Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 23. DEC. 1931 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA VIÐ LAT ERLENDS ERLENDSSONAR í Árborg 1931. Blæðir sól í blámann hlés Blóm í skjóli gróa Undir jól við Akranes Út um hól og móa. Yfir fjöllin fríð og há Fellur mjöllin veika Titra um völlinn visin strá Veðra sköllin leika. Vakir ljóð í vorsins sál Er vetur glóðir kyndir örfast gróður yngist mál Andans góðu myndir. Ef þú vakir vinur minn Veiztu að stakan lifir Fuglar kvaka sönginn sinn Sorg og klaka yfir. Innst til dala, yzt við strönd Eyðing kalið véldur. Hugans salir lýsa um lönd T>á lífs er falinn eldur. S. E. Björnsson GUÐ EÐA STORMURINN “Jæja, skárri er það nú storm nrinn, og það á sjálfa jólanótt- ina.’’ tautaði Micky John fyrir munni sér um leið og hann stakk köldum og rauðþrútnum iöndunum í buxna vasana. “Það er verst að eg held eg •sé að villast, eg sé ekki út úr agunum. Mér finst endilega ■eg sé búin að fara framhjá þessum litla húskofa tvisvar ef ekki þrisvar áður. Eg er búin að ganga svo óttalega lengi, það getur ekki verið svona voðalega langt tii kirkju skoll- ans. En eg átti nú annars ekki að tala ljótt — fyrst eg er á leiðinni að sjá jóla tréð. En það er nú svona, eg er svo vanur að gera það úti á stræt- unum, þegar eg eg að betla. “Eg hef nú aldrei séð jóla- tré, en strákarnir hafa sagt mér að þau væru ljómandi fall- <eg. En þá voru líka foreldrar þeirra með þeim og þeir hafa sjálfsagt fengið gjafir af þeim. “Skyldi eg annars nokkurn tíma hafa átt mömmu eða — <og pabba einsog hinir krakk- arnir? Það getur ekki verið, því eg hef aldrei séð neitt svo- leiðis. Ekkert nema frænda minn sem er eineygður og ljót- ur, og aldri gefur mér neitt að borða á kveldin ef eg get ekki betlað nógu mikið á dagin. Já, og stundum ber hann mig í þakkabót, og svo er nú svo óttalega kalt í þakherberginu okkar, Jæja, það er best að halda áfram og finna blessaða kirkjuna og sjá þetta dásam- lega jólatré. Það hefir verið of kalt til þess að betla á göt- unum í allan dag hvert sem er.” “Nú ef það er satt sem sagt er að kirkjan sé guðshús, þá hlýtur fólkið að vera nógu góð- hjartað til þess að gefa mér fáeina skildinga svo eg geti farið strax og eg er búinn að sjá jólatréð, heim til kall-skratt- ans hans frænda rníns, já, já, það er nú svona eins og það er.” Micky John, fann það fljótt að það var ait annað en gaman að komast áfram í svona veðri. Stormurinn hvein og gnauðaði eins og bálreiður gamall kall- fauskur. Hlálkan var svo mikil á götunum að Micky J. slengd- ist niður hvað eftir annað, og skaflarnir svo djúpir að honum lá við köfnun í þeim. Og hann sá ekkert nema þennan flat- þekju húskofa. Nú hvþ,r í skrambanum var þá þessi kirkja? “Jæja, máske guð vilji ekki að eg finni hana, því eg er nú ekki æfinlega góður dreng- ur. Eg auðvitað blóta alveg eins og hann frændi gerir. Stundum og já — líklega skrökva líka mér til málbóta.”' Það var eins og Micky John væri varnað að komast nokk- uð áfram. Bylurinn kastaði honum flötum aftur og aftur. Loks datt honum í hug að skríða á fjórum fótum heim að þessum litla hús kofa, til að standa upp við viegginn og hvfla sig stundarkorn, liann var svo þreyttur. í gegnum hríðarbylin sá hann glitta í ljóstýru innan við frost - na rúðuna á framglugganum. Skyldi þá vera einhver mann- eskju rola þarna inni hugsaði hann um leið og hann tók höndurnar úr vösunum og reyndi að þreifa fyrir sér. En sér til undrunar fann hann að höndur hans voru