Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.03.1932, Blaðsíða 6
fi, SFÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. MARZ 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir Georg'e A. fienty “Það vona eg að hafi verið,’’ sagði Bath- urst. “Ef alt fer samkvæmt þessari ágizkun, verður byrði hennar fuH-þung, þó hún hafi ekki þessa mynd fyrir augum, með vissri von um að það sem hún sýndi, eigi eftir að koma fram. Eg vildi að flokkur ykkar yrði bráðlega sendur til Cawnpore aftur.’’ “Eg skal ekki trúa að það sé alvara þín að óska þess,” sagði doktorinn. “Eg veit hvað þú ert að hugsa um, dokt- or. En það er einmitt þess vegna að eg óska þess,” svaraði Bathurst. “Og trúirðu því, að mér hefir fundist þú reka mig til þess að heim- sækja þig í Cawnpore, einmitt aðallega til þess að kynnast henni.’’ “Það er rétt til getið, Báthurst. Mér þykir svo vænt um hana, að mig hryllir við að hugsa til þess, ef hún kastaði sér fyrir fæturnar á einhverjum umkomulausum aula. Hún er elskuverðasta stúlka, og eg hefi verið og er sannfærður um, að það er á þínu valdi að gera henni æfina gleðiríka og hamingjusama. Eg hefi álitið að þú værir henni fyllilega sam- boðinn, þó þú sért ekki í hernum, því þú átt svo miklar og góðar eignir á Englandi. Og svo skal eg nú játa, að í seinni tíð sýnist mér að alt hafi gengið skrikkjalaust í þessa átt.” “Má vera að svo hefði orðið,” svaraði Bathurst, “ef þessi væntanlega hætta vofði ekki yfir.Ef uppreisn og styrjöld dynur á, er um leið úti um allar slíkar hugsjónir. Það hlýt- ur þá að sannast að eg er bleyða, og eg ætla mér að reyna að skipa sjálfum mér sæti, þar sem eg hlýt að týna lífinu. Mig langar ekki til þess að fyrirfara mér vísvitandi, en þó geri eg það heldur en að lifá lengur,' eftir að hafa orðið mér til skammar í annað sinn.’’ “Nú þykir mér þú vera farinn að draga óþarflega dökkar myndir, Bathurst.” “Það geri eg ekki, doktor, og þú veizt það eins vel og eg.” “En setjum nú svo, Bathurst, að Sepoy- amir geri uppreisn. Hví skyldu þeir vilja gera foringjum sfnum mein?’’ sagði doktorinn. — “Setjum svo að þeir séu óánægðir, að þeir hafi réttmætar kvartanir fram að bera, og að þeir enda þverneiti að hlýða boðum yfirmann- anna, hvaða ástæðu hefðu þeir til að gera foringjunum og þeirra fólki mein — fólki, sem aldrei hefir auðsýnt þeim annað en gæði, og sem aldrei hefir gefið þeim ástæðu til að kvarta?" “Eg vona af alhuga að ótti okkar sé á- stæðulaus,” svaraði Bathurst. “En satt sagt er ekki gott að segja, hvað gerist. Eg á bágt með að trúa að þeir ráðist á yfirmennina, og því bágra með að trúa, að þeir vilji vega verju- laust kvenfólk og börn. En hvernig sem því er varið, lízt mér mjög skuggalega á fram- tíðina.’’ “Og þú hefir auðvitað ekkert frétt um þetta frá Hindúum?” spurði doktorinn. “Ekki eitt orð. Og eg er sannfærður um að alþýðan veit ekkert um þetta brugg. Það er einn einasti maður aðeins, sem látið hefir hrjóta orð, er skilja má sem bendingu um að vandræði séu fyrir hendi, og sá maður er töframaðurinn. Eg hugsaði ekkert um orð hans, þegar þau voru töluð. En þegar eg nú athuga þau í sambandi við myndina, sem hann hefir sýnt mér og okkur, skil eg vel að þau geti haft sérstaka þýðingu. Síðan höfum við líka heyrt svo margvíslegar sögur um óánægju meðal Sepoya, og það styrkir mig enn betur í þeirri trú, að orð hans hafi haft sérstaka þýðingu. Orðin voru ekki mörg og ekki