Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 6
6. sida HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. APR. 1932 Á HÁSKA TIMUM | Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty Uppreistar fréttir í öðrum stöðum og nær Deennugghur bárust þangað á undan þessari hryðju-frétt frá Jhansi. Þrítugasta maí gerðu þrjár herdeildir í Lucknow uppreist, en Sir Henry Lawrence, sem þar var hershöfðingi, gat bælt hana niður í bráð. Þriðja Júní gerðu Sepoyjar allir í Seetapoor uppreist og drápu alla hvíta menn í þorpinu. Degi síðar fetuðu Sepoyjar í Mohundee í fótspor þeirra í Seeta- poor og drápu alla hvíta menn þar, og svo gerðu einnig Sepoyjarnir. Fyzabad fjórum dögum síðar, þ. e. áttunda júní. Leikurinn var því að nálgast, og sviðið að víkka, en bót var sú enn, að fréttir voru góðar frá Cawnpore. Rajahinn hafði boðið Sir Hugh Wheeler, hershöfðingjanum, tvær fallbyssur og þrjú hundruð menn, og trúðu þessvegna allir, að þar sem þessi valdmikli höfðingi snerist þannig og lagði sitt stóra pund á metaskálarnar með Bretum, þá mundi innlendu herdeildirnar fjórar standa fastar og tryggar í stöðu sinni. Það voru ekki néma fáeinir norðurálfumenn í herdeildunum, sem Sir Hugh stýrði, þangað til þessar óeirðir fóru að vaxa. Þá hafði Sir Henry sent honum fimmtíu vaska hermenn úr þrítugustu og annari herdeildinni í Loucknow. Með þessum liðsauka hafði hann gert vænt vígi í Cawn- pore, og flúðu nú þangað hvítir menn úr öll- um áttum í grendinni, og þangað skyldu allir norðurálfumenn í Cawnpore flýja undir eins og uppreist byrjaði. Bréf og skilaboð voru nú sífelt á ferð- inni milli Deennugghur og Cawnpore. Sir Hugh hafði boðið majór Hannay að gera hvert heldur hann áliti vænlegast, vera kyr í Deennugghur, eða koma til Cawnpore aftur með alt sitt lið. Majórinn kaus að sitja þar sem hann var og bar tvent til, það, að hann treysti altaf mönnum sínum- og að hann ótt- aðist að færslan til Cawnpore aftur og soll- urinn, sem menn hans þá, lentu í hefði skað- leg áhrif á þeirra góðu fyrirætlanir, og gæti orðið til þess, að þeir (Norðurálfumenn) hefðu að leikslokum bara þeim mun fleiri mönnum að verjast. Hann fullvissaði Sir Hugh um að Norðurálfumenn í Deennugghur þyrftu ekkert að óttast meðan kyrð væri í Cawnpore. Þannig leið mánuður frá því fyrst bárust sögurnar af upphlaupi og manndrápum, og var hver dagurinn öðrum erfiðari. Hafði nú majórinn komið miklum vistaforða fyrir í sjúkrahúsinu, rúmfatnaði og þvílíku, og búið að gera við gamla brunninn í garðinum, svo nóg var þar einnig af vatni. Það hafði enn ekki komið fyrir nema í örfáum tilfellum aó uppreist væri hafin að næturlagi. Almenn- ast var hún hafin snemma að morgni, ann- að hvort þegar mennirnir voru kvaddir út til heræfinga, eða á æfingavellinum sjálfum. En svo gat enginn vitað á hvaða tíma dags eða nætur að uppreistin yrði hafin í Deennugghur, ef til þess kæmi, og af þeirri óvissu leiddi þá það, að allan þennan tíma þorði enginn Norð- urálfumaður í þorpinu að afklæða sig, nema rétt til fataskifta, en sváfu alklæddir á nótt- unni og einn þeirra vakti alla nóttina í hverju húsi, til þess að vekja menn undireins og vart yrði óeirða hreyfinga. Með því einu móti var von til að menn kæmust með h'fi inn í vígið til doktorsins. Og þetta vígi var tiltölulega traust. Veggurinn umhverfis garðinn var traustur vel og svo hár, að hann hlífði hús- veggjunum upp fyrir miðju. Gluggarnir á efra loftinu risu hærra en skíðgarðurinn og út um þá mátti