Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. MARZ 1932 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÖRLAGABYLTINGIN. Frh. frá 3. bls. staddir og að þeim finnist að blint traust á beðna hjálp sé nægjandi, vildi eg koma að þeirri skoðun, að menn snúi sér í þá átt í þeirri von að í kenningum ritningarinnar mætti finna grundvallar-lögmál, sem óskeikulari myndu reyn- ast en sumt af því, sem hefir verið bygt á í liðinni tíð og sem nú er óðum að gefa sig og ‘ hrynja niður. Og af því þörf- in er almenn, sé meðala leitað er alment eiga við. Þessi leitun að undirstöðu- lögmálum eða reglum, sem breytni og samskifti þjóða og einstaklinga gæti bygst á, hef- ir gert vart við sig, ekki að- eins hjá almenningi, heldur og meðal leiðtoga kirkjunnar. Það sem er gott og á við í einum söfnuði, í einni kirkjudeild eða hjá einum trúflokki, er gott og á við engu síður annarstaðar. Margur hefir beint huga í þá átt og það einmitt nú. Ekki alls fyrir löngu sat þing í Harvard háskólanum, þar sem nærri 500 prótestantar, kaþólskir og Gyð- ingatrúarmenn ræddu þetta mál, og urðu þess varir, að í ótrúlega mörgu gátu þeir átt samleið. í bænarbréfi, sem páf- inn sendi út um nýárið, hvatti hann alla trúflokka til að reyna a.ð komast að eining um höfuð- atriði kristindómsins. Það er virkileikinn og kjaminn, sem sózt er eftir nú. Þetta eru al- vörutímar, er snerta hvem ein- asta mann um allan heim. — Menn eru hættir að hugsa um ytri búninga, enda hafa þeir ekki altaf reynst vermandi klæði. Margt annað mætti benda á, er virðist vera að ryðja sér til TÚms, en hér skal staðar numið 1 þetta sinn. Við erum nú svo miklu nær en fyrir þremur ár- um síðan, höfuðstaðreynd þeirri að heimurinn er ein heild, og að bróðurkærleik, samfélag og samskifti verður að leiða inn í þjóðfélagið. Nái það hugtak nógu sterku haldi, liggur leiðin bein við, og ef til vill ekki svo löng, að síðasta og hæsta tak- markinu, að allar þjóðir verði starfandi saman að allra hag. Þessar hugsjónir, sem mér finnast vera svo fallegar og há- leitar, er mér ómögulegt að skilja við, nema að láta í ljós um leið, hve innilega eg þrái að þær gætu fest rætur í hjört- um Vestur-íslendinga. Þegar heimurinn hrópar eftir friði, samvinnu og eining, þá er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, að "við reyndum að vera með. Mér er erfitt að varast þá skoðun, að okkur Vestur-ls- lendingum, sérstaklega hér í Winnipeg, hafi miðað fremur aftur en fram í seinni tíð. Gall- arnir hafa verið auglýstir meira on kostirnir. Ef það kemur fyr- ir, að einhver á einhvern hátt hefir ekki “bundið bagga sína sömu hnútum og samferða- mennirnir’’, virðist sjálfsagt að kasta steinum á hann, víggirða sig á móti honum, frehiur en að hlynna að því sem er fallegt og göfugt í fari hans. Því mið- ur hefir þessi hugsunarháttur oft verið látinn ráða. Elest af því bezta, sem við höfum til brunns að bera, höf- úm vér erft frá forfeðrum vor- um. Erumbýlingamir, feður vorir og mæður, gátu sér svo góðan orðstír, að í almæli var orðið, og það um alla Ameríku. Stundum finst mér að við ætl- úm ekki að verða verkinu vaxn- ir, að varðveita arfinn og halda við þessum orðstír, og þá finst mér að eg gæti grátið með Bólu-Hjálmari: *‘En hver þér amar alls ótrygg- ur, eitraður visni niður í tær.” Ekkert göfugra eða háleit- ara verk gæti Þjóðræknisfélag- ið valið sér, en að