Heimskringla - 11.05.1932, Side 1

Heimskringla - 11.05.1932, Side 1
PertHs The 4 STAR CLEANERS Men’s Suits Sults.. Hats $1.00 -------50 c PHONE 37 266 PertKs Th« 4 STAR CLEANERS Ladies’ Dresses aoth, Wool 4 aa or Jersey 9 I iUU PHONE 37 266 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 11. MAÍ 1932. NÚMER 33 ÝMSAR FRÉTTIR .:. Fyrir helgina höfðu Bracken- stjórnarmenn og frjálslyndi flokkurinn fund með sér um I>að, hve mörgum úr frjálslynda flokknum skyldi gefa sæti í ráðuneyti Brackens. Þetta verð- ur að gerast fyrir kosningar. Frjálslyndir bjuggust við að hljóta þrjú sæti, en Bracken hafði ekki nema tvö handa þeim. Varð út af þessu hörð rimma og lá við sjálft að sam- vinna flokkanna færi út um þúfur. Dr. McKay, leiðtogi frjálslynda flokksins hafði á- valt gert sér í hug, að sér, Hon. T. A. Crerar og J. T. Thorson, K. C., yrði einhversstaðar holað niður í ráðuneytinu. En ráð- herrar Brackens munu ekki fús ir að rýma sæti sín, nema dóms málaráðherra W. J. Major. Pre- fontaine og öðrum ráðherrum kvað lítið þykja til þessa upp- boðs koma á embættum sínum. Er nú sagt, að McKay þyki eft- irleikurinn við forsætisráðherra Bracken gamanlaus og grár vera. Sífeld fundahöld eru nú háð um þetta. * * * Drengir tveir voru s.l. laugar- dag að leika sér úti á bala á lieimili við Oak Bank, Man., er þeir sáu eitthvað, sem þeir liéldu að væri ránfuglahræða, hangandi í tré í skógarrein skamt frá húsi þeirra. Þeir fóru af forvitni að athuga, hvað þetta væri. Var það þá dauður maður. Sögðu þeir föður sín- um frá því. Gerði hann strax lögreglunni aðvart og er hald- ið að maðurinn hafi verið myrt- ur. Hann var skeindur mjög á höfði og höndum. Hefir lög- reglan komist að því, að nafn hans er M. A. Aleselzchuk, og hefir hann til skamms tíma átt heima í Norður-Winnipeg. — Hann var sagður 21 árs að aldri. * * * Skriðuhlaup mikið varð á Frakklandi s.l. sunnudag í nánd við bæinn Lyons á bökkum Rhone árinnar. Huldi skriðan uokkur hús. Um 30 manns fór- ust eða hafa ekki fundist. í grend við skriðuhlaupið flýðu menn af 12 heimilum, er ekki voru álitin trygg fyrir hlaupinu ef áfram héldi. * * * Þrjá menn handtók lögregla landsins í Winnipeg, mánudag- inn 2. maí. Var það daginn eft- ir að skrúðganga verkamanna fór fram. Menn þessir munu kommúnistar vera, en til þess | veit þó enginn að þeir hefðu neinar óspektir í frammi skrúð göngudaginn. Lítur helzt út fyrir að innflytjendayfirvöldin i Halifax, N. S., hafi á eftir þeim verið, og áður en nokkur rannsókn fór fram á máli þeirra hér, voru þeir sendir þangað. Þykir þessi aðferð lögreglunn- ar og yfirvaldanna undarleg, að láta ekki rannsaka málið hér vestra, þar sem mennirnir voru handteknir. Spurði Queen þingmaður í Winnipeg dóms- málaráðherra Manitoba í þing- in,u, hverju aðferð þessi sætti, og hvort ekki væri verið að svifta menn vöm í máli sínu með þessu. Kvað dómsmálaráð- herra málið vera í verkahring sambandsstjórnarinnar, en ekki sínum, en að óhindruð rann- sókn færi fram í því áður en nokkuð yrði frekar gert, efað- ist hann ekki um. Enda hefir því verið lýst yfir í sambands- þinginu. Menn þessir heita Daniel Holmes, Ortoa Wade og Conrad Cersinger. Skýrði Queen frá að einn þeirra hefði verið hér í 20 ár, annar í 5 og sá þriðji í 3 ár. Cersinger hefir verið hér lengst og á hér konu og eitt bara. Menn bíða með óþreyju eftir skýringum í þessu máli, og lízt miður vel á þessa aðferð lands- lögreglunnar. * * * Fylkisþinginu í Manitoba var slitið kl. 5 s. 1. laugardag. Síð- ustu þrjár klukkustundirnar voru rædd og samþykt lög um að veita Winnipegborg leyfi til að leggja á nokkra nýja skatta. Er frá sköttum þeim skýrt á öðrum stað í blaðinu. Ákvæðið um að leggja nefskatt á bæjar- búa var felt í þinginu. Fylkisstjóri J. D. McGregor stýrði þingslita-athöfninni. 