Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐSJBÐA t-----r HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. JÚNÍ 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreianinni á Indlandi. Eftir Geor^e A. Henty “Það er líklega engin hætta á áhlaupi í nótt, doktor?” sagði Wilson spyrjandi. “Ekki sú minsta," svaraði doktorinn. “Hindúar eru vinnuiatir að næturlagi. Eg geri helzt ráð fyrir að þeir séu nú að skifta her- fanginu, og jagast út af því, og svo hafa þeir nú fengið saðningu sína af áhiaupum í dag. Getur verið að þeir hafi sent til Cawnpore eftir ráðum, og getur verið að þeir ætli ailir af stað til Delhi með afturbirtunni, en svo getur líka verið að þeir hafi frétt frá stór- bændunum og eigi von á liðsafla frá þeim. Um þessar fyrirætlanir og ráðabrugg á Bath- urst að frétta. Mín skoðun er sú, að þeir reyni ekki við okkur aftur, fyr en þeir fá meira lið.” “Eg vildi við værum ögn fleiri en við erum, svo við gætum reynt áhlaup á þá í búðunum,” sagði þá Wilson. “Það vildi eg líka, Wilson,” svaraði dokt- orinn, “en eins og er, er ekki til slíks að hugsa. Við getum ekki annað en beðið. Við ráðum ekki örlögum okkar hér.’’ “Svo þú helidur þá að útlitið sé skugga- legt, doktor?” “Eg sé ekki, hvernig það gæti verið í- skyggilegra, Wilson. Nema uppreisnarmenn taki það í höfuðið að yfirgefa okkur, er ekki nema um eina von að gera, að því er eg sé, en sú von er hæpin, og það er að Lawrence takist að iemja svo á Sepoyum í Lukhnow, að hann geti sent herflokk hingað til þess að sækja okkur. En ef satt er sagt, er lítil von til þessa, því auk þess að Sepoyar eru mann- margir þar, eru íbúar borgarinnar og héraðs- ins, óróaseggir og herskáir. — En hvað er þetta?" Þetta varð honum að orði, er hann heyrði tvö byssuskot, hvort á fætur öðru, út við her- búðirnar. Isabel heyrði skotin líka og hljóðaði upp yfir sig, en doktorinn gekk þá til hennar. “Heldurðu-------er það möguiegt, að það hafi verið Bathurst?” sagði hún í lágum, titrandi róm. “Langt frá,” svaraði doktorinn. “Hafi þeir þekt hann, sem mér þykir ólíklegt, hefðu þeir gripið hann og líklega drepið hann undireins, en það hefði gerst þegjandi. Hann fór vopn- laus og hefði þess vegna ekki reynt að verja sig, og þá heldur engin ástæða fyrir þá að beina að honum byssuskoti. Þessi skot eiga upptök sín í ölæði og rifrildi út af skiftingu herfangsins.” “Heldurðu það nú virkilega, doktor?” “Eg er sannfærður um það. Hefði það verið Foster, sem fór út til að njósna, þá hefði mátt eiga skothríð vísa, ef upp hefði komist hver hann var, því hann hefði reynt að verja sig og undireins að ryðja sér veg í gegnum manngarðinn og sieppa, en Bathurst hefir engin vopn sér til varnar.” “Því kom hann ekki inn til að kveðja okk- ur áður en hann fór?” spurði þá Isabel. “Eg elti þig upp hingað, doktor, til þess að spyrja að því. Mig langaði til að tala við hann, þó ekki hefði verið nema augnablik. Eg var að reyna að gefa honuua það til kynna með augnaráði, en hann leit ekki til mín. Það verður svo þungbært, að hafa ekki getað náð tali af honum, ef hann skyldi aldrei koma aftur. Eg gerði tilraun til þess að segja hon- um í morgun, hve innilega eg iðraðist eftir að hafa talað í hans garð eins og eg gerði, en hann gaf mér ekki tækifæri til þess.” “Ja, þú getur nú fengið tækifæri til þess þegar hann kemur úr þessari ferð, ef þú viit tala um það við hann," svaraðj doktorinn. “En svo held eg nú að það væri ykkur báðum þægilegra og betra, að þú segðir honum það með viðmóti þínu