Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 21. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 7. Sfi)A í DRAUMI EÐA VÖKU. Frh. frá 3. bls. Kandídatinn kinkaði kolli til samþykkis og Holgeir hélt svo áfram: “Mennirnir stigu upp, sem svaraði til þeirra hæstu og göf- ugustu eiginleika — tilfinninga — og þegar þeir komu í þann heim, sem samsvaraði eðli þ>eirra og tilfinningum, stönzuðu þeir og þar áttu þeir heima. — En í hverjum himni voru mörg mismunandi stig — eða gráður. j Sumar voru hærri, sumar lægri — í hinum sama himni, þrátt fyrir það að þar voru engar ákveðnar skiftingar og alt rann saman í eina heild. En milli hinna aðskildu himna getur hafa verið einhver skilgreining. því í hvert skifti, sem eg sá inn í nýjan heim, þurftu augu mín að opnast á ný. En hið sama lögmál gilti alstaðar, að mann- eskjumar fóru þangað, sem eðli þeirra og upplag benti þeim til. Eg sá samt einn, sem ekki fór eins hátt og eðli hans benti til, þrátt fyrir það þó hann kæmist hátt, langt yfir flesta aðra, — það var í sjálfan heilagleikans himin. Eg sá hann koma .Hann steig viðstöðulaust upp, gegnum alla himnana. Á andliti hans var svo undurblítt kærleiksbros. Eg sá hann stíga inn í guðs há- tignar himinn. Og eg sá hugsan- ir hans endurspeglast, og eg vissi að hann náði því hæsta takmarki, sem nokkur maður getur náð. En þá stanzaði hann —en eg skildi ekki hvers vegna — og á sama tíma sá eg allan æfiferil hans á jörðinni. En hvernig mér birtist það get eg ekki gert grein fyrir. Það var suðaustur í hinum heitu löndum. Trén ýoru fögur en ekki afar stór. Þau voru skuggsælli en þau tré, sem við sjáum hér. Blóm og allskonar skrautjurtir uxu þar miklu stærri og fjölbreyttari, en hér hjá oss. 1 slíku landi hafði verið heim- kynni þessa manns, er hann lifði hér á jörðinni.. Hann var prestur, en ekki á sama hátt og prestar vorir. Hann var meira sem múnkur, en um leið meira en múnkur. Eg veit ekki hvað eg á að kalla slíka menn, en þeir eru til í Austurlöndum. Þeir, sem sáu hann, nærri því tilbáðu hann. Hann var lærður maður og vitur, og hann sá hvað í mönnunum bjó. En sér- staklega var hann hógvær og kærléiksfull sál. Eg sá hans jarðnesku mynd, þrátt fyrir það að hann hlaut að vera dáinn. Hár hans var hvítt sem nýþveg- in ull, augu hans ljómuðu sem skínandi sól. Þau voru svo hrein, að fólk, sem sá hann, féll honum til fóta og skriftaði fyr- ir honum. Það hélt að hann væri heilagur. Það var eins og fólkið tryði honum fyrir öllum vandamálum sínum. Það var — ef svo mætti að orði kveða — eins og fólkið hefði hengt á hann allar byrðar sínar og ervið leika; og hann var orðinn svo vanur þessu að næstum mátti segja, að þetta væri sem klæðn- aður hans, án þess að hann vissi af því. Hann var svo glaður, og hann vissi að alt líf sitt hafði verið mÖnnum til blessunar. Það var ástæðan fyrir hinu fagra brosi sem ljómaði í andliti hans. En alt það góða, sem hann hafði ekki getað komist hjá að vita um sjálfan sig, það varð eins og mótverkandi þungi, sem hélt honum frá að geta komist hærra — þrátt fyrir það að eðli hans stefndi til hærri himna. Því hærra sem sálin stígur, eftir því þyngist það létta, eft- ir því sem hærra er stígið, verða lítil afbrot stærri.” Kandidatinn slóð á fætur og horfði rannsakandi augum á Holgeir, eins og hann vildi sjá og skilja hvað væri á bak við hið ljúfmannlega bros sem lék um varir hans. Holgeir sá það og sagði: “Bara að eg fengi leyfi til að sjá þetta einu sinni aftur.” “Hvað?” “Að sjá þig svona vingjam- legan fyrir framan mig og gera gabb að mér.” “Eg er ekki vanur að gera gabb að yður,” svaraði kandí- datinn. “Nei,” sagði Holgeir.. “Eg meinti