Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSCÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13. JÚNÍ 1932 Hrímskríngla (Stofnnð 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirtram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD._____ Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 13. JÚNl 1932 “VÉR HÖFUM REYNSLUNA!” í næst síðasta blaði Lögbergs var þjóð- megunarflokkurinn gagnrýndur og spá gerð um, hvernig hann mundi stjórna, ef hann kæmist til valda í þessum kosn- ingum, með þeim orðum, er yfir þessari grein standa: “vér höfum reynsluna af honum.” jæja, — og hver er sú reynsla? Það eru nú um seytján ár síðan þjóðmegunar- flokkurinn fór með völd. Yngri menn þekkja hann því ekkert af reynsiu. En fjöldi eldri íslendinga, jafnvel þó liberalar séu, sem af reynslu þekkja til, hvernig var að lifa við þjóðmegunarflokks stjórn, segja enn, að það hafi verið sú bezta stjójn, sem í þessu fylki hafi nokkru sinni verið. Þeir segja stjórnarreksturinn ekki hafa verið neitt berandi saman það, sem nú er, en samt hafi feiknin öii af störfum verið af höndum int, og framfar- irnar hafi aldrei verið stórstígari en þá. Þá var símakerfi fyikisins tekið yfir; þá var búnaðarskólinn reistur; þá voru St. Andrew loeks gerðar, og Rauðáin með því gerð skipgeng til Winnipegvatns, o. fi„ o. fl. Flest helztu mannvirkin og var- anlegustu og hagnýtustu, sem ennþá hafa verið gerð í þessu fylki, eru frá stjórnartíð þjóðmegunarflokksins. Þá var og byrjað á þinghúsi fyikisins, einu af mestu mannvirkjum hér. En þá þótti nú nóg aðgert í framfara-áttina, er verja átti þrem miljónum dala í þinghús. Og þá byrjuðu andstæðingar stjórnarinn- ar að rógbera hana fyrir fjárbruði Og varð henni það að falli. Henni var það tii foráttu fundið, að vera búin að greiða um $300,000 meira fyrir verkið, en þá var búið að vinna. Ennfremur að verkiö væri svikið, þannig að stálverkið væri ekki eins sterkt og ákveðið var. Var sú hæfa í því, að breytt var til og stáiverk- ið haft þeim mun þéttara en áður. Og alt var það dæmt gott og giit af verk- fræðingum. En liberalar áttu vini, sem stál bjuggu til, og fengu því til vegar komið, að eitthvað var rifið upp af því, sem búið var að gera, til þess að þeir gætu keypt stál af vinum sínum. Einnig var skari vina liberala, eftir að þeir tóku við völdum ,og stjórn á verki þessu, feng- inn til að bora niður með undirstöðu- 6tólpum þinghússins, en kunnugir segja, að þeir hafi ekki enn þann dag í dag komist niður fyrir undirstöðurnar. Nú voru liberalar teknir við þessu starfi. Átti nú að koma í veg fyrir fjár- bruðlið, og ljúka þessu verki ódýrara en hin fyrri stjórn ætlaði að gera. Og hvemig fór um það? Samkvæmt skýrslum liberal stjórnarinnar, kostaði kofinn nú fullgerður á þrettándu miljón dala! En ekki er þó þar með talinn allur spamaðurinn. Nýlega tjáði Brackenstjóm- in frá því, að 7 miljónir dala hefðu ver- ið greiddir í vexti af þessari þinghús- skuld, frá því að byggingu þess var lok- ið. Enn þá er skuldin á þinghúsinu á áttundu miljón. Aðeins um 4 miljómr hafa verið greiddar af henni. Og þá er er þinghúsið búið að kosta þetta fylki alls um rúmar 20 miljónir dala. Og þegar búið er greiða alla vexti af skuld þess, og skuldin er Öll goldin, með sama áfram- haldi og á liðnum árum, kostar þinghús- ið fylkiðtalsvert yfir 30 miljónir dala. Það var alls ekki gert ráð fyrir, að kostnaður við byggingu þessa þinghúss, með vöxtum af skuldinni og öllu, færi fram úr 5 miljónum dala í höndum stjóraarinnar, sem á verkinu byrjaði. Menn