fremur en orðum.” “Mér er nú sama hvað mikið eg finn til,” sagði Isabel. “Eg hefi verið óréttlát í dómi og verðskulda að líða fyrir það.” “Ekki held eg að hann líti svo á það,” svaraði doktorinn, “en eg leit þannig á það, og sagði þér það hispurslaust. Hann finnur sjálfur svo mikið til þessa veikleika síns, að honum finst eðlilegt og sjálfsagt, að allir fyrir líti sig.” “Já, en eg vil nú einmitt koma honum í skilning um, að hann sé ekki fyrirlitinn. En þú skilur mig máske ekki, doktor,” sagði hún stillilega. “Ekki til hlýtar, máske, góða mín, en þó held eg nú samt að eg höggvi nærri því. Þú vilt jafna alla reikninga og fá striki slegið yfir alt, sem gerst hefir. Það álít eg rétt og eðlilegt, sérstaklega þegar við athugum á- stæður okkar hér. En eg vildi ráða þér til að fara gætilega. Þú fórst ógætilega einu sinni og rataðir fyrir það í vanda. Þú þarft þess vegna að vera sérlega varkár núna, nema ef-— — —” hér rak hann í þúfurnar og hætti. “Nema ef hvað, doktor?” spurði Isabel ofur lágt og feimnislega eftir nokkra þögn. Upp á þessa spurningu fékk hún ekkert svar, svo hún sneri sér við og sá þá, að dokt- orinn hafði laumast burtu og var kominn til Wilsons. Hún stóð hreyfingarlaus um stund, en gekk svo ofan stigann og inn í húsið. Og litlu síðar fór doktorinn ofan líka, en hafði riffil sinn með sér og gekk út í garðinn og að trénu og hafði Doolan með sér, er hjálpaði honum til klifra upp í tréð og rétti honum svo riffilinn. Doktorinn færði sig; eftir trjágrein- unum, þangað til hann var kominn að þeirri er hékk út yfir skíðgarðinn. Þar settist hann niður og rýndi út í myrkrið. Eftir hálftíma bið heyrði hann létt fótatak niðri fyrir, og spurði þegar ofur lágt, hvort það væri Bath- urst, sem þar færi. Svarið kom að svo væri, og sátu þeir von bráðar báðir upp í trénu. “Ja, hvernig eru þá fréttirnar?” “Slæmar, doktor, slæmar,” svaraði Bat- hurst. “Þeir eiga von á Rajah Por Sing og fjölda af Zenindars hingað á morgun eða næsta dag, og er að heyra að Por Sing sé aðal foringinn. Fréttirnar frá Cawnpore voru sannar. Sepoyar hófu uppreisnina og héldu undireins á stað til Delhi, en Nana Sahib með sitt lið náði þeim, og talaði þá upp í að snúa aftur og ráðast á Norðurálfumenn, því þeim yrði lítt fagnað í Delhi, ef þeir hefðu ekki gengið hreinlega frá verki og upprætt þetta útlenda hyski í Cawnpore.” “Og erki-bófinn!” varð doktornum að orði. “Og þessi þorpari að látast vera vinur okkar í fjölda mörg ár! Mig hryllir við að hugsa til þess, að eg skuli hafa drukkið vín hans og verið gestur hjá honum svo oft. En svo gerir það nú lítið til, eins og við erum stödd hér, hverju megin hann er. Hin. fréttin er þýðingarmeiri. Við hefðum getað varist Sepoyum einum í mánuð. En komi þessi liðs- afli og hafi fallbyssur, sjáum við glögt hver endirinn verður.” “Það er það vissa, doktor,” sagði Bat- hurst. “Eina vonin, sem eg sé, er sú, að við getum varist svo lengi, að þeir verði fegnir að semja við okkur um að gefast upp.” “Já, víst er þar tækifæri,” sagði doktor- inn. “En svo sýnir nú sagan, að enda eiðfest- ir sáttmálar Hindúa eru lélegir, ef á þarf að treysta.” Þessu svaraði Bathurst ekki, því hans eigin reynsla sannaði ummæli doktorsins. “Hún er dauf, þessi vonarstjarna,” sagði hann eftir litla þögn, “en hún er sú eina, aö því er eg get framast séð.” Svo klifruðu þeir niður úr trénu og gengu heim að húsi. Kærðu þig ekki um að skifta um búning, Bathurst, en komdu eins og þú ert klæddur.” Gengu þeir svo inn, og hrópaði doktorinn