Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.06.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐStÐA W3NNIPÉG 1. JÚNÍ 1932 Hcimskringla (StofnuO 1881) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg i Talsimi: 88 537 VerS blaSsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "HeimBkringla” is publiahed by and printed by The Viking Press Lti. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 i WINNIPEG 1. JÚNÍ 1932 YFIRLIT. I. Við því má búast, að flestum, sem ís- lénzku blöðin lesa í þessu fylki, leiki nú meiri forvitni á fréttum um stjórnmál en nokkuð annað. Það er ekki nema það sem vanalegt er, þegar kosningar eru fyr- ir dyrum. Og hvað er þá um kosningarnar að segja í þessu fylki? Oft stendur svo á, að kosningar hvíla á einhverjum sérstök- um máium, stundum jafnvel ekki nema á einu máli. Af ræðum þeirra forsætis- ráðherra Brackens, og J. T. Thorson, K.C- lítur nú út fyrir, sem þeir vilji ekki segja mikið um mál þessa fylkis, heldur mál sambandsstjórnarinnar, og þá aðallega tollmálin. En hvað koma slík mál fylkis- kosningunum við? Þeir segja að Bennett stjórnin hafi firt land þetta útlendum markaði með tollum. Hitt h'ta þeir ekki á að tollar þessa lands, sem annara, eru afleiðingar af viðskiftaástandinu, sem ó- umflýjanlegar eru, ef landið á ekki að sökkva og verða gjaldþrota fyrir skuld- ir við önnur lönd, sem ausa vörum sínum inn í það. Bændastjórnin á Islandi og stjórnin á Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa allar orðið að grípa til þessara ráða, til verndar fjárhag sínum og gjaldþoli. Svo mikil óregla vár komin á þessa frjálsu verzlun, að af áframhaldi henn- ar gat ekki annað leitt, en gjaldþrot. Að hinu leytinu gæta þessir ræðumenn ekki þess, að um langt skeið hefir eng- in alvarleg tilraun verið gerð til þess, að finna vörum þessa lands varanlegan markað af neinni stjórn, fyr en Bennett- stjórninni, með samveldisfundinum, sem boðað hefir verið til í Canada á þessu sumri. Svo jafnvel þó fylkiskosningar þessar væru háðar um sambandsmál þessa lands, yrði för Brackenstjórnarinn- ar ekki að betri fyrir það. En auðvitað eru það mál þessa fylkis, en ekki sambandsmálin, sem þessum kosn ingum koma við. Og fyrst kemur þá eðli- lega til greina hagur þessa fylkis- Á hon- um veltur alt. Þegar stjórninni tekst að halda honum í sæmilega góðu horfi, þarf hún ekki að koma neitt kvíðandi fram fyrir kjósendur. En bregðist það, mælir fátt með stjóminni. Og hvemig er fjármálum þessa fylk- is nú komið? Ef dæma má af því, hve Brackenstjómin er feimin, að minnast á þau og gera þau að umtalsefni í þess- um kosningum, lítur út fyrir að ástandið sé ekki glæsilegt í þessum efnum, og að Breckenstjórain hafi beyg af að hún eigi sér þar synd á baki, sem kjósendum muni ekki dyljast. Fjármál eru ekki ávalt auðskilin- Sjálft fyrirkomulag þeirra glepur mönnum oft sýn. í þessu fylki sem öðmm, er t. d. mjög sjaldan minst á heildarskuld þess. Reikningsfærslan er í tveimur liðum, og þegar talað er um tekjuhalla ársins, er oft ekki minst á, hvað hann eykur eða hækkar aðalskuld fylkisins eða skuldina á innstæðureikningi þess. Þó skuldin aukist árlega, gera menn sér því ekki grein fyrir, hvað af þeim tekjuhalla leið- ir- Á Bretlandi er reikningsfærslan ein- faldari, og þar er ávalt talað um inn- stæðuskuldina, hve mikið að hún auk- ist ár frá ári, og það sýnir miklu ná- kvæmar, hvað hag landsins Mður, en þessir tvöföldu reikningar hér sýna, sem í raun og veru virðast til þess eins, að gera minna úr