geta því séð, af því sem að ofan er sagt, hvað fyíkið græddi á að fá iiber- ölum verk þetta í hendur. Vér minnumst á mál þetta aðeins vegna þess,” að það er fyrir þetta starf, sem þjóðmegunarflokkurinn hefir verið harð- ast dæmdur. Geta menn nú sjálfir gert sér grein fyrir, á hve sterkum rökum var bygð kæran um bmðl stjórnarinnar. Eins og komið er á daginn, var þetta gert öa pólitísku æsingamáli, , og það var það, sem úrslitunum réði. Þannig er nú þessi “reynsia”, sem vér höfum af þjóðmegunarstjóra haft í þessu fylki. Jafnvel það starfið, sem henni er alment talið að hafa farið verst úr hendi, kostaði fylkið sex sinnum meira fé í höndum liberaia, hvort sem það var af því, að þeir höfðu sex sinn- um minna vit á því, eða einhverju öðru, en mannanna, sem byrjuðu á því. Þetta vita aiiir þeir, er af eigin reynslu eru kunnugir stjóraarathöfnum fiokk- anna, er nú sækja um völd. Þess vegna er það og ekkert undarlegt, þótt kjós- endur líti nú fremur tíl þjóðmegunar- flokksins um bjargráð, en hinna flokk- anna, sem tveir hafa nú búið um sig, Og kúra með nefin undir hvers annars væng, í gjaidþrota stjórnarheiðri fyikisins. “FYLKISKOSNINGARNAR” Svo heitir ritstjórnargrein í síðasta “Lögbergi”. Grein þessi er með þeim afbrigðum, að vér viljum vekja athygli iesendanna á henni. Vér minnumst ekki að hafa lesið aðra eins lengi, og alls enga er henni taki fram. * Ritstjórinn byrjar með því að skýra frá þeim tíðindum, að það sé “óvanalega mik- ið kapp í fylkiskosningunum í Manitoba.” Andstæðingar stjórnarinnar “herji á stjórnina með öilum vopnum,’’ eins og þeir vilji fella hana frá völdum. Segir hann frá þessu eins og tíðindamaður frá Kína, og svo sem að önnur eins fádæmi hafi ekki heyrst um langan aldur, enda lýsi þau naumast nokkru mannlegu æði. “Vopnin eru ekki heiðarleg og ráðin ekki heil,” sem nærri má geta, þegar um því- lík landráð er að ræða. “Þeir vilja fá fólk til að trúa því, sem ekki er satt,” bætir hann við, — er það ekki alveg dæmalaust? — “og vekja grun, sem á litlum rökum er bygður um fjársukk og óhóflega eyðslusemi”. “Það er þyrlaö upp öllum ósköpunum af tölum, ekki til að leiða fólkið í allan sannleika, heldur til að leiða það frá öllum sannleika. Er svo langt gengið að undrum sætir”. — Það er sem maður heyri undiróminn. Þetta eru óhræsismenn er geta haft skað- leg áhrif á ungdóminn. “Manni er t. d. sagt,” segir hann, “að síðan 1922 hafi út- gjöld fylkisins stöðugt farið vaxandi.” Hugsa sér að nokkur maður skuli leyfa sér að fara með slíka ósvíni. “Og síðustu fimm árin hafi útgjöldin vaxið um eina miljón á ári, og útkoman sé sú, að þau séu nú fjórum miljónum hærri heldur en þau voru 1922.’’ “Skyldi nokkur maður geta skilið þetta?” spyr hann svo í æstu skapi, — svona háar tölur — talsvert hærri en maður getur í fljótu bragði talið á fingrum sér. “Auðvitað getur enginn skilið það, en það er ekki til þess ætlast. Fólk á bara að taka við þessu, án þess að hugsa um það eða skilja það. Margt af þessu tæi, sem nú er borið á borð fyrir fólk, er hrein og bein móðgun við heiðarlegt og viti borið fólk '! Já, svona er öldin og aldarhátturinn. Vesalings fólkið! Maður finnur klökkv- ann og gremjuna í þessu vinnukonufjasi og samúðina og trygðina við húsbænd- urna. Hún er dygt hjú hún Dísa! Orðin koma svo eðlilega og lifandi, að maður getur næstum séð þvottakerlinguna, sem stendur hinumegin við girðinguna í bak- gerðinu og hlustar á þetta og kemur ekki einu orði að meðan dælan er látin ganga, nema: “Nú dámar mér ekki, eru menn- irnir orðnir