þegar þær fréttir, að njósnari þeirra væri kominn, og laust þá upp fagnaðarópi úr öll- um áttum. “Mér þykir vænt um að sjá þig heim kom- inn heilan á húfi, Mr. Bathurst," sagði Mrs. Hunter og heilsaði honum með handabandi. “Við höfum öll verið með öndina í hálsinum síðan þú fórst.” “Hættan var nú í sjálfu sér lítil,” svar- aði Bathurst. “Eg bara vildi eg gæti flutt ykkur þá fregn, að uppreisnarmennirnir væru að yfirgefa okkur, og hefja gönguna til Delhi eða Lukhnow.” “Eg er nú hræód um að það hefði verið til of mikils ætlast,” svaraði Mrs. Hunter. “En hvað sem fréttunum líður, þá fögnum við öll yfir heimkomu þinni. Er ekki svo, Isabel?” “Það gerum við vissulega, Mr. Bathurst,” sagði þá Isabel. “En mér finst ótrúlegt, að það sért virkilega þú sjálfur í þessu dular- gerfi.” > “Ekki held eg nú að vafi sé á, hver eg f er,” svaraði Bathurst, “en geturðu sagt mér, I Miss Hannay, hvar hann frændi þinn er. Eg þarf að segja honum frá ferðinni.” “Haikn er uppi á þekju. Kastalaverðir okkar eru þar flestir, á nokkurskonar þingi.” Tveir lampar höfðu verið fluttir upp á þekjuna, þá ytri eða hægri, og þar innan við veggröndina sátu nú sumir á kössum, en aðr- ir lágu á feldum eða mottum, og allir voru að reykja og masa. Þeir majórinn og Wilson heilsuðu Bathurst vingjarnlega. “Ósköp er eg feginn að sjá þig kominn!” sagði Wilson með gleðilátum. “Eg vildi að eg hefði mátt fara með þér, því það er æfinlega betra að tveir séu saman. En einsamall hefði eg ekki viljað fara út að búðum, eiris og þú gerðir.” “Við höfum allir einhvern hæfileika, Wíi- son,” svaraði Bathurst. “Minn hæfrieiki er líklegast sá, að gaufa einn míns liðs.” “Jæja, Bathurst,” sagði þá majórinn. “Kveiktu í vindlinum þeim arna og drektu úr þessu staupi, og segðu okkur svo ferða- söguna.” “Ferðasagan er nú tilkomulítil, majór. Eg komst klaklaust gegpum vörðinn, sem hvergi er verulega þéttur. Þegar eg hafði heyrt hvar einn þeirra var að ganga, var Sigurdsson, Thorvaldson ltd. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone X HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA í I í í I vandalaust að smjúga. Eg gerði allmikinn krök á le’ið mína eftir að hafa smogið vörðinn, og kom svo að búð- unum frá þeirri hliðinni, sem er fjarst okkur. Eftir það var engin ástæða til að fara í felur, því kringum eldana var fjöldi af sveitafólki, svo eg gat fært mig stað úr stað hindrunarlaust og heyrt alt sem um var talað. Sepoyar kvörtuðu sáran undan foringjunum, er þeir höfðu teygt þá hér heim und ir garðinn í morgun, án þess að sjá þeim fyrir áhöldum, til þess annað tveggja, að brjóta skíðagarð- inn eða klifra yfir hann. Eg heyrði og að al- ment var álitið að svikari væri í þeirra hópi, eða ef ekki, hvemig gátu þeir gert sér grein fyrir því, að Norðurálfumenn fluttu í vígi sitt aðfaranótt upphlaupsins. Um þetta var jagast og enginn skortur á ákærum; í því sambandi, og margir sögðust sjá eftir áð hafa ékki far- ið af stað til Cawnpore updireins og húsa- brennan var um garð gengin. Alt þetta var nú óaðfinnanlegt. En svo frétti, eg að Pori'Sing ásamt mörgum stórbændum, hefðu sent þann boðskap, að þeir væru með lífi og sál með Sepoyum og skyldu koma hingað einhv.em tíma á morgun með fallbyssur til að sprengja vígi okkar.” “Þetta eru illar fréttir,” sagði majórinn alvarlegur, er Bathurst hafði lokið sögu sinni. “Auðvitað mátti altaf búast við, að stórbænd- ur margir, ef ekki allir, snerust þannig, þegar opinbert var orðið að Nana Sahib fylti flókk óvina okkar. En þó