aukningu skuldarinnar, en ,þoIt er. Það elur kæringarleysii hjá HEIMSKRING L A stjórnunum, um hag fylkisins, og verður oft til þess, að almenhingur gerir ósann- gjarnar kröfur til stjóraa, uin veitingar til eins eða annárs, þegar féð er ekki i handraðanum, o£ sem afleiðingarnar af eru álögur og skattar. i III. En nú skulum vér láta töluraar tala og benda á ársreikninga núverandi stjórn- ar. Brackenstjórain ték við völdum árið 1922. Námu árstekjur fylkisins þá $10,- 500,000. Árið 1931 voru þær orðnar $14,- 700,000. Á stjórnartímabili Brackens hafa þær því aukist um nærri einn þriðja- En það þýðir auðvitað að svo mikið meiri skattar hafa á íbúana verið lagðir, sem litlu fleiri er uþó nú og þá. Mest hefir þó skattahækkunin verið síðustu fjögur árin, eða síðan 1927. En þá hefir hún líka hækkað um rúma miljón dala á ári. Þetta hefir nú komið á daginn hjá stjórn, sem lofaði að lækka skatta, ef hún kæmist til valda! En lítum nú svo á annað. Almenningi er á hverju ári sagt í fylkisreikningunum, að tekjur og útgjöld standist á. Ef svo væri, ætti skuld fylkisins ekki að hafa hækkað neitt. En hvers verða menn vísari um það, af innstæðureikningum fylkisins? Þess að fylkið tekur hvert lán- ið á fætur öðru, og færir þau til skuldar á innstæðureikninginn. Afleiðingin af því er sú, að skuldir fylkisins, sem árið 1922, þegar Brackenstjórnin tók við völd- um, var $67,000,000 (67 miljönir), er nú, 1932, $107,000,000 (107 miljónir), að meðtalinni 5 miljón dala verðbréfasölu 3. maí 1932. öll skuld Manitobafylkis hefir því aukist á stjórnartíS Brackens um fjörutíu miljónir dala! Á Ársreikningunum 1923 segir að tekj- ur og útgjöld fylkisins hafi staðist á og numið $10,500,000. Einnig að á ársreikn- ingum 1931 hafi þetta hvort um sig numið $14,700,000. En sannleikurinn er sá, að öll útgjöld fylkisins, bæði á árs- reikningi og innstæðureikningi, voru ár- ið 1923 $13,000,000, og árið 1932 $21,- 000,000- Munur á auknum útgjöldum þessara tveggja ára er því átta miljónir dala! Til samanburðar má geta þess að síð- asta árið, er þjóðmegunarflokkurinn var við völd, voru ársútgjöld fylkisins $4,- 500,000, og öll skuld fylkisins um $27,- 000,000. Nú með svo gífurlega aukinni skuld fylkisins, þarf meira fé, eða um 5 miljónir dala, til þess að greiða lán- félögum vexti af skuldinni, en allar tekj- ur fylkisins voru á síðasta stjóraarári þjóðmegunarflokksins. IV. Hvað hefir nú leitt af því að sökkva fylkinu í þetta skuldadíki? Skattgreið- endur eru að þrotum komnir og langt fram yfir það. Lánstraust fylkisins svo lamað, að það getur ekki fengið lán, nema að ábyrgst sé af sambandsstjóra- inni. Rætur meinsins, sem að bakj þessu öllu liggja, eru dæmafá bruðlunarsemi og hóflaus meðferð á fé fylkisins hjá Brackenstjórainni. Að eyða 21 miljón dala á síðastliðnu ári, er auðsjáanlega þess- um 700,000 manna, sem í Jiessu fylki búa, um megn að greiða. Það eru $30 á hvert mannsbarn í fylkinu, karla, konur og börn. Eða $150 á ári fyrir hverja fjöl- skyldu, eða mann og konu og þrjú börn. Og barnahópurinn er þó víða stærri en það. Með því að fylkið eitt leggi svona þunga byrði á ári á hverja fjölskyldu — auk skatta til bæjar eða sveitar, og svo sambandsstjómarinnar, — er svo langt gengið, að öll sanngirni og heilbrigð skyn- semi fá því ekki bót mælt, af þeirri ein- földu ástæðu, að skattgreiðendur geta ekki, hvað vel sem þeir vildu gera, risið undir því. Og fylkið er með þessu hátta- lagi Brackenstjómarinnar, að berast að þeim boða, sem stjórnin sjálf sér ekki nein ráð