Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 4 BLAÐSIÐA WINNIPEG, 2. NÓV. 1932: ; vn; Heimakringla (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: S6 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgiat fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON 553 Sargent Aue.„ Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 2. NÓV. 1932. DR. MILLIKAN OG RANNSÓKNAR-FERÐ HANS TIL MANITOBA Eflaust hafa ýmsir íslendingar heyrt getið um dr. Robert A. Millikan, einn hinn nafnkunnasta vísindamann, sem nú er uppi. í fræðigreinum, sem skrifaðar hafa verið á íslenzku, hefir stundum nafns hans verið getið. Sem stendur er hann aðal-umsjónarmaður eðlisfræðis- rannsókna við California Institute of Technology. Árið 1923 hlaut hann Nobels verðlaunin fyrir uppgötvanir í eðlisfræði, aðallega fyrir að finna efnis-örsmæðina, elektrónið. í september mánuði kom dr. Millikan til Winnipeg og dvaldi hér um viku tíma við rannsóknir á hinum svo nefndu “kosmik’’ geislum. Hefir hann á þessu hausti farið víðar í slíkum rannsóknar-erindum. Um geisla þessa vita menn lítið annað en að þeir eru til og eru að líkindum efnislaus- ir. En hvemig á þeim stendur er öllum dulið, að öðru leyti en því, að alment er ætlað, að þeir séu ekki til orðnir á jörðu hér, né á hnöttum innan þessa sólkerfis, en stafi frá hnöttum eða stjörnum lengra úti í geimnum. Með því að rannsaka, hver áhrif segul- magn jarðar hefir á “kosmik’’ geislana, hyggur dr. Millikan að komist verði nokkru nær um þessi náttúru fyrirbrigði. Segulmagnsáhrifin eru ólík, t. d. norðar- lega í Manitoba því sem þau eru við mið- jarðarlínu, svo verði kosmik geislarnir á annað borð fyrir áhrifum segulmagns, hlýtur það að koma í ljós við rannsóknir á þessum áminstu stöðvum. Frá Winnipeg fór dr. Millikan norður til Cormorant Lake í Manitoba. I>ar flaug hann m«ð áhöld sín í 22,000 feta hæð, og gerði rannsóknir sínar. Um árangurinn verður ekki sagt fyr en að vísindamenn hafa athugað öll gögn dr. Millikans gaum- gæfilega. Þetta var nú erindi dr. Millikans. En af því að mönnum var ljóst, að þessi stál- slegni vísindamaður hefir talsvert ritað um trú og vísindi á síðari árum sem vís- indamenn að jafnaði gera lítið að, lék mörgum hugur á að heyra, hvað hann hefði um trúmál að segja og hver skoðun vísindamanna væri á þeim. Var - hann því af einni ensku prótestanta kirkjunni í Winnipeg fengin til að “predika’’ um það efni. Því miður er hér ekki kostur á að segja ítarlega frá efninu í erindi dr. Milli- kans. Bæði er, að það var langt og svo höfum vér ekki orðið varir við það á prenti. En í fám orðum sagt virtist oss skoðun hans á þessa leið: Trú og vfsindi eru í dýpsta skilningi ekki eins andstæð og alment er ætlað. En hinu verður ekki neitað, að trúar- bragðakerfin mörg koma í beina mótsögn við raun-vísindin. Afstaða raunvfsinda til trúafbragðanna, væri sú sama og til heimspekinnar. Þegar heimspekisskoðan- ir brytu í bág við raunvísindin, yrðu þær að þoka fyrir þeim. Eins væri með trú- arbrögðin. Þau yrðu að laga sig eftir þeirri raunverulegu þekkingu, sem menn öðluðust á heiminum. Annars hryndu þau í rústir. Kreddur, eða æfagamlar skoðanir á heiminum, gætu ekki staðist straum nýrra uppgötvana og sanninda. Búningur trúarinnar yrði að breytast með aukinni þekkingu. En nú spyrðu inargir: Til hvers er þá trúin? .Hana áleit dr. Millikan mikils verða, því að lífsskoðanir manna sköp- uðust oft mikið eftir henpi, eins og hverri annari heimspekisskoðun, er menn hefðu. En þá kæmi trúar- eða