torskilin. Hann endurtók það aðeins tvisvar eða þrisvar, að í launaskyni fjrrir mína hjálp, væri hann fús til að leggja líf sitt í sölurnar mín vegna. Nú, þetta gat verið sagt svona í meiningarleysi. En svo getur líka ver- ið, að hann hafi talað þau með hliðsjón af komandi vandræðum.” “Getur verið og getur verið ekki,’’ sagði doktorinn. “En víst er það, Bathurst, að þar átt þú traustan liðsbróður, sem töframaður- inn er. Töfravald hans virðist takmarka- laust, og skyldi eg þess vegna ekki verða neitt hissa, þó hann gæti komið þér undan á sama hátt og hann lét dóttur sína hverfa.” Þetta sagði doktorinn í spaugi, en bætti svo við: “En í alvöru talað, það ætti að vera mik- ið gagn að eiga þenna mann fyrir vin. Þessir töframenn eru alstaðar á ferð, og eins og flökkuskáldin á Frakklandi á fyrri öldum, eru þeir hvarvetna kærkomnir gestir. Þessi mað- ur hlýtur því að komast að umtalsefni manna og eru öll líkindi til að hann gerði þér að- vart, ef upphlaup væri fyrir hendi.” “Engan veginn ólíklegt,’’ svaraði Bath- urst. “En nú er mál komið að leggja sig fyrir, því í fyrra málið klukkan sex verð eg seztur í hnakkinn og kominn af stað,” og hann tók hatt sinn og gekk yfir að húsi sínu. Eftir að Bathurst fór, sat doktorinn æði fíma reykjandi og hugsaði um sögu Bathursts áður en hann lagði sig fyrir. Hann hafði heyrt eitthvað um hugleysi Bathursts, en hafði aldrei veitt því eftirtekt. Þeir höfðu báð- ir verið á sömu herstöðinni, fyrst eftir að Bathurst tók við stjórnarþjónustu, og dokt- ornum hafði undireins litist vel á hann. Hann tók eftir því að hann sneiddi sig hjá öllum samkvæmum og glaumi, en sökti sér með á- hyggju niður í störf sín og var ótrúlega ál- varlegur, svo ungur piltur. Alt þetta þótti doktornum skrítið, en hafði komist að þeirri niðurstöðu, að þessi framkoma ætti rót sína að rekja til einhverra unglings ástamála, eða til þess, að hann hefði ratað í einhverjar raunir heima á Englandi. En svo varð dokt- ! orinn að breyta þessu áliti sínu, er tímar liðu. Piltur á Bathursts aldri nær sér æfinlega von bráðar eftir slíkar raunir, hversu miklar sem þær kunna að hafa verið, en Bathurst tók ekki minstu breytingu, og doktorinn var nú orðinn framkomu hans svo vanur, að hann var fyrir löngu hættur að hugsa um það mál. En nú alt í einu var ástæðan leidd í ljós. — “Það er hrapallegt,” hugsaði doktorinn, “að hann skyldi koma út hingað aftur. Auðvitað getur hann ekki gert að vanstyrk sínum frem- ur en kryplingurinn getur gert að vanskapn- aði sínum. En verði hér uppreisn, þá verður líka lífið honum óbærilegt. Það skil eg mikið vel og hans tilfinningar. Væri eg eins og hann, og væri eg kvaddur út í orustu, held eg helzt að eg fengi mér inntöku af blásýru, til að binda enda á raunimar. Við stærum okkur af siðfágun og menning, en erum í raun réttri Iitlu fremri en villiþjóðim- ar. Hugrekki er alt að því þýðingarlatls eig- inleiki í mentuðu landi, en ef á bjátar, ef á hugrekki þarf að halda, og það er þá ekki til, fyrirlítum við þann hinn sama, öldungis eins einlæglega eins og forfeður okkar fyrir mörg hpndruð árum hefðu gert. Hvað Bathurst snertir, þá er þessi vanstyrkur meðfæddur sjúkdómur, sem líklega er ólæknandi. Að þess- um sjúkdómi undanskildum, er hann spurs- málslaust ígildi hvers annars í hugrekki, og miklu meira en ígildi flestra, eins og viður- eign hans við dýrið sannar. En ef hugur hans, eða öllu heldur taugastyrkur, bilar, þegar