Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 4
4. BLAÐStÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 16. MARZ 1932 ®cimskritt0la (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 16. MARZ 1932 BÓKAFREGN. Tímarit Þjóðræknisfélags fs- lendinga. XIII. ár, 1931. Winni- peg, Man. Skömmu eftir að Þjóðræknisfélag Is- lendinga í Vesturheimi var stofnað, sagði maður við oss, er mikinn áhuga bar fyr- ir málefnum þess, að það sem nú skorti tilfinnanlegast, væri þjóðlegt tímarit. En á sér lét hann þó jafnframt heyra nokk- urt vonleysi um, að það mundi nokkurn tíma rætast, að Vestur-íslendingar eign- uðust slíkt rit. Þrátt fyrir margar leyndar og ljósar torfærur á leið þessari, var nú samt Tímiriti Þjóðræknisfélags íslendinga skömmu síðar hleypt af stokkunum. — Hefir það uppfylt að nokkru þessa á- minstu þörf á þjóðlegu riti? Um það bera nú vitni 13 árgangar, sem út eru komnir af ritinu. Sé litið yfir efni ritsins frá byrjun, dylst það ekki, að þar eru skráðir ýms- ir þættir úr lífssögu Vestur-íslendinga, er síðar munu á spjöld sögunnar verða færðir. Þá verður og hinu ekki neitað, að þar er á lofti haldið margri hugþekkri minningu um ætt og uppruna, dáð og drengskap lslendinga, að fornu og nýju, sem ekki mun fram hjá Vestur-íslend- ingum fara, fremur en það er til þjóðern- istilfinninganna nær, hefir gert hjá öðr- um íslendingum, er fjarri hafa búið áa- grundu. Hvort sem það er nú kallaður þjóðernisrembingur eða annað, þýðir lít- ið að vera að svíkja sjálfan sig á því, að rengja þá staðreynd, að þjóðernistilfinn- ingin er oft næmust hjá mönnum, sem eru fjarri ættlandinu, og er einn vottur þess, og hann allskýr, sá, að mörg af hinum fegurstu ættjarðarljóðum hafa ort verið í slíkri útlegð. Að menn þurfi neitt að skammast sín fyrir þá tilfinn- ingu, sjáum vér ekki. í Tímaritið hafa ýmsir valinkunnir rit- höfundar heima á Islandi iðulega skrif- að, um ein eða önnur þjóðleg fræði. Má sérstaklega minnast á Tímaritið frá 1000 ára minningarhátíðinni, þar sem hver úr- vals ritgerðin rekur aðra um þessi fræði, skrifaðar af alkunnustu mentamönnum íslenzku þjóðarinnar. Hefir þetta ekki lít- ið að því stuðlað að setja þjóðlegan blæ á Tímaritið. Og með því sem Vestur- Islendingar hafa til efnisins lagt, og sem telja má með því bétra, sem skrifað er vestra, bæði um þjóðlega afstöðu vora og ýmislegt úr vestur-íslenzku athafna- lífi, má fyllilega segja að Tímaritið hafi náð tilgangi sínum, og sé þjóðlegast allra þeirra rita, er Vestur-íslendingar eiga yfirleitt kost á að kynnast. Er gott til þess að vita, að skilningur manna hefir opnast fyrir þessu, með hverju ári sem liðið hefir frá útkomu ritsins, jafnvel þeirra einnig, er af allra barnslegasta skilningi á stefnum bókmenta, hafa af og til verið að kveða upp fáránlegustu palla- dóma um efni Tímaritsins. Sannleikur- inn er sá, að Vestur-íslendingar hafa ekki — frá bókmentalegu sjónarmiði skoðað — margt tekið sér fyrir hendur, er fram- tíðin mun þeim fremur til vegsauka virða, en útgáfu Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Þetta sem nú hefir sagt verið um Tímaritið í heild sinni, nær einnig fylli- lega til þessa síðasta árgangs þess. — Greinar þeirra Dr. Stefáns Einarssonar um ritstörf Sigurðar Nordals, og pró- fessors Ríkarðs Beck um Ólaf Helga, ásamt ritgerð dr. G. J. Gíslasonar, um sumarskóla við Háskóla íslands, eru girnilegar til fróðleiks og nýunga nokk- ura, og eru auk þess skrifaðar á þjálu og viðfeldnu máli. Ennfremur má telja greinar