Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐ81ÐA HEiMSKRIMGLA WINNIPEG 13. JÚNÍ 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni & Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY “Svona skulum við láta þær liggja upp við þokavegginn,’’ sagði hann svo og hag- ræddi örvunum. “Eruð þið tilbúnir, majór?’’ Majórinn sagði svo vera, og tók þá dokt- orinn vindilinn, sem hann var að reykja, og þrýsti vindiiseldinum að íkveikju-pappírnum. Varð þá augnabliks hlé, en alt í einu hentist eldörin úr hyikinu og fló loftið með geysiferð og miklum hvin, sprakk svo og umhverfðist í fjóra eða fimm glóhvíta ljóshnetti, er hnigu til jarðar og vörpuðu skæru Ijósi yfir allan blettinn, sem allra augu höfðu starað á. ‘“Þarna eru þeir! Margir tugir saman, til hægri handar við hús Hunters!” sagði majór- inn. Um leið og hann sagði þetta, riðu skotin af rifflunum bæði á þekjunni og á pöllunum í garðinum. Að vörmu spori flaug önnur eid- ör upp, og áður en ljósið af henni var dautt, hafði hver einn af varðmönnunum skotið af fjórum rifflum. Óp og köll mátti nú heyra í hópi Sepoya, er sýndi að eitthvað af skotun- um hafði orðið að tilætluðum notum. Jafn- framt iaust á skothríð úr öllum áttum rétt fyrir utan virkisvegginn, en majórinn kaliaði þá hátt til sinna manna að skifta sér ekkert af þeim náungum, en beina skeytum sínum öllum að fallbyssugarðinum, sem þeir vissu nú hvar væri, þó ekki gætu þeir séð hann í myrkrinu. “Láttu þá bíða á meðan eg hleyp ofan í lyfjabúðina, og sæki brennistein til þess að rjóða á byssusigtin. “Það er þýðingarlaust að skjóta án þess í dimmunni.’’ Innan stundar var doktorinn búinn að þessu — að rjóða brennisteini á öll sigtin, og var þá hafin skothríðin á ný í dimmunni. Og svo sendi doktorinn Wilson ofan til þess að rjóða á sigtin hjá þeim á pöliunum niðri í garðinum. Þegar Bathur'st var á leiðinni upp aftur eftir að hafa skilað boðunum til Doolans, mætti Mrs. Hunter honum í ganginum. Hún lagði hönd á öxl honum og sagði vingjarnlega: “Far þú nú að mínum ráðum, Bathurst, og vertu kyr hérna niðri í húsinu. Þeir eru í þann veginn að hefja skothríðina uppi og það er gersamlega þýðingarlaust fyrir þig að vera þar, bara til þess að stofna þér í þarf- lausan háska. Þú sýndir okkur í gær, hve mikið gagn þú getur gert á annan hátt, og eg er viss um að þér gefast fleiri tækifæri áður en lýkur. Og eg get fuilvissað þig um, að það tekur engin okkar til þess, þó þú standir ekki í skothríð, háður óviðráðanlegum veikleika eins og þú ert. Ef um áhlaup á virki okkar væri að gera, væri öðru máii að gegna. Eg veit vel að þú mundir ekki draga þig í hlé þá, hversu mikill sem sársaukinn væri.’’ “Eg þakka þér fyrir orðin og ráðin, Mrs. Hunter,” svaraði Bathurst. “En upp hiýt eg að fara. Eg veit að það er gagnslaust, en eg sit mig ekki úr færi að grípa sama tækifæri og þeir að verða kúlum óvinanna að bráð. Mað ur forðast ekki hníf sáralæknisins vegna sárs- aukans, sem ekki verður umflúinn. Eg segi ekki að skothvellirnir meiði ekki taugakerfi mitt, en eg er altaf að vona að eg venjist þeim sársauka, og að hann smá-hverfi, en hvort heldur sem er, hlýt eg að stofna mér í sama háska og aðrir.’’ Um leið og hann endaði orð sín, hófst skothríðin, og kiptist þá Bathurst við og rak upp ofurlítið hljóð, eins og hnífi hefði verið stungið í hann. En hann hikaði ekki fyrir það, en þaut framhjá Mrs. Hunter og upp stig- ann og eftir þekjunni og út að brún og fleygði sér svo niður hjá tveim mönnum, sem í því hleyptu af byssunum. “Ert það þú, Bathurst?” sagði majérinn, sem var annar þessara tveggja. “Vertu var- kár, maður og lyftu ekki höfðinu svona upp fyrir pokavegginn. Ligðu bara hreyfingarlaus hérna. Hindúum kemur ekki í hug að gera á okkur árás í nótt, og þess vegna er þarflaust að eyða skotfærum nema sem minst. Þú.skalt því ekki bera við að skjóta.’’ En Bathurst heyrði ekkert af þessu og teygði sig því alt af upp yfir pokagarðinn þar til majórinn togaði í hann og knúði hann til að gera eins og þeir. Það hefði verið óhætt fyrir hann að halda höndunum fyrir eyrun, til þess að draga úr hveliunum, en Bathurst bar það ekki við. Hann sat hjá þeim og nísti tönnum, er skotin riðu af, en allar hans taug- ar titruðu af vanstyrk og sársauka, þangað til majórinn kallaði upp og sagði þeim að hætta. “Eg trúi ekki öðru, en þeir séu hættir að vinna,’’ sagði hann. “Eg vil að þið, doktor, Hunter, Bathurst og Farquharson, farið og leggið ykkur fyrir í fjórar klukkustundir, en koma þá og taka við af okkur. En áður en þið leggið ykkur fyrir skuluð þið segja Doolan að Senda helming sinna manna inn til að sofa. Auðvitað fleygið þið ykkur út af al- klæddir, ef á þyrfti að halda að kalla á ykkur út fyr en ætlast er til.” “Eg vil senda upp eina eldör áður en eg fer, majór, til þess að vita fyrir víst að þeir séu hættir. Við getum sofið til skiftis á morg- un, því um hádagimr bera þeir ekki við að hlaða þenna garð. Búið þið ykkur því undir að hleypa af, piltar, ef þeir eru þarna enn, en eyðið þið ekki einu skoti til ónýtis.’’ Örin sveif úr hylkinu, og sást þá, að ekki einn einasti maður var eftir á starfssviðinu. “Eg átti von á því, majór, að þeim yrði flökurt af eldhríðinni frá okkur svona nærri,’’ sagði þá doktorinn. “Að allir eru í burtu sýnir, að við höfum farið illa með þá.” “Það er ágætt, doktor,’’ sagði majórinn. “Við sendum skot og skot á stangli í sama hreiðrið, bara til þess að sannfæra þá um, að þeir séu ekki gleymdir. En aðal-verkið verður nú að hafa opin eyrun, ef þeir skyldu reyna að koma með stiga og klifra yfir girðis- vegginn í myrkrinu.’’ “Eg held að það sé engin hætta á því í nótt,” sagði doktorinn. “Ef þeir hefðu haft það í huga, þá hefðu þeir ekki hreyft við að byggja þenna fallbyssugarð. En þeir reyna það að sjálfsögðu einhverntíma síðar. í nótt held eg ekkert meira þurfi að óttast, nema þessa strjálu skothríð frá þeim, sem húka hérna í runnunum kringum garðinn, og eg trúi ekki öðru en að þeir letjist við að skjóta og eyða skotfærum bókstaflega til einskis gagns. Það var hepni, að við náðum hingað nærri öllum skotfærunum.’’ “Já,’ ’svaraði majórinn, “þeir höfðu ekki eftir frá okkur, nema eitthvað tíu skothylki handa hverjum manni. Sá forði hlýtur að vera um það uppgenginn nú, og þá verða þeir sjálfir að búa til hylkin og máta kúlurnar, nema þeir nái í forða frá öðrum uppreisn- armönnum.” “Jæja, majór, þú sendir þá eftir ohkur að fjórum stundum liðnum.” “Vertu óhræddur, doktor — eg gleymi því ekki.” ’ Það bjarmaði fjrrir degi, þegar þeir dokt- orinn komn aftur upp á þekjuna, og var þá tekið fyrir alla skothríð. Alt var kyrt og hljótt. “Tak þú, Rintoul, við stjórn hér á þekj- unni í bráð,” sagði majórinn, “en hafðu Far- quharson hjá þér. Þeir doktorinn og Bathurst eru þá lausir í svip, og geta litið eftir öðrum