Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 14. DES. 1932. Oss þætti gaman að vita, ef þér vissuð um betrK mjólk eða framleiðslu en hjá MODERN MJÓLK, RJÓMI OG SMJÖR Eftir hinni vaxandi tölu viðskiftavina vorra, þá erum vér vissir um að það er ekki. SÍMI: 201 101 MODERN DAIRIES LIMITED “Þér getið þeytt rjómann en ekki skekið mjólkina” JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “ Herra Strand hefir oft minst á það við mig, hversu mikið hann hefir að þakka yður fyrir.” “Eg á honum einnig engu síður fyrir mikið að þakka. Framtíð hans er það eina sem eg hefi fyrir að lifa. Enginn faðir gæti átt betri son en hann er.” “Og samt mundi margur faðir hafa sent hann á vinnustofuna í stað skólans.” Cobden stóð á fætur og horfði á Coru með aðdáun og eínlægnissvip. “Það hefir flogið í hug minn, undanfar- inn tíma að fara að heimsækja yður. Jón hefir ekkert sagt mér, en mig hefir grtmað og mörgu hefi eg tekið eftír. Þér eruð mjög elsku verð stúlka. Jón er gáfaður maður og fær að mörgu leyti; en hann þekkir ekki þá hlið lífs- ins sem að yður snýr. Eg hefi óttast að hann kynni að gera einhver axarsköft. Kona í yðar stöðu í lífinu, ef til vill —” “Herra Cobden!” tók hún fram í fyrir honum, “áður en þér segið meira, þá vil eg láta yður vita, að við Jón erum trúlofuð.” “Trúlofuð?’ ’tók hann upp eftir henni. “Já. Eg veit að Jón hefir ekkert á mótl því, að eg segi yður það.” “En þér eruð dóttir Aldeburgh jarls, en hann er —” “Hann er ekkert annað en sá maður, sem eg hefi kosið mér fyrir eiginmann," sagði hún ákveðin. “En hvernig hugsið þér yður að geta lif- að? Jón á enga peninga og engin efni í vænd- um, og eg er ekki fær um að hjálpa honum." “Jón hefir góða og mikla hæfileika. En svo er eg ekki óhófsöm. Eg kann að fara sparlega með . Þar að auki er eg sannfærð um að hann fær bráðum góða stöðu. Þér vit- ið að föðurbróðir minn er forsætisráðherra.” “Þér treystið á það? Er það ekki nokkuð óhyggilegt? Hafið þér nokkra ástæðu til að í- mynda yður, að skoðanir Jóns geti samrýmst þeim skoðunum, sem Gerald Southwold hef- ir?” “í því sambandi er eg hingað komin í dag og langar mig til að finna Jón sjálfan að máli.” Gamli maðurinn hló lágt og beit á vör- ina. Augun urðu hvöss og hörð. “Ef til vill hefir Gerald föðurbróðir yð- ar ráðstafað þessari heimsókn yðar?” sagði hann. Coru féll illa að geta ekki neitað þessu, því hún fann talsverða ertni í röddinni. “Eg gæti vel trúað að svo hefði verið,” hélt gamli maðurinn á fram þegar hún svar- aði engu. “Það er hans vinnuaðferð.” “Eg kýs helzt að við ræðum þetta ekki frekar, herra Cobden. Það virðist sem þér hafið ekki mikið álit á frænda mínum, sem stafar sjálfsagt af því, að þér eruð andstæð- ingur hans í stjórnmálum.” Cobden svaraði síðustu orðum hennar engu. Tók sér sæti og féll í þungar hugsan- ir. Cora beið ögn lengur, en svo fanst henni að biðin mundi verða of löng. Hún tók ritföng á borðinu og skrifaði nokkrar línur til Jóns, þar sem hún bað hann að finna sig þá um kvöldið. Svo kvaddi hún gamla Cobden og fór. Á heimleiðinni var hún að velta því fyrir sér, hvers vegna Cobden myndi falla frændi sinn svona illa í geð, og komst hún að þeirri niðurstöðu, frá hvaða hlið sem hún skoðaði málið, að skoðanamunur þeirra á stjórnmál- um hlyti að vera