brjálaðir?” Heiðarlegt og vitiborið fólk er móðgað, hvað ofan í annað. Því er bent á það, sem er að ger- ast, og það sem það hefir alls ekki átt von á og ekkert átt að vita um. Er ekki von að því renni í skap? En svo heldur ræðan áfram: “Oss dett- ur ekki í hug að halda því fram, að fjár- hagur Manitobafylkis sé í góðu lagi. Það þarf svo sem enginn að undra sig á því, þó Manitobafylki baði ekki í rósum, nú á dögum. Það væri sérstaklega undar- legt ef svo væri. íhaldsmenn eru að finna að því, hve miklu fé stjórnin hefir eytt. Tvö atriði hafa þeir altaf á takteinum, og eiginlega ekki nema tvö: lögmennim- ir og bílamir. I auglýsingum sínum telja íhaldsmenn nokkrar fjárupphæðir, sem gengið hafi til lögmanna, í þeim tilgangi að láta mönnum ofbjóða.” “Eftir aug- lýsingunum að dæma gæti maður hugs- að, að lögmennirnir hafi fengið þessa peninga fyrir ekki neitt.” En það er ekki hætt við því! “Manitoba borgar lög- mönnum sínum lægri laun, heldur en flest eða öll hin fylkin í Canada,” segir hann. Er það ekki skammarlegt? Ekki hafa þeiV nú við betri kjör að búa en þetta. Átta lögmönnum utan dómsmála- deildarinnar eru greiddir $168,057.42. Þeim hæzta $30,000 og þeim lægsta $9,000, þó svo að engum eru veitt hærri daglaun en svo, að þau fari yfir $150 yfir daginn. Hvað er það, til manna, sem eru sprenglærðir? Peningaeklan er ekki sú, að þurfi að horfa f það. Það ætlast engir til þess að Manitoba baði í rósum. Þetta gerir Brackenstjórain án þess að spyrja þingið nokk- urn hlut um það, og byrjar meira að segja á kaupunum áð- ur en auðlindirnar eru komnar í hendur fylkisins. Hinar mörgu ferðir Brackens til Ottawa um þessar mundir, sem sagt var að væru í sambandi við auðlind- imar, voru fyrir þessi félög farnar, til þess að fá sambands- stjórnina til að sleppa hendi af Sjö Systra fossunum, svo hægt yrði að afhenda þá þessum fé- lögum. Og félögin létu heilu ári áður sama sem byrja á virkj- uninni, því veturinn 1927 fóru þau að höggva járnbrautarbind- ingana til virkjunarinnar. “Þá eru bílarair,’’ segir ritstjórinn. “Stjórnin notar bíla töluvert.” Það er nú ekki laust við það. Hún átti 187 bíla við fjárhagsárslokin veturinn 1931. Hún borgaði í uppihaldskostnað fyrir þá $118,- 158.38, samkvæmt fylkisreikningunum, svo eitthvað hafa þeir verið notaðir. Enda hefir hún ekki keypt þá bara til þess að láta þá standa. En þegar bílar eru svona mikið notaðir, þá þarf að fara vel með þá og láta fara vel um þá. Hún borgaði því $50,745.00 í húsaleigu fyrir þá. En svo voru.187 bílar of fáir fyrir svona stóra stjórn, sjö ráðgjafa og und- irmenn þeirra. En til þess að spara, þá í stað þess að kaupa fleiri bíla, leigði hún að vinnumönnum sínum, eða styrkti þá til þess að kaupa, 367 bíla, eða tvo fleíri en dagarnir eru í árinu. Og hún borgaði í leigu eftir þá $124,259.70. Á einum bílnum virðist hafa hvílt mestur erill. Það var sanngjarnt að hann fengi hærri árs- laun en hinir, eða $2,388.16. Centin voru aukaþóknun til eigandans. Það var nú alt og sumt sem hann fékk. Bíllinn tók auðvitað hitt. Tveimur öðrum bílum var snúið upp á drep, en höfðu þó eitthvað hægara en sá fyrsti, enda voru árslaun þeirra lægri, réttar tvær þúsundir doll- ara til hvors. Einn Ford-bíll átti sérstak- lega ónæðissama daga. Honum voru greidd $1,499.88, og var sízt ofhaldinn af. Að gera rekstur út af öðru eins og þessu, er “að móðga heiðarlegt og viti borið fólk”. Hvað lætur heiðarlegt fólk sig annað eins varða og þetta? Þá færi það að verða helzt til afskiftasamt. Loks kemst ritstjórinn að því, að það