Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 1. JÚNÍ 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐA EINKENNILEGIR MENN. Frh. frá S. bU. Hásetar aumkuðust yfir hann og fóru nú að tína í húfun^ ýmislegt góðgæti, svo sem hagldabrauð, skonrok, sykur og rúsínur. Léttu þeir ekki fyr en húfan var full. í>á hætti Kristján að gráta og gekk upp á, þiljur heldur en ekki k''*-- roskinn. Vatt hann sér þá að Guðmundi og mælti: — Þú hefir víst ekki skilið "það sem eg sagði. Eg sagði: Stakkels gammel Mand. Pallit 3>að þyðir: Gamall og fátækur maður, sem hefir mist allar eig- ur sínar, ekki fyrir klaufa*’"' heldur fyrir óhöpp. * * * Meðan Kristján bjó í Bakka- hoti með seinni konu sinni, Ingibjörgu, var oft þröngt í búi hjá þeim og áttu þau stund- um ekki málungi matar. Þá var það einu sinni að vetrar- lagi er sárt svarf að þeim, að Kristján gerði ferð sína að heiman og komst alla leið iaustur í Vopnafjörð. Var hann margar vikur í ferðalaginu. Var það ekki fyr en hann var kom- inn aftur heim undir Bakkakot, að hann mintist fjölskyldu sinnar og klöknaði við. Varð honum þá þessi vísa á munni: Vertu hjá mér Drottinn minn. Ekki þarf að minna. .Ennþá hvarflar hugur minn heim til húsa minna. Raulaði hann 'þessa vísu fyrir munni sér hvað eftir annað og grét fögrum tárum. En er hann kemur heim undir bæinn, kemur konan hlaupandi á móti honum og segir: — Mikil andskotans ósköp er eg nú búin að bölva þér, Kristján! Þá hætti Kristján að gráta og mælti: — Ójá, auminginn. Þú hefir gleymt að biðja Drottinn þinn fyrir þér. * * * Keldhverfingum var ekkert vel við það þegar Kirstján krækti í Ingibjörgu. Óttuðust þeir að sveitarþyngsli myndi af þeim hjúskap leiða. En Kristján þóttist hafa gert gustukaverk á henni og sagði oft sem svo: — Þetta var aumingi inn á Tjörnesi, var látinn mala þar og smala, svo að eg tók hana upp af götu minni- •—Lesb. Mbl. Djúpri og einlægri hrygð lýs- ir þréf það, sem hér fer á eftir og ritað var umboðsmanni líf- tryggingar félags eins: “Þrumulostinn af harmi læt eg ekki hjá líða að skra yður frá að mín ástkæra eiginkona, og barna minna móðir, Anna María Lovísa Sigríður, sem var líftrygð í félagi yðar fyrir 3,000 dollurum er dáin og hefir látið mig eftir í djúpri sorg og ör- væntingu, svo eg ekki minnist á blessuð börnin. Þetta var í morgun um kl. 7. Eg skora hér með á yður, að senda mér svo fljótt sem unt er lífsábyrgð- ar peningana, sem koma munu sér mæta vel fyrir mig í sorg minni. Ábyrgðarskírteinið er tölusett 32,975 svo að þér hljót- ið að geta fundið það í bókumi yðar án mikillar fyrirhafnar. Hún var indæl eiginkona og aðdáanleg móðir. Til þess, að þér getið undið sem braáðast- ann bug að því, að senda mér peningana læt e ghér mieö fylgja staðfest dánar vottorð frá öllum á heimilinu. Hún tók mikið út og gerir það hrygð mína ennþá óbærilegri. Eg treysti þér til að sýna mér svo mikla hluttekningu í sorg minni að senda mér peningana strax, og skal eg í þess stað lofa yður því að líftryggja seinni konu mína hjá yður fyrir 6,000 doll- urum. Sú fullvissa að þér verið fljótt og vel við þessari kvöð minni kann að létta svo- lítið undir með mér að afbera það hræðiiega reiðarslag, sem eg hefi orðið fyrir. Upphæðin var, eins og þið sjálfsagt munið 3,000 dollarar. ÞANKAPRJÓNAR. Samkvæmt grein minni, sem birtist í Heimskringlu fyrir nokkru síðan, þar sem minst er á að afdanka alla prívat- banka, skal hér endurtekið: ‘að það” með framtíðinni