Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. JÚNÍ 1932 MARGRÉT GUÐNÝ SIGRÍÐUR ROBBINSON. DánarkveSja. Þann 14. desember síðastlið- inn andaðist unga konan Mar- grét Guðný Sigríður Robbinson, að heimili foreldra sinna, Guð- jóns Jónssonar kaupmanns og konu hans Ástríðar Jónsdóttur, í Blaine, Wash. Margrét heit- in fæddist í Blaine 14. október 1909, ólst þar upp hjá foreldr- um sínum ásamt tveimur alsyst- kinum, Hlífari og Aðalheiði, og hálfbróður, Ólafi Ólafssyni, Björnssonar, frá fyrra hjóna- bendi móður hennar. Þann 31. maí 1928 lauk hún ágætu prófi við gagnfræðaskóla Blainebæj- ar. Sama sumir, 26. júlí, giftist hún manni af hérlendum ætt- um, C. R- Robbinson að nafni. Leituðu þau sér atvinnu ýmist hér í Washington, eða norður í Alaska. Um lífskjör Margrétar þessi rúm tvö ár, frá því að hún fór úr foreldrahúsum og þangað til hún kom heim aftur, er lítið vitað, og það litla, sem vitað er, verður ekki skráð. Víst er um það, að út í heiminn fór hún sem glæsileg ímynd æsku og hreysti, ung, fríð og bjart- sýn. Aftur skilaði grálynd ver- öldin henni sjúkri til dauða, og viljaiausri til að lifa. Eftir nokk- urra mánaða þungbært og sorg- iegt stríð við hvítadauðann, var jarðvistinni lokið. Var Margrét heitin eigi að- eins hin mesta myndarstúlka í sjón, heldur og ötul til náms og verka, svo og einkar ljúf í lund. Barnslegt sakleysi og einskær gæði lýstu af svip hennar. Að sjá hana fölna og falla, svo unga og efnilega, var öllum, er til þektu, átakanlegt samúðar- og sorgarefni. Jarðarförin fór fram mið- vikudaginn 16. desember, að viðstöddu miklu fjölmenni, þrátt fyrir óhagstætt veður. Kveðju- athöfn fór fram frá íslenzku Fríkirkjunni í Blaine, með að- stoð prestanna tveggja, Alberts E. Kristjánssonar í Seattle, og Friðriks A. Friðrikssonar. Hin ágæta söngkona, frú Ninna Stevens söng einsöng. Lík hinn- ar framliðnu var orpið moldu í litla grafreitnum við Califor- níu-lækinn. Örskamt frá hafði litli líkaminn fæðst, fagur og vaxtarmáttugur, fyrir rúmum 22 árum síðan. Blaine 25. apríl 1932. Fr. A. Fr. * * * MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR Eftirmæli. Kom eg til þín, Margrét mín. Mér fanst eins og fölnuð lilja, milli haustsins hörkubylja, saklaus manndómsmyndin þín! Horfin ertu oss úr sýn. Oft er lífið þungt að skilja. Það er gott a$ gráta þig; gráta nokkrum hreinum tárum; Lauga sál í sorgarbárum. Heilög gleði hertók mig: Sjá og vita særða þig svífa burt frá heimsins fárum. Hér er engin hlátursstund. Hérna skilja lífsins vegir. Rétt sem þú oss alla eigir, hrygð er nú í hverri lund. Tengist fjöldinn mjúkri mund. Máttur drottins hrokann beygir. Augu mæna á eftir þér, út í myrkrið, blind af tárum. Veðrið er með ekka sárum; er að gráta, eins og vér! Að elskuð varstu, sérhver sér;— sjálf er jörðin lauguð tárum. Vildi eg hugur vina hér vonsæll lyftist upp til hæða, svo að hætti sár að blæða. Helg er þessi hugsjón mér! Veit, að blindnin seinna sér sigur lífsins æðstu gæða. Verður þú sem leiðar-ljós lífs á brautum vina þinna; svo við hugsum minna og minna dags um fánýt höpp og hrós. Þú ert orðin andleg rós; ilmar sálum vina þinna. Veit að sárast syrgja þig sorgum lostin faðir, móðir, systir kær og beztur bróðir. Vonin þessi vermir mig: Frændur munu finna þig — frelsast, lifa, verða góðir. Fr. A. Fr. * * * í tilefni af andláti MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTT- UR ROBBINSON. HugsaS í anda móðurinnar. Hugur minn fer um horfna tíð, um hlýtt og kalt frá liðnum dögum. Unaðssól, er brosti blíð, svo brátt var hulin skýjadrög- um. Þannig er lífið hér í heim — hagleg samstjórn af öflum tveim. Þegar eg leit á blómabeð, bljúg eg dáðist að þeirra prýði. Útsýni bjart nær gladdi geð, gekk í skyndi sorg og kvíði; fjólan, sem ung og fögur skein, föl varð að þola tímans mein. Mótlætið héðan vísar veg sem viti frá myrkum duftsins ströndum. Hugklökk í anda horfi eg hjálpræðisins að björtum lönd- um. Vonin segir að séu þar sorgir mannanna afnumdar. Langar mig því um litla stund að líta þar á fögru blómin. Með gróin sár og létta lund Ijúfan eg nálgast söngva-óminn. ó, hversu bjart og indælt þar er í bústöðum sælunnar! Engim vanheiisa, engin tár, útvaldra sælu má þar spilla. í æskufegurð, með bjartar brár, blessaðir andar sali fylla. Þar sé eg að hún Margrét mín í mærum himinljóma skín. Ódáins-liljum er hún krýnd; unun það minni sálu vekur. Þessi dýrmæta sjón, mér sýnd, sorgina burtu frá 'mér tekuf. Um sigur glöð eg syngja vil. — Svo er þá enginn dauði til. Gleðilegt ár og góða tíð gefi vor drottinn öllum mönn- um. Hans andi kristinn allan lýð auðgi að kærleiksdygðum sönn- um. Heilir svo allir hittumst vér, hérvistin þegar liðin er. Kristín. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. R.R. 1, Cloverdale, B. C. 12. maí 1932. Kæri herra ritstj.! Eg var að líta aftur yfir gamla Heimskringlu, sem er skemtileg að vanda, og voru þar sérstaklega tvö bréf, sem vöktu athygli mína. Annað eft- ir herra Þorgils Ásmundsson, sem andmæli gegn óverðskuld- uðum áburði herra O. T. John- sons á hendur þér og fyrverandi ritstjóra, herra S. H. frá Höfn- um. En svo var það ekki það bréf, sem eg ætlaði að gera að umtalsefni í þessum línum; Hitt bréfið var frá skáldinu okkar Strandarmanna, hr. Sig- urði Jóhannssyni, Portland St., Burnaby, B. C. Það bréf ber ekki með sér að bréfritarinn sé í neinni andlegri afturför, þótt farinn sé að tifa yfir á níunda tug æfinnar, og er eg honum þakklátur fyrir, bæði þetta bréf og margt annað, senl hann hef- ir skrifað í Heimskringlu, bæði í bundnu og óbundnu máli. Alt, sem eg hefi séð eftir hann, lýs- ir heilum manni, en ekki neinni hálfvelgju, er svo mjög kveður við nú sem endrar nær, hjá mörgum þeim, sem fýsir að láta til sín heyra. En ekki get eg verið hinum heiðraða höfundi samdóma að öllu leyti. Hvað því viðvíkur, að bréfi herra Páls Bjarnason- ar hefir ekki verið svarað, er alls engin sönnun þess, að menn hafi ekkert haft við bréfið að athuga. Ef eg man rétt. eftir innihaldi bréfsins, þá var svo mikið kommúnistabragð að því bréfi, að eg get til, að flestum hafi þótt það að bera í bakka- fullan lækinn að svara því, svo margt hefir verið um hinn rúss- neska kommúnisma skrifað áð- ur, og munu þó fæstir miklu nær um ástandiö, vegna þess, að alt, sem um ráðstjórnarfyr- irkomulagið hefir verið skrifað, og afleiðingar þess, hefir verið svo öfgakent á báðar síður, að heimurinn er engu nær. En þó sW væri, að samskonar stjórn- arfyrirkomulag, ef rétt er frá skýrt, kæmist á hér í Canada og Bandaríkjunum, er