störfum. — Eg hefi verið að hugsa um það, doktor,” sagði hann svo, “að það væri vitur- legt að skipa Bathurst yfirumsjónarmann yfir allri búslóðinni. Við höfum mikinn forða af vistum og 'öðru, en eg þykist sjá, að vinnu- fólkið meðhöndlar engan hlut með sparsemi, nema einhver sé, sem stöðugt hafi gát á öllu, sem gert er. Eg álít nauðsynlegt, Bath- urst, að þú skamtir vinnufólkinu alt, sem með þarf, samkvæmt her-reglum, og það væri gott að mæla þannig alt handa okkur líka. Hesta- sveinarnir þurfa líka strangt eftirlit — að þeir hirði hestana og vatni þeim að þörfum. Brunn okkar þarf líka að athuga gaumgæfilega, til þess að sjá, ef vatnið tekur nokkurri litbreyt- ingu. Alt er að varast. Mig grunar, að þú kom- ist að því, að störf þín verða mikil og marg- brotin." “Eg þakka þér, majór,” sagði Bathurst Eg skil tilganginn og viðurkenni góðsemi yðar, og tek þessu góða boði, fyrst um sinn að minsta kosti. Eg skal með ánægju líta eftir öUu, sem bezt eg get, en eg hefi verið að hugsa um nokkuð, sem eg vildi mega tala um við þig núna undireins, ef þú vildir veita mér áheyrn örfáar mínútur áður en þú ferð að sofa.” “Hvað er það, Bathurst?” spurði majór- inn. “Eg held að við séum allir á eitt sáttir í því, majór,” hélt Bathurst áfram, “að þó okk- ur máske takist að verja þenna garð og þetta hús um tíma, þá reki þó að því um síðii*, að við verðum annaðtveggja að gefast upp, eða Hindúar yfirbuga okkur í áhlaupi.” Majórinn kinkaði kolli. “Að því rekur vafalaust, Bathurst. Ef þeir að lyktum vilja semja um grið, gengur alt vel, ef ekki, verður um tvo kosti að velja, reyna að komast burtu á laun, eða berjast þangað til hver einn fellur.” “Það var um launflótta, sem eg hefi ver- ið að hugsa,” sagði Bathurst. “Því lengur sem líður, því nærgöngulli verða þeir, vitandi að afl okkar smádofnar. — Við hefðum ef til vill getað laumast gegnum vörð þeirra í nótt er leið, en það verður ómögulegt, þegar sá vörð- ur þéttist, og því ómögulegra, eftir að þeir hafa brotið vegginn og sækja að húsinu á all- ar hliðar úr garðinum sjálfum. Ef til vill gætu örfáir sloppið, sem vel kunna málið, en flest aí' okkar fólki kæmist hvergi.” “Alveg rétt, Bathurst.” ’ Rapi “Það er því tillaga mín, majór, að við byrjum nú und- ireins að grafa jarðgöng úr kjallaranum, og höfum þau eins löng og kraftar okkar leyfa. Mitt álit er að ekki skríði til skarar fyrir alvöru í eina tíu til fjórtán daga enn, og ef við í millitíðinni vinnum dag og nótt við að grafa göngin, ættum við að vera komin um hundrað og fimtíu til þrjú hundruð fet, eða meira út fyrir girðis- vegginn. Það er þéttur skóg- artoppur í girðingunni hans Farquharsons, og um þrjú hundruð fet frá girðisvegg okkar. Þangað skyldu göngin stefna, svo að við kæmum upp úr göngunum inn á milli trjánna. Ef alt fer á versta veg getum við auðvitað grafið upp um völlinn hvar sem er, og smogið síðan öil eftir ganginum og þaðan út, í náttmyrkri. Við gætum líka fest púðurborinn kveik í púð- urhúsinu, og lagt hann svo eftir göngunum alt að uppgöngunni, og kveikt svo og látið alt springa í loft upp litlu eftir að við værum komin burtu. Það er hér nóg púður til að sundra allri byggingunni til grunna, og gætu þá Sepoyar ætlað, að við hefðum öll látið þar lífið.” “Eg held að þetta sé ágæt hugmynd, Bathurst,” sagði þá majórinn. “Hvað segir þú, doktor?” ÖLLUM MEÐLIMUM FJÖLSKYLDUNNAR ÞYKIR ROBIN HOOD HAFRA- GRAUTUR