Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSIÐA »--------------------------------------------—‘ The Marlborouáh Ilelzta Hotel Winnipeá-boréar SJERSTAKUB MIODAGSVEROUR FYRIR KONUR 40c ■ Framreiddur á miðsvölunum BEZTI VERZLUNARMANNA MIÐDAGSVERÐUR 1 BÆNUM 60c Reynið kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til að standa fyrir allskonar tækifærisveizlum. F. J. HALL.ráðsmaður. Phone 22 ttS." Fhone 25 23? HOTELCORONA 20 RoomN With Buth Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA efnum þeim, sem þau kæmu fyrir í, eða einangra þau, þau mundu vera of dreifð og smá til þess. Þetta hefir reynst rangt. Á einu eða tveimur sein- ustu árunum hefir tekist að prófa á efnafræðilegan hátt til- veru ýmsra vitamina og eitt eða tvö hefir tekist að einangra og framleiða, sem hreina kryst- alla og annað þeirra, D-vitamin, er nú fáanlegt sérstakt efni og nefnt Calciferol. Tilraunir Eng- lendinganna hafa nú opnað þann möguleika, að hægt verði einnig að frameliða á svipaðan hátt önnur vitamin. Aðferð þeirra er í þvi fólgin, að beita sérstökum (monocromatic) ljós áhrifum á vitaminin, eða mole- kul þeirra. Þeir hafa gert sér sérstakt áhald, sem framleitt getur ultrafjólublátt ljós með hvaða bylgjubreidd, sem vera skal, mjög tært og magnað. — Með ljósáhrifum er hægt að breyta vitaminum á ýmsan hátt. Mólekul efnanna gefa frá sér geisla, sem eru mismunandi eftir áhrifum, rauðir eða hvít- ir, eða taka við þeim undir vissum kringumstæðum. Menn geta því fengið ýmsar upplýs- ingar um eðli mólekulsins af þessum geislum og jafnframt breytt þeim og haft áhrif á þau. Rannsóknirnar og aðferð- irnar eru ekki við annara hæfi en sérfróðra manna í efnafræði og eðlisfræði. En ef þessar rann sóknir geta efnt það, sem fróð- ir menn (t. d. Sir Frederick Hopkins, einhver helzti vita- minfræðingur heimsins) segja að þær lofi, munu þær hafa mikið gildi fyrir heilsufar og mataræði manna og niðurstöð- ur þeirra koma því almenningi öllum við. (Lögrétta.) HEIMSÓKN f DOORN Frá járnbrautarstöðinni í Ut- recht fer almenningsbíll fastar ferðir til Papsts Hotel í Doorn. Vegurinn liggur um fagran skóg, fram hjá stórum herra- görðum og skemtibústöðum og eru margir þeirra stærri en “Haus Doorn’’. Garður Vil- hjálms fyrverandi keisara hefir verið stækkaður mikið að und- anförnu, vegna þess að keisar- inn hefir það sér til dægrastytt- ingar að fella tré og hefir skemt garðinn mikið með því. Eigandi hallarinnar hefir líka látið gera þar sérstakan rósagarð, og að honum geta menn fengið að- göngumiða hjá “hirðmarskálkn- um’’. í miðjum þessum garði hefir Vilhjálmur látið reisa marmaramynd til minningar um 10 ára afmæli þess, er hann varð að flýja Þýskaland! Fyrir utan garðhliðið stendur hollenzkur hermaður. Er hann heiðursvörður eða fangavörður? Og hvað á að kalla hermann- inn, sem altaf situr við hlið bíl- stjóra keisarans þegar hann ekur út sér til skemtunar? Það er áreiðanlegt að hann er ekki frjáls maður og að hans er stranglega gætt. Klukkan 3 á daginn gengur keisarinn sér til skemtunar eft- ir aðalgötunni í Doorn, og þá er kallað til gestanna í Papsts Hotel: Keisarinn kemur! Oftast nær er keisarinn einn með tvo stóra hunda með sér, en varðmennirnir fylgja eftir í hæfilegri fjarlægð, hann gefur sig oft á tal við þá, eða hann fer inn í búð að kaupa sér eitt- hvað. Henrietta stjúpdóttir hans, sem nú er 14 ára, hefir tekið mestri trygð við hann og oft er hún með honum, þegar hún er ekki á ferðalögum með móður sinni. Stjúpsynir hans stunda nám við