stuðla af öllum kröftum að samúð og ein ing meðal Vestur-íslendinga. Ef þessir erfiðu tímar gætu orðið til þess að innræta hjá okk- ur samfélagshugtak það, sem allan heim er að grípa, ef bylt- ingin yrði til þess að við sam- einuðum krafta okkar og legð- umst á eitt, eigi einungis til að várðveita, heldur og bæta við föðurarfinn, þá er það bærilegt, sem í sölurnar er lagt og fram- tíðinni margfaldlega borgið. Við þurfum ekki að örvænta. Fremur ættum við að sýna, að við erum menn til þess að leysa af hendi okkar þátt í þessum mikla örlagaleik, sem nú fer fram um allan heim. “Örlögin blasa við augljós eldingum leiftrandi huga.” OPIÐ BRÉF TIL HKR. Tileinkað vinum mínum. Mrs. Rósu Casper, Blaine Wash., og K. N. skáldi á Mountain, N. D. Prh. Þriðjudaginn 12; ágúst var eg snemma á fótum. Dubbaði mig upp sem bezt eg gat og labbaði inn í borðstofuna og fékk mér ágætis morgunverð, haframjölsgraut með nógum rjóma út á, kaffi og “tóst” (toast). Þjónninn var svo hug- ulsamur að færa mér kaffi- sopa og morðunblöðin, meðan eg beið eftir grautnum og hinu öðru, þ. e. brauðinu og kaffinu. Eg verð að segja ykkur, sem ekki ferðist oft — hinir auðvit- að vita það — að hér var um rjóma að ræða; já, og fínasta kaffi. Þarna stóð herramaður í einkennisbúningi, sem hafði það eitt fyrir stafni að líta eft- ir þjónunum, sjá um að þeir væru liprir og kurteisir. Og ekki nóg með það, heldur varð hann að sannfæra sjálfan sig um, að alt væri eins og það átti að vera, með því að spyrja fólk, hvort það hefði nú fengið alt, sem það vildi, eins og það vildi og væri ánægt. Betur hef- ir mér aldrei verið þjónað, og eg hugsaði: Þannig er það sjálf- sagt á fyrsta farrými á stór- skipum C. P. R., svo sem Mont- calm og Minnedosa — og okk- ur var sagt, að það væri svo sem enginn munur á farrým- unum! — En annað og þriðja var svo sem fullgott fyrir sauð- svartan almúgann! Kl. 8.30 um morguninn kom- um við á Great Northern járn- brautarstöðina í Chicago. — Skildi þar með okkur Þóri Björnssyni, sem fór á aðra brautarstöð, þar sem hann bjóst við að mæta fornvinum sínum, þeim Johnsons hjónum frá Duluth, fara heim með þeim og dvelja þar, þ. e. í Dul- uth nokkra daga. Fyrsta verk mitt á Gr. N. stöðinni var að komast eftir, hvenær sú lest legði af stað, sem eg færi með. Klukkan tólf var mér sagt. — kom eg þá farangri mínum í geymslu, fékk mér kaffi, og svo ökuþór, þ. e. keyrara, til þess að aka með mig um borg- ina. Stóð sú ferð yfir í hálfan annan klukkutíma. í þeirri ferð sá eg margt, svo sem lysti- garða, stórhýsi o. s. frv. En nöfnum öllum gleymdi eg jafn- skjótt og ökuþórinn nefndi þau. Maður horfir ekki á umhverfið og skrifar á sama tíma, þegar maður er á hraðri ferð. Svo nú eru endurminningarnar um þetta ferðalag líkt og draumur, eða bara mynd, sem eg hefi einu sinin séð og dáðst að, en ekki haft tíma til að festa í minni, en svo glögg samt, að eg get endurkallað hana, að yf- irborðinu til, og nú þykir mér betur farið en heima setið, — jafnvel þó þetta kostaði mig 2 dali. — Kl. 11.30 komum við úr þeirri ferð. Eg hafði aðeins tíma til að borða í snatri, og svo var mér fylgt á lestina. Kl. 12 rann hún af stað. Land það, sem lestin rann yfir eða eftir þann dag, var all- breytilegt, en ekki var eg hrif- in af því. Á þeirri leið sá eg mestu og stærstu maís- (corn) akra, sem eg hefi nokkurn tíma séð. Allur helmingur af