Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. MARZ 1932 ÞRETTÁNDA ÁRSÞING ÞJOÐRÆKNISFÉLAGSINS FUNDARGERÐ. Með því að fimm fyrstu liðir dag- skrárinnar voru þegar afgreiddir til bráðabirgða og engar skýrslur lágu fyr- ir frá standandi nefndum, þá var næst tekið fyrir (rtbreiðslumál. — Dr. Rögnvaldur Pét- ursson gat þess ,að síðasta þing hefði falið stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins, að semja fyrir þetta þing tillögur um upptöku lestrarfélaga og annara þjóð- legra íslenzkra félaga hér í álfu, í Þjóðræknisfélagið. Hafði stjórnarnefndin falið að ritara að semja álit þetta, og las hann upp eftirfarandi: Stjórnarnefndar tillaga Um upptöku íslenzkra lestrarfélaga og annara þjóðlegra félagsstofnana í Þjóð- ræknisf élagið: Með því að Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi er sá félagsskapur, er stofnaður er með því markmiði, að sam- eina alla Islendinga hér i álfu og afkom- endur þeirra í enin allsherjar félagsskap, og Með því að víðsvegar um álfuna standa félög á meðal Islendinga, sem æskilegt er að stæðu i sambandi við Þjóðræknisfélagið, Þá leyfir stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins sér að leggja fyrir ársþing, til væntanlegrar samþyktar eftirfarandi til- lögu: “Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins skal framvegis falið að leita samninga og samkomulags við islenzk félög í Vestur- heimi um upptöku þeirra og inngöngu í Þjóðræknisfélagið á eftirfylgjandi skil- málum: 1. Að nefnd félög sæki um upptöku og gangi inn sem sjálfstæðar deildir í Þjóðræknisfélagið, í samræmi við 17. gr. grundvallarlaganna. 2. Að þar sem ofan greindum fyrir- mælum verður eigi við komið, sé félags- stjóminni leyfilegt að veita einstökum félögum upptöku í Þjóðræknisfélagið sem sambandsdeildum, með þeim skil- málum að þau greiði jafnmörg árstillög i sjóð Þjóðræknisfélagsins, sem tala þeirra manna nemur, er framkvæmdar- nefnd skipa venjulegra deilda. Sé þá og líka þar með ákveðið, að eigi fari slík félög með fleiri atkvæði. á ársþingi- þingi en tala árstillaganna nemur, er þau gjalda í félagssjóð. 3. Félagatal slíkra sambandsdeilda skal fært á félagaskrá Þjóðræknisfélagsins og birt i Tímaritinu ,undir þeim lið, sem þeim hefir verið veitt upptaka í Þjóð- ræknisfélagið." Benti dr. Rögnv. Pétursson á að æski- legast væri, að fá sem flest og helzt öll íslenzk félög í Ameríku til að ganga inn í Þjóðræknisfélagið, sem sérstakar deild- ir og hefði verið gerð nokkur gangskör að þessu, en reynst að verða margvís- legur hængur á því að það væri hægt — helzt það, að deildunum hefði fundist of niikið að gjalda 50 cent af hverjum fé- laga til Þjóðræknisfélagsins. Urðu nokkrar umræður um þetta mál. Jón J. Húnfjörð taldi sanngjamt, þar sem fleiri meðlimir væru í fjölskyldu eða á sama heimili, að tillagið væri nokkru lægra. Guðm. Jónsson frá Vog- ar taldi æskilegt að lestrarfélögin gengju inn sem sérstakir einstaklingar, og sendu samkvæmt því aðeins einn fulltrúa á þingið, með því að þeim væri það ofviða að gjalda 50 cent af hverjum meðlimi sínum til Þjóðræknisfélagsins. Ásgeir I. Blöndahl benti á ,að þetta mál væri talsverðum vanda bundið, með þvi að meðlimir hinna ýmsu lestrarfélaga væru ef til vill meðlimir einhverrar deildar Þjóðræknisfélagsins, og yrði í því til- felli tekið tvöfalt gjald af þeim. Lagði hann til, og séra