Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. DES. 1932. 'peímskringla (Stofnui1 ÍSSS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSÖN 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 14. DES. 1932. UM JÓLIN. • . Nú skal gefa bömum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum — Það eru líklega ekki nema við hin eldri sem munum eftir því, hvað innilega vís- an, sem þettja er upphaf að, var kveðin við börnin heima á jólunum. Hún var fagnaðarsöngur, sem bæði snart tilfinn- ingar barna og fullorðinna. Hún var jóla- sálmur, þó eflaust hafi hún aldrei í kirkju verið sungin — annari en kirkju hjart- ans. Það hefir fiVnst yfir margt, sem við komum með úr kotinu að heiman. Og svo er ef til vill um þetta. En enga jóla- ósk á Heimskringla betri en þá, að efn- ið, sem í vísubrotinu áminstia felst, ætti djúpar rætur í hug og hjarta okkar á þessum komandi jólum. Það eru ekki aðeins börnin, sem brauð og klæði þurfa með á þessum jólum. Þó vér búumst við, að boðskapurinn í vísunni hafi aðallega átt að gleðja hjörtu þeirra, er nú svo högum háttað, að hann nær fyllilega til hinna fullorðnu, eða ástands- ins eins og það er víðast um heim. * * * Oft má það heyra á íslendingum hér, að þeir hafi eiginlega aldrei nein jól lifað síðan þeir komu til þessa lands. Þeir sakna einhvers í sambandi við þau, en geta þó ef til vill ekki gert sér grein fyrir því, hvað það er. En hvað er það þá, sem farið er á mis? Á sveitaheimilum heima minnumst vér þess, að á jólum kofflu eítt> eða fleiri heimili saman til þess að skemta sér. — Heimboð voru sótt á víxl. En þá var það hátíð í sjálfu sér að ko-ma saman. En engin þurð er nú á samkvæmum hér, svo jólagleðin þarf þess vegna ekki að vera minni. f mat voru viðbrigðin mikil á jólum heima. Það hefir líklegast óvíða um heim í seinni tíð, verið skamtað eins mikið og á jólum þar. Og af því að menn láu ekki í matnum alla daga, má ætla að margan hafi munað í hann. Oss er nær að halda, að jólatilhlökkunin hafi hjá mörgum dugnaðar- og matmannln- um átt djúpar rætur í þessu. Einnig hjá börnunum, er reglulegt sælgæti sáu varla árið um kring nema á jólunum. Börn héma, sem matarlyst og heilsu hafa mist af daglegu brjóstsykurs-áti, geta ekki eíns til jólanna hlakkað af þessum á- stæðum. Brjóstsykurssullið er þeim of daglegt brauð til þess. Og úr því á það er minst, erum vér í raun réttri hissa á að sala á þessu sulli skuli ekki enn hafa verið bönnuð af læknum og heilbrigðis- ráði. Sumt af yngra fólkinu dansaði eftir harmóníkugargi á jólunum; aðrir spiluðu á spil. Margir höfðu sér t,il skemtunar að horfa á dansinn, sem dæmalaust gaman hefðu haft af að taka þátt í honum, en héldu eflaust, að það yrði lagt þeim út til gjálífis, ef þeir léti sjá sig í slíkum solli. Tveir eða þrír gömlu mannanna á heim- ilinu létu sér nægja þá jólagleði, sem jólapelinn veitti þeim. En einskis af þessu hafa íslendingar hér farið á mis. Unga fólkið hefir ekki látið neinar hugsanir um það kvelja sig, að það yrði gjálíft kallað, þó það brigði sér í dans. Og “neðan í því” fá menn sér hér eigi síður eða sjaldnar enn í kot- inu heima. Og fjöldi manna og kvenna gerir nú ekkert annað en að spila Bridge daginn út og daginn inn, Þegar lokið var við úti-annir síðari A hlutja dags, var jólahátíðin byrjuð með húslestri. Sneri það eflaust hugum manna frá villu síns vegar, til þess sem guðlegt var og lofsvert. En helgiblær og viðhöfn er ekki minni nú í kirkjunum á jólum hér, en við húslstrana, svo að það hefði alt eins getað verið um afturhvarf að ræða hjá okkur eftir komuna hingað, og helgi jólanna verið eins