Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 1
FertKs The 4 STAR CLEANERS Men's Suits Su,ts$1.00 " 50c PHONE 37 266 ittgta* flertKs Th» 4 STAR CL.EANKR8 Ladies' Dresees Cloth, Wool or Jersey ....... PHONE 37 266 $1.00 XL-VI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKTJDAGINN 1. JÚNÍ 1932 NÚMEIR 36 FISKIVEIÐAMALIN. Það er margt eftirtektarvert fyrir kjósendur á stefnuskrá þjóðmegunarflokksins, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði. Eitt af því er fiskiveiðamál Manitoba. Hvað sem Brackenflokkur- inn kann um það mál að segja í kosningunum, var ásetningur hans fyrir skömmu síðan sá, að loka klakstöðvunum um ó- ákveðin tíma. Áreiðnlega hefir það ekki verið hugmyndin, þegar verið var að berjast fyrir því, að fylk- ið fengi umsjá fiskiveiðanna í hendur, að loka upp klökunum, og koma með því kyrking í þenna atvinnuveg, fiskiveið- arnar. 1 Gimli kjördæmi eru fiski- veiðarnar aðal atvinnuvegur margra íslendinga. Hið sama má segja um kjördæmin beggja megin við Manitobavatn. — Sé nokkuð það spor stígið, sem hnekkir fiskiveiðunum, er það um leið hnekkir atvinnuvegi margra íslendinga- Það er ekki sjáanlegt, að Brackenstjórnin treysti sér til að halda þessum atvinnuvegi í horfi. Fjárkreppa hennar og hrein og bein samvinnuslit við sambandsstjórnina, virðast gera þetta afar torvelt. Hinn látlausi bardagi Brackens gegn Bennett og stjórn hans, hefir ef til vill •orðið þessu fylki til meiri bölv- unar, en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. 1 stefnuskrá þjóðmegunar- flokksins er rækilega út í fiski- veiðamálið farið. Þar eru svo að segja lagðar fram tillögur í því, sem eru svo ákveðnar og ljósar, að hver maður skilur þær. Sá flokkur virðist einn sjá hvað í húfi er, ef ekki er svo fyrir séð, að atvinnuvegi þess- um sé bergið. Og möguleikar hans til þess, með sanp'"- við sambandsstjórnina um það, efast enginn að eru meiri, en Brackenstjórnarinnar, eða nokk urs annars flokks, er í þessum kosningum sækir. Vér viljum benda kjósenduni í Gimli kjördæmi á þetta at- riði á stefnuskrá þjóðmegunar- flokksins. Eftir að fiskimenn hafa yfirvegað það, mun þeim ekki dyljast, að atvinnuvegi .þeirra og fylkinu í held sinni, er til ómetanlegrar velferðar, að á þeim grundveli sé að fiski- veiðamálinu unnið. Og það segir sig sjálft um leið, að þingmannsefnið í þessu kjördæmi, sem undir merkjum þjóðmegunarflokksins sækir, er sá, sem mest og bezt getur greitt fyrir máli þessu á fylkis- þinginu, svo hagur kjördæmis- ins megi sem mestur af því verða. Það er hr. G. S. Thor- valdson lögfræðingur- Hann er jafnframt sakir sérstakrar þekk ingar í þeirri grein, sem mik- ið þarf á að halda í sambandi við hagkvæma löggjafarsmíði þess fiskiveiðamáls, hinum þing- mannsefnum kjördæmisins svo langtum fremri. Af reynslu þeirri, sem fiskimenn hafa, og af starfi hans í málum þeirra utan þings, þykir oss sennilegt, að þeir myndu öðrum freinur trúa honum fyrir flutningi mála sinna á þingi. Má því heita einn þeirra yngri íslendinga, sem sakir hæfileika sinna, hef- ir unnið sér álit og traust manna. Og það eru mennirnir, sem góðum hæfileikum og and- legu sjálfstæði eru gæddir, sem á þingum eiga að vera. Eigum vér með því við þingmenn yfir- leitt, hvar sem eru. Á fleiri atriði í stefnuskrá þjóðmegunarflokksins, er sér- staklega koma við málum í þeim kjördæmum, sem fslend- ingar eru fjölmennir í, verður minst síðar. LEIKFLOKKUR ÁRBORGAR SIGURSÆLL f SAMKEPNI Manitoba Dramatic League, er félag, sem með mjög lofs- verðum áhuga vinnur að því, að efla leiklist í þessu fylki. Er fylkinu skift niður í leikhér- uð og hafa bygðir innan hér- aðsins fyrst samkepni í leik- sýningum. Sá leikflokkurinn er sigursælastur er í sínu hér- aði, reynir sig svo síðar við beztu leikflokka hvers héraðs í Winnipeg. 