mjög tví- sýnt að fólk yrði ánægðara, en með það stjórnarfyrirkomulag, sem við eigum við að búa, þó margt megi að því finna. BRÚÐARKAKAN VERÐUR AÐ LÍTA VEL ÚT — OG VERA EFNISMIKIL OG LJÚF Á BRAGÐIÐ. Eaton bakararnir búa hana til svo hún ber af! Kakan er brún og mátulega rök — full af hnetum rúsínum kirsiberjum og öðrum gómsætum ávöxtum — fryst með þykkri almond húð — og ef þér óskið þess, lagt lag á lag ofan — herborg klædd hvítum sykri og lögð glit- randi silfurskrúði. Grill Room kaka með þykkri almond húð allar stærðir 75c pd. Tea Hour, sykur-kaka, 75c pd. Sérstaklega prýddar kökur, $1.00 pd. Sérstaklega prýddar kökur (með sykurstöplum) $1-25 pd. Tea Hour Confections, aðal og þriðja gólfi, miðju, Grill Room á sætinda borðinu á þriðja gólfi miðju. T. EATON C°u UMIT80 HEIMHUQUR Syng þú nú, vor mitt, í svásum tón úr suðrænu hörpunni þinni. Heilsaðu frá mér heim á frón horfinni æsku minni. PROVINCE OF MANITOBA HON. W. R. CLUBB, Minister of Public Works. BIJREAU OF LABOR AND FIRE PREVENTION BRANCH Office: 332 Legislative Building. Telephone: 840 252-253 Heilsaðu þar með hækkandi sól, heiðum og Berurjóðri. Vermdu klakann úr hverjum hól og hjartað í hverjum gróðri. Fegraðu hlíðar og fjallsins brún, og fossa, er þaðan streyma, þrastasönginn og sóley í tún, í sumardýrðinni heima. Veit eg í dalbúans djúpum róm dunar nú vorsins kraftur. í kuldahvamminum kalin blóm að kveða til lífsins aftur. Man eg við þína læki og lón lóu og svana kliðinn. Og kvöldroðann, dagsins dýrðarsjón, deyja’ inn í næturfriðinn. DRY GLEANING IN THE HOME » During the past few weeks, I have received numerous enquiries concern- ing the use of solvent for cleaning purposes in the home. Dry cleaning in the home, under any circumstances, is dangerous. While solvent is not so dangerous as gasoline, it is far from being safe. Solvent is an inflammable liquid, but differs from gasoline in so far that it requires to be at a higher tempera- ture before emitting inflammable vapors, and cannot be considered safe for use in the home. In the interest of public safety, Dry Cleaning is required by law to be performed in buildings and ma- chines specially constructed for the purpose and protected by the most modern safety appliances for exting- uishing fires. Homes are not so equipped, therefore, Dry Cleaning, or any other process requiring the use of inflammable liquid, should not be performed in homes. Be ever on guard against the demon fire! A good servant—a bad master. The annual destroyer of many lives and approximately $2,500.000 property in Manitoba alone. E. McGRATH, Secretary Bureau o£ Labor and Fire Comraissioner. margt fólk nú orðið, er sjálf- stæðisleysi. Eg er ekki að mæla því bót að trúa á ekkert ann- að en mátt sinn og megin. En sá sem missir trúna að öllu leyti á sjálfan sig, er illa far- inn. “Eg trúi á sjálfan mig,” sagði Finnbogi rammi, og það er eg viss um að margir, sem til þessa lands hafa komið og sezt að úti í sveitum, oftast með lítið, hafa treyst meira á guð og sjálfa sig, heldur en kóng- imi og stjórnina, og hefir oft- ast blessast þolanlega. Það sem eg hefi drepið á hér að framan, er að mörgu leyti ónákvæmt, en vona þó að gefi nokkra bendingu um, hvað mér sýnist um úrræðin til bóta, og tel eg til