Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 13. JÚNÍ 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐA T I M The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. BUR KAUPIÐ AF f HORNINU. Frh frt S. bls. sótt mig með svo miklum þráa, að sumt af þessum hugsunum inínum væru þess ekki alls ó- verðugar, að koma fyrir al- mennings sjónir, enda þótt eg hafi reynt að sporna við því, að hún þróaðist í heila mínum, — að eg að síðustu afréði að láta undan. I>ess skal eg geta, að ekki munu allir molamir, sem eg tíni upp úr hugarfylgsnum mín- um, verða algerlega frumsamd- ir. Sumir af þeim munu verða lausleg endursögn af því, sem eg hefi lesið eða er að lesa á öðrum tungumálum. Þeir, sem lesa þessa hugar- mola, munu auðveldlega sjá, hvað er frumhugsað af þeim og hvað er að mestu eftir öðr- um haft. Það var siður sumra bóka- manna heima á Islandi .þeirra er mikið lásu, að segja heimilis- fólkinu innihaldið af því, sem þau voru að lesa, í rökkurset- unni, og stundum þegar fólkið var háttað, þar sem svo var til hagað, að allir sváfu í sama herbergi, eins og sumstaðar átti sér stað fyrrum. Var það oft hin ágætasta skemtun, því sumir af þessum þulum sögðu svo ná- kvæmlega efnið, að ef það hefði verið hraðskrifað um leið og þeir sögðu, hefði maður haft á milli handa ágæta þýðingu af því, sem þeir voru að lesa. Síðasta árið, sem eg var á ís- landi, eða næst því síðasta, 1899, dvaldi eg um æði margra mánaða skeið, eða nokkuð meira en hálft ár, sem hlut- armaður í Bjamarey, sem er utan til í Vopnafjarðarmynni. Eyjan er eign Hofskrikju í Vopnafirði, eða var þá. Þá hafði maður hana á leigu sem hét Björn Guðmundsson, kallaður póstur, því hann var um eitt skeið póstur, og loddi nafnið við hann æ síðan. Hann las mjög mikið af dönskum skáld- sögum. Hann var glaðlyndur maður og ágætur spilamaður, spilaði samt mest “l'hombre” upp á peninga, ef hann átti kost á og þurfti sá að kunna vel, sem gat yfirunnið hann í því spili. Hann var í meira lagi gefinn fyrir að hagnýta sér veigar Bakkusar. Vildu því pen- ingar ekki stöðvast vel í vörzl- um hans, enda þótt hann hefði töluverðar inntektir á stund- um. Hann tók ýmislegt fyrir, en frá öllu varð hann að hrökl- ast, fremur með skuldabyrði á baki en peningalegan gróða. En samt var hann alment vel liðinn og átti marga vini, því eins og áður er sagt, var hann glaðlyndur og í raun og veru drengur góður. Hann kom hér síðar til Ameríku og settist að í Nýja íslandi, en hvar, veit eg ekki, og þar mun hann hafa dáið. Það var oft á kvöldin þarna úti í Bjamareyjunni, að Björn sagði okkur innihaldið úr sögum þeim, sem hann var að lesa. Eg kom þangað með stóreflis bók af dönsku eða norsku blaði, sem hét “Nor- diske Folkeblad’’, og var það fult af mörgum ágætum sög- um. Eina af sögum þeim las hann og sagði okkur svo á kvöldin. Eg gerði það að gamni mínu, að eg las hana, eftir að hann hafði sagt okkur. Og það er áreiðanlegt, að hefði hún verið skrifuð ejns log íhann sagði okkur, þá hefði maður átt ágæta þýðingu, og það jafn- vel á fjörugra máli, en var á henni á danska málinu. Ýmsa fleiri bókamenn heima á gamla landinu þekti eg, sem gerðu þetta, þar á meðal föð- ur minn, Jón Guðmundsson, er las dönsku eins vel og móður- málið. Og ensku gat hann les- ið nokkurn veginn vel. En ekki held eg að hann hafi sagt sitt efni eins vel og Bjöm gerði, mun ekki hafa haft jafngóða minnisgáfu, og hann var held- ur ekki eins skrafhreifur mað- ur. Hans aðferð var oft sú að hann las upphátt á íslenzku, það sem hann var að lesa á dönsku. En af ensku gerði hann það aldrei. En meiri og sann- ari bókmentamaður var hann, heldur enn Bjöm. Hann las alls konar fræðibækur, en Bjöm las lítið annað en sögur og eld- húsrómana. Þó var hann sér eins mikið úti um verulega góð- ar og mentandi skáldsögur, en það var