Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 16. MARZ 1932 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA skóla þessa fylkis, sem flestir íslendingar eru búsettir í. Sr. Albert Kristjánsson flutti þetta mál hvað eftir annað á þingum Þjóðræknisfélagsins fyrir nokk- urum árum. Menn hlýddu á mál hans, en því var ekki að leyna, að flestum mun þá hafa vaxið það í augum. En það er alls ekki ólíklegt, að ýmsir líti nú, eftir að hafa vanist hugsuninni í nokkur ár, öðrum augum á málið. Og mjög sennilegt er að hjá ýmsum ríði það baggamun- inn, er svo mikilsverður maður og dr. Björn er, Ijær hugsun- inni fylgi. Hann bendir á það, sem sjálfsagt er, að um fjár- söfnun geti vitaskuld ekki ver- ið að ræða í því árferði, sem nú ríkir, en leiðir jafnframt athyglina að því, að margs- konar undirbúningsstarf þarf að fara fram, áður en að sjálf- um fjármálunum kemur. Og það starf má engu síður leysa af hendi nú en nokkuru sinni síðar. Hugsunin um umboðs-nefnd, sem að minsta kosti í upphafi færi með málið fyrir hönd hinna meiri-háttar félagsstofnana ís- lendinga, virðist mjög skynsam- leg. Dr. B. B. J. minnist í þessu sambandi á kirkjufélögin bæði og Þjóðræknisfélagið. Um hið síðastnefnda er það að segja, að mjög er sennilegt, að stjórn- arnefnd þess sé mjög ljúft að eiga tal um málið við aðra, sem kynnu að hafa áhuga fyrir því. Og mig langar til þess að geta þess, að eg hefi persónulega átt tal við suma stjórnarnefndar- menn hins Sameinaða Kirkjufé- lags, og þeir hafa allir látið það í ljós, að þeir hefðu áhuga fyrir málinu. Vona eg því fast- lega, að það sé ekki of mikii bjartsýni að búast við því, að þetta vor líði ekki svo, að sam- ræður hafi að minsta kosti haf- ist um mál þetta með þeim, sem mönnum virtist helzt eiga hér hlut að máli. Árborg 10. marz 1932. Ragnar E. Kvaran. KEMBUR. Eftir Jóh. P. Sólmundsson. L Snorri Sturluson. Frh. “Einn með guði er meiri hluti,’’ verður hreystiyrði stund- um, ef í harðbakkan slær hér í atkvæða sennum. “Sá er sterkastur, sem stað- ið getur einn,” segir dr. Sigurð- ur Nordal í riti sínu (bls. 73). Víkingur á botni í báðum svörum gerir seiðið það sama. Jafnvel ennþá, væri honum of snemt að vera genginn fyrir Ætternisstapa. , Af bók dr. Nordals verður manni ljóst, hvað til þess kom, að Snorri Sturluson gat ekki staðið einn. Of langt mál yrði sú greinargerð hér, ef alt skyldi taka, en til og frá úr bókinni verður reynt að kemba saman flest það, sem hér verður í því sambandi sagt. “Seggr sparir sverði at höggva” er Egill Skallagrímsson látinn segja í draumi við heimamann einn á Borg, þegar Snorri var zúinn þaðan til burtflutnings upp að Reykholti, “lítt hafa menn setið yfir hlut vorum Mýramanna, . . . og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá’’ (nefnilega Reykholtinu, þótt einhver annar en Snorri sjálfur hefði búið á því). Maður finnur á sér í draumnum ólund- ina í Agli yfir þessu brutli frænda síns, og enn þann dag í dag er hætt við, að Reykholt eigi það mest þessu glapspori Snorra að þakka, í hugum Mýra manna, Andkýlinga og annara fleiri Borgfirðinga, að því helzt það uppi, að vera keppinautur um virðingarmerki við Borg (eða Borgarnes), höfuðbólið sjálft í héruðum Skallagríms. En svo átti Snorri Sturluson eins kyn sitt að rekja til Snorra Goða og Guðmundar ríka, eins og til Egils á Borg; og Sturla Þórðarson, bróðursonur Snorra, segir hann hafi verið ‘fjöllynd- ur’. “Hann á þar eingöngu rvið kvennamál hans,” segir dr. Nordal, þar sem hann tilfærir ummæli Sturlu, “en orðið lýsir Snorra í miklu víðtækari merk- ingu, og betur en nokkurt ann- að orð getur gert. Hann væri