Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐSCDA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. NÓV. 193Z. per sem notið T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamllton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. EXtir GEORGE A. HENTY Af því að litlu varð um þokað, var auð- gerður undjrbúningurinn undir brúðkaupið. En allir í virkinu fögnuðu yfir þessum úr- slitum, og hefði þótt dauflegt, ef endirinn hefði ekki orðið þannig. Því sagan um lausn Isabel úr klóm Naha, fyrst heima hjá honum og síðan úr fangelsinu, var til þessa eina hugðnæma atvikið í þessum svarta sorgar- leik. Brúðargjafir fékk Isabel margar, og all- ar gagnlegar — voru einkum klæðnaður, því um skraut og glingur var ekki að ræða á þessum stað. En kvenbúningarnar, sem hún eignaðist, voru svo margir og margvíslegir, að kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn sagði dokt- orinn við hana, að heppilegast væri fyrir hana að fá vottorð hjá yfirvöldunum um, að öll þessi föt væru frjálst fengin, því hætt væri við að lögreglan gæfi henni grunsamt auga, þeg- ar til Englands kæmi. “Hvernig á eg að skilja orð þín, doktor?’’ spurði hún. “Það, sem eg á við, góða mín,” svaraði hann, “er þetta, að þegar heim kemur og þú sendir föt þín til þvottakonu, þá hlýtur hún, ef hún er ráðvönd, að leiða athygli lögregl- unnar að því, að á fötunum eru svo óendan- lega mörg nöfn og fangamörk.” “Það er satt, það er grunsamlegt,’’ svar- aði hún, “en á það verð eg að hætta þangað til eg get komið því við að merkja þau öll á ný. Eg ætla mér nú að gera talsvert af því áður en eg fer því eg býst við að sitja hér hálf- an mánuð enn áður en lagt verður afstað til Calcutta. En vita skaltu að eg snerti ekki merkin, sem nú eru á föfunum. Eg sauma mitt fangamark fyrir ofan þau gömlu, og orð- ið “frá” í línu á milil míns fangamarks og hinna. Það minnir mig ætíð á þessa stund og á góðvinina, sem eg hitti hér í styrjöld og raunum í ókunnu landi.” Snemma morguns á brúðkaupsdaginn gekk Hindúi að virkishliðinu, og bað um inn- gönguleyfi, er honum var þegar veitt, af því að hann hélt á bréfi til Miss Hannay. Þegar hann kom á fund hennar, fékk hann henni bréfið og böggul lítinn, er hafði að geyma kvenskart sett gimsteinum. Við það var fest- ur lítill miði og stóðu á honum aðeins tvö orð: “frá Röbdu’’. Doktorinn lék við hvern sinn fingur í brúðkaupsveizlunni, er hófst undireins og vigslunni var lokið. Það bar tvent til þess, að hann var svo kátur; fyrst það, að fram var komin hans innilegasta ósk; og annað það, að hann var ferðbúinn í för til hefnda. “Maður mætti ímynda sér að þú værir að leggja af stað í skemtiferð,” sagði Isabel. “Allar skemtiferðir í heiminum komast ekki í hálfkvisti við þessa, góða mín,” svar- aði hann. “Eg hefi æfinlega verið gefinn fyr- ir veiðar, og nú ætla eg að elta og — veiða tígra — tvífætta tígra og með mannsmynd. Að auki,’’ og hann varð alt í einu alvarlegri, “býst eg við að græða engu síður en særa og deyða. Eg ætla mér ekki að vera hermaður nema þegar eg hefi ekkert að gera sem dokt- or. Sá maður, sem unnir stöðu sinni, og það geri eg, sleppir aldrei tækifæri til að gera alt sem hann getur, og eg er hræddur um, að eg fái æði mörg slík tækifæri. Ofan á alt þetta bætist, góða mín, að maður má til með að vera “glaður á góðri stund”. Þess oftar sem við hlæjum, þess minni tími gefst okkur til að gráta.” Það var ekki staðið upp frá borðum fyr en kominn var tími til þ,ess að stíga á hest- ana. Eitt augnablik aðeins fengu ástvinirnir til að kveðjast, og sú skilnaðarstund, þótt stutt væri, bar í sk’auti sínu allra alda heit- ustu og sárustu tilfinnin^ar. Riddaraliðið þeysti af stað til Cáwnpore. Meðal þeirra fyrstu, er þeir Bathurst og dokt- orinn komu auga á, er þeir riðu heim að her- búðum Breta, var Wilson, og hrópaði hann upp yfir sig af fögnuði, þegar hann kom auga á þá. “Velkominn, Bathurét minn góður!’’ sagði hann. “Þú komst þá undan heill á húfi. — Gaztu bjargað Miss Hannay?” “Já, Wilson, eg var svo heppinn að geta það.” “Það er gleðifrétt, sönn gleðifrétt,’’ sagði Wilson og hristi hönd Bathursts í ákafa, en tár stóðu í augum hans. “Eg vissi vel að þú gerðir rétt í því að senda mig í burtu, en' oft hefi eg séð eftir því síðan. Eg veit að eg hefði ekki gert neitt gagn, en það var eitthvað svo vesallegt að yfirgefa þig í öllum þessum fjandasæg. — Og þú komst undan líka, dokt- or,” bætti hann við og heilsaði nú doktor Wade jafnvingjarnlega. “Það er meira en eg gerði mér von um. Eg taldi aldrei til að und- an hefðu komist nema við Bathurst. Mér hefir liðið ákaflega illa síðan við fréttum um ódæðisverkið óskaplega hérna í fangelsinu. Eg treysti Bathurst að vísu og vissi, að væri nokkur kostur að bjarga benni, þá mundi hann gera það, og þegar við sáum fangelsið, þá leizt mér svo á, að það væri engum mensk- um manni mögulegt, að ná nokkrum burtu þaðan lifandi. En hvar skildir þú við Miss Hannay?” “Við skildum hvergi við hana,’’ sagði doktorinn við hann. “Miss Hannay er ekki lengur til! En láttu þér ekki finnast svo til um þetta, maður. Hún breytti nafni sínu morg uninn sama og við fórum frá Allahabad.” “Hvað!” sagði Wilson glaður í bragði. “Er hún þá Mrs. Bathurst? Það gleður mig líka, Bathurst, og hérna er hendin. Eg vissi að svona mundi fara, ef þér tækist að bjarga henni. Eg réði það af orðum hennar einu sinni fyrir löngu síðan, að henni þótti vænt um þig. Mig dauðlangaði til þess að eiga hana, en vissi frá upphafi að það væri vitleysa að færa slíkt í tal, og sannarlega fagna eg að þú fékst hana fremur en einhver annar. — En komið þið nú inn í tjaldið mitt, — þið haf- ið heyrt að það á að sameina ykkar flokk þeim flokki, sem eg er í, eða leifum þess flokks, því við erum búnir að missa nærri helming af okkar mönnum. Þeir hafa hrunið niður á leiðinni hingað fyrir vopnum Hindúa, og síðan hingað kom fyrir sólslagi og hita- veiki. En komið þið — eg á hér ögn af gos- drykkjum, sem eg rakst á í búð í gær, og eg veit að þið eruð þyrstir. Þetta alt gengur bara elskulega. Eg man ekki til að eg hafi fengið svona miklar gleðifréttir í einu á æfi minni.” Bathurst féll illa, er hann frétti, að Have- lock treysti sér ekki liðfæðar vegna, að ráð- ast á Luchhnow, en afréði að bíða eftir enn meiri liðsafla. Kólera og hitaveiki hafði gert mikinn usla í liði hans, og fótgöngulið hans alt samanstóð af fimtán hundruð manns. 1 millitíðinni skyldi búast sem bezt yrði og síga svo af stað í áttina, og halda þannig á, að Luchhnow-menn héldu her Breta meiri en hann í raun og veru var, og sendu svo þeim mun fleiri borgarmenn til móts við þá. Með því væri það ynnið, að linaðist sóknin á Luch- hnow-virkið, er Bretar héldu enn. Herferðin var hafin með því að b'rú var slegið yfir Gangesfljótið, og var hún gerð þannig að bátar voru festir saman borð við borð, þangað til flotinn náði bakkanna á milli. Átta mflur frá Cawnpore sat her mikill fyrir þeim Havelock í þorpinu Onao. Varð þar hörð orusta og lyktaði henni þannig að Have- lock hafði sigur, og fékk þar fimtán fallbyss- ur. í þessari hviðu reyndust þeir ágætlega sjálfboðaliðsmennirnir frá Allahabad, og sem þar mynduðu sérstaka fylkingu. Þeirri