Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 8
8. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. MARZ 1932 FJÆR OG NÆR. Próf. S’gurður Nordal. Dr. Sigurður Nordal er vænt- anlegur hingað til borgar á mánudag eða þriðjudag eftir páska. Kemur hann hingað sem gestur Þjóðræknisfélagsins,'og dvelur hér um nokkra daga. — Hann flytur fyrirlestur mið- vikudagskvöldið þann 30. þ. m.. Umræðuefni hans verður: ‘íslenzkur skáldskapur’’. Dr. Nordal er mælskumaður mikill, manna fróðastur um íslenzkar bókmentir, þeirra sem nú eru uppi. Ætti heimsókn hans að verða til hinnar mestu ánægju og eftirnfinnileg í sögu vorri hér. Fyrirlesturinn verður flutt- ur í Fyrstu lútersku kirkjunni og byrjar stundvíslega kl. 8 e.h. Nánar auglýst í næsta blaði. * * * Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu í Riverton á sunnudaginn kemur, 20. þ. m., kl. 2 e. h. • • • Fyrirlestrar í Nýja fslandi. Athygli skal vakin á fyrir- lestrum þeim, sem séra Ragn- ar E. Kvaran efnir til í Nýja íslandi og hefjast í Árborg á laugardaginn, kemur, kl.*3 e. h. Á öðrum stað í blaðinu er birt greinargerð fyrir þessu eftir sr. R. E. K., sem vér viljum fast- lega ráða lesendum til að renna augum yfir. * * * “Fróns”-fundur. Næstkomandi föstudag, 18. marz, heldur “Frón" fund í samkomusal Sambandskirkju. Verður Bókasafnsmálinu ráð- stafað á þeim fundi. Einnig fara fram skemtanir, svo sem ræð- ur og söngur. Æskilegt er að félagar í “Fróni’’ fjölmenni. • m * Útför séra Magnúsar sáluga Skaptasonar fór frain frá kirkju Sambandssafnaðar s. 1. föstu- dag, að viðstöddu fjölmenni. — Ræður fluttu dr. Rögnv. Pét- ursson og séra Benjamín Krist- jánsson. Li^íið var flutt suður til Souris, N. D., og fór þar greftrunin fram s.l. mánudag. ’ ROse.I 1' THKATRE ! j Sin\KV FO.Y In | í NIGE WOMFN ! Thur. and Fri. This Week I Conx'dy 4— f artoon — Y Seturday and Monday aeiuraay ana aionaay ▼ I LASCA oí the { j RIO GRANDE í * Comet.y — Cartoon — Mfffl Furðuleg leður-kvoða. Sparar hvrrrl fJdlakylHn marKii dollara Blessun é um hallæris tíma. — hvorki notaö- ur hamar, nagiar etJa fleygrr — Sparnahar leðurk voðu má drepa ein* og smjöri á brautJ, storknar á einni nóttu, myn ’ar vatnshelda mjúka húfí á sólann, er eykur endi igu hans um marga mánuöi. Má nota til aö biMa hæla, gúmmí, bílrjaröir, bílaþök o. fl. Ytteina ein .stierti, hauknrinn kost- nr Mendur (M). SkÓMÓIuu fer ekki Irain fir 10e. Kniiplö lie'nn le ECONOMY SALES CO. I70A >1 a rket St., Wln iiipeic. >lan. Útsölu og umboösmenn ó-ka t Tengdasonur hins látna, dr. M. B. H,alldórsson frá Winnipeg, fór suður til þess að vera við greftrunina. Einnig Mrs. Anna Adams frá Botteneau, N. D., er til Winnipeg kom, er henni barst andlátsfregn föður síns. * * * Þorsteinn Þorláksson, að 930 Minto St., Winnipeg, andaðist að heimili sínu s.l. laugardág. Hann var 73 ára að aldri. Til Vesturheims k©m hann 1873. S^ttist fyrst að í Milwaukee, Wis., en hefir síðan búið hér í Manitoba og Norður Dakota, lengst af í Selkirk og Winnipeg. Þorsteinn var bróðir séra Stein- gríms Þorlákssonar. Á lífi er kona hans, einn sonur og sjö dætur; búa fimm þeirra í Banda ríkjunum, en tvær í Winnipeg, Mrs. Alex Johnson og Beatrice, ógift. Sonur hans Paul er til heimilis í Winnipeg. Jarðarför- in fer fram kl. 2 í dag (miðviku dag) frá íslenzku lútersku kirkjunni í Winnipeg. * • * Dr. Ríkarður Beck frá Grand \ Forks, N. D., kom til bæjarins s.l. föstudag og dvaldi hér fram á þriðjudagsmorgun. Með hon- um