Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13. JÚNÍ 1932 Sigurdsson, Thorvaldson ltd GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Bing 14 MANITOBA — CANADA HVERS MÁ VÆNTA af kirkjunni og prestum hennar? “Berið mig út í sólskinið,” sagði Þorkell máni, þegar hann var að deyja, “svo að eg geti falið þeim anda minn, sem sól- ina skóp.’’ Þegar Áskell Reykdælagoði var veginn, bað hann frændur sína að “vera sáttgjama og hefna sín ekki, og kvað það þá bezt gera, að stöðva óhöppin sem mátti”. “Hart ríður þú frændi,” sagði Kolskeggur við Gunnar á Hh'ð- arenda, þegar þeir fóra frá vígi Skammkels og þeirra félaga. Gunnar mælti: “Það lagði Skammkell mér til orðs, er eg mælti svo: Þér ríðið á mig of- an.” “Hefnt hefir þú nú þess,” segir Kolskeggur. “Hvað eg veit,” segir Gunnar, “hvort eg mun því óvaskari en aðrir menn, að mér þykir meira fyr- ir en öðrum mönnum að vega menn.” ’ í þessum þremur umsögnum þessara fomu Islendinga rís boði heiðins anda hæst. Hann ber við himinn í norðrinu, ram efldur og ægilegur, en bjartur og sviphreinn. Við nánari rann- sókn getur það ekki dulist, að í menning heiðinna, norrænna manna voru fólgin flest þau skilyrði, sem gáfu sterka von um traust og göfugt mannfé- lag, þegar aldir rynnu. Drengskapur var leiddur í öndvegi, og hann hélt því sæti á meðal þjóðanna, hvers mörg öhappaverk, sem unnin voru. Andleg og líkamleg afrek voru í hærra verði en gull og silfur. Á ættgöfgi voru sterkar gætur hafðar, að hún ekki blandaðist þrælablóði. Fyrir gáf- um og mannviti var borin mik- il virðing, án tllits til fjármuna. Konan, sem ræður að helm- ingi um þróun í framtíðinni — eða meir, — var frjálsbornari Phonr 22 935 Phone 25 237 HOTEL CORONA 2« Rooibi Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Room. — 41.50 per day and up. Monthly and Weekly Ratea on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA hjá norrænum, en þá tíðkaðist um heim allan. — í stuttu máli: um það leyti sem ísland bygð- ist, og eftir það fram að kristni- tökunni, var vor heiðinnar menningar að þróast við sín heima-öldu skilyrði. Gróður hennar var undarlega efldur og fjölbreyttur. Sú menning, sem þá var komin, sór sig í ætt til norrænna manna, sem frá upp- hafi voru borair til þess, sök- um yfirburða sinna, að hafa forystu á hendi. Hún var eðli- leg, heilbrigð, — samræmd við sinn eigin jarðveg. Rætur henn- ar stóðu djúpt. Hún skalf ekki í stormum mannlífsins, því að hennar innri eldur brann heit- ast, þegar sundunum var lok- að. Svo kom kristnin. Blóðslóð hennar lá sunnan frá Miðjarðar- hafi, norður á nyrztu tanga Noregs. Þá “stóð Ólafur konungur Tryggvason öndverður í and skotaflokkinum miðjum”, og sendi Þangbrand prest til Is- lands. Þangbrandur vann fyrstur það óhappaverk, að villa um fyrir heilbrigðri norrænni hugs- un á Islandi. Hann braut það skarð í fegursta og siðasta vígi heiðins anda, að örlög hans hlutu að fara á einn veg. Þangbrandur prestur var ekk- ert að hugsa um það, að sýna íslendingum Gyðinginn austan úr Asíu í réttu ljósi. Hann var ekki að sýna þeim hugsjóna- ríka draumamanninn af guðs náð. Hann sýndi ekki mann- vininn mikla, sem sá í einni sjónhending, að öllum gæti lið- ið vel á þessari jörðu, ef menn- irnir gengju í félagsskap til þess að uppræta lægri hvatir sínar. Hann flutti ekki þau fagnaðartíðindi, að Kristur sýndi veg til þess, að samstilla hærri gáfur mannanna á móti ástríðum þeirra. Hann hafði enga hugmynd um það, og ekki Ólafur kon- ungur Tryggvason heldur, að Kristur er að líkindum eini maðurinn, sem uppi hefir ver- ið, sem skyldi