sé íhaldsflokknum í Manitoba að kenna, og “þessu illvíga flokksfylgi”, að deilur skuli standa út af kosningunum. Ef þeir og aðrir andstæðingar stjóraarinnar hefðu ekki boðið sig fram, þá hefðu eng- ar deilur orðið. “Skyldi nokkrn* maður geta skilið þetta?” Ef aðeins væri einn flokkur í kjöri og einn umsækjandi í hverju kjördæmi, þá gengi alt friðsamlega. Þá þyrfti “heiðar- legt og vitiborið fólk” ekki að taka á vit- inu. Það þyrfti enginn að ómaka sig á kjörstað. Þá væri ekkert til að raska ró þess og friðsömum háttum. Þá mætti það í næði ljúka við söguna af Akan og af Simson í Gasa, og af manninum, er fór frá Betel til Hetita og reisti þar borg og nefndi hana í Lús. SJÖSYSTRA-MÁLIÐ. Það hefir verið haft orð á því, að Heims kringla gagnrýndi æði mikið störf núver- andi stjórnar, eða verði all-löngu máli til þess. Þetta er eðlilegt. Ástæðan til þess er sú, að Brackenstjórnin á sér fleiri og stærri syndir að baki, en nokkur önnur stjórn hefir áður átt í þessu fylki. Að hinu leytinu verður Brackenstjórn- in sjálf, að ráðum læriföður síns, blaðsins Free Press, að halda munninum á sér saman um stjórnarathafnir þessa fylkis síðustu 10 árin. Kjósendur eiga ekkert að fá að vita um þær. Má rétt nærri geta hvernig vera muni í pokahorninu, þegar bann er lagt við að opna það. Enda er sannast að segja, að annað eins hneyksl- ismál og Sjö Systra málið, á ekki sinn líka í sögu þessa fylkis. Það er ekki rúm til þess hér, að fara ítarlega út í þetta mál. En helztu atriði þess eru þessi: f marzmánuði 1928 gerir Bracken- stjórnin samning við North West Power Company og Winnipeg Electric Company, sem í því var fólginn, að þessum tveim félögum eru gefin eilíf einkatréttindi á Sjö Systra fossunum, sem voru stærsta og síðasta orkuversstæðið í Winnipeg- ánni, sem ekki hefir verið notfært, og getur það framleitt orku, er nemur alt að 200,000 hestöflum. í” / •/ Þegar mál þetta kom svo fyr- næsta þing, og þingmenn sáu hvað orðið var, heimtuðu þeir rannsókn í málinu. Þeir heimt- uðu að alt í sambandi við þessi kaup væri lagt fram í þinginu. Taylor leiðtogi þjóðmegunar- flokksins reið þar á vaðið. En alt kom fyrir ekki. Þingmenn og löggjafar fólksins í Mani- toba máttu ekkert um þetta vita. Leiðtogi liberala, Robson dómari, kvað málið ætti að leggjast fyrir þing eða dóm- stóla fylkisins. En því neitar Bracken, en kýs í þess stað nefnd manna úr sínum eigin flokki, til þess að rannsaka málið. Þessu var mótmælt af öllum flokkum þingsins nema auðvitað Brackenflokknum. Og John Queen verkamannafulltrúi sagði vegi Brackenstjórnarinn- ar í löggjafarmálum eins leynd- ardómsfulla og lög hinna fornu heiðnu Kínverja. 1 ráðuneytinu höfðu þessir menn sölu Sjö Systra fossanna með höndum: Bracken, Clubb og Major. Og hvað kemur svo upp úr kafinu við rannsóknina? Mr. Clubb, sem var sá maður- inn, sem vald hafði th þess að undirskrifa þessa sölusamninga við félögin, hafði keypt 350 hluti í Winnipeg Electric félag- inu. Mr. Major dómsmálaráð- herra, hafði einnig keypt hluti í því, og Mr. Talbot þingforseti. Afleiðingin varð sú, að menn þessir, að þingforseta undan- skildum, urðu að leggja niður embætti sín. Framkoma þeirra í þessu fossasölubraski var sú, að þeir urðu að víkja úr trún- aðarsætunum, sem þeir höfðu verið skipaðir í, og er það vist einstakt um framkomu ráðgjafa í sögu þessa fylkis. En hitt er þó ennþá meira, að menn þess- ir skyldu láta framar sjá sig á vettvangi opinberra mála. “Á Englandi hefðu menn þessir ekki gert það,” sagði gamall Englendingur við oss suður í