Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 21. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA I DRAUMI EÐA VÖKU. (Eftirfarandi kafli er tekinn úr hinni frægu skáldsögu “De Vis- es Sten”, eftir J. A. Larsen.) Það var ekki eins einmana- legt að koma heim, eins og kandídatinn hafði búist við. Holgeir vinur hans sat á tröppunum fyrir framan húsið. Hann hafði setið þar hýsna lengi og sökt sér niður í djúp- ar hugsanir, og virtist hvorki heyra né sjá. Kandidatinn virti þenna rólega og prúða mann fyrir sér með mestu nákvæmni. “Hann sýnist að vera eins óhreyfanlegur og húsið, sem hann situr við. Hann gæti sem bezt verið bara stór steinn eða öllu heldur einhver skepna, því hann dregur andann.’’ Holgeir varð þess var að ein- hver var á ferðinni, leit upp og stóð á fætur. Kandidatinn gleymdi að heilsa upp á hann, því hann var að hugsa um hið einkenni- lega útlit í andliti hans, þessari mildu og vingjarnlegu ásjónu. Hann var að velta því fyrir , sér í huganum, og honum fanst að hann gæti eins vel og nokkuð annað verið guð! Það eina sem hann var viss um, var það, að hann líktist alls ekki vanalegri manneskju. Lítið, barnslegt bros lék um varir Holgeirs, sem vakti undr- un og aðdáun í huga hans. — Honum var það alvarlegt um- hugsunarefni, þetta barnslega, hreina bros — kærleiksbros — sem lék á andliti Holgeirs, og sem frá barnæsku hans hafði sýnt hans miklu samúð með öllu, smáu, aumu og þjáðu, og hans stöðugu viðleitni að vernda það og hjáipa því. Kandidatinn hafði gengið í gegnum ýmislegt á sinni frem- ur skrikkjóttu lífsleið, en þetta vakti algerlega nýjar hugsanir hjá honum, og hann var ekki við því búinn, hvernig hann ætti að snúast við þeim. Hann var ekki vanur því að menn horfðu á sig með jafn kær- leiksríku og mildu augnaráði, rétt eins og hann væri einhver “litli góði”. Hann fann að hann var að verða fyrir áhrifum, — gegnumþrengjandi kærleika, sem eins og hafði þau áhrif á hann, að honum fanst svo mik- ið miúna til um sig, en vana- lega bar á hjá honum. Ástæðan fyrir þessari kend var hið milda bros, sem ljómaði á andliti Holgeirs, og sem bæði gat þýtt: faðir, móðir og vin- ur. Konan, sem matreiddi fyrir kandídatinn, kom út í þessu, og sagði að miðdegisverðurinn væri til reiðu. Kandidatinn bauð Holgeir að koma inn og borða með sér. Þegar konan hafði framreitt máltíðina og þvegið áhöldin, lagði hún af stað heim til sín. Hún fór að ’nugsa með sjálfri sér: “Það hafði þó verið dálítið skrítið, að sjá þessa menn sitja við borðið og heyra þá tala um veðrið og vindinn, og kornið og kýrnar, rétt eins og hún og ann^ð óupplýst alþýðufólk tal- ar. En hvað áttu þeir annars að tala um? Annar er lærður maður en hinn er bara klossá- smiður, sem líklega hefir aldrei á háskóla komið.” Að lokinni máltíðinni kveikti kandídatinn sér í vindli og bauð Holgeir annan, en hann afþakk aði og sagðist ekki reykja. “Hefirðu gert þér það að fastri reglu að reykja ekki?" spurði kandídatinn. “Nei, eg hefi enga slíka reglu sett mér, svaraði Holgeir, en eg get ekki séð hvers vegna eg ætti að reykja.’’ Kandídatinn hallaði sér aftur á bak í stólnum og þeytti út úr sér þykkum reykjarmekki, sem hringaðist upp í loftið, og breyttist í allskonar myndir, það þurfti enga skýringu á því, hvers vegna hann reykti. "Þér voruð að spyrja mig um daginn um eitthvað í sambandi við Vissingröd malara,” sagði Holgeir. “Eg sagði yður þá það sem eg gat að því sinni. Þér spurðuð mig einnig um, hvað eg væri að hugsa um svo á- kveðið, og eg gat ekki svarað yður þá í svipinn, því eg var ekki að hugsa um neitt ákveðið heldur lifði eg í því liðna og því ókomna, sem í eðli sínu er eitt og hið sama. Og nú hefi eg hugsað mér að segja yður; The MARLBOROUGH Hotel Sími: 96 411 Smith og Ellice Bezta gistihúsið. f miðhluta borgarinnar. ÓSKAR ÖLLUM LESENDUM HEIMSKRINGLU, OG ISLENDINGUM NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS Sími 86 311 Home og Wellington, Wpg. Óskar öllum hinum mörgu viðskiftavinum sinum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NVÁRS Munið eftir að Rumfords er bezta þvottahúsið í bæn- um og ódýrasta, þegar að öllu er gáð. G. L. STEPHENSON PLUMBER Sími: 87 176 676 Home St. og Sargent óskar öllum íslendingum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS OG HAGSÆLS ÁRS G. L. Stephenson já —” og hann brosti eins á-' nægjulega og mildi lega eins og hann væri að rétta barni leik- fang að gjöf. — “Þér sýnist að vera nokkuð forvitinn um hvað aðrir eru að hugsa. — Þér hafið ætíð sýnt mér meiri góð- vild en eg hefi átt að venjast I hjá flestum öðrum, svo ef yður er nokkurt áhugamál, að fá að vita, hvað skeði á undan fund- ! inum á krossgötunum, þá er það velkomið, að eg segi yður það.” Höfðuð þér þá séð hann áð- ur?’’ spurði kandídatinn. “Nei, en eg var búinn að sjá annað, sem eg skildi síðar, og það var ástæðan fyrir því, að eg lét hann fara í friði og gerði honum ekkert mein. Sú hugsun var horfin mér úr huga, að við gætum ekki mætt hvor öðrum, og haldið áfram að lifa hér í heimi. — Sú breyt- ing á hugsun minni hafði farið fram, án þess eg vissi af því. Þessi fundur á krossgötunum var staðfesting á því.” “Hvað hafði þá komið fyr- ir?” spurði kandídatinn. “Já —- hvað hafði komið íjt- ir?’ endurtók Holgeir. “Það sem skeð hafði, er það sem eg nú ætla að segja þér, hvort heldur það var nokkuð eða ekki neitt. — Sýn, draumur eða meiri raunveruleiki en það, sem við eigum kost á að sjá.” Hann horfði á kandídatinn eins og hann væri að leita eftir að haga svo frásögn sinni, sem bezt ætti við móttökuhæfileika hans og skilning. “Já, það hefir líklega verið draumur,” sagði hann. “Látum okkur segja að það hafi verið draumur. En fyrst og fremst dreymdi mig að eg var vak- andi. Mig dreymdi að eg vakn- aði og settist upp í rúminu mínu, og var að opna augun til að sjá í kringum mig. Þá varð eg þess var, að eg hafði alt af verið blindur, en nú mundi eg fá sjónina. Eg opnaði augun og sá inn í himininn. Þar sá eg þá sem unnast höfðu lifa saman í hinni fylstu sælu; þar var enginn misskilningur og enginn möguleiki til ósam- komulags, og lífið var stöðug sameining í elsku og vaxandi löngun til að veita hver öðrum meiri þjónustu. Mér hitnaði um hjartaræturnar við þessa sýn og sagði: “Þetta er sannarlegt ham- ingjunnar land,” og hugur minn fyltist angurblíðri kend, því eg hafði aldrei vitað hvað ham- ingja er. Og mér fanst eg vera að leita þess, hvar mína hamingju væri að finna, og eg spurði: “Hvar er guð?” Hann var ekki í þessum hamingjunnar himni. Mér fanst án hans nær- veru gæti ekki vaknað þakk- lætiskend í hjarta mínu, yfir þessari miklu hamingju, sem eg sá. Því næst hvarf mér sjónin aftur og aftur opnuðust augu mín, og þá sá eg inn í þann himinn, þar sem þeir eru, sem tilbiðja guð. Þeir voru umvafðir qiiskunnsemi og hjörtu þeirra slóu í kærleiksríku samræmi. Eg hugsaði: Þetat er sjálf sálu- hjálpin. En hvar er guð? — Hann var ekki í þessum sæl- unnar himni. Þar gátu ekki ver- ið aðrir en þeir sjálfir, því þeir tilbáðu guð fyrir sjálfa sig, þeir báðu um meiri náð. Og ennþá varð eg blindur og enn þurftu augu mín að opnast. Þá sá eg inn í þann himinn, þar