ástæðan. VI. Kapítuli. Jóni var órótt eftir heimsóknina til þeirra bræðranna. Það var engum efa bundið í hans huga, að þeir höfðu samið um það sín á milli að reyna að kau'pa áhrif hans og atkvæði með stjóminni, og verðið var ekki annað en alt sem hann átti. Það átti að kosta hann aleig- una, ef hann gengi ekki að kaupsamningun- um. Hann átti að tapa stúlkunni, sem hann elskaði, og sem hafði lofað að verða konan hans. Hann var þakklátur í huga sínum fyrir það, að Cora vissi þó ekki ennþá neitt um þessa svívirðilegu verzlunartilraun þeirra bræðranna. ' Ef hún kæmist að slíku, var hann sannfærður um, að hún mundi mótmæla stranglega. Svo sá hann á hina hliðina, að ef hann neitaði að veita þeim og stjórn þeirra fylgi sitt, þá mundu þeir báðir mótmæla trú- lofuninni, og spursmál gat náttúrlega verið, hvort Cora mundi ganga á móti ósk og vilja föður síns. Eins og Jóns var venja til, þá er eitthvað var honum andstætt, tók hann sér langan göngutúr og kom ekki heim fyr en klukkan fjögur um daginn. Hann hafði á- kveðið að segja Coru frá öllu eins og var, en fanst þó réttast að tala við jarlinn fyrst, og ganga úr skugga um hvað hann hefði í huga að gera. Jón fór því að heimsækja hann. Þau voru tvö ein í stofunni feðginin, þeg- ar þjónninn kom inn til þeirra og sagði að Jón Strand væri kominn. “Vísaðu herra Strand inn í iestrarsalinn,” sagði Cora við þjóninn. En við föður sinn sagði hún: “Eg ætla að sjá hann ein fyrst.” “Gott og vel, dóttir góð, en mundu eftir því, sem eg hefi sagt, að ef Jóni þykir eins vænt um þig og hann lætur, þá ættir þú ekki að verða í neinum vandræðum með að fá hann til að gera eins og við óskum.” Þegar Cora kom inn í lestrarsalinn, stóð Jón á miðju gólfi. Hún gekk léttilega til hans en stanzaði snögglega, er hún sá svip hans. Hún hafði búist við að mæta honum glöðum og brosandi. 1 “Eg sé að þér hafið fengið bréfmiðann frá mér,” sagði hún blíðlega. “Nei, eg hefi ekki komið heim, síðan eg var hér í morgun. Eg hefi verið á göngutúr mér til hressingar, en kom til hugar að líta hér inn á heimleiðinni.” “Jón!’ sagði hún ofur góðlátlega og blið í málrómnum. Jón hafði ákveðið að sýna henni enga blíðu þar til þau hefðu skilið hvort annað fyllilega. “Vitið þér hvað faðir yðar sagði við mig í morgun?’ spurði hann. “Já,” svaraði hún og varð föl í framan. Framkoma Jóns var svo kuldaleg. Hún hafði búist við að hann tæki hana í faðm sér og kysti sig og sýndi sér blíðu, því það var það sem hún þráði svo mjög. Það hefði verið í sam ræmi við hennar tilfinningar. “Eruð þér samþykkar því, sem faðir yðar sagði?” spurði hann. “Jón! Eg þekki yður ekki, þegar þér lítið á mig þessum augum. Eg hefi ekkert brotið af mér við yður. Hafið þér gleymt öllu? Hafið þér gleymt kvöldinu í gærkvöldi?” Hann roðnaði, er hún spurði hann þess- arar spurningar, og augu hennar svo blíð og biðjandi mættu hans. En svipur hans var enn svo hörkulegur og kuldalegur. Það fór hrollur um hana. “Gerald frændi yðar lét mig fullkomlega skilja, að samþykki þeirra bræðra til trúlof- unar okkar væri undir því komið, hvort eg fylgdi þeim að málum á þriðjudaginn kemur, þegar atkvæði verða tekin um hin ýmsu mál sem fyrir þinginu liggja.” “Þá hefir hann gengið helzt til langt, því við erum trúlofuð nú þegar,” sagði hún. “Eg hefi ef til vill ekki skýrt