sjá alt sem gerðist í grendinni. Þekjan var flöt en húsveggirnir hlaðnir full tvö fet upp fyrir hana og myndaðist þannig allgóður skotgarður umhverfis alt þakið. Á hverjum degi kom nú kvenþjóðin saman í húsi Hunters, en það hús var næst sjúkra- húsinu, eða víginu. Hér sátu konurnar við að sauma poka, er síðar skyldi fylla með mold og leir, og hrestu hver aðra eins og auðið var. Þessi mánaðartími hafði hvekt þær mjög og voru þær flestar bæði fölar að utliti og alvörugefnari en fyrrum. Stöku sinnum mátti sjá þögul tár hrynja niður á saumana frá augum þeirra, einkum frá aug- um tveggja giftra kona, sem áttu börn sín heima á Englandi, en menn þeirra voru hér í stjórnar þjónustu. Samt reyndu þær yfir- leitt að vera glaðar og kátar og hughreystu þær, sem ístöðu minstar voru. Var það regla Mjs. Hunters að lesa kafla úr ritningunni undir eins og þær voru allar komnar saman, og flytja svo stutta bæn fyrir þeim og öllum sem þessi háski vofði yfir. Að því búnu tóku allar til starfa og saumuðu kappsamlega, og bar því auðvitað margt á góma, samhliða saumaskapnum. "Manni lærist seint að þekkja fólk, enda þótt gamlir kunningjar manns sé," sagði Mrs. Doolan einu sinni, er þær urðu samferða heim. "Það þarf eitthvað sérlegt að koma fyrir til þess að einn dæmi réttilega um annan. Eg til dæmis, hefi aldrei verið þolinmóð við hana Mrs. Rintoul, með öllu hennar kveini og kvört- unum og ímyndunarveiki. En nú einmitt er hún rétt afbragð, kvartar aldrei, en er stilt og hress í huga. En er það ekki skrítið, hvernig tal okkar alt snýst nú um æskustöðvar okk- ar og heimili heima í Norðurálfu? Indland nefnum við varla á nafn. Það mætti ætla aö við værum staddar á bóndabæ heima og vær- um þar að masa um æskuár okkar. Við höfum fræðst meira hver um aðra nú á hálfsmánaðar- tíma, heldur en við hefðum gert á tuttugu árum, ef alt hefði gengið í venjulegum skorð- um. En þar ert þú undantekning, Isabel. Þú hefir mjög lítið talað um þitt forna heimili, og þá ekki nema í sambandi við hann litla bróður þinn.'' "Líklega af því hemili mitt var svo gleði- snautt," svaraði Isabél. "Já, eg hefi tekið eftir því að við tölum allar um okkar góðu daga, en ekki um þá óviðfeldnu atburði, sem öllum árstíðum fylgja. Það er líklega rétt, að þeir sem sífelt ganga soltnir, tala manna mest um veizlur, sem þeir hafi setið. Svo er fyrir okkur, við tölum um skemtanir, en sleppum hinu. Það er sjálfsagt tilbreytingin, sem gerir þess háttar svo minn- isstætt. Það er skrítið, ef nokkuð er skrítið á þessum reynsludögum, að hve stór er munur- inn á framkomu okkar og tali, þegar við erum einar, og þegar við erum í karlmannahópnum á kvöldin. Annað er það skrítið, að við erum að verða svo h'kar hver annari, ekki að ásýnd eða vaxtarlagi, auðvitað, heldur í framgangs- máta, í málróm og í löngun til að gera hver annari til geðs. Ekki eru karlmennirnir svona. Hann Mr. Hunter, til dæmis, sem var svo jafnlyndur og hægfara, er nú allur á nálum og geðstirður. Majórinn aftur á móti er, ef nokkuð er, enn lipurri og kátari en áður. Doktorinn urrar og yglir sig framan í alla, en maðurinn lætur sem hann ráði sér ekki fyrir kæti. Rintoul er gæflyndari og fer jafnvel hægar en áður, og þeir drengirnir eru orðnir kyrlátir og ráð- settir menn og að öllu leyti skemtilegri en þeir voru áður. Ekki svo að skilja að þeir séu ekki hneigðir til skemtana, einkum Wilson, en þeir láta ekki eins barnalega, og þeir tala nú skynsamlega við alla, en eru ekki altaf að snú- ast