Jóh. P. Sólmundsson studdi, að þessu máli væri vísað til vænt- anlegrar útbreiðslunefndar. Samþykt. — Jón J. Húnfjörð gerði tillögu og Jóh. P. Sólmundsson studdi, að kjósa fimm manna útbreiðslunefnd. Forseti leitaðist fyrir um uppástungur i nefndina. Stung- ið var upp á þessum mönnum: : Asgeiri I. Blöndahl. Séra Guðmundi Ámasyni. Ásmundi P. Jóhannssyni Sr. Jóh. P. Sólmundssyni Sr. Benjam. Kristjánssyni Bjarni Finnsson gerði tillögu og Hall- dór Gíslason studdi, að útnefningum væri lokið. Samþykt. I sambandi við þetta mál skýrði for- seti frá því, að þar sem Iþróttafélagið Fálkinn væri ungt og upprennandi fé- lag, sem þyrfti á miklum peningum að halda, hefði stjómaraefnd ekki þótt rétt að íþyngja þvi með félagsgjaldi, heldur mimdi þeim verða veitt upptaka í Þjóð- ræknisfélagið samkvæmt 15. grein Þjóð- ræknisfélagslaganna ,og mundi það fram- vegis njóta svipaðs framlags úr félags- sjóði og að undanförnu. Næst var tekið fyrir fræðslumál. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og Jón J. Húnfjörð studdi, að forseti skipi 5 manna nefnd i þetta mál. Samþykt. Forseti skipaði í nefndina: Ragnar Stefánsson, Winnipeg. Bjama Skagfjörð, Selkirk. Jón J. Húnfjörð, Brown. Þá var tekið fyrir næsta mál á dag- skrá: Sjóðstofnanir. Dr. Rögnv. Pétursson skýrði sögu málsins. Benti á aö það hefði komið inn á þingið í fyrra sem nýtt mál fyrir til- mæli deildarinnar í Leslie, en þá verið vísað til stjómamefndar til frekari framkvæmda. Hefði hugmyndin upphaf- lega verið sú, að þessi sjóður væri eins- konar heiðurslaunasjóður, er stofnaður væri í einskonar viðurkenningarskyni við hið ágæta og vinsæla skáld Vestur-Is- lendinga, J. Magnús Bjamason, i Elfros. Las hann upp samþykt stjómaraefndar um þetta mál, þar sem hún veitir 100 dollara framlag úr félagssjóði til þess- arar sjóðsstofnunar ,og kýs nefnd til að annast frekari fjársöfnun í sjóðinn. Samkvæmt fjárhagsskýrslu höfðu safn- ast nokkrar gjafir í sjóðinnl. öekaði hann eftir því, að þingið samþykti þess- ar gerðir stjóraamefndar. Um málið urðu nokkrar umræður, og vildu sumir að sjóðurinn hlyti víðara verksvið, og yrði stofnaður sem styrkt- arsjóður íslenzkra rithöfunda, skálda og listamanna í Vesturheimi. Gegn þessu mæltu ýmsir, svo sem Asmundur P. Jó- hannsson, Ásgeir I. Blöndahl og Jónas Jónasson, og vildu að sjóður þessi væri eingöngu stofnaður sem fjárveitingar- sjóður í viðurkenningarskyni við skáld- ið J. Magnús Bjamason. Kom fram til- laga frá séra Guðm. Ámasyni, studd af Jóni J. Húnfjörð, að þingið samþykki gerðir stjómarinnar í málinu og vísi því aftur til væntanlegrar stjómamefndar og feli henni að sjá um nafn á sjóðnum. Var þessi tillaga samþykt. Þá var tekinn fyrir 10. liður dagskrár- innar: Tímaritsmálið. Ásgeir I. Blöndahl gerði tillögu og Sig. Vilhjálmsson studdi, að forseti skipi fimm manna nefnd i þetta mál . Var það samþykt. Forseti útnefndi: Séra Guðm. Arnason. Ásgeir I. Blöndahl. Bjarna Finnsson. Arna Eggertsson. Sigurbjörgu Johnson. Gat Ásmundur Jóhannsson þess, að enda þótt Tímarit félagsins var nú full- prentað, þá hefði sér á síðustu stundu borist í hendur auglýsing frá Union Trust Company, sem óskað hefði verið eftir að kæmi i ritinu. Ætlaði hann að reyna að komast að samningum við fé- lagið, að auglýsingin mætti koma á sér- stökum miða, sem heftur væri inn í hvert eintak Tímaritsins, og gæti þetta