Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 14. DES. 1932. HEIMSKRINGLA 3. StÐA la heillaóskir yðar um hátíðirnar THE MANITOBA TELEPHONE SYSTEM er góður ísrjómi ísrjómi er bezti matarbætirinn á öllum meiriháttar samkomum. Er ljúffengur og hressandi. Jafnast að næringargildi við annan mat. TAKIÐ HEIM MEÐ YDUR Væna ísrjóma Sköku! Crescent Creamery Co. Ltd WINNIPEG MANITOBA Úrvals fatnaður KARLMANNA á hirru sanngjarnasta verðí bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Llggetfs hjá Notre Dame Öll þótt kannið höf og hauður, hvar sem getur, finnið þið, laun þau heimsins enginn auð- ur annar getur jafnast við. Eg vil spá sem allra fæstu, en undur gaman þæl;ti mér, að eftir tíu árin næstu öll við saman kæmum hér. Pram í tímann sækir sjónin'. sýn, er mundi öllum þekk: Með sömu vinum sömu hjónin sitja þar á æðsta bekk. Eg þótt halda áfram vildi, öðrum finst, eg hætti, mál. Öll því drekkum, glöð í gildi, Guðlaugar og Egils skál. Eins og fyrri á er skilið, öll við saman komum hér. Sendið giuggatjöldin yðar til viðurkendrar hreingeraingastefn- unar, er verkið vinnur á vægu verði “Verkhagast og vinnulægnast” 55, 59 PEARL STHEET SIMI 22 818 Pk.nr 23 Pl.tr. Pholf 2» 23V HOTEL CORONA 26 Rorm Wlth Bnth Hot anð Colti W»t« t» Bvery Room. — $1.50 per dny nnd up. Monthty and Wnnkly R»t•» on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA Eftir tíu ára bilið ekki læt eg standa á mér. P.S. — Þessi erindi voru flutt í boðinu mikla hjá Ander- son’s hjónunum. Áttu þau að verða til gamans á staðnum, en ekki til birtingar á prenti, þótt svona sé komið. W. H. P. ♦ * * Eftirfylgjandi kvæði er sent með hugheilustu hamingjuósk- um til Mr. og Mrs. Egill Ander- son, 3. des. 1932, frá Gunnu og börnunum: Á æskunnar vori þið ýttuð frá höfn, með óskir og vonir í stafni; ást sat við stýrið, þó ólgaði dröfn, til áframhalds kærieiks í nafni. Gegnum gleði og tár þó að gránaði hár, greitt hafið siglt yfir sextíu ár. Þótt gleðinnar leikvöllur þrátt hafi þrengst, og þar með alt æskunnar gengi; við óskum og vonum þið lifið sem lengst, og leikið á kærleikans strengi. Ófarna leið í blíðu og neyð, blessi ykkur drottinn í lífi og deyð. Guðrún Johnson. Mozart, Sask. * * * Til hjónanna Egils og Guðlaugar Anderson. Eg finn það að eg er ei fær um þann óð, um félagsskap sextíu ára, og þá ekki heldur að leggja í ljóð lífsreynslu silfraðra hára. En, Egill og Guðlaug, eg gæf- una bið að gefa ykkur kvöldið í ljóma. Er deginum hallar þá dvelji þið við dýrlega minningar óma. L. B. Nordal. * * * ÁVARP í nafni Borgarfjarðar til hjón- anna Egils Árnasonar og Guð- laugar Stefánsdóttur frá Bakka, nú til heimilis í Leslie, Sask., Can. Á sextugasta brúðkaups- degi þeirra, annan desember ár- ið nítján hundruð þrjátíu og tvö. Sæl, góðu hjón, und hærukranz! Til heiðurs efnt er minnis, í nafni æsku átthagans, — er ástin vitjar kynnis. — Þar fegurst ykkar fífill skein, í frjóum Bakkahaga, — en fram, sem stundin óska ein leið ykkar ferðasaga. Nú Borgarfjörður minja-mær, í mjallar vafinn skrúðann, — þars dvelst hinn ríki rausnarbær við Ránar arminn prúðann, — til kærra vina man um mar, þótt mörg sé síðan æfi, þið bjugguð ykkar búi þar, við björg af landi og sævi. Hann man live höldur hét sinn garð, — því hagspekt veldur mannsins, að bóndi stólpi búsins varð, og búið stólpi landsins. — Þá víkka tyin og veggir ranns, og vaxa að hæfi sannsins, þau efni’ er streyma’ að heima hans, frá heið og flæði sandsins. Hann man hve húsfrú bjó í bæ, frá brúðkaupsdegi fyrsta! — Hún kastaði ekki gulli’ á glæ, en geymdi drykkja og vista. Þeim feng sem bar þeim brim og land, hún breyta kunni í fæði. Hún vissi’ að snúa snúð á band, og sníða úr voðum klæði. Þá