Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐ6IÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 2. NÓV. 1932. ÍSLENSKAN HÁSKÓLAGREIN MEÐAL STÓRÞJÓÐANNA SigurSur Nordal prófessor segir frá. Sigurður Nordal prófessor kom heim með Lyru í fyrra- kvöld. Hann fór að heiman í ágúst 1931 til þess að taka við árs embætti því við Harvard- háskóla, sem kent er við pre- fessor Charles Eliot Norton. Mbl. hafði tal af Nordal í gær og skýrði hann frá á þessa leið: Fyrirlestra mína við Harvard- háskóla nefndi eg “Spirit of Icelandio Literature’’. Var efni þeirra að miklu leyti um áhrif íslenskra bókmenta á sögu þjóöarinnar. Meginþorri áheyr- enda minna hafði enga undir- stöðuþekkingu um ísland eða íslenskar bókmentir. Varð eg að haga fyrirlestrunum eftir því. Um bókmentimar sjálfar var tilgangslítið að ræða mikið, því að þýðingar á ensku voru of fáar fyrir hendi, svo að hægt væri að vitna í þær. Áheyrendur hafði eg fleiri, en eg hafði gert mér nokkrar von- ir um, að óreyndu. Auk há- skólastúdenta voru þar og kenn arar og annað mentafólk. — Verða fyrirlestrarnir ekki gefnir út? — — Harvard-háskóli á útgáfu- réttinn að fyrirlestrunum. Þeir verða gefnir út á næsta ári. En auk þess býst eg við, að þeir komi síðar út á íslensku, í nokkuð annari mynd. Fyrirlestra hélt eg við tvo há- skóla aðra þar vestra, í Iþöku og í Minneapolis. Ennfremur hélt eg fyrirlestra fyrir Norður- landabúa í Chicago. En annars langar mig ekki til þess að segja neina ferðasögu. Eg vil heldur minnast ofurlítið á framtíð íslenskra fræða við háskóla stórþjóðanna. Á ferð minni um Ameríku, England, Frakkland og víðar hafði eg tækifæri til að kynn- ast fjölda mörgum sem starfa að íslenskukenslu í sambandi við kenslu í Norðurlandamálun- um. Er eg í engum vafa um að ís- lensk fræði geta átt afarmikla framtíð við háskóla víða um heim._ íslenskan þarf að komast í eðlilegt samband við aðrar fræðigreinir, sem stundaðar eru. Varla nokkur háskólanemandi leggur stund á Norðurlanda- málin út af fyrir sig. Til þess að gera íslenskukensluna al- menna, þarf hún t. d. í ensku- mælandi löndum að komast í samband við enskukensluna. Nú er það t. d. svo í Harvard, að gotneska er skyldunámsgrein fyrir þá stúdenta sem læra ensku. En þetta er bygt á úr- eltum skoðunum. Alt má læra í málfræði af íslensku, sem menn nú læra af gotneskunni. En engar gotneskar bókment- ir eru til. Er því ólíku saman að jafna við íslenskuna, þegar þess er gætt, að íslenskunámið opnar nemendunum aðgang að þeim auðugustu forngermönsku bókmentum sem til eru. Eg hefi mikla von um, að þessu verði breytt við Harvarð á næstu árum, þar verði ís- lenskan tekin í staðinn fyrir gotneskuna eða a. m. k. gerð jafnrétthá henni. Og þegar Harvard háskóli ríður á vaðið, má búast viÓ að flestallir ame- rísku háskólarnir fari að hans dæmi. Sumarnámsskeið fyrir erlenda stúdenta í islenzku Yfirleitt fékk eg í ferð minni tækifæri til þess að skilja bet- ur en áður, hve mikla framtíð íslenzkan á sem háskólagrein. Má búast við því að aðsóknin að íslenzku deildinni við há- skólann hér fari sívaxandi. Er það skylda okkar að efla þessa deild með sem