muni reynast ábyggilegasta leiðin til gagngerðrar breytingar á fjár- kreppuástandi heimsins. “Það” að allir prívatbankar yrðu lagð- ir niður, og stofnaður ríkis- banki ásamt útbúum, er ríkis- stjórn hefði ábyrgð á og um- sjón með. Við gerum ráð fyrir að miklir peningar séu til inn- an ríkis, sem hver ríkisstjóm ætti að hafa full umráð yfir', eftir lögbundnum ákvæðum, er öllum peningamönnum og auð- félögum bæri skytda til að vera undirgefin. Ríkinu ætti að til- einkast eftir lögákvæði, í það minsta tveir þriðju af arði þeirra peninga, sem eru hafðir í veltu árlega, og einn þriðji til eigenda. Svo lengi sem pening- ingar eru hafðir sem gjaldmið- ill, ættu hinir fátækari fram- leiðsluþegnar að njóta stuðn- ings þeirra peninga, sem ríkinu ber að miðla. Annað atriði til varnar okur- sölu, er það, að lögfesta há- marksverð á allri nauðsynja- vöru, sem gengur kaupum og sölum. Þriðja er að leggja enn þyngri skatb á leikhús og aðra skemti- staði, að meðtöldum bjórstof- unum. Það er margt fleira, er mætti laga með breyttum hugsunar- hætti í “stjórnarfars stefnum”, sem háleit skylda krefst að gert sé nú á nálægum tímum. Meðal þess er að lækka skatta og á- lögur (helzt engi að vera). T. d. landskattur ætti ekki að fara fram úr 5 centum á ekru af ó- ræktuðu landi, og í mesta lagi 8—10 cent á ekru af ræktuðu landi, o. s. frv. Það mundi lyfta landbúnaðinum í eftirsóknar- verðara veldi, lieldur en gefin reynsla hefir sýnt hér í Can- ada. Nú, þar sem viðurkend lýð- stjórn á sér stað, getur sá er kosningarrétt hefir og mætir á fundi, tekið skýrt fram við þing mannsefni, sem í kjöri er, að PELtmep COUNTRY CLUB J"RECIAI_ The BEERfthat Guards Q.UALITY Phones: 42 304 . 41 111 beita sér af allri orku fyrir gagn gerðum umbótum á kjörum þegna ríkisins, ella víkja burt úr þingsal. Þannig væri þjóðinni gefið að ráða niðurlögum ofríkis- valds þess, er viðgengist hefir um heim allan, ef allir væru samhuga um að vilja bæta kjör sín. Hvaða umrót þessar breyting- ingar hefðu í för með sér á fjármálasviðunum, er oss ofvax- ið að útreikna, enda er það í annara verkahring. Þegar vér nú yfirvegum þess- ar framanskráðu bendingar, virðist manni í fylsta máta fjar- stæða að hugsa sér því líkt, hvað þá að framkvæma það, vegna þess að höfuðatriðin eru svo gagnstæð margra alda venj- um. Auk þess mun einhverjum finnast, að með því sé skertur eignarréttur og mannfrelsi. En þess ber að gæta., að nú eru alvörutímar, og rekur að því að gera verður fleira en öll- um gott þykir. Öreigalýðurinn er á heljarþröminni, vegna at- vinnuleysis. Auðkýfingar og stjórnarþjónar, sem eru á ríflegum launum, geta lifað í “vellystingum pragt- uglega”, leikið sér og glaðst, án þess að veita sýnilega eftirtekt þeim, er heimsgæðin brestur. Og nú, með því að vér sauð- svartir almúgamennirnir álít- umst standa lágt í almúgastig- anum, þarf oss ekki að bregða mjög við, þótt ritverk þetta kunni að sæta lítilsvirðingu og vanþakklæti, frá þeim er hærra sýnast settir. En hvað sem fram tíðin sýnir í því efni, finst oss ekki hlýða að skiljast svo við það, að ekki sé örlítið minst hinnar andlegu hliðar. Með því að virða fyrir oss alvöru lífsins og líkamans burtför, getur oss ekki dulíst, að höfundur tilver- unnar hafi frá upphafi ætlað öllum börnum sínfim að njóta jafnréttis, að því er heimsins gæði snertir, svo lengi sem mannleg sál er holdi klædd vera. Maðurinn kemur nakinn í heiminn og nakinn úr heimin- um fer hann. Þetta