utan húss og innan stjórn, í atgerð firrist halla, er starfsins ekki fórnað fórn, á falsguðanna st|alla. En heimað verður hofgarð líkt; að hofsókn sveitarprýði. Þau fær um andi og orka vígt, þótt ár og dagar líði. Því saknar fjarðar fóstur-sveit, þess fólks, sem heiman vendi, og frægan garðsins goðareit, þar gerði forsjár hendi. Hún einnig gleðst á gæfuleið ef geimur Vínlands brýnir, — því ræktin lifir há og heið, sem himinfjalla sýnir. Að heiman margir hurfu þar, — þótt heilla þyrru’ ei keldur, — Úr koti ekki komið var, — í kot ei vísað heldur. Sem áar Dofrafjöllum frá, — til frelsiskosta gnægðar, — fyrr lendu ströndum íslands á,— ög ævarandi frægðar! — Með sonu og dætur sóttuð þið, um sæ til nýrri landa, og numuð villi-valla svið, með veizlu arfahanda. Þar reistuð þið upp bæ og bú, — með björn og úlf að granna. — En hæstri elli hrósið nú, við himskaut dagfaranna. — A sextugustu samlífs stund, er safnast ykkur kringum, með ást og þökk við hal og hrund, frá horfnum leiðarþingum. — Forn land-sveit drekkur ykkur á að afmælisins fulli. En marklönd andans óska brjá, í aftanroðans gulli!----- Lárus Sigurjónsson. Chicago, 15. nóv. 1932. UM MATARÆÐI VORT. Frh. Meðan nóg var til af þeim matföngum, sem landið hafði fram að bjóða, jafnvel þótt eng- inn kostnaður fylgdi, þá gat landsfólkinu öllu liðið vel, en bæta þarf þó við — að nauð- synleg. var ætíð mjólk, a. m. k. fyrir börn og unglinga, og áríð- andi að matur væri óskemdur og ætíð eitthvert nýmeti við og við. Öðru'máli var að gegna, þeg ar yfir dundu hallæri vegna fiskileysis, grashrests og skepnu fellis. Þá hlauzt af því bæði hungur og sjúkdómar, en þó sérstaklega þeir, sem menn nú vita að stafa af fjörefna- eða vitamínskorti. Það er ljót sagan, sem ætíð endurtókst á þessum erfiðu tímum um sult og bágindi víðs- vegar um sveitir. Förumanna-i flokkar flæktust klæðlitlir frá einum bæ til annars. — Og víða kom hungrið. “Þá sá á betri bændum,” segir í annál- um frá móðuharðindunum. — Þá átti margur bágt. — “Þá var lagst undir pening og hann soginn”. Þá urðu margir þjóf- ar og spellvirkjar, en hópur þessara vesalinga hneig út af úr hungri og hor líkt og fénað- urinn — milli bæja. Þá lögðu menn sér alt til munns, er haldiö var nærandi. til að seðja svanginn. Menn átu hrafna og melrakka og hor- fallna hunda og hross, já, roð og ugga, fiskhryggi, grút og þang, hey og horn og skóbæt- ur. Þá lærðu menn réttilega að meta gildi góðs matar fyrir and leg og líkamleg þrif, og gleymdu fáir þá að segja “guð laun’’,, þegar ætur biti var framleiddur af örlyndi og mannkærleika. * * * Það er afar misjafnt, hve vel og illa menn þola matarskort. Hraustir fullorðnir menn þola sult miklu betur en börn og unglingar. En miklu veldur hve snögt hungrið legst að og hve róttækt það verður. Menn þola afarlengi skort, ef sú litla fæða, sem í boði er, er aðeins bragð- góð og holl. Prestur á Svalbarði í Þistilfirði bjargaðist lengi við mjólk og fjörugrös eingöngu, meðan fólk hrundi úr hungur- sóttum við að éta ýmislegt ó- æti. Öllu fremur gildir sem sé það, að í hinum skorna skamti séu vitamínefni þau. sem líkaminn þarfnast — og skil- greind eru sem A- B- C- og D- vitamínefni. Þau finnast að meira eða minna leyti öll í ný- mjólk. Þess vegna er það að mjólkin hefir í harðindum ætíð reynst helzta hjálparhellan — og það má óhætt fullyrða, að mjólkinni er það allra fremst að þakka, að íslendingar eru ekki löngu útdauðir eða þá úr- ættaðir aumingjar. Öll vitaminefni verða menn að fá í fæðunni, þó litið geti komið að haldi, til þess að heils an haldist. En ef aðeins eina tegund vitamínefnanna þrýtur til langframa, þá er voðinn vís í gervi ýmsra sjúkdóma. Það var algengt í hallærum, að