Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.11.1932, Blaðsíða 5
WŒNNIPEG, 2. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSÍÐA heimurinn samsettur úr rúmi, tíma, efnislegum líkömum, orku sem verkaði á þá, og efn- islegum ljósvaka, sem fylti alt rúm og gegnum hann barst ork an. Vísindi tuttugustu aldarinn- ar hafa blásið burtu þessum kenningum. Þeim var blásið burtu af því þær gerðu heims- mynd vísindanna ótrygga og ruglingslega. Að vísu hefir tíma og rúmi ekki verið blásið alger- lega í burtu, en þau hafa hvort um sig mist öll einstaklings ein- kenni sín og verið blandað sam- an í nýja einingu, sem sé ólík hinum báðum, sem sé rúmtíma (space-time continuum), Ef vís indin hefðu haldið áfram með hinar gömlu aðferðir sínar, hefðu þau næst getað reynt að draga upp hlutræna mynd af þessari einingu. En þau fóru alt aðra leið. Þau fóru nú eftir aldamótin, aðallega fyrir áhrif frá Poincaré, Einstein og Heis- enberg, að sjá það, að eina við- eigandi rannsóknarefni þeirra voru áhrif þau, er efnisheimur- inn hafði á huga okkar. í þess- um efnum komst því samræmi á milli vísindanna og heimspeki — ekki af því að vísindin hefðu neina sérstaka tilhneigingu til þess að hallast að hugspeki, heldur af því að hugsunin um það, að til væru hlutir, er ekki væri unt að skynja, lenti í ó- mögulegum ógöngum. Sir Jam- es Jeans nefnir dæmi. t blindri trú sinni á vélgengni alheimsins gerðu vísndi 19. aldarinnar ráð fyrir því, að rafmagnsbylgjur (t. d. við útvarp) gætu ekki breiðst út, svo skiljanlegt yrði, nema gert væri ráð fyrir Ijós- vaka, sem þær hreyfðust í. — Nú hafa vísindin ekki getað sýnt nein áhrif þessa Ijósvaka á skynjun okkar og hafa blátt áfram afnumið ljósvakanna, slept honum úr hugmyndakerfi sínu, og með því getað- fengið fullnægjandi skýringar á fyrir- brigðinu, sem um er að ræða. Nú líta vísindin á fyrirbrigði efnisheimsns á stærðfræðileg- an hátt, sumpart til þess að geta skýrt þau sem bezt og sum part vegna þess, að annar hlut- laus skoðunarháttur er ekki til. Skáldið getur séð skáldskap í alheiminum, listamaðurinn list, siðfræðingurinn tilgang, en þetta eru persónuleg sjónar- mið, og ekki aðaleinkenni á heiminum fremur en litur og ilmur eru aðaleinkenni á ein- stökum hlutum hans. í hinu Btærðfræðilega sjónarmiði á eðli alheimsins kemur, að áliti Sir James, ekki til mála nein ó- vissa vegna mats á góðu og illu, fögru og Ijótu. En aðal- atriðið er samt ekki það, að vís- indin hafi stungið af stokki öllu nema hinu hreina stærðfræði- lega sjónarmiði, aðalatriðið var hitt, að vísindin voru neydd til þess af beinhörðum staðreynd- um náttúrunnar sjálfrar. Þau hafa líka orðið að losa sig við hverja eðlisfræðiskenninguna af annari, unz ekkert varð eftir nema röð af atburðum í fer- vídd rúmtímans. (Lögrétta). f LANDRÉTTUM. Daginn fyrir landréttir. Frá því um hádegi höfðu bíl- ar streymt austur yfir fjall, og för flestra var heitið til réttar- innar. Fletsir vildu fara svo tímanlega, að þeir náðu austur áður en dimt yrði. Við lögðum ekki af stað frá Reykjavík fyr en'kl. 6 um kvöld ið og fórum okkur að engu óðslega. Farið var að dimma, þegar við komum að Ölfusár- brú, en þar staðnæmdumst við til þess að fá okkur mat, því að við