ískaldar og einhvern vegin svo undarlega stífar/ en það var alt hríðinn^ að kenna. Micky John, hafði ímyndað sér rétt. Það var einhver í kof- anum. s Það var kona, há og grönn, með mikið bjart hrokkið hár, frekar ófríð í andliti með kald- an og hörkulegan svip. En augun voru brún og blíðleg en gátu þó tekið snöggum breyt- ingum. Hún var á að gizka — fjörutíu ára að aldri, og var einsetu kona. 1 tuttugu ár hafði hún unnið fyrir sér með því að taka inn sauma af öllu tægi og var búin að draga saman dálitla upp- hæð af peningum sem nágrann- ar hennar höfðu uppgötvað að væru niðurkomnir á næsta banka. Hún átti líka litla kof- ann númer tíu á horninu, sem oftast var svo nefnt. En hún kærði sig lítt þótt strákaríiir kölluðu hana Möngu piparmey á horninu númer tíu, því hún hafði smátt sanian við nábúa sína að sælda. Þegar hún var um tvítugt, hafði heimurinn og kringum- stæðurnar breytt henni úr ungri og skemilegri stúlku, í kalda og kærleikssnauða konu. Kærastinn hennar hafði brugð hún undrandi. “Nei, eg hefi aldrei át foreldra,” svaraði hann. “ En átt þú nokkum lítinn dreng?’’ spurði hann svo. “Nei. Eða því spyrðu að þvi, barn?" Og hún horfði fast ó drenginn með djarflegu, greind arlegu augum. “Eg hefi aldrei átt lítinn dreng.” “Viltu þá ekki vera mamma mín?” spurði hann og leit á 1 <* \ N al fn s PJ iöi Id •* j ist vonum liennar snögglega j hana einarðlega. “Eg get bor- og gifst annari ríkari og fall- jg inn viðinn fyrir þig. Svo egri. Síðan hafði hún lifað út af fyrir sig og skift sér af engum og umgengist fáa. — get eg höggvið spýtur, ef þig vantar. En mér líkar ekki að betla. Má eg ekki vera héraa Auðvitað fanst henni stundum hjá þér? Eg skal reyna að vera A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largesi. Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large sta/ff af expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. ...w^xty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preferehce for “Succesis” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 lífið stundum vera dálítið ein- manalegt, en hún var þó oftast látin í friði., og um tungur nábúanna skeytti hún lítið. Nú var hún að hugsa um, hvað það væri gott og friðsamt að vera inni í hlýjunni, þó húr. væri ein. Þetta var annars ljóti bylurinn. Litli húskofinn hrist ist allur eins og hann væri fest- ur upp á þráð. Þetta gengur næst mann- drápsbyl” liugsa&i hún. Alt í einu heyrðist henni itthvað þungt kastast. upp að framhurðinni. Hvað gat það verið? Máske það sé hundkvikindi," sagði hún við sjálfa sig. "Eg get lofað því að vera inni í nótt. Vesalings dýrið! Það get- uf legið á pokatusku í eldhús- inu. Eg get ekki einu sinni úthýst hundi í svona veðri. Á jólanóttina ættu allar skepnur að hafa rétt til lífsins. — Já, einu sinni átti eg skemtileg jóL En nú — jæja, það er alt liðið og kemur ekki aftur.” Hún opnaði hurðina gætilega en þá þyrlaðist snjórinn inn um alt húsið og flestir smá- hlutir fuku úr stað. Einhver snjóbarin þústa hröklaðist yfir þröskuldinn og féll á gólfið. Manga sá enga tilgerð á því. Það var þó ekki hundqr; nei, nei. Hvað annars var það? Barn! Ofurlítill drenghnokki. Hún flýtti sér að loka hurðinni. Svo sópaði hún snjóinn eins og hún gat af honum með berum höndunum. “Guð min ngóður!” hrópaði hún. “hann er líklega dáinn!” Hún tók hann upp varlega og lagði hann á legubekkinn ná- lægt ofninum. Því næst hlust- aði hún eftir hjartslættinum. “Nei, guði sé lof! Hann er lif- andi!’ ’kaliaði hún upp yfir sig. Svo tók hún á lífæðinni, og þá sá hún aö litlu hendurnar voru snjóhvítar og beinstífar. Hún brá við fljótt og kom aftur með fult stórt þvottafat með saman þjöppuðum snjó og stakk hönd- um drengsins á kaf í það. Svo nuddaði hún andlit hans, sem einnig var snert af frostinu. Hún gat smá plokkað af hon- um frosna skóræflana og fata- tuskurnar og vafið hann svo í hlýju teppi. Hendurnar voru farnar að roðna, svo hún þurk- aði þær með drifhvítum, bró- deruðum vasaklútnum sínum Henni varð starsýnt á andlitið, lítið, fölleitt og þreytulegt. — Þetta var fallegur drengur, en svo óttalega skítugur og ræfla- legur til fara. LokS^ opnaði hann augun og horfði á hana undrandi. “Er eg kominn í himnaríki? umlaði í honum. “Mér líður svo vel. Eg hefi víst sofnað, eg var svo kaldur og þreyttur. En hvað heitir þú?” Og hann horfði rannsakandi augum á þessa ó- kunnu konu. “Eg er kölluð einsetu-Manga. Mér þykir mjög vænt um að þú ert vaknaður, litli stúfur Þú verður að vera hér þar til veðrið batnar.” “Nei, nei, hann Jim frændi ber mig, ef eg kem ekki heim bráðum.” góður drengur. Eg skal reyna að hætta að blóta. En mig langar til að sjá jólatré, ef þú vilt fara með mér í kirkjuna. Heldurðu að þú getir það ekki? “Hvaða dómadags vltlieysu ertu að fara með, barn? Veiztu ekki að eg er hér altaf ein, eins og þú sérð að eg er núna. Þú að vera hérna og — og — eg að vera manmia þín! Hvílík fjarstæða! Eg þeld nú ekki! Eg mundi lítið kunna að því að vera mamma.” “En þú gætir lært það Eg skal kenna þér að láta þér þykja vænt um mig”. “Þú ert brjálaður, drengui;!” Og hún fór að ganga hratt um gólf. En Mieky John horfði stöð ugt á hana með sínum bláu, skýru og biðjandi barnsaugum. Og hún gat ekki litið af hon- um. Það var eitthvað í þessum fallegu barnsaugum, sem gagn tók hjarta hennar. Hún nötraði á beinunum. Henni fanst hún ætla að hníga niður. Hvað gekk annars að henni? Auð- vitað hafði hún aldrei skilið hvað það þýddi að vera móð- ir. Mundi hún annars virkilega geta lært það svona seint á æfinni? Einu sinni hafði hún elskað — já, og kanske of vel. — Þessi bláu barnsaugu sýndust liorfa inn í insta dýpi sálar hennar. Og það sem hún þóttist lesa í þeim, var þetta: “Guð hefir sent þér þessa jólagjöf, kastaðu henni ekki frá þér!” Þetta var undarlegt. Hvort sem það var hennar eigin í- myndun eða ekki, þá stóðst hún ekki mátið lengur. Hún reikaði titrandi að hlið drengsins, og kastaði sér á knén grátandi og huldi andlitið í höndum sér. Hægt og varlega hreyfði Micky John aðra hendina, sem nú var búin að fá sinn eðlilega lit og hlýju. Hann lagði hana bjarta hrokkna hárið og strauk það blíðlega um leið og hann sagði feimnislega: “Elsku mamma! Þú ætlar ekki að senda mig heim til Jim frænda aftur?” Alt í einu, þegar hún heyrði ávarp drengsins: Elsku mamma var sem flóðgarður sálar hennar hryndi snögglega. Og hún greip hann í faðni sér og hrópaði hástöfum: “Nei, nei! Aldrei! Þú ertpóla- gjöfin mín. Eg sleppi þér ekki — því annaðhvort guð eða stormurinn hefir sent mér þig. Og þú ert litli jólasonurinn minn. Eg þakka fyrir gjöfina.” Micky John hjúfraði sig inni- lega að brjósti hennar. En hún tautaði í hálfum hljóðum: “Skyldi guð virkilega telja tár mannanna barna?” Yndó. Dr. M. B. Halldorson 4«i ■•7« midg. 8krlf.tofu.lml: 38(7« Itundar aératakloga lunfn&sjúk- dóma. ■r flnna & akrlfatofu kl 10—12 f. h. of 2—0 o. h. Hoimill: 46 Alloway Avo. Talnfmlt SX158 DR A. BLONDAL «03 Madlcal Art. Bld«. Talsíml: 32 20S ■ tnndar sdrstaklsga kvensjúkddma o« barnasjúkddma. — A8 hltta: kl. 10—12 « *. 