27 maí var leiksamkepni af þessu tæi haldinn í Teulon í Manitoba- Leiddu þar hesta sína saman leikflokkar frá Gimli, Teulon, Balmoral og Ár- borg. Lauk svo þeirri sam- kepni, að leikflokkur Árborg- ar var sigursælastur í þessu leikhéraði norður milli vatn- anna. Reynir hann sig því síðar í Winnipeg við beztu leik- flokka annara héraða fyWct-' Leikendur í þessum Árborg- ar-flokki eru allir íslenzkir. En leikurinn sem þeir sýndu var auðvitað enskur og er nefndur "Early Ohios and Rhode Island Reds". En nöfn leikenda voru þessi: Mrs. T. H. Danielsson, Mr. S. E. Jóhannson, Mrs. A- Sigurðsson, Mr. Th. Pjeldsted og Mrs. M. M. Jónasson. Séra Ragnar E. Kvaran stjórnaði leiknum og æfði leik- endur- Dómari var Col. Chandler og fór hann mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu ís- Ienzku leikendanna, sem þarna voru sigursælastir og um stjóra leiksins. Á þessi íslenzki leikflokkur þakkir skilið frá íslendingum fyrir vik þetta, að hafa þarna skarað fram úr í sínu héraði. Fylgja honum og heillaóskir á úrslita leiksýningunni í Winni- peg er fram fer innan skamms. BRACKEN-LIBERAL RÁÐUNEYTIÐ SKIPAD neytið er því bætt tvejimur mönnum. Hon. W. R- Clubb var gerður að verkamálaráð- herra, auk þess sem Vmnn pr sem áður ráðherra opinberra verka. Ef Bracken-stjórnin skyldi nú falla í þessum kosningum, sem öll líkindi eru til, halda þessir nýju ráðgjafar embættum í hálf an mánuð. Gera þeir þá nokkru ver en Jörundur hundadaga konungur á íslandi forðum, og er þó í sögunni skopast að hans hverfulu stjórnartíð. STEFÁN EINARSSON þingmannsefni óháðra bænda í Swan River kjördæmi. koll af kolli, þar til öll þing- mannsefnin eru úr sögunni, nema eitt, og það nær kosn- ingu. Hlutfallskosningar eru ein- mitt til þess gerðar, að atkvæði manna verði ekki ónýt, þó sá, er kjósandi kysi helzt að næði þingsætinu, fengi ekki kosn- ingu. Sá sem hann vill næst honum kjósa, fær þá atkvæði hans, og ef hann nær ekki kosningu, þá sá þriðji o. s. frv. Útkoman af þessu er sú, að s-j sem kosningu hlýtur, hefir meiri hluta allra greiddra atkvæða, eins og rétt er. Þessi skýring vonum vér að nægi. Á fundi er haldinn var í bænum Swan River s.l- miðviku- dagskvöld, var Stefán Einars- son, bóndi frá Minitonas, Man., tilnefndur að sækja um þing- mensku fyrir Swan River kjör- dæmi, af hálfu óháðra bænda, eða öllu heldur óháðra fram- sóknarmanna. Fundurinn var mjög fjölmennur og sóttu hann fulltrúar frá öllum deildum bændafélagsins í Swan River dalnum. Alls var stungið upp á 12 mönnum, en sjö af þeim gáfu ekki kost á sér, og þar á meðal A. McCleary, núverandi þing- maður kjördæmisins, en Stefán varð hlutskarpastur af hinum fimm. Stefán hefir verið bóndi í Swan River héraðinu um all- langt skeið, og tekið mikinn þátt í samtökum bænda þar, og nú sem stendur er hann formað ur U. F. M. deildarinnar í Swan River Valley. Hann er skýr