Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.12.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 14. DES. 1932. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA UM MATARÆÐI VORT. Prh frá 3. bls. ur beriberi og öðrum tauga- kerfistruflunum, mun sjaldan hafa orðið tilfinnanlegur, enda skortur hinna fjörefnanna und- angenginn og mest áberandi. Hins vegar er trúlegt, að mikið af taugaveiklun þeirri, sem al- geng var í hallærum, og lýsti sér t. d. í myrkhræðslu, guð- hræðslu og draugatrú, hafi ver- ið B-vitamínskorti að kenna og ónógu fæði. Það er kunnugt orðið nú, að margskonar kvilla- semi, sem var samferða ofan- nefndum hungursóttum, var í rauninni aðkenning af þessum sömu sóttum eða væg útkoma þeirra. Ungbarnadauði var, eins og mörgum er kunnugt, jafnan mikill fram yfir miðja síðast- liðna öld, eða þetta 30 barns- lát á hvert 100 fæddra barna ár- lega og stundum langtum meira. Það þykir nú sennileg- ast, að mikið af þessum barna- felli hafi stafað beinlínis eða óbeinlínis af fjörefnaskorti. Því bæði var árlegur sultur ein- hvern hluta árs, a. m. k. í sum- um sveitum, og þá bæði skort- ur fæðunnar og hún óholl, og þá óholt fæði kúamjólkin og konumjólkin, en þar við bætt- ist þekkingarleysi um alla heilsuvernd. * # * Frá landnámstíð og fram um miðja síðastliðna öld má heita, að mataræði þjóðarinnar hafi verið það sama öld eftir öld, og reynslan sýndi, að þjóðinni varð maturinn að góðu ,ef ekki var hreinn bjargarskortur. Þegar svo kom fram á 19. öldina, fór meira og meira að flytjast hingað af kornmat, og kaffi og sykri og hverskonar út- lendum mat og kryddi, og óx eftirsókn landsmanna efir þess- um gæðum meira og meira. Um og eftir þessa mataræðis- breytingu kom til sögunnar kvilli sá, sem flestir þekkja af reynd og tannpína heitir eða tannáta. í fyrstu kendu menn kaffinu um, en aðrir kendu sykrinu eða hvorutveggja. Samkvæmt nýj- ustu rannsóknum enskra lækna á tannskemdum barna, hafa böndin borist að kornmatnum, og má telja það nokkurn veg- inn sannað, ásamt ófullnægj- andi fjörefnum, muni eiga mest- an þátt í framkomu tannátunn- ar á börnum og þar með einnig fullorðnum. Þessi skoðun styðst mjög við þá staðreynd, að á hinni afskektu eyju Tristan da Cuna, sunnan til í Atlantshafi, þar sem búa 150 manns, og þar sem aldrei hefir verið neytt kornmatar, þar þekkist varla nokkur tannveiki. Og það er eftirtektarvert fyrir okkur ís- lendinga, að íbúarnir hafa ein- niitt lifað á svipuðu fæði og tíðkaðist þangað til tannpinan kom, þ. e. kjöti, fiski, mjólk og eggjum, en að auki hafa þeir haft nóg af kartöflum í stað kornmatar. Sumir hafa viljað kenna korn matarátinu um fleiri sjúkdóma, svo sem botnlangabólgu, ýmsa meltingarkvilla og jafnvel berkla veiki, og kann eitthvað að vera í þessu, en það er enn ekki á neinum rökum bygt. Hins vegar má segja, að þrátt fyrir tann- pínu og annan mögulegan heilsubrest samfara brauð- og grautaráti, hefir langlífi manna stöðugt farið vaxandi í land- inu síðan matarbreytingin varð. Það væri þó ekki íyrir það svnjandi, að máske yrðum við ísiendingar emi langlifari .. og hiaustari, ef við sleptum öllum kornmat, líkt og Tristan- eyjar- skeggjar hafa gert, og ætum í þess stað mikið af jarðepíum Á þá má treysta Með hinni löngu reynslu af United Grain Growers Limi- ted, við að selja korn og kaupa búnaðarnauðsynjar, sem ekki einasta hluthafarnir, heldur og allir viðskiftamenn þeirra hafa haft, hefir þeim orðið það Ijóst, að á þá má treysta. Bæði tæki félagsins og tilgangur þess til að veita bændum þá beztu þjónustu eru óviðjafnanleg. SENDIÐ KORNID YÐAR TIL UNITEDGRAINGROWERSL- | (sem að sjálfsögðu ættu að vera innlend eingöngu), því vissulega eru jarðepli einhver hollasti matur, sem völ er á. * * * Skyrbjúgur, beinkröm, blóð- leysi og aðrar svonefndar hung- ursóttir, komu þráfalt í hallær- I um fyrrum og veikluðu fólk og | drápu. En þessar sóttir og því- j líkar komu oft fyrir, þó 'ekki I væri hallæri og þó fólk hefði j í orði kveðnu nóg að borða. — Það kom til af því, að fólkið vantaði nýmeti, þ. e. nýmjólk, nýtt kjöt, nýjan fisk, grænmeti o. fl. matartegundir, sem nóg er í af fjörefnum eða vitamín- um. Það var til nóg af göml- um geymdpm mat, en í hann vantaði fjörefni, eða