þeirra Guðmundar Priðjónsson- ar, um Lífsgleði og karlmensku Hannes- * ar Hafsteins, og Steingríms læknis Matt* híassonar, um heimsókn hans til páfans, ómengað hressingarlyf, eins og flest eða alt, sem frá pennum þessara manna kemur. “Stríðsskuldir” heitir saga í rit- inu eftir hina góðkunnu skáldkonu, Guð- rúnu H. Finnsdóttur. Er þar minst á einn útgjaldalið stríðsskuldanna, þann er sjald- an er til reiknings færður, en sem ekkert smáræði er þó. Það er vitskerðingin, er nú er komið í ljós, að stríðinu var sam- fara. “Alþýðuskáldið'’, heitir og grein um Stephan G., sem dr. Sigurður Nordal skrifaði í sænskt tímarit, en séra Benja- mín Kristjánsson íslenzkaði. Um Hall- gerði og umsögnina um hana í Njálu, skrifar Magnús Sigurðsson á Storð eft- irtektarverða grein. “Nafnið” heitir sögu- kafli eftir söguskáldið J. Magnús Bjama- son, og “Nellie” er dýrasaga eftir E. S. Guðmundsson. Ljóð eru í ritinu eftir Jakobínu John- son, Pál S. Pálsson, séra Jónas Sigurðs- son, dr. Ríkarð Beck, Gísla Jónsson o. fl. Verður ekki orðlengt um þau hér, en um þau má þó segja, að öll hafi þau nokk- uð til síns ágætis. 1 einu af kvæðum, Páls S. Pálssonar, skiftast svo skemti- lega á gaman og alvara, að vér getum ekki neitað oss um að birta það. (Sjá á öðrum stað í blaðinu.) Tímaritið ætti að vera á hverju ein- asta ísienzku heimili hér vestra. Er og hægur nær með að eignast það, þar sem ekki þarf annað en að tilheyra Þjóðrækn- isfélaginu, til þess að veitast það kostn- aðarlaust, að öðru leyti en félagsgjald- inu, sem er aðeins einn dollar á ári. — Nokkrum íslendingum hefir þó enn þótt. það ofgoldið til þjóðræknisstarfsemi hér, og heyra hvorki Þjóðræknisfélaginu til né kaupa ritið. Fer þeim þó fækkandi. Ritstjóri Tímaritsins hefir dr. Rögnv. Pétursson verið frá því er það hóf göngu sína. GANDHI OG KRISTNIN. Það hefir stundum, bæði af prestum og öðrum, verið bent á Mahatma Gandhi sem þann mann, sem sannkristnastan mætti telja, allra manna , sem nú eru uppi. Hefir verið sagt af þeim er því telja sig kunnuga, að skoðanir hans og líf bæru órækan vott um þetta. Það getur nú vel verið að eitthvað megi til sanns vegar færa af þessu, en sjálfur telur Gandhi áreiðan- lega ekki mikið samband milli skoðana sinna og Krists. í æfisögu sinni, sem hann hefir sjálfur ritað, standa ummæli þau er hér fara á eftir, og skrifaði hann þau eftir að hafa verið á fundi sanntrú- aðra kristinna manna í Pretoríu í Suður- Afríku. Orð hans eru þessi: “Það var meira en eg gat trúað, að Jesús væri hinn eini sonur guðs íklædd- ur holdi, og að aðeins sá, er tryði á hann, gæti öðlast eilíft líf. Ef hugsanlegt er, að guð hafi átt nokkum son, erum vér allir synir hans. Ef Jesús var guði líkur eða guð sjáifur, þá eru allir menn guði líkir og gætu verið guðir sjálfir. Ekki get eg heldur sagt, að eg trúi því í bók- staflegum skiiningi, að Jesús hafi með dauða sínum og blóði frelsað heiminn af syndum sínum. Eg gat skoðað Jesús sem píslarvott, ímynd sjálfsfórnar og guðdómlegan kennara, en ekki fullkomn astan allra manna, sem af konu eru fæddir. Dauði hans á krossinum var stór- kostlegt dæmi fyrir heiminn, en það var engin svo leyndardómsfull .eða yfirnátt- úrleg dygð því samfara, að hún gæti ekki átt sér stað hjá öðrum mönnum. Mér var ómögulegt að líta á kristnina sem fullkomnustu trú né heldur mesta allra trúarbragða.’’ TILLAGA DR. BJÖRNS B. JÓNSSONAR Lesendur blaða vorra hafa að sjálf- sögðu veitt athygli snjallri ræðu, sem dr. Björn B. Jónsson flutti á ársmóti “Fróns’’, er haldið var í sambandi við nýafstaðið þing Þjóðræknisfélagsins. — Ræðan var birt í Lögbergi 3. þ. m. Nefn- ir hann mál sitt “Um dauðann, dómsdag og annað líf”. Eg er einn þeirra, sem hlýddu á ræðu þessa, og hefi síðan lesið hana í blaðinu. Finst mér tiilaga sú, sem ræðumaður- inn flytur, vera þess eðlis, að vart sé sæmandi annað, en að það komi í ljós, að eftir henni hafi verið tekið. Hugsun doktors B. B. J. um að íslendingar gang- ist fyrir því, að komið sé á fót kennara- stól við Háskóla Manitobafylkis, er svo markverð, að hún má ekki með nokkuru móti grafast í dálkum vikublaðs. Það þarf að sinna henni og ræða hana þar til gengið er úr skugga um, hvort henni verði með nokkuru móti hrundið í fram- kvæmd. Löngun mín til þess að minna menn á þessa tillögu er engu minni þótt mér sé mjög ljóst, að hugsanir mínar um líf og starf íslendinga í þessari álfu fari eftir næsta ólíkum leiðum og þeim, er dr. B. B. J. er á. Alt viðhorf hans í þeim efnum, eins og það birtist í ræðu þess- ari, er svo ólíkt mínu, sem verða má. Þar fyrir ber eg virðingu fyrir niðurstöð- um hans eða þeirri löngun, sem hann hefir, til þess að á fót verði komið menn- ingarlegri stofnun, sem vetði vitnisburð- ur um íslenzkar hugsanir að fornu og nýju. En eg fæ naumast um þetta efni rætt án þess að gera grein fyrir, að hverju leyti eg telji sjálfan hugsanaferilinn, er að baki liggur, vera viðsjárverðan. Dr. B. B. J. boðar dauða íslenzkrar tungu og íslenzks félagslífs í þessu landi. Hann hvetur menn til að verða vel við dauða sínum og minnir á að í kverinu gamla hafi iðuleg umhugsun dauðans og dómsins verið talin dygðameðal. Sjálfur telur hann það til dygða að gera sér grein fyrir, að dauðinn sé nú fyrir dyrum þess, sem íslenzkt er. Nú er það svo sem sjálfsagt, að stöð- ugt nálægist sá tími, að eigi verði unt að tala um íslenzkt líf í landinu. En samt er unt að líta á dauðann, sem framundan er, með tvennu móti. Það má líta á hann með augum heilbrigðra manna og þeirra, sem sjúkir eru. ,Og nú er því ekki að leyna, að alt frá upphafi íslenzkrar bygðar í Vesturheimi hefir ávalt verið nokkur flokkur manna — sumir þeirra ágætir menn o'g áhrifamiklir — sem hugsað hefir og rætt um dauða félagslífs og sérstaklega áhugamála íslendinga á sama hátt og móðursjúkir menn hafa starað sig máttvana á sinn eigin hrör- leika. íslendingar höfðu ekki fyr tekið sér bólfestu í landinu en upp hófust radd- ir, sem hrópuðu inn í eyra manna, að dauðinn væri fyrir dyrum. Faðir minn flutti fyrir rúmum 40 árum erindi, sem birt var á prenti og nefndist, að mig minn ir: “Eigum við að hverfa eins og dropi í sjóinn”. Hann á þar í höggi við ná- kvæmlega sömu rökin um forlög ís- lenzkra manna og hugsana, sem eg hefi heyrt kveða við í eyrum mér, þau ár, sem eg hefi hér dvalið. Látlaust hafa þessar dauðastunur ómað um eyru al- ménnings frá öndverðu. Og máttur sefj- unarinnar væri þá ekki jafn mikill og af er látið í nýrri fræðum, ef þessa hefði hvergi kenst merki. Margur maðurinn hefir lagst í rúmið og fengið jafnvel há- an hita og allskonar sjúkdómsmerki af því einu, að honum hefir verið talin trú um, að h'ffæri hans væru öll í upplausn. Slíkir menn eru nefndir ímyndunarveik- ir eða móðursjúkir. Og eg hika ekki við að segja, að þessa kvilla hefir gætt frá- bærilega mikið í íslenzku félagsh'fi hér í landi frá upphafi iandnáms. Ef þeir menn, sem þegar tóku að hrópa um komu dauðans, jafnskjótt og stigið var fæti á álfuna, hefðu verið nokkuð annað en fals- spámenn, þá mundi enginn