til að stýra hjá, þó mikið kunni að þykja með því sagt um fjárhaginn. En ^’ðasta fjárhagsáætlun hennar sann- ar þetta. Þar er gert ráð fyrir að eyða þrem miljónum dala meira, en hugsan- legt er að hægt sé að kreista með skött- um út úr almenningi. Og siðastliðið ár var tekjuhallinn aðrar þrjár miljónir. V. Nú sækir þessi sama stjórn um endur- kosningu eftir þetta tiu ára ráðslag sitt. Hún sér engan veg út úr ógöngunum. Hún satna sem segir, að alt verði að dankast eínhvera veginn af. En völdun- : um vill hún halda. Hún kaupslagar með ráðherrastöðuraar og býöur þær hverj- ; um, sem sig vilji stýðja. Henni sýniét vera á sama um alt —1 hag fýlkisins, virðingu sína — alt hema völdin. Hún hefir þurausið fylkisbankann og steypt honum kollhnýs, svo sambandsstjórain 'varð þar að ganga í ábyrgð fyrir þrem miljónum dala, til þess að almenningur tapaði ekki sparifé sínu. Hún hefir þuraus ið varasjóð fylkisins. Hún hefir og þur- ausið hvern varsjóð fyrirtækja fylkisins, eins og varasjóð símakerfisins, sem hún hefir allan notað, o. s- frv. Sveitalána- deild hennar er í hreinu tapi, svo að nem- ur 4 miljónum dala. Bændalánsdeildin i 2 miljóna tapi. Úr fjárhirzlu fylkisins er stolið $102,000, sem haldið hefir áfram í fjögur ár, án þess að eftir því væri litið eða nokkurn hlut um skeytt, þangað til þjófarnir buðu að láta flytja sig til Headingly. Fjárreiðan öll virðist hafa verið í grænum sjó, hjá Brackenstjórn- inni. JJtklíií VI. Það er því sjáanlegt, að Bracken- stjórnin getur ekki haldið áfram að fara með stjórn í þessu fylki. Það er kanske hvaða stjórn sem væri, eða að völdum kemst, um megn að bæta úr hag fylkis- ins. Sú stjórn, sem til valda kemur, fær vissulega að kenna á því, og líða fyrir syndir fyrirrennara síns. Það hefir aldrei í sögu þessa fylkis verið eins óálit- legt að taka við stjórnartaumunum og nú. Bracken þarf ekki að segja, þó að hann tapi völdum, eins og kerlingin sagði forðum í banalegunni, að það væri verst að þurfa að deyja nú frá allri sum- anmálnytunni. Hann hefir frá litlu að hverfa þar sem um hag fylkisins er að ræða. En fylkisins og þjóðfélags þess vegna, hvílir sú ábyrgð á kjósendum að sjá fyr- ir því, að bundinn sé endi á Bracken- stjórnar farganið, og þeim séu völdin í hendur fengin, sem annari stjóraarstefnu fylgja en hann, og fyrir stjórnarrekstri þessa fylkis s.já betur en hann. En í þessum kosningum er ekki nema einn stjóramálaflokkur, sem afdráttarlaust er á móti stefnu og stjórnarrekstri Brack- ens. Hinir flokkarair daðra flestir við hans stefnu, að einhverju leyti, af því að þeir eiga enga hagfræðilega stjórnar- stefnu sjálfir. Þeír eru allir upp úr því vaxnir, áð hugsa um það, að reyna þurfi að sjá fótum sínum forráð í fjármála- rekstri fylkisins. Þessi eini flokkur, sem greinagóðúr má heita f þessum efnum, og sér og skilur, hvað stefnu Bracken- stjórnarinnar er áfátt, — er þjóðmegun- arflokkurinn. Það er eini flokkurinn, sem kjósendur geta bygt nokkra von á, að hag fylkisins breyti til bóta, af þeim flokkum, sem í kosningunum sækja. Af hinum, sem maður veit fyrirfram, að eru stefnu Brackenstjórnarinnar fylgjandi, og eru ekki annað en hálfvisnar greinar á meiði hans, getur ekki neinna brejrt- inga verið að vænta, er til gæfu snúa, fremur en frá hinu “græna tré” sjálfu. Tíu ár eru næg reynsla af einni stjóra, og fulllöng reynsla af Brackenstjórainni. Hvað menn sjá unnið við að lengja stjóraartíð hennar, enn um fimm ár, er óskiljanlegt. Það getur margt lagst í rústir á þeim tíma, sem enn hangir