yður nógu skilmerkilega frá samtalinu. Hann mun hafa sagt að samþykki föður yðar væri undir því komið.” “Það er ögn annað. Eg er að vísu ekkert barn, en mér þykir leitt, að þurfa að gera nokkuð á móti vilja föður míns.” “Eg hafði búist við því." “Því eruð þér svona undarlegur, Jón? í gærkvöldi vorum við bæði svo *glöð og á- nægð, og ekkert hefir komið fyrir síðan, sem nokkru máli skiftir, til þess að breyta þeirri gleði í sorg, ’sagði hún einlæglega og færði sig nær honum. “Getið þér ekki skilið, Cora,” sagði hann í sama kuldalega, rómnum. “Þeir hafa gert samningstilraun til að gera yður að einskon- ar verzlunarvarningi. Þeir hafa stórlega móðg- að mig með því að gera tilraun til þess að fá mig til að vinna á móti sannfæringu minni og betri vitund. Þeim er vel ljóst hversu heitt eg elska yður, og á þann strenginn ætla þeir að spila. En það veit sá sem alt veit, að ef eg væri sá maður, sem þeir ætla mig vera, þá væri eg ekki hæfur til að gerast eiginmaður neinnar konu. Þá gæti eg ekki skoðast annað en sem úrhrak mannfélagsins.” “Eruð þér nú ekki að gera of mikið úr þessu, Jón? Eg skal vera jafn einlæg við yður, og þér eruð við mig, og viðurkenna, að mér er það jafnmikið áhugamál og þeim, að þér fylg- ið stjórninni að málum.” “Er það þá meiningin að þér ætlið að ganga í lið með þeim á móti mér í þessu máli?” spurði Jón og varð ósjálfrátt nokkuð byrstur. “Já, en mínar ástæður eru þó ekki þær sömu og þeirra. Eg elska yður af öllu hjarta, Jón! Og þegar eg er orðin konan yðar, þá verð eg hin hamingjusamasta kona í öllu landinu. Mig langar til að sá dagur sé ekki langt framundan. Ef þér gerið frænda minn að andstæðing yðar og óvin, þá geta það orð- ið mörg og þreytandi ár, sem eg verð að bíða þeirrar stundar að mega falla í faðm yðar sem eiginkona yðar. Þetta er sú sanna og eina á- stæða mín fyrir því, að mig langar að þér gangið í lið með frænda mínum og styðjið stjórnina, sem hann er höfuðið á.” “Skiljið þér það ekki, Cora, að þér eruð sjálfar að freista mín,” sagði hann lágt. “Þetta eru vonbrigði fyrir mig.” “Eg bið afsökuna. Eg vil að þér þekkið mig eins og eg er.” “Cora, það er mín sann- færing að það sé skylda mín að greiða atkvæði á móti stjórninni á þriðjudaginn, ef eg vil gera hag landsins og þjóðarinnar. Getið þér óskað eftir að eg gangi í berhögg við sannfæringu mína?” “Þér málið myndirnar svo ljótar og grimdarlegar.” “Skýrar, en ekki grimdar- leg'ar. Eg vil sjá hlutina eins og þeir eru virkilega. Þér haf ið ekki ennþá svarað spurn- ingu minni.” “Þér hljótið að sjá að frændi minn hefir rétt fyrir sér,” svaraði hún áköf. “Frumvarp það, sem greiða skal atkvæði um, er heppilegt fyrir landið. Finst yður það ekki sjálfum, þá er þér athugið það í ljósi skynseminnar með stillingu?” “Eg vil reyna að skilja yður. Þér hafið ekki enn svarað spurningu minni.” “Er ekki frumvarpið hagkvæmt? Þér ætl- ið að greiða atkvæði með því og stjórninni?” Svo fleygði hún sér í faðm hans og vafði handleggjunum um háls honum og kysti hann ákaft og blíðlega. — “Elsku Jón! Við skul- um ekki tala heimskulega. Auðvitað verðið þér að greiða atkvæði eins og samvizka yðar býður. Kystu mig nú, góði minn!” “Guði sé lof!” stundi hann upp og and- varpaði þungan. “Eg var farinn að halda, að þér ætluðuð að bregðast mér, Cora. Eg