orðið til þess að enn drægist um nokkra daga að ritið bærist mönnum í hendur. Bað hann félagsmenn hafa biðlund við útgáfunefnd Tímaritsins sökum þess- ara nauðsynju. Þá var tekið fyrir Bókasafnsmál. Séra Guðm. Arnason gerði tillögu og Sig. Vilhjálmsson stucldi, að forseti skipi 3 manna nefnd í málið. Samþykt. Forseti skipaði þessa menn: ö. S. Thorgeirsson Friðrik Sveinsson og Halldór Gíslason . I þessu sambandi dró forseti athygli manna að tilmælum þjóðræknisdeildar- innar í Churchbridge, að deildum Þjóð- ræknisfélagsins verði gefin kostur á að fá þær bækur til aflestrar, selh félagið kynni að eiga og fágætar væm. Þá vom tekin fyrir Ný mál. Ásgeir Blöndal hreyfði því, að þar sem tals- verð líkindi væri til, að meira yrði um heimflutninga Vestur-Islendinga hér eftir en hingað til og þar sem lög mæltu svo fyrir á Islandi eins og víða annarsstað- ar, að þeir Islendingar, sem dvalið hefðu langvistum i annari álfu eða tekið borg- arabréf i öðru landi, töpuðu ríkisborg- ara rétti á Islandi, og gætu ekki á- unnið sér hann aftur nema með 5 ára dvöl í landinu, þá mæltist hann til, að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins leit- ist fyrir um það við íslenzku stjórn- ina hvort ekki mun vera hægt að fá þessum lögum breytt þannig að Vestur- Islendingar hljóti þegnréttindi helzt þeg- ar 'í stað og þeir stiga á land á Is- landi, að m. k. ekki seinna en að sex mánuðum liðnum. Jón J. Húnfjörð benti á að ísl. þingið veitti venjulegast Islendingum, sem erlendis hefðu dvalið og þess óskuðu þegnréttindi með sér- stökum lögum. Asgeir Blöndal óskaði eftir að reynt væri að fá lög, er gerðu slíkar sérstakar lagaheimildir óþarfar. Jóh. P. Sólmundsson bar þá fram til- lögu og Sig. Vilhjálmsson studdi, að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins væri falið að fara þess á leit við íslenzku stjómina að gera eitthvað í þessa átt eða leita eftir möguleikum á því. Var sú tillaga samþykt i einu hljóði. Dr. Rögnvaldur Pétursson benti á það, að gleymst hefði fyrir dagskrámefnd að að setja tvö mál á dagskrá, sem undan farið hafi venjulega verið þar. Það væri Samvinnumál við Island og Náms- sjóðsmálið. Asgeir Blöndal lagði til og S. Vilhjálmsson studdi, að þessum mál- um væri bætt á dagskrá og var það samþykt. Þá var tekið fyrir Samvinnumál við Island. Dr .Rögnv. Pétursson lagði til og séra Benjamín Kristjánsson studdi að forseti skipi þriggja manna nefnd í þetta mál. Samþykt. (rtnefndi forseti: Dr. Rögnv. Pétursson Bergþór Emil Johnson og Jónas Jóaasson Námssjóðsmál. Sig Vilhjálmsson gerði tiilögu og Friðrik Sveinsson studdi að þessu máli væri vísað til væntanlegrar stjórnarnefndar. Samþykt. Jóhann P. Sólmundsson lýsti því yfir að hann væri þessu máli ósamþykkur og ætlaði ekki að greiða um það atkvæði. Að þessu sambandi las dr. Rögnvaldur Pétursson mjög itarlega og vel samið bréf, sem Marino Hannesson lögmaður hafði ritað stjórnarvöldunum í Ottawa viðvíkjandi námssjóðsmálinu. Gerði Frið- rik Sveinsson tillögu og Sig. Vilhjálms- son studdi að lögmanninum yrði greitt þakkar atkvæði fyrir frammistöðu sína í þessu máli. Tók þingheimur undir það með því að rísa upp úr sætum sín- um. Séra Guðm. Amason gerði þá fyrirspurn um það hvenær vænta mætti svars frá Canadastjóm um þessi mál og gaf dr .Rögnvaldur Pétursson þær upplýsingar að það mundi ekki vart verða fyr en eftir að