38 þingmenn af 55 voru viðstadd- ir. * * * Út við bæinn Giroux, Man., hér um bil 35 mílur frá Winni- peg, fann lögreglan s.l. mánu- dag eitt hið mesta leyni-vín- bruggunarhús, spm fundist hef ir í Canada. Húsið var á hólma dálitlum í mýrarfeni slcógi vöxnum. 8 menn voru að vinnu í víngerðarhúsinu sjálfu, og framleiðslan var á fleygiferð, er lögreglan heimsótti það að óvörum. Mennina tók lögreglan alla, en lagði eld í búslóðina, vegna þess að hún kvað illfært að koma neinu af henni í burt, sökum ófærs vegar út úr hólm- anum. Áhöldin og kofinn voru metin á $6500. Ei veit lögregl- an um, hverjir eru í raun og veru eigendur brugghússins, og búist við að verkamennirnir taki afleiðingunum án þess að gefa upp nöfn þeirra, og koma þeir fyrir rétt þann 14. þ. m. * * * Þingnefnd, sem skipuð var í sambandsþinginu, til þess að í- huga hvort stjórain ætti að hafa með höndum víðvarp (ra- dio) í Canada, lagði álit sitt fyrir þingið í gær. Er það ein- róma álit þingnefndarinnar, að útvarpið ætti að vera þjóðeign, og undir umsjón og eftirliti sambandsstjórnarinnar. * * * Nokkrir kommúnistar voru handteknir af lögreglunni fyrir helgina, í Edmonton, Oshawa, Sudbury og Montreal. Var far- ið með þá til Halifax, eins og kommúnistana þrjá í Winni- peg. Eru menn þessir allir kærö ir um samtök til þess að reyna að kollvarpa núverandi stjórn- skipulagi i Canada. Verður mái þeirra rannsakað eystra. Fylk- islögreglan í Ontario og Que- bec, tók kommúnistana í bæj- unum þar, en ekki lögregla landsins. Þykjast stjórnirnar hafa komist að all víðtækum samtökum hjá þessum mönn- um. v- * * Byng lávarður og frú hans voru stödd í Winnipeg tvo daga fyrir helgina. Lávarðurinn var á ferð um Canada sér til heilsu bótar. Hann var fyrrum land- stjóri hér, og segir sér liggi svo hugur til lands og þjóðar, að hann verði við og við að koma hingað. SKRIFA UNDIR FRIÐAR- SAMNINGINN. Friðarsamningurinn á milli Kína og Ja*p,n og fleiri þjóða, var staðfestur s. 1. fimtudag með undirskrift alira aðila í borginni Shanghai. Japanir lof- ast innan viku að hverfa burt með her sinn. Sumir þeirra, er undir friðarsamninginn skrif- uðu voru lasburða eftir uppþotið og sprenginguna í Shanghai viku áður, og urðu að skrifa undir samninginn í rúminu. — En alt um það á nú að vera lok ið stríðinu til fullnustu ,er hófst s.l. janúar. FORSETI FRAKKA MYRTUR. Síðastliðinn föstudag var skotið þrem skotum á forseta Frakklands, Paul Doumer, og dó hann af því innan.næsta sól- arhrings. Sá er ódæðisverkið vann, var rússneskur læknir og heitir Paul Gouguloff. Hann er ‘Fas- cisti og myndaði fascistaflokk í Rússlandi fyrir tveimur árum síðan, með því augnamiði ef- laust að ná stjórninni úr hendi kommúnista. Og ástæða hans fyrir því að myrða forsetann, var að sögn sú, að hann væri að hefna sín fyrir það, að Frakk land hefði ekki viljað styðja sig neitt í því að hrinda Bolshe- vikum af stóli. Doumer var 75 ára að aldri. Hann var af fátækum ættum kominn og misti foreldra sína ungur. Háði hann því munað- arlaus biturt stríð þegar í æsku fyrir brauði sínu, en sigraði þó erfiðleikana og slepti engu tækifæri til að menta sig sjálf- ur, unz hann komst í skóla. Varð hann fyrst