ekki yður. Eg var að hugsa um drengina í skólan- um, sem svipar t*il yðar. Þeir hlógu aldrei að mér, þegar eg kunni lexfuna mína vel, og eg hélt altaf með sjálfum mér að eg kynni vel. En þegar eg kom upp að kennarapúltinu og átti að gera grein fyrir kunnáttu minni, þá varð oft frammistað- an í molum og drengirnir hlógu að mér. En stundum, þegar eg kanske hugsaði sem minst um hverju eg skyldi svara spurn- ingum kennarans, þá ef til vill Canada Metal Company, Limited i 24 498 301 Chamber St., Wpg. ÓSKAR LESENDUM HEIMSKRINGLU OG ÖLLUM ÍSLENDINGUM NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRA JÓLA OG HAGSÆLS NÝÁRS VERZAR MEÐ ALLSKONAR MÁLM og JÁRNSMÍÐAR Tryggingln felst V i nafninu! Pantið um nýárið beztu tegundirnar ÖL, BJÓR og STOUT frá gömlu og vel þektu ölgerðarhúsi GlefíillegÉtt BiyáipS RIEDLE BREWERY STADACONA OG TALBOT PHONE 57 241 svaraði eg öllum spurningun- um rétt, og þá brostu drengim- ir á vissan hátt, alveg eins og þeir vildu segja: Hann stóð sig vel; hann kunni vel núna. Og eg sá það á því, hvernig þeir brostu, að þeim þótti vænt um að eg gat staðið mig vel. Þér mintuð mig svo mikið á þá, að mér fanst eg varla geta gert nokkurn greinarmun á þeim og yður.’ “Þetta er í annað sinn í dag að þér líkið mér við skóla- dreng,’’ sagði kandídatinn. “Eg meinti ekkert ilt með því,” svaraði Holgeir. “Mér datt alls ekki í hug að lítilsvirða yð- ur.” , “Það er líklega þess vegna, að yður verður það eins og ó- sjálfrátt,” sagði kandídatinn. — “Það er eins og með lexíurnar, að þegar þér hugsið sem minst um hvað þér ætlið að segja, er eins og það komi af sjálfu sér. — Veðrið er svo yndislegt, og það er blæjalogn, — eigum við ekki að koma út og sitja í blómsturgarðinum, og horfa á hversu dýrðlegt að sólarlagið er?” Þeir gengu út og kandídat- inn settist á nýjan tágabekk er var í garðinum. Hjá bekknum var steinn, sem hafði orðið eft- ir, þegar gamall garður, sem þar var, hafði verið rifinn og efnið — grjótið og moldin — flutt í burtu. Holgeir settist á steininn. Þeir sátu þegjandi og horfðu yfir akrana. Hinir dýrð- legu geislar kvöldsólarinnar vörpuðu svo undaðslega mild- um blæ yfir nágrennið, og þeir horfðu hugfangnir á alla þessa dýrð. Og þeir sáu daginn hverfa inn í skaut hins liðna, — dag, sem búinn var að vera og aldrei kæmi aftur. Kandídátinn sat og horfði á skuggana lengjast og fegurð kvöldsólarinnar fölna, — og skugga næturinnar breiðast yfir hauður og haf. Honum fanst eins og þetta minna sig átakan- lega á hverfulleik lífsins. Hann sneri sér að Holgeir til þess að segja eitthvað, en hann gat ekkert sagt, fyrir undrun yfir þeirri tign lífsins, sem ljómaði af ásjónu hans, sem hann gat hvorki mælt né vegið eftir nein- um stærðfræðisreglum. Kandídatinn sat og horfði á dagsetrið, þangað til honum fanst það vera sjálft lífið, sem var að hverfa, og dró hann og verk hans með sér út í hina takmarkalaus hringiðu ljóss og myrkurs. “Guð er þá — ekkert?” sagði hann með hægð. “Eða ber ekki að skilja draum yðar svo?” “Það getur verið,” svaraði Holgeir. “Eftir því er enginn guð til,” sagði kandídatinn. “Jæja,” sagði Holgeir. “Annaðhvort er hann til eða ekki,’ sagði kandídatinn. “Nei,” sagði Holgeir svo und- ur blíðlega. “Það þriðja getur' ekki átt sér stað,” sagði kandídatinn og dálítill ergelsisblær mótaðist á andliti hans. “Viljið þér að eg segi yður hvað eg írtiynda mér um það?” sagði Holgeir. “Já,” svaraði kandídatinn. “Munið þér eftir Hansínu? — Hver var það sem elskaði hana og líka drap hana. “Það voruð þér." “Munið þér eftir Vissingröd malara. Hver var það sem hat- aði og fyrirgaf?” “Eg segi með aðdáun: það voruð einnig þér.” “Hver er það