óhentugt yrkisefni fyrir þau skáld, sem sífelt láta persónur sínar renna á sömu brautartein- unum, endurtaka sama brotið af sjálfum sér, og svo er hrósað fyrir samkvæmni í lýsingunni. .......Honum var ekki gefið skap Egils Skaliagrímssonar og tilfinningar......Egill vó til landa og var hermaður, Snorri skirrist við að beita sverðinu. .... Hann var aldrei grimm- ur." Og í eitt skifti, þar sem einhver ástmála víma virðist hafa blandast saman við hjá Snorra, telst dr. Nordal svo til, að hann hafi reynst “of eigin- gjarn til þess að vera réttlátur, en hins vegar ekki nógu óbil- gjarn til þess að færa sér gerð- ir sínar að fullu í nyt....... Þrátt fyrir allan þann ljóma, sem leggja hlaut af auði hans og metorðum, hafa samtíðar- menn Snorra sér þverbrestinn í skapferli hans.” “Þessi þverbrestur er í því fólginn, að Snorri vill vera höfðingi, er höfðingi, en skortir þó einmitt sumt af því, sem helzt þurfti til þess að standa í þeirri stöðu. Hann er ekki vaxinn þeim kröfum, sem sam- tími hans gerði til höfðingja. Viðleitni hans og hæfileikar sttýfna ekki í sömu átt.” “Flestir þeirra manna, sem örðugt er að átta sig á, hafa ein hvern slíkan brest að geyma. Og hann myndast ekki alt í einu........Takmark Snorra breyttist smátt og smátt. Hann leggur meiri og meiri áherzlu á yfirskinið tómt, metorðin, í stað valdanna sjálfa. “Ráðríki og metnaðargirni eru tvær hvatir, sem oft fylgj- ast að, og mönnum er títt að blanda saman í daglegu tali. En» samt eiga þær hvor sín upp- tök og lýsa sér hvor á sinn hátt. Metorðagimin þróast bezt í einrúmi, yfir bókum og dag- draumum, ráðríkið í skærum við leikbræður og í margmenni. Marglyndi maðurinn verður ein- att að láta sér nægja metorðin, einlyndi maðurinn berst fyrir yfirráðunum, þar sem hann nær til. í stjórnmálabaráttunni get- ur að líta metorðagjama menn, sem halda miklar ræður í þing- salnum og ef til vill komast til hárra valda, en mæla í raun og veru fyrir munn og stjórna fyrir hönd ráðríks flokksbróð- ur, sem heldur vill beita sér á bak við tjöldin. Hjá skáldum og rithöfundum, sem koma svo víða við, að tökin á veruleikan- um hljóta að verða í lausara lagi, ber eins og eðlilegt er meira á metorðagiminni.’’ “Þó að Snorri upprunalega hafi átt töluvert af ráðríki í eðli sínu, þá hefur metorða- girnin þó líklega altaf verið ríkari í honum. Smekkur hans hneigist að því, sem mikilfeng- legt er og glæsilegt.” Alt um það, ef það bezta er ekki að fá, fegurð og auð í senn, sættir Snorri sig við það ,sem næst bezt er völ á. Fengist t. d. ekki það kvonfang, sem smekkvísi Snorra hefði helzt á kosið, svo sem heimasætan úr Odda, Sól- veig Sæmundardóttir, þá skyldi það gott heita, að ekkjan Hall- veig Ormsdóttir með allan arf- inn eftir Kolskegg auðga milli handa sér, “gerði félag við hann og færi til bús með hon- um.” Glæsimenskuþrá Snorra gat aldrei gert úr honum ‘riddara’. “Það kemur hvergi fram,” seg- ir dr. Nordal, “að Snorri hafi verið neinn hermaður”, enda finst Kaalund að hann hafi “brostið persónulegt hugrekki”, og er það afarsennilegt að svo hafi verið. Á barnsaldri lendir liann á mesta bókaheimili lands ins, til Jóns Loftssonar í Odda. Penninn verður vopn hans en ekki sverðið, og það er sízt af öllu lærðum manni lagið, að fáta við það, sem hann veit hann ekki kann, nema að nafn- inu tómu til látaláta. Af því stafa nú á tuttugustu öld deil- urnar um hemaðaræfingar í alþýðuskólunum. Fífldjarfur telst sá, sem hugrakkur gerist af því einu, að hann viti ekki aö hann veit ekki, og til Snorra hefir það ekki getað náð. Auk þess elst hann upp við það, að sjá fóstra sinn sama sem öllu íslandi ráða, fyrir