heimspek- isskoðunin að mestu haldi, er hún væri í samræmi við raunveruleikann. Dr. Millikan benti á, að vísindamenn greindi á um ýms trúarleg atriði. T. d. væri Einstein og margir aðrir þeirrar skoðunar, að heimssmíðin kunngerði, að alvitund væri að baki henni, en aftur héldu alfræðibóka höfundarnir frönsku og fylgismenn þeirra því fram, að tilver- an væri vélræn, eða hreyfðist eins og hver önnur dauð vél. Kvaðst dr. Millikan líta á hvorttveggja skoðunina sem öfgar, og að hin nýja heimsskoðun vís- indanna krefðist ekki svo andstæðra skoðana á þessu, sem þarna kæmi fram. Að trúin í insta eðli sínu sé hverjum manni mikils verð, efar dr. Millikan ekki. Og það sem hann hefir ritað um trú- mál, lýtur að því að glæða og göfga trúarhugmyndina. Sjálfur er hann og trúhneigður og er eins starfandi meðlimur í Únítarakirkju einni í Bandaríkjunum og nokkur annar leikmanna hennar. Vegna þess hve háan sess dr. Millikan skipar sem vísindamaður, væri ekki fjarri að ætla, að skoðanir vísindamanna hneigðust að talsvert miklu leyti í sömu átt og hans í trúarefnum, eða að við- horf vísindanna gagnvart trúmálum væri því yfirleitt svipað. FANGELSIÐ. Út af óeirðunum í fangelsinu í Kings- ton, Ont., hafa ýmsar greinar veríð skrif- aðar um fangahúsin, og um það, hvað fangar eigi yfirleitt við að búa. Frá efn- inu í einni slíkri grein skal hér skýrt. Hún er skrifuð af manni, sem verið hefir í fangelsi um skeið, og er lífinu þar því kunnugri en margir aðrir, er um þetta efni rita. “í öilu því, sem eg hefi séð skrifað um umbætur á hag fanga,’’ segir greinar- höfundurinn, “virðist mér aðal efninu vera gleymt. En það er viðhorf fangans sjálfs gagnvart fangavistinni. Hvert fang elsi er svo að segja þjóðfélag út af fyrír sig. Það hefir sín eigin málefni, sína borgara, sína stjórn. Hvernig á því stend- ur, að borgararnir eru þar, skiftir ekki máli. Þeir hafa þar ákveðin réttindi, og á þá er litið sem hverja aðra borgara er litið utan fangelsisins. En hver maður, sem um lengri tíma er í fangahúsi, get- ur naumast skoðast með réttu eðli. Frelsi hans er takmarkað. Og alla smámuni í reglugerð fangahússins hættir honum við að líta á sem beint að sér. Hann á- lítur þar því flest ranglátt. f hans aug- um miðar það alt að því, að gera líf hans sem verst. Af þessu leiðir að fanga- hús eru í raun og veru sem púður- kaggi. Af hinum minsta neista, sem þar er kveiktur, getur orðið óslökkviandi bál. Þó íkveikjan sé í vorum augum ekki stór og annað þurfi ekki til en að van- gá einhver komi fyrir, er alt slíkt stórt í augum fangans. Kommúnisminn getur álitist stórt at- riði utan fangahússins. En hann er ekki neins virði í augum þeirra, sem innan veggja fangelsisins búa. Það sem mestu varðar þar er mataræðið. Hvað er næst á borðum? er spurningin, sem fangana varðar meira en alt annað. Hér skal engu haidið fram um það, hvort að uppþotið \ Kingston fangelsinu var kommúnista æsingum að kenna eða einhverju öðru. En hitt veit eg, að fæði er oft ábótavant í fangahúsum. Það er ekki stjórnardeildinni í Ottawa, er eftir fangahússrekstrinum lítur, heldur nema óbeinlínis að kenna. Hún setur ekkert verð á máltíðirnar, sem föngunum eru fram reiddar. Brytinn á að sjá um að þær séu bæði hollar og nægjlega fjölbreyttar. En það virðist stundum fara út um þúfur. Brytinn er oft, af ástæðum, sem hann veit bezt sjálfur, alt annað en varkár í matvælakaupum sínum. Og svo er hitt, að jafnvel þó efni fæðunnar sé gott, er því oft gerspiit með matreiðslunni, af því að sú venja viðgengst, að láta fangana til