Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 23.12.1931, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. DEC. 1931 SIGURÐUR SKAGFIELD SYNGUR f ÚTVARPIÐ. Sigurður Skagfield, hinn við- urkendi tenórsöngvari, syngur í útvarpið (Radio Station C. F. C. N., Caigary) mánudagskvöldið 28. desember næstkomandi, kl. 6.45 (Calgary Time). Mun les- endum þessa blaðs, hvort sem í Canada eða Bandaríkjunum eru, þykja þetta góð frétt, því hvort sem þeir hafa heyrt Sigurð syngja fyr eða ekki, munu þeir ekkert tækifæri af sér sitja að hlusta á hann. Til þessa útvarpssöngs efnir S. Sigurðsson, eigandi og stjóm andi Alberta Furniture Co. í Calgary. Mr. Jónas Pálsson, hinn viðurkendi pianokennari, aðstoðar Sigurð við pianoið, svo að hér er að öllu leyti vel til söngsins vandað. Munið því eft ir að stilla radioið við stöðina C. F. C. N„ kk 6.45 eftir Calgary tíma, 28. desember n. k. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sfmi 33573 Heima »ími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tirrs B»tterie», Etc. FJÆR OG NÆR. Séra Guðm. Árnason messar að Lundar á Nýársdag kl. 2 eftir hádegi. * * • Kirkja Sambandssafnaðar. Jólatréssamkoma á aðfanga- dagskvöld, hefst kl. 7.30. Fjöl- breytt prógram. — Guðsþjón- usta á jóladagskvöld kl. 7 e. h. Engin messa eða sunnudaga- skóli sunnudaginn 27. des. — Á Gamlárskvöld aftansöngur kl. 11.30 e. h. Nýársguðþjón- usta fyrsta sunnudag f nýári. m m m Hr. Benony Stefánsson frá Edinburg, N. D„ kom hingað til bæjar í vikulokin til að leita sér lækninga. Hann gerir ráð fyrir að leggjast inn á General Hospital og jafnvel ganga und- ir uppskurð. Hann hefir verið heilsutæpur undanfarið. * * • Hátíðarguðsþjónusta verður flutt í lútersku kirkjunni á Lundar jóladagskvöldið (föstu- dag). Séra Rúnólfur Marteins- son prédikar. Allir velkomnir. • • * Mr. C. P. Pálsson frá Gimli var staddur í bænum fyrir helg- ina. • • • Mrs. Guðrún Stefánsson frá Gimif kom til ,bæjarms s.l. j laugardag. Býst hún við að | dvelja hér fram eftir vetri. ■— j Verður hún til heimilis hjá Mr. ! og Mrs. Jón Hall, 3*70 Arlington ) Street. . . . | íslendingafélagið Vísir í Chi- ! cago efnir til móts mikils 5. febrúar 1932, er félagið nefnir miðsvetrarblót eða goðablót. Œfje itlanagemcnt anb é>taff of tf)t iRoöt Œfjcatre fcoíðf) to txttnb to alt tfjtír |3atronð anb Jfritnbð tf)tir beðt toíðfjtð for a iilerrp Xmað anb a ^appp J^cto Öear. ROSE THEATRE Showing Thur., Fri., Dec. 24-25 MARION DAVIS in FIV£ & TEN ’ Added: Comedy — Serial — Cartoon SPECIAL MATINEE Cbristmas Day Opens 12.30, Continuous Tues., Wed., Dec. 29-30 Special Matinee Tues., Dec. 29, Opens 12.30 Women Love Once i Added: Comedy — News — Cartoon SILVERWARE Tuesday and Wednesday Ineludlng Wed. Matlnee SPECIAL ANNOUNCEMENT 3 changes in pictures dur- ing Holiday Week Thur—Sat—Tue Sat. , Mon., Dec. 26-28 JEAN HERSHOLT ELEANOR BOARDMAN in 44 MAMBA” Added: Comedy -— Cartoon — Act SPECIAL 2 New Years Eve Midnight S) Frolic, Thur., Dec. 31, at 11.30 p. m. g Entirely Different Program for Midnight Show ^ Buy Your Ticket Now £ All Seats 25c SAFNAÐ FRÁ HINUM BEZTU MJÓLKUR KÚM í MANITOBA OG HREINSAÐ MEÐ PASTEUR ADFERD. 