sem nú situr hjá yður?” “Fyrst þér spyrjið eftir því, þá er því til að svara, að það eruð einnig þér.” “En ef eg nú segi yður,, að jafnvel liárin á höfðinu á mér séu ekki mín, og eg verði þeirra ekki var, heldur en þau séu þar ekki; og finn ekki að augu mín sjá, heldur aðeins að það er séð; og ekki að eyru mín heyra heldur aðeins að það er heyrt; og að eg finn ekki andardrátt minn, sem minn, heldur að það á sér stað: ekki að fætur mínir ganga og hendur mínar vinna, einungis að þetta á sér stað. Hver er þá þessi “eg”, sem að- hefst og framkvæmi, sem elsk- aði og drap, sem hataði og fyr- irgaf, sem hvorki elska né hata framar, sem hvorki gleðst né | hryggist, sem hvorki þekkir vilja né takmark?" “Viljið þér þar með segja mér að þér séuð alls ekki til?” “Það gæti verið.” “En þér eruð þó hér með húð og hári.” “Ef svo er, þá getur “það þriðja" átt sér stað.” “Þér munið það sem þér í gerðuð, og þess vegna eruð það þér, sem sitjið hér, — sá sem verknaðinn vann.” “Það var ekki eg, sem gerði það.” “Ekki þér?” “Hans gamli sagði einu sinni við mig: Þú hefir hreint ekki verið þú sjálfur, þegar þú fyrir- fórst Hansínu. En eg hefi ekki fremur verið eg sjáflur, þegar eg hefi gert einhverjum gott. Eg var altaf á valdi einhverra máttarvalda, og vissi lítið um sjálfan mig. Já, það kom fyrir að eg hataði sökum ástar, að eg drap sökum meðaumkunar. Eg var sem leikfang á valdi einhverra máttarvalda lífsins.” “Þessi máttarvöld léku með yður að vild sinni. Hvað voruð þér þá sjálfur?” “Eg var stríðið á milli þess- ara máttarvalda. Af því lærði eg að þekkja sjálfan mig, og finna það, seni gæti frelsað mig frá því.” “Hvað var það?” “Það var guð.” “Og hvað svo?” “Bg veit ekki af öðru en frelsuninni.” En þetta, sem þér kallið guð, sem þrýsti yður í gegnum stríð- ið til frelsis, var auðvitað yðar eigið manngildi.” “Þá hefði það varla getað enzt, þegar lífsstefna mín sveigðist inn á aðrar og ólík- ar brautir. — En eg er að hugsa um drauminn minn, sem kanske var virkileiki og alls ekki draumur. Það búa í oss tilfinningar, sem við verðum oft mjög lítið eða ekkert var- ir við, fyr en vér höfum frels- ast frá því að vera stríðið á milli máttarvaldanna. Mínar beztu tilfinningar voru ekki eg sjálfur, fyr en eg var orðinn frjáls. Máske himnarnir séu guðs kærleikstilfinningar fyrir heiminum. Guð sjálfur lætur sig litlu skifta sína himna.” “Af hverju heldurðu það?” Holgeir horfði rannsakandi á kandidatinn og sagði: “Látið þér yður ekki verða bylt við það, sem eg nú segi. — Eg óska ekki, að eg hefði aldrei frarnið illvirkið. Það er mér eins nærri og kært — og það er eins fjarri mér og eins laust við mig, eins og blómaknippi, sem eg batt saman, þegar eg var í skólanum, til þess að gefa Hansínu. Það var af kærleiks- kend, að eg hjálpaði litlu börn- unum, og það var einnig af kærleikskend, að eg barði lilífð- arlaxist á stærri börnunum. Eg elskaði og drap. Hvar sem j þessi tegund kærleika hefir yfir j höndiria. þar er og hatur. Það , er þess vegna að eg óska eigi að j eg hefði sloppið við að fremja j mína stóru yfirsjón. ‘ Ef það! hefði ekki komið fyrir, hefði eg aldrei orðið frjáls, og aldrei til fulls lært að gera mér rétta grein fyrir, að piín beztu verk voru nauða lítils virði, að jafn- vel þau voru blendingur af ást og hatri.’ Kandídatinn horfði undrandi á liann og sagði: “Voruð það þá ekki þér, sem drápuð Hansínu?’