skiftis matbúa, án mikils tillits oft til þess, hvort þeir geti gert verkið. Af þessu leiðir að fangamir verða óánægðir, og líta oft svo á, sem yfirvöldin leggi ekki svo mikið fé þeim til viðurværis, að við- unanlpgar máltíðir sé hægt að veita þeim. Þarna kviknar einn neistinn. — Matreiðslumaður fangahúsa þarf að vera þaulæfður f matreiðslunni. Og fangana ætti ekki að láta snerta á henni. Góð / « fæðutegund, sem eyðilögð er með illri matreiðslu, er ekki vitund betri tii neyzlu en verri fæðutegund sæmilega matreidd. Sparnaður er enginn með þessu unninn, jafnvel þó það væri augnamiðið, en sem samt er það nú ekki, heldur á þetta alt rætur sínar að rekja til þess, að brytarn- ir eru ekki verk’i sínu vaxnir. Auðvitað fýsir hvern deildarstjóra í fangahúsinu að sýna, að ráðsmenska hans beri vott um hagsýni. En hóf er á öllu bezt. Og hvað eldhúsdeildina snert- ir, er enginn spamaður í að spilla góðri matvöru með slæmri matreiðslu. Eftir- litsmaður fangahúsanna fór eigi fyrir mörgum árum um öll fangahúsin í Vest- ur-Canada til þess að rannsaka hág fang- anna. Hvað kom í ljós við þá rannsókn? Fangarnir kvörtuðu ekki um erfiða vinnu, óþjál eða hörð rúm, eða neitt af því tæi. En í flestum fangahúsunum var möglið um fæðuna. Eftirlitsmaðurinn lof- aði að fæðan skyldi verða bætt, en efnd- ir urðu þó ekki á því. Hann treysti bryt- unum, en þeir gleymdu því. Um 90% af föngunum kvörtuðu undan fæðunni. Að ástæðlausu er ekki hægt að hugsa sér að svo margir gerðu það. * * * Geturðu trúað því, að eg hefi séð megnustu óánægju rísa út af eins litlu og vindlingapappír í fangelsi? Pappír þessi er þar ekki fáanlegur, því vindlinga reykingar eru þar fyrirboðnar. í stað þess er mönnum fengin pípa og pakki af all- góðu tóbaki. En í fangelsi er ekki yfir 2% manna, sem reykja pípu. Úr tóbakinu gera þeir sér heldur vindlinga og nota til þess hvaða pappír sem þeir geta náð í, skeinispappír, ef ekki vill betur til. — Kveður svo mikið að þessu, að gæzlu- menn fangahússins sjá ekki til neins að banna það. En því er mönnum þessum þá bannað að nota vanalegan vindlinga- pappír? Þegar maður er fluttur í fangahúsið, er hár hans er skorið svo snöggt, að líkt er að með hnífi sé rakað. Gæzlumenn segja þetta gert sökum hreinlætis og jafnframt til auðkenningar á fanganum, skyldi hann sleppa út. En fanginn er þessu mjög mótfallinn og skoðar það gert sér til minkunnar. En háskurðurinn heldur áfram eins lengi og maðurinn er í fang- elsinu. Menn, sem aðeins til eins eða tveggja mánaða fangelsis eru dæmdir, verða að sæta þessu sem aðrir, og koma því út með þettá brennimark, því hár vex ekki innan svo skams tíma að ráði. Hvað væri að því að leggja þenna sið niður? Nauða fáir af fjöldanum sleppa úr fanga- húsum, og jafnvel þeir sem sleppa, finn- ast ekki fremur fyrir það, þó þeir hafi snöggklipt hár. En fangarnir sjálfir finna mjög til þessa, ’ Spegla er heldur ekki leyft að nota í fangelsum, vegna þess eflaust, að álitið er ónauðsynlegt fyrir fanga, að vera að “spegla’’ sig. En þetta veldur samt mörg- um fanga óánægju. Þá, fremur en aðra, vantar ekki að vera hver öðrum líkir. Þetta kann að þykja óþarfa kvabb úr þeim. En menn eru nú svona um allan heim og hvar sem farið er, að þá fýsir að hafa sjálfir eitthvað að segja um það hvernig þeir líta út, hvernig þeir hafa húfuna á höfðinu, hvernig fötin fara og margt fleira þessu líkt. Fyrir kemur það, að fangar eru bundn- ir með keðju í klefum sínum, svipað og þegar skepnur eru tjóðraðar. Séu reglur fangelsins brotnar, bíður þetta