lærdóms og vitsmuna sakir, með tungu sinni og einurð einni saman. Jón var þá kominn í þann sess, að vera hættur að þurfa meira en hóta. Að Snorri gæti þá til hlýt- ar metið það sjálfur, hvað mik- ið hann skorti við fóstra sinn í einbeitni, er tæplega von fyrir tvítugs aldur, og því síður, að hann gæti gert við þeim mis- mun á skaplyndi. Máttur Odda- verja hvíldi á “virðingu gamall- ar og göfugrar ættar fyrlr sjálfri sér,” svo sem dr. Nor- dal kemst að orði, “og fast- heldni við siðu og skoðanir for- feðranna......Hugsjón Snorra í þessum efnum, hefur verið samheld og voldug ætt, þar sem hann réði sjálfur mestu, og minningu hans væri síðan uppi haldið, eins og hann sjálfur virti sína forfeður.” Af meðfæddri og tendraðri metorðagirni, finst Snorra hann verða að vera höfðingi fyrir ætternis sakir. Að eignast ein- hvern snert af svipaðri tilfinn- ingu, þyrfti ekki neitt að skaða sumt fólk af íslenzkum ættum, sem nú er uppi. Óbifanleiki sannfæringar hans á réttmæti þessarar hugsjónar kemur jafnt fram í hiki hans í öllum harðhnjósku viðskiftum við frændur sína, og í þeirri sjálfsskyldu, sem kemur fram við börn hans og nánustu vanda menn. Árni, tengdasonur hans, verður að taka sér fram um það sjálfur, þegar fimm hundr- uð hafa riðið til þings með Snorra, “að fylkja liði hans á norrænu, og tókst það heldur ófimlega, því hann var eigi van- ur því starfi”, en Órækja, son- ur Snorra, sem kom að í þess- um svifum, “gekk til móts við föður sinn og skipaði liði sínu í brjóst á fylkingu hans’’ (Sturl. II, 233). Snorri vissulega veit hann er enginn stríðsforingi, að hann skortir þá hönd, sem hans tím- ar krefjast, þó höfuðið sé gott. Því brestur öðru hvoru flóttinn í skapsmuni hans, svo fyr og síðar hefir, með vafasamri sanngirni, lagst honum til á- mælis. Um rithöfundinn Snorra er annað mál. “Því má ekki gleyma,” segir dr. Nordal, “að það hefur verið miklu örðugra að setja Gylfaginningar saman en nokkurt annað íslenzkt fornrit. Snorri fylkir efni sínu, sem er sótt úr svo mörgum átt- um, með yfirliti sannarlegs and- legs hershöfðingja.” Enginn annar þarf að fylkja fyrir hann þar. Til þess að missa ekki ætt- geng völd, kaus hver Islend- ingurinn á fætur öðrum, að lifa tvær andstæður í einni per- sónu, og urðu þá meira og minna að leika aðra, ef þelr gátu ekki verið jafnvígir á báð- ar. KJaustrið og kastalinn í öðrum iöndum, kirkjan og krúnan skiftu með sér klerk- um og köppum. Hvorttveggja voru höfðingjar upp á sína vísu, en goðarnir gömlu á íslandi höfðu ekki frá öndverðu haft lund til þess, að láta neina tign fara til spillis úr ættinni, og héldu svo í hvorutveggja and- stæðuna í senn, svo framt sem þeir máttu, og voru oft í einu bæði leikir höfðingjar og lærð- ir. “Það sem bezt er í íslenzkri sagnaritun,” segir dr. Nordal, “er alt ritað af höfðingjum fyr- ir höfðingja. . . . . í samræmi við hina einföldu göfgi stíls og listar er óhlutdrægnin og kurt- eisin. Höfundarnir eru vandir að virðingu sinni. Og sízt er að furða þótt Snorri beri ai' flestum í þessu efni. Ef til vill var hann eini skutilsveinninn meðal sagnaritaranna, og hefur flestum betur kunnað að vera nxeð tignum mönnum.” En tign, þó hún sé til, getur cnginn fátækur maður látið á sér skina, svo nokkri nerni. “Það vai ekki sagnaritarinn Snorri, sem var fégjarn, heldur höfðinginn Snorri,” er enn eitt, sem dr. Nordal vekur athygli á. “Og þeica er sitt hvað,” segir hann. “Ágirndin er bitttur á manni, sem stendur í þjónustu ríkisins eða almennra hugsjóna, því að þá sundrar hún persón- unni og skekkir viðleiini henn- ar. En enginn sakar bónda eða kaupmann, þó að þeir . vilji