þýska háskóla. Með sérstöku leyfi fær maður að koma inn í garðinn og líta inn í anddyri hallarinnar. Þar er fult af myndum af Hohen- zollern-ættinni og þar er gesta- bók, sem alilr skrifa nafn sitt í. Á hverju kvöldi les keisarinn þau nöfn, sem bæst hafa í bók- ina um daginn. Þau eru æði mörg nú á hverjum degi, og herrann í Doorn hefir líklega aldrei lesið gestabókina með jafn mikilii athygli og nú. —Lesb. Mbl. EINAR ÓLAFSSON — Æfiminning — Einar Ólafsson fæddist að Stóra-V atn shorni, Haukadal, Dalasýslu, 16. júní, 1844. For- eldrar hans voru Ólafur bóndi Hallsson, og kona hans Sesselja Einarsdóttir. Einar var elstur 8 systkina, er upp komust, og voru þau þessi: Hallur, kvæntist eigi, dó að Wynyard, Sask., 10. mars, 1923; Margrét, kona Odds magnússonar, dáin að Wynyard, 10. janúar, 1929 (sjá æfiminn- ingu í Hkr. 8. maí, s. á.); Kristín, kona Jóns, er lengi bjó að Skarði í Haukadal; Rósa, kona Þórðar Þórðarsonar, er bjuggu að Churchbridge, Sask.; Steinunn, kona Magnúsar Jósepssonar, Biaine, Wash.; Ólafur, bjó lengi í Hrísakoti, Helgafellssveit. — Er Einar var 11 ára dó faðir hans. Giftist móðir hans öðru sinni, og átti þá Þorleif* Andrésson. Þeirra dóttir var Ingibjörg, kona Teits, er bjó að Hlíð í Hörðudal. Þegar Einar var 15 ára fór hann að heiman og vann fyrir sér. Fyrst fór hann til móður- systkina sinna að Dúnki í Hörðudai, og var þar um hríð. Síðar hélt hann til Suðurlands; var um eitt skeið að Hítardal, Mýrarsýslu, og víðar þar syðra, en lítið í Dölum norður eftir það. Ár 1880 hélt hann, einn og fyrstur síns fólks, til Vestur- heims. Stóð lítið eitt við í Nýja íslandi, og fór til Winni- peg. Þar kvæntist hann Krstj- önu Guðmundsdóttur, frá Mar- bæli í Óslandshlíð, Skagafjarð- arsýslu; móðir hennar hét Sig- ríður, systir séra Ólafs stúdents. í Winnipeg fæddist Kristjönu og Einari dóttir, en hún dó korn- ung, f»reldrunum til mikils harms. Ár 1883, er flest skyld- fólk Einars kom vestur um haf voru þau hjónin sezt að á ný- teknu bólfestulandi í Hallson, N. Dak. Einar var einn hinna fyrstu landnámsmanna þar. En ekki mun þess getið í Dakota- sögu Thorstínu Jackson, og mun vera um yfirsjón að ræða. Eftir nokkurra ára dvöl í Hall- son skiftu hjónin með sér bú- inu og slitu samvistum. Kristj- ana er enn á lífi, og dvelur hjá dóttur sinni, að Elfros, Sask. Eftir samvistaslitin dvaldi Ein- ar ýmsum stöðum í vinnumen- sku; í mörg ár ók hann pósti. Ár 1906 fluttist hann vestur á Kyrrahafsströnd og var til heim ilis í Blaine alla æfi síðan; vann sem fyr, allskonar erfiðisvinnu, — síðari árin einkum garðvinnu og grasræktun í kringum hús (“lawn”). Einar andaðist í Blaine, laug- ardaginn 17. janúar s. 1. ár (1931), á 87 aldursári. Hafði hann ávalt hraustur verið, og var líkamslíðan hans tiltölulega góð til hinstu stundar. En mjög voru sákirkraftar hans þornir síðustu árin, eink- um minnið. Hann var jarðsett- ur frá útfararstofu Blaine-bæj- ar, þriðjud. 20. jan. Undirritað- ur jarðsöng. Einar heitinn mun verið hafa maður nokkuð einrænn í skap- lyndi, og þá jafnframt með köflum dálítið örðugur í um- gengni — eins og verða vill um marga þá, er ungir lenda á hrakningi, og mikið fá af þrælk- un, en lítið af ástúð og nær- gætni, á þeim árum, sem lund- arlagið mótast mest. En öllum var ljóst, er Einar þektu, að hann hafði góðan mann að geyma. Hann var kapps- og iðjumaður og orðlagður fyrir trúmensku sína sem annara þjónn. —Blaine, sept. 1930. Friðrik A. Friðriksson. SMÁSÖGUR UM IVAR KREUGER. Sænskur læknir dr. Poul Bjerre hefir