0gr 8—5 e h. Helmllt: 80« Vlctor St. Siml 28 180 Dr. J. Stefansson •1« MKDHAl, ARTS BI.Rti. Horni Kennedy og Graham Itn.l.r rl.rl.su .u««.- eyrna nef- o* kvcrka-Hj AkdOma *r afl hitta frk kl! 11—12 f. h o* kl. 8—6 e h Taleiml: 21834 Helmiil: «88 McMlUan Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Centa Ttzl Frá. elnum stalS til annars hvar sera er í bænum: 5 manns fyrir sama og einn. Allir farþer&r á- byr^stlr, allir bílar hítablr. Slmi 23 Ki>« (8 Ifnur) ghúsgaKiia- Ktstur, töskur ! flutningur. DR. L. A. SIGURDSON 21G-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St, Phone 72 409 Hugir og hjörtu halda á útsjónaljósunum björtus Áhrifabylgjurnar inn á löndin, aldanna framþróun sterka höndin, faðir vor ályktar, aðhefst og ræður, ætlast til meðvirkni systur og bræður. Hefjumst nú handa, húsföðurráðinu samkvæmir standa. Alt mun á svipstundu lagast, léttast, ljósin á skilninginn stækka, þéttast. Heimiliskennarinn hugarfars- sólin heiminum fæddur og því eru jólin. Þýskotin þagni, þjóðirnar samhuga í bróðerai fagni. Framsækinn skilningur fær að kanna, föðurnum skyldur er andi manna. Híbýlalyklarnir, hugsun og vilji, hurðirnar opna svo mennirnir skilji frelsið og friðinn feðranna bústaði, útvalda siðinn. Fr. Guðmundsson. ENDURKOMA LJÓSSINS Hagsældauppsiirettan himinsól- in, Himneska aflgjafinn Kristur, Jólin, annast um framþroskans upp eldis hagnað. Er þessum gjafmildu lífsþjón- um fagnað? “SÖK BÍTUR SEKANN’ G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrceSingttr 702 Confederation Life Bldg Talsími 24 587 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFUÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Miiin Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur a8 Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenskur Lögfrtt&ingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur lfkkistur og annast um útfar- Ir. Allur útbúnaöur sá bestl Ennfremur selur hann allskenar minnisvaröa og legsteina. 84S SHERBROOKE ST. Phouet 86 607 WINBIIPH6I HEALTH RESTORED Lækningar én lyfja DR. 8. G. SIHPSON. N.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TRACHRR OF PIANO NM BANMNG ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 23 742 HelmiU*: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Basaaae u« Faraltarv I 762 VTCTOIt ST. SIMI 24.5*« Aanast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. falen.kur liiafræmaaur Skrlfstofa: «11 PARIS BLDG. Siml: 2« «71 f “Heimskringlu" viðvíkjandi athugasemda grein krossnáung- ans sem birtist þann 25 nóv. s. 1. er það að segja, ef hún væri virðandi svars, þá bæri að senda höf. hennar þakklætis viður- kenningu fyrir samþykkishlut- tekningu hans um að Búa grein hafi verið á gildum rökum bygð, þó greinarhöf. hafi brugð- ið fyrir sig miður heiðarlegri að ferð, með yfirklóri og blekking- um til stuðnings sínum fram- burði; hann sýnir þar með, að hann gerir ekki mikinn greinar- muni á góðu siðferði og á sið- semi. Með þvílíkri skoðun að dulklæða ósóma, verður hann að teljast eiga sæti meðal ó- hlutvandra manna á leiksviði lífsins. 4—Lundar 30. nóveniber 1931. Búi DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafmli tS HH9 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block taffe At«i«c WINNIPBQ BRYNJ THORLAKSSON Söng*tjóri Stlllir Planos og Orffel Sfnii 38 345. 594 Alveratone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.