utan um tvær eða þrjár af okkur, eins og áður. Richards var þó meira breyttur orðinn. Hann sýnir nú að hann getur hugsað um ann- að en hesta, og er ekki altaf að vandræðast um hreina kraga og póleruð stígvél. Foster er minst breyttur að mér sýnist, þó þú getir nú betur dæmt um það en eg, þú sem sérð hann oftar. Um Bathurst get eg ekkert sagt. Eg sé hann aldrei nú orðið. En hann er held eg eini maðurinn í þorpinu, sem heldur áfram starfi sínu eins og ekkert væri um að vera. Hann ríður burt í bíti á hverjum morgni, *kemur heim aftur seint á kvöldin og situr víst við að rita skýrslur á nóttunni, þó ekki skilji eg hvaða gagn er að því, eins og ástatt er. Eg heyrði Hunter segja í gærkvöldi, að það væri ofdirfska að breyta eins og hann gerir, vitandi hvaða háski er fyrir Norðurálfumenn að vera á ferð, þar sem alstaðar úir og grúir af uppreisnarmönnum og rækum hermönn- um.'' "Frændi hefir verið að segja það sama," sagði Isabel og hélt svo áfram: "Jæja, þá skiljum við. En þú kemur sjálfsagt í kvöld, Mrs. Doolan?" Hús majórsins var sem • sé almennur samkomustaður allra Norðurálfumanna í þorpinu á hverju kvöldi. Auk þessara almennu rauna, hafði Isabel að bera þunga raunabyrði, sem hún sagði engum frá, og sem hún var að reyna að telja sjálfri sér trú um, að í raun réttri væri bara hugarburður og gerði ekkert til. Hún var ó- ánægð með sjálfa sig fyrir að hafa talað um Bathurst eins og hún gerði, hún var óánægð við doktorinn fyrir að hafa haft þau orð eftir henni, og hún var reið við Bathurst fyrir að koma aldrei til þeirra, en viðurkendi þó um leið, að undir kringumstæðunum væri ómögu- legt fyrir hann að umgangast hana eins og áður. Ef tU vill var hún þó sjálfri sér reiðust fyrir að láta hugann nokkurn tíma dvelja við þetta, einmitt á þessum ofboðslega hættu- tíma, þegar líf þeirra allra var í voða dag og nótt. Eitt kvöld rétt áður en gengið skyldi til kvöldverðar, gekk Bathurst inn í hús majórs- ins. "Mig langar til að tala við þig eitt augna- blik, majór," sagði hann. "Já, sjálfsagt, en borðaðu með okkur fyTst Bathurst. Þú ert orðinn okkur gersamlega ókunnugur aftur.'' "Eg þakka, majór, en eg er æði vant við kominn," svaraði Bathurst. "Gætirðu ekki talað við mig svo sem fimm mínútur núna? Það er áríðandi.'' Þegar Isabel heyrði þejtta, stóð hún upp og ætlaði að ganga tit, en Bathurst kyrsetti hana og hún settist niður aftur. "Það er engin ástæða fyrir þig að fara, Miss Hannay," sagði hann, "en eg vildi síð- ur að vinnumennirnir heyrðu til okkar. Þess vegna vildi eg tala við majórinn áður en hann fer inn að borða." Svo sneri hann sér til maj- órsins og sagði: "Xú í vikutíma hefi eg á hverjum degi riðið tuttugu og fimm til þrjátíu mílur í áttina til Cawnpore. Störf mín voru á enda, eða að mestu leyti, síðan fréttin barst hingað frá Meerut. Eg gat ekkert gagn gert hér heima, en hélt að gagn myndi verða að því, ef eg reyndi að fá sem fyrst fréttir frá Cawnpore. Því miður hefi eg nú þær fréttir að færa, að í dag heyrði eg skothríð mikla í sífellu í þeirri átt. Hver afleiðingin er, veit eg auðvitað ekki, en tel sjálfsagt, að þar sé hafin uppreisnin. En svo hefi eg meira að segja. Þegar eg kom heim núna fyrir tíu mínútum, fann eg þetta bréf á borðinu í svefnherbergi mínu. Utaná- skrift var engin, og eins og þér sjáið, er bréfið á Hindúamáli," og hann rétti það að majórnum, sem las það upphátt: "Til herrans Bathurst: — Uppreist hafin í dag í Cawnpore. Nana Sahib með sitt lið genginn í flokk með