beztum kenslu- kröftum, og veita henni þá að- búð sem okkur sæmir. Við enga háskóla í heimi er hægt að læra íslenzku á jafn- stuttum tíma og hér, því nem- endurnir læra svo mikið af hinu lifandi máli í kringum sig. — Frá Ameríku, Þýzkalandi og Svíþjóð eru nú komin tilmæli um ,að háskólinn hérna komi á fót sumamámsskeiðum fyrir stúdenta frá þessum þjóðum. Alt er enn óráðið um tilhög- unina á námsskeiðum þessum. En ganga má að því vísu, að hugmyndin um námsskeið í ís- lenzku og íslenzkum fræðum hér við háskólann hljóti að kom ast í framkvæmd áður en langt um líður. FRÁ ISLANDI EIMSKIPAFÉLAG REYKJA- VÍKUR NÝSTOFNAÐ. Nýlega hafa nokkrir menn stofnað með sér hlutafélag, er þeir nefna “Eimskipafélag Reykjavíkur’’. Er tilgangur fé- lagsins að taka að einhverju leyti í sínar hendur flutninga milli íslands og miðjarðarhafs- landanna á fiski héðan og salti þaðan. Hafa þessir flutningar, sem kunnugt er fram til þessa verið svo til eingöngu í hönd- um erlendra félaga. Er vel að menn hafa nú haf ist handa til þess að gera til- raun til að koma flutningum þessum í innlendar hendur. Félagið hefir keypt skip í Noregi. Á skipið að heita Hekla. Er það “nýklassað", kemur hingað í nóvemberbyrjun. Það rúmar 1200 tonn af fiski. Skipstjóri er ráðinn Rafn Sigurðsson, nafnkunnur dugn- aðarmaður. Er hann kominn til Oslo til þes sað taka við skip- inu. Með honum er Faaberg skipamiðlari. 1 stjórn Eimskipafélags Reykja- víkur eru þeir Richard Thors, Pétur Magnússon, Einar G. Ein arsson, Theodór Jakobsson og Þorlákur Bjömsson. * Mbl. * * * * SLYS f ÞJÓÐLEIKHÚSINU. OF MIKIL ÞVAGSÝRA. er mjög algeng orsök fyrir gigt, Sciatica og bakverk. Séu nýrun í ó- lagi, safnast fyrir of mikil þvag- sýra. Takið inn Gin Pills, er strax veita bót, meðan nýrun eru að kom- ast aftur í lag. 218 D0MINI0N 0F CANADA 4 prósent LÁN—1932 Ríkisstjórnarinnar V \ Fjármálaráðherra býður almenningi til kaups $80,000,000 í 4 prósent verðbréfum Dominion of Canada Vöxtuberandi frá 15 október 1932 er greiðast á tvennum mismunandi tímabilum, sem hér segir: $25,000,000—3 ÁRA 4% VERÐBRÉF, GJALDDAGI 15. OKTÓBER 1935 $55,000,000—20 ÁRA 4% VERÐBRÉF, GJALLDAGI 15. OKTÓBER 1952 En innleysanleg á nafnverði auk vaxta, um eða eftir 15 oktober 1947. Höfuðstóll greiddur, án affalla, i gjaldgengum eyri Canada á skifstofum Fjármálaráðherra, og Höfuðríkisfjárheimtumanns í Ottawa eða á skrifstofum aðstoðar ríkisfjárheimtumanna í Halifax, Saint John, Charlottetown, Montreal, Toronto, Winnipeg, Kegina, Calgary, og Victoria. Vextir borgaðir á hverjum hálfs árs fresti, 15 apríl og 15 október, í gjaldgengum eyri Canada, án affalla, við öll ótbú allra. hinna löggiltu bankastofnana í Canada. Upphæðir Verðbréfa: 3 ÁRA VERÐBRÉF $1,000 20 ÁRA VERÐBRÉF $500 og $1,000 Inntektir af lání þessu verða notaðar til þess að borga $34,449,950 í verðbréfum er falla í gjalddaga 1. nóvefnber 1932, og til þess að kosta fyrirtæki og leysa úr þörf- um stjówiarinnar og Canadian National Railways. Lánið er heimilað með samþykki sambandsþings Canada og legst, bæði að höfuð- stól og vöxtum, sem útgjalda liður gegn hinum sameinuðu tekjum ríkissjóðs