sýnir all- ljóst, að engan mann stoðar neitt að auðga sjálfan sig á annara kostnað, vitandi að með því er hann að gera heimsvist meirihluta mannkynsins óbæri- lega, sem sá hinn fégjami má búast við að verða standa reikn- ingsskap fyrir, þegar sál hans er kölluð fram fyrir dómstól hins alvalda konungs, í dýrðar- ríki himneskra bústaða. Hugs- um oss, hve hryggilegur dóm- ur honum mundi birtast, eftir hinn stutta holdsvistartíma, í samanburði við eilífðina. Þetta getur engum manni dulist, sem trúir á algóðan guð og eilífa tilveru. Vér viljum ógjama gera ráð fyrir að nokkur maður geti verið til svo kaldur fyrir sálar- heill sinni, að heimselskan stjórni tilhneigingum hans með oftrausti á jarðneskum, stund- legum, gæðum, því hann veit að slíkt hugarfar og breytni getur ekki dulist, hvorki fyrir guði né mönnum. Vér eigum jafnt, fátækir, sem ríkir, samleið að landamærum lífs og dauða. Því skyldum vér þá ekki bera umhyggju fyrir að gera hver öðrum lífið létt- ara, vera sem bræður og syst- ur, þenna stutta tfma samver- unnar, þar til oss ber að merkja línunni við endadægur, þar sem vér fömm yfir öll jafn nakin og vér komum í þenna heim. Lundar 2. maí 1932. G. Jörundsson. FERÐAMENN f GRIKKLANDI. Enskur maður, sem hefir ver- ið á ferðalagi í G^ijíklandi, bergður því við, hvað embættis- menn og aðrir séu hugulsamir við ferðamenn og vilji alt gera til þess að þeir verði fyrir sem minstum óþægindum. Hann seg ir, að hin opinbera gríska ferða mannastofa, afhendi hverjum ferðalang prentað ávarp, á 3 tungumálum, ensku, frönsku og þýzku. Ávarpið er á þessa leið: “Til allra ferðamanna! Vér ávörpum yður sem vin, þar sem þér hafið gert yður það ómak að heimsækja Grikk- land. Munið eftir því, að þegar vér fengum sjálfstæði vort fyrir 100 árum, þá vorum vér aðeins 700,000 íbúar, og landið var ekki nema lítill hluti af því, sem það áður var. Mörg hundruð þúsundir af bræðrum vorum voru þá enn undir ánauðaroki Tyrkja og um nær hundrað ára skeið eyddum vér nær öllu, sem vér áttum til þess að fresla þá. Vér höfðum hvorki tíma né fé til þess að veita oss þau þæg- indi, sem aðrar menningarþjóð- ir nutu. En vér erum vissir um það, að hinar dýrmætu fornmenjar vorar, eru ekki eingöngu vor eign, heldur allra þeirra, sem unna Grikklandi, hvar sem þeír eru fæddir. Þess vegna var það eitt af fyrstu verkum hinnar núverandi grísku stjórnar, að koma á fót opinberri starfsemi fyrir ferðamenn, og henni er ætlað að greiða svo mjög sem unt er götu ferðamanna. Að vísu munuð þér enn, og um mörg komandi ár, verða varir við stóra galla á samgöng- um vorum, vegum, gistihúsum og mataræði; en látið þó ekki Dr. M. B. Halldorson 401 Bofd Blðx. Skrlfstofusíml: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma Er a« flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h Heimlli: 46 Alloway Ave. Talslmi: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdéma og barnasjúkdóma. — AtS hltta: kl. 10—12 » h. 0g 3—6 e. h. Helmlli: 806 Victor St. Sími 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MEDIOAL AHTS BLDG. Hornl Kennedy ogr Graham Stnndar elnvönfcu aiig'nn- eyrna nef- »gr kverka-HjAkdðma Er a« hltta frá kl. 11—12 f h og kl. 3—6 e h TaUlmfi 218.34 Heimlll: 638 McMlllan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 „ Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 óheppilega reynslu leiða yður til að kveða upp þuugan áfellis- dóm yfir grísku þjóðinni. Vér biðjum yður, í