á þyrfti að halda til að verja líf kvenna og barna, þá væri velgerningur að gefa honum blásýru, einkum ef Isabel yrði í þeim hóp. Og það, að hún er hér, er hans þyngsta þraut í þessu sambandi, það sé eg Ijóslega.” Þremur dögum síðar bættist flokkur inn- lendra hermánna (Sepoya) við varðliðið í Deennmugghur. Foringi þess flokks var kapt- einn Foster, þá nýkominn út, eftir frítíma á Englandi. Daginn eftir að hann kom, spurði Isabel doktorinn, hvort hann væri nokkuð kunnugur kapteininum. Frændi hennar hafði sagt að Foster yrði þar til kvöldverðar. “Eg vil ráða þér til að sleppa ekki tökum á hjartataugum þínum, góða mín,” svaraði doktorinn, “ef Foster er væntanlegur hing- að. Hann er með allra fríðustu mönnum hér úti, skrautmaður mikill og ósköp stimamjúk- ur við kvenfólkið.’’ “Þér þykir lítið í hann varið, heyri eg,” sagði Isabel. “Það hefi eg aldrei talað,” svaraði dokt- orinn. “Nei, ^óða mín, mig minnir að egv hrósaði honum rétt núna og það ekki svo lítið.” 1 “Þaö er rétt, doktor. En samt hefir þú ekkert áiit á honum. Hvers vegna?” “Líklega af því að við eigum lítið skylt saman,” svaraði doktorinn í alvöru. “Eg hefi ekki séð hann síðan herdeildir okkar voru samvista í Delhi, og við sáumst sjaldan. þá. Smekkur minn var all-ólíkur hans smekk.” “Eg hefi nú hugmynd um þinn smekk," sagði Isabel. “Hver er hans smekkur?” “Ja, eg vil nú lofa þér sjálfri að komast að því, góða mín. Alt sem eg sagði um hann er satt. Hann er fríður sínum, hefir allmikið álit á sjálfum sér, er hreystimaður og hefir oftar en einu sinni aukið orðstír sinn fyrir frábært hugrekki. Eg er sannfærður um að honum þykir lítt bærilegt að þurfa að hýrast á smástöð eins og hér, og að hann þar af leið- andi muni reyna að dvelja tímann með því að heimsækja þig og gera þig að vin. En svo held eg óþarft að trúa öllu, sem hann kann að segja þér.” “Eg er nú fyrir löngu hætt að trúa öll- um fagurmælum, doktor,” sagði Isabel. “Og í þessu efni vildi eg nú mega álíta mér borg- ið, eftir þessa bendingu.” Eftir litla þögn sagði doktorinn með enn meiri alvöru: “Það er ekki siður minn að tala ilt um einn eða ann- an, góða mín. Eg vona að þú sért svo réttlát að trúa því.” “Þú mátt vera viss um það, doktor,” svaraði Isabel. “Það sem eg vildi segja, góða mín, er þetta,, að í svona litlu þorpi hlýtur þú að umgangast þenna mann dags daglega. Hann er mað- ur, sem seitt hefir að sér hjörtu margra stúlkna,- og kastað þeim jafnharðan frá sér aftur. Láttu hann ekki ná haldi á þínu. Hann er ekki góður rnaður. Hann hefir oftar en einu sinni verið bendlaður við hneykslismál. Hann hefir að auki eyðilagt marga myndarlega pilta við spilaborðið. Hann er hættulegur maður í öll- um skilningi. Eg tel sjálfsagt, að hann hafi hjarta sjálfur, sem líffæri, en í siðferðislegum skilningi hefir hann ekki snefil af hjarta eða tilfinning. Og eg bið þig þess í allri alvöru, barn mitt, á hverju sem gengur, að láta hann ekki ná minsta valdi yfir tilfinningum þín- um.” “Eg hugsa að það sé engin hætta á því, doktor, á eftir þessum aðvörunum,” svaraði Isabel brosandi. “Eg er þér innilega þakklát fyrír þessar bendingar.” “Eg skal viðurkenna, að eg er heimsk- ingi að sletta mér fram í það, sem mig skift- ir engu,” hélt doktorinn áfram. “En eg get ekki að því gert, góða mín, að síðan eg hafði tilsjón með þér út hingað, finst mér við vera tengd skyldleikaböndum. Og því segi eg það, að eg þekki ekki einn