fjárlögin yrði lögð fyrir þingið í vetur. Með þvi að engin sérstök mál lágu þá fyrir í bili óskaði Jón Ásgeirsson eftir þvi að fá að taka til máls viðvíkj- andi bókasafnsmálinu og kvaðst hafa verið fjarstaddur er það var rætt. Leyfði forseti. það. Las þá Jón Ásgeirsson upp bréf til þingsins undirskrifað af 73 mönnum þess efnis að þeir mundu gang- ast fyrir stofnun lestrarfélags í Winni- peg, svo framarlega að Þjóðræknis- félagið setti ekki rögg á sig og hefðist handa i málinu. Urðu um bréfið nokkrar umræður. Dr. Rögnvaldur Pétursson gerði tillögu og Mrs. Byron studdi að bréf þetta yrði lagt fyrir bókasafnsnefndina til athugunar áður en það væri rætt frekar á þinginu og var það samþykt. Kom þá fram tilaga frá Friðrik Sveins- syni studd af Halldóri Gíslasyni að Jóni Asgeirssyni yrði bætt 1 nefndina. Enn- fremur gerði Halldór Gíslason þá til- lögu og S. Vilhjálmsson studdi, að foreti skipi fimmta mann i nefndina. Þessar tiilögur vom samþyktar. t(r- nefndi forseti þá: Ragnheiði Davíðsson. Þá hreyfði- dr. Rögnvaldur Pétursson þvi að æskilegt væri að reynt yrði að stefna til einhverskonar samvinnu milli hinna þriggja norrænufélaga i Canada — þess sænska, norska og islenzka. Danir hefðu ekkert félag með sér. Taldi hann að af þessari samvinnu gæti margt gott hlotist og hefði áður borið á góma að til mála gæti komið að félögin reistu sér sameiginlegt heimili í Winnipeg. Taldi vel farið að Isl. ættu fmmkvæðið að þessu . óskaði eftir að skipuð yrði nefnd I þetta mál . Friðrik Sveinsson gerði tillögu og Jóh. P. Sólmundsson studdi, að þetta mál yrði tekið inn á þingið og forseti skipi í það 3. manna nefnd. Forseti sklpaði í nefndina: Dr. Rögnvald Pétursson Asmund Jóhannsson og Jón Asgeirsson. Þá minti forseti þingheim á að fram færi að kvöldinu ágæt skemtun er hefð- ist kl. 8. þar sem fram færi ræður, söng- uri upplestur, leikfimi o. fl. Með þvi að fleiri mál lágu ekki fyrir þinginu i bili gerði dr. Rögnv. Pétursson tillögu og Benjamín Kristjánsson studdi að fundarhlé yrði til kl. 8 að kvöldinu er skemtifundur yrði hafinn, en þingið kæmi saman til reglulegra starfa kl. 10. næsta morgun. Samþykt og fundi slit- ið. Að kvöldinu kl. 8. hófst skemtifundur BÓLGIN LIÐAMÓT em aðvörun um það, að nýmn þurfa lækningar með, og séu í ólagi. verið ekki að taka út óþarfa kval- ir. Takið “Gin Pills” við þrautun- um, þangað til nýrun fara að starfa eðlilega. 219 og var hvert sæti skipað í samkomuhús- inu. Fóru þar fram líkamsæfingar ungl- inga úr íþróttafélaginu “Fálkinn” undir stjórn Karls Kristjánssonar. Lestrar- samkeppni milli 6 barna . Varð Þrúða Backman hlutskörpust og hlaut gull medalíu. Karlakór Islendinga í Winni- peg söng nokkur lög. Lögmaður hr. Walter Líndal flutti mjög eftirtektavert og merkilegt erindi um örlagabyltingu og loks las Ragnar Stefánsson upp ís- lenzka sögu. Fór samkoma þessi ágætis vel fram og skemtu menn sér hið bezta. * * * Þriðji fundur Þjóðræknisfélags Islend- inga i Vesturheimi var settur í Góð- templarahúsinu við Sargent Ave., fimtu- daginn 25. febr. 1932, kl. 10.30 f. h. Fundargerð síðasta fundar var lesin upp og samþykt . Var þá tekið fyrir Tímaritsmáiið. Nefnd sú, sem kosin hafði verið i málið, lagði fram álit sitt svo hljóðandi: Nefndarállt Tímaritsmálið. Nefnd sú, er sett var til þess að íhuga útgáfu Tímarits Þjóðræknisfélagsins, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftir- fylgjandi tillögur: 1. Að útgáfu Tímaritsins verði hald- ið áfram í sama horfi og verið hefir, þ. e. a. s., að það verði gefið út sem ársrit, sökum þess, að nefndin sér ekki fært, að ráðist verði í að gefa það ú't oftar, sökum kostnðarauka. 