Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 23. DEC. 1931 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA breitt þessar kenningar enn kvæmt lögmálinu að grýtast betur. Nei, frásagnirnar bera í bel, og spurðu hann að hvort alveg ótvíræðilega með sér, að j ekki bæri að fullnægja þessum í, fyrstunni var um mann að ræða, sem síðar var gerður að yfirnáttúrlegri veru, að guði. Sú ummyndun er þegar byrj- uð í elztu ritum Nýja testa- mentisins, bréfum Páls, og hún heldur áfram í fjórða guð- spjallinu og síðan alla leið nið- ur á fjórðu öld, þegar loks þrenningarkenningin var við- tekin í kirkjunni sem rétt trú. Það er enginn tími til þess hér að fara neitt nánar út í þetta, en það má rekja þróunarferil kenningarinnar um guðdóm Krists í ritum kristinna höf- unda á þessum fyrstu öldum, og sömuleðisi má sjá, hvernig hún tekur stakkaskiftum undir áhrifum grískrar heimspeki, er var þessum kristnu höfundum meira eða minna kunn. Kenn- ingin er grísk og heimspekileg og er alls ekki runnin frá Jesú sjálfum, eins og flestum mun vera kupnugt. Hvernig stóð á því, að menn gerðu Jesúm að yfirnáttúrlegri veru og komust loks að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ver- ið nokkur hluti ,guðdómsins, kominn í þenna heim til þess að frelsa mennina? Þeirri spurningu verður ekki svarað fyr en maður hefir gert sér nánari grein fyrir honum. En eitt atriði má taka fram strax, sem sé það, að vonin um Messi- as var mjög sterk hjá Gyðing- um, og Messíasinn átti að vera þjóðfrelsari. Þeir sem aðhylt- ust kenningar Jesú, litu á hann sem Messías, þann sem koma ætti; og þegar hann dó, án þess að stofna ríki sitt, byrjaði trúin á það, að hann hlyti að full- komna verk sitt, ef ekki í þess- um heimi, þá í öðrum. Þessu at riði má ekki gleyma í sam- bandi við greinargerð fyrir hug- myndum hinan fyrstu kristinna manna um Jesúm, eftir að hann var dáinn. . Eg bið yður að fyrirgefa, að þetta, sem eg hefi verið að segja, er sögulegs efnis, en hjá því verður ekki komist — það er sú sögulega umgerð, sem að mynd Jesú blasir við oss í. Án sögulegs grundvallar er ekki unt að eignast rétta og eðlilega skoðun á Jesú Kristi og starfi hans. Þótt vér nú vitum furðanlega lítið um Jesú sem sögulega persónu, vitum vér mikið um hann frá öðrum sjónarmiðum skoðað, rétt eins og vér vit- um mikið um Shakespeare t. d. af því að liann eftirlét komandi kynslóðum ritverk, sem aldrei fyrnast. í kenningum Jesú og lífi, eins og það birtist í frásögum guðspjallanria — þessara ó- sögulegu rita, sem bregða þó upp svo afar skýrri mynd af honum — birtist maður, sem svo mikill ljómi mannúðar og mildi, göfugleika og trúar- trausts stendur af, að næstum að segja hver einasti maður dá- ist að honum og telur hann þá fullkomnustu lífsfyrirmynd, er nokkursstaðaþ er að finna. — Þetta á yfirleitt alveg jafnt við þá menn, sem ekki trúa því að Jesús hafi verið yfirnáttúrlegs eðlis. Það er fáránlegur mis- skilningur, sem margir ganga með, að allir þeir, sem ekki trúa á guðdóm Krists, geri minna úr honum en vera ætti. Það er einmitt þvert á móti, að margir þeirra virða hann meira heldur en það fólk, sem litla eða enga aðra skoðun hef- ir á honum en þá, sem felst í guðfræðilegu kenningakerfi um hann. Vér skulum aðeins taka örfá dæmi, sem sýna oss þenna milda og kærleiksríka mann; þau eru mörg í guðspjöllunum. í þeim birtist meistarinn með næstum barnslega en þó djúp- vitra trú á möguleika mann- anna til góðs. Þeir færðu til hans konu, sem var hórsek, segir ein sagan, og átti, sam- stranga og ómannúðlega dómi. Og hann sagði aðeins þetta: “Sá yðar, sem er saklaus, kasti á hana fjo*sta steininum.’’ Og náttúrlega kastaði enginn fyrsta steininum. Þeir sem fyrstir hlustuðu á þessi orð, fundu til þess, eins og vér finn- um til þess enn í dag, að það sæmir ekki þeim, sem sjálfir eru breyskir menn, að taka hart á lirösun ógæfusamra vesal- inga, hvað sein lögum líður. Þá er og sagan um manninn, sem ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó og féil í hendur ræn ingjanna. Hún er svarið við spurningunni, hver er náungi minn, hverjum á eg að sýna velvild og vorkunnsemi? Hverj um sem þarf þess með. Sannur náungans kærleiki nær til ajlra manna, hann gerir miskunnar- verkið, þegar þess er þörf, án manngreinarálíts og án tillits til endurgjalds. Sama efnis er hin undur fagra saga um týnda soninn og margar fleiri.' í fám orðum er sett fram gullvæg lífsregla. Og hversu oft sem það er sagt, að boðið um að snúa vinstri kinninni við þeim, sem lýstur þá hægri, og láta kirtilinn líka af hendi við þann sem ágirnist yfirhöfnina, sé ó- framkvæmanlegt, þá vitum við að ef eftir því væri lifað, hyrfi alt ofbeldi. vOg hver vill þá segja, að það sé ekki betra að fyrirgefa en hefna sín? En það er til önnur hlið á kenningum og breytni Jesú er sýnir að hann var ekki ein- gongu mildur maður, sem pré- dikaði mannúð og kærleika; hann var stundum harðorður. Hann kallaði mótstöðumenn sína höggorma og nöðrukyn. En hann var strangur aðeins, þeg- ar hann sá, að hið illa stafaði af ágirnd, hræsni og öðrum lík- um hvötum, og var framið und- ir yfirskyni réttlætis og undir vernd rangra laga. Hann hafði óendanlega meðaumkun með öll um veikleika, en fyrirgaf ekki rangbreytni, þegar hún stafaði af ásetningi og var gerð í skjóli þess styrks, sem staða, vald og auður veittu. Og þessi strang- leiki rýrir ekki gildi hans sem fyrirmyndar, heldur eykur það; því hann sýnir oss Jesúm, ekki sem veiklundaðan mannvin, heldur sem réttlátan og kröfu- harðan frömuð nýs og betra siðgæðis, sem skildi lífið miklu betur en allir þeir, sem risu upp á móti honum, og var þess vegna bæði réttlátur og mild- ur. En allar kenningar Jesú renna saman í einni dýrlegri hugsjón — hugsjóninni um guðsríkið. Hvernig sem hann hefir hugs- að sér það, og um það eru menn ekki sanimála og verða víst seint, þá er víst, að það átti, samkvæmt hans skoðun, ekki að vera ytra ástand, ekki Messíasarríki, eins og menn af hans þjóð höföu vonast eftir, heldur líf, sem stjórnaðist af hinni hæsty andlegri og sið- ferðislegri fullkomnun, sem mennirnir gætu náð. Guðs rík- ið er hið innra með yður. Sú stund kemur og er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur skulu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Alt bendir til þess, að Jesú hafi hugsað sér að minsta kosti á fyrri hluta prédikunarferils síns, guðsríkið sem þróun hins góða í mönn- unum sjálfum. Að hann hafi breytt þessari skoðun undir lok æfi sinnar og farið að trúa á framtíðarríki í öðrum heimi, er að vísu mögulegt, en þess ber að gæta, að flest, sem um hann er sagt, er litað af trú manna, sem lifðu lengur en hann og höfðu afstöðu til hans, sem er skiljanleg, tekin í sambandi við þann tíma, er þeir lifðu á. Að menn þegar eftir dauða hans hugsuðu sér hann sem yfimáttúrlega veru, er ekki kynlegt. Það var í samræmi við þekkingu og trú þeirra tíma. Var ekki gripið til hins yfimátt- úrlega til þess að útskýra alt óvenjulegt? Og er ekki manns- líf, sem