menn dóu af ofáti óhollrar einhæfrar fæðu. Eins og t. d. ef menn í miðjum sultinum fengu hval, eða þó ekki sízt há- karlsstöppu eða háf eða illa verkað hrossakjöt o. fl. Hin veikluðu innyfli þoldu ekki þungmeti og allra sízt bætiefna- laust. — Mjólkin var eins og lífsins balsam, og dugði vel þó eklú væri annað en söl eða maríukjarni eða hvannarætur í ofaná lag. Það er alkunnugt að lang- algengasta hungursóttin hér á íslandi hefir ætíð verið skyr- bjúgur. Þetta er skiljanlegt í landi, þar sem algengastur er skortur á grænmeti og kornmat, mjólkurleysi, a. m. þegar leið á veturinn. — En í þessum mat- vælum er C-bætiefnið, sem ein- mitt varnar skyrbjúg. Það var líka segin saga, að flestum, er ekki voru því ver farnir, fór óð- ar að batna skyrbjúgurinn eftir að kussa var borin, og stund- um hjálpaði það eitt, að náðst gat í skarfakál eða fíflarótar- lauf. Önnur hungursóttin algeng- asta kom sérstaklega niður á börnunum. Það var beinkröm og vanþrif, vegna vantandi A- og D-fjörefna, af því annað- hvort var engin mjólkin til í kotinu, eða úr horuðum og hálf sjúkum beljum, sem höfðu ilt fóður. Batnaði börnum þá fyrst er kýrnar fóru að græða sig, en það var þegar þær fengu gró- anda grængresi á vorin. En einnig gat hjálpað nýr fiskur j og nýtt kjöt — einkum soðning in góð með lifur (þorskalýsi). Þá var algengt að gefa börn- um dúsu með allskonar matar- samsulli. — Enski ferðamaður- inn Mackenzie furðar *sig á því, í ferðabók sinni, að hann sá i mæður gefa börnum sínum í dúsu með heilagfiski og þorska I lifur. Sennilega hefir það þó ein Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgffir: Henry Ave. East Phone: 26 856 Skrifstofa: 5. Kólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA mitt orðið mörgu barni til lífs og þrifa, að þau fengu slíkt hollmeti vel tuggið í dúsuna hjá fóstrum sínum, en ekki er til- tökumál þótt Mackenzie þætti þetta heldur ólystugt. Það voru tfmabil fyrrum, er sú trú komst á, að kúamjólk væri börnunum hollari en móð- urmjólkin, og hættu þá marg- ar mæður að hafa börn á brjósti. Þessi trú mun hafa kom ið upp á þeim tímum, þegar hall æri gekk og fólkinu leið ver en skepnunum. Þá gat kúamjólk tekið konumjólkinni fram. Því veslings móðir, sem sjálf fær varla ætan bita og lætur börn- in og aðra ganga fyrir sér sjálfri með mjólkursopann úr kúnni, hún mjólkar illa sjálf og mjólk hennar er bætiefna- snauð eða öðruvísi óholl. — Til þess að móðurmjólkin verði sem hollust, er móðurinni hollast af öllu að hafa góða kúamjólk sjálf og hana heilnæma. B-vitamínskort.ur (sem veld- fYh, á 7. bls. The N cw VICTOR Radio-Record Combination with Improved Home-Recordins A really sensational home- en- tertainer. Music from the Air.. Records — Program transscrip- tion (new long playing re- cords) and coupled with im- proved home-recording. — A gift that the entire family will enjoy. $259 Easy Terms Arranged WmYUM 333 PORTAOE AVE. Stofnsettur 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamannaávísanir og ávísum peningum með símskeyti eða pósti til hvaða lands sem er, á því lægsta verði, sem mögulegt er. Sérstakt athygli veitt reikningum skiftavina, sem út úr bænum búa. Allar upplýsingar veittar, sem um er beðið. Vér bjóðum yður að opna reikning við oss, og nota þá sparisjóðsdeild, sem næst yður er. Vér lof- um skiftavinum skjótri og prúðmannlegri þjónustu. WINNIPEG ÚTBÚ: Main Office — Main Street and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North-End Branch — Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrook St. K » Portage Ave. and Kennedy St. § Portage Ave. and Sherbrook St. Union Stockyards, St. Boniface

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.