fór.suður Vigfúsína móðir hans, er búið hefir hér í Win- nipeg, en mun nú gera ráð fyrir að dvelja hjá syni sínum þar syðra. * * * Séra Egill Fáfnis frá Glen- boro, Man., var staddur í bæn- um fyrir helgina. Hann flutti bindindisræðu á fundi stúkunn- ar Heklu s. 1. fimtudag. • • • Guðrún Þórarinsdóttir, að 812 Garwood St. hér í bænum, lézt s.l. laugardag á King George sjúkrahúsinu. Hún var 70 ára að aldri. Fædd var hún á Hall- dórsstöðum í Suður-Þingeyjar- sýslu á íslandi. Kom til Ame- ríku 1890. Jarðarförin fór fram í gær. Séra B. Kristjánsson jarðsöng. Hinnar látnu verður minst síðar. * * * Páskaguðsþjónustur heldur G. P. Johnson sem hér segir: Á sunnudaginn 20. þ. m. kl. 2 e. h. í Rockomes skólahúsinu í Silver Bay bygðinni. Á föstu- daginn langa ensk messa í Lundarkirkju, kl. 2.30 e. h. Á páskadag kl. 2.30 íslenzk messa í Limdarkirkju. Fólk -er beðið að fjölmenna við messur þessar. Allir velkomnir. . Móðirin: “Því teygir þú þig svona yfir borðið, Villi? Hef- irðu ekki tungu í munninum?” Villi: “Jú, mamma, en arm- leggir mínir eru lengri en tung- „ ^ »* an. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Benedikt hafði gaman af draumum og draugasögum, og fanst mér honum vera margt af því vottur um framhald lífs- ins. Eftir að við á kvöldin höfð- um lokið störfum á sýslufund- i ÁRSFUNDUR í Viking Press Limited í í Ársfunc'ur Viking Press Limited verður haldinn fimtu- 5 daginn 17. þ. m. kl. 4 e .h. á skrifstofu félagsins, 853 | Sargent Ave., Winnipeg, Man. Fyrir fundi liggja hin venjulegu ársfuhclarstörf, svo sem kosning embættis- | manna, taka á móti (cg yfir fara) skýrslum og reikn- * ingum félagsins o. fl. Hluthafar eru beðnir að mæta stundvíslega, og ef um fulltrúa er að ræða er mæta | fyirr þeirra hönd, að ifbúa þá með umboð, er þeir geta " lagt fyrir fundinn til staðfestingar. | Winnipeg, Man., 4. marz 1932. í umboði stjórnarnefndar: ® M. B. HALLDÓRSSON Forseti. RÖGNV. PÉTURSSON Ritari. I MP um, þá bað hann, að einhver segði draugasögu eða góðan! draum. {lann var seinn til að láta í ljós álit sitt um drauma, og sagði ekkert, ef honum þóttu þeir vitlausir. En skilningur hans og útlistun á mörgum draumum var lærdómsríkur og yndislegur á að hlýða. í eitt skifti sem oftar var hann nótt hjá mér, og talaði hann þá mikið við mig um und- irvitund mannsins, en eg hafði ekkert skilið við það hugtak áður, og trúði engu um það. En hann gerði mér það alt skiljanlegt á sína vísu. Hon- um var það ekki síður eðlilegt að vera vingjarnlegur og mild- ur, og hógvær og útlistandi, en að yera tannhvass með fossandi aflyrða mælsku, þegar hann var ómjúkt leikinn. Hann sagði að undirvitundin væri í raun og veru óútlistanlegt, en yrði séreign margra manna, að skilningi til, fyrir óaflátanlega eftirlöngun að gera sér grein fyrir því, sem hún hefði með- ferðis af því sem reynslan sann- aði mönnum, að væri rétt, og væri til orðið eða orsakað í daglegða lífinu. Upphafsstarf hennar líktist mest uppsettum vef, þar sem ótal þræðir lægju að einum dúk, sem ofnar væru í myndir af öllum viðburðum, orsökum og afleiðingum, sem kvísluðust út frá manninum sjáifum, eða orsökuðust fyrir utan að komandi áhrif, og þræðirnir og dúkurinn yndist eins og af einum rif á annan í vöku og svefni mannsins, og þar fyrir utan snerist þessi ljós- kvoðu myndadúkur stöðugt eins og hjól frammi fyrir andlegu sjóninni, og bæri þá með sér margt af því sem maðurinn kannaðist ekkert við, en sem þó af sérstökum ástæðum