44 MODERN” MJÓLK RJÓMI og SMJÖR / eru hinar ferskustú og heilnæmustu mjólkurbús afurðir sem fáanlegar eru. SÍMIÐ 201 101 Modern Dairies Ltd. “Þú getur skekið rjómann en ekki þeytt mjólkina” Verður þetta aðal samkoma ís- lendinga í borginni á árinu. ís- lenzkur matur verður þar fram- reiddur, svo sem skyr, hangi- kjöt og harðfiskur. Tölumenn verða á mótinu ,prófessor Svein björn Johnson frá Illinois há- skólanum, o. fl, íslenzkur kór undir umsjón Guðm. Kristjáns- sonar, skemtir einnig. Og dans- inn er ávalt sjálfsagður. Em- bættismenn félagsins eru J. S. Björnsson, Árni Helgason, Ben. Gestsson og J. J. Samson, og veita þeir frekari upplýsingar viðvíkjandi mótinu, þeim sem til þeirra leita. ... Miss Lóa Davíðsson, sem minst var á í síðasta blaði í sambandi við fréttina af Próns- fundinum, hefir dregið athygli Heimskringlu að því, að þar sé getið um hana sem eins af nemendum Mrs. Helgason, en svo sé ekki, þó hún skemt.i þetta kvöld með þeim fyrir til- mæli Mrs. Helgason. Heims- kringla biður hlutaðeigendur afsökunar á missögninni. * * * # Sunnudaginn 20. þ. m. voru þau Björn S. Guðmundsson og Mrs. Ágústa Magnússon, bæði frá Edinburgh, N. D„ gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton. Þau ferðast norður til Árborgar til að heimsækja for- eldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. P. S. Guðmundsson/ Síðan fara þau til heimilis síns í íslenzku bygðinni í Norður Dakota. • * • ...Mac’s Theatre, Ellice Ave. Eina heyfimyndahúsið í borg- inni sem Islendingur stjórnar. Sökum hinna mjög svo erfiðu tíma, hefi eg ákveðið að setja inngang að sýningu á Mac's aðeins 15c. fyrir fullorðna og 5c fyrir börn sem koma fyrir kl. 7. Á sama tíma ábyrgist eg að sýna eins góðar myndir og á nokkru öðru húsi í borg- inni. Húsið er snoturt, hlýtt ig ný upp gert. Talvél af beztu tegund. Sækið Mac’s Theatre og sparið peninga. Ellice er breitt, ágætt (for Parking Cars). Gleðileg Jól. J. G. Christie. Æfiminning Þann 17. des. 1930 andaðist á Free Mason Hospital í Mord- en, Man„ unglingsmaðurinn Vil- hjálmUr Teodór Isackson eftir langvarandi heilsubrest. Vilhjálmur sái. var fæddur í grend við Brown, þ. 27. marz 1905. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigríður Eyjóifsdótt- ir og Páll ísaksson, ættuð úr Árnessýslu á Islandi, er búið hafa þar í bygð síðan stuttu eftir aldamótin. Páll er dáinn fyrir nokkrum árum. Vilhjálmur sál. ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðins •ára og síðan föður föður hans dó hefir hann verið á sama heimili með móður sinni o bræðrum. Vilhjáimur sál. var prýðilega vel gefin og dagfars- góður piltur og er hans því sért saknað af öllum sem kyntust honum, þó sérstaklega af nán- ustu vinum, sem hlutu að sjá honum á bak svo snemma. Það er ætíð harður aðgangur að þurfa að skilja við vini vora þannig í fullum þroska, en samt er það okkar æðsta huggun, að vita vinin farna á landi ljóssins hjá himna föðumum, fjarri öll- um jarðneskum þrautum, og mega, í fullu trausti, trúa því að vér fáum að mæta honum ásamt öðrum burtförnum ást- vinum þegar hervistar dagarair þrjóta. Blessuð sé minning hins látna. Vilhjálmur Teodór Isackson (f nafni móður) Skarð er fyrir skyldi í skyndi dauða gjóstur varð þitt, fyr en vildi veikla harma róstur; þér í fullum þroska þungbært var að tapa; döpur við ei doska dægra mótin skapa. Horfinn ert og hafinn heims — frá — barning