fylk- ingu stýrðu tveir liðsforingjar og féll annar þeirra. Allir Allahabad-menn höfðu álit mik- ið á Bathurst fyrir dugnaðinn við að bjarga Miss Hannay, og veittist þeim Wilson og dokt- ornum því létt að útvega honum liðsforingja- stöðuna í stað þess, er fallið hafði. Tvær næstu orusturnar voru háðar í þorpinu Busserutgunge, og þá þar næst í Bit- hoor — umhverfis höll Nana Sahibs sjálfs. Fagnaði Bathurst yfir því að vera nú liðsfor- ingi, og mega beina spjóti og byssusting að lífverði höfuðpaursins sjálfs. Varð þar hörð og löng orusta og mannskæð mjög, en endaði eins og fyrri þannig, að Hindúar flýðu, en bygging sú hin mfkla var brend til rústa, eins og Rujub hafði séð fyrir. Þegar Outram hershöfðingi kom með sinn her og haldið var af stað til Luckrnow, var sjálfboðaliðið frá Allahabad skilið eftir sem varnarlið í Cawpore, því riddaralið var ó- heppilegt í stræta-höggorustu í stórri borg, en nauðsynlegt aftur til að þeytast aftur og fram umhverfis Cawnpore og hindra liðssam- drátt uppreisnarmanna. Suttu eftir að Have- lock og Outram fóru frá Cawnpore, dó for- ingi varðliðsins úr kóleru, og af því að Bath- urst gekk næstur honum að völdum, tók hann við flokkstjórninni að honum látnum. Varð- mennirnir höfðu ærinn starfa; áttu í sífeldu höggi við uppreisnarmenn, og mátti svo heita að þeir værq dag og nótt á hestbaki og á fleygiferð. Bathurst hafði vonað að fá að fara með til Luckhnow, þegar Sir Colin Camp- bell nokkru síðar kom með sinn her, en það fékst ekki heldur, fyr en óvænt orusta lagði svo marga af sjálfboðaliðinu í valinn — og í gröfina, að óumflýjanlegt var að sundra því, sem eftir var af þeim flokki. Fyrstu herdeild- ir Sir Colins voru komnar til Cawnpore og framhjá, þegar Hndúaher mikill, undir stjórn uppreisnarmanna úr Gwallior herdeildinni, réðist á sextugustu og fjórðu herdeild Sir Col- ins. Var þar liðsmunur svo mikill, að Bretar hefðu verið bornir ofurliði, ef sjálfboðalið Bathurst hefði ekki sýnt jafnmikla frækni og það gerði. En svo grimm var sú orusta, að menn Bathursts hefðu stráfallið, ef Sir Colin sjálfur með sína eigin herdeild hefði ekki náð á orustustaðinn í tæka tíð, og eins og áður, snúið ósigri í sigur. Það skall hurð nærri hæl- um fyrir Wilson í þessari or- ustu. Hann hafði mist vinstri hendina og blæddi auk þess úr mörgum öðrum sárum; hann var fráskila orðinn sín- um mönnum og umkringdur af óðum Hindúum, þegar Bathurst kom auga á hann og hleypti þegar á sprett, rauf skjaldborgina, náði í Wilson með annari hendi og dró hann upp á hest sinn og þeysti svo burt með hann úr orustunni máttvana og blæð- andi í fanginu, rétt í því er fyrsta, skothrynan frá Sir Colin lét svo hátt í eyrum Hindúa, að þeir tóku að flýja. — 1 þessari hviðu fékk Bathurst sjálfur mörg sár, en eng- in saknæm, en svo þótti þetta frægðarverk tilkomumikið, að þegar Sir Colin heyrði um það, sagði hann að þessi maður verðskuldaði Viktoríu-krossinn fyrir. Eins og áður hefir verið sagt, féll svo margt af liði Bathurst, að sá flokkur gat ekki lengur haldið áfram sem sérstakur varðflokkur, og bað þá Bathurst Sir Colin um leyfi til að mega fylgja einhverri herdeildinni sem sjálfboðaliðsmaður. Sir Colin gerði betur. Hann bauð Bathurst að fylgja sér sjálfum og gerast sendimaður sinn, af því hann væri svo frábærlega að sér í tungumáli Hindúa, en það var hæfileiki, sem sendimanni hershöfðingja var nauðsynlegur. Þessu boði tók Bathurst með þökkum. Skömmu síðar kom herdeild frá Luck- hnow til móts við Sir Colin, og þar hitti Bath- urst doktorinn, og höfðu þeir margt að segja hvor öðrum. “Meðal annars,’ sagði doktorinn, er þeir gengu til hvílu um kvöldið, “eg hitti gamlan kunningja í Luckhnow, sem þú getur ekki gizkað á hver var. Það var hann Foster.’’ “Er það virkilegt, doktor?” “Já, víst er það. Þeir eltu hann lengi og gáfu ekki grið, en þó tókst honum að kom- ast undan. Vörður Hindúa u'm virkið í Luck- hnow var þá ekki eins þéttur og nú og ekki önnur eins varkámi viðhöfð, en hann kunnug ur og fór leiðar sinnar þangað til borgin blasti við honum fyrir handan fljótið. Beið hann þá til þess myrkt var orðið og sund- hleypti þá fljótið sem næst virkinu og komst inn þangað heill á húfi. Hann hafði sýnt mjög frækna framgöngu alt í gegn, en fékk mörg og hættulega sár daginn áður en við brutum okkur veg inn að virkishliðinu. Það var blátt áfram tilviljun, að mér var afheint einmitt sú deild í sjúkrahúsinu, sem hann var í, undir- eins og eg kom. Hann fagnaði mjög að sjá mig, en eg sá strax að hann átti enga lífs von. Auðvitað hafði hann frétt frá Deen- nugghur og var aumur yfir þeim afdrifum; en hann vissi ekki, fyr en eg sagði honum, að þú hefðir bjargað IsabeL Hann hlýddi með athygli á sögu mína, en sagði svo: ‘Þetta þyk- ir mér vænt um að heyra, doktor. Þú trúir ekki, hvað það gleður mig, að hún komst und- an, og víst hefir Bathurst unnið til að njóta hennar. En aldrei kom mér í hug að henni væri vel til hans. Svo hann er þá ekki nein bleyða, eftir alt saman? Og þú segir að hann hafi sagt af sér stjórnarstöðunni og gengið í herinn sem sjálfboða liðsmaður, í stað þess að fara heim með henni. Það er sannarlega drengilega gert, hvað sem öðru líður. Jæja, mér þykir vænt um. En það má eg segja þér, doktor, að hefði eg verið heill á húfi, þá hefði eg ekki fagnað yfir þessu; en mitt sk&ið er runnið, svo um mig er ekki að tala. Sjáir þú Bathurst aftur, þá seg honum að mér þyki vænt um þetta. Eg er viss um að hann verður henni skollans mikið betri maður en eg hefði orðið. Mér féll aldrei við Bathurst, — Ifklega af því að hann hefir*verið miklu betri drengur en við hinir, — á skólanum, þú skilur. í Deennugghur féll mér enn síður við hann, enda ómögulegt að nokkrum hermanni félli við mann, sem ekki þoldi að heyra byssu- skot. En þú segir að hann sé laus við þann veikleika, og þá er alt vel. TJndir öllum kring- umstæðum verður hann henni góður. Seg henni líka, að mér þyki vænt um. Eg hugs- aði einu sinni-------en það gerir ekkert. Mér þykir vænt um að þú ert laus allra mála líka.’ — Það fór nú að slá út í fyrir honum, og tal- aði hann stundum um orustur og eltingaleiek við Sepoya, en ekki skildi eg hann nema endr- um og sinnum. Seint um kvöldið var hann meðvitundarlaus, og sat eg hjá honum, þegar hann alt í einu opnaði augun og sagði: ‘Segðu þeim báðum að mér þyki vænt um.’ Þetta voru hans síðustu orð.” “Hann var mikill hermaður, og að ýmsu leyti almennilegur maður,’’ sagði Bathurst. Ef uppeldið hefði verið öðruvísi, er eins víst að hann hefði orðið mikilmenni, því ekki skorti hann hæfileika. En eg er hræddur um að heim- ilislíf hans hafi ekki verið sem heppilegast til að slétta misfellurnar. Jæja, það var gott, að hann lét ekki lífið á leiðinní til Luckhnow, eins og við héldum og fjarri öllum sínum. Það var líka gott að honum gafst tækifæri til að verja konur og börn áður en hann féll.” Þó Wilson misti annan handlegginn aftók hann alveg að fara heim með öðrum sjúkling- um. Þegar sár hans voru gróin, var hann skip aður liðsforingi í Sikhara herdeildinni, og tók því þátt í orustunni miklu ,þegar Luckhnow var hertekin, tveim mánuðum eftir stórorust- una í Cawnpore. Hálfum mánuði eftir að