Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 23. DEC. 1931 HEIMSKRINGLA 3 SÍÐA þir sem n otiS TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. yfir landamærin í Kóngshliði (Kingsgate). Var Canada heils- að feginslega, eins og gömlum og góðum kunningja. Var þá kippkorn eitt eftir í næsta án- ingarstað, Cranbrook, B. C. En skamt norðan landamæranna lentum við í hafvillum nokkr- um og krappasævi. Varð að þessu eigi aðeins hin alvarleg- asta geðprýðisraun, heldur og dálítil töf. Hallaði til miðaftans er við lögðum undir okkur síð- ustu múlana suðvestur af Cran- brook. Brátt opnaðist útsýni frá dalsléttunni til fjallanna alt í kring. Sáum við þá hefja sig upp úr þéttu lognmistrinu tvö skínandi hvít skýjabákn, annað í austri, hitt í norðri. Hugðum vér fyrst að þar væru hájöklar, er bólstruðu um sig hina sterku uppgufun, svo sem vér höfðum oft séð Snæfellsjökul gera í sólviðrum, — að ógleymdum Mt. Baker. En er nær dróg, sáum við að þetta voru voldug gufuský upp af skógareldum. Gras og grænviður láta frá sér mikla gufu við brunann. En gufan hefir meira lyftimagn en reykurinn, og bólstrar sig svo, drifhvít, og dúnprúð, ofan á svælunni, eins og svanur á tjörn. Ekki virtust Cranbrook-menn hafa neina ánægju af því að horfa á þessar hamfarir náttúr- unnar. Hitt var þeim frekar á huga, að skaðinn var metinn til miljóna. Hafði norðari eldur- inn geysað dögum saman, og var okkur tilkynt að fyrirhuguð braut vor norður til Banff væri, að stjórnarboði iokuð allri um- ferð . Austari eldurinn hafði ekki kviknað fyr en seint þá um daginn. En ferðafólk að austan, sem slapp í gegn, tjáði okkur að eldibrandar væru sem óðast að falla á brautina, og þjóðvegurinn um Lethbridge austur til Winnipeg þar með að lokast. Var nú ekki um annað að gera en að bíða morguns og átekta. Leituðum við þá nátt- staðar. Fyrirætlunin var sú að gista yfirleitt í ferðamannabúð- um (cabins). Loks settumst við þó þarna að á Cosmopoli- tan-gistihúsinu — og fekk hvoi fjölskylda úrvals-herbergi, með mahogni húsgögnum, nægu svefnlægi, kerlaug, steypilaug og salerni, fyrir 2 dali, — sama enn mjög að magnast í suðrinu, vestanvert við brautina, sem við höfðum ekið norður. En við vorum sloppin framhjá og vor- um óhult. Sáum við nú, og hugleiddum það kyrlátlega, hversu fram var komin ljóða- véfrétt læknisins, um “eldhaf- ið’’, sem “geystist yfir jörð”. Fáar mílur frá Windermere taka við brekkur og klif hinna eiginlegu Klettafjalla. • Gerist nú náttúran öll stórfeldari og fegurri, — fjöllin hærri og tind- uð, firðsýni meira og fjölbreytt- ari litir. Upp eftir hlíðunum teygir barrskógurinn sfg svo hátt, að undrum sætir. Harð- gjörvi þessara trjáa, sem tylla tánum á snasir í reginhæð, þar sem skjóllaust er fyrir blind- byljum vetrar og sólarloga sum- ars, og láta sér nægja sprungu í kalbláan kiettinn í jarðvegs stað, var oss stöðugt furðu efni á þessum fjallaferðum. Þessar klifurfurur eru glæsileg ímynd forgönguandans. Þær eru frum- býlingar, áræðnir og þrautseig- ir brautryðjendur. Líf þeirra er þrautlaus tilraun til vaxtar, nýrra landvinninga og hærri göngu. Þegar þær “brotna bylnum stóra seinast’’ verða moldir þeirra lífsskilyrði lin- gerðari frændum. Og oss fanst óhugsandi að slíkar jötnar kapps og krafta væru þess ómáttugir að etja gegn dutlungum íslenzkrar veðráttu. í anda sáum vér “fjallið klætt” heima á Fróni. Klettafjöllin virtust oss mjög risavaxnari en íslenzk fjöll eru yfirleitt. En þrátt fyrir hátinda sína og snæhettur jafnast þau naumast við íslenzk fjöll að svipbreytileik, — “persónuleik.’’ En það þótti okkur lækni jafn- an fegurst, í ferð þessari, er mest minti á það, sem íslenzkt er. Sáum við þar hlutdrægnis- hættuna, en fengum ekki að gert. Það þótti oss sérstæðast í svip Klettafjallanna, einkum í nánd við Banff, að ofan skóg- ínunnar minnar sum þeirra ein- kennilega skýrt á tröllaukna “sfinxa” er leggja hrikalega hrammana fram á brúnir bratt- ra hlíða. Við vorum að reyna að bæta úr fullkominni van- þekkingu á örnefnum, með því að búa þau tii eftir hendinni. Og færum við slíka ferð öðru tvent hefir hann sér til ágætis. Sprettur þarna upp úr iðrum fjallanna heitt og tært hvera- vatn, er blandast ánni. Er þar nú kominn hinn prýðilegasti baðstaður. Eiginlega hefði«mað- ur átt að dvelja þar svo sem viku tíma, en til þess var ekki tóm . Hitt er það, að þarna standa suðurhlið hins fræga þjóðgarðar Canada, er “Koot- enay National Park” nefnist, með Banff of Lovísuvatn í hjartastað. Svo sem venja er «1 uui slíka þjóðgarða, er þar dýralíf alt friðað, svo og skóg- ar og alt annað, er ágirnd mannanna og aflahvöt vanalega tortímir. Hér var því komið á helga jörð, fagra og fjölskrúð- uga. Ókum við þennan dag all- an til kvölds, um djúpa og langa dali og rishá fjallaskörð; fór- um okkur hvergi óðslega, kom- um á margar fagrar sjónarhæð- ir og tókum myndir. Mikill viðburður þótti það, er eitt friðaða og frjálslífa náttúru- barnið staðnæmdist á brautinni framundan og horfði á okkur hugulum augum. Var það stór og fögur hind, eður hjartynja. En áður en læknir næði tök- um á myndgerði sinni var “brúðurin blárra fjalla” horf- in í skóginn. Klukkan 8 um kvöldið vorum við komin upp að Lovísuvatni. Það liggur upp við jökulrætur. Kalla ferðamenn það “gimstein Klettafjallanna” (“The Gem of the Rockies”). Nóttin var að færast yfir. Brátt var hinn tröllslegi hrikaleikur öræfanna húmi hulinn. Svöl næturkylj- 1 an hjalaði við barrskóginn og níðþung jökulsáin fossaði hjalla af hjalla, flúð af flúð. Kafteinn vor gerðist þungt hugsi. Síðar fengum vér að vita að hann hafði þetta kveðið: verð og okkur bauðst óvistleg I sínni mundum við kannast við búð fyrir, með einu tvíbreiðu- j Bustarfell, Kirkjufell, Helgrind- rúmi, yfirsængur og koddlausu. ’ ur 0. s. frv. Mistum við hérmeð alla trú áj örskamt frá Windermere rís búðum, og leituðum gistihúsa — sem sagt — fyrst fjallaldan það sem eftir var ferðarinnar. af þremur er sigla verður norð- Cranbrook virtist oss einn ur, ef lenda skal við Lovísuvatn vistlegasti mannbústaðurinn, (Lake Louise), eða Banff, og sem varð á leið vorri; telur'mun sú síðasta verst, eins og 3000 manns, hreinn og reisuleg-|vera ber um ólag í lendingu. ur. Ekki skemmir það, að rétt j Brött og óárennileg er Winder- í jaðri hans er vallKúluvöllur, I mere-hlíð. Um eitt skeið varð svo og óvenjugóð sundlaug. !ekki annað séð en að brautin Fólkið mannvænlegt og velvilj- j iægi beint inn í svartan hamar- að. Sinn er bragur á hverri.