gróðursett “hið innra með oss’’ hér, sem heima. ♦ * * * Þegar alt er til greina tekið, verður því ekki sjáanlegt, að við höfum að nokkru snauðari verið hér vestra af því, sem auk- ið gat jólagleðina, en heima. En samt er það svo undarlegt, að við segjum, og okkur virðist að við séum að segja alveg satt með því, að jólafagnaðar höfum við aldrei notið í þessu landi fyllilega. Það er að vísu ekki með því sagt, að þetta sé það algengasta, en maður heyrir mjög marga samt sem áður hafa orð á því. Ástæðunnar fyrir þessu er því eflaust að leita í okkur sjálfum, fremur en í nokkru öðru. Mennimir leggja mæli- kvarðann á hlutina; þeir skapa ríkjandi skoðanir og stefnur. Þegar íslendingar komu til þessa lands, urðu þeir þess brátt varir, að hér var ekki á neinar hugsjónir trúað af neinni alvöru. Þær voru viður- kendar á vörunum, en í hjartanu var tignaður og till|eðinn hinn almáttki doll- ar. Og það lærðu Islendingar einnig, og vissu ekki að nein fórn væri því sam- fara. Það er sá eini fagnaðarboðskapur, sem hér er til. 01] ærslin og buslið í til- efni af jólunum, snúast um tekjurnar af því fyrir prangarana, en ekki gleðiboð- skapinn. Á jólagjafir er einnig litið ein- göngu eftir því, hvað fyrir þær er greitt, en ekki vinarþel þess, er þær sendir. Saga er til um mann, sem einu sinni fann skilding á gqtunni. Eftir það horfði hann ávalt niður fyrir fætur sér, hvert sem hann fór. En hann fann aldrei ann- an skilding. Og sem eðlilegt var, sá hann aldrei sól eftir það. Saga þessi virðist minna á það, sem hér að framan hefir verið drepið á, um ástæðurnar fyrir því, að við höfum ekki lifað nein jól í þessu landi. Á það hefir verið bent af ýmsum, er um yfirstandandi kreppu hafa ritað, að sumt af því, sem henni er samfara, muni reynast mikils vert í því, að beina hugs- unarhættinum inn á heillaríkari og far- sælli leiðir fyrir mannkynið. Að eitt af, þvf lyti að því, að gefa okkur aftur jóla- gleðina, og að þessi komandi jól bæru vott um það, væri óskandi. HÁTÍÐ LJÓSSINS. Siðir og hættir, sem menn venjast á í bernsku, loða lengi við» þá; þeir verða samgrónir einstaklingseðlinu, og það get- ur kostað afar mikla fyrirhöfn að losna við þá. Að þessu eðli vanans lýtur máls- hátturinn alkunni: Smekkurinn sá sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Því er líkt farið með mannkynið og einstaklinginn í þessu efni. Siðir, sem hafa myndast lengst aftur í fornöld, hafa orðið fylgifiskar þess gegnum margar aldir, löngu eftir að hinn upprunalegi til- gangur þeirra hefir verið gleymdur, hafa þeir haldist við; sumir hafa verið mönn- um til mikillar tafar á framsóknarbraut | þeirra. en aðrir hafa aukið mikið fjöl- breytni lífsins og veitt kynslóðunum gleði öld eftir öld. f jólahátíðinni er meira saman komið af gömlum siðum en í nokkurri annari hátfð ársins. Löngu áður en tímatal vort. hófst, voru sumir þessir siðir orðnir rót- fastir í trúarbrögðum forfeðra vorra aust- ur í Asíu, eða hvar það nú var, sem þeir í höfðust. við. Og undirrótin að þeim var j það fyrirbrigði náttúrunnar, sem olli mest j um fögnuði meðal manna — sigur ljóss og hita yfir myrkri og kulda. Hjá þeirri grein hins aryanska þjóð- 1 bálks, sem lenti til Indlands, voru tólf j dagar.A, miðjum vetri, þegar sólargang- ur er styztur, haldnir helgir. En þannig stóð á helgi þeirra, að þá áttu hinir þrír andar árstíðanna að njóta hvíldar eftir erfiði sitt í bústað sólarguðsins. Þessi á- trúnaður lýtur vitanlega að því fyrir- brigði náttúrunnar, að starf lífskraftarins á jörðinni er minst um fniðjan vetur, en hækkandi sól er fyrirboði þess, að það taki aftur til starfa. Rómverjar