ekki eins auðvelt að ná haldi á þeim, eins og þeim lélegu. Þríðji maðurinn, sem eg þekti þó ekki væri mikið, er hafði það til siðs að segja heimilis- fólki sínu efnið úr því, er hann var að lesa, var Sæbjöm Egils- son á Hrafnkelsstöðum í Fljóts- dal. Sjálfur heyrði eg hann aldrei. En mér var sagt, að hann hefði gert það snildarlega vel. Enda var maðurinn greind- ur í bezta lagi. Eg hugsa, að ísland hafi átt fleiri eða færri í hverri sýslu, sem færir voru um að gera þetta. Og mjög nákvæmlega mun þurfa að leita hér í Ame- ríku og öðrum löndum, til þess að finna alþýðumenn óskóla- gengna, sem lesa önnur tungu- mál en sitt eigið landsmál, og eru um leið færir um að segja efnið úr því svo vel, að nær því liggi, að slíkt sé ágæt þýðing. En mér er nær að halda, að þessi list sé mjög að hverfa á íslandi, eins og svo margt ann- að gott, sem tíðkaðist þar fyrr- um. Hið innilega baðstofulíf mun vera að líða undir lok, síð- an að vistarbandinu var slitið og allir eru á flugferð af einu landshorninu á annað. Og svo mun breyting á húsaskipun nokkru um valda, og hið út- lenda snið í öllum lifnaðarhátt- um. Það mun nú vera hægt að fara sveitimar á enda, án þess að finna, að einhver sitji sem næst í miðri baðstofu, og sé að lesa upphátt fyrir heimilisfólk- inu sögur eða' eitthvað annað gott, eða kveða rímur við raust. Og að áheyrendumir noti svo tækifærin, ef lesarinn eða kvæðamaðurinn hættir um stund til að hvíla raddfærin, taka í nefið eða sjúga að sér ilmríkan tóbaksreyk úr pípu sinni, til að tala um efnið og útlista það hvað fyrir öðru. Það var ágætis aðferð til að festa efnið í minni allra, setn við- staddir voru. Og í samræðum þeim komu oft fram hnyttiyrði og orðaleikir, sem síðan héldust við og breiddust út, og urðu mörgum til ánægju, að endur- taka. Þetta og ýmislegt fleira, sem tíðkaðist heima á gömlu kæru eyjunni okkar, er stórvægilegur skaði fyrir íslenzku þjóðina að glata. En svo ætla eg ekki að fara lengra út í þau efni, hvað sé skaði fyrir íslenzku þjóðina að glata sínum fjrrri venjum og hvað sé farsælast, að taka upp af nýjum venjum og siðum. Það getur skeð, að einhverjir póstar slæðist með, innan um það, sem eg hugsa í horninu á milli suður- og vestur-glugg- anna, síðar. Þetta, sem eg er nú að hripa átti aðeins að vera inngangur. Eg geng ekki að því grufl- andi, að eg muni ekki veita les- endum þessara þankamola aðra eins ánægju með þeim, eins og söguþularnir eða rímna- söngsmennirnir gerðu heima á íslandi á þeirra löngu kvöld- vökum. Eg var tiltölulega ungur, þá er eg yfirgaf mína ástkæru feðrafold. Reyndi aldrei að segja efnið úr því sem eg las. En stundum var það, að eg las upp hátt sögur fyrir heimilisfólkið, þar sem eg átti heima. Og jafn- vel bögglaðist eg við að kveða fyrir það rímur, enda þótt eg hefði lélega kvæðaraust. En fyrir hvorttveggja var mér vel þakkað. Eg býst naumast við, að eg muni ná jafnmikilli hylli hjá þeim, sem lesa þessa hugar- mola, eins og eg öðlaðist með því að lesa upphátt sögur í bað- stofum á íslandi. Það er tvent ólíkt, að lesa reiprennandi upp úr bók eða blöðum, eða að segja upp úr sjálfum sér efni af því, sem maður hefir lesið eða heyrt aðra segja. Til þess að segja vel, það sem maður hefir lesið eða heyrt, þarf mað- ur að vera minnisgóður eða með öðrum orðum, maður þarf að hafa vanið sig á að muna. Og þar að auki er gott, að maður eigi í sér töluverða mælsku- hæfileik. En hvorugt þetta tilheyrir mér, þvi hafi mér verið út- hlutað af skomum skamti nokkur gáfnategund, þá var það minnisgáfa. Og fara nú að reyna að venja í mig minni, er að öllum líkum heldur á eftir tímanum, þar sem eg er nú að bjástrast með lífstilveru mína á sjötugasta tugnum. Og ætla mér að gerast góður í þeirri list að segja frá, þar sem eg hefi aldrei eflt þá list, er náttúrlega fáránlegur barna