yrktu landi var undir maís. Seinni hiuta þess dags voru á aðra hönd hæðir, sem við á íslandi eða íslendinga-r myndum kalla hálsa. Á hina mjög breytilegt land, ýmist akurlendi, flár, vötn eða skógar — alla jafna ljót- ur. Hálsar þessir eða hæðir voru og all einkenilegir, sund- urskornir, svo að víða voru það fremur hólar en hálsar, og líktust þar mest af öllu, sem eg minnist að hafa séð, Vatns- dalshólum á íslandi, nema hvað þeir voru óendanlega miklu stærri. Hæðir þessar eru að mestu grjót — helluberg frá rótum upp úr, og þó vaxnar grasi og smáskógi. Út úr þeim standa hamra hyrnur hátt og lágt, sem líkjast bæjaburstun- um gömlu á íslandi. Það eru huldufólksbústaðir, að minsta kosti vil eg halda að svo sé. Miðvikudaginn 13. ágúst er veður ákaflega heitt, — heit- asti dagur á öllum þeim tíma, sem eg hefi verið á þessari ferð. Einhverntíma í nótt sem leið fórum við fram hjá St. Paul og Minneapolis. Komum til Grand Forks klukkan 8. um morgunin. Hér koma nokkrir skátar á lestina, unglings pilt- ar frá 16 til 18 ára að sjá. Þeir voru eina nótt á lestinni. Vildi svo til að rúm mitt — nú hafði eg tekið rúm fyrir tvær nætur — var hátt uppi í hæðum. Mér var illa við hæðina, og fór eg því fram á við einn af þessum piltum, sem fengið hafði rúm- ið fyrir neðan mig, að hann skifti við mig rúmum. Kvað hann það velkomið, ef eg fengi leyfi umsjónarmannsins, því rúm eru númeruð, svo slík skifti hefðu getað valdið rugl- ingi. Lofaði eg því, en hálfkveið þó fyrir, því allir þjónar, sem eg sá á Gr. N., voru stirðir og leiðinlegir í öllum viðskiftum — gerðu ekkert nema þeir mættu til, og þá með hangandi hendi. Nokkru seinna kom skátinn til mín og sagðist vera búinn að fá skiftin gerð. Þakkaði eg hon- um fyrir og vildi gefa honum dal fyrir greiðviknina. “Við tökum aldrei neitt fyrir smávik, litla móðir,' ’sagði rauðkollur. Skátinn var rauðhærður og hrokkinhærður, með dansandi brún augu. “Gefðu hann (þ. e. dalinn), ef þú vilt endilega gefa hann, einhverjum fátækum. — Okkar ferð er skemtiferð, sem kostar okkur ekkert,” bætti hann við og klappaði vingjarn- lega á bakið á mér, og svo var því æfintýri lokið. Frá Grand Forks rennur lest- in að mestu yfir slétt land. — Gegnum Devils Lane fór hún í kringum klukkan 11, og á- fram — áfram. Hitinn er ó- bærilegur. Enginn gluggi op- inn, því rykið má ekki koma inn í vagnana. Svo er um gluggana búið að þeir verða ekki opnaðir nema með verk- færum, þ. e. a. s. í svefnvögn- unum, og þjónarnir höfðu þau verkfæri. — Enn þá er eg að óska nokkru af þessum hita til íslands — öllu, sem þetta land má missa sér að skað- lausu. Þá væri Islandi borgið. Það hefir alt sem það þarfnast nema nógan hita og nógu langt sumar. Og þó er eg viss um, að nú er fegurra á íslandi, en svæði því, sem eg hefi farið yfir í dag, að undanteknum borgum og bæjum, og vatnsveittum blettum. Lestin brunar inn í Montana ríkið. Þar er alt dautt — brunnið og sviðið eftir hita og þurka; ekkert líf nema blett- ir kringum hús manna í bæjum. Ekkert sem af sker»eða hvílir augað, nema svartar, nýplægð- ar akraspildur. Loks skríður lestin upp í hæðirnar, inn eftir þröngum dal — stundum niðri í dalnum, stundum eftir hlíð- unum. Eftir þessum dal renn- ur á. Hún er eina og mesta prýði hér. Og rétt fyrir neðan okkur — þ. e. a. s. þegar við erum uppi í hlíðunum — er bílvegurinn. Þessi fyrsti dalur er langur, og