vóru ary- önsk þjóð, og þeir héldu helga Satúrns- dagana (saturnalia) með almennum fögnuði. Hátíðin byrjaði 17. desember. Hún var haldin til minningar um einn af guðunum, Satúrnus, sem samkvæmt þjóðtrúnni átti að hafa verið konungur yfir rómversku gullaldarríki endur fyrir löngu. Honum var reist musteri í Róma- borg árið 497 fyrir fæðingu Krists. Á Sa- túrnus-hátíðiivni urðu allir jafnir, þá þjónaði húsbóndinn þrælum sínum, og fagnaðarlætin gengu svo úr hófi, að orð- ið “saturnalia” hefir fengið sömu merk- ingu og svall og hófleysi. Og gleðskapur þessarar hátíðar gekk í arf til miðald- anna, og náði hámarki sínu í hinni svo- nefndu heimskingjahátíð (festival of fools) sem var haldin kvöldið fyrir þrett- ándann. Með Egyptum, Sýrlendingum og fleiri þjóðum til forna, var sólarguðsdýrkunin mjög útbreidd trúarbrögð. Ra, Ósííis og Miþra, voru sólarguðir. Það var baráttan ^milli ljóss og myrkurs, lífs og dauða í náttúrunni, sem skapaði þenna átrúnað. Hún endurtókst á hverju ári. Meðan sólin fór daglega lækkandi á göngu sinni um himinhvolfið, voru myrkur og dauði að i sigra. En sú stund kom, er veldi þein-a var brotið á bak aftur; máttarvöld ljóss og lífs urðu yfirsterkari, sólarguðinn fæddist. Og dýrkendurnir, sem- óþreyju- fullir biðu þessa mikilsverða atburðar, og frömdu helgisiði sína í musterunum, gátu að lokum hrópað fagnandi: Mærin himneska (Astarte) hefir fætt: ljósið er að vaxa! f nokkrar aldir áttu kristnir ménn eng- in jól, héldu enga fæðingarhátíð guðs síns og frelsara. En svo fór þó að lok- um að þeim fanst nauðsynlegt að halda slíka hátíð. — Miþra-átrúnaðurinn var hættulegur keppinautur hinnar ungu kristni. Þeir sem aðhyltust hann, höfðu einmitt sett fæðingardag síns guðs, fæð- ingardag hinnar ósigrandi sólar, eins og þeir nefndu hátíð sína, í samband við fagnaðarhátíðina rómversku, Satúrnus- hátíðina. Kristnir menn fóru að halda fæðingardag Krists hátíðlegan. Þeir reyndu ýmsa daga — þar á meðal 6. janúar, en að lokum var 25. desember álitinn heppilegasti dagurinn, og þá voru jólin, Krists-messan, komin í samband við æfa gamla, almenna gleðihátíð. — Kirkjufeðurnir voru hyggnir menn: þeir vissu að ekki var unt að útrýma gamalli, heiðinni hátíð, og þeir tóu það ráð, að gera hana kristna. En náttúrlega tókst I þeim það ekki nema að nokkru leyti. Hin ir gömlu siðir voru lífseigir og þeír lifa enn í jólafagnaði vorum; í jólagjafasiðn- i um, mataróhófinu um jólin og fleiru. Svona er sagan um jólin, — hin rétta saga þeirra. Og það er ekki tilgangs- laust að rifja hana upp fyrir sér af og til. JÖla-fögnuðurinn er ekkert minni fyrir jíað, þótt vér vitum eitthvað meira en venjulega er sagt í jólaræðum um uppruna hans. Og það er eitthvað sér- lega fagurt og háleitt við þenna gamla átrúnað á sigur hinna lífgefandi mátt- arvalda í náttúrunni og fæðingu sólar- guðsins. Þótt stjörnufræði vorra tíma út- skvri þetta alt öðruvísi, ,og fornaldar- skáldskapúrinn verði barnalegur við hlið hennar, fögnum vér samt sólar-sigrin- um; jólaljósin eru enn í dag tákn gleð- innar í hjarta hins frumstæða manns, og líka í hjarta nútíðarmannsins, út af því, að hjól árstíðanna, hefir enn snúist einn hringinn, og að senn fer að halla.mót sól og sumrí. Hverju máli skiftir það, hvort slíkar hugleiðingar eru heiðnar eða kristnar, hver er upprani þeirra og saga? í þeim er trúin á lífið og sigur þess. Lífsstefnan er þar máttugri en ^ielstefnan, dauðinn er uppsvelgdur og lífsmátturinn varir. En hvað gat átt betur við en það, að fagnaðarbá-tíðin og ljóshátíðin yrði að minningarhátíð um Jesús frá Nazaret. -Hans ljós skín yfir