Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. DES. 1932 “Gott og vel. Skrifið þá Jóni bréf og látið hann skilja fyllilega, að þú verðir ekki konan hans nema hann geri það, sem þú hefir farið fram á. Eg veit að þetta hrífur. Svo skaltu senda þjón með bréfið snemma á þriðjudags- morguninn. Viltu lofa mér því, Ck)ra, a& þú skulir gera þetta?” Já,' ’svaraði hún dræmt. “Mér fellur Jón vel í geð, og ef eg sleppi allri pölitík, hefi eg það álit á honum, að eg trúi því naumast, að hann bergðist vonum okkar. Eg veit að hann áttjar sig, og sér hvað er honum sjálfum fyrir beztu. Hann er ekkert flón, en hann er einþykkur og stífur í lund.” “Já,” sagði Cora, en hún sagði það bros- andi. Frændi hennar, sem ekki var gæddur þeim gáfum, að skilja kvenfðlk, horfði á hana alveg ráðþrota. “Þú ert góð stúlka, Cora,’’ sagði hann um leið og hann gekk út úr stjofunni. VH. kapítuli. Jón Strand reyndi ekki að dylja sig þess, að hann hafði verið látinn skilja það fullkom- lega, að gifting hans og Coru væri algerlega undir ,því komin, hvaða afstöðu hann tæká á þriðjudaginn í stjórnmálunum. Það voru stór- kosljleg vonbrigði fyrir hann. Hann reyndi að réttlæta þátttöku Coru f þessum máium, raeð því að fyrir henni vekti ekkert annað en það, sem hún hafði sagt, sem sé, að flýta fyrir gift- Ingu þeirra. Þegar hann kom heim til rfn, afhentj Cobden honum bréfið, sem Cora hafðá skrifað honum þar í stofunni og beðið að honum yrði afhent þegar hann kæmi heim. “Eg varð mjög hrifinn af fegurð gests- íns,” sagði Cobden svo, er hann hafði sajgt Jóni frá komu hennar. “Eg óska ykkur af aÞ hug til hamingju og blessunar. En eg held að þú hefðir átt að segja mér frá þessu í gær- kvöldi.” “Eg var ekki í því skapi þá, og nú, — ja, eg Veit ekki hvort það verður nokkurn tíma meira milli okkar Coru en nú er. Það er eins líklegt, að við sitjum aldrei brúðarbekkinn saman,’’ sagði Jón eins og úti á þekju. — “Það er fátt svo dýrmætt í heimi þessum, að ekki geti verið sett ofhátt verð fyrir það.’’ Gamli Cobden starði á Jón alveg undr- andi og orðlaus um stund. “Hefir Gerald Southwold sýnt eitthvað af sínum hundakúnstum núna, eða hvað?” “Hvað eigið þér við með þessu?’ “Viltu ekki lofa mér að heyra leyndar- mál þitt, Jón? Ef tH vHI get eg eitthvað hjálpað. Við vitum, að á næstu dögum verður gert út um framtíð þína, og mér er ekki alveg sama, á hvaða hátt það verður gert.” “Mér þykir fyrir að geta ekki orðið við ósk þinni í þessu efni, fóstri minn, en þetita verð eg að útkljá einn,’’ svarnði Jón. Gamli Cobden þokti Jón svro vel, að bann heyrði á rödd hans, að þýðingarlaust var fyrir hann að spyrja frekar út í þessar sakir. • Sunnudaginn allan var Jón heiroa og eyddi tímanum vfð skriftir. Bréf höfðu safn- ast fyrir er hann þurfti að svara. Mánudaginn á eftir fór hann langan göngutúr út á lands- bygðina, og það var orðið framorðið þegar hann kom heim. Gamli Cobden rannsakaði Jón hátt og lágt með augunum, er hann kom heim, en á svip bans gat hann ekki merkt, að neitt sérstakt hefði komið fyrir hann þá um daginn. Næsta morgun, meðan Jón sat að morg- unverði, kom þjónn frá Berkeley Square með bréf frá Coru . Bréflð hljóðaði þannig: “Minn keeri, elskulegi Jón! — Hvað sem kann að koma fyrir, vil eg láta yður vita það, að eg elska yður af öllu mínu hjarta. Framkoma mín við yður, srðan við kynt- umst fyrst, og alt það, sem eg hefi við yður talað, hefir verið af sérstakri, einlægri ást til yðar. Þér eruð