þess gott dæmi samsteypustjórnina á Englandi. Hefðu flokksforingjamir þar farið að rífast um, hver ætti að verða forsætisráðherra, hefði alt farið á annan veg. Nú er þjóðin í framsókn, í stað aftur- fararinnar, sem áður var. Af því eg mintist á bréf hr. P. Bjarnasonar, vil eg geta þess, að eg man ekki til að hann hafi sérstaklega skrifað um rússneska kommúnista fyr- irkomúlagið. En það sem hann skrifar um þjóðmál, bendir ó- tvírætt á, að hann sé því stjórn arfyrirkomulagi hlyntur. En eg held að slíkt fyrirkomulag þrif- ist illa hér vestra. Til þess yrði fólk að vera löghlýðnara en það er. Það er margt, sem að amar, og lagfæringar þyrfti, en þar er við svo raman reip að draga, þar sem peningavaldið alt er í fárra manna höndum, sem ekki skeyta hót um neitt nema sjálfa sig. Með virðing og beztu óskum um gleöilegt sumar, öllum fjær og nær. Þ. G. fsdal. Skip eitt hafði vilst inn á milli boða og blindskerja í stórsjó og náttmyrkri og var ekki annað sýnna en það mundi farast þá og þegar. — Skipstjórin tók þá nokkra íflugelÐa^ fór upp f reiða og skaut þeim, ef verða mætti að menn yrðu viðvarir í landi og kæmi skipverjum og farþegum til hjálpar. Alt í einu klöngrast mjór og langur hordálkur upp í reiðann hvessir augun á skipstjóra og segir:— “Skipstjóri, eg mótmæli al- gerlega þessari fjandans fífl- dirfsku. — Vér erum komnir í opinn dauðann og hér er sann- arlega enginn staður fyrir flug- eldasýningu.” Ó, ætti eg, ísland, um vötn og vog vordrauma-fegurð þína. Stormöldur brims og stjörnulog að strengjum í hörpuna mína. G. Stefánsson. Að hinu leytinu er eg bréf- ritaranum* samdóma um, að helzt ætti að gera öll stór- gróðafyrirtæki að þjóðeign, því með því gætu stjórnir haldið uppi vinnu fyrir almenning, það er að segja, ef ekki brysti fé til að starfrækja þau. Það er búið að ganga of lengi, að stjórnarflokkarnir hafa gefið, eða selt fyrir sama sem ekki neitt, auðsuppsprettur landsins pólitískum flokksvinum sínum, og með því trygt sér fylgi þeirra, — og þeir svo fengið ósjálfstæðan almenning, til að halda þeim pólitíska flokki við völd, sem mest er gróðavonin frá i það og það skiftið. En svo er önnur hlið á því máli. Tækju stjórnir landanna öll stórgróðafyrirtæki í sínar hendur, þá býst eg við af reynslunni, að í ábyrgðarstööur við þau yrðu skipaðir vinir stjórnanna, sem sætu að völd- um í það og það skiftið, hvort sem þeir væru verkinu vaxnir eða hvernig sem þeir væru inn- rættir. Það vill nú svo vel til, að hér í Canada höfum við járnbraut- arkerfi, sem er þjóðeign, og hefir ýmislegt þótt varhuga- vert við starfrækslu þess. En þvi máli er ekki lokið enn, og verður ekki sagt margt um það með vissu. En svo mikið er víst að í stjórn þess hafa verið sett- ir pólitískir flokksforingjar, sem svo voru búnir að gera að hreiðr um sínum, að útséð þótti um að þeir yrði megnugir að leiða flokka sína til valda aftur, og því ráðlegt að tryggja þeim stöðu við járnbrautarkerfið. Mér er nú ekki vel ijóst, hvernig hr. S. J. hugsar sér, að gera öll stórgróðafyrirtæki að þjóðeign, en geri þó ráð fyrir, að hann ætlist til, að stjórnirn- ar taki það alt á virðingarverði. Tel hann of skýran og gætinn mann til að vilja beita ofbeldi. Þá er stærsta spursmálið: Hvaðan ætti að taka féð til að borga fyrir öll