oft fang- ans. Önnur hegning við þvi er sú, að lengja fangavistina um að minsta kosti tíu daga. Að láta sjá þig með vindlinga- pappír, getur t. d. verið næg ástæða til þessa. Þegar aðrir fangar tækju þá til vinnu, yrði farið með þig inn í klefann og þú tjóðraður þar. Þegar þeir kæmu til máltíða væri þér borið brauð og vatn inn í klefann. Ef þú hefðir ekki lyst á þeim mat, gæti svo farið að þér yrði klappað með ól. Ef þú skræktir upp, gæti svo farið að ginkefli væri í munn þér látið. Til eru menn, sem ekki aðeins mánuðum saman hafa verið þannig tjóðr- aðir, heldur árum saman. Miskunnarleys- ið, sem föngum er sýnt, er um slík smá- vægileg brot á reglum fangelsisins er að ræða, er oft svo mikið, að ótrúlegt er. Landsstjórnin getur ekki að þessu gert. Og hvorki hún né almenningur veit neitt um þetta. Með hinn brotlega fanga er ! farið til yfirfangavarðar. Þar er mál hans útkljáð án þess að nokkurri málsvörn verði viðkomið. Ótrúlegt, eins og mörgum mun finnast þetta, er það eigi að síður það, sem á sér stað. kaupið. Þó báðir fangarnir hafi komið í fangelsið á sama tíma og hlotið jafnlanga vistarveru með dóminum, styttir trúmensk an við vinnuna ekkert veruna Og báðir fara jafnt út. Hið nýja fangahús f Collins Bay, sem ætlað er aðeins brot- legum “heldri mönnum’’, hefir heldur ekki mýkt skap fanga. í augum þeirra er réttvísin ekki annað en uppgerð og leikara- skapur, þegar svo er gert upp i á milli borgaranna. Fyrir lögun- um finst þeim, að minsta kosti, að “heldri mennirnir’’ ættu að vera sér jafnir. Lífið í fangelsunum er til- breytingarlaust. Enginn fangi getur gert neitt, svo að ein- hverra augu hvíli ekki á hon- um. Hvort sem hann etur, vinn- ur, les eða sefur, er eftir hon- um litið. Hann finnur sjálfstæði sitt fjarað út og löngunina til þess að glæða það horfna. Góð áhrif hefði það að hafa ein- hverja skemtun við og við um hönd, er mönnum þessum gæti komið til að ‘gleyma stað og stund, t. d. að lofa þeim að hlýða á útvarpið stöku sinn- um. Kommúnistum er mjög lítil eftirtekt veitt af föngum. Þó þeir reyni að draga athygli fang anna að sér með því sem þeir segja, er aðeins hlegi ðað þeim. Það sem mestu máli skiftir, er í spurningunni fólgið: Hvað fáum við að eta í kvöld? Loforð um fullkomnara þjóð- félag og hið fyrirheitna land kommúnista, hafa engin áhrif á fanga. SKURFUR. I. í síðastliðin tvö ár hefir söngnum ekki lint í blaðinu Free Press um “Canada fyrst” stefnu Bennetts. Hefir blaðið aldrei getað séð neitt nýtilegt við hana. Það hefir þvert á móti sagt, að af henni stafaði flest bölvun þessa lands. En ekki ber alt upp á sama dag. Síðastliðinn mánuð flutti sama blað langa ritstjórnar- grein, þar sem skorað var á menn í nafni alls þess sem sanngjarnt væri, að kaupa iðn- aðarvörur, sem búnar væru til í Vestur-Canada. Auðvitað er ekkert út á þessa stefnu blaðsins að setja. En í hverju að hún er ólík “Canada fyrst’’ stefnu Bennetts, væri fróðlegt að heyra. II. Þegar Duff-nefndin var skip- uð til þess að rannsaka hag C. N. R. kerfisins, og reyna að finna einhver ráð til þess, að draga úr reksturskostnaðin- um, urðu liberalar uppvægir, og sögðu sambandsstjórnina vera að reyna að svæla kerfið undir C. P. R. Þó að tillöeur Duff-nefndarinnar beri alt ann að með sér, en að þetta lægi nú fyrir, hafa liberalar samt sem áður fjandskapast við þeim, og jafnvel talið þær óal- andi og óferjandi. Nú þegar tillögurnar hafa verið lagðar fyrir þingið, og af skýrslu yfir starf Duff-nefndar- innar sést, að Sir Henry Thorn- ton á sumt af