Canada. Upphæð lántökunnar að þessu sinni eru $80,000,000. Fjármálaráðherra, áskilur sér þau réttindi, samt sem áður, að veita eða hafna, að öllu eða að nokkru leiti þeim kaup áskriftum er honum kunna að berast, þó með því skilyrði, að sölu úthlutan auki ekki höfuðstól lántökunnar meira en sem svarar $25,000,000. Umsóknir eru ekki gildandi nema gerðar séu á umsóknarblöðum útgefnum af Kings’ Printer. SÖLUVERÐ: 3 ára verðbréf, 99.20 og veXtir, er nema við gjalddaga 4.28% 20 ára verðbréf, 93.45 og vextir, er nema við gjalddaga 4.50% Borgun greiðist við unisókn að fullu eða ef um 3 ára verðbréfin ræðir, við úthlutun verðbréfslns. Áskriftir hefjast með 31 október, 1932, og Ijúkast um eða fyrir 16. nóvember, 1932, með eða án frekari tilkynningar, eftir því sem fjármálaráðherra ákveður. A móti áskriftum taka öll útbú hinna löggiltu bankastofnana í Canada, og tilskipaðir verzlunarmenn, og má fá hjá þeim hin lögskipuðu umsóknar eyðublöð. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, OTTAWA, 31. OKTÓBER, 1932. Undanfarna daga hafa verka menn frá Landssmiðjunni verið að setja upp járnsperrur í hinn mikla turn á Þjóðleikhúsinu hjá Hverfisgötu. Hafa unnið að þessu verki 10 menn. í gær voru þeir að hnoða saman járn- bita, sem liggja þversum yfir turninn yfir leiksviðinu og er gímald niður úr um 20—30 m. hæð. Verkamennirnir stóðu á pöllum efst í turninum. Voru pallar þesSir festir með krók- um í járnbita, en pallarnir sjálf ir voru gerðir úr stoðatrjám og borð á njilli. Tveir menn voru að vinna á öðrum enda þessa fleka, þeir Ásgeir Jónsson og Einar Guð- brands Sigurbrandsson. Veit þá enginn fyrri til en stoðartré í pallinum brotnar undan þeim. Hafði það brostið sundur í miðju. Báðir menniráir féllu niður, en það varð Ásgeiri til lífs, _að hann náði í járnbita í pallinum, gat haldið sér uppi á honum og síðan vegið sig upp. En Einar Sigurbrandsson féll niður alla leið, lenti á járn- bita í leiksviðsgólfi og hékk þar. Þegar að honum var kom- ið var hann örendur. Hafði höf uðið brotnað og mikið var líkið meira skemt eftir fallið. Einar heit. Sigurbrandsson hefir unnið í Landssmiðjunni um hríð. Hann var aðeins 22 ára að aldri, ættaður vestan af Sandi, en átti nú heima að Bergstaðastræti 25 b. — Hann mun hafa fluzt hingað til bæj- arins árið 1930. Mbl. * * * Verzlunin við útlönd. í ágústlok síðastliðinn hafði útflutningurinn numið 24.7 milj. kr., en innflutningurinn 21.9 milj. kr. Verðmæti útflutn ingsins fyrstu átta mánuði árs- ins var 1.7 milj. kr. minna en í fyrra, en innflutningur á sama tíma var 7.3 milj. kr. minni en í fyrra. í september mun út flutningur hafa verið meiri en innflutriingur og verzlunarjöfn- uðurinn því batnað þann mán- uð. * * * Loftslagsbreyting. Tveir danskir vísindamenn, dr. Poul Nörlund og húsameist- ari Roussel eru nýlega komnir heim eftir fornleifarannsóknir í Grænlandi í sumar. Báðir hafa þeir fundið nýjar órækar sannanir þess, að í Grænlandi hafi landkostir verið mun betri, er íslendingar reistu þar bú, en þeir eru nú. Rústir eru bæði í Eystribygð og vetsribygð af stórum bændabýlum, sem haft hafa mikla áhöfn, en þar sem slíkur