tíjuggumst ekki við því að fá mat aftur fyr en til Reykjavíkur kæmi. Vel og rausnarlega var fram borið, maturinn var ágætur og gerð- um við honum góð skil. En alt tekur sinn tíma, líka það að eta, og var nú komið niðamyrkur er við komumst af stað aftur. Og svo tafði það okkur, að einn þurfti endilega að koma við á Eyrarbakka, og að við lögðum þá lykkju á leið okkar. En síðan var ekið hiklaust aust- ur yfir Þjórsá og Holtin og stefnt upp á Land. Þar var ekki margförult, og er hinn lagða veg þraut, var ekki eftir öðru að fara en hjólförum bíla. Og þau lágu í margar áttir, og þess vegna viltumst við dálít- ið, en komumst þó von bráðar á rétta leið aftur. Og ekki viss- um við fyrri til en við vorum komnir inn í heila borg af alls konar bílum. Þeir stóðu þar mannlausir og ljóslausir hlið við hlið í þéttum röðum, og minti þetta á bílatorgið hjá Al- mannagjá á Alþingishátíðinni. Þá var komið fram á nótt. Við stigum út úr bílnum. En hvar voru nú réttirnar? Örfá skref — og við komum fram á hæðarbrún, og undir fótum okkar blöstu við uppljóm uð tjöld, smá og stór og var þaðan að heyra glaum og gleði, hljóðfæraslátt og söng. Þarna var Rangæingabúð og skamt þaðan veitingatjöld. — Lengra burtu bæði til hægri og vinstri, stóðu undir hlíðinni tjaldþorp. Það voru tjöld þeirra gangnamanna. í sumum loguðu ljós er ljómuðu upp tjöldin, svo að þau voru til að sjá eins og stór ljósker, sem báru daufa birtu á næstu tjöld, sem ekkert ljós logaði í. Þar hafa gangna- menn annaðhvort verið gengnir til hvíldar, eftir alt gangnaerf- iðið, eða þá að þeir hafa ekki getað staðist freistinguna, þó þreyttir væri, að taka þátt í hinu fjöruga lífi í samkomu- tjöldunum. Veðrið hafði verið hvast og kalt um daginn, rakin norðan- átt, en nú var kyrt. Himininn var heiður og dimmblár og yfir brekkubrúninni “skein hinn skarði máni’’ yfir tjöldin og slétta völluna þar um kring. _ * * * 1 Rangæingabúð var stíginn dans alla nóttina. Þar var þá svo þröngt inni, að menn gátu sig varla hreyft. Þar var ein ið- andi kös um alt tjaldið. Hvaða dans var stíginn? Það veit eg ekki, og það vita líklega ekki einu sinni þeir sem dönsuðu. En fólikð skemti sér vel. Hvað það gat skemt sér vel. Og þeg- ar því þótti svækjan inni vera um of, týndist það út úr tjald- inu, tvent og tvent, hann með hendina um mitti hennar og hún með handleginn um háls hans, brosandi, hvíslandi: “Spinn þú, ástin mín ein, lífs míns örlagagull.” * * * í veitingatjöldunum var líka mannþröng mikil. Þar var sung ið og spjallað. Sumir vpru líka dálítið við skál. “Það er hart ef maður hefir ekki “landa” hér á Landinu. Viltu smakka, lagsmaður? Nei, ekki hér inni, komdu út fyrir.” Hve margir voru með “land- ann”, veit eg ekki, né heldur hitt hvort hann var seldur þar. En margir munu hafa kynst við hánn. Fóru þó vel með það, og engar róstur varð mað- ur var við eða drykkjulæti. — Tveir lögregluþjónar úr Reykja- vík voru þarna í einkennisbún- ingum. Þeim virtist alveg of- aukið. Ef þeir hefðu verið klæddir eins og hver annar, hefðu þeir getað blandað sér í hópinn og tékið þátt í skemt- un fólksins, en það var eins og þögul andúð mengaði loftið hvar sem þeir fóru. Ekki vegna mann anna sjálfra, heldu rvegna ein- kennisbúninganna. Aldraður