Sepoyum. Allir hvítir menn verða ráðnir af dögum. Uppreisn hefst í dögun í fyrramálið í Deennhuggan. Eftir að hafa drepið alla hvíta menn hér. fara Sepoy- ar til móts við þá í Cawnpore. Tak til ráða í tíma. Þessi tígri hrekkur ekki fyrir svipu- höggum!" "Drottinn minn góður!" sagði majórinn. Getur þetta verið satt? Er mögulegt að Ra- jahinn í Bithoor sé genginn í flokk uppreisn- armanna? Það getur ekki verið! Hann getur ekki verið svo óheyrilega falskur!" "Hvað er það frændi?" sagði Isabel og gekk til hans, en hann þýddi fyrir henni efni bréfsins. "Þetta hlýtur að vera narr. Ómögulegt annað," hélt hann áfram. "Eða hvers kyns rugl er það, að þessi tígri hrökkvi ekki undan svipuhöggum?" "Því miður, majór, er það nú einmitt sá kaflinn, sem fullvissar mig um, að alt sem í bréfinu stendur sé rétt og satt," svaraði Bathurst. "Höfundur bréfsins þorði auðvitað ekki að rita nafn sitt undir bréfið, en einmitt þessi orð sýna mér hver hann er. Bréfið er frá töframanninum, sem lék leiki sína hér hjá okkur fyrir skömmu. Auk kunnáttu sinn- ar, sem hann máske getur hagnýtt til að frétta um óorðna hluti, er hann altaf á ferð- inni, og fréttir því manna fyrst hvað gerist. Eins og eg gat um, þegar hann var hérna, hafði eg einu sinni gert honum dálítinn greiða, og lofaði hann mér þá, að ef eg þyrfti á að halda, skyldi hann launa mér greiðann, jafnvel með lífi sínu. Að hann sýndi okkur svo margt, sem Norðurálfumönnum annars er ekki sýnt, var held eg gert til þess að þóknast mér, og sýna mér að hann ætlaði ekki að gleyma mér." "En hvernig veiztu að hréfið er frá hon- um Bathurst? Þú fyrirgefur þó eg sé máske nokkuð nærgöngull í þessu, en það er alt komið undir því, að þetta bréf geymi sann- leikann og ekkert annað." "Að hann nefnir tígrisdýr þannig, majór, það er mér nægileg sönnun," svaraði Bath- urst. "Hann á þar við atvik, sem enginn veit um nema eg og doktorinn, að undanteknum töframanninum sjálfum og dóttur hans." Bathurst ætlaði ekki að segja meira, en majórinn trúði ekki enn, svo hann hélt áfram: "Þ:ið var lítilfjörlegt atvik, majór, og ekki í sögur færandi. Eg var á heimleið frá Narkeet. Þegar eg var að fara um skógar- flækjuna, sem þá var í eyði vegna tígrisdýrs, er hrætt hafði íbúana burtu, heyrði eg alt í einu aumkunarlegt óp. Eg hleypti á sprett og kom að vörmu spori þangað að, er tígur- inn stóð með aðra framlöppina á brjóstinu á lítilli stúlku, en maður stóð frammi fyrir dýr- inu, veifaði höndunum og lét sem örvita mað- ur. Eg henti mér af hestinum og réðst að dýr- inu með svipu minni, og lamdi það svo um hausinn með svipunni, sem er sterk og þung, að það lagði á flótta út í skóginn. Þetta var nú alt og sumt, nema hvað stúlkan var svo máttvana og lömuð, þó ekki væri hún til muna meidd, að eg varð að reiða hana til næsta þorps, þar sem hún lá veik nokkurn tíma, sem afleiðing hræðslunnar. Þegar hún var komin til heilsu aftur, heimsóttu þau mig undireins og sýndu mér íþróttir sínar. — Af- þessu sérðu að eg hefi gilda ástæðu til að halda að hann sé mér trúr og segi satt eitt í þessu bréfi." "Já, eg skyldi nú ætla það," sagði majór- hra. "En Bathurst minn góður, þú sýndir ROBIN HOOD PRESSAÐIR HAFRAR ERU BEZTU HAFRAR, SEM RÆKTAÐIR ERU f VESTUR-CANADA. Robin Rnpíd þarna alveg makalaust hugrekki. Eg hefði varla trúað því að þú hefðir þetta til." "Við erum allir veikir fyrir að einhverju leyti og sterkir fyrir að öðu leyti," svaraði Bathurst. "Það hefir líklega hizt svona á, að eg var sterkur fyrir