græða fé, því að það e^ skilyrði fyrir við^angi búsins og verzl- unarinnar.” Það virðist mega bæta því við, að þetta skilyrði fyrir við- gangi fjölskyldunnar í sinni tignarleit hafi Snorra fundist hún eiga sem mest að sjá ó- skift í friði, meðan slíkur ætt- faðir sem hann stóð á upprétt- um fótum. “Hann var enginn maurapúki. Hjarta hans var ekki óskift þar sem fjármunir hans voru,” segir dr. Nordal ennfremur, og tilfærir vísu, er sannar að Snorra var ekki jafn- gildur auður vasans sem vits- ins, þega hann kveður óríkum manni það lof, að “hann lifi sælstr und sólu sannaudigra manna.” “Það er merkilegt,” setur dr. Nordal aftan við vísuna, “að orðið ‘sannaudigr’, skuli ekki koma annarstaðar fyrir í fomu máli en í vísu eftir Snorra Sturluson. Hinn tigni maður í Snorra var orðinn svo yfir sig heflaður í Odda og Noregi, að ekkert dýrið var orðið eftir til í hon- um, þegar beita þurfti tönn- unum. Hann hefir verið á und- an sínum tíma, aðeins svo sem þessum sjö hundruð árum, sem síðan eru liðin, eða í sumu til- liti kanske vel það. Höfðingi bjóst hann við að geta verið með nógum peningum og miklu yfirlæti, en vantaði hörku til þess, að höggva sér að því marki virkilega blóðuga braut. Fyrir því varð hann sjálfur písl- arvottur, varð bráð þeirra ax- areggja- trúar, sem aðrir tóku fram yfir ættræknis-trú sjálfs hans. Það er honum einlæg trú í Noregsferð sinni, að frændur sínir kunni að meta yfirburði lærdóms síns og vitsmuna framar harðfengi sjálfra sín og þröngsýnum þjösnaskap. Það væri geggjaður skortur á sjálfs- virðingu og uppgerðar hógværð í stað viturleika, hefði sá mað- ur ekkert sjálfur skynjað yfir- burði sína, sem fyrir allra vit- urra manna sjónum hefir síðan glitrað sem gimsteinn í krónu ættar sinnar og aldar. • • • Það má reikna og reikna jarðabrask í héraði. Það má flækja og flækja málafylgjur í sölum l'qgmálanna. Það má tildra og tildra gælumálum við oflátunga mannkynsins. Fyrir öllu þessu getur ættarhugsjón- in varað, jafnvel þjóðarhugsjón- in, máske mannkynshugsjón. En aldrei má höggva. Manni hnykkir við að heyra upp úr jarð'núsum í Reykholti, frá árinu 1241, í draumkynjuðu varnarleysi 62 ára gamals manns, sem ‘ótíndir böðlar’ eru þar að myrða vopnlausan, tví- tekið andlátsorð, sem í himin- inn hrópar heimspekiskerfi alls mannlegs lífs: Eigi skal höggva.” Frá Reykholti hefir ávalt síð- an “einn með guði” verið “meiri hluti.” SUND. Ásgautar og Þórólfs. (Sbr. Laxdælu.) Ingjaldur úr eyjum sigldi inn í Laxárdal. Vígra manna flokkur fylgdi, — frænda röskra val. Gengu hratt á Gaddastaði, gildan kvöddu höld. Þórður fagnar þeim á hlaði; það var seint um kvöld. Goðinn vék að bónda bráður: “Brögðum leikur þú; sagður ertu sökum háður; semjum með oss nú. Loforð vil eg verði að efndum, vænti ekki falls. Koma fram mig fýsir hefndum fyrir vígið Halls. Minn þú bróðurbana hýsir; beinni gef mér svör. Vil eg að þú leið mér lýsir, let ei mína för. Sel þú manninn mér í hendur móti digrum sjóð. Friðist með því fé og lendur. Færðu kaup allgóð.” Sjóðinn gilda Þórður þáði, þótti hlutur sinn koma upp, að réttu ráði, risnu samboðinn. “Villa mun eg mönnum sýnir, málið dulið fæ. Þiggið gisting, gestir mínir, gangið inn í bæ.” Svo að beina bóndinn lætur bekkja sérhvern mann. Lítt þeir sváfu; fóru á fætur fyr en dagur rann. Vigdís spyr, ef Þórði þætti þetta heillaráð. Hann kvaðst ætla að engu sætti eða skyldi láð. Þá konr hún við Ásgaut orðum: “Ætla eg þér ferð. Friðinn hefir flæmt úr skorðum fúlust ráðagerð. En eg vil þá háðið hrelli, — hefndum skal ei náð. Þórólf sendi að Sauðafelli. Sjá um þetta ráð.” Gautur hitti Þórólf þegar: \ “Þér skal