maður sagði við mig: “Það er hrein og bein for- smán, að sá siður skuli upp- tekinn, að senda lögreglu frá Reykjavík til höfuðs mönnum í réttunum. Það er til þess að drepa niður hinn þjóðlega blæ, NIGHT MAGIC By Richard Beck (Translated from the Icelandic by Gudmund J. Gislason.) Like gold shield hangs the moon among the branches, Within the forest reigns the hush of night, In underbrush, like torches, flies are gleaming And standing guard are oaks of giant height. Through canopy of leaves the stars are peeping With smiling eyes down from their azure fold. The dew upon the grass is all aglitter Like virgin pearls set in a ring of gold. Beneath a drape of darkness earth reposes, Night’s peace has stilled the clamor of the day; The sylvan nymphs on leaves are lightly treading About the birches’ feet in merry play. I hear the sounds of myriad gentle voices Which noisy day submerged beneath its din, And flowers fast asleep in earth’s embraces Are wonder-worlds that I may look within. sem var á réttalífinu áður. Þar gerðu karlarnir upp reikninga sína. Alt, sem þeir höfðu safn- að í sarpinn af fjandskap út af beit, uppáslægjum, hestastuldi, að sigað hafði verið á skepnur þeirra, og út af óteljandi mörgu öðru, brauzt það út. Fyrst voru það skammir, svo gjarna bar- smíðar og áflog. En það endaði með því að þeir sátu sáttir og saman á einhverri þúfu, drukku vinarskál af sömu brennivíns- flöskunni, kystust og föðmuð- ust, klökkir af gæðum og gleði út af því að þessu var nú lokið og þeir voru sáttir við alt og alla — að gremjan og f jandskap urinn hafði fengið framrás og þorrið gersamlega. — Og aldrei hefi eg heyrt þess getið að nein málaferli hafi risið út af því, sem gerðist í réttunum, og hefi eg þó spurt marga gamla sýslu- menn um það. Hvers vegna mega menn nú ekki lengur jafna sakir sínar á þenna ein- falda hátt? Eru stefnufarir og málaferli máske betri? En það er óhjákvæmileg afleiðing þess, að einkennisbúin lögregla úr fjarlægu héraði er nú farin að sletta sér fram í þjóðlífið í sveitunum.” * * * Það líður að morgni, Með dagskímu fara fangamenn á fætur til þess að sækja fjár- safnið og reka það inn í rétt- irnar. Og þá sést, að flestir þeir, sem voru á staðnum um nóttina, höfðu ekki komið til þess að sjá safnið og sundur- dráttinn í réttunum. Svefn- þrungið fólk byrjaði að staulast upp brekkuna, upp á brúnina, þar sem bílafjöldinn beið, og bílarnir fóru að tínast af stað. —Lesb. Mbl. Á. FRÁ INGERMANNALANDI. Meðferð Rússa á Finnum þar. Eftir Herman Gummerus. (Ingermanland (á finsku In- kerinmaa, á rússnesku Ijerskaja zemlja), er hérað fyrir botni Finska flóans, og hefir nú ver- ið innlimað i héraðið Petrograd. Héraðið vaT sænskt þangað til árið 1721. Um 20 árum áður hafði þá Pétur mikli lagt það undir sig og 1703 byrjaði hann að byggja St. Pétursborg (nú Leningrad) syðst á því hjá ánni Neva.) Það hefir verið hljótt um In- germanland eftir hermdarverk- in, sem þar voru framin vorið og sumarið 1931. Er þá hermd- arverkunum lokið og lífið orðið þolanlegt fyrir þá, sem ekki hafa verið fluttir í þrælavinnu á Kolaskaga, til skóganna í Norður-Rússlandi, eða nám- anna í Síberíu? Langt frá því. Það er sífelt verið að taka menn