eini maðurinn í öllum heiminum, sem hefir nokkra þýðingu fyrir líf mitt. Án yðar værið lífið einskis vert fyrir mig. — Elsku vinur minn! Það má ekki láta nokkurt, eða láta neina smámuni orsaka ágreiningsefni á milli okkar. Eg veit því, að þér látið ekki annað eins lítil- vægi, sem óvirðuga pólitík, verða til þess að aðskilja okkur eða kasta skugga á líf okkar. Eg verð í þingsalnum eftir hádegi í dag, og eg veit að þér skiljið, með hve mikilli óþreyju eg bíð eftir að heyra, hvemig atkvæði falla í því mikilsvarðandl málefni. sem fyrst verður tekið til meðferðar. Mér finst -eg ekki geta beðið eftir því að heyra ræðu yðar. Eg veit að eg má eiga von á að þér heimsækið mig í kvöld, þar sem við getum glöð og ánægð talað um einkamál vor í næði, án þess að nokkur skýhnoðri hafi dregið fyrir hamingjusól okkar. Eg sé í anda sjálfa mig hvíla upp við hjarta yðar. Eg finn andardrátt yðar leika um vanga mína, og hendur yðar halda um mitti mitt. Jón, elskan mín! Látið mig ekki verða fyrir vonbrigðum. Þess óskar af heilu hjarta þín heitt elskandi, Cora.” Jón varð fölur í andliti og varir hans titruðu. Það var sem nístings kuldi streymdi eftir hverri t0,ug í líkama hans, er hann hafði lokið við að lesa bréfið. Það var honum augljóst, hvers hún ætlaðist til af honum Bréfið var skýrt. “Jón," sagði gamli Cobden. “Mig langar til að sitja í þingsalnum í dag. Geturðu séð um að eg fái sæti?” Jón hneigði höfuðið til samþykkis. Hann þorði ekki að treysta því, að ef hann reyndi til þess að tala, að það þá heyrðist ekki á mál- rómi hans, hvað honum var þungt niðrifyrir. Jón var kominn með þeim fyrstu í þing- salinn. Á meðan allur undirbúningur undir þingsetninguna fór fram, sat hann afsíðis og skrifaði af kappi. “Jæja, hvernig heldurðu að það fari í dag? Eg geri ráð fyrir að alt velti á því, hvaða af- stöðu þessi nýi maður, herra Strand, tekur til málanna,” heyrði Jón einhvern segja fyrir aftan sig í næstu sætaröðinni. “Já, það geri eg ráð fyrir,’’ var svarið, sem Jón heyrði að gefið var. “En svo telja alHr áreiðanlegt, að stjjórnin verði við völd. For- sætisráðherrann —- sem kvað hafa ráð undir rifi hVerju, eins og sagt er, *t+t mun vera að sjá um að svo geti orðið.” Jón leit upp og var rétt í þann veginn að rísa úr sæti sínu, er hann heyrði áfram- haldið af þessu samtali. Þó það hefði ekki ver- ið siður hans að standa á hleri, þá gat hann ekki að því gert að doka ögn við í þetta skifti. “Ungfrú Cora er mjög myndarleg stúlka. Og þvf hefði eg aldrei trúað að hún gæfi sig í það, að leika í &krípaleikjum Gerald frænda síns. En svo er eins og maður eigí svo örðugt með að skilja kvenfólkið.” Jón sat kyr, en hinir tveir, er verið höfðu að IJala saman, hurfu inn í mannþröngina, án þess að hafa nokkurn grun um, að samtali þeirra hefði verið veitt nála eBtírtekt af nokk- urum. Nokkru síðar var Jón búinn að taka sæti sitt í þingsalnum. Einn þingmannanna hafði rétjt lokið ræðu sinni, er þingforseti kvað næsta ræðumann vera þingmanninn frá Midham kjördæminu. Það varð dauðaþögn í salnum, er Jón stóð á fætur. Allra augu störðu á hann, hvers nafn hafði verið á allra vörum síðustp dagana. Það var á allra vitund, að á næstu mínútum jrrði ritað stórt og sögulegt atriði í þingtíðindi landsins. Er Jón byrjaði ræðu sína, var þögnin svo mikil í sainum, að honum leið hálf illa af því. Hann fann með sjálfum sér til hinnar miklu ábyrgðar, sem á honum hvíldi, nú á þessum augnablikum. Hann var orðinn