Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 15.06.1932, Blaðsíða 8
8 BLAB&ÍÐA HEIMSKRI N GLA WINNIPE 15. JÚNÍ 1932. Úrvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Messað í sambandskirkju á venjulegum tíma n. k. sunnu- dag. Sunnudagaskólaböm eru beðin að koma í kirkjuna kl. 11 f. h., og verður skólanum sagt upp fyrir sumarið og verð- launum útbýtt. * * * Höfundur fyrra kvæðisins aftan við æfinminningu Mrs. Margrétar Robbinson, í Hkr. 1. júní, er talinn séra Fr. A. Fr., en höfundurinn er Sigurður skáld Jóhannsson í Burnaby, B C., en séra Friðrik skrifaði kvæðið upp og láðist að setja neitt nafn undir, og töldum vér því víst að kvæðið væri eftir hann. Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til útsölu í fundarsal kirkjunnar miðvikudaginn og fimtudaginn 15. og 16. þ. m. Margskonar nauðsynjavaraing- ur verður þar til sölu á mjög vægu verði, svo sem matur, fatnaður og fleira. Munið eftir staðnum og tímanum. * * ♦ Þessi vísa varð til á dögun- um um vegleysurnar í Coldwell sveit. Mátti heita ófær braut milli Oak Point og Lundar. — Ferðamenn sögðu: Við erum komnir langt á leið, Lundar næsti staður. En — nú er eftir Skúlaskeið, og Skúli er Brackenmaður. * * * Manni dettur ósjálfrátt í hug þegar verið er að berja í brest- ina með stefnusvik Bracken- stjórnarinnar í þjóðeignamál- inu, þessi vísuhelmingur Káins: “Ef þú brýtur boðorðin, berðu skít í sárið.'’ Annað hefir ekki verið til af- sökunar en að almenningur sé því ekki um kominn að ráða yf- ir auðsuppsprettum landsins. Barnakerra til sölu á mjög lágu verði, í Ste. 8 Ivanhoe Block, Wellington Ave. * * * Upplýsinga óskað. um heimili og verustað Rich- ard Brown (Braun, er hingað ’luttist frá Kaupmannahöfn með móður sinni frú. Kristínu Magn- úsdóttur Brown (Braun) fyrir mörgum • árum síðan, var um tíma í Winnipeg og við Leslie, Sask., Þeir sem kynnu að vita hvar maður þessi er niður kom inn, eru beðnir að senda upp- lýsingar um það á skrifstofu Heimskringlu. * * * RÚSTIR f NORÐUR-AFRÍK.U. Hin forau rómversku skatt- lönd í Norður-Afríku stóðu með miklum blóma fyrstu aldirnar eftir Krists burð. Síðar, þegar Arabir höfðu farið herskildi yf- ir þessi lönd, komust þau í mestu niðurníðslu; eyddust þá margar blómlegar og merkileg- ar borgir, hurfu í sandinn og gleymdust. Síðustu 50 árin hafa fornfræðingar lagt mikið kapp á að grafa upp rústir þessar, og orðið stórkostlega mikið á- gengt. Hefir sandurinn varð- veitt hinar fornu byggingar furðu vel. Mbl. FARID EKKI VILTi Greiðið atkvæði No. 1 með R. W. B. Swail Conservative frambjóðanda í Winnipeg Frambjóðandi hinna ýngri manna. RALPH MAYBANK. Árið 1929 var Ralph Maybank kosinn bæjarráðsmaður í annari kjördeild í Winnipeg með mikl- um atkvæðafjölda. 0 í tvö ár gegndi hann þessu embætti og komu í ljós hans miklu leiðtogahæfileikar, dugn- aður og góðgjara skilningur á hinum erfiðu högum almenn- ings. Ananð árið var hann formað- ur þeirrar nefndar, sem sá um að hjálpa þeim, sem atvinnu- lausir voru. Gegndi hann því vandasama verki með mikilli góðgimi, og svo hagkvæmlega að flestir munu vel við una. Mr. Maybank er aðeins 42 ára að aldri, en hann hefir ver- ið afar starfsamur um æfina. Hann hefir verið algengur verkamaður, járabrautamaður, blaðamaður, lífsábyrgðar um- boðsmaður og námsmaður. Síö an hann var fjórtán ára hefir hann sjálfur jafnan brotist á- fram og jafnan vitað hvað hann vildi. Nú stundar hann lög- mannsstörf í lögmannafélaginu Maybank and Gunn. Hann hefir verið áhugasam- ur og duglegur og látið