nýlega ritað bók um Ivar Kreuger, og kom hún út hjá bókaútgáfunni “Natur og Kultur’’. Reynir hann í þess ari bók að lýsa Kreuger með því að segja smásögur úr lífi hans, og sýna með þeim fram á hvers vegna svo hlaut að fara fyrir Kreuger sem fór. * * * Latur og iðjusamur. Kreuger var latur í skóla, en seinna varð hann einhver mesti vinnuhestur vorra tíma. Hvem- ig verður slíkt skýrt? Það er Iíkast öfugmælum, en sannleik- urinn er sá, að Kreuger var alla æfi latur á að gera ýmis- legt, sem hann þurfti að gera. Að fjármálum starfaði hann líkt og listamaður í list sinni. Hon- um var meinilla við alla skrif- f-insku. Þess vegna varð bók- færslu hans svo ábóta vant. — Hann fann alls ekki til þeirrar skyldu, sem hann hafði gagn- vart þeim, sem höfðu trúað honum fyrir fé sínu. Fjárhags- skýrslur þær, sem hann gaf hlutafélögum sínum, voru væg- ast sagt af handahófi. Prettir og falskir lyklar. Þegar í skóla sýndi Kreuger sérstaka leikni í því að kom- ast áfram með prettum. Þá þeg ar hafði hann “tvöfalt bókhald’’ — þ. e. a. s. fyrir framan sig á borðinu hafði hann lokaða bók, en á hnjánum opna bók, sem hann var leikinn í að lesa á meðan honum var hlýtt yfir, og hann hafði alveg sérstakt lag á því, að fela þá bók þegar þess þurfti. En hann lét þetta ekki nægja. Hann útvegaði sér lykla að skrifstofu rektors og öðrum skólaherbergjum og fór þar inn til þess að reyna að ná í prófspurningar við stúdents- próf fyrir fram. Ekki tókst hon um þó að finna þær og þótti honum það hart. En þrátt fyrir þessa bíræfni var hann feiminn og óframfærinn. Hann var lát- inn mjög afskiftalaus. í einver- unni þroskaðist hjá honum djörfun og æfintýraþrá, sem varð að þeirri hringiðu, er hann seinast fórst í. Kæruleysi. Kreuger var kærulaus. Hann var alveg laus við það, sem heitir samvizkubit. Og hann var hamhleypa. I því liggur ráðning in á því, hvað hann gat af- kastað miklu. Flest lék í hönd- unum á honum, og hann hélt að allir gætu unnið jafn ósleiti- lega og hann. Það var barna- skapur, og bamaskapur leiðir oft til léttúðar. Ivar Kreuger var ekki að brjóta heilann um smámuni, og sízt af öllu um, hvað rétt væri eða rangt.. — Hann vissi að traustið er fyrir öllu. Gæti hann fengið menn til að trúa því, að hann hefði stór- auðgað einn eða annan, þá afl- aði hann sér lántrausts — og eftir hans skoðun skifti það engu máli, hvort hann hefði auðgað menn raunverulega eða ekki. Alvöruleysi. Mönnum verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort Kreuger hafi nokkurn tíma gengið með fullri alvöru að nokkru. Kæruleysið fleytti honum yfir alt. Það gerði honum lífið auðvelt, an jafn- framt gleðisnautt. Nám sitt stundaði hann ekki af alvöru. Og þrátt fyrir alt, sem sagt hef- ir verið, er vafasamt að hann hafi nokkru sinni af alvöru bundið trygð við kvenmann. Og aldrei við nokkurn karlmann. Hann hefir víst heldur aldrei haft minsta samvizkubit út af bókfærslu sinni. Hvers vegna skaut hann sig? Dr. Bjerre álítur að hægt hefðí . verið að leyna fölsun ítölsku ríkisskuldabréfanna, því að bréfin hefði mátt afhenda einhverju nýju hlutafélagi og einkaleyfi hefði verið hægt að fá í ítalíu. En hvers vegna kaus Kreuger heldur að stytta sér aldur. Líklega vegna þess, að honum hefir verið orðið það ljóst, að alt sem hann hafði gert, var “bluff’’ (flekun). En hér var ekki um að ræða að fleka menn með fölsuðurfy skuldabréfum, og fá þá til að trúa því, að þau væru peninga- ígildi, heldur þurfti að breyta þeiin í peninga — og þar strand aði hann. Þá kom upp í honum