með valdi og flytja þá tíurtu. Flóttamenn sem komist hafa burtu úr þessu ógæfusama landi segja að ofsóknirnar haldi á- fram gegn öllum þeim, sem Sovietstjórninni þóknist að hafa horn í síðu á. En Ingermanlend 'ingar eru ekki þeir einu, sem grimd soviet bitnar á. Margar miljónir bænda í Stórarússlandi, Hvítarússlandi, Ukraine, Kák- asus og Tartaralöndum, hafa sætt sömu meðferð. Er það þá ekki smásmuglegt að vera að tala um það, að 150,000 Finnar í Ingermanlandi séu kúgaðir og ofsóttir? Vér Finnar getum ekki mið- að við höfðatöluna. Satt er það að Finnar í Ingermanlandi eru fáir, en þetta eru landar vorir og þeir eiga heima rétt utan við landamæri vor. Þeir eru lút- erstrúar eins og vér, og altaf síðan Svíar réðu yfir landinu, hafa þeir geymt trú Vesturlanda á frjálsræðið, frelsi einstaklings- ins og eignarrétt. Sorglegar eru frá sagnirnar um herleiðingu þeirra. Aðfara- nótt 9. maí kom stór flokkur G. P. U. hermanna til Myllyoja, skiftu sér þar og fóru til þorp- anna Raapyva og Keltto, rifu í- búana upp úr fasta svefni, hand tóku marga menn, konur og börn, unga og gamla, lokuðu þá inni í dimmum kjallara um nóttina, og fluttu þá næsta dag í burtu á fjórum járnbrautar- vögnum. Ættingjar þeirra og vinir voru harmi lostnir. Ef ein- hver ætlaði að kveðja ástvin sinn, ráku hermennirnir hann í burtu með höggum og bar- smíð. Meðal þeirra, sem fluttir voru burtu, var 65 ára gömul kona, og móðir með 5 börn sín, það elzta 12 ára það yngsta 5 vikna gamalt. Faðir þeirra hef- ir áður verið herleiddur. — Ofsóknirnar gegn hinum svo- uefndu Kúlökum, eru alstaðar eins. Fyrst er lagður á þá svo þungur skattur, að þeir geta ekki borgað hann. Þá eru þeir skyldaðir til þrælavinnu, t. d. að höggva 250 teningsmetra af trjávið, og ef þeir geta ekki annað því, eru eignir þeirra seldar, óg þeir eru fluttir í burtu ásamt fjölskyldum sínum til þess að vera þrælar einhvers- staðar. Fólkinu heima fyrir fækkar stöðugt. í Rumpaliþorpi þar sem áður bjuggu 40 fjöl- skyldur, eru nú aðeins fimm menn eftir. Illa æfi eiga líka þeir, sem eftir eru. Þeir eru svo fáir að þeir geta ekki ræktað jörðina. Akrarnir verða að beitilandi. — “Þrátt fyrir það að vorið fer nú í hönd, treystist einginn í mínu þorpi til að vinna neinn,” sagði einn flóttamaður. “Skortur var á útsæði, en af því litla, sem til var.urðu bændur að látá sameignarbúin fá mikinn hluta, því a ðþau áttu ekkert útsæði. Hver smábóndi varð t. d. að afhenda tvo poka af kartöflum, og stærri tíændur fjóra poka”. Það er leyft að flytja landbún- aðarafurðir til Leningrad, en þær eru skattlagðar á allan hátt. T. d. verður hver maður að greiða 2.50 rúblur til þess að fá leyfi til að fara með hest og vagn um götur borgarinnar. Sá, sem ekki hefir í höndum kvittun fyrir þessu gjaldi, sætir stórsektum. — Allar lífsnauðsynjar eru geypiverði. Einn poki af kart- öflum kostaði 1B rúblur í vet- ur, og í maflok 50—60 rúblur. Verðið fyrir 1 kg. af kjöti hækk- aði úr 4—5 rúblum upp í 24 rúblur, fyrír 1.4 kg. brauð úr 50 kópekum í 2.50—3.50 rúblur, og fyrir 1 lítra af mjólk úr 1.60 í 3.50 rúblur. “Meðal mikils þorra íbúanna er hungursneyð,” segir annar flóttamaður. “Hjá oss í Keltto, eru verkamenn komnir lengst inn í Rússland, og