skild ist og réttlættist seinna, og ann- að, sem aldrei skildist til hlít- ar, sem náttúruöflin orsökuðu. Eins og gefur að skilja, þá man eg ekki — eftir 40 til 45 ár — orðfarslega útlistun Bene dikts um undirvitundina, en að- hyltan skilning hans og skoð un man eg rétt, og þó eg síðar margsinnis læsi útlistun sálár- fræðinga og dulspekinga í þess- um efnum ,þá varð ekkert af því mér til' aukins skilnings, fram yfir það, sem Benedikt hafði prentað í huga minn. - Myndir úr öllum áttum þrýst á móttökuspjald mannsandans, sanna ekki eins vel ótalfalda þátttöku þúsundanna, sem á- hrifunum valda og myndirnar orsaka, eins og þræðirnir sinn úr hverjum stað, sem allir vef- ast inn í dúkinn, með mismun- andi litum og tilkynningum, er setja svipinn á myndirnar og valda framtíðar áhrifunum. Við höfðum báðir orðið fyrir því að vera staddir á þeim stöðum, þar sem okkur fanst við vera gagnkunnugir ,og höfðúm þó aldrei fyr á þær stöðvar kom- ið. Eg kom einu sinni á Hof- mannaflöt, efst í Árnessýslu, þar kannaðist eg strax við heild arsvipinn eins og gamlan kunn- ingja. Svo fór eg að líta eftir sérstökum einkennum, hvort þau væru ennþá á sínum stað. Jú, þau voru það; og svo leið þetta frá eins og þægilegur svimi, og eg fór að verða eðli- lega ókunnugur. Faðir minn hafði haft vinnu- mann árin 1872 og 1873. Þá dó hann, varð úti, og hefi eg áður getið um það. Þessi vinnumað- ur var kallaður Brynki, sá sami er Kristján Jónsson kvað um þessa langhendu: “Fatast lán. fjölgar götum, förlast vit, hörð eru örlög, Brynki hrín, brettast granir, bölv heyrist, augun hvölvast, tár hníga, tóbak ýrist, titrar negg, skjálfa leggir, slást fingur, stamar tunga, stynur brjóst, rassinn hóstar.’’ Þó eg væri við jarðarför þessa manns, þá sá eg hann nú á franskri fiskiskútu eftir 1890; sami vöxturinn, sama andlitsfallið og andlitsdrætt- irnir. Bölvið heyrðist, tárin hnigu, tóbakið ýrðist, neggið titraði, leggirnir skulfu og stamaði tungan, — alt það sama, nema nú talaði hann frönsku og kunni ekkert í ís- lenzku, og kannaðist ekkert við mig, en eg glápti á hann eins og naut á nývirki. Hvað fing- urnir gátu verið líkir í laginu, og hreyfst á sama hátt! Nú, þessu líkar sögur hafði Benedikt að segja mér, og hið ófríða andlit hans var orðið svo geðfelt og brosandi, vinar sam- úðin hafði hrakið grimmu póli- tísku þráadrættina alla burtu úr svipnum, þó hann væri með sínum skilningsríku yfirburðum og fljótandi mælsku áhrifamik- ill, eins og þýzki járnkanslar- inn Bismarck, þá var hann líka á heimili og út í frá hinn lítil- látasti og mildasti alþýðumanna bróðir, þegar hann var skilinn og naut samúðar á sínum hug- þekku ánægjuefnum. Eg sagði Benedikt oft drauga- sögur og drauma. Þegar eg frétti eitthvað slíkt, sem mér þótti eftirtektarvert, þá raðaði eg því á minnið vegna Bene- dikts Sveinssonar, alveg eins og Stephan G. leið snjótitlingana á strástakknum, vegna Þor- steins Erlingssonar í þessari vísu: “Um þessara fugla þorratöf því er til að gegna: Eg tók þá af guði á gjöf, greyin, Þorsteins vegna.” Það var hjá mér vinnumað- ur, Jakob Þorkelsson að nafni, greindur karl og mjög sér- kennilegur. Hann út af fyrir sig er efni í langa og merkilega sögu, en eg má ekki vera að því að segja ykkur frá honum eins og vert væri núna, bara að mér gleymist það ekki seinna. Ailir voru hissa hvað eg hafði hann í nrörg ár. Það hafði eng- inn getað haft hann nema eitt ár áður, og þó var hann orðinn fimtugur. Hann var einskonar