hefi málað yður svo stóra í huga mínum, að það liefði gersamlega eyðilagt mig, ef þér hefðuð heimtað af mér, að eg seldi sannfæringu mína, jafnvel til þess að vinna yður.” “Við skulum nú ekki tala meira um þetta góði minn. Kystu mig!” sagði hún og mátti sjá að hún var óstyrk. Jón fann að hann hefði ekki staðist þetta öllu lengur, og var því búinn að ákveða með sjálfum sér að fara. Hann vafði hana nú að sér og kysti hana innilega. Hún hvíslaði í eyru hans ástarorðum á milli kossanna. — Jón gleýmdi nú öllu nema því, að hann elsk- aði hana og hún hvíldi nú upp við hjarta hans. Alt í einu vaknaði hann sem upp af draumi. Hann mundi að hann hafði komið til að tala um ákveðið málefni, sem heilbrigður maður, en ekki sem nýtrúlofaður ástsjúkur aumingi. Hann fór því með hægð að losa sig úr örm um hennar, en hún hélt sér því fastara. “Gefið mér loforð um það, góði Jón, að þér skulið ekki gera neitt heimskulgt. Eg bið yður ekki að gera neitt það, sem ekki er heið- arlegt. En reynið að láta skoðanir yðar falla inn með skoðunum frænda míns. Eg elska yður svo heitt, að það ætlar að sturla mig að hugsa til þess, ef við þyrftum að bíða mörg ár til þess að geta gift okkur.” “Þingmannslaun mín eru fjögur hundruð pund á ári, og svo hefi eg liðug tvö hundruð pund þar að auki fyrir skriftir. Við gætum lifað góðu lífi fyrir tólf pund á viku.” Hún hló hálfgerðum gletnis hlátri. Hún fann að það mundi erfitt að koma honum til að skilja, hvaða vonir hún gerði sér um framtíðina. Hennar framtíðardraumar voru alls ekki um ást og lítið heimili í einhverju úthverfi borgarinnar. Hún hugsaði sér eigin- mann sinn, sem pólitískan leiðtoga, sem allir virtu og óttuðust. Og sjálfa sig sá hún í dag- draumum við hlið þess manns með ást og góð ráð. Það greip hana alt í einu ótti fjTir því, að uppeldi hennar kynni að hafa þau áhrif á íramtíðarlíf hennar, sem yrðu ástinni yfir- sterkari. Það var henni augljóst, að forsæt- isráðherrann, frændi hennar, mundi ekki hjálpa Jóni á neinn hátt, ef hann gengi í lið með andstæðingaflokknum. Faðir hennar var ekki þeim efnum búinn, að hann gæti hjálpað neitt, sem um munaði, og ekki væri að vænta þess af honum, að hann gæti hjálpað Jóni til þess að komast í háa stöðu. “Eg verð að vinna hann yfir á hlið frænda míns, hvað sem það kostar. Eg gæti ekki látið sjá mig meðal þess fólks, sem eg sérstaklega tilheyri, vitandi það að við yrðum að hnitmiða lifnaðarhætti okkar við nokkur pund á viku,” hugsaði hún með sjálfri sér. Svo sneri hún sér að Jóni. “Jón, það væri rangt af mér að svíkja yður í nokkru eða dylja yður nokkurs. Ef þér fylgið andstæðingaflokknum að málum á þriðjudaginn kemur, liggur fyrir okkur að bíða mörg ár eftir því að geta gift okkur, eins og eg hefi sagt. Þar að auki er eg sann- færð um að faðir minn samþykkir aldrei ráða- hag okkar — og eg vil ekki þurfa að óhlýðn- ast honum. Þess vegna bið eg yður að athuga vandlega þetta mál, áður en þér afráðið nokk- uð. Hugsið um mig jafnhliða yður sjálfum.” “Þér eigið kanske við, að við getum aldrei gift okkur, ef eg —” “Segið það ekki, Jón!” tók hún fram í fjrrir honum. “Mér er hálf partinn farið að skiljast, að mín ást sé annars eðlis en yðar ást. Þér eruð mér fyrir öllu og eg vildi alt fyrir yður gera — alt heiðarlegt.” Andlit hennar