skapur, og þó um leið býræfni. En aðal orsökin til þess, að eg tek mér þetta fyrir, er sú, að mér finst eg vera nokkurs- konar útlagi, þar sem eg heyri aldrei nokkurt íslenzkt orð tal- að. Geri eg þetta því meira- til þess, að tala við sjálfan mig á mínu ástkæra móðurmáli, heldur en að eg búist við, að aðrir hafi af því nokkurt veru- legt gagn eða ógagn. En ef svo skyldi fara, sem ó- líklegt er, að þessir hugarmolar skyldu birtast á prenti, þá von- ast eg til svo góðs af almenn- ingi, að hann fyrirgefi mér, hve þunt andans fóður það er, sem eg skrifa í mími útlegðar á- standi, til að viðhalda í huga mér “ástkæra, ylhýra málinu”. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Á þessum heiðum sýnist jök- ulgarður landsins, í austur- og suðurátt, nokkurn veginn óslit- inn, frá Vatnajökli og vestur að Eiríksjökli. Kaldur er svipurinn og vorkunnarlaus, og hlífðar- laust viðmótið. Leiðin liggur um gróðurlausa sandfleti og mela- öldur, og á löngum stykkjum verður enginn mannavegur séð- ur, af því ekkert líf fær að festa rætur þar, eða unir sér við ólæti og ískulda háheiða- náttúrunnar. Þó sjást óljós vegs ummerki á stöku stað, og alt af eru það skynlausu skepnumar, lausu hestamir, sem finna slíka vegar spotta, þó þeir hafi aldrei farið leiðina áður, eða skilið skýringar mannanna um stefnu- mörkin. Mér finst að troðning- ar eða götuslóðar á þessum há- fjöllum, hljóti að vera frá þeirri tíð, er forfeðumir, höfðingjar héraðanna, heimtuðu fjölda bú- enda til fylgis við sig, á þing- reiðum. En þar sem nú þessi öræfi eru ekki yfir farin nema örsjaldan á hásumri, og heilar mílur eru á milli þeirra vegar- kafla, sem náttúran getur ekki eyðilagt né umturnað, hvemig finna þá hestamir næsta götu- spotta? Það er eitthvað meira en lyktin, sem vísar þeim veg- inn, að alt af skuli þekkingin um þessa hluti vera hestanna megin, ef á milli ber við mann- inn. Stundum endar með því að kóngsdóttirin, eins og í mein- lausu gamni, breiðir blæju sína yfir alla framsýn. Maðurinn tapar áttunum, en hefir þá ef til vill vit á að láta hestinn ráða, og það bjargar honum úr trölla- höndum kuldans og jöklanna. En það er hvað? Jú, skynleysi skepnunnar. — Á svona löng- um og leiðinlegum vegi má eg þó hugsa hvað sem mér sýnist. — Ef nú að sálnaflutningur væri hugsanlegur, — en það væri helzt að spyrja guðspek- inga eftir því, — er það þá frá hestinum gegnum apann til mannsins, eða þá öfugu leiðina? Það minnir mig að sól væri komin eitthvað á vesturloft, þegar við komum að Arnar- vatni. Það er talsvert stórt vatn og liggur vegurinn suður með því að austan, og er landið orðið talsvert lægra þar. Fast við vatnið sunnan undir mel- öldu, er dálítill grasblettur, og er það víst allra siður, sem um heiðina fara, að hvíla þar um stund og gefa hestunum tæki- færi til að fá sér dálitla nær- ingu, auðvitað neyta menn þar líka af nesti sínu, ef það er til, og tómar flöskur sáust þar í hallinu, sem bentu á að Bakk- us hefði einhverntíma komið þar við. Aftur vorum við komnir á rjúkandi sprett og suður að Norðlingafljóti. Það er ægilegt, en óumflýjanlegt, vatnsfall á þessari leið, strangt og stór- grýtt og grámórautt á lit, svo dýptin verður eingöngu mæld á hestunum. Þetta fljót skeytir hvorki um skömm né heiður, en flýtir sér ofan í Hvítá í Borg- arfirði. Hestarnir hnutu og frís- uðu, en hrösluðust þó slysa- laust yfir. Það var eins og tek- inn væri klettur af huga mín- um, því við höfðum verið var- aðir við þessu fljóti, af því hit- ar voru talsvert miklir daglega. Nú kom líka smám saman í ljós, að náttúran var að búa sig und- ir það að ala önn fyrir mönn- | Nafnspjöld | G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. L'ógfrtrðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 24 587 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldflc. Skrlfstofusiml: 