2. Nefndin leggur til, að Tímaritið verði gefið út ekki síðar en i desember, sökum þess, að henni virðist, eftir fengn- um upplýsingum, að auðveldara mundi að fá auglýsingar í það að haustinu en á miðjum vetri. 3. Ársskýrsla skjalavarðar félagsins ber með sér, að 150 eintök af Timaritinu hafa verið gefin heiðursfélögum, rithöf- undum og auglýsendum, að 589 eintök hafa gengið til meðlima, að 21 eintak hefir verið selt, líklega utanfélagsmönn- um og að 744 eintök eru óseld. Þetta telur nefndin óhafandi og álitur, að miklu meira mætti selja, ef rösklega væri að því gengið. Leggur hún því til, að væntanleg stjómarnefnd sé beð- in að gera ráðstafanir til þess að ritið verði haft á boðstólum sem víðast, þar eð hún er sannfærð um, að nokkuð mætti auka sölu þess til utanfélags- manna . Winnipeg 25. febr. 1932. Virðingarfylst, Guðm. Arnason Mrs. Siðurbjörn Johnson Ásgeir I. Blondahl og Arni Eggertson • Frh. ÖRLAGABYLTINGIN. flutt á þjóðræknisþingi 1932 af V Walter J. Líndal, K.C. y Þegar eg á ungdómsárum mínum var að lesa veraklarsög- una, fanst mér það hafa verið mesta óhepni að það yrði mitt hlutskifti, að lifa á tímabili, þegar alt virtist svo dauft og tilkomulítið. Oft óskaði eg, að eg hefði verið uppi á dögum Alexanders mikla, Gústafs Ad- olfs Svínkonungs, eða—svo eg komi nær — að eg hefði, lifað á Islandi á gullöld þess, og hefði eg þá kosið mér Hlíðjir- enda eða Bergþórshvol. í þá daga var, að mér fanst, svo mikill hetju- og tignarbragur á lífinu, en nú alt þvert á móti svo hversdags- og kotungslegt. Eg taldi víst að sagan mundi sneiða algerlega framhjá þessu tímabili. Alheimsstríðið, sem skall á í ágústmánuði 1914, var nægi- lega mikill viðburður til þess, að afmá með öllu þessa kvört- un, sem eg fann til á yngri ár- um. Það var auðsætt í byrjun að þetta yrði stærsta og ægileg asta stríðið, er heimurinn hefði séð. Maður beið óþreyjufullur eftir hverjum þætti, er kom fram á leiksviðið. Bæði var það að flestar stórþjóðir heimsins voru smátt og smátt að skerast í leikinn, enda var það innan skams engum leynt og almæli, að ferlög flestra vestrænu þjóð- anna voru fólgin í þessum mikla hildarleák. Eg ætla ekki í þetta sinn að láta í ljós hugsjónir þær, sem réðu, er eg innritaðist sem sjálf boði í herinn — bauð mig fram í stríð, þar sem barist var, að margur hélt, til að enda stríð. Stríð til að enda stríð! Hvílík hugsjón, og hvílík vonbrigði! Ekki þarf eg, eða neinn ann- ar, sem stríðið kom verulega nærri, að lýsa þeim miklu von- brigðum, sem við urðum fyrir, þegar okkur fór að verða ljóst, hvað innifólst í friðarsamning- um þeim, er samdir voru í Ver- sölum að stríðinu loknu. Ekki bætir úr, þegar svo auðsætt er hversu langdregnar og ægileg- ar afleiðingarnar ætla að verða. Og má þar fremst í röð nefna viðburði þá, sem eg hefi valið mér til íhugunar við þetta tæki- færi. Að hve miklu leyti þeir stafa af heimsstyrjöldinni þarf ekki að rekja. Hvað skeður, er markverðara heldur en tildrög- in á bak við. En hvað er það, sem nú skeður og geysað hefir um all- an heim, og það á svó örstutt- um tíma? Manni, er