uppi og bjarga mætti — þó á horriminni sé — af hagsýnni stjóra. HVAR Á AÐ SPARA? Svo spyr Lögberg síðastliðna viku- Því virðast þjóðmegunarmenn í meira lagi ósanngjarnir í orðum um eyðslusemi Brackenstjórnarinnar. En sá ljóður sé þó á ráði þeirra, að þeir geti ekki bent á, hvar hægt sé að spara. Virðist og sem blaðinu þyki það ekki ónáttúrlegt, að menn rekl þar í vörðuraar, þvi Bracken- stjórnin hafi í hvívetna gætt mikillar varúðar í meðferð á fé fylkisins. Úr því að minni Lögbergs er orðiö svona slæmt, skal hér aðeins bent á eitt atriði af þúsund og einu, er nægja ætti til að sýna, hve dásamlega Brackenstjórn- in hefir gætt hinnar göfugu reglu spar- seminnar, á þessum há-alvarlegu tímum. Það sem átt er við er bflaútgerð Brack- en stjóraarinnar. Samkvæmt skýrslum er um hana voru birtar yfir næstsíðasta fjárhagsár (1930 —1931) er hún á þessa leið: 1. Brackenstjórnin átti og leigði 635 vélknúð flutningatæki (bíla trucks og mótðrhjól) til snuninga á árinu. 2. Sjálf áttf hún 187 bíla, og kostaði notkun þeirra $118,158.28, i > -Í*i .. -i.V ... ..i 3: Fýrir hýsin§ú (stotágd); bílahna greiddí stjórnin '$5ö;745- 00. ' ’ ' ; 4. Stjórain keypti 289,523 gallón af gasolíu fyrir bíla ráð- herra sinna og þjóna. 5. Stjórnin fékk að láni 367 bíla og hjól, sem flestir vóru eign þjóna hennar, og borgaði fyrir það $124,259.70. 6. Stjórnin greiddi einum þjóna sinna $2388.16 fyrir lánið á bílnum hans á árinu. 7. Greiddi þrem öðrum þjóna sinna $2,000 hverjum á einu ári fyrir notkun á bílum þeirra. 8. Stjórain gaf ráðninga- manni þjóna sinna (Civil Ser- vce Commissioner) stjórnarbíl, alla gasolíu, áburðarolíu og við- gerðir á honum. 9- Lét gera sérstaka gasolíu- lind fyrir þjóna sína og ráð- herra. 10. Gaf 211 þjónum sínum um 55,000 gallón af gasolíu úr þessari lind. 11. Leyfði sex ráðgjöfum sín- úm að mjólka þessa stjórnar- geit eftir vild, endurgjaldslaust. 12. Gaf dómsmálaráðherra alla gasolíu og aðra olíu, alt “anti-freeze”, og lánaði honum upphitunaráhald, alt til hans eigin bfls. 13. Gaf einnig akuryrkjuráð- herra alt til hans eigin bíls. 14. Greiddi $1,499.88 fyrir notkun á einum Fordbí! yfir árið. 15- Greiddi $1422.22 fyrir notkun á einum bfl í raforku- deildinni, á einu ári. 16. Greiddi $4000 fyrir notk- un á fjórum bílum í sveitalána- deildinni. 17. Greiddi Comptroller-Gen- eral $300 á ári fyrir fyrningu á á bíl hans og $340 að auki fyr- ir að skjótast í honum eina ferð til Ottawa. 18. Lánaði mönnum í Ww’- men’s Compensation Board fé til þess að kaupa sér bíla. — Greiddu þeir stjórninni 835 j mánuði af því láni til baka, en svo fær stjórain bílana að láni frá þeim og greiðir þeim $65 á mánuði fyrir það. 19. Greiddi innkaupsagent sín um $300 á ári fyrir fyraineu é bíl hans, auk þess sem öll gas- olía, áburðarolía og viðgerð var af stjörninni borguð. 20. Stjórnin greiddi svo mik- ið sem $15 á mánuði í húsaleigu fyrir einn bíl árið í kring. Alls eyðir þannig Bracken- stjórnin fyrir bílaútgerð sína um $400,000 á ári- Þó að ein- hverju af þessu fé megi nú heita nauðsynlega varið, er hinu ekki að neita, að mikið af því eru aðeins “bitlingar” til vina stjómarnnar. Brackenstjórnin telur sig bændastjórn. Til akur- yrkju veitti hún samt ekki nema $290,000 á sama tíma, og hún eyðir þessu í bílakaup og bíla- úthald, til þæginda og skemtun- ar gæðingum sínum. Auðvitað hafa fylgiskatar hr. Brackens ekkert út á það að setja, þótt alt að því hálfri miljón dala af almennings fé sé varið til þess að þeir geti haft meiri þægindi og skemt sér