Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 2
2. SIBA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. DES. 1932 MEIRA UM ‘HALLSTEIN OG DÓRU”. Með þessari yfirskrift hafa greinir birzt undanfarið í ís- lenzku vikublöðunum. Svo mikla atbygli hefir það vakið, að Leik- félag Sambandssafnaðar færð- ist í fang, að sýna þetta leik- rit hins vinsæla rithöfundar, Einars H. Kvaran. Eigi er þes? að vænta að allir verði á einu máli um þetta leikrit, né held- ur meðferð þess á leiksviðinu. Sitt sýnist hverjum, eins og gengur, og sízt af öllu eiga Vestur-íslendingar því að venj- ast, að ekki gæti skiftra skoð- ana þeirra á meðal. En það mun engum dyljast hvert erindi höfundurinn á til þjóðar sinnar með leikritinu. Hann á sama erindið sem svo oft áður í rit- um sínum: að boða sigurmátt kærleikans. Hér leiðir hann sam an tvö öfl — tvær gífurlegustu andstæðurnar, sem togast á í lífi mannanna. Þau öfl, er vér skilgreinum með orðunum gott og ilt. En eins og raun ber vitni um, veltur á ýmsu um leikslok- in í viðureign einstaklinganna á vettvangi vors jarðneska lífs, hvort hið rétta eða ranga nær yfirtökum og úrslita sigri.,— Hallsteinn er gervi eigingirni, auðgræðgi, metorða, harðýðgi, nautnafýsnar, mentahroka hins fávísa og — hugleysis. Hann óttast skammlífi, stendur geig- ur af líðandi stund, að hún leyn ist með sigðina undir erminni og bindi enda á drauma hans um- vaxandi velgengni, er að síðustu kann að lyfta honum upp í ráðherra sætið. — Dóra er túlkun æsku og sak- leysis, umhyggju, ástúðar og kærleika. — Þessum andstæð- um lýztur saman í ástaæfintýri Hallsteins og Dóru, og endar með ósigri og dauða Dóru. En höfundurinn unir ekki þeim j leikslokum, heldur færir leik- sviðið eitthvað út í tilveruna, — út yfir gröf og dauða. Áður en Dóra deyr, lofar hún framhaldi á næstu síðu, heitir Hallsteini því, að hún skuli bíða eftir hon- um í öðru lífi. Þetta efnir hún og mætir ástvin sínum, þar sem hraungjár og mosaþembur yfir- sjóna hans hafa svelgt hann í sig, og varna honum að greina skil dags og nætur. Myrkrið umvefur hann og grúfir í sál hans. Baráttan hefst á ný, baráttan milli ljóss og myrkurs, vits og óvits. Hallsteinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Veit ekki einu sinni, að hann er ekki lengur í “lifandi manna tölu’’, er fullur bvermóðsku og hroka, er Dóra reynir að koma honum'í skiln- ing um breytinguna, sem orðin er á högum hans. En nú fer þó svo, að máttur kærieikans fær þrengt geislum sínum inn í sál Hallsteins. Nú er það Dóra, sem leiðir Hallstein út úr þokunni, eins og hann hana í æsku, og tekst að opna honum sýn til “lífsins fjalla”, og í áttina til beirra stefna þau hlið við hlið f leikslok. — Þeir sem sælir hrærast í “trú- arvissunni’’ um framhald lífs- ins eftir hérvistardagana, ættu að una þessum leikslokum vel. Eg hefi að vísu heyrt menn hafa orð á þvf, að þeir kunni pkki við að láta síðasta þátt leiksins fara fram “einhvers- staðar í tilverunni”, og eiga örðugt með að fella sig við út- sýnið “hinumegin’’. En um það skal eg ekki þrátta við nokkurn mann, hvernig haga beri útsýni “eilífðarlandsins” á leiksviði, því svo gersnauður er eg allri þekkingu á staðháttum þar, þrátt fyrir bezta t vilja þeirra, sem uppfræddu mig í kristin- dómsmálum í æsku, að skýra (vera sem allra óbrotnast, svo þann heim fyrir mér, og endur- hugurinn grípi heildarmyndina teknar tilraunir presta og