Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA A HÁSKATfMUM. en sjórinn freyðir. Frh. frá 6. bls. Páll við eirir andófs stjá ■“Örin eru óðum að hverfa og með orku rama. l)ú ert orðin nærri því eins og Jóni heyrir Höfða frá þú varst fyrir brupann.” I það hlutverk sama. “Já, eg hefi líka fengið einn ^ frægasta doktorinn til þess að Brynjólf fann eg forrúmsmann, lækna mig,‘ ’svaraði hún, “og sá fleipri hreytir. hann telur alveg víst að örin Nefna annan Eyjólf kann, hverfi með tímanum.” j sá orku neytir. Hugflutta orðsendingu frá Röbdu fékk Isabel aldrei síð- an, svo að hún gæti greint, en oft var það, er húrn sat kyr og afsíðis, að hún varð þess vör, að í huga var þá Rabda hjá henni . En á hverju ári skiftust þær á bréfum og gjöfum, og til æfiloka mintust þau hjón þess með þakklæti, að' velgengni og farsæld ættu þau að miklu leyti að þakka henni og föður hennar — Rujub töframannin- um. ENDIR. NOKKRAR GAMLAR VÍSUR Los Angeles, 1. 7okt. 1932. Herra ritstj. Hkr.! Þegar eg las í Heimskringlu formannavísurnar, rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt um ver- mannalífið á íslandi í gamla daga, sem eg gæti minst all- ítarlega á, ef eg óttaðist ekki, að það yrði of langt mál til að fá rúm í blaði. Það var nokkurskonar æfintýralíf, þar sem margt var gert til dægra- styttingar. Þar á meðal það, að ýmsir hagyrðingar ortu vísur um alla skipsformenn verstöðv- arinnar. Því miður mun nú flest af því glatað, nema kanske ein- stöku vfsur á stangli. Eflaust hefði þó margt af því verið þess vert að bjargast frá glöt- un. Þar á meðal visur, sem faðir minn skrifaði upp í ver- inu, og sem frá honum kom- ust í mínar hendur. Áreiðanlega hafa þær aldrei verið prent- aðar, enda mun fátt frá þeim dögum hafa komist á prent, af því sem alþýðuskáld vor ortu. Eg hygg að vísur þessar séu eftir Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi. En í kvæðabókinni, sem út kom eftir hann, eru þær ekki; enda kann eg ýmsar aðrar vísur eftir hann, sem ekki eru í kvæðabókinni, og að lík- indum glataðar að mestu. Þorgils Ásmundsson. * * * Skipshöfn á Stað í Grindavík árið 1867 Á miðju fleyi magnar róður Magnús vitur. Öðrum megin ellimóður Árni situr. Slórúms höldar Þorsteinn þá og Þórður nýtur; brattar öldur árum slá svo undir þýtur. Oft með þunga ofan í svamla austurinn ljóta Hróbjarts unga og Guðmundar gamla greipar hljóta. Jónar tveir á bita byggja blakksins hranna; allvel þeir að ánauð hyggja andófsmanna. * * * Formannavísur í Grindavík árið 1867. ✓ Nú skal mynda nýjan óð, nöfn skal binda þeirra í ljóð, er láta synda fleyum flóð fram af Grindavíkur slóð. Ölduljóni ýta finn auðnu gróna þrekmanninn, Hrauns af fróni hraðfarinn, Höskuld Jóni af kominn. Hrauns af grundu hrannarljón, Hlés þó undir dynji són; út um skunda upsafrón Einars kundur lætur Jón. Út um slunginn ránar rann ránga-lunginn fallegan fylgd með ungri færa kann frá Buðlungu snar Hermann. Ef ei spýtist unnin blá, Oddur nýtur gnoð á sjá, meður ríta þundum þá Þorkötlu- ýtir -stöðum frá. Lækki són á löðrunum, lýsu-fróna vagninum út á sjónum iðgrænum ekur Jón frá Miðbænum. Magnúss kundur knálegu kjöls á hund með liðinu Árni er stundar stillingu frá stöðum skundar Þorkötlu. Teinæringur heill með holla, heitinn “Blíður” um storðarhring með stálaþolla Stað frá skríður. Þiljudýr um þunnan ögur þegar gengur. Jón því stýrir Magnúss mögur, mætur drengur. Hans má ýta fremsta finna flóðs á grana, Guðmund nýta og Steindór stinna, stafnbúana. Harðan róður Helgi knár f Hálsi greiðir. Sveigð