er eins hátt hafið yfir mannlífið umhverfis sig og fjílltindur yfir flatneskju, eitt af óvenjulegustu fyrirbrigðun- um á hvaða tíma sem er? Eg fæ ekki séð að það sé þörf á að deila um það, hvað Jesús hafi sjálfur haldið um hlutverk sitt, né heldur ym skoðanir fyrstu fylgjenda hans á því. Hann stendur oss fyrir hugarsjónum sem nveistarinn, sem flutti mönnum boðskapinn um betra og hærra líf í traust- inu á guð og hið góða í þeim sjálfum. Og sem slíkur meist- ari er liann leiðtogi vor, sá maður, sem vér viljum fylgja viljum lifa með. Hann lifir meðal vor, lifir í hugum allra þeirra, sem komið hafa augum á fegurð og göfgi þess lífs, er hann lifði. Því meira sem vér getum líkst honum, því meiri trú höfum vér á honum. Á þann eina hátt er gott að trúa á hann. Og þannig viljum vér á hann trúa, sem frjálst hugs- andi menn, sem orðið hafa snortnir af anda hans, og finna í honum mátt til fullkomnara og fegurra lífs. GUÐRÚN ABRAHAMSDÓTTIR JÓHANNESSON. Þessi merkiakona ajidaðist hjá dóttur sinni í Bellingham 25. ágúst síðastliðinn, rúmlega 86 ára^bg 10 mánaða að aldri. Hún var jarðsett í grafreit Blainebæjar og jarðsungin af séra Valdimar Eylands 29. s. m. Foreldrar Guðrúnar heit- innar voru Abraham Hallgríms son Eyjólfssonar frá Stóradal, og Friðrikka Jónsdóttir Jóns- sonar frá Ásláksstöðum í Eyja- firði. Hún var fædd 11. októ- ber 1844 að Nesi í Saurbæjar- sókn. Hún var elzt af 13 syst- kinum sínum og kom það mjög á hana að segja fyrir og líta eftir yngri systkinunum. Guðrún heitin giftist 10. október 1873 Éinari Jóhannes- syni, eyfirzkum að ætt. Hann dó árið 1917 á heimilisréttar- landi sínu í Pipestonebygð. Þau bjuggu góðu búi að Kambsfelli í Eyjafirði í 10 ár. Þótti niörg- um þá hart í búi og óáran *til sveita. Tóku þau sig þá upp á- samt mörgum bræðrum Guð- rúnar og fluttu til Canada. Settust þau að í Víðinesbygð- inni í Nýja íslandi bg bjuggu þar í 8 ár. Að þeim tíma liðnum fóru þau vestur í þá hina nýju Pipestonebygð í Manitoba. — Nam Einar þar land, og þar bjó fjölskyldan þar til hann dó. Eftir það tók sonur þeirra við bústjórn og hepnaðist ágæt- lega. Um 1920 flutti fólk þetta vestur á strönd og hefir átt þar heima síðan. Þeim Einari og Guðrúnu varð 7 barna auðið, og voru það aðeins þrjú er náðu full- orðinsaldri: Þórunn, gift Magn- úsi Tait í Pipestonebygð; Að- albjörg, gift Þorsteini Kristj- ánssyni í Bellingham, og Theo- dór, kvæntur Theódóru Joseph- son í Blaine. Guðrún heitin var meira en meðalkona að flestu leyti. Hún gekk með alúð og dugnaði að hverju því starfi, er hún hafði með höndum og var prýðis vel verki farin. Henni var sýnt um Ijósmóður- og hjúkrunarstörf, þó hún gæfi sig ekki við þess. háttar. Þessi hjón bjuggu við góð efni heima á gamla landinu, og brá mjög við að koma út í ó-; bygðina hér í landi, enda reyndi frumbýlings búskapurinn á þolgæði og þrautseigju ný- byggjara. En þau unnu sigur á örðugleikunum, og það er meira en margur getur sagt. Einar heitinn kunni aldtei vel við sig hér í landi. Hann var farinn að eldast, þegar hann kom liingað, og vandist aldrei nýbreytninni, saknaði svo margs úr átthögunum. Þar var hugurinn jafnan. Þar átti sálin heima, á stöðvunum, þar sem hann grét og hló, þar sem hans unga sál varð hrifin af' fegurð náttúrunnar, svo sem fjallanna, jöklanna, fossanna dalanna, sólaruppkomunnar og sólar lagsins, alt þetta kastaði endurminningum langt fram æfinnar braut. Hann var greind ur maður og vel lesinn. Kunni mikið úr íslenzkum rímum og íslendingasögum. Guðrún