Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 1
ÍThat your Christmas be a| íjoyous one is the sincere wishi^ of Pe*»iKs I 5 Cleaners ¥ Dyers ¥ Furriers s Have your Clothes Dry Cleaned now, before Xmas. Call 37 266 PertJís s XLVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 21. DES. 1932 NÚMER 12 Ur bréfi fangans Á MÁNUDAG. Aftakan. ‘Sad Doom’’. Svar til þín eg set í brag; syng eg þér mitt harmalag: Mig á að hengja á mánudag. Sunnudags þá sólin rís samt er mér enn gleði vís: Part eg fæ af paradís. Líf mitt, þó eg láti í ól, lít eg drottins náðarsól, fæ þar betri og fegri jól. LÍFLÁTSDÓMAR. Við hötum það, að hengja menn. Og höldum því samt við. l?ví menning vor er ekki enn á æðra komin svið. Við látum þá lífinu tapa. í>eir brotið hafa boðorð lífs. Um bót er lítil von. Og enginn veit um öldur kífs, hver á hinn dæmda son. En hann er þó sem barn og okkar bróðir. Og aftakan — það augnablik, er allra þjóða tjón. Um aldir mikið ólánsstryk og ein hin versta sjón: Yð lögum murka líf úr hinum seka. Við hræðumst öll það hrikaverk og hreyfum þó ei hönd, Því lögin eru löng og sterk og landsmál okkar vönd. Við teljum öll: Það verði svo að vera. DÓMSINS FINGRAFÖR. Að drottinn hafi dáið fyrir oss, er draumsjón helg. Og þó svo vönd að skilja. Og vér sem fjösum mest um kvöl og kross, vér kunnum ei að fylgja hans dæmi og vilja. Vér höfnum því, að hann sé okkar líf, og hann sé okkar bezta leiðarstjarna. Því annars mundi kulda og tímans kíf, ná kærleiks mót, á vegi foldar barna. Sú kærleiksmynd, sem kenning hans er háð, hún kennir öllum lífsins ráð að vanda, og vekur hjá oss hreinan dug og dáð, og dýrðarsjón til fegri og betri landa. Og þó varð eitt um afdrif hans og kjör, að öldum sárnar þvílík harmasaga. Og þó má enn sjá dómsins fingraför og formið alt, í skýring vorra laga. Jón Kernested. SKULDAMÁL. Evrópu og Bandaríkjanna. Um mál þessi hefir staðið tals ▼erður styr undanfarið. Eins og kunugt er féll nokkuð af skuldum Evrópuþjóðanna í gjald daga 15. desember s. 1. Vildu Evrópuþjóðirnar fá að minsta kosti gjaldfrest á þeim. ef ekki algerða uppgjöf, en Bandaríkja- stjórnin var ekki neitt hrifin af því, sem ekki var von. Það eru fæstir hrifnir af því að lána fé og fá það ekki goldið aftur. Um skuldir þessar er vanalega tal- að sem stríðsskuldir, en sann- leikuriiín er sá, að það eru ekki stríðsskuldir, heldur lán, sem veitt hafa verið að mestu ef ekki öllu leyti síðan Í918, með það eitt fyrir augum að vernda Ev- rópuþjóðirnar frá gjaldþroti, og gefa þeim kost á að rfsa úr öskudyngjunni, sem þær láu í eftir stríðið. Af þessum skuldum féllu nú 15. desember s .1. $124,934,421 í gjalddaga. Ellefu Evrópuþjóð- ir skulduðu þetta. Var skuld hverrar um sig, að samanlögð- um höfuðstól og vöxtum, er hér segir: Bretland Frakkland Pólland Belgía Norður-Slóvakía ítalía Eistland Finnland Latvía Lithuania Ungverjaland $95,550.000 19,261,432 4,327.980 2,125.000 1,500,000 1,245,437 356.370 18Ó.9S5 148,852 92,386 40.700 Heíinökríngla óskar lesendum sínum og öll- um Islendingum fjær og nær, af alhug gleðilegra jóla. Sex af þessum þjóðum bofo nú greitt skuldir sínar. Munu það vera til samans um $98,- 