pré- á svipstundu. En óþarfa nið- dikara í þá átt síðar. En vegna urröðun ýmsra hluta um gólf þess hve þyngdarlögmálið gerir og veggi, drægi athyglina í oss örðugt fyrir að trítla með fyrstu frá leikendunum. syndapjönkurnar í lausu lofti, ófeigur er meinfyndinn, finst mér afsakanlegt, þó höf- skemtilega háðskur, en góðvilj- undur leiksins gerði ráð fyrir j agur greindarkarl. Mér varð á fastri jörð undir fótum leikend- ag brosa að honum. Átti eg þó anna. Þess ber þá líka að gæta. I engar minningar um Pál Páls- að höfundur leiksins er ekki að son [ skopleikjum, því þarna sá reyna að þrýsta nejnni þekk- eg hann í fyrsta sinni á leik- ingu um “lönd’’ eilífðarinnar, Sviði. Og svo vel fanst mér inn í huga áhorfendanna, held-jbann leika, að eg mun lengi ur er svið síðasta þáttar tákn-: minnast þess. Dundaði eg við mynd myrkurs og hraungrýtis j þng eftir á t. d. að ráða hvað lægstu hvata mannanna, — þess f ]laga hans bjó, er hann horfði hugarfars, er Hallsteinn hafði a eftir Finnu á hlaðinu á Steina lifað og hrærst í. En “lífsins stöðum, áður en hann tók við- fjöll” falda sólbliki sannleikans bragðið og skundaði til skemm- Að allir hinir Islenzku viðskiftavinir vorir njóti Gleðilegra Jóla og óslitinna ánægju daga yfir alt hið Komandi Ar og framhaldandi farsælla ára 0 og réttlætisins yfir óravegu auðnarinnar, — eru tákn um “eitthvað óendanlega gott og sæluríkt’’ í draumum þeirra, er ganga á hönd barátt,unni fyrir göfugum hugsjónum, ög finst þroskinn vera leið til óendai^egs útsýnis. — Hér við greinaskiftin á eg örðugt með að varna huganum að virða Hallstein fyrir sér frá annari hlið en þeirri, sem , eg þeear hefi "minst á. Þó geri eg ráð fyrir að höfundur leiksins hafi ekki beinlínis ætlast til að svo væri gert, og þá vegna þeirrar ástæðu ekki brugðið upp unnar. Ef áhorfendurnir hafa um of haft Pál í huga í skop- gervum frá fyrri leiksviðum, og því látið hlátursfirningar sínar skella á Ófeigi, þá finst mér það fjarri líkindum, að “annað gervi og dýpri rómur” hefði orðið þeim sá Brama-lífs-elexír sem læknað hefði hláturinn. Fólkið hefði þekt Pál Pálsson bak við hvaða gervi sem var. Þá er Dóra — Miss K. Sölva- son. Árni telur að hún hafi haft “að mörgu leytj erfiðasta hlutverkið í leiknum’’. Frá mínu siónarmiði var hennar hlutverk hið allra erfiðasta. En yflr l°’k ákveðinni andstöðu gegn hon- hennar dynur þyngsta — eða um á þessu sviði. En mér virð- ast það engar ofsjónir þó saert sé að í karakter Hallst. felist botn- dreggjar þverrandi þjóðfélaars- stefnu, sem “kapitalismi’’ nefn- ist. Mér virðist Hallsteinn hold af holdi þeirrar líffestefnu, sem á enga hugsjón æðri en að gera einn pening að tveimur. í hring- ’ðu þairra lognhylja andlegs lífs sem myndast við fánýti þess- ara einhliða athafna hugans að auka fé sitt, druknar hver ær- legur neisti og dáðrík hugsjón. Við olnbogaskot auðsöfnunar- innar verður “reýr, stör sdm rósir vænar”, reiknað “alt jafn- fánýtt’’ á vinnubragðavísu þess sláttumanns, sem engum gróðri þyrmir, ef hann ekki svalar gullþorstanum.