mikið til sín taka í frjálslynda flokkn- um, og verið honum til mikils gagns. Það verður litið eftir hag Winnipegbæjar ef Mr. Ralph Maybank kemst á þing. H. P. A. HERMANSON Þessi vinsæli og mæti Svíi, sækir undir merkjum hinna eig- inlegu liberala í þessum kosn- ngum í Winnipeg. Hann kom til Canada árið 1903, og var bóndi um skeið í grend við Buchanan Sask. Árið 1917 var hann kos- inn á þing, og var þingmaður þess kjördæmis þar til 1925, að hann flutti til Winnipeg. Var hann hér kjörinn til að vera ræðismaður Svía. Mr. Herman- son er í miklu áliti og hinn gegnasti maður í hívetna. ROSE THFATRK TUE., WED.. JUNE 14-15 Free Silverware To All Ladies BIG BERRY SPOON GIVEN THIS WEEK A Plcture Kvcry Mothcr and All thc Membcro of thc Family Shonhl Scc JAMES DIJNN and SALLY ELEIRS in Over the Hill THUR., FRI., JUNE 16-17 ELECTION RESULTS ANNOUNCED F R E E To All Ladies: WEDGWOOD A CO. DINNERWARE ShowinK: LLOVD HUCiHES and DOROTHY SEBASTIAN In The DECEIVER MESSUR OG FUNDIR I kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndln: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveid í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Shngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. frá 7, bla. að til við vorum komnir inn fyrir landhelgi Áraessýslu, í Biskupsbrekku, þar sem Jón Vídalín gaf upp andann. Þá var regnið upp stytt og vindurinn orðinn logn. Skamt fyrir vest- an veginn í brekkunni, sunnan við lækinn, fundum við nokkra tjaldsteina í grasinu, og gerð- um okkur í hugarlund, að þar hefði tjald Jóns biskups staðið, og á þeim bletti settumst við niður, og borðuðum hið sein- asta af nestinu okkar, — hang- ið og súrt sauða- og nautakjöt, með dönsku skonroki og þykku smjörlagi ofan á. Varð okkur þá brjóstbetra eftir hrakninginn á Kaldadal, og tókum við til að finna hitann í sjálfum okkur á ný. Það kom af sjálfu sér og lá svo opið fyrir, að við mundum fara að tala um Jón biskup Vídalín, á meðan við borðuð- um og hvíldum hestana. Þegar eg minnist skugganna í fjalla- kinnunum, þá þykir mér næst til að geta, að klukkan hafi vísað nokkurn veginn mitt á milli nóns og miðaftans. Við höfðum ekkert getað talað sam- an allan daginn, fyrir veðrinu, sem lamdi okkur. Nú var þó fenginn friður, kyrð og sólskin, og við líka komnir út fyrir rík- istakmörk Eiríksjökuls og Oks- ins. En það eru samtök þeirra fjalla á milli, að líða engan slæpingshátt á Langahrygg í Kaldadal. Þar er örkvisum eng- ing vægðar von. Á hina síðuna lagði náttúran til umtalsefnið handa okkur. Eg lét í Ijós þá skoðun, að ekki mundi það nú hafa verið sannfæring Jóns biskups Vídalfns, alt sem hann kendi- Jakob þoldi illa þessa hugmynd, og sagði að okkur hætti of mikið við því, yngri mönnunum, að taka ekki sam- tíðina til greina með forfeðr- unum. Á uppvaxtartíð Jóns bisk- ups hefði ekkert annað verið kent en óskeikulleiki biblíunn- ar, og því alt gott og gilt, sem í henni stóð. Hans tíðar andi svo gerólíkur því, sem nú ryddi sér til rúms, að alþýðan hefði þá hneykslast á því, ef bók- stafnum hefði ekki verið ræki- lega fylgt, í staðinn fyrir það að fjöldi manna í okkar sam- tíð hneykslaðist á bókstafnum, ef andi málsgreinanna væri ekki afhentur í nútíðarljósi. “Hvað þá um mótsagnirnar í hugsun og orðum biblíuhöf- undanna?” sagði eg. “Alþýðan varð ekki vör við neinar mótsagnir,”’ svaraði hann. “Alþýðan, segir þú, en við er- um að tala um Jón biskup. Er ekki líkast til að geta, að hann hafi verið skilningsríkur mað- ur, og mun hann ekki hafa orðið var við mótsagnir, sem eru líklegar til að hafa verið þröskuldur á sannfæringarvegi hans?” sagði eg. “Hvað viltu til nefna?’’ segir hann. “Fordæminguna,’’ svara eg, “eða eilífa útskúfun, sem mér finst að flestir leggi sama skiln- ing í, og hvaða ráð hefir jafn- vel skilningsríkasti maður til þess, að sameina í einni per- sónu alfullkomna kærleikann og fordæminguna?’’ “Eg held þú leggir ekki rétt- an skilning í orðið fordæmdur,” segr Jakob. “Það þýðir ekki fyrirfram dæmdur, heldur fyrsc , dæmdur og þá útskúfaður, eftir verðskuldan sinni; það er eins og forréttur, er fyrsti réttur. Hvað sem hins vegar kærleik- anum við kemur, hjá sömu per- sónu, þá dugar ekki að gleyma jafnvæginu með öllum eigin- leikum guðs. Það verður að taka réttlætið til greina.” “Ef réttlætið og kærleikur- inn verða ásátt um fordæming- una, er þá munað eftir alvizk- unni? Fór það fram hjá henni þegar við fæðingu barnsins, að það mundi á hérvistar dögum verðskulda útskúfuu? Mundi þá ekki réttlætið og kærleikurinn. hafa komið í veg fyrir fæðingu þess til jarðlífsins?” “Við hugsum eins og þú læt- ur í Ijós,” segir Jakob, “af því samtíð okkar ekki einungis leyfir það, heldur knýr okkur til skilnings á þessum efnum. En Jón biskup Vídalín, þó að skilningsríkur væri, hafði enga ástæðu til að spreyta spóann við þessi umhugsunarefni. Þörf alþýðunnar krafðist þess ekki, og embættiseiður hans fyrir- bauð það. Það var á þeirri tíð óþarft og óleyfilegt príl. Og minstu þess einmitt á þessum stað, að þeim varð að trú sinni og bænir þeirra voru heyrðar. Jón biskup sat á þingi- Móðir hans var mikið veik og fann að hún var aðfram komin, og bað um að sent yrði til Jóns síns, hún þyrfti að finna hann áður en hún létist. En biskups- frúnni var hálfkalt til tengda- móður sinnar, og tafði ferð þessa sem hún gat, og afleið- inginn varð sú, að móðir Jóns var dáin, þegar hann kom heim, og furðaði þó alla, hvað voða- lega hann flýtti ferð sinni. Jón komst að brögðum konu sinn- ar, og vítti hana harðlega, og endaði með því að segja henni að muna eftir því, að biðja guð í öllum sínum bænum, að hún mætti úttaka hegningu fyrlr þessa yfirsjón sína meðan hún lifði hér á jörðinni. Það má nærri geta að biskupinn hefir vakað yfir þessu bænahaldi konu sinnar, og fulla ástæðu höfum við til að líta svo á, að hún hafi verið bænheyrð á þeirri stundu er hún kom hér í tjald manns síns, í þessari brekku, og hann var nýlátinn, þegar hún var til taks að leggja hon- um alla sína ástúð og umiinn- un. Eða er nú bænum okkar svarað skýrar á þessum dög- um?” Eg hneigði mig til samþykk- is og gerði mér í hugarlund, að hún hefði gengið með morgun- sólunni inn í austurenda tjalds- ins, og eg reyndi að gera mér J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Servica Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. grein fyrir ástandi hennar, eða hvort það væri ekki ómaksins vert, að reyna að sjá sporin hennar andlega. Gat ekki verið að á þessum stað færi um mig sá straumur, sem þvægi af mér efasemdirnar, læknaði mig, lífgaði og leyfði mér útsjón inn á andlega ríkið, og sannfærði mig um að allar götur liggja heim, úr hvaða átt sem komið er, fyrir yfirburði kærleikans. Frh. RAÐVENDI Og HAGSÝNI löggjafarþinginu dregur Manitoba upp úr díkinu. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ Til sumar heilsubótar Drekkið meira af hreinni, kostamik- illi, gerilsneyddri— CITY MILK Pantrð hana í dag að mjólk ursölumanninum er fer um götuna, eða símið— 87 647

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.