\ “Nei. — Eg ímynda mér, að þannig líti guð á sinn himinn og sitt helvíti, og segi: hvorki þetta eða hitt er mitt.” N a fi ÍS PJ iöl ld | Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK- Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklegra lungnasjúk dóma. Er a?J flnna á skrifstofu kl 10—12 f h. og: 2—6 e h. Helmili: 46 Alloway Ave Tnlsfml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg Talsími: 22 296 Stundar sérslaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdðma. — AB hltta: kl. 10—12 « h. og S—6 e. h. Heimlll: S06 Vlctor St Simi 28 130 Dr. J. Stefansson 219 NEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy og: Graham Stnndar elngöugu auifna- eyrnn uef- ok kverkR-Hjflkdðma Er a5 hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e. h Talafml: 21834 Helmill: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office tímar 2-4 HeimiU: 104 Hom? St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlseknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited AbyggUeglr lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 “Eftir þessu að dæma,” sagði kandidatinn, “ætti lífið að vera stríð háð á milli and- stæðra náttúruvalda, hvaðan að vitundarlíf vort stafar, og guð verund, sem er sambundin heiminum, og þó laus við hann — eins og vér mennirnir.” Holgeir hristi höfuðið og sagði: “Þetta, sem þér eruð að segja eru aðeins heilabrof yðar um hann; en hver slík ímyndun, sem vér gerum oss um hann, fjarlægir oss honum. Það er ómögulegt að hugsa sér hann. Hann veröur ekki myndaður eða mældur, en hann verður að vera lifaður. Við getum verið honum nær, jafnvel þegar við höldum, að hann sé ekki til, en finnum oss í samræmi við hann. Já, hann er í því smáa, og alstaðar að finna. Hann er hvers manns eign. — Já, guðs huldu- bústaðir eru með alfara- veginum, svo augljósir, að eng- inn veitir þeim eftirtekt. En eng inn getur sagt neitt um hann, nema það að hann er. En það sem hægt er áð segja er það, að það er guð fyrir hvern, sem finnum hjá oss þörf fyrir hann, og þessi þörf birtisf í þeirri þrá, sem maðurinn hefir eftir sannleikanum. Eg bið ekki fram ar til guðs, en eg er jafn róleg- ur fyrir það, eins og eg hefði á- valt verið á bæn. — Eg er í full- um friði við sjálfan mig og til- veruna. — Þetta er kanske lof- söngur yfir því, að lífið er þegar búið og eg finn að eg er frjáls.” “Hin eilífa ró,” sagði kandí- datinn Holgeir leit til lians og sagði: “Já hið auða rúm.” — Hann horfði á dagsetrið, þar sem dagurinn og nóttin voru að fallast í faðmlög og verða eitt. “Nú er það búið,” sagði liann. “Já,’ ’svaraði kandídatinn og bneigði höfuðið til samþykkis. G. E. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON (SLENZKIR LÖGFKÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Maln Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur »0 Lundar og Gimli og eru þ&r að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christoplierson, Islenzkur Lógfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnaður sá beitl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarUa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonei 86 607 WINNIPBA HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja OH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHBH OF PIANO HS4 BANNING ST. PHONEt 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sfmi: 96 210. Heimllis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BaKicaice and Furnltnrf Honlag 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalenzkur lÖKÍrœtdnKnr Skrifstofa: 411 PARIS BLDO. Simi: 96 933 i DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlaimli 2S S88 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆ3KNIH 614 Someriet Block Purtage Avenne WINNIPWil BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Pianos og Orgel Siml 38 345. 594 Alverstobe St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.