víðast fremur þröngur. Nú komum við að bæ sem heitir Glacier Park. Þar er fremur fallegt — stingur mjög í stúf við sviðna mörkina niðri á sléttunum, því hér er jörð græn. Hér fara skátarnir af lestinni. Við söknum þeirra, því þeir voru svo glaðlegir og vin- gjarnlegir við alla. Lestin held- ur áfram og hefir nú farið suð- ur yfir ána. Eftir því sem ofar kemur, sér maður og betur hrikamyndir fjallanna, sem eru meira og minna skörðótt. Háar gnýpur gnæfa hér og þar yfir aðal fjallgarðinn, sem er næsta óreglulegur. Hólar, líkir í lagi Vatnsdalshólum, eða áður- nefndum hólum í Wisconsin- ríkinu, nema hvað þessir hólar, hæðir og gnýpur eru sem tröll hjá dvergum. Stundum ná ræt- ur hæðanna alveg saman niðri í djúpum dölum, eða milli þeirra eru bara skörð uppi í miðjum hlíðum, og stundum eru milli þeirra dalir eða dalverpi, mis- munandi djúp og breið. Ein- stöku dalir eru enda bygðir. — Látbreyting er hér mikil og dýrð leg, — sumstaðar grá hraun — og dýrðleg eru þau aldrei — en sumstaðar í dölum þessum er trjágróður af ýmsu tæi, sem og grænt undirlendi. Skógurinn klæðir hlíðarnar upp eftir öllu. Þar er tilbreytingin fjölskrúð- ugust — á laufum trjánna. — Niðri í dölunum er hann allur grænn, þ. e. skógurinn, af hvaða tegund sem hann er. — Eftir því sem ofar dregur, ber hann meira og meira utan á sér aðdraganda haustsins. Það eru blöð trjánna, sem fyrst breytast — skifta litum, frá grænu, gul-grænu, gul-bleiku, þangað til allir litir skiftast á einu laufblaði, bera á sér gul- bleik-blá-gulann samblending. við sjáum þetta alt heima hjá okkur á haustin, sem lifum í nágrenni við skógana. Hvers vegna er eg þá að segja frá því? Eg veit ekki. Það fer fyr ir' mér, þegar um dýrðlega nátt- úrufegurð er að ræða, eins og þegar eg heyri fagran söng. Eg verð hrifin — sæl — og langar til þess að aðrir njót.i þeirrar sælu með mér. Listin grípur allar tilfinningar mínar, og hrífur mig með sér inn í dýrðarríki það, sem ekkert tungumál hefir ennþá orðið til að lýsa — nema þegjandi lotn- ing. Getið þið fyrirgefið þessa barnslegu tilraun? Frh. BRÉF TIL HKR. Kæri vinur! Egi hefi gaman af að senda Heimskringlu fáein orð um á- lit mitt á þjóðræknismálinu yf- irleitt. Nú er þing þess ný-af- staðið, og fór það að öllu leyti skipulega fram. Eg hefi sem oftast verið á þessum þingum, en eg man ekki til, að skemt- anir hafi verið eins góðar eins og þær nú voru, í þrjú kvöld hvert eftir annað. Svo voru nú sem að undanförnu afbragðs veitingar á mótinu. 1 þetta sinn fanst mér eins og eg fyrirverða mig fyrir að taka á móti þess- um veitingum fyrir mjög litla borgun. Deildin Frón hefir haldið uppi skemtunum af og til í vetur, fyrir ekki neitt, og mættu víst Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blriff. Skrifatefusiml: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Br aO finna & skrifstofu kl 10—12 t. h. ov 2—6 e. h. Helmlll: 46 Allow&y Ave. Talafiul: 3.HI5K DR A. BLONDAL 60J Madtcal Arti Bldg. Talsiml: 22 206 BtHHðar aérstalclega kvensjúkdúma og barnasjúkdéma. — AB hltta: kl. 10—H * k. og 8—6 e. h. Melmllt: (06 Vlotor St. Simi 2« 130 Dr. J. Stefansson 110 MBDICAL. ARTS BLOO. Hornl Konnedy og Oraham Otnadar eiadaaa laaha- eyraa ao(- .( kverka-ajAkddiua ■r aB hltta frá kl. 11—12 f. h og kl. 8—6 e h Tal.lu.it 21S34 Heimlll: 686 McMillan Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cer. Douald and Grakaaa. 