kennari, síðan blaðamaður, þá þingmaður, ráð- gjafi, forseti efri málstofunnar, og loks forseti Frakklands. Hann misti þrjá syni sína í stríðinu. KOSNINGIN Á FRAKKLANDI. Kosningunum á Frakklandi s. I. laugardag lauk þannig, að radical sósíalistar hilutu flest þingsæti. Leiðtogi þess flokks er Edouard Herriot, um eitt skeið forsætisráðherra. Er því að líkindum Tardieu stjómin fallin. Alls eru þingsætin 602. Herriot flokkurinn hefir 156 sæti, en Tardieu- eða stjórnar- flokkurinn 129. Þessir flokkai hafa flest sæti. En svo eru 9 aðrir flokkar, er líklegt þykir að sameiinist að meira «ða minna leyti Herriot flokknum, eins og þeir gerðu Tardieu flokkinum áður, því hann hafði sjálfur ekki nema 112 sæti, er hann var við völd. Við stjórnar skiftum er því búist. Fyrir utanríkismál er kosn- ing þessi talin hafa mikla þýð- ingu. Herriot flokkurinn er tal- inn miklu sanngjarnari í þeim málum, en Tardieu-stjómin var, enda þótt sá flokkur væri einn- ig sósíalistar. En hann var hægi’amanna flokkur, en Herr- iots fylgjendur eru vinstrimenn. VERIGIN DÆMDUR SEKUR. Peter Verigin, höfðingi eða leiðtogi alt að því 15,000 Douk- abora (rússneskra) í Canada, var síðastliðinn föstudag fund- inn sekur í réttinum í Yorkton, Sask., um að hafa reynt að þröngva mönnum til meinsæris fyrir rétti, og var dæmdur til þriggja ára flfcigelsisvistar. Mál þetta reis út af því, að maður að nafni Chutskoff, sem fyrir nokkru sagði skilið við félagsskap Doukobora (Chris- tian Community of Universal Brotherh(X)d), kvaðst hafa keypt jörð af félaginu og greitt $1000 fyrir. En Verigin neitaði að hafa tekið við þessu fé og stefndi Chutskoff. Það var við rekstur og vitnaleiðslu þessa máls, sem sökin sannaðist á Verigin. 118 DOUKOBORAR HNEPTIR f FANGELSI. í bænum Nelson í British Columbia, voru 118 Doukobor- ar dæmdir til 3 ára fangavist- ar hver, s. I. föstudag. Til fangavistarinnar vann þessi stóri hópur karla og kvenna með því, að ganga nak- inn um stræti borgarinnar. í þessari stríplgöngu tóku þátt 34 konur og 84 karlmenn. Dómi sínum tók hópurinn með mestu hógværð. Verða karlmennimir sendir til fanga- hússins í New Westminster, eu kvenfólkið til Kingston í On- tario. í bænum Thrums, B. C., var einnig sagt, að nokkrir menn hafi verið á göngu naktir á þjóðvegum og gatnamótum. Fór dómsmálaráðherra British Co- lumbia þangað, en minna var þar á seiði en úr var gert. Að vísu gengu sex konur þar nakt- ar fram með uppreidda hnefa á móti dómsmálaráðherra og föruneyti hans, en hendur voru ekki á þær lagðar af yfirvald- inu. Trúarflokkur þessi kallar sig “Syni frelsisins’’. Hann er og frá Rússlandi, eða úr Kákasus- löndunum. Félagsskapurinn var myndaður gegn keisarastjóra- inni sælu. En að því kom að hann varð að flýja Rússland. Griðland fundu þá um 5000 af þeim í vesturfylkjum Canada. f Saskatchewan voru þeir fyrst hálfgerðir vandræðamenn, en í seinni tíð hafa þeir mikið lag- ast. Aðeins hættir þeim við að skoða sig ekki landslögum háða eða öðrum en leiðtogum sín- um. Samt hefir gengið í friði og spekt að kalla má milli þeirra o gannara borgara. Þeir hafa aukist og margfaldst hér svo, að þeir eru nú um 15,000 í Vestur-Canada. Margir hafa úr flokki þeirra gengið og sam- ið sig algerlega að siðum ann- ara landsmanna. En þeim hætt- ir þó ennþá við að sýna, að þeir hafi ekki gleymt frelsis- hugsjón sinni. Og það er víst af trygð við hana, sem sumir þessara manna, eða þeir af þeim sem kalla sig “Syni frelsisins’’, hefja þessar göngur naktir. En þeir munu vera miklu færri, eða ekki nema lítill hluti af aðal- flokkinum (Christian Commun- ity of Universal Brotherhood). FYLKISBANKINN ENN. Eins og kunnugt er, skipaði Brackenstjómin þingnefnd til þess að íhuga orsakirnar að hruni fylkisbankans. 