borgarinn, með borgarans virð- ingu fyrir hinum borgaralegu lögum, og mótmælti algerlega. Ivar Kreuger féll vegna þess að hann gat ekki aðhafst það, sem hann vissi með sjálfum sér að var glæpur í bókstaflegri merkingu, eða með öðrum orð- um: hann kaus heldur að stytta sér aldur en gerast vísvitandi glæpaknáður. Að sprengja ofn — eða banka. Eitt kvöld-var Kreuger stadd- ur hjá skólabróður sínum.' Á borðinu lá ofurlítill böggull. Kreuger spurði hvað í honum væri. — Púður, svaraði hinn, og það springur ef eldur kemst að því. — Kreuger þreif böggulinn og fleygði honum í ofninn. Það varð sprenging. Ofninn sundr- aðist; og fólk þusti að til að vita hvað um væri að vera. Húsmóðirin ávítaði harðlega skólabróður Kreugers, leigjanda sinn. Hann sagði að ívar litli hefði fleygt piiðri í ofninn. — Æ, var það hann ívar litli, bless- unin sú arna, sagði húsmóðirin þá með hægð. Leigjandinn sagði þá, að ekki væri rétt af henni að ávíta sig fyrir það sem hún tæki ekki hart á hjá ívari. Þá svaraði hún: ívar hef- ir hæsta einkunn í stærðfræði. Reyndu að gera hið sama, ef þá getur!-----------Þessi saga sýnir það, segir dr. Bjerre að sá, sem sprengir ofn vítalaust í æsku, sprengir banka þegar hann er orðinn stór. Kreuger þoldi vel hungur s kulda, hita og vökur. Kreuger var sama þótt hann borðaði ekki dögum saman. Einu sinni fór hann með kunn- ingja sínum til baðstaðar í New York. Þeir voru allan daginn í baði og næsta dag. En þá und- ir kvöld sagði kunningi hans: fvar, heldurðu að það væri nú ekki rétt að við fengjum okkúr eitthvað að borða? Kreuger hafði alveg gleymt matnum. Hann gat sofnað hvar sem var og hvenær sem var og svaf ákaflega fast. En svo gat hann líka vakað von úr viti. Hann munaði ekkert um það að vaka eina nótt. Oft vann hann fran\ til ki. 3 á næturnar, en var þó jafnan kominn á skrifstofu sína kl. 10 að morgni. Hann var auk þess mjög ó næmur á hita og kulda. MEÐ TVÖFÖLDU AFLI Fyrsta skylda mannsins er að sjá fjölskyldu sinni borgið. Sparsjóður leysir úr þeim vanda með tvöföldu afli. 1 fyrsta lagi það er peninga sjóður sem ávalt er handbær og ávalt í fullu gildi. í öðru lagi þá er það örugt fyrirtæki — er gefur í stöðugum vöxtum 3 prósent. Royal Bank of Canada sýnir í öllum við- skiftum staka umhyggju og kurteisi, í af greiðslu allra yðar banka nauðsynja. The Royal Bank of Canada Höfuðstóll og varasjóður $74,155,106. Samtals eignir yfir $700,000,000 Honum sinnaðist sjaldan. Fáir munu þeir, sem hafa séð Kreuger reiðast, því að honum sinnaðist sjaldan. Þjónn, sem var hjá honum í sex ár, sá hann aldrei skifta skapi. Þess er getið sem undantekningar, að eitt aðfangadagskvöld kom ráðs kona hans og sagði áð betlara langaði til þess að tala við verk- fræðinginn. Greuger þaut upp: Hefi eg ekki sagt það að eg vil ekki hafa neina betlara hér? — Jú, sagði stúlkan, en nú er jóla- kvöld! — Það datt ofan yfir Kreuger, hann hafði ekki mun- að eftir því. Hann rétti stúlk- unni 10 krónur og bað hana að færa þær betlaranum. Kreuger gaf aldrei minna en 10 krónur. Hann horfði ekki í skildínginn. Einu sinni hafði Kreuger lagt fram 100,000 króna til þess að koma nýrri uppgötvun á fram- færi. Ameríkani átti að leggja 100,000 kr. á móti, en sveikst um það. Kreuger var sagt frá þessu og hann skrifaði þegar ávísun fyrir 200,000 krónur. — Þetta er of mikið, var honum sagt. — Svo? sagði Kreuger; eitthvað mintist þú á 200 þús. kr. — Já, það er alt hlutaféð, og iú hefir þegar greitt 100,000 kr. Þetta er alveg satt, sagði Kreuger, reif ávísunina og skrif- aði