vinna að vegagerð og fleiru fyrir stjórnina. Þeir eru sveltir svo, að þeir stela útsæðiskartöflum upp fir görðunum. Það er mælt að þetta sé bændur frá Ukraine sem ekki hafi viljað sameignar- búin. Þeir lífa eins og villidýr í holum og gjótum utan við bæinn. — Þeir sem þarna eru búsettir líða líka hungursneyð, því ekki hefir verið hægt að sá í nema litla skika í vor og út- sæðið var lélegt. Þeir sem halda jörðum sínum gátu ekki sáð nema í lítinn hluta af því landi, sem þeir ræktuðu í fyrra. Ofan á þetta bætast' margfaldir skattar: búnaðarskattur, tekju- skattur, kvikmyndaskattur, menningarskattur, “traktor”- skattur, skylda til að kaupa skuldabréf Sovietstjórnarinnar, og “frjálst” samkomulag um það að selja ríkinu alla fram- leiðslu sína fyrir sama sem ekkert. Þetta “frjálsa” sam- komulag er þannig til komið, að G. P. U. hótar bændum öllu illu, ef þeir láta ekki fram- leiðslu sína af hendi. En kjörin eru þau að enginn einasti bóndi getur uppfylt þau. Við skulum láta þetta nægja um hina “frjálsu” bændur, og snúa oss að sameignarbændun- um. “í Keltto eru þeir aðeins tíundi hlutinn af bændum. En í Toksove, Lempaala og Voule eru næstum allir bændur á sam eignarbúum. Sakrava er sam- eignarbú. 1 því eru aðeins tveir bændur; hitt eru menn frá Sov- iet, kennarar og slæpingjar, er aldrei hafa nent að vinna ær- legt handartak. 1 vor hrundu hestar og kýr niður úr hor á þessu fyrirmyndarbúi, og á Ma- toksi-sameignarbúinu féllu 18 kýr úr hor. — Þorpið okkar var látið kaupa þrjá “traktora”, en aðeins einn þeirra komst út á akur, og þar var unnið með honum hálfa klukkustund. Þá bilaði vélin og þar stendur hann enn. Það eru óreyndir strákar, sem látnr eru fara með þessar vélar. Engin varastykki eru til. Sameignarbúin halda sér uppi á því, að fá lán hjá stjórninni, og taka með valdi gripi og fóð- ur frá hinum “frjálsu” bænd- um. Þegar sameignarbú tekur kú af bónda, borgar það fyrir hana 120 rúblur, en ef bóndinn þarf 'að fá sér kú í staðinn, kostar hún 2000 rúblur. Þegar kýr bera, er því haldið leyndu, svo að yfirvöldin skyldi menn ekki til þess að ala upp kálf- ana. Sameignarbúin nota tíörn til vinnu, þótt það sé bannað, en yfirleitt hugsa menn þar um .það að gera sem minst og eyða meðan af nokkru er að taka. Þannig er þá búskapurinn í hinum frjósömu og áður auð- ugu héruðum skamt frá stór- borginni Leningrad. En máske alt sé betra hjá iðnaðarverka- mönnum? í klæðaverksmiðju í þessu héraði eru 5000 starfsmenn, að- allega konur og tíörn. Fram- leiðsla þeirra kemur ekki á inn- anlands markað, heldur er öll flutt út úr landinu. Fyrirskipað er hvað hver og einn á að af- kasta miklu. Hver verkakona á að vefa 5000 metra dúk á mánuði. Ef vefstóllinn tíilar, eða að hún annar þessu ekki, þá er dregið af kaupi hennar, sem er 50 rúblur á mánuði. Auk þess er dregið af kaupinu “frjálst” framlag og félagsgjöld. — Hjá konu þeirri er frá þessu segir, og vann sjálf í verksmiðjunni, nam þessi frádráttur seinasta mánuðinn 25 rúblum. Fimm frí dagar eiga að vera í mánuði hverjum en eru í rauninni ekki nema einn. Hina fjóra dagana eru menn neyddir til “sjálf- boðavinnu”. Sá, sem vanrækir þessa “sjálfboðavinnu” einn dág er sektaður um 25 rúblur. — Lífskjör verkafólksins