andlegan sósíal- ismus — frá fullkominni sjón- arhæð. — Kristi var það Ijóst, að eini vegurinn til guðsríkis á jörðunni, væri sá, að mennirn- ir gengju í félag til þess að velta því bjargi úr vegi, sem aðeins afl miljónanna fær ork- að, ef þær eru samtaka, — svo að allir gætu orðið andleg göf- ugmenni. Gerðu menn þetta, i kæmi hitt sjálfkrafa — sem ' máske mestum kvölum hefir i valdið að vantaði — þ. e. jöfn- uður lífsframfæris. — Eg þekki tvo íslendinga, sem næst hafa komist þeirri sjónarhæð, sem Kristur stóð á fyrir meira en nítján öldum: Stephan G. Ste phansson og séra Gunnar Bene diktsson. Annan átti að setja inn á stríðstímunum, en hinn var rekinn úr lúterskri kirkju j Þangbrandur var fyrsti krist inn prestur, sem boðaði trú á íslandi, sem hafði víðtæk á hrif. Og aldrei hefir nokkur maður misskilið hlutverk sitt meir. Hann skifti verkum á þann hátt, að hann ýmist drap menn eða söng messur. Fyrri atriðið var ekki pest- næmt. íslendingar voru því vanir í þá daga — enda eru líkamleg víg smámunir einir hjá andlegum vígum. Annað mál var með messurn- ar. í þeim lá sóttkveikja, sem sýkti hina hraustu, heiðnu, nor- rænu menning. Menn verða að gæta þess að maðurinn var ekki að boða kenningu Krists. Hann hafði alt annað í höfðinu. Undrin og leyndardómamir voru alt um kring. Himnaríki var einhvers staðar á einhverjum óákveðn- um stað uppi í loftinu, í líkingu við höll Óiafs konungs Trygg- vasonar úti í Noregi. Þar átti hin breiðvængjaða útþrá nor- ræns anda að fá allar ó^kir uppfyltar. En undir fótunum á mönnum var annar staður, heit- ur eins og Hekluglóð. Þann stað kallaði Þangbrandur hel- víti. Sá staður var miklu raun verulegri, því að hann var jarð- bundinn. Hann gat rifið sund- ur jörðina og gleypt heil hús með fólkinu í. Aðaltilgangur messunnar var sá, að biðja þann, sem sat einshversstaðar uppi í loftinu í höll eins og Ól- afs konungs, að sjá um það, að jörðin rifnaði ekki í sundur. — Bezta ráðið til þess að fá hann, sem í höllinni bjó, að verða við þeirri kvöð, var það, að allir væru auðmjúkir og skriðu í duft inu eins og ormar, fyrir þess- um ósýnilega ógnarbíld. Til þess að fjötra menn með enn sterkari hlekkjum við þessa trú, voru höfð ýms hjálparmeð- ul, sem hrifu á skynvitin: ýmis- konar ljósadýrð, reykelsisilmur og fáránlegur söngur. í þess- um hlutum lá einskonar dá- leiðslumagn, sem stakk eðli- legri skynjun svefnþora. — Þá fengu norrænir menn tungu- GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ Capt W. V. TOBIAS Conservative þingmannsefni í Winnipeg. Hann hefir verið á þingi í Manitoba siðastliðin 5 ár, og þekkir því til þeirra starfa. Hann fylgir ráðdeildarstefnu í stjórnmál- um, og að útgjöldin séu eigi látin fara fram úr tekjum. MERKIÐ atkvæðseðilinn þannig: VEITIÐ FYRSTA KJÖR Mr. JOHN T. HAIG, M.P.P. Conservative þingmannsefni í Winnipeg Þannig: Merkið Atkvæða Seðilinn Þtnnig: Hann styður flokkinn sem koma vill á sparsamari, heilbrygðari og skynsamari stjórn en verið hefir. uEignist dollarinn áður en þér eyðið honum.” skjálfta í fyrsta sinni. Þangbrandur er andlegur forfaðir íslenzkra presta. — Og sama sagan kvað hafa gerst f öðrum löndum — og þó enn verri. Við töfragerð þessara aust- urlenzku áhrifa, litu norrænir menn aftur og efuðu gildi þes3 sem þeir áttu bezt: “Sjálfur leiö þig sjálfan”. En f þess stað kom steinblind trú, sem heimt- aði með valdi traust á ósýni- legum guði. Eg hefi dvalið við ofanritað efni sökum þess, að síðan eg var bara hefir mér verið kent, að kirkja Krists væri andlegur leiðtogi mannanna — jafnframt því, að andleg