öldunum, og kyn- slóðir manna minnast hans öllum öðrum mönnum fremur með ást og aðdáun. — Hvað sem líður skoðunum vorum á eðli hans og hlutverki í heiminum, þá erum vér að heita má sammála um það, að dýrlegra nafn en hans sé sé ekki að finna í allri sögu mannkynsins. Fjórða guðspjallið leggur Jesú í munn þessi orð: “Eg er Ijós heimsins, hver sem fylerir mér, mun ekki ganga f myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins.” Eg trúi því ekki að fjórða guðspjallið sé nein áreiðanleg heimild um það, sem Jesús talaði og gerði, en eg trúi því að þessi orð séu sönn. Enginn maður verðskuldar eins og hann að vera nefndur ljós heimsins, og jólin eru hátíð ljóss og fagnaðar, hvort sem vér lítum til uppruna þeirra eða minningarinnar um hann, sem kom með ljós og líf kærleikans í fyllra mæli en nokkur annar maður inn í líf mannanna, fyTir nærri tveim tugum alda. G. Á. ‘HALLSTEINN OG DÓRA” eftir Einar H. Kvaran. Leikfélag Sambandssafnaðar sýndi þann leik 30. nóvember og 1. desember s. 1. í Winnipeg, fyrir húsfylli bæði kvöldin. Það er öllum Islendingum, er íslenzku blöðin lesa, kunnugt ! um efni leiksins, því óþarfi að | geta þess hér. Það hefir verið í mjög lofsamlega ritað um leik- 1 ritið sjálft, en þó ekkert ofsagt. i Eg hefi of sjaldan átt kost á að horfa á íslenzka leiki, eins og eg hefi þó mikla unun af því. Mér finst að þess ætti j ætíð að geta, sem gert er með- | al íslendinga hér í álfu, á því | sviði, og það rækilega, þó að mönnum finnist ábótavant í ! meðferðinni. Sýning íslenkra leikja og leiklistar viðleitni Vest ur-íslendinga alment, er ef til [ vill á margan hátt þýðingar- ; mesta þjóðræknisstarfið. Það hefir leitt af sér almennustu á- nægju og minst óhöpp. Það starf á engan verri óvin en af- skiftaleysið og — ofhólið. Það sem eg kann að segja um einstaka leikendur og með- ferð þeirra á hlutverkunum, er vitanlega aðeins mitt áljt, og því engan vegin víst að það sé rétt. En það er sagt í beztu meiningu, ef ske kynni að eitt- hvað fyndist í því, sem gæti komið að notum. Mér hefir fundist mest á þeim ritdómum að græða, sem geta um kosti og lesti, en alls ekkert á þeim, sem segja: “Leikurinn tókst framúrskarandi vel og áhorfendurnir skemtu sér ágæt- lega”, eða “þeim hefir oft tekist betur.” Eftir margra vikna kvöldvök- ur og erfiði við æfingar stórra leikja, hvað er á slíkum ritdóm- um að græða fyrir leikflokkinn í framtíðinni? * * * Salurinn er fullur af fólki j hornanna á milli, hvert einasta sæti skipað 5 mínútum áður en | auglýst er að leikurinh ætti að byrja. Svo mikil eftirvænting sýndi sig meðal íslendinga í Winnipeg, að vanaföst óstund- vísi var skilin eftir heima. Fyrst sá siður er siður lijá siðuðu fólki, að kvenfólkið sitji inni með hattana á höfðinu, þá vil eg samt sem áður þakka þeim hjartanlega fyrir þá hug- ulsemi, að hafa þá svona litla í að þeir skyggja ekki á útsýnið. Hreinir og sterkir fiðlutónar ' liómuðu um salinn, Ijósin voru ; slökt og tjaldið dregið frá. Færi | betur, að síðustu tónar fiðlunn- ar — eða hvers annars hljóð- færis — dæu út eftir að tjaldið er dregið frá, ef þátturinn byrj- ar rólega, en endi sterkt og | snögglega, ef þátturinn byrjar sterkt. Og þegar spilað er milli ! þátta, að músíkin byrji mjög veikt áður en tjaldið fellur, ef þátturinn endar sorglega, eins og í öðrum og þriðja þætti. Það eykifr dramatisk áhrif sýningar innar. Við sjáum inn í baðstofu á íslenzkum sveitabæ, Steinastöð um, eða nokkum hluta hennar, því þar eru aðeins tvö rúm sem sjást. Engin húsgögn önnur ut- an tveir stólar og borð; engir búshlutir sjáanlegir eða annað sem bendi á notalegheit