GÖÐUR Robin“Hood Ortts var kyrt. Þeir majórinn gátu til að Sepoyar væru að byggja fallbyssugarð nokkru fjær, en inni í skóginum, þar sem ekki sæist til þeirra og enginn vissi af þeim fyr en fyrsta skotið hlypi af byssunni. “Svo þú ert orðinn námumaður, Mr. Wil- son,” sagði Isabel við hann, þegar hann kom inn til að fá sér hressingu, eftir að hafa unnið fjóra tíma, haft fataskifti og laugað sig. “Já, eg held eg hafi lézt um sex eða sjö pund, Miss Hannay, á fjórum tímum. Haldi eg þannig áfram í mánuð, verður ekkert eftir af mér.” “Og hvað er nú holan orðin djúp, eða löng?” “Fyrirtak! svaraði doktorinn. “Jarðveg- urinn er laus og sendinn, og ættum við því að gera göngin á tiltölulega stuttum tíma. Hvaö margir mundu komast að verkinu í senn, Bathurst?’ spurði hann svo. “Tveir í senn, hefði eg hugsað,” svaraði Bathurst, “til þess að grafa og koma stoðum fyrir og rafti í mænirinn, og tvo eða fleiri Hindúa til að færa moldina í burtu. Ef þrír væru flokkarnir, hefði hver flokkur fjögra tíma vinnu og átta tíma hvíld á hverjum tólf klukkustundum. Með þessu móti þyrfti aldrei að verða vinnuhlé sólarhringinn út.” “Viltu taka við stjórn á þessu verki, Bat- hurst?” “Með ánægju, majór.” “Gott. Þú skalt taka þá félaga með þér, Wilson og Richards, og unglingspiltana þrjá, Sanderson, Austin og Herbert. Þið sex skulið undanþegnir öllum öðrum störfum, nema ef áhlaup vofir yfir. Eg skal hafa þá Austin og Sanderson saman. En hvern hinna þriggja kýst þú með þér?’ “Eg kýs Wilson,” svaraði Bathurst. “Gott. Þá verða þeir Richards og Herbert saman. Að morgunverði loknum skulum við velja tólf duglegustu Hindúana til að vera með ykkur, og bera að ykkur efni og í burtu moldina. Eg skal koma þeim í skilning um að þeir verði að vinna, en á meðan vinnan endist skuli hver þeirra fá hálfan rúpí á dag umfram umsamið kaup. En þú, Bathurst, ætl- ar þá að hafa umsjón verksins alla á hendi, auk þess að vinna þinn fulla skerf?^’ “Sjálfsagt, majór. Eg tek að mér að vinna alt, sem að því lýtur.” Við morgunverðarborðið sagði majórinn frá þessari fyrirætlun, og tóku piltarnir fimm, er nefndir höfðu verið, vel í að gera þetta, og vinnumennirnir voru allir fúsir á að gefa sig í vinnuna, þegar ríflegt aukagjald var í boði. Að máltíðinni lokinni fór majórinn ofan í kjallara með þeim Bathurst og Wilson, og sagði fyrir hvar byrja skyldi göngin, og tóku ' þeir Bathurst undreins til að sprengja stein- Ívegginn umhverfis kjallarann. ■ “Þetta þykir mér vænt um,” sagði Wil- son. “Það er æði mikið viturlegra en að híma uppi á þekju aðgerðalaus, þangað til þeim þóknast að ráðast á okkur. Hvað víð ætlarðu að hafa göngin?”’ “Mátulega víð fyrir einn mann að ganga eftir í senn,” svaraði Bathurst. “Þess þrengri sem við höfum þau, því minni er vandinn að halda uppi rjáfrinu.” “En þá getur heldur ekki nema einn maður unnið í senn,’ ’sagði Wilson. “Það er nóg,” svaraði Bathurst. “Við hvíl- um þá hvor annan eftir fimm mínútur. Þú reynir að það verður bæði heitt þar inni og þungt verk að losa moldina.” “Hamingjunni sé lof, að hér er leir og mold á bak við!” sagði Wilson, er járnkarl hans braut gat á steinvegginn og óð langt inn , í gljúpan jarðveginn. “Já, eg óttaðist nú aldrei að hér væri klettur eða grjót á bak við,” svaraði Bathurst. “Þeir hefðu ekki bisað við að fóðra kjallar- ann með steini, ef steinn hefði verið á bak- við. Jarðvegurinn er djúpur mjög í öllu