þarna. — En hvað liggur þá næst fyrir að gera, majór? Það er spurs- málið, sem mestu varðar í svipinn." Þetta var auðséð að var satt, og majór- inn sleit hugann frá öllu öðru. "Auðvitað verð eg og liðsforingjarnir all- ir að vera við herbúðirnar þegar slagurinn ftyrjar. En hvað um hitt fólkið? Úr því að við vitum, hvað fyrir liggur, þurfum við að ákveða hvort við eigum að senda konur og börn í burtu eða ekki." "Það' er nú gátan," svaraði Bathurst^ "En hvert getum við sent þær? Sepoyar hafa umkringt Lukhnow. Hvítu mennirnir í Cawn- pore eru eflaust umkringdir nú. Uppreisnar- mannaflokkar æða um landið þvert og endi- langt, og nú þegar fréttist hvar Rajahinn í Bithoor stendur, er hætt við gervallri upp- reisn. Er ekki rétt að ræða þetta mál við> Hunter og aðra borgara og heyra tillögur þeirra?" "Já, við þurfum að hafa fund," sagði majórinn. "En það þyrfti að gerast svo lítið bæri á,'' svaraði Bathurst. "Það er rétt líklegt að sum- ir af vinnumönnunum viti af fyrirætlunum. Sepoya, og sjái þeir nokkuð, sem talist geti fundur meðal Norðurálfumanna, er eins víst að þeir færðu Sepoyum þá sögu, og að þeir byrjuðu þá leikinn fyrri en til er ætlast nú- Það má ekki vekja hjá þeim grun um, að við höfum hugmynd um hvað til stendur." "Það er alveg rétt. Við megum ekki vekja grunsemi," svaraði majórinn. "Hvað leggur þú til um meðferð málsins?" 'Eg ætla að flýta mér til fundar við doktorinn, og þar næst til Hunters og tala við hann, en doktorinn getur farið á fund liðs- foringjanna og talað við þá einn og einn í senn. Hunter getur farið á fund hinna borg- aranna. Á þenna hátt er auðgert að búa svo um, að þegar hingað kemur verði menn búnir að koma sér saman um, hvað gera skuli, og: þá þurfi ekki nema fáein orð til að gera fulln- aðarályktun. Menn geta þá setið úti á palli og skrafað saman um heima og geima ein& og vant er." "Þetta er ágæt tillaga. Við hér setjumst þá að kvöldverði, eins og ekkert hefði í skor- ist, enda er það nauðsynlegt, því séu þeir nokkursstaðar á njósn, mun það helzt í mínu. húsi." "Jæja, majór, eg fer þá til þessa undir eins, en klukkan níu verð eg kominn aftur," sagði Bathurst, hneigði sig svo fyrir þeim Isabel og majórnum, steig út um opinn glugga. og gekk yfir til doktorsins. 13. Kapítuli. Doktorinn var rétt seztur að borðinu^ þegar Bathurst gekk inn, og satu þeir Wilsori og Richards til borðs með honum. "Þetta var ljómandi, þú komst alveg mátulega, Bathurst," sagði doktorinn. "Eg var farinn að hugsa að þú værir búinn að> yfirgefa mig eins og alla aðra." Og svo sagði hann vikadreng sínum að koma með stól handa Bthurst. "Eg var nú eiginlega ekki að hugsa uni að borða," sagði Bathurst, "en þigg samt boð þitt með ánægju enda þótt eg segði vikadreng mínum að eg kæmi aftur eftir hálftíma." Og ér þjónn doktorsins hvarf út úr dyrunum,. sagði hann í lágum hljóðum: "Eg hefi mikíð að segja, doktor, og skulum við því flýta okk- ur að borða, og losast við vinnumenn þína burtu úr tjaldinu." Doktorinn svaraði þessu engu, en sneri strax við blaðinu og fór að segja veiðisögur, en mintist ekki með einu orði á nútímann, eða kringumstæður þeirra. Þegar þeir höfðu matast og kaffið var komið á borðið, gengu vinnumennirnir burtu að venju, og undireins sneri doktorinn sér að Bathurst og sagðist geta til að hann hefði alvarlegt mál að flytja. Bathurst sagði það aatt vera og sagði honunt svo sömu fréttirnar, sem hann hafði fært majórnum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.