einasta mann á öllu Indlandi, sem eg vildi ekki að nyti þín fremur en kapteinn Foster.” “Mér sýndist frændi ekki vera neitt glað- legur í dag, þegar hann sagði mér frá þessum manni,” sagði þá Isabel. “Það þykir mér ekki ólíklegt,” svaraði doktorinn. “Maðurinn er alræmdur. Og þó hann hafi ekki farið fram yfir þau takmörk, sem skifta mönnum í heiðarlega og óheiðar- •lega menn, og þó hann þess vegna haldi heiðri sínum að nafninu, og stöðu sinni í hemum, þá hefir hann oftar en einu sinni gengið svo nærri þeirri skiftalínu, að litlu sem engu mátti muna. Frændi þinn hlýtur að þekkja hann — það gera allir; en svo er líklegt, að hann opni ekki sinn munn til að vara þig við honum, því hann er einn þeirra drenglyndu manna, sem álítur ósvinnu að hugsa nokkrum manni ilt, nema annað sé ó- umflýjanlegt. En undir svona kringumstæðum álít eg rangt að þegja. Að minsta kosti geri eg það ekki, enda búinn að segja mikið nú, og fel þér svo orð mín til athugunar. — En með- al annara orða, mér þykir vænt um að sjá þig svona hressa og vel útlítandi. Eg sé að þú ert búin að ná þér eftir yfirliðið um kvöld- ið. Meðan á því stóð, leizt mér svo á þig, að eg mundi verða sóttur morguninn eftir til að bæta þér heilsuna.” “Ó, já, eg er búin að ná mér fyrir löngu. Eg skil ekki í hvaða bjálfaskapur það var af mér, að láta líða yfir mig. Það hefir aldrei komið fyrir mig áður. En það var alt svo undarlegt og váveiflegt, að eg var alveg utan við mig, og var hrædd við myndirnar, þó eg viti ekki hvers vegna. Þetta er í fyrsta sinn, að eg hefi getað minst á það við þig einsaml- an. Seg þú mér nú álit þitt á því öllu, og hvað það táknar að töframaðurinn sýndi þig í dulargerfi, .og hvað það táknar, að —” lengra komst hún ekki, en stokkroðnaði. “Þú og Bathurst voruð þar líka í Hindúa- búningi,” tck þá doktorinn fram í. “Svo þú þektir ykkur á myndinni, þar sem þið komuð fram úr skóginum, en það hafa engir gert aðrir, að undanteknum Bathurst og mér.” “Svo þið þektuð okkur líka?” sagði Isabel spyrjandi. “Eg var að vona að mér hefði mis- sýnst, því auk þess að hörund mitt var málað í líkingu við hörundslit Hindúa, var eins og skýslæða fyrir andlitinu — alt í einhverri þoku. Allir sem eg hefi talað við, bæði frændi Mrs. Hunter, og hinir aðrir, þektu þig á mynd- inni, en ekki aðra. Hvað getur það táknað?” “Ja, nú bið eg þig að hafa mig afsakað- an. En að öllum líkum táknar það bókstaflega ekki neitt,” svaraði doktorinn. “Að minsta kosti er það ekki þess virði að brjóta heil- ann um. Þeir eru undarlegir — hreint yfir- gengilegir þessir töfraleikir, en þýðingarlaust að grufla í þeim. Máske það viti á það, að við setjum upp leikflokk til að leika einhvern Hindúaleik. Eg hefi aldrei tekið þátt í þess kyns tilraunum til þessa, en hver veit hvað fyrir kann að koma.” “Ætlarðu ekki að koma og borða með okkur í kvöld, doktor?” “Nei, góða mín,” svaraði doktorinn. — “Majórinn bauð mér í morgun ,en eg afþakk- aði. Eg sagði honum hreinskilnislega, að eg BÖRNIN ÞRÍFAST VEL Á ROBIN HOOD HAFRAGRAUT HobmiHood Rdpid Odts hefði óbeit á kaptein Foster, og að eg kysi helzt að sjá hann sem sjaldnast.” Hinir borðsgestirnir voru þau kafteinn og Mrs. Doolan og Mrs. Congreave, einn af stjórn- arþjónustumönnunum í þorpinu. Doolan kom fyrstur og tók Mrs. Doolan Isabel tali. “Svo þú ert ekki farin að sjá kaftein Fos- ter ennþá, Isabel?” sagði hún. “Eg kyntist honum í Delhi stuttu eftir að eg kom út