------ Á meðferð leiksins hjá Leik- félagi Sambandssafnaðar hafa blöðin minst. Lögberg með hlý- legri umgetningu, og Heims- kringla frá 14. þ. m. með all- ítarlegum dóm um hvern ein- stakan leikara, eftir Áma Sig- urðsson. Það kann því að virð- ast sem eg beri í bakkafullan læk, að bæta við nokkrum lín- um um það efni, enda mun eg ekki fara nákvæmt út í þá sálma. Hins vegar langar mig til að gera fáeinar athugasemd- ir vfð einstök atriði í dóm Áma, þar sem mér finst hann skjóta fram hjá marki. Við Árni sjáum báðir inn í baðstofu á íslenzkum sveita- bæ, “eða nokkurn hluta henn- ar”. En eg sé þar meira en hann telur upp, að þar hafi verið af húsgögpum. Eg kem þar auga á kommóðu að auki, sem mikið ber á, næstum fremst á sviðinu. En það finst Árna bresta á notalegheit íslenzkrar sveitabaðstofu, þar sem ekki sést meira af búshlutum, og spjt: því ekki ögn af blessuðu sólskini inn um gluggann?” — Mér virðist í fljótu bragði sem örðugt mundi hafa reynst að veita sólskini inn um glugga- kitruraar á haðstofunni. Eða hvaðan átti það að koma? Með kastljósi hefði máske mátt búa til sólskin. En í þessu sambandi minnist eg þess, að í Wynyard sá eg tilhögun á sveitabaðstofu á leiksviði, eftir Árna Sigurðs- son, en þar var ekkert sólskin. — Þegar eg hugsa um þau sveitaheimili, sem mér voru kunn f æsku, eru það einmitt þrengslin, sem valda ógeðfeldni. Og geta má eg þess, að gáfað- ur maður, sem nokkuð hefir fengist við leiklist, benti mér eitt sinn á. að við tilhögun t. d. baðstofu á leiksviði, ætti alt að eina — höggið í dóm Árna, svo að það má Stóridómur kallast, eftir atvikum. Þó er hún þar látin njóta þess, að henni hafi tokist “mjög vel" að — deyja, síðast í öðrum þætti. Mér er ekki unt að fallast á, að hægðarleikur hefði verið að að leika Dóru öllu betur en Miss Sölvason gerði í fyrsta samtalinu við Hallstein. Þar fer saman yndisþokki æsku og út- lits, léttir hlátrar lífsglaðrar sálar og varhugaleysi barnslegs hreinleika, gegn undirhyggju refseðlisins í Hallsteini. í öðrum þætti fær Dóra þyngstan dóm hjá Árna. Hann áfellist hreyfingar hennar við snúningana að draga plðeein af Hallsteini, finst þar ekki gæta nægra erfiðismuna, svona nokk- umm mínútum áður en hún deyr af barnsburði. Nú ber þess að gæta, að hvorugur okkar Árna hefir nokkurntíma verið vanfær í þeim skilningi, sem Dóra á að vera, en jafnmargt mælir með þvf í huga mínum, að heilsuhraust ung stúlka geti int slíka snúninga af hendi án sýnilegra erfiðismuna, sem hið gagnstæða, og vil eg í þessu tilfelli láta Dóru njóta “the benefit of the doubt’’. — Um samtalið við Hallstein, hið — “örlagaþrungna og örvænt- ingarfulla”, kemst Árni svo að orði meðal annars: “Svipur af Steinunni í Galdra-Lofti, — en þar sást engin frú Stefanfo — áhrifalaus utanbókarlestur” — Að Dóra sé svipur af Steinunni er hæpin fullyrðing. Þannig man eg eftir Steinunni, þótt langt sé síðan eg las Galdra-Loft, að hún sé afarsterkur karakter, þrótt- mikil skapgerð, sem býr yfir eldi er auðveldlega breytist í bál, ef að er blásið. En yfir hlutverki Dóru hvílir umfram alt. ástúð og mildi. Mér er það undrunar- efni, að maður, með ekki minni reynslu en Árni Sigurðsson hef- ir, semi leiðbeinandi leikenda, skuli láta sig henda svo mikla hörku í leikdóm, að draga nafn þjóðfrægrar listakonu til móts við unga stúlku, er kemur fram á leiksviðið í fyrsta sinn. í jafn erfiðu hlutverki sem Dóra er. Það • heggur nálægt því, sem Gunnl. Tryggvi mundi hafa kall- að að “hagræða sannleikanum” — svo ekki sé kveðið fastara að orði, og gefur um leið til- efni til grunsemdar um það, að leikdómarinn vilji læða þeirri skoðun inn í hug lesanda^ns, að Miss Sölvason sé óalandi og ó- ferjandi á leiksviði, fyrst hún ekki er jafnoki beztu leikkon- unnar, sem ísland hefir átt upp