-inn. Svo reyndist þó ekki held- Hefðum vér unað því ur hvarf hún upp í árgljúfur, að teppast í Cranbrook þröngt og kræklótt, og fylgir hún því þannig, að ýmist er sneitt á snösum, eða hamrar holgrafnir, eða henst á milli bakkanna brúarstökkum — á- gætisbraut, hið mesta mann- virki, þótt seinfarin sé og hættu sveit. allvel degi lengur en raun varð á. IV. Um hádegi næsta dag, mánu- dag, opnaðist vegurinn norð- vestur til Banff, og tókum við þegar stjórann. Þann dag var afmæli Arnar, afmælislcöku- laust. Eftir 70 mílna keyrslu komum við á brunasvæðið. Rauk þar enn allmjög. Víða glytti í glæður í trjáleifum og smábál voru á strjálingi, en eigi að neinu leyti til farar- tálma. Brátt náðum við án- ingarstað í Windermere. Það- an sáum við að eldurinn var eigi allfá dæmin að sjálfur frón- búinn hefir látið sér farast lítil- mannlega við gesti landsins, og bakað þjóðerni sínu skömm. En bæði er það, að glöggt er gests- augað, svo og það að ferða- maðurinn er manna næmastur fyrir allri aðbúð af hálfu þeirra, og niðjanna. Það lá við að hag- í höndum þeirra alla þessa leið. mælskan setti upp alvörusvip, enda var vegurinn til Calgary ágætur og gott næði til rím- rauna. Vér kváðum: Sléttan opnar óravíðan geim. er hann þarf að hafa eitthvað)Austan heilsar morgunvari þýð- saman við að sælda. Það sætir ur. Fram úr jökla- og gljúfra hrika- heim því furðu hversu stirt og ljúf- menskunnar margt greiða- sölufólk er. Hinu yrðum vér. hra®ur jórinn eins og draumur ekki hissa á, að ránsverðið, sem Grúfir nótt í gljúfrasal. Gráar slæður hylja dal. Niðar mörk við norðankal. Niflheimsbúar slást á tal. Ymur kurr í klettaþröng. Kyrja fossar “Líkaböng”. Vættir drynja dimman söng. Dansa tröll á jökulspöng. Er sem hringi hamraskál, . húmið jörðu gefi sál, svipir skauti á skygndum ál, skógaþytur verði mál. Öll í felur flýja dýr. Fránn af veiðum gammur snýr. Urrar björn í bæli hlýr. Beygur hind í skóginn knýr. Kátur þröstur þagnar fljótt. Þögul ugla húkir rótt. Hlúir önd að ungum skjótt; uggir margt um dimma nótt. En er vér heyrðum ljóð þetta sögðum vér: “Þú gefur út þína eigin ljóðabók, Jón Skúta”. Áður var umsamið að vér, sem ferðarbyrjun vorum álitnir meira skáld, gæfum út ljóða- bókina, en að Jón léði oss nokk- ur kvæði. Nú sáum vér að það var ekki ^sanngjarnt. Að sjálfsögðu hefðum vér einnig heiðrað staðinn með út- hellingu anda vors og ljóðsnild- ar ef ferðalúinn .matarþörfin og nætumepjan hefði eigi knúð oss þegar á vettvang mángara- menningarinnar. Léði hún okk- ur loks þak yfir höfuðið, við því lægsta okurverði, sem um gat verið að ræða. Stinga þess- ar iðnu ránsannir kaupmensk- unnar gremjulega í stúf við friðhelgi náttúrunnar. Ferðamaðurinn er aúðunnið fórnardýr. Hann hefir vana- ríkir í þessari sumarparadís Klettafjallanna, sé upptekið ráð auðkýfinga til útilokunar fá- tæklingum. Fyrirbrigðið er ekki sjaldgæft. Að morgni, þriðjudaginn, 28. júlí, litum við á staðinn. Brátt flýði nepjan fyrir ljósflóði heið- ríks himins. Var veður hið yndislegasta. Blasti nú við öll hin rómaða hrikafegurð fjar- lægðarinnar og fíngerð fegurð nándarinnar. Við nyrðri enda vatnsins eru sumarsetrin. Þar gnæfir hin fræga gistihöll C. P. R.