hing- að. Að mínu áliti er hann hrein fyrirmynd þess, sem hermaður ætti að vera, hvað útlit snertir; en eg held hann sé ekki góður mað- ur, Isabel. Eg hefi heyrt margar og misjafnar sögur um hann.” “Á eg að taka þetta til mín sem aðvör- un, Mrs. Doolan?” sagði Isabel brosandi. “Ja, það held eg sé réttast, ef þú vilt leyfa mér að tala við þig í þeim anda,” svar- aði Mrs. Doolan. “Það eru til karlménn, sem við getum daðrað við í það óendanlega, en svo eru líka aðrir þannig, að það er ómögu- legt. Hann er einn í þeim flokki. Okkar á milli sagt, góða mín, daðraði eg við hann talsvert einu sinni, eins og annað flón, af gömlum vana frá írlandi, því þar daðra allir, en það táknar ekkert. Jæja, eg varð að taka snögglega í taumana, að því er Foster snerti. Hans hugmjmdir um þess kyns barnaskap voru gagnólíkar mínum, svo eg bara stein- hætti öllum gapaskap, og þakkaði hamingj- unni, að hafa ekki sviðið vængjafjaðrir mín- ar, og er það meira en æði margar aðrar gætu sagt.” “Hann hlýtur að vera hræðileg mann- skepna,” sagði Isabel. “Ekki skil eg í því, að þér komi hann svo fyrir,” svaraði Mrs. Doolan og hló. “Óhætt er um það, að pðruvísi er alment álit kvenna á honum. En svo líður nú ekki langt þangað til þú getur dæmt um það sjálf.” Það var forvitnissvipur á andlitinu á Isa- bel, þegar hún leit upp til að heilsa honum. Þess er líka rétt að geta, að hún játaði með sjálfri sér, að doktorinn hafði ekki farið með öfgar, er hann hrósaði fríðleik hans. Hann var fyllilega sex fet á hæð og því skapi þrek- vaxinn, og var kæruleysisblær á svip hans og öllum hreyfingum. Hár hans var snögg- klipt, efrivarar skeggið var rauðbirkið á lit, augun dökk, tennurnar hvítar og jafnar. Auð- séð var það, að hann var hálf-hissa, er hann sá Isabel. “Eg hafði naumast gert mér von um, að hér í Deennugghur væru þrjár ungar og ó- giftar stúlkur,” sagði hann við majórinn eft- ir að hafa heilsað Isabel. “Eg hafði þá ánægju að kynnast þeim dætrum Hunters í dag. Ja, komdu sæl, Mrs. Doolan! Það eru víst ein fjögur ár síðan eg hafði þá ánægju að kynn- ast þér í Delhi.” “Það mun láta nærri um áratöluna, kaft- einn Foster,” svaraði Mrs. Doolan. “Mér finst vera langt síðan," sagði Foster. “Eg þóttist vita að þú mundir segja þetta,” sagði hún og hló, “enda var það ó- sköp tilhlýðiiegt. En svo er eg líka viss um, að þér hefir fundist tíminn lengri en mér, því þú hefir í millitíðinni farið heim til Englands." “Já, það voru allir komnir,” sagði þá majórinn. “Vill kafteinn Foster koma með frænku mína inn í borðstofuna?” þykist vita að þér finnist dauflegt hér, eftir dvölina í Cawnpore, Miss Hannay?” spurði Foster. “Nei, það er þvert á móti. Mér þykir skemtilegra hér”, svaraði hún. “Umgengni okkar hér er frjálslegri og þægilegri, — svo lítið af föstum siðareglum, en svo mikið af þeim í Cawnpore. Auðvitað var þar meira af fjölmennum samkvæmum, en eg er nú ekki svo injög hneigð fyrir þau. Hitinn er svo mikill og samkvæmin svo óendanlega löng. Eg vil helzt ekki fleiri en fimm eða sex gesti við borðið í einu. Þegar ekki eru fleiri gengur alt þægilegar. Það geta þá allir tekið þátt í sam- ræðunum hvar og hvenær sem vill, en í fjöl- menninu er hver um sig háður sínum sessu- naut aðeins, en það finst mér vandræða verk, að tala í meir en klukkustund við menneskju, sem maður hefir máske aldrei séð áður. Ert þú ekki á sama máli?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.