sem þeir eru, sem eru að rannsaka lífið, til þess að geta gert grein fyrir, hver sé orsök þess, hvað það er- og hvað sé takmark þess. þar sátu menn, sem vissu alt, sem eg fæ aldrei að vita, og mig langar ekkert til að vita. Fyrir framan livern þeirra var lifandi jaröhnöttur, sem hreyfð- ist, og lífið varð til og þrosk. aðist fyrir augum þeirra, og þeir fylgdu svo nákvæmlega að engin lífseind slapp fram hjá rannsókn þeirra. Það var svo mikil kyrð í þessum himni, að hugsanir þeirra hefðu verið heyr anlegar, þeim sem gátu skilið þær. Fyrir framan hvern þessara jarðhnatta, var lítil gullin sól líkt og spegill, en úr lifandi gulli sem þó ekki endurspeglaði mynd þess sem horfði á það, heldur sýndi takmarkalaust djúp geisl- andi fegurðar. Eg sá eitt mannsandlit líða fyrir eina þessara gullnu sólna, og sá, sem sat fyrir framan hana, stóð á fætur, og eg vissi, að kona hans, sem var á jörð- inni, var dáin. Eg sá hann ganga á móti henni, og eg sá hana koma. Eg sá hann taka í hönd henn- ar og leiða hana inn í þenna himinn, þar sem hans hjarta var. Eg vissi að þetta var ekki hennar himinn, en hann varð hennar vegna þess, að hann var hans. Og eg hugsaði: “Slík- ur er máttur kærleikans.” Og ennþá spurði eg: “Hvar er guð?’’ Guð er ekki í þessum himni þar sem mennirnir lærðu að skilja alt — nema hann. Og enn var sem eg væri blind ur og augu mín opnuðust, og eg sá inn í þann himinn, þar sem þeir eru, sem tilbiðja guð hans vegna. Eg get ekki sagt hvað eg sá, því alt sem eg sá, varð stærra og stærra. Alt var ein geisla- dýrð, og geislarnir ljómuðu svo dýrðlega, að alt annað varð dauft: og hið stóra óx, eins og það hefði áður verið lítið, og sælan varð svo fullkomin, að alt annað varð sem skuggi. Þetta var ljóminn. Þetta var sjálf dýrðin. Öll fegurð og ljómi, sem við sjáum á jörðinni, er endurskin þaðan. Ljómi morgunsólarinn- og dýrð kvöldsólarinnar, lífið sjálft fær þaðan sína tilveru — sitt líf. Án þess væru allir hlut- ir dimmir, og ekkert hefði sinn rétta lit. Já, það var eitthvað þessu líkt —” Hann þagnaði og horfði í gaupnir sér. Augu hans ljóm- uðu, eins og þessi sýn, sem hann hafði verið að tala um, stæði enn óbreytt fyrir augum hans. Hrifningarglampinn, sem var í augum hans, breyttist nú í djúpa ró, sem var eins og kyrð dauðans. Það var lífið og dauð- inn sameinað. Það var eins og þessi ósamrýmanlegu mögn hefðu samlagað sig því þriðja, sem var máttugra en hin bæði. Kandídatinn fann eins og und arlega kend, sem þrengdi sér gegnum liuga hans og líkama. Það var einhverskonar sam- bland af hrolli og lotningu. — Holgeir tók aftur til máls og sagði: “Það var svo margbreytt — svo fjarskaleg margbreytni — en eitt var þó sameiginlegt: Alt sýndist stöðugt vera að lyftast upp í hinn óendanlega léttleika sem engin takmörk hefir. En það undarlega var, að þessi ei- lífa upplyfting, var sem þung byrði, en þrátt fyrir það fann eg ekki til þreytu. Eg horfði inn í helgidóminn. Eg varð einskis var og sá ekk- ert sem augu mín gætu greint, og meðan eg horfði og undrað- ist, heyrði eg einhverskonar raust, en ekki utanaðkomandi, sem sagði: “Að hverju leitar þú í guðs liátignar himni?” Eg svaraði — en ekki með orðum: — “Eg er að að leita að guði.’ Röddin svaraði: “Þetta er guðs dýrð. En eg spurði aftur: “Hvar er guð?” “Þú sem þorir að spyrja slíkr ar spurningar, ljúk þú upp aug- um þínum og sjáðu!” Og á sama augnabliki livarf mér þessi dýrðjega sýn. Hún varð eins og að baki mér og hvarf. Framundan mér var eitthvað — hvað á að kalla það? Hið auða og tóma rúm. Það vakti enga ánægju né gleðikend í huga mínum. Eg gat ekkert séð. Það var sjálft tilveruleys- ið. Eg get ekki kallað það neinu nafni. Hvaða nafn sem eg gæfi því, táknaði of mikið. Það er ekkert nafn nógu smátt fyrir það. Þar var ekkert sem maður gæti hugsað sér að leggja hönd á og nefna einhverju nafni, og tileinka sér. Ómótstæðileg löngun knúði mig áfram, í von um að verða einshvers vísari, og þrátt fyrir það þó eg heyrði ekkert hljóð, og sæi ekkert, sem að neinu leyti vísaði til vegar, þá vissi eg þó að þangað vildi eg komast, — því að þar inni, í hinni ó- hugsanlegu óskapnaðarauðn — var guð. — Við þessa sýn greip mig af- skapleg hræðsla. Skelfingin helt ist yfir mig eins og regn, sem þrýstist inn í líkama minn, eins og logandi eldur, sem brendi og eyddi öllu, sem eg gat kall- að að vera “eg sjálfur”. — Eg borði ekki að fara inn í þetta auða rúm, — eg þorði ekki að hætta að vera eg sjálfur. Það er: eg þorði ekki að hætta að lifa. En svo sá eg aftur-þetta rúm, sem var svo óhugsanlega stórt, og svo óhugsanlega lítið, að ekkert gat verið í því nema guð, og löngunin knúði mig á- fram, meðan eg var að hugsa: “Þegar þú hættir að vera, ert þú þá guði nær, en meðan þú dvelur hér og ert þú sjálfur?” — Og eg dó eins konar dauða, sem líktist líkamans dauða, — eða martröð eða ró- legum svefni.” Augu hans lukust aftur og hann leit út eins og liðið lík. Kandídatinn sat hugsi og horfði á Holgeir. Yfir andlit hvorki líktist lífi eða dauða. Hann var í efa um hvort hann ætti að ávarpa hann eða ekki. Honum fanst eins og hann mætti ekki vekja hann af þeim hans breiddist djúp rósemi, er Þér sem notið T I M B U R KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, B:;nk of Humilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA sæludraumi, sem hann virtist vera í. En hann langaði til að fá að heyra meira. Hann varð því að rjúfa þessa dauðaþögn, og hann spurði: “Svo þú sást mismunandi himna — sem svöruðu til hinna mismunandi lyndis einkenna mannanna?’ Holgeir leit upp, og hann svaraði með jafn mildri og fag- urri rödd sem áður: “Það er ekki fyrir mig að gefa neinar skýringar á því,” sagði hann. “Eg sá svo margt sem eg get ekki útlistað fyrir öðrum. En það sem þér voruð að spyrja um, er rétt. Eg sá þá koma upp frá því, er við köll- um dauðann ,og eg sá þá stíga upp gegnum himnana af sjálfs- dáðum, þar til að þeir stönz- uðu, er þeir gátu ekki stígið hærra. Þetta skeði af sjálfu sér eða eftir einhverju náttúrulög- máli, sem eg þekki ekki. Þér skiljið bezt hvað eg á við, ef þér hugsið yður gasbelg (bal- loon). Þegar loftið innan í belgn um og loftið fyrir utan hann hafa sömu þyngd, þá lyftist hann ekki hærra, en helzt í jafn vægi þar sem hann er kominn.’ HYtl. á /. hls. GREETINGS f 5 g from 3 2 H. P. Albert Hermanson 3 e § District Manager 6 % . s | Swedish American Line | Winnipei; — Manitoba %<i&*&<i&<saKusn&\.&‘iaít!ÆZ£H,<sna \ Which Flapjack? .. . At Birks, Mis8 “Up-to-the-Minute” will fiud this ne west of all compac ts in all its enticing varia tions i . . In Black, in White, in Red or Brown or Copper —round, square or odd shapcd. With rouge or lip stick or just loose powder. All with characteristic large mirror . . . *all with covered powder com- partments to keep powder tidy. The cost? . . two dollars and upwards. BIKE3 • Diamond Merchants for three fienerattons Goodman’s Service Station SÍMI: 92 355 FORT og GRAHAM Bílastöðin góðkunna í miðbænum Óskar öllum íslendingum nær og fjær Gleðilegra Jóla og hagsældar á hinu Nýja Ári Goodman's Service Station

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.