-félagsins, geysimikið hús og fagurt, en ekki beinlínis ætlað öreigum. Aðeins eina tegund blóma sáum vér þama ræktaða til skrauts, og kalla þeir blóm þetta “Iceland Poppy”, og land- ar hér kalla það ‘íslenzka sóley’. Ekki er það þó íslenzk túnsóley, - svo mikið vitum vér í grasa- fræði, en líkara holtasóley. Eru stórar breiður af jurt þessari framan við höllina og fram á vatnsbakkann. Fyrir því verða allir að hugsa oft og mikið um ísland, sem þarna koma og dvelja. Þarna hlaut þá líka andinn að koma yfir doktorinn: Inn í fornum fjallahring fögur glitra blóm í kring. Holtasóley, hýr við lyng, heilsar gömlum íslending. Til beggja hliða girða vatnið háar fjallshlíðar, þaktar dimm- grænum barrskógi. Milli þeirra, og yfir vatnið, sést jökullinn lyfta sér í ljósum bláma og teygja skriðþungan fanna- hramminn niður í vatnsendann. Á spegilfleti vatnsins leika sér litir og myndir umhverfisins. Dvöldum við þaraa góða stund og þótti okkur staðurinn vist- legur. Hefðum við, að ríkra manna sið, gjarna viljað leigja hesta og fylgd Indíánanna, sem margt var af, og halda hærra í fjöllin. En við urðum að flýta okkur. Þó fékk barnahópur- inn allur að koma á hestbak, og þótti það bezta skemtun. Senn var Ökuþór kominn á sprettinn áleiðis til Banff. Þar áðum við stuttlega, snæddum. skoðuðum hverhellinn, hina prýðilegu hversundlaug, laxa- klakið, og elkahjörðina. Vorum við nú tilbúin að kveðja Kletta- líður. Miðvikudagskvöld náðum við til Regina, eftir 470 mílna akstur þann daginn. Leituðum við þar lengi og vel að náttstað. Eru þeir þar margir, en allir okur- dýrir, — engu ódýrari en tíðk- ast upp við Lovísuvatn. Síðustu 400 mílurnar til Winnipeg flutu léttilega framhjá næsta dag. Klukkan 8 um kvöldið náðum við heim í hlaðið hjá séra Benjamín Kristjánssyni. Sett- umst vér þar upp með fólk vort, en læknisfjölskyldan hélt á fund frænda sinna og vina. Frh. JÓLA KLIÐUR Vittu, fagra víðsýnisins land, viðkvæmt er að taka kveðju þinni. Dulvís örlög sagna’- og sifja- band saman spunnu þér og ættjörð minni. Hnipin móðir kvaddi soninn sinn: sæmd hann fann, og nægt, hjá þínum arni. Ljær nú sólhlýr sumarskrúðinn þinn svefnró mörgu þreyttu íslands- barni. Hérna, þar sem víðum vinjar- faðm vefjast fell, og tindar heiði blána, gróið kumbl við grænan fold- arbaðm geymir hljóðlaust Fjallasvaninn Sem inst í hugrúmi grær, dána. j Ljósbláan yfir loftsins rann, [Litfegurð allri slær. Fyr en -varði vorum við kom-! Kveldhljómar glymja hátt og snjalt, Kvatt hefir dagur nótt, í rökkur faðmi sem unir alt— Nú andar þögult og rótt. Ó, hversu Ijómandi ljósaröð, Er lífið í sinni mynd; Manns þegar sálin syngur glöð, Sjónar frá hæstum tind. Þá ekkert skyggir á unað þann, in til Calgary. Þar var okkur tjáð af bílkönnuði að þrjár kveikibjargir, eða gneistagerðár (spark plug) dingli lausar í Ökuþór. En ekki fanst það á afli hans né flýti, enda hefir hann þær sextán talsins. Calg- ary er viðfeldinn bær, og mun í vexti. Þar hefir landi vor, Þorsteinn S. Borgfjörð, bygt mörg helstu stórhýsin En eigi var hann nú við hendina, eins og haustið 1929, til að vísa ferðafólkinu leið út í Turner- dalinn, þar sem olíudælur standa þétt sem skógartré, og blossandi jarðgasið brýst fram með ferlegum gný, — mörg þúsund dollara virði á sólar- hring ef virkjað væri. í grend við Calgary búa þær báðar, ekkjur þjóðskáldanna Stephans G. Stephanssonar og Svein- björns Sveinbjörnssonar. Þang- að ættu því íslendingar, austan hafs og vestan, oft að hugsa. Segir nú fátt af ferð okkar til Winnipeg. Gott var veðrið og vegurinn yfirleitt