til síðustu ára. Að Árni áfellir Miss Sölvason fyrir að hafa ekki getað rétt úr sér — staðið upp- rétt — virðist mér vottur þess, að hann hafi vegna einhverra “erfiðismuna” ekki getað litið hana réttu auga. Milli þagnar og hávaða liggja óraleiðir. Geðbrigðin birtast ekki æfinlega sterkust í æsingaórð- um. Þögnin geymir ávalt auð- ugasta málið. — En nú var Dóru hlutverk að tala. Ef við nú athugum það, að í samtal- inu við Hallstein, sem hér er til umræðu, gafst Dóru ekki full ástæða til örvæntingar fyr en í lok þeirrar samræðu, og höfum það hugfast um leið, að aldur og lífsreynsla Dóru hafði ekki enn fullmótað skapgerð hennar, — þá getum við hik- laust afsakað, þótt túlkunin boðaði ekki brennandi kvöl ör- væntingar eða skerandi sárs- auka. Enda treystir hún Hall- steini með bjartsýni æskunnar, sem engin vonsvik þekkir, til þess síðasta í samtalinu. Þegar þar er komið, kemur Finna inn. Við það fellur samtalið niður. Gráturinn yfirbugar Dóru, og hún gengur af sviðinu þegj- andi. Síðustu augnablik samtals ins má skilja sem orsök þess, að Dóra veikist nokkrum mín- útum síðar. Um hina aðra leikendur skal eg vera fáorður. Þeir leystu hlutverk sín af hendi yfirleitt mjög vel. Aðfinslur Árna Sig- urðssonar um læknirinn — Ragnar Stefánsson — eru meinlausar. Hallsteinn og lækn- irinn eru ekki svo mikið sem góðkunningjar. Þeir áttu enga samleið í skoðunum. Læknirinn auðsjáanlega dauðleiður á hé- gómlegum vaðli Hallsteins, og ekki óeðlilegt að ókyrðar verði vart hjá honum undir samræð- unni. í spurningum og svörum læknisins flýtur háðið á yfir- borðinu, og hann veit hversu tilgangslaust það er að reyna að koma Vitinu fyrir jafn sjúka sál sem Hallsteins, þótt talið sveigist að erfðamálinu. Um Hallstein — séra Ragn- ar E. Kvaran — verða naumasf skiftar skoðanir. Yfir meðferð hans á hlutverkinu hvíldi snild ar bragur. Áhugi hans og fvrir- höfn við að halda uppi leiksýn- ingum meðal íslendinga hér vestra og alkunn smekkvísi á því sviði, á sízt af öllu skilið svo móðgandi fullyrðingu, að hann velji til leiksviðs með öllu óhæfa leikendur. Kvöldið, sem eg sá leikinn var mjög viðunanleg þögn með- al áhorfenda, og aðeins tvisvar heyrði eg til þess, er minti leik- endur á. Á skömmum tíma, við mjög takmarkaða aðstöðu, málaði Friðrik Swanson tjöldin — í hjáverkum. En jafnvel flaust- ursstörfin geta aldrei skygt á eðlisgáfu Swansons. Listin gæg- ist altaf fram. — Og “englarn- ir’ ’hans sýndust margir vera gæða skinn. Ásgeir I. Blöndahl. Hvers vegna ertu altaf með bómull í eyrunum? — Það skal eg segja yður. Eg hefi nefnilega þann sið, að slá fingrunum í borðið jafnt og þétt, og eg þoli alls ekki hávað- ann af því. Phone 22 »3.1 Phone 2fS 23* HOTEL CORONA 2» Rootnn Wlth Bnth Hot and Cold Water in Evory Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Darae East WINNIPEG, CANADA Canadian Livestock Co-Operative Ltd. Manitoba Co-Operative Livestock Producers Limited UNION STOCK YARDS ST. BONIFACE, MAN. ÓSKAR SÍNUM MÖRGU VIÐSKIFTAMÖNNUM OG VINUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS I. INGALDSON, Manager g A. S. Bardal og þeir sem hjá honum vinna, óska 8 § öllum sínum mörgu viðskiftamönnum og vinum hjartanlega § 5 GLEÐILEGRA JÓLA OG % FARSÆLS NÝÁRS $ 8 8 8 8 I v*= 5 h I m- % % % A. S. Bardal l 8 I Otfararstjóri 843 SHERBROOK STREET Símar: — 86 607 og 86 608 % %

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.