dóms- vald og átti að fara að kveða upp dóm sinn. Þá heyrði hann til þeirra systranna: Samvizku og Sannfæringar, og þær sögðu: “Fyig þú okkur, og þá gengur alt vel.” Svo þegar Jón hóf mál sitt, bar ekki á neinum óstyrk hjá honum. Hann var rólegur og kaldur, einbeitt- ur og snjall í máli. “Þetta frumvarp, sem nú liggur fyrir þing- ínu er ekkert annað en tilraun stjórnarinnar til að blekkja verkalýðinn og múta honum. Á bak við frumvarpið hvílir hagnaðarspursmál fiokksins. Það er ekki ætlast til þess af sty'órn inni, að það verði neinni stétt til hagsmuna eða bóta, nema stjórninni sjálfri. En það hefir verið klættj í þann hjúp, að ef ekki er vel að gáð, lítur það vænlga út. Það er ekkert ann- að en úlfur í sauðargæru. Þar sem eg hefi nú skuldbundið mig til að vinna gagn landi og lýð, og þar sem eg get ekki samvizku minnar vegna, brugðist því trausti, er mér hefir verið sýnt með því að kjósa mig á þing, Og er því hluti af löggjafarvaldi landsins, þá híýt eg að vinna á móti þessu frumvarpi af öllum þeim kröftum, sem eg hefi á að skipa. Eg lvsi því yfir, að eg greði atkvæði á móti frumvarpi stjórnarinnar, þegar til atkvæða kemur. Þetta var sú yfirlýsing, s.em þingheimur hafði með öndina í hálsinum beðið eftir. — Lágar hljómöldur risu hér og hvar upp í saln- um, en sem dóu út, er Jón hélt áfram máli sínu, og skýrði ástæðumar fyrir því, að hann skoðaði frumvarpið hættulegt. Jafnvel and- stæðingum hans duldist það ekki, að hann taiaði af sinni beztu sannfæringu. Mörgum var kunnugt um það, að ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar til þess, að fá hann í lið með stjórninni, og að hans sjálfstæði í þetta skifti væri ef til vill keypt nokkuð háu verði. Verkamannaflokkurinn á þingi hafði set- ið hljóður og tekið vel eftjir ræðu Jóns. En nú heyrðist fagnaðaróp frá bekkjum þeirra, og sást nú glögglega, að Jón hafði nægan liðsafla á bak við sig, til þess að ráða niðurlögum stjórnarinnar. Jóni varð í eitt skifti að | líta yfir þangað, sem for- sætisráðherran sat, kaldur og rólegur, sem hér væri ekki neitt á ferðinni, er kæmi honum hið minsta við. “Óefað verð eg af sumum sakaður um það, að eg sé að svíkja vini mína,’’ hélt Jón áfram. “En eg er hér á þess- um stað með þeim ásetningi í huga mínum, að vinna að því af alefli, að hagur lands- ins og fólksins komi æfinlega til greina á undan hag eins eður annars flokks eða ein- staklings. Mun það verða mitt stjarf í framtíðinni, svo lengi sem eg hefi þann heiður að vera hér innan veggja sem þingmaður — sem erindreki alþýðunnar.” Jafn snemma og Jón hafði lokið máli sínu var hann sér þess meðvitandi, að nú væri hann búinn að reisa órjúfanlegan vegg milli sín og þeirrar stúlku, sem hann elskaði. Hann rendi augunum þangað sem áhorfendurnir sátu. Þar var hann viss um að Cora sæti nú og heyrði ræðu sína. Er hann hélt áfram, var rómur hans lægri og röddin ekki eins skýr. Honum fanst hann eiga bágt með að hafa vald á tjilfinningum sínum. Hann náði sér þó bráðlega, og röddin var eins sterk og skýr, og hún átti að sér. Mælska hans og röksemdir snurtu alla í salnum svo, að jafn- vel hans bitrustu andstæðingar dáðust að. Varir hans voru þurrar, og andlit hans hvítt sem pappír, er hann settist niður. Allar hans taugar voru í æsingi. Gleðiópin, sem nú hljóm uðu um allan salinn, dundu ömurlega í eyr- um hans. Þeir sem næstir honum sátu, töl- ðu til hans lágum rómi og óskuðu honum til hamnigju, og þökkuðu honum fyrir það, sem