50 Centa Tail Frá einum atatl tll annara hvar sem er í bænum: 5 manns fyrtr sama og einn. Allir farþegar á- byrssttr, atltr btlar httablr. Sfual 23 KM (8 lluur) Klstur, tSakur o (húagagna- flutalncur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 MeHlcal Arts Bldg. Phone 21 8S4 Offlce timar 2-4 Heimill: 104 Home St. Fhone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Xannlæknir 602 MEDICAL AHTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 margir minnast þess með á- nægju. Þetta er gott og blessað fyrir mig og aðra, sem stöndum og horfum á og njótum gæðanna. En það er fjöldi fólks, sem vinnur að þessu, og sennilega helzt fyrir ekki neitt, því til- lögin eru lítil, eins og við vit- um, — og eiginlega engin, ef rétt er skoðað, því við fáum Tímaritið fyrir ekkert. Eitt var nýtt á þingi þessu, en það voru líkamsæfingar unga fólksins, og var það hin mesta skemtun, og ætti að aukast í framtíðinni. En eg verð að gera litla athugasemd við það, að búningar stúlkn- anna ættu að vera smekklegri en mér fundust þeir vera. Það var eitt með öðru fleiru sem eg heyrði að ein nefndin lagði til, að við íslendingar hlyntum að blöðunum okkar hér vestra, því ef við ekki sýn- um þeim alla rækt, þá er okk- ar þjóðrækni þrotin. Góðu landar mínir, eg skora á ykkur alla, sem ennþá stand- ið utan við félag þetta — Þjóð- ræknisfélagið, — að gerast nú meðlimir þess, því það er sómi okkar að vera þjóðræknir, og heyrir undir þá grein að vera sjálfum sér trúr. Orðið þjóð- rækni er yfirgripsmikið, og getur komið fram í mörgum myndum. Því skulum við ekki draga að styðja það mál, allir sem einn. Lengi lifi þjóðlíf vort og þjóð- rækni! Einn af öllum hinum. “Einn farseðil til Plymouth," sagði hefðarfrú ein við stöðvar þjón. “Hálft eða heilt far, náðuga frú?” spurði stöðvarþjónninn. “Heldurðu að mig vanti ekki að komast alla leið, flónið þitt. Auðvitað vantar mig heilt far,” svaraði frúin önug. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lógfrœðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINUAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur a8 Lnudar og Giatli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, tslenxkur LögfrttSingw 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, : Manltoba. A. S. BARDAL setur llkktstur og ann&st um útfar- tr. Allur útbúnabur sá bsstl. Ennfiemur selur hann allskenar minntsvarba og le(ststna. 843 SHERBROOKB 8T. Phunet 8«SnT WlIfldPM HEALTH restored Lækningar én lyfja DR. 8. G. (ÍMPSON, N.B., D.O., B.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Someraet Bik. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TRACHSR OF PIANO 804 BANNING ST. PHONE: 26 420 ----—----------a--------- Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegat pósthúainu. Síml: 23 742 Hetmills: 38 3*6 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bt((s(t aad Faraltare lstla( 762 VICTOR ST. SIMI 24.566 Annast ailskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. (alemknr llgfrrðlagar Skrlfstof a: 411 PARIS BLDÖ. Síml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafml i 18 88• DR J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR •14 Semeraet Block Pertaft Atobuc WINIVIPBQ BRYNJ THORLAKSSON Söngstjérl StlUlr Planos og Orgel Síml 38 345. 594 Alverstane St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.