ágætur. Lék allt í lyndi, — nema eí vera, skyldi það, að læknir var hálfgramur út í hvíta mannkyn- ið fyrir það, að láta svo hlut sinn fyrir kínverjum og japön- Enn birta jólin eins og fyr, Sín andlegu sagnaljós, Við lítum þar inn um opnar dyr, Og eigum þar hugar rós. Alt — var svo gott sem gert var þá, Því gallana barn ei sér. Enn byrgir nútíðin nakin strá, Nötrandi á brjóstum sér. En alt er tapað ef tilfinning, Tekur ei enn sinn part, í mentunar snara snúnings hring, Hún snertir þar strengi vart. Því vitið er kalt og kærleiks snautt, Ef kennir ei hugsjónar, Ástlífið verður aðeins dautt, Og alt nema reglurnar. Ef fléttum vor andleg bróð- ur bönd, í bjart og ylríkt mál, Ef elskum lýðinn með líf og önd, Þá lifum með hreinni sál. Við getum þá hugsað heilög jól, í hamingju snauða lund, Og látið þar blik af sumar sól, Við samúðar endur-fund. Indo. fjöllin og hraða ferðum sem | um, að nálega öll greiðasala var mest mátti tíl Winnipeg. íslend- j ■■ ■ ..- ingadagurinn var í nánd! Greitt skreið drekinn niður | leg sakir brattans og hraphæð- kiega emhver auraráð, og verður arinnar. Þó mun láta nærri að menn séu óhultari, og óhættu- legri, í þessum glæfralegu fjall- sneiðingum, heldur en á renn- sléttu láglendinu, því að uppi þar beita allir ítrustu varúð. í árgljúfri þessu, og miðri hlíð, er smábærinn Sinclair, B. C., og getur naumast ein- kennielgra bæjarstæði. En tíðast að sæta þeim kjörum, sem sett eru. Jafnvel gestris- inn góðbóndinn umhverfist ágirndarsegg, því fremur og skjótar sem langferðamenn ber oftar að garði hans. Fyrir því hrís mér stundum hugur við því, er sumir mundu telja þjóð- arlán, að ísland verði ferða- mannaland. Þess eru þegar skörðin og fram á lægri múl- | ana, er loks teygja langa, bog- ^ mjúka rana út á hið mikla flatlendi candisku miðfylkjanna. Eitthvað stórfenglegt og hríf- andi er við útsýnið yfir þessa geysivíðu sléttu, og greip það oss sterkum tökum nú, eins og hið fyrra sinn er vér nutum þess á austurleið, haustið 1929.1 3 Það er og að vonum að fundið | 3 sé til lausnar og léttis eftir alla - aðkreppuna í þéttum skógum og þröngum fjalldölum, með hamraklungrin yfir höfði manns og hengifiugin undir fótum. Kann vera að slík léttistilfinn- ing sé raunar ellimerki. Hvað um það — vér önduðum létt- ara. Framundan lá mjúkbylgj- að moldarhauðrið, skóglaust og víðsýnumikið, en grasgróið sem fagrir valllendisbalar á íslandi, og var oss þetta aufúsusjón. Þá hlaut og að vakna umhugs- unin um landnám og afdrif hins mikla fjölda íslendinga, er eitt sinn kvöddu ættjörð sína, frændur og þjóðerni, og fólu þessari sléttu framtíð sína The Dominion Bank Stoinsettur 1871 I I Vér seljum bankaávísanir og ferðamannaávísanir 3g ávísum peningum með símskeyti eða pósti til hvaða lands sem er, á því lægsta verði, sem mögulegt er. Sérstakt athygli er veitt reikningum skiftavina, sem út úr bænum búa. Allar upplýsingar veittar, sem um er beðið. Vér bjóðum yður að opna reikning við oss, og nota þá sparisjóðsdeild, sem næst yður er. Vér lof- um skiftavinum skjótri og prúðmannlegri þjónustu. WINNIPEG ÚTBÚ: Main Office — Main Street and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North-End Branch — Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy SL Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.