eru að öðru leyti'hin hörmulegustu. — Matskamtur hefir verið minkað- ur. Nú fær vinnandi fjölskyldu- faðir ekki nema 200 grömm af brauði á dag. Áður var kjöti út- hlutað einu sinni á viku, en nú aðeins einu sinni á mánuði og iá 1 kg. á mann. í mötuneyt- um verkamanna sést ekki kjöt. Þeir fá ekki annað en fisk, kartöflur og graut. Þegar dreg- ið var af matskamtinum, var iofað kauphækkun, svo að menn gætu keypt á torginu, en stjórn- in hefir ekki efnt það. Þvert á móti hefir hún lækkað launin úr 300 rúblum niður í 250 rúbl- ur, og þegar öll skyldugjöld voru dregin frá, voru ekki eftir nema 150 rúblur. Það er þvf ekki að furða þótt verkamenn- irnir séu ekki sérlega ánægðir með stjórnarfarið. Trúarofsóknir eru í Inger- manlandi eins og annarstaðar. Keltto-kirkju er aðeins mess- að einstöku sinnum. Kirkjan í Raapyva var í vor gerð að dans skála. Kensla í barnaskólum fer fram á rússnesku og ekkert tillit er tekið til finsku tung- unnar. Alt, sem hér er sagt, er tekið ið eftir eiðfestum framburði flóttamanna. Vér, sem erum hér í frjálsu landi og heyrum hinar hræði- legu lýsingar á ástandinu hinu- megin við Systrabekk, getum ekki gert neitt annað fyrir þá, sem ofsóttir eru, en brýna það stöðúgt fyrir alheimi: Þetta er himinhrópandi ranglæti, það er á móti öllum guðs og manna lögum, það er bersýnilegt brot á þeim loforðum, sem Finnum í Ingermanlandi voru gefin eftir að friður var saminn í Dorpat. (Þýtt úr Finsk Tidskrift, júlí —ágúst hefti 1932.) —Lesb. Mbl. Prestur einn á Suðurland! hafði þann sið, að spyrja ver- menn í kirkjunni. Þótti mörg- um þeirra það leiðinlegt, og vildu hjá því komast. Einu sinni voru Norðlingar margir á ferð saman til suðurróðra, og áttu tal um þetta, en sáu ekkert til undanfæris. Segir þá einn, hvað áeir vilji gefa sér til þess, að hann losi þá við spurningar prests. Þeir hétu honum tals- verðu, en hann ákvað að sitja )ar í kirkjunni, að prestur fyrst beindist að honum, og þetta var hjá hinum auðfengið. Nú kem- ur þar að, að prestur spyr börn að vanda sínum, og þá því er lokið, gengur hann fram að sætum þeim, sem vermenn sátu í. Er hinn þar næstur og fremst ur í sæti. Prestur spyr hann að einhverju, en hann þegir, og svo gengur um nokkrar spurn- ingar. Loksins spyr prestur hvort hann kunni ekki fræðin. “Jú, jú, eitthvað kannast eg við þau,” segir hinn. “Lestu þá eitthvað í þeim,” segir prestur. Hinn fer að lesa og segir; “Þetta eru tíu lagaboðorð guðs, fyrst boðorð.” Nú þegir hann, en prestur ætlar að minna hann á og segir: “Eg er drottinn þinn guð.” “Er það svo,” spyr hinn. “Já, svö er það,” segir prestur, “eg er drottinn þinn guð.” “Og ekki nema það,” segir hinn, “að þú sért drottinn minn, þú ert ekki óþvílíkur, skrattinn trúi á þig í minn stað.” Með slíkum og fleiri fáyrðum kom hann því til leiðar, að prestur spurði ekki meira í það sinn og aldrei ver- menn oftar. * * * Hjón voru á heimferð frá kirkju sinni, og spurði konan mann sinn að, hvað það værl, sem presturinn hefði átt viö í dag, þegar hann hefði nefnt Belsebúb. “Það eru heldri menn og hreppstjórar, er svo heita,” segir hann. “Þú ert þá einn Belsebúbbinn, heillin mín!” seg- ir hún. Blanda

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.