722,910. Og þessar þjóðir eru: Bretland, Slóvakía, Finnland, ítalía, Latvía og Lithuania. — En þær þjóðir, sem neita að greiða skuldir sfnar, eða hafa að minsta kosti ekki gert það enn, eru Frakkland, Ungverja- land, Belgía, Pólland og Eist land. Alls nemur skuld þeirra $26,211,511. Höfuðstóll þessarar skuldar er f raun og veru miklu minni en áfallnir vextir. T. d. er tveir þriðju af skuld Breta óeroldnir vextir. Og öll skuld Frakklands, Belgíu, ítalíu og Lithuaniu eru ógoldnir vextir, en ekki höfuð- stóll. Þegar Bretar komust að raun um, að Bandaríkjastjórninni var ekki gefið um að veit.a frest á greiðslu þessarar skuldar, létu þeir það strax gott heita, en fóru þó fram á að þessi síðasta borgun yrði til greina tekin. einhverjir samningar yrð” ar gerðir um greiðslu á skuldun- um. En fundur um það mun verða haldinn á þessum vetri á Englandi að líkindum. Höfðu Bretar þau orð að sjálfsagt væri að greiða skuldir sínar meðan hægt væri, en Bandan'kjastjórn- in tilkynti að frest veitti hún ekki á skuldinni er í gjalddaf'a féll 1. desember. Með Frakka var aftur öðru máli að gegna. Þeir eða þingið neitaði að greiða skuld sína, oe hafði það þær afleiðingar, að Tleniotstjómin varð að segja af sér. Að svo fór, er þó álitið ldaufaskap Herriots sjálfs að kenna. Hann heldur fyrst fram í þinginu stefnu Frakka, og Breta að nokkm leyti, í skulda- málum og sýnir fram á að ráðið til þess að fá Hoover til að gera nýja samninea, um skuldirnar, sé að fresta þessari greiðslu. Að þvf búnu snýr hann við blaðinu og telur FrakklonH verða að standa við samninga sína ,hvað sem það kocti Fn þá voru þingmenn orðnir svo æstir á móti Bandaríkjastjórn- inni, að þeim kom ekki til hue- ar að sinna neinni skyldukvöð, er Herriot kvað á þeim hvíla, og skáru því þannig úr máli á mótf honum, að greiða pVv-- skuldina, sem í gjalddaea féll 15. desember. Sfðan að stjórain f411 befir auðvitað alt snúist um bað. að mynda nýja stjóra, en skulda- málin hafa legið í láginni. Ef þessi synjun Frakka að greiða skuld sína, hefði nú hina minstu vitund stuðst við getuleysi þeirra að borga, hefði hún haft afar víðtæk oe ill á- hrif á gengi, hlutabréf, eignamarkað, og öll viðskifti heimsins. En raunin hefir orðif? sú, að engin truflun hefir á þeim orðið þrátt fyrir gerðir Frakka. Sýnir það Ijóst, að þeir geta greitt skuldina, enda er land nú með bezt stæðu lönd- um heimsins. Joseph Paul-Boncour, sem nú hefir tekið að sér stjórnarfor- mensku, lætur auðvitað ekkert fyrst um sinn uppi um þetta vdðkvæma skuldamál. En sitt af liverju bendir á, að Frakkar muni, er frá líður, greiða skuld sína. Hefir svo mikið hesrrst, bæði á forseta Frakklands og stjórnarformanninum nýskipaða að Frakkland geti ekki nafns síns vegna gengið á gerða samn j inga í þessu skuldamáli fremur J en öðrum málum. KERR SEGIR FRÁ NOTKUN HÁSKÓLAFJÁRINS. James Kerr, aðstoðar bók- haldari Machray and Sharpe fé- lagsins, var yfirheyrður af rann 6Óknarnefndinni í háskólamál- inu s. 1. föstudag. Um leið og yfirheyrslan byrjaði, hvort ó- umflýjanlegt væri að hann svaraði hverri einustu spum- ingu. Kvað Turgeon dómari formaóur i'annsóknaraefndar- innar svo vera. Fór