þau voru farin að dofna við geymsluna. Og stundum voru fjörefnin til, en við suðu spiltust þau eða eyddust. Suða, herðing, reyking, sölt- un og súrsun matar hefir í för með sér spillingu eða jafnvel gereyðingu fjörefnanna. Margt bendir á að í harðfiski kunni fjörefnin að haldast lengi, en yfirleitt eru rannsóknir enn ó- fullnægjandi um þol fjörefnanna gagnvart bæði suðu og hinum ýmsu geymsluaðferöum. Það má t. d. vera og sennilegt teljast, samkvæmt reynslu hér á landi, að í súr haldlst fjörefnin furðu lengi. Alt þetta þarf sérstakrar rannsóknar við, og væri gott efni fyrir ungan lækni að taka málið fyrir frá íslenzku sjónar- miði, fornu og nýju, svo við vit um fyrir víst, hve fjörefnaríkir eða snauðir vorir gömlu réttir eru. Það má nú enginn lialda, að fjörefnasnauður matur sé einsk is virði. Svo er ekki. En fjörefni þarf líkaminn þá að fá úr ann- ari fæðu, eins og t. d. úr mjólk, smjöri.grænníeti eða þorskalýsi. j Einhæfur matur er ætíð vara- ! samur til lengdar, því þá gætir mjög tekjuhalla bætiefnanna, ef maturinn spillist. Menningin hefir ætíð heimt- að vaxandi tilbreytni í mat og matreiðslu. Það piá því kallast menningarbragur að því hjá oss íslendingum, að við höfum á seinni árum meira og meira sózt eftir fleiri og fjölbreyttari matarréttum. Þetta er sjálfsagt náttúruþörf hins þroskaða heila og taugakerfis. Satt er það, að vel má bjargast iangan tíma við fáa og fábreytta rétti mat- ar. en venjulega veiklar það likama og sál til lengdar. Marg- ir og margskonar réttir og lost- 0* □ G 3E DG 3E 30 30 1 The Manitoba Cold Storage Co. LIMITED Stoffrmð) 1903 .:. Wiminiipe^,, Man, PLÁSSIÐ ER 2,000,000 TENINGSFET, EÐA 35,000 TONN Vér samfögnum hinum íslenzka þjóðflokki og árnum honum hamingju í sambandi við þessar hátíðir. SérfræSingar í öllu, er lýtur að ávöxtum nýjum eða þurkuð- um, smjöri, eggjum, kjöti, o. s. frv. Sérfræðingar í öll- um nýjustu kæliað- ferðum, sömuleíðis í geymslu fiskjar. Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir. REKUM VIÐSKIFTI YÐUR TIL ÞÆGINDA Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir. SANNGJARNT VERÐ OG LÁG ÁB YRGÐARG J ÖLD ætir eiga að öllum líkindum — eins og frú Björg Blöndal held- ur fram — þýðingarmikinn þátt í vitþróun manna og kvenna, i bæði með því að heili og taugar fá örar en elli tilfærð nauðsyn- leg efni til næringar, og með auknum nautnum vex lífsá- nægjan, taugarnar verða næm- ari og skynugri til fréttaburðar heilanum, honum til framfara, svo að sálin stækkar og viljinn vex, viljinn til að lifa, viljinn til að lifa við meiri lífsgleði, og brýnir það mann til meiri dugn- aðar við að afla sér nautnanna, dugnaðar í lífsbaráttunni, bar- áttunni fyrir að lifa eins og góðir og giaðir menn, en ekki eins og hundar eða horgemling- ar. En svo eg nú “vendi þessu kvæði í kross”, þá vil eg loks taka það fram, að landið okkar ágæta er flestum löndum frem- ur óþrjótandi matarbiir — og væri okkur mikill ósómi, ef nokkurn tíma framar þyrfti að endurtakast sú óhappasaga, að við syltum. En einnig væri það sorglegt, ef við í ríkidómi vorra matfanga freistuðumst af fjand- anum til ofáts og ístrusöfnun- ar. Eins og það er víst, sem áð- ur er sagt — að matur sé mannsins megin, eins er það áreiðanlegt, að hóf er bezt í öllu — einnig í mat, enda kem- ur heilsufræðingum saman um að fleiri deyi daglega úr ofáti 1 en af sulti í heimi þessum. Einkum ber að kunna sér hóf í þeim matnimu, sem þyngstur er í meltingunni, eins og kjöt og fiskur. Og það er gömul reynsla j að hálfgerðar föstur við og við eru hollar manni, einkum þeim, j sem veiklaðir eru eða farnir að eldast. Þetta er reynsla kaþólskra for feðra vorra, einkum þeirra í klerkanna, sem höfðu kyrsetur | og unnu lítið úti, í sveita síns andlitis (eins og allir þyrftu að gera). Þeir höfðu með köflum þurraföstu, stundum vatnsföstu og stundum hvítaföstu, þ. e. þá drukku þeir eingöngu mjólk. — Síðast nefnda fastan var vafa- laust hin hollasta, og mætti gjarna viðhafa hana enn við tækifæri. Betur til fallin fasta er þó þaunig, að neyta t. d. ein- ungis mjólkurmatar, þar á með al ekki að gleyma skyri og skyr hræru, eða að auki einungis jarðepla með smjöri ( eða smjörlíkis blönduðu smjöri, þ. e § smjörlíki og l smjör). Auk