1 nefnd- inni voru 4 Brackenítar, einn lierbali, einn þjóðmegunarsinni, einn óháður þjóðmegunarsinni (W. Sanford Evans) og einn verkamaður, eða 8 alls. Síðastliiðinn föstudag lagði svo nefnd þessi fram álit sitt í þinginu. Er álitið alt í molum, því nefndin var ekki í einu einasta atriði sammála. Þar er um meirihlutaálit að ræða, sem Brackenítar og liberalinn ung- uðu út. En í því áliti er komist að þeirri niðurstöðu, að þjóð- megunarflokkurinn hafi með söguburði um hag bankans, liafið samtök um að steypa honum um koll. Ennfremur er Beunett kent um hrun bank- ans, af því að hann hafi ekki komið þar nærri! Þá er minihlutaálit frá þjóð- megunarmönnunum tveimur. — Þar er engiu sök fundin hjá þjóðmegunarmönnum né Ben- nett, heldur er óstjórn Bracken- stjórnarinnar á bankanum keut um fall hans. Svo er þriðja álitið frá verka- manninum (S. J. Farmer). Er Brackenstjórninni í þvi kent um fall bankans. Segir Farmer að Bracken hafi verið að draga á langinn að kalla saman þing vegna bankamálsiiis, því að hann hafi viljað ráða forlög- um hans einsamall. Drátturinn á að kalla þing saman hefði átt rót sína að rekja til þessa. Þetta hugsanabrotasilfur þing nefndarinnar er nú alt lagt fyrir þingið. Með álitið svona í molum lá auðvitað beinast fyr- ir, að vísa því aftur til þing- nefndar eða kasta því út. En refimir voru nú til anu- ars skorair fyrir Brackenstjórn- inni en það. Hún hefir gengið með jóðsótt út af skömm þeirri er hún varð fyrir í almennings- álitinu út af hruni fylkisbank- ans. Og þar sem hún var nú i meirihluta á þingi, þótti henni snjallræði að rannsaka mál þetta sjálf og íella dóminn sjálf í því um sjálfa sig. Minni- hlutaálitin bæði voru því hisp- urslaust feld í þinginu, en meirihlutaálitið samþykt með 26 atkvæðum gegn 14. Lætur Brackenstjórnin svo þing lýsa því yfir, að sín stjóra hafi drif- hvítar hendur af gerðum sín- um í bankamálinu, en þjóðmeg- unarflokkinum og Bennett sé um hrun bankans að kenna! Á því er enginn vafi, að þessi framkoma Brackenstjómarinn- ar í bankamálinu, er kórónan á öllu hennar pólitíska van- sæmis athæfi, og að hún hefir með henni misboðið svo stór- kostlega heilbrigðri skynsemi almennings, að slíkt hefir eng- inn pólitískur flokkur áður vogað sér að gera, eða stjóm. Eða getur nokkuð auðsærra verið en það, að Brackenstjórn- in fær ekki með þessu þvegið af sér skaraið í fylkisbanka- málinu? Hún rannsakar sjálf sitt eig- ið sakamál og dæmir í þvi. Hún lætur kalla fyrir þingnefnd sina menn úr sínum eigin flokki, er bera, að þessi maður eða hinn hafi heyrt einhvera úr þjóð- megunarflokkinum minnast á slæman efnahag bankans. Eng- inn þessara manna, sem sökiu er borin á, er kallaður til yfir- heyrslu. Aðeins einn, Haig þing- maður, heimtar að koma þar fram. Og hvað ber hann svo? Hann þverneitar öllum áburði á sig öðrum en þeim, að haun hafi skrifað forsætisráðherra Bracken alvarlegt viðvörunar- bréf, um að það þyrfti að gæta vel að hag bankans, ef hann ætti að standast gjaldeyrishrun ið á Bretlandi og verðhrun eigna í sanrbandi við það.