Luckhnow var hertekin, kunngerði Sir Colin að í Stjórnar- tíðindum, sem hann hefði fengið þá um morg- uninn, væri auglýst að Ralph Bathurst væri veittur Victoríukross. “Eg árna þér allra heilla með það, Mr. Bathurst,” sagði hinn aldurhnigni herkonung- ur. “Mér hefir verið veitt sú ánægja að segja satt og rétt frá hinu makalausa hugrekki og þreki, er þú hefir sýnt með því að bera boð- skap frá mér fram og aftur um völlinn, þar sem orustan var hörðust, og það ekki einu sinni, heldur ótal mörgum sinnum. Stórmikið eins og allir meta þann heiður að vera veittur Victoríukross, mat Bathurst hann ef til vill meira en allir aðrir. Það var hans endurreisn í öllum skilningi. Það var bókstaflega ómögulegt fyrir nokkurn mann að dylgja um hugleysi þess manns, er bar Victoríukross á brjósti, og lagaleyfi til að rita stafina “V. C.” á eftir nafni sínu. Og fögnuður þeirra doktorsins og Wilsons var helzt engu minni en fögnuður hans sjálfs. Hvað Wilson snerti, þá var hann óðum að þokast upp á við í herstjórn — var nú orð- inn kapteinn, því margir yfirmennirnir í her- deild hans féllu í Luckhnow-orustunni, en þar slapp _þó Wilson sjálfur svo vel, að hann fékk ekki skeinu. Stórorustur allar voru nú augsýnilega á enda; en margir mánuðir hlutu enn að líða áður en allar óeirðir yrðu bældar niður. Nú var líka kominn svo mikill liðssöfnuður til Indlands, að herstjórnin hafði ekki lengur þörf á liðveizlu borgaraliðsins. Þrem vikum eftir orustuna sagði því Bathurst sig úr hern- um, og af því hann hafði áður sagt af sér stjómarstöðunni, var hann nú frí og frjáls að fara, og lagði hann því tafarlaust af stað nið- ur um land til Calcutta. “Það líður ekki langt þangað til eg kem á eftir,” sagði doktorinn sdlnasta kvöldið sem þeir voru saman í hermannaskálanum. “Eg er að hugsa um að sjá fyrir endann á þessum óeirðum, en þá segi eg mig úr hernum og sezt í “helgan stein”, eins og maður segir. Mig hefði langað til að verða þér samferða, en læknar eru hér svo fáir, að það er ekki viðlit. Og því miður er eg hræddur um að eg hafi meira að gera en eg kemst yfir núna fyrst um sinn.” Á heimleiðinni heimsótti Bathurst þau Rujub og Röbdu, að Patna, og dvaldi hjá þeim hálfan dag. Fögnuðu þau honum mikil- lega, og á viðbúnaði öllum var auðsætt, að þau höfðu séð komu hans fyrir. f Calcutta fékk Bathurst bréf frá Isabel, þar sem hún sagði heimferðarsögu sína, og að hún yrði til húsa hjá móður sinni þangað til hann kæmi. Og þar fann svo Bathurst brúði sína, er hinni löngu sjóferð var lokið. “Eg átti vissa von á þér í dag,” sagði Isa- bel, eftir að fyrstu ástheitu kveðjurnar voru afstaönar. “Það eru núna réttar sex vikur síðan, er eg vaknaði við það um miðja nótt að Rabda var að tala við mig. Eg heyrði rödd hennar greinilega er hún sagði: “Hann hef- ir verið hjá okkur í dag. Hann er heill heilsu og úr allri hættu. Hann er á leiðinni til þín.’’ Af þvf eg vissi upp á hár hvað lengi þú yrðir á leiðinni frá Patna til Calcutta, þá fór eg morg uninn eftir ofan á skrifstofur gufuskipafélags- ins, og frétti um brottfarardaga skipanna frá Calcutta. Bæði móðir mín og systir héldu að eg væri ekki með réttu ráði, þégar eg svo sagði þeim að þú kæmir heim í þessari viku. Þær hafa ekki allra minstu trú á neinu þvf sem eg hefi sagt þeim um Rujub og þau feðg- in en telja mér trú um að það gangi að mér einhverskonar fmyndunarveiki, sem eg hafi fengið f þjáningunum og þrautunum eystra. En máske þær trúi nú.” “Andlitið á þér hefir tekið rétt yfirgengi- legum framförum, góða mín,” sagði hann þá. Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.