sagt, að þetta sé kreppa, verzlunar- og fjár- kreppa. En það er meira. Það er bylting — bylting, engu síð- ur en stjórnarbylting og aðrar byltingar liðinna tíma. Enginn veit, hvað er að verki, hvert stefnir eða hver úrslitin verða. Þetta er meira en vanaleg kreppa, sem við og við ber að f flestum löndum. Það er svo eindæma og víðtækt. Það rist- ir svo djúpt, sem að beini væri skorið. Það er sízt ofmælt, að sumt, það, sem hingað til hefir verið álitið bjargfast, titrar sem í jarðskjálfta og virðist ætla að hrynja niður. það innan skams afnumið um allan heim. Hvort það verður sett í gildi aftur, að minsta kosti á sama hátt, er efamál. Yfirstandandi fjár- og sam- skiftafyrirkomulagið hefir mis- hepnast, og það svo hrapallega, að því virðist hætta búin, ef til vill vera dauðadæmt. Breyting verður að koma. og það ger- breyting. Friðarhorfurnar hafa sjaldan verið verri en nú, en friðarþráin í hjörtum mann- anna aldrei meiri. Hvor hliðin verður sterkari, veit enginn. — Þetta eru örlaga-tímar. Kletta-skáldið okkar fræga kvað einu sinni: “Það koma stundum þær stund- ir Stopular, því er svo varið, Að þegar augnablik opnast Útsýni, launkofa smuga, Örlögin blasa við augljós Eldingum leiftrand huga.” Örlög þau er vor bíða, sjást ef til vill enn aðeins gegnum smáa smugu eða í fjarlægð. En það er min sannfæring, og eg segi það í fullri alvöru og eftir íhugun, að þegar sagnaritari skráð verða efst á síðu í stóru letri. Gamalt og fallegt íslenzkt máltæki segir, að fátt sé svo með öllu ilt, að ekki boði nokk- uð gott”. Eg læt mér ekki detta í hug að draga úr því, sem al- menningur líður á þessum erf- iðu tímum. En beztu meðul eru oft beisk. Neyðin knýr menn til framkvæmda fremur en alls- nægtir. Er þá ekki liægt að benda á neitt gott, sem þessi bylting boðar, sem gæti verið uppbót fyrir þá örðugleika og eymd, sem hún hefir í för með sér? í kvöld ætla eg að benda á sumt af því, er virðast vera ó- neitanleg tákn, að það, sem manni finst vera böl, og ekkert nema böl, reynist ef til vill að síðustu blessun fyrir mannkyn- ið. Alheims-friður. Eins og drepið hefir verið á, varð heimurinn fyrir miklum vonbrigðum eftir he|msstyrj- öldina. Friðarsamningar, sem bygðir eru á því lögmáli, sem hatur og ágirnd skipa fyrir, geta aldrei orðið grundvöllur til varanlegs friðar. Nú — þó ef til vill um seinan — er mönnum að verða það ljóst. Að vísu fann maður í fyrstu hugfró í Alþjóðabandalaginu. En sú hugfró var skammlíf. Andrúmsloftið, þar sem Þjóð- bandalagið fæddist og er upp alið, hefir verið alt annað en heilnæmt. Hefnigirni, ótti og vantraust, og svo á eftir stjórn- laust þjóðadramb, hefir orðið þess valdandi, að Bandalagi* hefir engu verulegu getað af- kastað. Fjarri er það mér að álíta, að hugmyndin hafi ekki verið háfleyg og fögur, eða að þeim, sem sáttmálann drógu upp, hafi ekki verið hreinasta alvara. En fræið féll meðal þyrna. Of margir af þeim, sem ÞESSI ÁGÆTI VINDLINGA PAPPÍR Hreinn .. . þunnur . . . sterkur . . . þjáll. Hann brennur jafnt og án sviða. Búinn upp í tvíröðuð, þægileg, sjálf- gerð smá hefti. 120 blöð á VINDLINGA-PAPPfR Gullgengið hefir verið af- numið í mörgum lÖndum. Eft- .ir því sem nú lítur út, verður framtíðarinnar ritar sögu þessa tímabils, þá verður það ekki stríðið, en einmitt þessi árin, og þau sem framundan eru, er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.