Mr. Kerr þá fram á, að sér væri full vernd veitt af dómstólunum. Var eng- in fyrirstaða á því af hálfu rannsóknamefndarinnar. Þá skýrði Mr. Kerr frá þvf, að í apríl 1924 hefði verið um $500,000 sjóðþurð að ræða hjá Machray and Sharpe félaginu. Um það hefði aðal bókhaldari, Mr. Shanks, vitað. Einnig Mr. Machray og Mr. Fred J. Sharpe, félagi Machray’s. Til þess að jafna þenna halla, hefði verið gripið til háskólafjárins og ann- ars fjár, er félagið geymdi fyrír kirkjur og St. John skólann. — Bankarnir kröfðust auðvitað, að skuldin á reikningi félags- ins hjá sér yrði greidd, og það var ekki með öðru móti hægt en að selja verðbréf háskólans og verðbréf annara stofnana f vörzlum félagsins. Viðskifti Machray and Sharpe félagsins voru mikil á þessum árum. Kvað Mr. Kerr félagið hafa tekið inn á einum mánuði (desember) frá $300,000 til $400,000. Tekjur þessar voru vextir og höfuðstóll af lánum. Þá var Mr. Kerr spurður um; hvernig hann hefði komist að þessu. Kvað hann þá sögu til þess vera, að hann hefði um tíma árið 1924 orðið að hafa með liöndum störf aðal-bókhald ara, Mr. Shanks. Hann hefði þreyttur verið og orðið að taka sér hvíld frá störfum, vegna vanheilsu. Fór hann þá vestur að hafi og var í burtu rúma 2 mánuöi. En tveimur dögum áð- ur en Mr. Shanks tók sér hvíld- ina, sagði hann Mr. Kerr frá hvernig sakir stæðu fyrir félag- inu. ' Kvaðst han nsjálfur og hafa komist að raun um þetta, þegar bankinn átti orðið erind- ið við sig um skuldagreiðslu fé- lagsins. Sagðist hann oft sinn- is hafa orðið að láta segja er- indrekum bankans, að hann væri ekki á skrifstofunni, til þess að losna við að lenda í höndúnum á þeim. ; Þegár Mr. Kerr var spurður, hvers vegna hann hefði ekki sagt stöðu sinni lausri frá svona starfi, kvað hann sér það oft í hug hafa komið, en hann hefði liaft fyrir fjölskyldu að sjá og ekki átt vísa vinnu annarstaðar. Sér- hefðu verið greiddir $200 á mánuði í laun, með loforði um launahækkun síðar. Auk þess hefði Machray sagt sér, að ðllu væri óhætt; því félagið ætti eignir er næmu $1,500,000. Og ráð yr$u fundin til þess að vinna upp þenna halla, er Mr. Shanks kæmi til baka. Þá yrðu reikningar allir gerðir upp til fullnustu og jafnaðir. En var þessi virðing á eign- um félagsins ekki of há að yð- ar áliti? spurði rannsóknar- nefndin. Svaraði Mr. Kerr því á þá leið, að sín skoðun væri, að hún hefði þá verið mjög nærri sanni. En aldrei hefði þó orðið af því, að neinn reikningajöfn- uður væri gerður, og kröfum bankans hefði Machray orðið við með þrí, sýknt og heilaet í ein sex ár, eða fram að árinu 1930, að selja verðbréf háskól- ans og annara stofnana. Mr. F. J. Sharpe, félagi Mr. Machray, var yfirheyrður í eina fjóra eða fimm daga s.l. viku. Hefir ekkert á þeirri yfirheyrslu verið að græða. Mr. Sharpe hef- ir alla jafna tjáð, að hann hafi ekki fylgst svo með fjármálum félagsins, að hann hafi vitað hvernig hagur þess stóð. En til þess að kynna sér það, hefir hann beðið um frest á yfir- heyrslu þar til eftir áramót. Var sumum í rannsóknarnefndinni óljúft að veita þann frest. — Virtist þeim að Mr. Sharpe hefði þegar haft nægan undirbúnings tíma til þess að kynna sér fjár- mál