vísa leið. Hér er ótrygt, annars vegar ekki ferðin greið.” Eins og skeytum skotið væri skunda þessir tveir. Hinir á þeim fá ei færi, flóttann ráku þeir. II. Laxá óð úr fangi fanna fram að ósi og vör, eins og vildi hún öllum banna yfirferðar kjör. Þetta hlutu þá að sanna þeir sem stóðu á skör. Var sem feigð og vélráð manna væri í sömu för. Þórólfi verður þá að orðum: “Þykist eg nú sjá, að vér lífi ekki forðum, ef vér hittum þá, sem oss leika brögð á borðum Breið þó reynist á, vera munu sköp í skorðum, skal ei horfið frá.” “Þú skalt ráða þínum ferðum,” þrællinn hrausti kvað. “Þótt vér féllum fyrir sverðum, frægð er ekki það. Eitthvað mun í okkar gerðum ávalt geymt. Af stað! Höldum saman, sundið herðum syðri skörum að.” Ilt var löðrið, ervitt sundið, ekkert lýsti heim. Straumur þungur hefir lirundið hetjum þessum tveim. Loftið var- sem ógnum undið —■ æddi stormur geim. Helja þóttist hafa fundið •hinstu tök á þeim. Ingjalds lið að ánni ríður —■ út á nyrðri skör. Vék þar aftur, vildi síður veita eftirför. Hinir komust klakklaust yfir krapi þrungna á. Saga þeirra lengi lyfir Laxdælingum hjá. * * * Hreystiverkin höfðingjanna hafa allir dáð. Hinum “lægri” meðal manna minna lof er skráð. Hvort var unnið karlmannlegar, Kjartans sund í Nið, eða sundið þrælsins, þegar þreytti hann Laxá við? Kristian Johnsorx. BRÉF. HVER VILL STYÐJA ÞETTA? Ef mér væri opin leið að litl- um parti af ritmálsdálkum Heimskringlu, mundi eg óska eftir inngöngu fyrir eftirfylgj- andi málefni. Hið opna bráf herra Sigur '- ar Jóhannssonar í Heimskring >. 3. febrúar konr mér til -c 'i leggja orð í belg fyrir alvörv “Hvernig á að breyta fyrí - komulaginu svo að sem minr - ur sársauki verði að?” er ni - urlag greinar hans. Enginn skyldi halda að m > komi til hugar að svara þeir i spurningu af nokkurri rökset i. Það tekur að líkindum me. i stjórnvizku, heldur en okk r Sigurði Jóhannssyni er gefir. En það er eins og okkur hr i verið birtur sami hugsanafc - illinn viðvíkjandi nútíðar fjár- hags- og atvinnuástandi heims- ins, því eg var búinn að hripa upp að mestu leyti grein þá, sem hér birtist aðeins niður- lagið af, er þannig hljóðar: “Stórgróðafélög eru ekki fá í heimi vorum, og er það ekki lastvert ef þau væru stofnsett á þeim grundvelli, að gera heimsvist mannkynsheildarinn- ar þá gagnsemi, er sýnir menn- ingarþróun, og leiðir jafnt fá- tækan sem ríkan til andlegrar og líkamlegrar velsælu. Það hefir nokkuð oft verið á það minst í blöðunum, að of mikil framleiðsla mundi að ein- hverju leyti vera orsök í and- streymi heimsins! Hvernig það getur verið á nokkrum rökum bygt, er þeim, sem þetta ritar, með öllu óskiljanlegt. Hann heldur að það megi hafa algert hausavíxl á þeirri skoðun, ef alls er gætt. En það er eins og menn veigri sér við að greina frá hinum óheilbrigða gangi á viðskifta- og verzlunarsviðum. Sumum sýnist að auðsafn á vissum stöðum hafi lík áhrif á þjóðlíkamann, eins og illgresið á kornakurinn. Þangað sogast gróðrarmagn jurtanna, en gjald miðill fjöldans í klær auðvalds. Fyrir atvinnuleysi og fjárskort verður því fólk í þúsunda tali að hugra, horfandi á gnægðir smjörs og brauðs í næstu dyr- um, svo að segja. Hverjar orsakir liggja til grundvallar slíku ástandi, skal drepið á í nokkrum dráttum. frá sjónarmiði höfundar. Vita menn að auðlegð hefir verið hrúgað sarnan til ein- staklingsafnota, svo meginhluti þeirra jarðnesku gæða gætir að of miklu leyti til óheilla heiminum, vegna þess að bróst- ið hefir stjórnsemi eða laga- ákvæði til hagnýtingar á þeirri stefnu, sem þjóð- eða mann- Frh. á 8 bto.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.