23674 Stundar sdrst&klegra lungnaajúk dóma. Kr aS finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave Talnlml: 3315H DR’ A. BLONDAL <02 Medlcal Arts Bldg Talsfml: 22 296 Stundar sérstalclega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma — AB hltta: kl. 10—12 * k. 0g 3—6 e. h. Helmlll: «06 Vlctor St. Slmi 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Oraham Stundar elngöogu aaifna- eyrsa nef- og kverka-ajflkdðma Br at5 hitta trá kl. 11—12 f. h og kl. 8—6 e. h. Talnlml: 21834 Helmili: 638 McMillan Ave 42691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON tSLENZKIR LÖOFBÆÐINUAR á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 H&fa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvrkudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenakur LögfræSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 um og skepnum. Það var kom- ið lengst fram á nótt, þegar við fórum af baki í Kalmannstungu, efsta bæ í Borgarfirði suður. Við höfðum verið 17 klukku- stundir á ferðinni, fyrir utan eina klukkustund, er við hvíld- um við Arnarvatn. Klukkan var sjálfsagt orðin tólf. En ekki man eg hverju það sætti að heimilisfólkð var alt á fótum. Húsbóndnn, Ólafur, og kona hans höfðu farið áfLeiðis til Reykjavíkur um daginn, en hjú- in voru áreiðanlega ekki að svíkjast um. Mig minnir helzt, að fólkið hefði verið að rýja ær, en þag mun hafa verið um 25. júní, og geri eg ráð fyrir að Eiríksjökull hafi átt þar hlut að máli, því svo má heita sem hann sé aðeins yztur í bæja- röðinni, og vill þá máske ráða nokkru um vorkuldann, eins og hann líka hlýtur að auka á sumarfegurðina, þegar hann fellst á ríki sólarguðsins, því að hann er hvorttveggja, ægi- legur og undrafríður, eins og Dettifoss- Við höfðum fengið loforð fyr- ir næturgistingu og vorum bún- ir að flytja hesta okkar í góðan haga og komnir aftur heim að bænum, þegar snöggur jarð- skjálfakippur reið yfir og hristi húsin svo, að það brakaði í hverju tré. Heimilisfólkið stóð í bæjardyrunum og varð eðli- lega hrætt við þenna vágest, óttaðist að fleiri mundu á eftir fylgja. Við ®em vorum þessum náttúrufeiknum vanari frá ár- inu 1875, þegar eldsumbrotin voru áköfust á Mývatnsöræf- um, reyndum að hughreysta fólkið, og létum þá skoðun í ljós, að bærinn væri traustlega bygður, og þyldi marga slíka kippi, ef svo vildi til að þeir yrðu fleiri. En einskis slíks varð aftur vart. Við áttum góða nótt hjá vinnuhjúunum í Kalmanns- tungu, en fengum svo líka, al- veg eins og Hannes Hafsteiu bað um: “ærlegt regn og ís- lenzkan storm á Kaldadal’’. Við hefðum kosið að hafa næði til að borða það seinsta af nestinu okkar, einhversstaðar við þægi- legan hagablet't, en veðrið lamdi okkur og þvoði alla leið, þang- Frh. á 8 bfe. A. S. BARDAL ■alur llkklstur og ann&st um útfar- Ir. Allur útbúnaVur sá baatL Ennfremur selur hann allskonar mlnntsvartSa o« le«st«lna. 843 SHERBROOKE ST. Phoaet MMT WIEEIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. O. SIMPSON, H.O., D.O., D.O. Cbronic Diseases Phone: 87 208 Suitc 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBAOHBR OP PIAIfO «M BANNIBO ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt póstbúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 338 Jacob F. Bjamason —TR AN SFER— Btnx. aaS Paraltare Movtsa 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lelenxknr IðafraeSlnaar Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG, Sími: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. TaUlmli 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKJriR 614 Somereet Block Portage Avenae WINNIPEG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stilllr Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alveratoke St. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.