félags síns. En frestur þessi hefir þó verið veittur. Við yfirheyrslu Mr. Sharpe, kom það í ljós, að fjárupphæðir höfðu árlega verið fluttar úr vaxtareikningi — investment funds — til lögfræðisdeildar fé- lagsins. Nam það frá $10,000 til $13,000 á ári. Fé þessu var skift milli eigenda. í þessa lögfræðis- deild lítur út fyrir að fé þetta hafi verið . greitt, hvort sem veltureikningurinn sýndi hag eða ekki. En á 10 árum hefir sannast að Sharpe hafi einsam- all á þenna hátt skamtað sér $80,927, fram yfir það, sem tal- in voru regluleg laun hans. Yfirheyrsla þessa máls held- ur áfram upp úr áramótunum, enda þótt hún háfi nú þegar staðið yfir ærinn tíma. Er ekki óeðlilegt, þóitt ýmsir séu farnir að fleyja því; að hún muni kosta fylkið um það er lýkur, annað eins og háskólatapið nam. En hvað munar Manitoba búa um það í þessu góðæri? GOÐMANN. AMY JOHNSON Flugkonan djarfa, Amy John- son? kom til London um hele- ina úr flugferðalaginu frá Cape- town í Suður-Afríku. Er vega- lengdin um 6200 mflur. Fiau" Amy hana á 7 dögum og 7 klukkustundum. Eins osr kurtn- ugt er, flaug hún leið þessa suður á 4 dögum, 6 klst. og 55 mín. Var hugmynd hennar að fljúga til baka á skemri tíma, en vegna illviðra tókst það ekki En heilu og höldu komst hún alla leið heim. Var við lendinguna fagnað með kost um og kynjum á Englandi. Og eitt af því fyrsta, sem hún lét uppi við fréttaritara, var að sig langaði, svona þegar hún væri búin að sofa úr sér þreytuna, að reyna flugið vestur yfir At- lantshaf. Það þótti dirfska, er hún lagði um hæl upp í þetta flug Setjaast hann kunni að söngkoforte, sem hinn pólski Paderewski, Greiða kjóllöfin, gullinkömbum, frá sitjanda, er settist niður. Hann sínu hári haga kunni eins og skýi fyrir andlits tjungli, meðan aðrir á öndu stóðu algapandi af eftirvænting. Hann kunni að halda, of hljóðum nótum, loftklippum liðugra, langra fingra, hrífa ósæis ægi-geislum lista óljóss, áhorfendur. Hann kunni að láta — af hreinni Iist — í veðri vaxa að hann vissi mikið, Kynni svo margt að í myrkri væri, hverju á hann ætjti að byrja. ; i Standa hann kunni upp frá strengkoforte sem hinn rússneski Rachmaninoff. Engir voru hang áheyrendur, því lag að leika lærði hann aldrei. Hugðu menn hann svo hátt fyrir ofan alla aðra, ei yTði heyrður, líkt sem hann væri leðurblaka með hljóð svo há að þau heyrðust eigi. Sá hefir mestar sæmdir unnið, æðstum orðstír fyrir íþrótt sína, mesta aðdáun allra hlotið Víkinga, Vinda og Vestur-Gauta. Sá hefir farið með fylstan kvið frá veizluborðum í Vesturhópi, hæstum lofköstum hlaðinn verið, hyltur lárviðar- laufa kóngur. — En þú hinn þjálfaði þagnarrofi marar þjóðgleymdur við þraut og örbirgð, deyr án syrgjenda, og síðan hrapar, að öllu búnu, um eilífð niður. Gutt. J. Guttormssor frá Capetown norður, eftir flug ið frá Englandi suður. En vil það á auðsjáanlega ekki al sitja. Taugar hennar virðas ekki mikið hafa slaknað vil áreynsluna af þessum tveimu flug-hreystiverkum sínum. Guðlaugur ólafsson, að Gimll Man., lézt s. 1. fimtudag. Hann átti um langt skeið heima f Winnipeg, en var á ellihælinu á Gimli er hann lézt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.