við hljóðar Sæmunds ár Frá Hopi skriðið hrannaljón hefir bið um þorskafrón; hepni styður, samt útsjón, son Hafliða, mætan Jón. Situr ár á sæmiðum, síð oft gár að vörunum. Einar hár að höppunum, hreppstjóri knár í Garðhúsum. Súð til veiða Sæmundar, sem er greiður liðsemdar, um stökkuls breiðar storðirnar frá stöðum skeiðar Járngerðar. Sval ef skerðir, Sveinsson þá súða ferðast jórnum á Jón um sverðhvals bólin blá bygð Járngerðarstaða frá. ! Beztur huadur hlunns á sjá Húsa- skundar -tóptum frá, og mest þar fundið mannval á Matthíass kundi Þórði hjá. Jón er mögur Magnúsar, með órögum huga snar, fram á högum fliðrunnar fimur mjög til skipstjómar. Færir slingur fley á skrið um foldar-hring með örugt lið, jafnan glingur gætinn við Guðmund Ingimundamið. i Greyptur mundum gæfunnar gelti sunda leið vísar út um grundir ýsunnar Árai kundur Guðmundar. Ártal set eg óðar skrá, átján letra hundruð má, tvisvar betur þrjátíu og þrá, og þessa get er stendur hjá. Alla talda ýta hér, essum tjalda með sem fer, trúr alvaldur taki að sér. Týnist skvaldur ljóða mér. MARGT ER UNDARLEGT f NÁTTÚRUNNAR RÍKI Enskur liðsforingi L. K. de la Hurst að nafni, er nýfarinn af stað með vísindaleiðangur til Madagascar. Ætlar hann eink- um að rannsaka jurtagróður eyjarinnar. Jurtagróður er þar mjög sérkennilegur. Þó draga menn í efa, að eyj- ai skeggjar fari rétt með, er þeir segja frá því, að í frumskógum Madagascar, þar sem villimenn hafa aðsetur, vaxi kynjatré eitt, sem er sex fet að ummáli við jörð og 7—8 feta hátt. Tré þetta sé að vaxtarlagi ekki ó- svipað ananasplöntu, með sveigj aniegum greinum, sem eru álíka gildar og mannshandleggur. Sagan segir að tré þetta sé dýraæta í stórum stfl. Af blöð- unum smitist meltingarvökvi, eins og til dæmis á blöðum lyfjagrassins hér á fslandi. En tré þetta sé svo tilþrifamikið, að villiþjóðir fórni því mönnum. Ef maður komi nálægt trénu, vef jist greinarnar utan um hann og leggi manninn inn að stofn- inum. Síðan lykist blöðin utan um bráðina og fyrir meltinga- vökvann, sem smitar frá trénu, leysist hver holdtætla af bein- um, og sleppi tréð ekki bráð sinni, fyrri en ekki sé annað eftir en beinagrindin. Hinn breski liðsforingi ætla^ meðal annars að ganga úr skugga um hvað hæft sé í sögusögnum þessum. — Mbl. HJÁLPARSTARFSEMI í KfNA Vegna hinna miklu flóða í Yangtse-dalnum í Kína í fyrra, urðu 23 miijónir manna hús- næðislausar og alls lausar. Var þegar hafin hjálparstarfsemi til þess að bjarga þeim og tóku mörg lönd þátt í henni. For- maður hjálparnefndarinnar var| Englendingurinn Sir John Hope Simson. Hann segir svo frá 1 jáparstarfinu: Fyrst varð að byrja á því að gera stíflugarða, og í þá var notað svo mikið af mold, að ef henni hefði verið hlaðið í garð, eitt fet á hæð og hálft fet á breidd, mundi hann hafa náð hriuginn í kring um hnöttinn’á miðjarðarlínu. Að stíflu görð- unum unnu 670,000 manna í 100 daga. Einn daginn voru verkamennirnir þó 1,400,000. Á 34,000 fermílna svæði (í sjö hér uöum) var komið upp 1200 al- menningseldhúsum, og í fimm mánuði matreiddu þau handa 2.4 milj. manna. — Foreldrar seldu börn sín fyrir 5 dollara, og nefndin keypti fjölda af þeim til þes að forða þeim frá að verða hungurmorða; Dagleg út- gjöld nefndarinnar voru 60—80 þús. dollara, og þrátt fyrir stór- gjafir frá ýmsum þjóðum, sér- stakiega Japönum, var nefndin altaf í peningavandræðum. — —Lesb. Mbl. PELlSn COUNTRY CLUB J'RECIAU The BEER that Guards Q.UALITY Phones: 42 304 41 lll 4af ns pji )ld - ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmunds»on. Frh. Eg gat þess liér að framan, þegar eg byrjaði að skrifa um þessa tvo bændur í minni sveit, Sæmund og Daníel, að þeir hefðu verið eftirtektarverðast- ir og atkvæðamestir allra í sveitinni, að Vilhjálmi á Ytri- brekkum meðtöldum, sem eg hefi áður sérstaklega getið um. Mér kemur það ekkert á óvart að þannig lagaðir dómar koma sér ekkert vel, og í rauninni ó- þarfir, en þó hvergi óhjákvæmi legri en í endurminningum, þar s«m eftirminnilegustu viðburð- irnir gerast jafnaðarlegast í sam bandi við helztu mennina. Allir þessir menn voru fæddir á Langanesi, og sátu þar glaðir að sínu frá vöggunni til grafar- innar. Allir höfðu þeir ratað í margskonar æfintýri á sjó og landi, og orðið að venjast og verjast árásum og oft ofurefli af höfuðskepnum náttúrunnar, hemaðar aðferð og grimdaræði hungraðra vilidýra, á hafísum úti og frá herbúðum Ránar. Orðið án aðstoðar Japana eða Bandaríkjanna að standa í marg víslegu stríði við Englendinga, Frakka og jafnvel fleiri þjóða menn á sjó og landi, sem eng- ar sögur eru skráðar um. — Aldrei útheltu þeir mannsblóði og unnu þó æfinlega sigur, ann- aðhvort í verðskulduðum útlát- um óvinanna, í salti, keksi og koníaki, eða á þann hátt að þeir með þolgæði og í einlæg- um bróðurhug fyrirgáfu óvin- unum og launuðu ilt með góðu. Langmestar svaðilfarir á sjó og landi hafði Vilhjálmur orð- ið að reyna. Hann var upp al- inn á öðrum nyrzta bænum á nesinu, og bjó á því saipa heim ili mörg fyrstu ár búskapar síns, en lífs atvinnuvegurinn á þeirri jörð er mestur á sjó og í fuglabjörgnum. Vilhjálmur á Skálum — svo hét æskuheim- ili hans — hafði frá blautu barnsbeini vanist því að hafa stöðugt vakandi eftirtekt með öllum viðburðum, á sjó og landi í kringum sig. Þegar hann sá í góðu veðri, að fiskiskútur, sem voru að veiðum á hafinu fyrir utan, tóku alt í einu til þess að sigla upp undir landið og stefna upp að svo kalláðri Lambeyri langt norðan við bæ- inn, þá vissi hann að erindið gat ekki verið annað en að stela kindum og ná í kjöt. Það var góður hagi fyrir kindur á þess- ari Lambeyri, og þær sóttu þangað, en fiskimenn, sem höfðu kíkira, gátu hæglega séð það lengst utan af hafi, ef kindur voru á eyrinni, og þeir sem árlega fiskuðu á þessum stöðvum, vissu vel, að engir mannabústaðir voru nálægt eyrinni. Það var því mjög hent- ugt fyrir þá sem þannig voru gerðir, að ná sér f nýtt kjöt. — Sumir af þessum sjóræningjum höfðu byssur og skutu kindurn- ar, aðrir kreptu að þeim upp við kletta og tóku þær þannig, bundu saman fætumar og fluttu lifandi um borð í skútur sínar. Þegar þannig stóð á, voru góð ráð dýr, enda dugði ekkert nost- ur. Vilhjálmur átti duglega sol- dátabyssu, sem Danir höfðu líklega gera látið fyrir Sljes- víkur stríðið við Þjóðverja, og seldu svo íslendingum að af- loknu stríðinu. Byssa þessi var víð og tók mikið púður, og þeg- ar úr henni var skotið í'hamra- beltum, þar sem allir klettar tóku undir og endurkváðu, þá var það líkast sem heill her manna verði landið hlífðarlaust. Undir þessum kringumstæðum flýtti Vilhjálmur sér með byss- una og nóg púður á hentugan stað í björgunum ofan við Lambeyrina, og skaut út í loft- ið, en fiskimönnum þótti ráð- legast að sigla frá landi. Það gerir hvern góðan að geyma vel sitt. Þó fór svo, að Vilhjálmur misti stundum kindur úr þess- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Klldfc. Skrifstofusími: 23674 Stund&r sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er &B finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave Talafml s 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og b&rnasjúkdóma. — A9 hitta; kl. 10—12 « k. og 3—6 e. h. Heimlli: 806 Victor 8t. Sími 28 180 Dr. J. Stefansson 819 MEDICAL AHTS BLDG. Hornl Kennedy og Oraham Stnndar elngöngu auK*ni- eyraa ■ ef- og kverka-aJAkdöma Er aTJ hitta frá -kl. 11—12 f. h. og kl. 8—6 e. b Talnlmli 21K34 Helmlli: 638 McMtll&n Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 8S4 Office tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 “ Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Sfmið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited AbyggUegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Simi 27 057 ari Lambeyri. Vilhjálmur var ungur, þegar hann sá þess ljós dæmi, að enginn er öðrum sjálf ur, og því var það að þó hann hefði vinnumenn, þá leysti hann sjálfur af hendi vanda- sömustu verkin. Margar ferðir fór hann á opna bátum sínum og með sínum heimilismönnum yfir þveran Strandaflóa, fyrir Viðvíkurbjarg og inn á Vopna- fjörð, utar öllum annesjum og fyrir opnu hafi — á aðeins fjögra manna fari. Slíkar svaðil farir eru ekki heiglum hentar. Veðurþekking, hugrekki og fyr- hyggja, sem slíkar ferðir far- sælar gerir, lýsa formanninum og hetjunni betur en langar ræður. Þegar greindur og góð- ur húsfaðir áræðir svona ferð, þá er konunni þegar nokkuð lýst. Það er þegar auðséð að hetjuhugurinn var ekki allur borinn um borð í bátinn. Það er víst að barnahópurinn og stórt bú nýtur einhverrar for- sjár meðan á ferðinni stendur. Ef að fornsögur íslendinga bera það með sér, að hugrakkir sæ- farar hétu á Þor og Óðinn sér til fararheilla, þá er ekki ólík- legt að staðið hafi stöðugur bænarhugur á báðar síður frá bátnum og heimilinu til alls- herjar drottins meðan á ferð- inni stóð, þótt litlu líkamlegu kraftarnir hefðu öðru að sinna. Skálahjónin höfðu líka erft trú- rækni forfeðranna, þótt hugir þeirra seildust hærra í himin- inn, og án bænargerðar voru ekki þessar ferðir farnar. — Skáldinu mikla St. G. var einu sinni truað fyrir að fara á kirkjuþing, og svo liðu mörg og löng ár, og þá lenti hann raunar ósjálfrátt í annað sinn inn á kirkjuþing, en þá varð honum að orði: “Mér hefir orðið mílan drjúg, milli kirkjuþinga. en bót er það að betri trú barst til íslendinga. Frh. á 8. bls. G. S. THORVALDSON, B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB á oðru gólfi 825 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a0 Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvfkudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenekur Lógfrceðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likktstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnatSur sá bsstl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvartSa og legstelna. 843 SHBRBROOKB ST. Phonei 8« «07 WIKMPU HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Cbronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 96 210. HebnUis: 38828 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bsggsge and Faraltare Metlag 762 VICTOR 8T. SIMI 24.600 Annast aUskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. tslenxkur lOgfrœTtlngnr Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96933 l DR K. J. AUSTMANN Wynyard—:— Sask. Tal.fml i 3S88S DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Portagf ATenne WINNIPKÚ BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl StUlir Pianos ng Orgel Siml 88 845, 594 Alverstohe St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.