Þetta var öil óvildin, sem hann bar til bank- ans. Aðrir menn úr þjóðmeg- unarflokkinum voru ekki yfir- heyrðir, þó sakir væru á þá bornar. Önnur aðferðin er sú, að stjórnarþjónar Brackens bera, að sér hafi verið símað, að bankinn væri illa staddur. Ekki geta þeir nefnt nafn eins ein- asta manns í þessu sambandi. Segja aðeins að þessar siigur hafi gengið í gegnum símann, en enginn sögumanna hafi sagt til sín. Þessar gróusögur eiga svo að sanna, að þjóðmegunar- flokkurinn hafi steypt bankan- um! í sex tilfellum báru vitnin, er fé áttu á bankanum, að þjóð- megunarmenn hafi frætt sig um, að hagur bankans væri var hugaverður. Sum vitnin fengu vitneskju um þetta frá dóms- málaráðherra, W. J. Major, en önnur frá McKinnell, þingmanni og Bracken-sinna. Um 40,000 manns áttu fé í bankanum. Og fá vitni, eftir því sem W. San- ford Evans sagði, og f nefnd- inni var, voru af öðrum póli- tískum flokki en Brackenstjóra- arinnar. Til dæmis voru þrjú vifinin frá Dauphin í fram- kvæmdarnefnd Brackenflokks- ins þar. Og fjórði maðurinn þaðan var lögfræðingur og lib- erali og í framkvæmdaraefnd síns flokks. Og á ótal dæmi þessu lík má benda. Á framburði þessara manna var nú þjóðmegunarflokkurinu dæmdur sekur um hrun bank- ans. En þá var forsætisráðherra Bennett eftir. Jú, í meirihluta- álitinu segir, að ef Bennett hefði lagt bankanum fé, hefði hann ekki oltið um. Þetta er auðvitað hverju orði sannara. En hví átti Bennett að veita það fé í stofnun, sem sýnilega bar sig ekki? Og hefði ekki staðið á sama, þó það hefði frá einhverjum öðrum komið? — Vissulega. En féð var hvergi fá- anlegt. Það stafar af því, að bankinn var ekki rekinn eftir neinum viðurkendum banaklög- um í Canada. Og í fylsta laga- Iegum og siðferðilegum skiln- ingi, hafði sambandsstjórnin enga heimild til að veita eyri úr landssjóði til þessa banka, jafnvel þótt hún hefði leiðst til þess og hefði komist af með það. Bennett hefði blátt áfram framið lagabrot með því. Önu- ur peningafélög, en sambands- stjórain hefðu ekki framið laga brot með því, en þau sáu hætt- una, sem því var samfara, að lána bankanum, eins og hagur fylkisstjóraarinnar er, og eins og hún hagaði rekstri fylkis- bankans. Enginn heilvita mað- ur getur fundið sambandsstjórn inni það til foráttu, að fara ekki að taka fylkisbanka þenna á hús og gjöf ríkissjóðsins, þeg- ar hann var búinn að þurausa fjárhirzlu fylkisins í Manitoba. Það hefði gengið æði næst af sambandsstjórninni, með bank- ann undir stjóra Brackens, að fara að binda sér þann útgjalda- bagga á bak. Þrjár eða fiúim miljónir hefðu ekki hrokkið langt. Að minsta kosti hurfu fjórar miljónir úr varasjóði fylk isins furðu fljótt, sem Brackeíi- stjórninni voru réttar 1930 af sambandsstjórninni. Mr. Brown, sá er var fjár- málaráðherra Norrisstjórnainn- ar 1915—1922, sem stofnaði bankann, kærði Brackenstjóm- ina í þinginu fyrir að hafa gengið í bankann, þegar hún þurfti fjár með til eins eða aun- ars, og alt hefði verið fært fjár- hirzlu fylkisins til skuldar. Með því hefði öll verðbréf bankana orðið fylkisverðbréf í stað sam- bandsstjómar verðbréfa, eins og í tíð Norrisstjórnar, og þetta hefði veikt eða farið með traust á bankanum. Kvað hann hrun hankans þessu að kenna. En þá benti S. S. Garson, um- sjónarmaður Farm Loan Ass'n, á að Brown eða Norrisstjórnin hefði ekki lifað eftir þessu lög- máli, því þá hefði verið lögleitl þetta Farm Loan félag, sem fé.ð hefði fengið frá fylkisbanka. Var niðurstaða hans sú, að eig- inlega hefði Norrisstjórnin lagt undrstöðuna að hruni bankans árið 1922. Þeir eru því fáir, að Brackenstjórninni undanskU- inni, sem ekki er bankahruu FYh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.