í bflum sínum, — og það þó í þessu árferði, þegar margir eru svo staddir, að þeir hafa ekki vasafé fyrir dropa í bílinn sinn, og verða því að láta hann hýrast í vetrarhreysi sínu. Jón smali sagði prestinum það, sem dæmi um guðhræðslu sína, að í hvert skifti sem hann heyrði lesið í Bjarnarbænum: Alt sem vér þörfnumst til líkn- ar, skjóls og svölunar s*51:— vorum,’’ kæmi vatn r muninni á sér, af því að það minti hann á flöskuna. Þó vatn komi í munninn á ráðgjafaefn- um og liðsmönnum í sambandi við þessa bílaút- gerð hans, munu þeir margir sem líta á hana sem eitt n af ótal um harðla óþarfa eyðslu semi á stjórnarbúinu í vinnu- gæftaleysi og harðæri, eins og nú er. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’B nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint fri Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og scnda andvirðið þang- að. ÁFENGI og ÁFENGISLÖGGJÖF Eftir G. Áraason. '1 Frh. ' Það er mjög almenn skoðún að áfengi sé hitagjafi, og getl þess vegn akomið að gagni f kulda. í raun og veru hitar það’ ekki, en vegna áhrifa þess á taugakerfið, eykst hjartsláttur- inn í bili og heitara blóð rennur út í hörundið- Af því kemur hitatilfinning snöggvast, án þess að líkamshitinn hafi í rauninni aukist. Fjölda margar tilraunir hafa' verið gerðar til þess að ákveða hvaða áhrif alkóhól hafi á vinriu brÖgð manna, bæði erfiðis- manna og þeirra, sem vp"',í-- samari störf vinna. Niðurstað- an hefir ávalt orðið sú, að vinnuþrek þeirra, sem vinna erfiðisvinnu, virðist aukast f bili, en minkar vo eftir nokkra stund. Við vandasamari störf eru áhrifin þau, að hér um bil strax fer að bera á óná>-"'>Tvi-! og röngum handtökum fjölgar. Hermenn við skotæfingar og letursetjarar í prensmiðjum, hafa margoft verið prófaðir. — Viss skamtur af roromi. seró venjulega Væri ekki áúHnn stór, hafði þau áhrif á her- menn, að þeir hittu markið 11 um bil þrjátíu af þundraði sjaldnar, heldur en þegar þeir fengu ekkert áfengi. Þessar til- raunir, ásamt mörgum öðrum, sýna að nákvæmni og skiót- leiki hugsunar og skilningur minka mjög fljótt, og a* hugsanasambönd ruglast undir áhrifum áfengis; en aftur á móti örvast ímyndunaraflið og menn verða opinskárri, og ryi>r"’v ið virðist skerpast. — Ö1 er innri maður, segir máltækið. Allir vita, að mikil áfengis- nautn getur dregið menn til dauða og gerir það oft. Hitt er vafasamara, hvort hófleg isnautn sé faeinlínis skaðleg fyrir heilsu manna. Margir læknar þykjast vera vissir um, að alkóhól tefji fyrir bata í vissum sjúkdómum, og sé aukaorsök í dauða margra, þar sem þess ér þó ekki getið í dánarvottorðunum, af skilj- anlegum ástæðum. Fyrir nokkr- um árum var sú skoðun all- mikið útbreidd, að áfengisnautn væri mikilvæg orsök til briál- semi, en á síðustu árum hefir þessi skoðun breyzt nokkuð, og er nú álitið, að í sumum um sé sambandinu milli of- drykkju og brjálsemi þannig farið, að menn, sem >»*" votkt- að taugakerfi, og eru þess vegna líklegri en aðrir til að ..~ brjálaðir, hneigist venjulega til ofdrykkju. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt, að halda því fram, að tilhneiging til mikill- ar áfengisnautnar, sé mönnum ósjálfráð og stafi af því, að efni frá vissum kirtlum í Ifkaman- um (endochrin glands), sem hafa örvandi áhrif á líffæri, séu ekki næg. En alt er þetta mjög í lausu lofti, og margir telja það einskis verðar ágizkanir- Um áhrif alkóhóls á heilsu hófdrykkjumann’a hefir Nation- al Medical Research Couiicil á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.