tillögunum, er undireins snúið við blaði og ráð- stöfunum Duff-nefndarinnar nú hrósað á hvert reipi. Blaðið Free Press, sem fjandsamlegast hefir verið móti Duff-nefndinni, flytur nú tillögur hennar sem fagnaðarboðskap, og prýðir þær með mynd af Sir Henry Thorn- ton. Það er gaman að börnunum. III. Þó unnið sé vel og trúlega hvert það verk, sem fanganum er á hendur lagt, er honum ekki á neinn hátt launað það. Og það er mörgum talsvert tilfinninga- mál. Einn fangi vinnur af öllum sínum mætti, segjum 12 stundir við eldhúsverk. Annar aðeins átta stundir, og hefir ef til viil verið hylskinn við verkið ofan í Því var fyrir nokkru hreyft í blöðum í Austur-Canada, að W. L. Mackenzie King, leiðtogi frjálslynda flokksins í Canada, gerði canadisku þjóðinni grein fyrir því, hvers vegna að hann greiddi atkvæði á móti því í þinginu, að efri deildar þing- I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. •— Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. mennirnir, sem við Beauhornis hneykslið voru mest riðnir, væru reknir úr stöðum sínum. Þetta er ekki neitt ósanngjarnt. Það er meira að segja þakkar- vert, að almenningur finnur á- stæðu hjá sér til að krefjast þess af leiðtogum sínum, að þeir komi fram sem heiðarlegir, réttsýnir og samvizkusamir menn. í augum almennings höfðu efri deildar þingmennirn- ir unnið til þess, að vera rekn- ir. Og það væri alveg saklaust og réttmætt, þó menn spyrðu King, hvað hann áliti að þeir þyrftu að gera frekar fyrir sér til þess, að honum þætti hæfa að ljá því jáyrði sitt, að þeim væri vikið úr sessi. Atkvæða- greiðsla Kings er og í dálitlu ósamræmi við hina yfirlýstu stefnu hans á árunum, er taka átti öldungana undir handar- krikann og dýfa þeim ofan í hreinsunarlaugina (reform the senate). Blaðafregn: “Enskar dúkk- ur, fagrar vexti, með handmál- uð andlit, fljúga út á markað- inum.” Hvort hér ér að ræða um enskan glingurmarkað, eða hjónabandsmarkað, er ekki í fljótu bragði gaman að átta sig á. SIR JAMES JEANS. um eðli alheimsins. Engin nnáttúrufræðingur, er nú er uppi, er eins mikið Iesinn og enski stjörnufræðingurinn Sir James Jeans. Bækur hans eru lesnar í tugum þúsunda af eintökum, stjörnufræðarit hans eru lesin eins mikið og víðlesn- ustu skáldsögur. Hann hefir í ýmsum ritum sínum vikið að þeim heimspekilegu niðurstöð- um, sem dregnar yrðu af rann- sóknum náttúruvísindanna. En hann segir í nýjustu ritgerð sinni um þetta efni, að þegar alt komi til alls, verði eðli og tilgangur alheimsins ekki skýrð ur af eðlisfræðinni einni, eðlis- fræðislegar og vélrænar skýr- ingar hafi brugðist, og þurfi þá einlægt að grípa til stærðfræði- legra skýringa, til þess að koma röð og reglu á rannsóknir manna og hugmyndir. Hann segir að tilraunum manna til þess að skýra eðli alheimsins megi skifta í þrjú tímabil. — Fyrsta tímabilið er frá upphafi og fram á daga Galileis og Newtons, annað tímabilið er frá þeim og fram á byrjun þess- arar aldar, og þriðja tímabilið það sem af er þessari öld. Fyrsta tímabilið var tími dul- rænna skýringa eða andatrúar. Sá tími fór vilt í því að halda að rás náttúrunnar væri stjórn- að af kenjum og ástríðum vera sem að meira eða minna leyti líktust manninum sjálfum, af góðum eða illum öndum, goðum eða gyðjum, álfum eða forynj- um. Annað, eða vélræna tíma- bilið hófst þegar eðlisfræðin fór að fást við rannsóknir efnis- ins, hina dauðu náttúru. Þessi vélræna skoðun á alheiminum hélzt framundir síðustu alda- mót. Samkvæmt henni var

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.