Morris, er Clubb var þar að sækja um endurkosningu. Og ekki var hætta á að Lögberg mintist á þetta, í grein er þaö reit s. 1. viku, um það að ís- lendingar ættu að líta upp til Mr. Major fyrir framkomu hans sem dómsmálaráðherra. Næst eru bækur Winnipeg Electric félagsins heimtaðar aí rannsóknarnefndinni. Sagði Dy- sart dómari, að án þeirra væri rannsókn þessi kák. En þær fengust óvart ekki. Og næst kemur svo upp úr kafi spurn- ing um það, hvort Winnipeg Electric félagið muni ekki hafa lagt fram fé í kosningasjóð stjórnarinnar. En um það vissi enginn, nema McLimont, stjórn andinn, en hann var þá farinn til Los Angeles. Hann gat ekki til Winnipeg komið fyrir nefnd- ina. En vegna fjarveru hans frá skrifstofu sinni og neitun um aðgang að bókum félagsins hafðist ekkert upp úr þessari rannsókn. En eitt enn kemur undralegt fyrir í þessu máli. Einkaritari Mr. McLámont, er rannsóknar- nefndin kallaði fyrir sig, hverf- ur eitt kvöld, án þess að nokk- ur viti, hvert hún fór, ekki einu I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þœr eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. sinni foreldrar stúlkunnar. —- Kvað félagið hana hafa tekið sér hvíldardaga. Og hún fer með prívatskjöl og bækur Mr. McLimonts með sér. Og í skjöl- in eða stúlkuna hefir aldrei náðst. í sambandi við kæru Mr. Taylors á Brackenstjórnina i þessu fossasölumáli, varð því þetta ljóst: Að stjórain seiur þessa auðlind fylkisins til þess- ara félaga, án þess að láta þingið vita um það og þrátt fyrir það að á stefnuskrá flokks hans sé eitt ákvæðið um það, að selja ekki prívatfélögum vatnsorkulindir fylkisins. Og stjórn hans neitar jafnframt, að leggja gerðir sínar fyrir þing- ið í því máli. Einnig, að sala þessi var fylkisbúum og fylk- inu í heild sinni í óhag, með því að þessi einstaklinga félög hafa nú náð svo miklu haldi á sölu á raforku, að þau geta boðið þjóðeignarkerfum þess, bæði City Hydro og Provinciai Hydro stofnununum birginn. svo að um þjóðeign þessara fyrirtækja er ekki lengur að ræða í þssu fylki. Brack- en stjórain hefir svo lagt spil- in í þessum efnum. Og í þriðja lagi *hafa allar líkur þótt á, að félögin hafi beitt óleyfilegum áhrifum til að ná í auðlind þessa. Síðustu orð Dysart dómara rannsóknarnefndinni voru þau, að hann væri þeirrar skoðun- ar, að gerðir stjóraarinnar og afskifti félaganna í þessu máli, ætti að rannsaka frekar af þeim sem meira vald hefðu til þess, en þessi rannsóknarnefnd, sem sé dómstólarnir eða þingið. Þegar Bracken var marg- spurður að því, hvers vegna að hann hefði gert út um þetta mál utan þings, svaraði hann, að það væri svo mikil ekla á orku, að það hefði ekki þolað neina bið. Nú hefir þó Sjö Systra ver- inu verið lokað, vegna þess að engin not er fyrir orkuna. Brackenstjórnin var því með sölu fossanna aðeins að gefa þessum félögum einkaréttindi á orkusölu í þessu fylki í fram- tíðinni og draga hana úr hönd- um fylkisins. Slíkur þjóðeignar- postuli er Mr. Bracken. Adam Beck fór öðruvísi að í Ontario. Hann náði þessu einkaleyfi í hendur fylkisins úr höndum ein- staklinga. Fyrir það var hann lífs og verður liðinn um langt skeið lofaður um alt þetta land. Stærra ólán hefir. enginn enn unnið þessu fylki en Bracken, með gerðum sínum í raforku- máli þessu. Hann verður ekki frægur um land alt fyrir það sama og Adam Beck. Christen Zimsen ræðismaður og afgreiðslumað- ur Sameinaða gufuskipafélags- ins, andaðist að heimili sínu hér í bænum 21. apríl, eftir stutta legu. Vísir. * i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.