ljómaði upp af gleði, og hún rétti fram báðar hendur sínar til hans. “Nú talið þér eins og sá Jón Strand, sem eg elska,” sagði hún og Ijómaði bros á vörum hennar. “Alt heiðarlegt,” endurtók hann. “Alt, sem ekki eyðileggur sjálfsvirðing mína,” bætti hann svo við. Þau horfðu hvort á annað þegjandi um stund. Hún roðnaði í andliti og augu hennar urðu skörp og rannsakandi. “Vertu sæl, Cora, elskan mín!” sagði Jón og sneri til dyra. “Jón!” kallaði hún á eftir honum. Hann leit til hennar, og það var margt að sjá í svip hans. Svo lukust dyrnar á eftir honum. Cora stóð eftir á gólfinu hreyfingarlaus nokkra stund. Svo settist hún á stól og huldi andlitið í höndum sér. Hún sökk niður í djúp- ar hugsanir. Hann hafði ekki gefið henni til kynna með einu orði, hvað hann ætlaði sér að gera, og henni fanst hiin yrði að búast við því versta. “Eg veit að hann elskar mig. Hvernig gæti hann þá látið annað eins lítilræði kom- ast upp á milli okkar, til þess að raska ham- ingju okkar beggja? Það er alveg óhugsandi. Hann lætur það aldrei koma fyrir.” Með þess- um hugleiðingum hughreysti hún sjálfa sig. Klukkustundu síðar kom faðir hennar inn í stofuna. Hún hafði ekki hreyft sig allan þann tíma. Hún hafði setið og hugsað um á- standið. “Gerald langar til að finna þig, Cora,” sagði faðir hennar um lfeið og hann kom inn. “Gott og vel. Eg skal fara til hans," svar- aði hún dauflega. Forsætisráðherrann gekk um gólf í stofunni með hendurnar fyrir aftan bak, þegar Cora kom inn. Er hann sá hana, nam hann stað- ar snögglega. Coru varð hálf bylt við. Það var ekki vanalegt, að þessi maður opinberaði það sem innifyrir bjó. “Varð þér nokkuð ágengt?” spurði hann ákafur, og var auðheyrt á máli hans, að hann var í mikilli geðshræringu. “Auðvitað hefir þér orðið ágengt,” bætti hann svo við. “Hann gaf mér ekkert til kynna um það. Eg er orðin uppgefin á þessari pólitík yðar — og skrípaleik.” “En vildir þú ekki vera svo góð, að lofa mér að heyra, hvað hann eiginlega sagði? Auðvitað getur þú undanskilið alt ástarhjal, sem ykkur kann að hafa farið á milli. Mig varðar ekkert um það.” Cora sagði nú frænda sínum, hvað henni og Jóni hafði farið á milli viðvíkjandi atriði því, sem Gerald vildi fá að vita um. Er Cora hafði lokið máli sínu, horfði hann á hana vandræðalegur á svipinn. “Maðurinn hlýtur að vera steyptur úr stáli eða marmara. Hvaða mannleg vera getur neitað þér um nokkurn hlut? Bara ein spurn- ing ennþá, og svo hefi eg lokið máli mínu: Veit hann að gifting ykkar er undir þvf kom- in, hvernig hann greiðir atkvæði á þriðjudag- inn kemur í þinginu?” Já, það mun hann vita, eða hafa grun um.” “Hefir þú í þínum eigin huga ákveðið, að giftingin skyldi undir því komin?” spurði hann. Þau þögðu bæði um stund. En svo hélt hann áfram: Þið munuð aldrei geta lifað á þeim laun- um sem hann hefir. Þú ert vön við að hafa nóg af öllu. Þú veizt að þú þarft ekki annað en að sýna honum fyllilega, að þú meinir það, sem þú segir, og mun hann þá láta að vilja okkar í þessu efni. Eg get ekki hugsað mér að til sé nokkur sá maður, sem vildi ekki láta af sínum pólitísku skoðunum, fremur en að missa þig.” “Eg vildi bara að eg gæti talið sjálfri mér trú um það.” “Þú treystir dómgreind minni, er ekk! svo?” “Já.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.