dulspekingur að náttúrunni til. Eg reiddist oft við hann, eink- um þegar við vorum að smala fé. Þegar við komum þar, sem jörðin leit út fyrir að bera eða bar með sér einhver forn mann- virki, þá stanzaði hann og varð allur að augum og athygli, snerist og taiaði, mest hálf orð, eins og við sjálfan sig, og það var eins og hann heyrði ekki til mín, þó eg segði honum að koma, okkur lægi á að smala fénu. Eg lærði aldrei að berja menn, en eg bálreiddist við hann og skammaði hann fyrir slórið; en það hafði engin áhrif á hann, og þá kom hann ekki til sögunnar aftur fyr en mér var runnin reiðin, og var þá orðin vísindamaður; háfði svo fjarskalega margt og áhrifa- mikið að segja mér. Þarna hafði verið bær, baðstofa, búr og eld- hús. Og hann vissi mikið um. hvernig maður sá hefði verið, sem fyrstur hefði bygt upp þenna bæ, greindarmaður eða máske skýjaglópur, og eins hitt hvað mörg hundruð ára gam- alt þetta var, o. s. frv. Hann kunni og ósköpin öll af draugasögum, og það var alt saman satt. Nú hafði eg draugasögu handa Benedikt, af því, sem Jakob hafði sjálfur orðið fyrir. Og Jakob var hjá mér á þeim tíma, sem Benedikt var kominn og skyldi heyra söguna. Jakob var heldur stagl- samur, svo eg afréði að segja söguna sjálfur, en Jakob skyldi sitja hjá og segja til, ef eg færi skakt með eitthvað. — Benedikt lúrði uppi í rúmi, hafði aftur augun og handlék hökutoppinn, eins og hann var vanur. En sag- an er þannig: Jakob kom að prestsetrinu Presthólum í Núpasveit, seint á degi í skammdeginu, og bað hann að lofa sér að vera- um nóttina, sem var strax velkom- ið. Um háttatíma var honum sagt, að hann yrði að sofa frammi í stofu, en að margir kvörtuðu um að reimt væri í stofunni, og gæti hann fengið I mann til að sofa hjá sér, ef i hann vildi. Nei, hann kunni ekki j að hræðast og kaus að Vera einn. Þá var honum fylgt til rúms og boðið að hafa hjá1 sér ljós, því nóttin ,var dimm,) en hann neitaði því, sagð-1 ist hafa gaman af draug- [ um, og ekki mega missa af! þeirri skemtun, ef hún stæði til. j Var þá farið með ljósið og hann háttaði ofan í gott rúm. En ekki er liðin nema lítil stund, þegar stofuhurðin er opnuð og inn í.stofuna kemur hvítklædd vera og lætur hurð- ina aftur á eftir sér; gengur síð- an að fótagafli rúmsins og stendur þar litla stund, en færir sig svo fram með rúminu. Þá spyr Jakob, hver þar sé, en fær ekkert svar. Veran kemur fram á móts við höfuð hans og beyg- ir sig niður yfir brjóst hans, eins og hún ætli að leggjast of- an á hann. Jakob var viðbragðs- harður, þegar honum þótti þess þurfa, og nú tók hann viðbragð eins snögt og hann gat, og greip með báðum höndum utan um veru þessa, en brá heldur en ekki í brún, þegar hann fann ekki til neins í fanginu. En á sama augnabliki heyrði hann háan brest og eldglæingar fuðr- uðu út um alla stofuna, en þá sá hann ekkert af veru þessari. Vakti hann að vísu um stund og hugsaði málið, en svaf svo vært til morguns. “Þetta er nú lítils verð og leiðinleg draugasaga, sem eg hefi sagt þér, Benedikt,” komst eg þá að orði. — “Nei, hún er alt af merkileg. Þessi saga er stöðugt að endurtaka sig um alt iand, með aðeins litlum breitingum," sagði hann. “Slík- ar verur eru framliðnir menn á fyrsta stigi. Þeir hafa búið yfir hefnd og hatri til mann- anna þegar þeir fluttu héðan, og hafa gaman af að hrekkja og glettast til við þá. Hafa hins vegar mjög þægilega vaid á, okkur óskiljanlegum, efnum í loftinu. Við notum segulafl til þess að snúa áttavitanum. Þeir