verðmæti væru verðmeiri en efnaleg. Síðan eg komst til vits og ára, og fór lítið eitt að hugsa af eigin ramleik, hefir mér skil- ist, að kirkjan teldi aðalhlut- verk sitt forystu andlegra mála. Af þeirri ástæðu hefi eg myndað mér þá skoðun, að hún bæri þyngri ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu en nokkur önn- ur stofnun, einkum þegar þess er gætt, að fyrir henni varð að víkja, ung og glæsileg menn- ing, sem lofaði miklu. Eg ber lítið eitt skyn á kirkjuna, eins og hún hefir komið mér sjónir í íslenzkum jarðvegi — því að eg hefi orðið henni samferða alla mína æfi. Þegar eg renni augunum yfir iau 932 ár ,síðan Þorgeir Ljós- vetningagoði ákvað hinn nýja sið á Þingvöllum, getur það eigi dulist mér, að það er ekki kirkja Krists, sem hefir haft eiðsögn á hendi í meira en 9 aldir. En hitt dylst heldur ekki neinum hugsandi manni, sem ekki hefir keypt sér gul kirkju- gleraugu, að það er kirkja Þang brandar prests, og Ólafs kon- ungs Tryggvsonar, sem setið hefir að völdum, og borið káp- una á báðum öxlum. Að færa ástæður fyrir því, yrði of langt mál — enda öllum hugsandi mönnum kunnar. Eitt örlagaþyngsta “slagorð” kirkjunnar var það, að vissasta ráðið til sáluhjálpar væri, að vera fátækur. Það var prédikað seint og snemma. Auðvitað trúði alþýðufólkið því. Fólkið yfirleitt trúði öllu, sem prestur- inn sagði — alt fram á sfðustu tíma. Og margir trúa því bók- staflega ennþá. Eg fullyrði ekkert um það, en grunur minn er sá, að með þeirri kenningu hafi verið sáð fyrstu spírunni, sem “kapítal- isminn” fékk trölldóm sinn frá. En í öllum heildardráttum er það trúa mín, að uppeldi og framgangur “kapítalismans” sé meira kirkjunnar verk en nokk- urrar annarar stofnunar í mannheimi. Sú var tíðin, að kirkjan var eins og feit og bústin frú. Það sópaði að henni og hún lét hlýða sér. En þrátt fyrir alla upphefð, fanst henni það aldrei skerða virðingu sína, að láta “kapítalismann” sjúga brjóst sín. Og hann saug þangað til að hann var orðinn svo stórt skrímsli, að mjólkin varð ónóg. Þá fór hann að sjúga blóð úr öllum fátækum mönnum — með aðstoð kirkjunnar, því hún sagðist geta trygt þeim eilífa sælu á himnum fyrir blóðið. En nú var afstaða þeirra breytt orðin. Sú var tíðin að “kapí- talisminn” varð að haga gerð- um sínum eftir geðþótta kirkj- unnar. Nú á tímum er hún orðin leiguhjú hans, sem á all- an sinn tilverurétt undir hnefa hans. Á síðustu tímum eru að koma menn fram á hið drama- tíska leiksvið lífsins, sem virð- ast til fulls skilja erindi Krists í heimi hér. Þessir menn nema ekki staðar við skilninginn einn. Þeir eru ótrauðir í að starf- rækja hugsjónina á öllum svið- um mannlífsins, jafnt efnislega sem andlega. Þeir kljúfa skörð í járavarðar fylkingar “kapí- talismans”, eins og fleygar. Einkunnarorð þeirra eru eins og Krists forðum: “Fylgið okk- QUINTON’S Ef þér eruð að hugsa um verð þá ætti þessi verðskrá að snerta yður: FÖT, karlmanna $1.00 HATTAR, flóka QQq PRJÓNAPEYSUR QQq KJÓLAR, úr ull $1.00 KJÓLAR úr siiki $1.25 SIMI 42S61 QUINTON’S CLEANEBS DYEBS FUBBIEBS FRÍTT til Hydro skiftavina, sem nota RAF-ELDAVÉL Vér leggjum vír inn og leggjum til 500, 750 eða 1000 vatta rafmagns vatns-hitara í hús yðar — FBITT — ef eigandi hússins vill skrifa undir samning, að hitarinn og vírleiðslan sé eign Hydro. Þér greiðið að- eins lOc á mánuði í leigu auk venjulegs gjalds fyrir rafmagn. Plumbing er ekki í þessu. KAUPIÐ BAFMAGNS-ELDAVJEL Ntr — OG NAIÐ 1 ÞETTA KOSTABOÐ. SIMIÐ 848132 Cftij of Wmnfpeg III IIII SIMIÐ 848133 PDINCCSS ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.