hafa getað mælt á tungu vora eða lesið hana síð- astliðinn þrjátíu ár. Eg geng að því vísu, að all-sár sökn- uður hafi fyigt spádómunum hjá all- mörgum þessara spámanna. En það á vissulega ekki við um þá alla. Hjá mikl- um fjölda þeirra hefir óskin verið ljós- móðir spádómanna um hrakfarir og hrörnun þess, sem íslenzkt er. Og þótt óskin sé máttug og sefjunin sterk, þá hefir hún þó ekki áorkað nema nokkuru af því, sem búast hefði mátt við. Og skal þó ekkert dregið úr mikilleika þessara áhrifa. Þau hafa verið svo máttug, að líf næstu kynslóða íslendinga í landinu verður óhjákvæmilega að mikl- um mun lítilsigldara en það annars hefði getað orðið. Og sjálf ræða dr. B .B. J. ber þess vitni, þótt hann hafi ef til vill ekki veitt því athygli. Eg skal að eins benda á eitt atriði, sem hann leggur fram fyrir lesendur. Hann nefnir þrjá íslenzka menn, sem nú stundi norræn fræði sem háskólakennarar við viður- kendar stofnanir. Honum finst það að vonum hið veglegasta starf. Maður tekur jafnglaður undir þetta, þótt vitaskuld verði við það að kannast, að enn sem komið er, að minsta kosti, verð- ur verki þeirra ekki á nokkum hátt jafnað til starfs þeirra manna, lifandi og látinna, sem unnið hafa meðal Vestur-íslend inga sjálfra, haldið á lofti hug- sjóninni um trúmensku við sjálfa sig, talað og ritað í þá sjálfsmetnað og virðingu, og á annan hátt leitast við að varna því, að þeir þurkuðust eins og blekklessa á söguspjöld þjóðlífsins. En það sem sér- staklega skal vakin athygli á í sambandi við þessa háskóla- kennara (Halldór Hermanns- son, Richard Beck og Stefán Einarsson), er hugsunin, sem þessi spurning vekur: “Hvern- ig stendur á því að allir þessir menn hafa dvalið á fslandi, þar til þeir urðu fulltíða menn? Hvernig stendur á því, að það skuli vera algerar undantekn- ingar, ef vestur-íslenzkur menta maður leggur fyrir sig íslenzk fræði og tekur sæti meðal fræðimanna við mentastofnanir álfunnar? Svarið við þessum spuming- um getur ekki orðið nema á eina lund. íslenzkir námsmenn hér í álfu hafa getið sér gott orð, þeir hafa alstaðar verið liðgengir, en gáfuðum náms- mönnum með vísindalegt upp- lag hefir naumast komið til hugar að leggja fyrir sig þær fræðigreinir, sem þeim þó hefðu verið eðlilegastar, sökum þess, að frá bamæsku hefir steðjað að þeim sefjunin um, að það, sem að íslenzku liti, væri ó- markvert. Þrekmiklir æsku- menn dragast ekki að þeim efnum, sem þeir sífeldlega heyra nefnd í sambandi við “dauðann og dómsdag”. Af þessu stafar það, meðal annars, að enda þótt vér gætum komið því til leiðar, að settur væri á stofn kennarastóll við Háskóla fylkisins, þá ættum vér engann til þess að setjast í hann, er vaxinn væri upp í vestur-fs- lenzkum bygðum. Það er sorg- lega mikill sannleikur í orðum dr. B. B. J.: “Áreiðanlega erum vér alt of hégómlegir, landam- ir, oft og tíðum, bæði hörunds- sárir og sólgnir í gullhamra- slátt. Hégómaskapurinn er ein- att ill fylgja þeirra, sem dverg- vaxnir eru.” Dvergvaxnir ís- lendingar hafa haft opin eyr- un fyrir þeim gullhömrum hér- lendra manna, sem sagt hafa þeim til hróss, að þeir væru al- veg eins og önnur smámenni. ^ DODD’S ^ KIDNEY' t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’S’ nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —■ Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá>. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. eg nota orðið hættulaust með ráðnum huga og íhuguðu máli. Starfi mínu hefir undanfarin ár verið svo háttað, að eg heff þurft að dvelja um lengri og^ skemri tíma í mismunandi bygðum íslendinga. Vitaskuld' hefi eg víða orðið þess var, sem dr. B. B. J. bendir á, að örðug- leikarnir fari vaxandi með ís- lenzkt félagslíf; en eg þykist hafa gengið úr skugga um það^ að enn er engin fjölmenn ís- lenzk bygð til í Canada, þar sem meginþorri fbúanna gæti til þess hugsað að hverfa til ensk- unnar með alt sitt félagslíf. Eg hefi veitt því athygli t. d., að þar sem leikflokkar hafa haft leiksýningar með íslenzku og enskri tungu, þá er enginn samanburður á því, hvað að- sókn er mikið meiri að íslenzk- unni. Færu prestar vorir til og hygðust að flytja prédikanir sínar á ensku í íslenzku sveita- bygðunum, þá yrði kirkjusóknin sáralítil víðast hvar. Þetta staf- ar af því, að ýmsir hafa ekki fult gagn af enskri tungu, en þó miklu meira af hinu, að þeir„ sem hennar hafa gagn, finna að þetta er ekki þeirra tunga. Eg er sannfærður um, að það stafar ekki af blindu áliti á ís- lenzkunni, sem eg hefl þann skilning, að það sé sama að> svifta bygðirnar íslenzku félags- lífi og að svifta þær öllu félags- lífi. Því lífi er ekki ólíkt hátt- að nú og heilsufari þeirra, sem eru á sextugs aldri og við góða heilsu. Þeir vita að þeir em komnir yfir hádegi lífs síns, en þeir vita einnig að þeir hafa enga tilhneigingu til að gerast bráð dauðans að sinni. Þeir ætla sér enn að starfa, og þeir hafa trú á, að lífið eigi þeim enn margt markvert, fagurt og gott að bjóða. * * * Já, það má líta á dauðann með tvennu móti. Það má flýta fyrir för hans með því að hrópa stöðugt á hann, og það má tefj'a fyrir honum með því að líta á hann heilbrigðum aug- um. Nú er það á vitund al- þjóðar, að enginn fær dauðann umflúið. En þótt hann sé þann- ig algengasta og áreiðanlegasta fyrirbrigði mannlegs lífs, þá er ekkert viðsjárverðara til, en að láta hann skyggja á allan sjón- deildarhring hugsunar sinnar. Og nú er spurningin þessi: Er nú komið að þeim tíma, er dr. B. B. J. telur fyrir dyrum? Vér höfum sannreynt, að þeir sáu ekki rétt, er spáðu skjótum dauða íslenzks félagslífs fyrir fjórum tugum ára síðan, en það girðir vitaskuld ekki fyrir þann möguleika, að dr. B. B. J. kunni að sjá rétt í dag. Það væri að sjálfsögðu full- komin blekking að halda því fram, að það, sem íslenzkt er, standi ekki mun hallara fæti en fyrir nokkrum áratugum. Allir vita að svo er. En það er alls ekki hættulaust að ímynda sér, að dagarnir séu þegar tald- ir. Og eg vil taka það fram, að Það* er meðal annars fyrir þær sakir, sem hér hafa verið greindar, sem mér hefir ekki verið unt að sætta mig við þann hugsanaferil, sem mér finst liggja að baki máli dr. B. B. J. Mér finst eg skilja vel, að hann taki sárt til þess, hve örð- ugleikar á íslenzkri starfsemi fari vaxandi, og eg þykist vita,. að svartsýni hans standi f sam- bandi við þær tilfinningar. En eg fæ ekki hjá þeirri hugsun komist, að hvað sem líði ást manns á íslenzkum: efnum, hvort sem mat manna á þeim sé hátt eða lágt, þá sé það greinilegt, að þjóðflokkii vorum sé fullkominn ógreiði gerður með hverju því orði og hverri þeirri athöfn, sem stuðl- ar að því að draga máttinn úr íslenzku félagslífi. Á hvern hátt sem dæmið er reiknað, þá mun það leiðast í ljós, að fólkið er fátækara eftir. • • • En þessar athugasemdir, sem hér hafa verið gerðar, hagga vitaskuld ekki að nokkru leyti meginatriðinu í erindi dr. B. B. J., að vér ættum að leggja á' herzlu á að tryggja íslenzka fræðimanns-starfsemi við Há-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.