hann hefði sagt. En Jón virtist ekkert taka eftir því, að við hann var talað. Ait í einu varð dauðaþögn í salnum á ný. Forsætisráðherrann var sijaðinn á fætur. Gerald Southwold var ekki sá maður, sem viðurkennir, að hann hefði orðið undir í við- ureigninni, svo lengi sem hann hefir nokkra von upi að vinna sigur. Með sinni stjórnmála- kænsku og afburða mælsku tók hann nú ræðu Jóns til yfirvegunar. Hann mótmælti henni allri, og reyndi að sýna fram á með því, sem hann kallaði rökum, að hugmyndir Jóns væru sprottnar af vanþekkingu og barna skap, eins og við væri að búast, þar sem mað- urinn væri óreyndur og öilu ókunnugur, en létji allskonar fortölur óskammfeilinna manna hlaupa með sig út á allskonar vegleysur. — Maðurinn ætti enga stefnu eða sérskoðun í stjórnmálum, en vildi láta bera mikið á sér og hugðist að gera það með því, að hlýðnast sem flestum af þeim, er vildu nota hann fyrir (Jalsmann sinn á móti stjórninni. Hann benti á að svona menn væru hættulegir, eins og all- ir þeir er töluðu og aðhefðust eitthvað, án þess að hugsa. En Geraid varð þess var nú , í fyrsta skifti í stjórnmálabraski sínu, að hann fékk ekki áheym. Gerði það hann óþolinmóðan og arg- an í skapi, og ekki leið á löngu áður en hann tapaði valdi yfir flilfinningunum, svo að reið- in og gremjan varð ofan á. “Hinn háttvirti þingmaður fyrir Mid-Ham kjördæmið,” hélt hann áfram, “hefir nú talað af mikilli mælsku, meiri mælsku en eg hefi á að skipa. Með því að mótmæla frumvarpi því er nú liggur fyrir þinginu, hefir hann hreint og beint svikið það loforð, sem hann gaf kjós- endum sínum fyrir kosningarnar. Hann var kosinn og sendur á þing sem fylgismaður nú- verandi stjórnar; og ef stjórnin nú neyðist til þess að segja af sér og ieggja niður völdin, þá er það fyrir hans aðgerðir, og fólkið — kjósendurair hlióta að halda honum ábyrgðar- fulhim fyrir því. Það liggja nú fyrir ýms á- ríðandi frumvörp, sem þurfa að öSlast sam- þykt þingsins, svo þau verði að lögum og fólk- ið geti hasmýtt sér þau. En það lítur svo út nu, sem þeim verði öllum að fórna fyrir þráa og.heimsku eins —” Nú urðu hrópin og köllin svo mikil frá bekkjum verkalýðs þingmannanna, að South- wold varð að htfða með ræðu sfna um stiund. Þegar lægði svo hávaðann, að heyrt yrði til hans, hélt hann áfram máli sínu, auðheyrt var að honum var örðugt um mál sökum geðshræringar. “Hinn háttvirti þingmaður segir yður að hann sé að vinna samkvæmt því, sem sann- færing hans bjóði honum að gera. En eg vil spyrja þingheim, hvort nokkur, sem hér er inni -t-að honum einum undanteknum — gæti tekið þá sannfæringu fyrir leiðarvísi, sem bendir á vegi, sem til suiidrungar og eyði- Ieggingar Iiggja. Nei, það er okkur öllum jafn ljóst. að hér er ekki um aðra sannfæring að ræða, en þá eina, að nú sé tækifæri fyrir hann að sýna sig stóran og mikinn mann, með talsvert fylgi að baki sér. Sannfæringu fyrir velferð lands og þjóðar, er því hér ekki um að ræða hjá hinum háttvirta þingmanni frá Mid- Roblnllllood FI/OUR TIL ÞESS AÐ BÚA TIL FALLEGAR KÖK- UR OG KRYDDBRAUÐ SKAL NOTA ROBIN HOOD MJÖL Ham. Eg bið því þingheim, í nafni þjóðarinn- ar, að atihuga vel stefnu og starfsaðferð þessa manns, áður en honum er fylgt að máluin við atkvæðagreiðsluna.” Raddir heyrðust nú frá bekkjum áheyr- endanna, er lýstu því að mönnum þótti ekki mikið til koma ræðu forsætisráðherrans. En Gerald lét sem hann heyrði það ekki og hélt því áfram máli sínu: “Eg hafði gert mér