maður og greinagóður, áhuga- samur og drengur hinn bezti. Og hann hefir mjög kynt sér stjórnmál þessa fylkis og sömu- leiðis sambands stjórnmál. Vinir hans óska þess, að hon- um farnist vel í þessum kosn- ingum, og munu gleðjast yfir því, nái hann kosningu. Og þeir eru sannfærðir unt að hann mundi verða stétt sinni og þjóð til sóma á þingi. J. T. Bracken ráðuneytið hefir nu bætt við sig þremur nýjum ráðgjöfum — liberölum sem reyndar eru sumir farnir að hærast og tóku þeir embættis- eið sinn' s. 1. föstudag. Þeir eru Hon. E. A. McPherson borgarstjóri frá Portage La Prairie- Hann verður fylkis- féhirðir. í þessum kosningum sækir hann móti Col. F. G. Taylor, leiðtoga þjóðmegunar- flokksins. Er þar búist við snörpum bardaga. Ýmsum eldri fylgismönnum McPher- son's kvað þó ekki þykja koma til liðhlaupsins, úr liberal-f'^^k- inum í Bracken flokkinn. Mr. Bracken var áður fjármálaráð- herra. Annar nýi ráðgjafinn er Hon. J. S. McDiarmid. Tekur hann við námadeild stjórnarinnar- Sá er umsjá hennar hafði áður. var Hon. D. G. McKenzie. Verður hann nú akuryrkiu- málaráðherra, en Hon. Albert Prefontaine vék þar úr sæti og fer úr ráðuneytinu. Og þripji liberalttflokksráðiherrann er Hon. dr. Murdock McKay, áður leiðtogi liberal flokksins í Manitoba. Hann er ráðherra án stjórnardeildar. Við ráðu- HVERNIG Á AÐ GREIÐA ATKVÆÐI? Athygli hefir verið dregin að því í bréfi til þessa blaðs, frá G. S. Thorvaldson lögfræðingi, að nauðsyn beri til að skýra fyrir kjósendum, hvernig fyrir- komulag sé á atkvæðagreiðslu í sveitakjördæmum í þessu fylki í kosningunum, sem í hönd fara. Er það vel á minst. Kjósendur merkja atkvæða- seðil sinn með tölum, en ekki með krossi. Séu til dæmis 5 þingmannsefni í vali í einu sveitakjördæmi, má og ætti að setja tölu við nöfn þeirra allra. og alls ekki færri en þriggja. Sá er kjósandi æskir að nái kosningu, ætti að fá aftan við sitt nafn á kjörseðlinum töluna 1- Nú halda margir að það spiUi fyrir sínu þingmannsefni, að merkja töluna 2 við nafn ann- ars þingmannsefnis, eða töluna 3 við hins þriðja. En þetta er misskilningur. Ef að sá, sem hann gefur töluna 1, fær ekki nógu mörg atkvæði til þess, að verða áfram í vali, er hann úr sögunni. Og ef kjósandi merkti ekki nema töluna 1, væri þá þetta atkvæði hans einnig ó- nýtt. Með því að setja töluna 2 við þess nafn á seðlinum, sem hann kýs næstan, þá kemur at- kvæði hans þar ennþá til greina, og svona gengur það ÝMSAR FRÉTTIR. Skömmu eftir að Iiberal flokk urinn, eða sá hluti hans, sem ekki vildi neina samvinnu hafa við Brackenflokkinn, kaus sér leðtoga, var hinum fyrri em- bættismönnum flokksins, dr. Murdock McKay, leiðtoga, og Walter J. Lindal ritara, tilkynt að þeir væru reknir frá þess- um stöðum sínum. Liberalflokk urinn tilkynti einnig Mackenzie King, hvernig komið væri, og að þeir, sem Brackenflokknum hefðu sameinast, tilheyrðu ekki lengur liberal flokki þessa fylk- is. » * * Islendingurinn Victor Ander- son, er þingmannsefni óháða verkamannaflokksins í Winni- peg í fylkiskosningunum. Verka mannaflokkurinn mun hafa sex í vali í Winnipeg. Victor er greindur maður og gegn, og hefir unnið sér álit og traust flokksbræðra sinna, og oft gegnt vandasömum störfum í verkamannafélaginu, og leyst þau prýðilega af hendi. * * * Stjórnin í Þýzkalandi féll sl. mánudag. Bruening og ráðu- neyti