heitin var trúr föru- nautur á lífsbrautinni og bar hita og þunga dagsins vel að sínum hluta. Hún var gestris- in, glöð og góð heim að sækja fljót til hjálpar fólki sínu og nágranna, er til hennar leit uðu. Enda var hún prýðilega vel kynt af öllum, er þektu hana. Hún var mjög vel ætt- fróð og sagnfróð, vel lesin og minnug; gefin fyrir söng og hljóðfæraslátt, eins og hún átti kyn til. Hún var ágæt móðir og bar velferð barna sinna ein- lægt fyrir brjósti, og hefði vilj að leggja alt í sölurnar fyrir þau. Hún var fyrirmyndar hús- freyja bæði utan húss og inn- an. Hún var ein af þessum gömlu og góðu íslenzku konum sem ekki vildi gera annað en það sem rétt var. Hún bar ell- ina sérlega vel, enda hlaut hún alúðar aðhlynningu hjá Aðalbjörgu dóttur sinni. Hún hélt fast við bamatrú sína, örugg í tilbeiðslu á al- mættið ,og trúði því að kær- leikurinn væri aðal aflið í kerfi kristindómsins og lífi manna. Blessuð veri minning Guð- rúnar Abrahamsdóttur. Vinur. LITLU KVÆÐIN STÓRU. Herra ritstjóri! Það verður flaustursverk á þessu hjá mér, því eg verð að sæta vissum pósti, ef það á að komast í næsta blað. Tilgangi mínum verður ekki náð nema eg nái til lesendanna áður en þeir hafa glatað jólablaði sínu. “Smáblómið’’ í því þolir það vel, að það væri lesið aftnr, og þó það væri lesið í þriðja sinn. Á þetta vildi eg benda, meðan fólk hefir það handbært. — Ó- gleymt er mér það, hve alger- lega erindið “Báran kveður buldulag”, eftir Jón Jónatans- son, fórst á því, að menh ekki nenna eða kunna að lesa. Það var í “Baldri" fyrir meira en 20 árum, og ekki einu sinni þeir, sem söfnuðu til hátíðar- bókarinnar miklu, hafa víst nokkurntíma séð það blað eða kvæði. Auk heldur var ekkert hrósandi þeirri athygli, sem “Þótt þú langförull legðir’’, eft- ir Stephan, átti að fagna, svona fyrst, — hvað þá heldur annað smælki. Nú á eg von á því, ef einhver fer að sinna þessum tilmælum, og lesa “Smáblómið” aftur, þá verði honum bara að orði, þeg- ar búið er: “Ójá, ljómandi snot- urt! Ósköp lítið í því.” Svo eru ljóð oftast lesin, ef þau eru létt og skipuð daglegum orð- um — annars enl þau ekki lesin. Tj)tJÍi£ottyT5aíi (Eompnnn INCORPORATED 2?» MAY 1670. En það er nefnilega alls ekki eftirtektarvert, að það er snot- urt, heldur hvað mikið er f svona litlu. Þetta stutta kvæði gat sá einn ort, sem hafði sál- arlífslegar kringumstæður til, þess, að geta runnið eins og á skíðum upp og ofan lífsstiga brevtíþróunarinnar. Vlera má að menn telji mig svona full- vissann um þetta, af því eg viti að höfundurinn er læknir, nefni lega dr. Sveinn E. Björnsson í Árborg, en líti menn þá enn aftur á kvæðið sjálft, og sjái hver fyrir sig. Með fyrsta erindinu er brugð ið upp sýnishorni einnar lifandi tegundar> á upphafsstund æfi sinnar, og jafnframt dregið fram, eins og Stephan koms* að orði, hvernig “alt breiddi út faðminn, að lífinu laðandi’’. í næstu erindum kemur sprett an sjálf til greina* og hennar skilyrði, svo sem þau mega bezt verða. í tveimur stuttum ljóð- línum stígur hún svo, rim úr rim lífsstigans, í rökréttri röð jeirra, upp í “fjallaloft í sál”. Þetta má áreiðanlega til sanns vegar færast, þó talað sé um blóm — getur átt við hverja tegund, sem fyrstu sporatökun- unum hefir náð á ferli lífsþró- unarinnar, hvar í alheimi sem væri. En beinast liggur við, að lífinu sé ætlað að blasa svona við bami. I sömu andrá kveð- ur við óp sorgarinnar, líkt og Hafsteinn spurði forðum; “Er lá alt saman ískaldur leikur?’’ með það. Erfiðleikinn fyrir alla speki er sá, að hún býr hæst, og neytist því að sjálfri sér að- eins til þess, að koma því á framfæri, sem einhverjar þarf- ir neðri gólfanna gera henni, aðvart um. Þess vegna verður dauðinn, um ár og aldur allra knúningsmátta voldugastur, og hvers eins speki að sama skapi sýnt um það þá, að grípa til allra sinna fræða. “Sonatorrek’’ Egils hefir sannað það, og svo gerir fleira. Aðeins í efnisvali kemur það þá fram, hverjum forðabúrum sú og sú sálin hefir til að dreifa. Góðfúslega er Sveinn læknir beðinn að minnast þess, að í vissum skilningi hefir hann ekki verið gerður hér að um- talsefni, heldur kvæði, sem heita má að sé nú orðið eign almennings, til sinna blessuðu sleggjudóma. J. P. Sólmundsson. Þriðja og síðasta erindið svar- ar hinni spurulu sorg, — svarar henni í tómum táknum, sem ekki velta hvert um annað af handahófi, vegna þess að þau rími, heldur nálgast rneir og meir vaxandi virkileika, þ. e. a. s. utan frá því lítt þekta inn að því, sem lengur og lehgur má athuga, unz síðustu línurn ar tvær svara, hvor fyrir sig. með óvéfengjandi reynd. Fregn, sem í blöðunum stóð fyrra tilkynti lesendunum lessa reynd, nema síðan hafi jeim gleymst hún. Þá misti löfundurinn ungan son, að sögn kunnugra, lifandi samsafn und- ursamlegra loforða, sem dauð- inn þvertók fyrir. Setjnm nú drenginn í sæti blómsins, en iar vel gefna og vel stæða for- eldra, sem “ljúfur vindblær leikur mildum róm”. Úr þvílíkn getur hver rriaður lesið. Athyglisvert er þó aftur um seinustu línurnar. Engar tvær standa einangraðar, nema þær — táknin tvö, sonur og faðir. sundraðir með einu depilhöggi. Svo furðulega hagar verða hugsanir mannssálarinnar á stundum sér ósjálfrátt. Það er ýmislegt fleira, sem sjálfkrafa mætti vera áframhald af því, sem þegar hefir verið bent á, en verður nú samt látið eiga sig. Við hin fyrri ummæli vil eg aðeins bæta því að aldrei hrykki læknisfræðin ein til þess, að yrkja þetta “Smáblóm”. Hún yrði að vera búin að vera lífs- fræði, orðin að meiru eða minna leyti lífsspeki, og þó ekki nóg Mánudaginn 7. desember s.l. andaðist á heimili sínu á Lund- ar, Man., Mrs. Guðríður Guð- mundsdóttir Thorsteinsson, 76 ára að aldri. Hún var jörðuð frá Lundar kirkju að viðstöddu fjölmenni. Hennar verður nán- ar minst síðar. Almenn jólaguðsþjónusta verð- ur haldin á Oak Point sunnu- daginn 27. desember, kl. 2 e. h. G. P. Johnson prédikar. Fólk er vinsamlega beðið að fjöl- menna. Allir eru hjartanlega velkomnir. HREINSUN HVEITIS NAUÐSYNLEG Hreinsun hveitis er afar nauð synleg. Það safnast á það ryk og mygla, bæði í þreskingunni og þegar það stendur í korn- hlöðunum. Til þess að fá gott hveiti verður að þvo það. Ro- bin Hood félagið notar 100,000 gallónur af vatni á dag í hin- um miklu mylnum sínum í Vesturlandinu, til þess að hreinsa rykið af hveitinu áður en það er malað. Þetta er eina rétta aðferðin til þess að fá hveiti hreint og hvítt, svo álitlegan og lystug an mat sé hægt að gera úr því. Og þó að nokkur kostn- aður sé þessu samfara, er hann svo lítill samt, að fjölskyldan, sem hveitið kaupir, finnur ekki til þess. Það er með öðrum orðum nálega hið siama til hennar, hvað kostnað snertir, hvort hún kaupir gott hveiti eða slæmt. Heimili í Vesturlandinu eru nú flest farin að kaupa bezta hveiti, sem hægt er að fá. Og það er viturlega gert. Slæmt hveiti borgar sig ekki. Þess vegna eru nú þúsundir heim- ila, sem eingöngu nota hið hreina og ágæta Robin Hood hveiti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.