þágu lands vors, sem nú er fyrst að ná sér eftir yfirráð Tyrkja, að svara spumiugunum, sem eru hér skráðar, og setja þær í póst- kassa áður en þér farið úr landi: 1. Hvaðan komuð þér hingað og hvar fóruð þér inn í Grikk- land? 2. Hvað segið þér frá yðar sjónarmiði um eftirfarandi at- riði: a- Er tollgæzlu- og vegabréfa eftirliti hagað á sem beztan hátt fyrir ferðamenn? b. Voruð þér ánægður með fyrirgreiðslu á farangri yðar i höfnum og á jánbrautarstöðv- um? c. Voruð þér ánægður með þá bifreiðarstjóra, er þér ókuð með? d. í hvaða gistihúsi dvölduð þér? Hvert er álit yðar um matinn þar, þrifnað, framreiðsiu og verð? e. Voruð þér ánægður með fylgdarmann yðar eða túlk? Hvað hét hann? f. Hvar komuð þér víðar eu í Aþenuborg? Og hvað segið þér um vegina, samgöngurnar, gistihúsin o. s. frv.? Og seinast er svo eyða fyrir þær athugasemdir, sem menn vilja gera hér að auki. Er auð- séð á þessu, að Grikkir eru viss- ir um það, að bezta ráðið til að hæna að sér ferðamenn, er að gera þá ánægða. Og ráðið til þess að safna upplýsingum hjá ferðamönnunum sjálfum um það, sem þeim hefir þótt miður fara, svo að hægt sé að bæta úr því. Mbl. Gömul kona: “Er þetta járn- brautarlestin til Stokkhólms? Brautarvörður: Já- “Er það nú alveg víst?’’ “Forstjórinn segir, lestarstjór inn, vélstjórinn og umsjónar- maðurinn segja það líka — svo stendur það í áætlaninni. En meira veit eg alls ekki. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB á oSru gólfl 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lógfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL aelur likklstur og ann&st um útfar- lr. Ailur útbúnahur sá bextl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPBQ HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 23 742 HelmiUs: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Fnrnltnre M.ring 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. tslenskur lögfrœhingur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Síml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafmti 28 889 DR. J. G. SNIDAL TAN NLÆKNIR 614 Someriet Block Portage Avenae WINNIPH'Q BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StUlir Pianos og Orgel Simi 38 345. 504 Alverstoae St. TALMYNDIR. Lag: — T>ú bláfjalla geimur. * Eg gleðst með þér, lundhýra, ljóshærða mær, og leiði þig í talmynda salinn. Með tárvotu auga er tilfinning mín vær, að tjá það bezt, að þú ein skyldir valin. :,: Við litum þar myndir í margbreytnis röð, og málum í huga söguþráðinn. Þær brosa og tala í bundni ljósastöð, :,: og bera þráð af viti og inna ráðin. :,: Að túlki þær ástir og tjái það brátt í takmarkalausum kossastraumi, sem elska sig birti mót ylhýrum sátt, :,: og elskhuginn sig tjái sælum draumi. :,: VV5 sjáum þar ástina í eilífum koss, og andstreymi lífsins, tál og syndir. Hinn ríka og snauða við hugarvíl og kross, :,: og hámark lífs og auðssöfnunar lindir. :,: Ó, þvílíkur skóli í þekking mót neyð, um þrótt vorn'í illu jafnt sem góðu. Um mannlífsins vonzku og mölbrotinn eið, :,: við máttarþort hvar öreigarnir stóðu. :,: Nú breyttist ein myndin, en batnaði ei neitt, sem báleldar eyddu húsaröðum. Sjá skotmannaraðir og byssustingjum beitt, og brjálsemi á helskýja-stöðum. :,: Þá stúlkan mér tjáði að standa á fót og slæþast út, hvað flestir aðrir gjörðu. Hún mælti það síðar, að myndin væri ljót af máttarsterkum verum hér á jörðu. Erl. Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.