jarðepla þyrftum við íslending- ar meira og meira að venja okkur á grænmetisát, því að það er mjög holt manni. — Á seinni árum hefir aukist mjög innflutningur á útlendu græn- meti og ávöxtum, og hið efn- aðra fólk í kaupstöðum hefir mjög tekið upp þá útlendu siði að borða meira og meira af jurtafæðu. Á Þýzkalandi hefir á síðustu tímum risið upp mikil vitamín- trú, enda hafa nokkrir mikils- virtir læknar gefið lienni byr undir vængi (Gerner, Sauer- bruch og Hermannsdorfer). Því er mjög haldið fram, að suða eyðileggi fjörefnin og ennfrem- ur að salt sé mjög varhugavert til neyzlu. — Samkvæmt þess- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK Skrlfstofusími: 23674 Stundar sérstaklegra lungrnasjúk dóma. Rr ab flnna á skrifstofu kl 10—12 f h. og: 2—6 e h HTelmlIl: 46 Alloway Ave Talafml: 331JW DR A. BLONDAL <02 Medlcal Arte Bldg Talsiml: 22 290 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdðma — AT5 hltta: kl. 10—H « h, og 3—6 e. h. Helmlll: »06 Vlctor St Slmi 2*180 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Slnndar rlnKÖngn niifCna- eyrna- nef- ok kverka-njflkdflma Er atJ hitta frá kl 11—12 f. h. og: kl. 3—5 e. h Talafmli 21H34 Heimill: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce timar 2-4 Heimlli: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Simið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 ari kenningu hefir það komist í móð að neyta meira og meira hrárrar jurtafæðu eða lítið soð- innar. Reynslan hefir sýnt, að þetta getur verið mjög varhuga vert. Irínyflin þola ekki hrátt grænmeti, ef ekki er því betur tuggið, og einnig er mikil hætta á að innyflaormar og aðrir sýklar fylgi hráætinu og sýki menn. — Af þessum ástæðum ber enn að fara varlega og hugsa ekki eingöngu um fjör- efn-n, heldur og einnig um önnur nærandi efni fæðunnar, sem enn standa í góðu gildi. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að jurtafæða er yfirleitt holl manni og þess vegna rétt af okkur íslending- um að halda svo fram stefnunni að neyta liennar meira en áður. Og það mega allir vita, að hér á landi má framleiða hin mestu firn af ætijurtum og með jarð- hitans hjálp jafnvel allskonar aldin, svo að við seinast þurf- um engan mat framar að sækja til útlanda. Stgr. Matthíasson. —Eimreiðin. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU SKRIFIÐ OSS VIÐVÍKJANDI KÆLIÞÖRFUM YKKAR The MANITOBA COLD STORAGE CoM Ltd. WINNIPEG, MANITÓBA ..—»i 1 * " ii » ..- »r=ii \yy Brennið kolum og sparið peninga BEINFAIT, Lump $5.50tonnið DOMINION, Lump 6.25 — REGAL. Lump 10.50 — ATLAS WILDFIRE, Lump ... 11.50 — WESTERN GEM,Lump 11.50 — FOTTHILLS, Lump 13.00 — SAUNDERS CREEK “BIG HORN”, Lump 14.00 — WINNIPEG ELECTRIC KOPPERS COKE 13.50 — FORD or SOLVAY COKE 14.50 — CANMORE BRIQUETTS 14.50 — POCAHÖNTAS Lúríip 15.50 — MCfURDY CUPPLY p0. I TD. lfl Builders' Supplies V/ar,d L|Coal Office and Yard—136 Portage Avenue East 94 300 - PHONES • 94 309 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bld*. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LOGFRÆÐINOAB i á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar og Gimli og eru þ&r að hitta, fyrsta miðvtkudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. tslenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likklstur og ann&st um útfar- lr. Allur útbúnaTJur sá bertL Ennfremur selur hann allskonar minnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phonet N6 607 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja. DR. S. G. SIM PSON, N.D., D.O., D.C. Chronlc Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —- MAN. MARGARET DALMAN TEACHRR OF PIANO BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siral: 96 210. HeimUls: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.ni(« and Fnrnltnre HotIm 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalenrknr lð((rœ<ln(nr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO. Sími: 96 933 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlafmlt 2$ 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Blocb Portafe Avenoe WWNIPOI BRYNJ THORLAKSSON Söngstjörl Stlllir Pianos ng Orgel Siml 38 345. 594 Alverste&a St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.