þessu héraði. Hindúar verða að fóðra brunna sína með steini þrjátíu til fjörutíu fet niður.” Dagurinn leið svo, að ekkert gerðist. Alt “Æ, kallaðu það ekki holu, Miss Hannay! Kallaðu það jarðgöng. Það lætur svo mikið betur í eyrum. Við erum búnir með fimtán fet, og er það miklu meira en eg hefði getað ímyndað mér, en Bathurst er hamhleypa við vinnu. Maður mætti ætla, að hann gerði aldrei annað en að höggva og pjakka. Hindúrnir máttu svei mér halda áfram, ef moldarhaug- urinn átti ekki að safnast fyrir. Richards og Herbert eru nú teknir við, og eg veðjaði fimm rúpís við Richards, að þeir gerðu engin fimtán fet á sama tíma og við Bathurst.” “Það er nú tilgangslítið held eg, að veðja, eins og núna er ástatt, Mr. Wilson,” sagði Isabel raunalega. “Það er nú sennilega rétt, Miss Hannay. En svo verður maður að gera eitthvað til að viðhalda áhuga fyrir verkinu. En sjáðu! Hend- urnar á mér eru ekkert annað en blöðrur! Þar kemur líklega glerhart sigg eftir tvo til þrjá daga, svo eg finni ekki sársaukann.” “Eg vildi að við gætum fengið eitthvað að gera,” agði Isabel. “Tíminn er svo lengi að líða nú, þegar ekki eru til meiri pokar að gera við, og við búin að gera öll sárabönd, sem þörf er á í bráð. Við höfum nú ekkert nema reyna að tefja af fyrir börnunum, sem er auðgert meðan óhætt er að vera úti í þess- um litla garði, sem er þkklætisvert að er til.” ‘“Það er nú lítilfjörlegur garður,” sagði þá Wilson, “eða svo finst mér, þegar eg hugsa um garðinn minn heima. Það var nú garður að gagni kringum prestssetrið hjá karli föður minum. Þar var hka glatt á hjalla hjá okkur æði oft. Hvað skyldi pabbi og mamma ann- ars segja, ef þau vissu um ástæðumar hérna? Veiztu það, Miss Hannay, að mér finst stund- um að tillaga Fosters hefði verið bezt, og að okkur hefði verið betra að þeysa út öllum í senn og rjúfa vörðinn.” “Það er ómögulegt, Mr. Wilson, með okkur kvenfólkið að baki ykkur. Þið hefðuð ekki getað sýnt mikla mótspyrnu þannig sett- ir, er eg hrædd um.” “Eg veit ekki, Miss Hannay, hvaða garp- ur eg er í höggorustu,” og Wilson varð nú alvarlegur. “En mér finst að værir þú að baki mér, myndi eg ryðja æði miklu frá mér!’” “Eg er sannfærð um að þú myndir gera eins mikið og mest yrði heimtað af nokkr- um manni,” svaraði Isabel blíðlega, “en hitt er eigi að síður satt, að þér yrði erfið sóknin með manneskju að baki þér á hestinum. Eg vil mörgum sinnum heldur að reyna að flýja gangandi, því þá treysti eg á sjálfa mig, en sæti eg á hestbaki með öðrum manni, að eg gerði þeim manni ómögulegt að komast und- an. Það væri hræðilegt. Eg kann ekki að dæma um, hvort vitleysa var að setjast að eins og við gerðum, eða leggja á flótta í upp- hafi, en frændi áleit heppilegra að vera kyr, og svo gerði Mr. Hunter og hinir allir. Af því ræð eg að það hafi verið hyggilegast. En hvað sem því líður, þá er eg sannfærð um, að ó- viturlegt hefði verið fyrir alla, að fara ríðandi í einum hóp, og tví- og þrímenna á hverjum hesti.” Einn dagur enn leið svo, að ekkert sérlegt gerðist, en er nóttin var komin, heyrðu þeir axarhljóð, sem á verði voru, og heyrðu skógar tré falla til jarðar. Það var majórinn, sem þá var varðstjóri uppi á þekju, og sagði hann undireins, að nú væru þeir búnir að fullgera fallbyssugarðinn inni í skóginum, og væru nú að fella trén, sem fyrir væru, þegar kæmí til að skjóta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.