búskapur sem þá var, er útilokaður nú á dögum sakir hagleysis og slægjuskorts. Samt hefir veðráttan græn- lenzka breyzt mjög til batnað- ar hin síðari ár, svo sauðfjár- búskapur í Eystribygð er nú í hröðum vexti. Selveiðin aftur á. móti þver með hlýindunum. Skilyrði landsins eru að breyt ast til landbúnaðar, fjarlægjast skilyrðum veiðiþjóðarinnar Eski móa. Þegar Eiríkur rauði nam þar Iand, voru þar engir skrælingj- ar. Er eðlilegt að tengja sam- an þetta tvent. Milt loftslag í Grænlandi, góðir landskostir undir bú, engir skrælingjar. Svo kólnar loftslagið. Selurinn kem- ur til sögunnar og með honum skrælingjarnir. — Landskostir versna. Bændaþjóðin missir lífs skilyrði sín. Nú eru góðæri landnámsaldarinnar aftur að rísa upp, og selurinn að hverfa. Nú verður það verkefni vís- indamanna að skera úr þvf, hvernig samhengið er milli grænlenzkrar og íslenzkrar veðráttu. Má búast við að lofts- lagsbreytingin þar komi fram í góðæri hér? Og er sönnunin fyrir því, að mildara loftslag var á Grænlandi á 10. öld, en það hefir verið þar undanfarn- ar aldir, einnig sönnun þess, að hér á íslandi haff verið mild- ara loftslag á landnámsöld en það varð síðar? * * * Mataræði. Björn O. Björnsson prestur f Ásum í Skaftártungu, hefir á undanförnum árum gengist fyr ir því, að bændur í sóknum hans ykju við garðyrkju sína umfram það, sem enn tíðkast hér á landi. Eru nú á hverjum bæ þar ræktaðar fleiri tegundir matjurta en áður, að því er hann hefir' sagt blaðinu, svo sem salat, spinat o. fl. Hér á árum áður var hin ís- lenzka prestastétt rík að for- göngumönnum á sviði landbún- aðar. Er vissulega enn í dag mikið verkefni fyrir mentamenn sveitanna, að ganga á undan með góðu eftirdæmi um ýmis- konar nýbreytni til þjóðþrifa. Mun sú tilgáta mörgum þykja sennileg, að seinlæti og deyfð fslendinga eigi að einhverju leyti rót sína að rekja til fjör- efnaskorts í daglegri fæðu þeirra. En grænmeti, einkum það sem etið er ósoðið, er að sögn heilsufræðinga vorra tíma einhver hinn mesti og bezti heilsugjafi sakir ríkidæmis af fjörefnum. Mbl. NÝAR VITAMINRANNSÓKNIR. Á síðustu árum hefir verið lögð vaxandi áherzla á rann- sóknir á vitaminum eða fjör- efnum og fræðimenn eru stöð- ugt að gera nýjar uppgötvanir á sviði þeirra. Nýjustu og merk- ustu rannsóknirnar hafa gert tveir doktorar í Cambridge á Englandi, Bowden og Snow. — Þeim hefir tekist að framleiða og einangra A-vitamin. Vitamin eru, eins og kunnugt er, efni eða eiginleikar í efnum, sem eru nauðsynlegir fyrir viðhald lífsins. Það mun hafa verið austurrískur læknir, Kramer að nafni, er fyrstur benti á gildi vitaminanna, eða á það, að grænmeti og ávextir eða ávaxta safi, gæti læknað sjúkdóma, t. d. skyrbjúg. Menn veittu vita- minum fyrst athygli vegna þeirra áhrifa, sem skortur þeirra gat haft. En menn voru fram á síðustu tíma alveg óvissir um eðli þeirra. Menn greina milli sex vitamintegunda, A, B, C, D. E og G, og koma þau eins og kunnugt er fyrir t. d. í lýsi, grænmeti, eggjum, smjöri o. s. frv. Fræðimenn héldu fyrst, að sennilega væri ekki unt að greina vitaminin sjálfstæð úr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.