstoða Brackenflokkinn í næstu kosningum, en Mr. Grant mótmælir því kröftuglega. Er lagt til í blöðunum, af vinum Grants, og það eru heimkomnir hermenn, að menn þessir bjóði til opins fundar og kappræði málið. Af því sem í ljós hefir komið ,er hætt við að dr. McKay hafi erfiðara mál að verja. STJÓRNIN f KÍNA FER FRÁ VÖLDUM. í gærkvöldi bárust þær frétt- ir frá Kína, að Nankingstjórn- in væri farin frá völdum. Um ástæðuna fyrir því er óljóst, nema ef vera skyldi, að óánægj an með gerðir hennar, bæði í Mansjúríumálinu ög öðrum málum, sé orðin svo mikil, að stjórnin hafi séð sér þenna kost vænstan. Háskólalýður landsins hafði á margan hátt sýnt, að hann var harðóánægð- ur með framkomu stjórnarinn- ar. Hvað næst gerist í Kína er bágt að segja. En ótrúlegt er að lýðveldinu sé nokkur hætta búin, hvaða stjórn sem við völd- úm tekur. LABRADOR TIL SÖLU. Newfoundland stjórnin hefir boðið Canada að kaupa Labra- dorskagann. Verðið, sem um er beðið, er $100,000,000. Sam- bandsstjórnin hefir ekki hafn- að boðinu ennþá, hvort sem hún kaupir eða ekki. TUboð þetta stafar eflaust af skulda- kreppu Newfoundlands.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.