ís- lenzkrar sveitabaðstofu. Því ekki ögn af blessuðu sólskini inn um gluggann. Geirlaug móðir Hallsteins sit- ur með prjóna sína á öðru rúm- inu, en Finna vinnukona á hinu og hefst ekkert að. Geirlaugu Ieikur Miss Guðbjörg Sigurðs- son. Hún gerir því hlutverki á- gæt skil. Gæðin lýsa sér mjög el í útliti og málróm og allri framkomu. Maður ber strax virðingu fyrir gömlu konunni. Talar skýrt. Þó kemur fyrir að endir setningarinnar tapast — og vill svo verða hjá fleirum. — Hún mætti nota sér meiri þagn- ir á stöku stað. Hún er varfærin í orðum og veit fleira en hún lætur uppi. Leikendurnir verða að gefa sér tíma til að hugsa. — ef þeir- þá hafa frið til þess I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru -ijúkdómum, og hinum mörgu kvilla.. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. fyrir þeim sem minnir á. Það heyrðist of mikið til hans í gegn um allan leikinn, og sumstaðar fanst mér það afar ónotalegt. — Það var vel valið að setja Miss Sigurðsson í Geirlaugu: eg saknaði hennar af leiksviðinu. Það var jafn heppilega valið í Finnu — Mrs. B. E. Johnson. Það var eitthvað hressandi og óþvingað við framkomu henn- ar alt í gegn. Málrómurinn mjög skýr, svo að aldrei tapaðist orð. Það er afar mikils virði — og meira en liægt er að segja um marga, sem komið hafa fram á leiksviði meðal íslend- inga. Mrs. Johnson náði föst- itm tökum á hlutverki sínu, og var því sjálfri sér samkvæm gegnum leikinn. Sýndi ágæt tilþrif í fyrsta og öðrum þætti, en helzt til litla tilbreytingu í málróm og fasi. Aðeins sem dæmi: f öðrum þætti, þegar henni hefir verið sagt að flytja eigi Dóru, dauðvona fram í bað- stofuna — og hún er búin að heita því, “að sér heillri og lif- andi skuli það aldrei koma fyT- ir”, og hún segir við Hallstein: “Er þér alvara að láta flytja hana?”, og hann játar því, — þá snýr hún sér samstundis við snögglega, nærri því á her- manna vísu, og gengur hratt inn í hérbqrgið til Dóru. Þarna vantaði þegjandi leik, því vit- anlega var henni nauðugt að framkvæma jafn ósvífna skip- un. Og þegar hún kemur út ur lierberginu aftur — sem dæmi í málróm og látbragði — með bau skilaboð frá Dóru, að það megi gerast. Það eru Dóru orð, og ættu að segjast' með brveð og kvíða. En aftur: “Það ^erður á þína ábyrgð, Hall- steinn!” kastar geðshræringin og gremjan í Finnu ógnandi að honum. Að leikandinn gefur sér ekki tíma til að hugsq^, gleymir °ð sundurskilja setningar í mál- róm og látbragði — eða, ef svo mætti að orði komast, að leika á milli línanna. Þetta á vitan- lega ekki við hlutverkið Finnu öðrum fremur, heldur flestallra leikendanna. Ef þess er ekki gætt, er hætt við að það komi svo fyrir sjónir að leikandinn sé að bíða eftir að hans tími komi að segia eitthvað, og þá ”m leið æfinlega snúa sér við og horfa á þann, sem maður +alar við, og af honum jafn- harðan, án þess að hann þurfi hess endilega, og færi oft betur á bví gagnstæða — þá er hætt ið að samleikur verði óeðlileg- ur. Þessa varð eg víða var, sér- stakletra hjá Ófeiei og læknin- 'im. Við meðferð Ragnars Ste- "ánssonar á lækninum var ekk- ert annað að finna en þetta, ríns og hann _þá fyrst fyndi til hpsR að illa færi um hann, þeg- — hann var í þann veginn að ”orria eitthvað. Málrómurinn var x"ætur og skýr framburður. — r átbragðið nokkuð úti á bekju - - færi betur ögn meiri áhugl "—'V bví, sem hann er að tala viðvíkjandi erfðaskrá 'rT'>nsteins. ófeig vinnumann lék Páll S. ^áloson. Víða tókst honum vel. eata verið skiftar skoðan- !- um bað, hvernig ófeigur eigl •>ð vera, en furðu vel er honum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.