hans varð að leggja nið- ur völdin. Ástæðan er sú, að stjórnin hafði með valdi gert leit á aðalstöðvum Hitlers- manna, og þóttist finna þar skjöl, er með sér bæru, að flokkurinn sæti á svikráðum við land og stjórn. Málið fór fyr- ir hæstarétt. Var úrskurður réttarins sá, að um ekkert land- ráðabrugg hefði verið að ræða í skjölum þessum af hálfu Hit- lersmanna. Sá dómsúrskurður kostaði stjórnina völdin. Hver við völdum tekur eða myndar aftur nýja stjórn, er STEFNUSKRA samþykt á fundi þjóðmegunar- flokksins í Brandon 12. maí 1932. 1. — Þjóðmegunarflokkurinn skuldbindur sig til að starfrækja verkefni fylkisins á sem hag- kvæmastan og arðvænlegastan hátt. 2. —Atvinnule^si: Það er skylda fylkisins, eftir því sem því er fjárhagslega mögulegt, og í samvinnu við fé- lög og aðrar stofnanir, að draga úr þeirri neyð er hlotist hefir af atvinnuleysi, með því að veita attvinnu og gera mögulegan meiri iðnað og verzlun. ne ef það er ekki mögulegt, þá með beinum tillögum til þeirra, sem nauðulega eru staddir. Þetta er svo umfangsmikið starf og alvörumál, að á þess- um erfiðu tímum þarf sérstaka framtakssemi og ráðdeild, svo hjálpin geti orðið sem gagnleg- ust, og jafnað hlutfallslega nið- ur, þar sem nauðsynlegast er, og umfram alt má ekki verða óþörf eyðsla á tíma eða pen- ingum. Svo að þessu takmarki verði náð, mun þjóðmegunarflokkur- inn, ef hann nær kosningu, strax kjósa óháða nefnd hæfi- leikamanna, er skal hafa um- sjá á þessu starfi, og skal sú nefnd fá alla mögulega hjálp til áframhaldandi rannsókna á atvinnuleysismálum og mögu- leikunum til að ráða fram úr þeim. í sambandi við áframhald- andi atvinnuleysi, mælum vér með þjóðlegri ábyrgð, og að fylkin og ríkið vinni í samein- ingu að ráðum, til að koma á slíkri ábyrgð, er sé bezt fallin fyrir canadiskan iðnað. 3. — Mentamál: Þjóðmegunarflokkurinn álítur að mentamál sé fyrsta skylda allra fylkisstjórna, því þau feli í sér siðferðislegan og andleg- an þroska allra borgara, og sé undirstaða þjóðlegrar velmegun- ar. Þess vegna skuldbindum vér oss til að fylgja eftirfarandi mentunaraðf erðum: a) Að koma í framkvæmd ölluni sanngjörnum og hag- kvæmum ráðum, er tryggi hverju barni endurgjaldslausa skólakenslu í öllum deildum barnaskólanna. b) Að koma skipulagi á veit ingu þá, er fylkisstjórn leggur til skólanna, og ef nauðsyn krefur að auka þá vetiingu, svo að hvert barn eigi kost á þeirri / ekki fullkunnugt enn. Þó er undirbúningsmentun, er það á haldið að hægri sósíalistar eða afturhaldssamari þingflokkara- ir muni reyna það. Yfirleitt er þeim þó ekki hugað langlífi, og að kosningar hljóti innan árs að fara fram. Og þá eru Hit- lers menn taldir líklegastir til sigurs. * * * 14 manns urðu fyrir bílslys- um í Winnipeg yfir síðustu helgi. Þrír af þeim eru hættu- lega meiddir, og átta aðrir á sjúkrahúsum. Aðeins þrír eru á fótum eða lítið meiddir. Frá fyrsta janúar á þessu ári hafa níu manns dáið af bílslysum í Winnipeg, og 174 meiðst svo, að á sjúkrahús hafa orðið að fara- Bílarnir eru að verða Ijótu morðtólin. * * * Stubbs dómari sagði lausri stöðu sinni í skiftaréttinum ný- lega, vegna þess að Bracken- stjórnin lækkaði laun hans um 60 prósent, eða niður í $1000 úr $2500 á ári. tilkall til. c) Að koma í framkvæmd sanngjarnri og ábyggilegri kaup skrá, nákvæmu eftirliti, eftiv- launum, og öllu er lýtur að því að gera kennarastöðuna svo fullkomna, að hinir beztu and- legu hæfileikar geti unnið aö menningu æskulýðsins. d) Að reyna sem fyrst að koma þessu í framkvæmd, meö því að koma fullkomnara skipu- lagi á mentamáladeild fylkis- ins, og tryggja samvinnu allra aðila. 