efa eg að þeir einir hefðu ráðist á okkur, ef Sepoyamir hefðu haldið við brottfararætlun sína. Nú er það þá víst, að Sepoyar sitja kyrrir, og að binir koma með stórskotaútbúnað. Með þessu er stór breyting komin á ástæður okkar.” Þessu voru allir samþykkir og létu það í ljós. “Áður en þú ferð lengra út í þetta mál, majór,” sagði þá Bathurst, “er rétt að eg geti þess, að bændalýður hefir drifið hingað nú rétt nýlega í hundraða tali, og hafa raðað sér í hring umhverfis okkur. Eg varð samferða einum þessum hóp, um hundrað að tölu, en laumaðist frá þeim áður en þeir námu stað- ar. Þessir menn eru um hundrað faðma frá hliðinu.” “Jæja, herrar mínir, hvað leggið þið til þessa máls?” spurði þá majórinn. “Við erum allir á einni og sömu kænunni, og vildi eg þess vegna vita ykkar álit. Okkur getur tekist að verja okkur hér nokkra daga, máske svo lengi að þeir þreytist, en svo getur líka ver- ið að þeir reynist okkur yfirsterkari. Takist þeim að brjóta skarð í skíðgarðinn, þá er eng- in von til að við getum varið okkur, og þeir þurfa enda ekki að brjóta garðinn. Ef þeir útvega sér nógu marga stiga, geta þeir steypt sér inn yfir garðinn, nærri hvar sem vill að næturlagi. Við verðum því að álíta húsið sjálft kastala okkar og búast þar um. Glugg- um öllum niðri verðum við að loka, svo og dyrum, og hlaða moldarpokum fyrir og verj- ast svo eftir megni. Séu óvinir okkar virkilega stífir og áleitnir, eru framtíðarhorfurnar eng- an veginn glæsilegar.” “Eg legg til að við ryðjum okkur braut út og burt héðan,” var tillaga Fosters. “Ef við lokum okkur hér inni, hljótum við að verða yfirbuguð fyr eða síðar, eins og þú segir.” “Það væri nú gott og blessað, Foster, ef við værum ekki nema karlmenn,” svaraði þá Hunter. “Við erum hér sextán alls og höfum átján hesta, því við Farquharson höfum tvo hesta hvor. En svo eru hér átta konur og fjórtán börn. Við þyrftum því að tvímenna og þrímenna á öllum hestunum, og eg sé ekki minstu von til þess að sleppa héðan undir þeim kringumstæðum. Eða hverskonar vörn mundum við sýna í höggorustu, með konur og börn að baki okkur? Auk þess væri ekki blygðunarlaust að skilja vinnufólk okkar eftir verjulaust, sem hefir þjónað okkur af trú og dygð..” “Og svo er nú spumingin, hvert er að fara?” sagði þá doktorinn. “Fólk okkar í Cawnporé er umkringt eins og við, og liðs- fjöldi óvinanna er margfalt meiri þar en hér. Við vitum ógerla um ástandið í Lukhnow, en víst eru Norðurálfumenn þar liðfáir í saman- burði við hina, og eg hugsa að okkur sé ó- hætt að gera ráð fyrir að þeir einnig séu um- kringdir. Það er langur vegur hvort heldur er til Agra eða Allahabad, og þar sem landslýð- urinn allur er okkur andvígur, og riddaraliðið héðan yrði á hælum okkar alla leið, sýnist mér lokleysa að leggja í slíka reið. Hvað sýn- ist þér, Doolan? Þið Rintoul eruð hér með konur og börn, og mér sýnist mest komið undir hvað kvonguðu mennimir vilja. Um okkur einhleypu mennina er minna að gera.” “Eg sé ekkí betúr 6n að þessi tillaga sé af sömu tegurid og sú, að stökkva úr steik- arapönnunni í eldinn, doktor,” svaraði Dool- an. “Hér höfum við þó veggi til þess að hlífa okkur, matarbirgðir til langs tíma og mikið af skotfæruin. Eg legg til að við sitjum hér kyr og seljum líf okkar eins dýrt og við get- um, en gefum þeim ekki tækifæri til að elta okkur út um sléttur eins og flækings rakka.” ■'. 