nauða ástar örmum vafinn — ofar gröf og dauða — alvalds, ljóss og lífsíns líkn sem aldrei brestur mitt í kólgu kífsins: kærleiks gjafi mestur. Þig ei þrauta sporin þjakað geta lengur svanljúft sem á vorin sérhver ómai^strengur; efst á himna hæðum hjartans vinur góði! Guðs af ástar gæðum gefst og nægta sjóði. Þakkir þúsund róma þinna vottinn gæða ■ ina vonir óma, vísa leið til hæða. Og þar að lokum lífsins líka dveljum saman fjærri kæling kífsiiís hvað það verður gaman. Jóh. H. Húnfjörð. • • • Óvænt Heimsókn. rf? MAC’S Theatre December 24 - 25 - 26 WHEELER and WOOLSLEY wlth DOROTHY LEE in HOOK, LINE and SINKER SPELL OF THE CIRCUS — Comedy Cartoon December 28 - 29 - 30 — DOUBLE PROGRAM See Ameríca Thirst & Hide Out alao Cartoon Því miður hefir það dregist helst til of lengi fyrir mér að minnast viðburðar er skeði þann 23. marz 1930, sem var afar fjölmenn heimsókn til mín* af ísl. bygðarfólki í grend við Brown, Man„ og tilefnið var að færa mér stóran peningasjóð. Það eð bygðarfólk hafði komist að því að mig langaði heim til íslands á þjóðhátíðina og til að sjá systir mína, en kringum- I stæður mínar leyfðu ekki að eg gæti tekist þá ferð á hendur af sjálfdáðum. Svo það hafði tek- ið samskot meðal allra íslend- ihga. Nöfn þeirra gefanda voru i sem fylgir: Odda Gíslason .......... $ 5.00 J. S. Gilis og fjölskylda 20.00 Mr. og Mrs. G. Ólafson 5.00 Villi Nicklin .............. 3.00 Joe Húnfjörð ............... 1.00 Gísli Árnason .... .... .... 1.00 Mr. og Mrs. S. Ólafsson 5.00 Mr. og Mrs. J. R. Gillis 15.00 Ingi Ólafson ............... 5.00 Villi Ólafson .............. 5.00 George Nicklin ............. 4.00 Mr. og Mrs. J. Gíslason 25.00 Mr. og Mrs. A. Ólafson 10.00 Mr. og Mrs. H. Ólafson 4.0h Mr. og rs. G. Isackson 10.00 Mr. og Mrs. A. Thomason 10.00 og fjölskylda Mr. og Mrs. T. J. Gíslason 10.00 Mr. og Mrs. T. O. Sigurð- son .................. 3.00 Mr. og Mrs. I. F. Lindal 3.00 Mr. og Mrs. S. Einars 2.00 Mr. A. Helgason og fjölskylda ........ 5.00 Mr. og Mrs. J. Lindal 2.00 Mr. og Mrs. H. Johnson 2.00 Mr. og Mrs. J. B. Johnson 1.00 Mr. Ingimundur Johnson 1.00 Mrs. Júlíana Krijánsson 3.Ö0 Alls .................... $160.00 Eg átti sannarlega engin orð til að lýsa tilfinningum mínum yifr annari eins gjöf og velvlja fólksins mér til handa; fanst eg alls ekki hafa unnið til slíkra velgerða. MESSUR OG FUNDIR i I kirkju Sambundssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld I hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. En “guð borgar fyrir hrafn- inn". Því vil eg biðja góðan guð að launa öllu þessu fólki, bæði fyrir heimsóknina og alt sem það hefir auðsýnt mér og mín- um í liðinni tíð. Og ef eg gæti í einhverri mynd vottað því þakk læti mitt í framtíðinni, myndi það gleðja mig ekki síður en hin ógleymanlega ferð mín til íslands 1930. Einnig vil eg minnast á gjöf er kvenfélagið íslenzka sendi Vilhjálmi sál. syni mínum, er hann lá banaleguna í fyrra, að upphæð $30.00, sem gladdi hann innilega, ásamt margs- konar hjálp bæði fyr og síðar í sambandi við það sorgartil- felli, og bið góðan guð að launa það alt, eins og honum þókn- ast bezt. Með hjartans þakklæti til allra vina og vandamanna í bráð og lengd, Sigríður ísaksson. Vinur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.