4. — Raforka: Þjóðmegunarflokkurinn fylg- ir eindregið þeirri stefnu, að fylkisstjórnin starfræki raf- orkustöðvar, og mun reyna að sjá um framkvæmdir í því efni, svo að fylkisbúar hvar sem er, geti orðið aðnjótandi raforku á sanngjörnu verði. 5 — Talsímar: Þar eð talsímakerfi Manitoba er eign fólksins, og þar eð margir sveitasímar eru ekki notaðir vegna örðugra tíma, og þar eð allur kostnaður við talsímakerfin til sveita er sá sami og að undanförnu, og fleiri talsímar á lægra gjaldi mundu vera meira arðberandi, en núverandi gjald á stöðugt fækkandi talsímum, og af því að það er mjög áríðandi fyrir almennings heill, að talsíma- samband haldi áfram um fylk- ið, þá skuldbindur þjóðmegunar- flokkurinn sig til til að lækka talsímagjöld út um sveitir, svo að viðunandi sé, en þó skulu þau símagjöld aðeins vera í gildi meðan þessir erfiðleika- tímar standa yfir. 6. — Verkamál: Þar eð þjóðmegunarflokkur- inn skilur, að meirihluti borg- ara fylkisins eru erfiðisvinnu- fólk, og þar eð þegar hefir verið stofn- sett verkamáladeild, þá tekur flokkurinn ábyrgð á þeirri deild, í gegnum ráð- herra hennar, og skuldbindur sig til að bæta þarfir og lifn- aðarhætti verkalýðsins, á allan sanngjarnan hátt, með sérstakri hliðsjón af vinnutíma, og þvi, að samningar geti orðið sem sanngjarnastir milli verkafólks og vinnuveitenda- 7. — Flæðarmál Winnipeg- og Manitobavatna: Þjóðmegunarflokkurinn skuld bindur sig til að láta rannsaka möguleikana á að stemma stigu fyrir of-flæði þessara vatna, án þess að skerða vatnsorku eða fiskiveiðar. 8. — Akuryrkja: Þar eð akuryrkja er grund- vallar iðngrein fylkisins, og þar eð akuryrkjudeild núver- andi stjóraar er hætt að starfa að heill akuryrkjubænda, þá skuldbindur þjóðmegunar- flokkurinn sig til að koma al- gerlega nýju skipulagi á akur- yrkjumáladeildina, í því augna- miði, að þessi deild geti orðið að ótvíræðu gagni framleiðend- um í fylkinu, og að reyna á allan hátt að gera bændum sem hægast fyr- ir að koma framleiðslu sinni á markaðinn, og að sem flestir markaðir séu opnir bændum i Manitoba, og að reynt sé að senda sem flestar bændavörur eftir Hudsonsflóa leiðinni. . 9. þjóðvegir: Þar eð núverandi stjórn hefir með sköttum frá sveitum, bygt upp þjóðvegi, og þar eð þessir þjóðvegir hafa verið og eru byrðir á sveitun- um, og þar af leiðandi á bónd- anum, og þar eð stórar upphæðir af peningum hafa verið og eru innheimtar af stjórninni fyrir bílaskatta og gasolíuskatta, miklu meira en fyrir skuldum og viðhaldi á núverandi þjóð- vegum, þá er það álit þessa fundar, að öllum kostnaði við bygging og viðhald þjóðvega í Manitoba skuli létt af sveitunum, en skuli vera sérstaklega borgaður af fylkinu sjálfu. 10. — Auðsuppsprettur fylk- isins: Þjóðmegunarflokkurinn álítur að starfræksla náma hafi verið af skornum skamti vegna á- hugaleysis núverandi stjórnar, og lofast til að auka framfarir með lágningu brauta og öðru, er geti orðið til umbóta í því efni. 11. — Fiskiveiðar: þar eð dómstólar landsins Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.