þau mannvirki, sem sett hafa verið í fram- kvæmd? Tökum t. d. C. P. R., sem nú er skaðlegasti keppi- nautur þjóðbrautanna. Eg er herra S. J. sammála um, að allir eigi að vinna. Það gerir öllum gott. Og það stend- ur skrifað, að allir eigi að neyta brauðs síns í sveita síns and- litis. En eg er samt hræddur um, að glæpir hætti ekki strax fyrir því. Mennimir eru jafn vondir enn þann dag, eins og á dögum Nóa. Og til að útrýma glæpum yrði að koma annað syndaflóð, og mætti þá enginn verða eftir af þeim, sem nú eru á jörðinni, og yrði guð þá að skapa- annað mannkyn með óspiltara blóði. Skaðlegustu vandræðamenn- irnir, sem nú eru uppi, eru ekki atvinnuleysingjamir, heldur þeir sem ekki þurfa að vinna. En svo er lítil von til, að úr ástandinu verði bætt á meðan flokkapólitíkin ræður lögum og lofum, í öllum sínum átak- anlegu myndum, eins og nú gerir hún, þar sem hver hrópar sínum foringja til dýrðar, eins og sagt er að skríllinn í Róm hafi gert á hnignunartímabili þess mikla ríkis. Þetta þarf að breytast, ef ait á ekki að kollsteypast. í stað flokksstjórnar ætti að koma samsteypustjórn, sem valdir væm í beztu menn þjóðanna, án tillits til flokka, og þeir ættu að vera kosnir af þjóðinni, en ekki valdir af einum eða tveim- ur mönnum, eins og oftast er um stjórnir. Við hér í Canada eigum fjölda af góðum mönnum í öll- um flokkum, sem mundi treyst- andi til að gera sitt bezta. Það er margt, sem þarf að lagfæra. Það sem fyrst ætti að fyrirbyggja, er vélavinna á nokkru því verki, þar sem mönn um verður við komið. Vélar eru nauðsynlegar við sumt. En þær eru altof mikið brúkaðar, á meðan þjóðfélögin verða að sjá hundruðum þúsunda fyrir föt- um og fæði. Vélavinnan á stór- an þátt í þeirri ógæfu, sem yf- ir þjóðfélögin gengur. Það væri gaman að vita, hvað margar miljónir dollara standa fastir í bílunum í Can- ada og Bandaríkjunum, og hve margir líða neyð beinlínis fyr- ir það, að þeir peningar hafa ekki verið notaðir til annars. Samt er ekki að lasta að hafa bíla. Þeir eru oft hentugir. En þeir eru notaðir í of mikiu stjórnleysi, eins og margt ann- að. Það ætti einnig að tak- marka leyfi kvikmyndasýninga og annara skemtana, sem ein- stakir menn og félög sjúga fé út úr almenningi fyrir. Það eru ekki alt ríkismenn, sem fylla kvikmyndahúsin kvöld eftir kvöld, margt af því fólki er á stjórnarstyrk. — Kvikmyndahús væri bezt að ekki væru opin nema tvisvar á viku, á meðan tímarnir eru eins og nú. Skemt- anir eru að verða að ófögnuði í heiminum. Svo ættu engar stjórnir að fæða heila hópa af fólki fyrir ekki neitt. Þjóðfélögin geta ekki staðist það til lengdar. Og svo venur það unga menn á að verða að slæpingjum, ef til vill öðru verra. Stjómir hafa altaf nóg tlerk til aðl Vinna, að minsta kosti hér. Okkur vantar betri vegi. Við höfum mikið af námum, sem bíða þess að vera unnar. Nú er tími til að vinna þær, þar sem þarf að sjá um að fólkið svelti ekki, því hjá því verður ekki komist. Og eins ættu sem flest ir að fara út á land, og reyna að bjarga sér sjálfir eftir beztu föngum, og að því ættu stjórn- ir að stuðla eftir megni. — Það er margt, sem menn geta hjáip- að sér með úti í sveitum, sem þarf að kaupa í bæjunum. Eitt af því sem einkennir' i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.