'ti j : ■ , “Og eg er á sama máli, Doolan,” sggðí þá Rintoul. “Það er mögulegt, að við getum gert samninga við þá hér, en utan þessara veggja hefðu þeir einir töglin og hagldi^nar. Væru hér ekki nema karlmenn, mundi eg að- hyllast tillögu Fosters, — ráða út héðan í ein- um hóp og halda saman meðan auðið væri, en reyndist nauðsynlegt að dreifa sér, þá að hver og einn útaf fyrir sig reyndi að ná til Agra eða Allahabad. En mér sýnist vitleysa að leggja út í það með konur og börn.” Hinir kvonguðu mennirnir létu nú til sín heyra og voru þeir á sama máli og Rintoul. “En hvernig getum við búist við að verj- ast hér til lengdar?” spurði þá Foster. “Ef eg sæi nokkra von um sigur, skyldi eg bíða á- nægður. En eg vil hundrað sinnum heldur hleypa út héðan undireins og herja á þá og falla, heldur en að híma hér dag eftir dag og sjá örlagadóminn nálgast fet fyrir fet. — En hvað segir þú, Bathurst? Við höfum ekki heyrt þitt álit enn.” “Þó ástandið sé engan veginn álitlegt, er eg þó á því, að mögulegt sé að verjast hér,” svaraði Bathurst. “Mér sýnist von til að geta seiglast þangað til Hindúar þreytast. Sepoyar vita vel, að hér er ekki um mikið af verðmiklu herfangi að gera, en álíta að þeir hefðu stór- um betra tækifæri að græða á herfangi, væru þeir í Cawnpore eða Lukhnow, og einkum þ6 í Delhi. Svo finst mér líka, að þeir muni hafa löngun til áð vera sem flestir saman, eftir öll trygðrof sín, því fjöldinn eykur hug og nokk- urt öryggi. Þess vegna” held eg að þeir verði fljótt óþolinmóðir hér, ef okkur gengur vel vörnin, og vildu svo gera samning viö okkur til þess að losast héðan og fylla annan stærri hóp. Sama má segja um sveitabændurna. Þá langar til Lukhnow og Delhi, þar sem þeir frétta fljótar og betur hvernig gengur, og þar sem sveitarhöfðingjarnir að sjálfsögðu vænta eftir arðsömum embættum undir nýrri stjórn. Þess vegna held eg að þeir verði óþolinmóðir ekki síður en Sepoyar, ef þeim gengur illa fyrstu dagana, og mundu þá vilja veita okkur brottfararleyfi. Reyndar er valt að treysta enda eiðstaf Hindúa, en ósanngjarnt þó að ætla þeim að rjúfa alla eiða. “Tillögu Fosters álít eg gersamlega ó- mögulega. Það eru héðan um tvö hundruð og fimtíu mílur til næstu brezkra herstöðva, þar sem okkur væri borgið, og með hvers manns hönd á móti okkur, með riddaralið á hælum okkar undireins hér við garðinn, og með hesta okkar með tvöfalda byrði, sé eg ekki allra minstu von til þess að nokkur lifandi manneskja kæmist af. “En svo er um einn veg enn að ræða, og væri hann tekinn, er nokkur von um að sumt af fólkinu kæmist undan. Það er að fara gangandi út, smjúga vörðinn eða rjúfa hann, og skifta sér svo í hópa, tveir eða þrír sam- an, ferðst gangandi á nóttunni, en liggja í leyni um daga, treysta á veglyndi vinveittra Hindúa til að selja sér matvæli, en búast jafn- framt við að draga fram lífið á berjum og á- vöxtum, er menn fyndu á leið sinni. Á þenna hátt kæmust sumir undan, en spursmálið er, hvort kvenfólk og börn afbæru þær þrautir og þjáningar, sem þessi ganga hefði í för með sér, því þær þrautir yrðu hræðilegar.” “Já, eg er á því að það yrði óskapa hörm- ungaganga,” s’agði Hunter, “og eg er hrædd- ur um að konan mín afbæri þær hörmungar ekki, þó eflaust sé að sumt kvenfólk kynni að geta það. Og víst lízt mér betur á að fara þannig, heldur en að ana út ríðandi, öll í ein- um hóp. Eg legg það til, mjaór, að þegar stund in er komin, þ. e. þegar möguleikinn til að verjast er um það úti, að þá væri sanngjarnt að láta hvern einn sjálfráðan að gripa til þeBsa ráðs og léitast viö að bjárga Hflriu á þenna hátt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.