nota það afl máske til þess að snúa handarhöldum á hurðar- skrám. Þeir hafa auðveldlega ráð með að nota rafmagn til þess að framleiða bresti og eld- ingar í litlum stíl en á sama hátt og gerist í þrumuveðrum. Við getum ennþá ekkert um þetta fullyrt, en svo margir verða fyrir þessu, að það á sér stað.” Frh. HVER VILL STYÐJA ÞETTA. Frh. frá 5 bls. félaginu gæti orðið til hagsæld- ar. Er þá fyrst á að minnast bankastofnanir. — Höfuðstóll margra þeirra mun saman standa af fjársafni stóreigna- manna, sem ekki leggja fátæk- um mikið liðsinni .1 öðru en með því, er lögskyldur ákveða, vitandi að með háum vöxtum vöxtum er með lögvernd er ver- ið að pína fé út úr mörgum fátækum lánþega, sem með harðfylgi er að berjast fyrir lífsframdrætti sínum og sinna, auk margra annara löglegra út- gjalda, sem erfitt veitir að fá rönd við reist. Ef nokkur syndsamlegur breyskleiki er til í heimi veru- leikans, er ekki ólíklegt að hann eigi rætur sínar að rekja til þeirrar dýrslegu maura- mannlegs eðlis. Ef þjóðfélag eins ríkis eða lýðveldis mætti trúa manndygð MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Mcssur: — á hverjum sunnudcgi kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. j Söngflokkurinn. Æfingar á hverju f imtudagsk vel di. Sunnudagaskölinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. sinna stjórnarþjóna, ættu þeir að hafa umsjón og ábyrgð á ríkisbanka, er skifta mætti í ‘ deildir eftir staðháttum, af- nema alla prívat banka. Og sá ríkisbanki ætti ekki að lána peninga neinum einstakling með hærri vöxtum en 2—3%, gegn veði eða sjálfsskuldar- ábyrgð. Sanngjarnt mundi vera að hafa hærri vexti til félags- stofnana, er ekki væru sýnilega til almenningsheilla. Nú er hér nokkuð mikið sagt! En væri þetta ekki hin eðlileg- asta og skynsamlegasta hag- nýting þeirra peninga, sem liggja í sjóðsafni einstaklinga, mannfélaginu til útörmunar. Vitanlega er fjarstæða að svifta nokkurn mann fullum eignarrétti á auðsafni sínu, heldur aðeins umráðarétti á því, sem fram yfir er hans þarf ir, að það fengi ríkið að ein- hverju leyti að nota til þjóð- nytja þarfa, með vægum kjör- um. En sársaukalaus mundi ekki áminst breyting verða öllum hlutaðeigendum. Hjá þvd yrði varla komist. Þegar athugað er, hvaðan auður er kominn, þá mun fer- illinn alloft verða rakinn til undirstétta mannfélagsins, sem ríki eða lýðveldi ber lagaleg skylda til að annast um, að ekki líði skort á sómasamlegu lífsviðurværi. Þó að þessa hafi hingað til ekki verið gætt, svo sem borið hefir á í stjórnarfars- legum stefnum, munu fáir mót- mæla að svo bæri að vera, þar sem á því byggist viðhald og velgengni þjóðfélagsins, í hvaða landi, sem um er að ræða. Hugvekja þessi get eg búist við að eigi lítið erindi til kaup- enda Heimskringlu. Sannleik- urinn mun vera sá, að íslenzk- ar ritsmíðar um stjórnmál munu lítil áhrif geta haft á hið enska þjóðfélag. En hvað sem um það er, mundi mér líka, að fleiri léti í ljós skoðanir sínar á þessu alvarlega málefni. Með vinsemd og heiilaóskum. Lundar 8. febr. ’32. G. Jörundsson. ‘Mercury’ The New All-Weather Coal Phone 42 321 For a Ton Today “ARCTIC” ----------------------1 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117, Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Servlce Banning and Sargent Slmi 33573 Heima »lml 87136 Expert Repair and Complete Garage Senrice Gm, OiU, Extras, Tirea, Batteries, Etc.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.