aðra. Perutréð — ekkert “bluff” Einu sinni þegar Kreuger ætl- aði að halda veislu, heimtaði hann að veislusalurinn væri skryettur með 40 lifandi peru- trjám með ávöxtunum á. Mað- ur var þegar sendur til Englands og hann keypti þar perutré fyr- ir 8,000 kr. Þegar trjánum hafði verið komið fyrir í veislusaln- um, kom Kreuger þar til eftir- lits og þá sagði maðurinn við hann: — Því miður verð eg að láta yður vita, að tvær perur duttu af einu trénu. En eg hefi fest þær aftur með vír, svo að engin getur séð missmíði á. — Nei — þá fleygjum við trénu heldur, sagði Kreuger. Eg get ekki þolað neitt “bluff’’. —Lesb. Mbl. FRÉTTIR FRÁ HÓLAR, SASK. Að kvöldi 9. október síðast- liðins, stofnuðu börn og barna- börn heiðurshjónanna Jóns og Arndísar Stefánsson, til sam- sætis í samkomuhúsi Hallgríms safrraðar, í tilefni af því að þá höfðu þau pabbi og mamma, og afi og amma, verið búin að vera í hjónabandi í 30 ár. Mr. og Mrs. Stefánsson eiga 13 börn og 17 barnabörn. Við- stödd voru 9 börn og 8 barna- börn þeirra hjóna; og var það fjarðlægðar vegna, að allur hóp urinn var ekki viðstaddur. — Húsfyllir var af boðsgestum. Bamabörnin gáfu afa og ömmu te-set, og börnin nokkura pen- ingaupphæð. Samsætið var byrjað með því að sunginn var brúðkaupssálm- urinn “Hve gott og fagurt og andælt er’’. Kvæði var heiðursgestunum flutt af einum nágranna þeirra, og nokkur orð töluð af öðrum. Svo var sungið, leikið, spilað og dansað fram undir morgun. * * * Nokkur orð töluð til heiðurs- gestanna. Jón og Dísa vom þau vana- lega kölluð, heiðursgestir okk- ar hér í kvöld. Eg er viss um að öllHm er vel til .Tóns og Dísu. Persónulega þykir mér vænt um þau bæði. Þau hafa altaf komið fram sem góðir vinir. Manni er vel við Dísu fyrir hennar mikla dugn- að og skörungsskap. Hún er hispurslaus, og lætur það — eins og maður segir — fjúka, ef svo ber undir; og skal eg kannast við, að stundum hefir hún verið býsna nöpur í orð- um við mig, og sjálfsagt fleiri, — en eg er ánægður með að hún brúkar þessa aðferð, bara til þess að skerpa kærleikann með. Manni getur ekki annað en verið vel til Jóns, fyrir hans ró- lega jafnaðargeð og miklu fast- heldni, sem eru gullvægir eig- inleikar. Jón og Dísa hafa altaf verið bæði stoð og stytta í okkar fé- Iagsskap hér. Þau eiga heima á krossgötum, allir koma þess- ar götur að okkar litla sam- komuhúsi, og svo oft um leið heim til Jóns og Dfsu, og hefi eg aldrei orðið var við annað en að allir væru velkomnir. — Þau hafa lánað hús sitt fyrir fundi og samkomur, og fjósin fyrir hesta, og eiginlega orðið fyrir miklum átroðningi og það eg bezt veit, alt möglunarlaust. Heimili þeirra alt lýsir þrifn- aði, dugnaði og útsjónarsemi; og vel er þeim, sem hafa búið í haginn fyrir þessa síðustu og verstu tíma. * Ekki vantar að þau hafi ekki uppfylt orð ritningarinnar, þar sem stendur: “Verið frjósöm og uppfyllið jörðina’’. Og eiga þau stóran heiður skilið fyrir það, hvað vel þau hafa fram- fleytt sínum stóra barnahóp. Margs mætti minnast frá gömlu og góðu frumbýlingsár- unum, og þegar saga þessarar bygðar verður rituð, verður Jóns og Dísu rækilega minst. Um leið og eg óska heiðurs- gestunum hamingju og bless- unar í framtíðinni, þakka eg þeim kærlega fyrir vinsemd, al- úð og góðgerðasemi á samferð- inni síðastliðin 27 ár. Biðja þau undirritaðan að skila kæru þakklæti fyrir alt vin- samlegt í þeirra garð. Þakka þeim, sem heiðruðu þau með þessu samsæti, og gáfu þeim glaða stund. Vlðstaddur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.