góðar vonir um, að hinn háttvirti þingmaður fyrir Mid-Ham yrði flokki vorum — stjórninni — að góðu liði, og með hans aðstoð gengi betur að koma vel- ferðarmálum þeim, sem fyrir kynnu að koma, í framkvæmd. Þann tíma, sem hann hefir setið á þingi, hafa komið í ljós hjá honum ýmsir góðir hæfileikar, en þeirra gætir lítið og verða illa að notjum, ef þeir eru drepnir með þráa, stórmensku og valdafýkn. Eg hefi orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum í þessu efni.” Forsætisráðherra tók nú sæti sitt, fölur og óstyrkur. Nú var komið að því, að flokk- arnir hópuðu sig saman fyrir atkvæðagreiðsl- una. Þegar það varð augljóst, hversu margir þingmenn fylgdu Jóni yfir að annari hlið þing- salsins, sást glögglega að stjórnin yrði í minni hluta við atkvæðagreiðsluna. Ekki var hægt að merkja það á svip Jóns, að hann væri neitt að taka eftir því, hve margir fylgdu honum, né að hann hlakkaði neitt yfir því, sem í vændum var. Hann var alvarlegur á svip og rólegur. Svaraði alúðlega og blátt á- fram, ef á hann var yrt. Fylgjendur Jóns voru aftur. á móti glaðir og fjörlegir. Þeir sáu að nú mundi sínum málum borgið. Þeir fundu að þarna var skjól- garður fyrir þá, er þeir væru öruggir á bak við. — Samkvæmt mannlegu eðli dýrkuðu þeir nú þessa skínandi stjörnu, er þeir höfðu uppgötvað á hinum pólitíska himni. Nú var gengið til atkvæða, og er úrslitin voru gerð kunn, kom það í ljós, að stjórnin var tuttugu atkvæðum undir. Fylgjendur Jóns spöruðu nú ekki fagnaðaróp sín. En Jón sat hljóður. Hann fann ekki til neins fagn- aðar í sambandi við þenna sigur. Hann fann aðeins til sársauka. Orð þessarar stúlku, sem hann unni svo heitt og innilega, hljómuðu sífelt í eyrum hans. Honum fanst hann finna snerting hennar mjúku handa um háls sér, finna andardrátt hennar við vanga sinn, og brjóst hennar bifast við barm sér. Hveraig gat hann hlakkað yfir þessum sigri? Með þessum sigri var hann að kasta frá sér því, sem hann átti dýrmætast í heiminum. Hvað hafði framtíðin að bjóða hónum eft- ir að Cora var honum töpuð? Það hefði naumast neinn getað iáð honum það, þó að hann hefði gengið að boði Geralds. “Nú verður stjórnin auðvitað tafarlaust að segja af sér.” Við þessi orð frá þeim, er næstur honum sat, vaknaði Jón af draumum sínum. “Eg geri ráð fyrir að hún geri það líka," svaraði Jón eins og úti á þekju. “Eg þykist vita að þér séuð ánægður með úrslitin, herra Strand,” hélt hann áfram. “Ekki get eg nú sagt, að eg sé það að öllu leyti,” svaraði Jón önugur. Honum féll þetta samtal illa. “Þér ættuð þó að vera það. Fyrir fáum mínútum síðan voruð þér sem óþektur maður hér. En nú — bíðið bara þar til þér sjáið kvöldblöðin.” Þingfundi var nú slitið og fólk fór að hafa sig burtu úr salnum. Jón rendi augunum upp þangað sem kvenfólkið sat, en hann kom ekki auga á Coru þar neinstaðar. “Ef til vill hefir hún ekki verið á þing- fundi í dag. Og þó hún hefði verið þar, þá mundi hana ekki langa til að sjá hann eða heyra nú,” hugsaði hann. Nú fyrst var hann farinn að finna veru- lega til þreytu eftir starfið undanfarna daga. . Taugar hans voru allar lamaðar. Hann þráðl nú helzt einveru og næði. Hann hugsaði til mannfjöldans, sem biði sín úti fyrir þingsaln- um til þess að hafa tal af sér — og sjálfsagti óska sér til hamingju með hinn nýfengna sig- ur. Hann varð að reyna að mæta því, sem að höndum bar. Hann hleypti í sig kjarki og gekk út.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.