Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.12.1932, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. DES. 1932 Hcimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 ____ VerS blaSsins er $3.00 árgangurinn borglat fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg' Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 21. DES. 1932 KIRKJURÆÐUR OG MENTUN. Það verður tæplega sagt, að kirkjur hafi á öllum tímum verið sóttar með mik- illi von um að fræðast í verulegum skiln- ingi af ræðum prestanna. Snoturlega fram settar skýringar, sem sjaldnast hafa þó verið nýjar, nema ef til vill að ein- hverju leyti að orðabúningi, á efnum biblíunnar, hefir löngum verið það eina, sem menn hafa vænst eftir í stólræðum. Hefir það sízt orðið til þess að laða menn að kirkjunni, eða komið mönnum til að h'ta á hana sem sérstakt andlegt leið- arljós. Á þessu getur verið einhver breyting orðin. En hræddir erum vér um, að víða klingi enn hið sama við. Annars getur og naumast verið að vænta, þar sem kredd- um er enn oft gert hærra undir höfði en því, sem frjálslegast, djarfast og dýpst er hugsað af síðari tíma mönnum. í þessu efni hefir oss virzt Únítarakirkj an vera ólík og langt á undan öðrum kirkjudeildum. í fáum eða engum kirkj- um hefir almennri fræðslu verið haldið eins á lofti og þar. Á þetta er með mörgum dæmum hægt að benda. Að þessu sinni skal þó hvorki lengra né skemra farið, máli voru til sönnunar, en að vísa til síðustu ræðanna, sem fluttar hafa verið í kirkju Sambands- safnaðar í Winnipeg, af séra Ragnari E. Kvaran. Er þó síður en svo, að ræðum annara Únítarapresta sé með því gleymt, heldur eru aðeins dæmin tekin, sem næst eru og nýjust. Síðastliðinn sunnudag flutti séra R. E. Kvaran ræðu um norska skáldjöfurinn Henrik Ibsen og skáldverk hans. Að krifja stefnu slíkra stórmenna til mergjar af ritum þeirra, er ekki heiglum hent. En fátt gefst fróðlegra á að hlýða, og hugs- unum manna nær, þegar af skarpskygni og bókmentalegri þekkingu er með það farið, eins og oss er óhætt að segja, að enginn, er viðstaddur var, hafi efast um að gert var f þetta sinn. Sunnudaginn þar áður, var í sömu kirkju flúítt erindi um Björnstjerne Bjöm- son, annað andlegt stórmenni Norð- manna. Er Heimskringla svo lánsöm að hafa hlotið leyfi tii að birta það. Erum vér þess vissir að lesendum muni það að skapi. Að öðru leyti viljum vér vekja at- hygli manna á því, er þess eiga kost og áður er ekki kunnugt um það, að það er “andleg uppbygging’’ í að hlusta á slíkar kirkjuræður, og að þar geta menn átt von á, að á málum sé haldið^ eins og nútíð- arþekkingin gerir kröfur til. BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. 1832 — 1932 Flutt í Sambandskirkju í Winnipeg 11. des. 1932 af séra Ragnari E. Kvaran. Síðastliðinn sunnudag talaði eg hér á þessum stað um einn af hinum fornu spámönnum Gamla testamentisins, eða öllu heldur um hugsanir, sem settar hafa verið í æfintýralegan búning og tengdar hafa verið við nafn manns, er síðan hef- ir verið nefndur einn af stærri spámönn- um þessara fornu tíma. En eg 'gat þess við lok máls míns, að mig langaði til þess að beina athyglinni í dag að öðrum manni, sem oss stæði afar mikið nær, bæði í tíma og rúmi og að hugsunar- hætti. Eg á við norska skáldið og af- burðamanninn Björnstjerne Björnson. — Hundrað ára minning fæðingar hans er nú hátíðleg haldin þessa dagana um öll þau lönd, er norrænir menn byggja. Og í öllum skilningi á sá maður heima í þeim flokki manna, sem nefndir hafa verið spámenn veraldarinnar. Hann flutti þjóð sinni boðskap, hann brá birtu skiln- ings og speki og samúðar yfir lífið, svo að samtíðarmenn hans sáu lengra og fundu dýpra og á annan hátt til fyrir þá sök, að hann hafði verið til. Hann túlk- aði fyrir þjóð sinni það, sem hann sá guðlegast og elskulegast í lífinu, og slíkir menn eiga það framar öllum skilið að bera hið veglega nafn: spámenn drott- ins. Flest af oss erum á þeim aldrei, að oss rekur minni til þeirra atburða, er Noregur varð sjálfstætt ríki, eftir margra alda áþján og erlenda yfirdrotnun. Ef til vill eru fáir atburðir eins einkennilegir í stjórnmálasögu síðari áratuga. Noreg- ur var lítið land, mannfátt og ómáttugt. En með vaxandi mætti og þroska var svo komið 1905, að þjóðin neitaði með öllu að sætta sig við að vera nokkurum und- irgefin. Hún laut yfirráðum Svíakonungs, en Svíar voru miklu sterkari þjóð. Þeir höfðu hérafla til þess að grípa tn * þeirri stundu, er þeir vildu. Stórþjóðir Norðurálfunnar höfðu mikið meira við þá að virða heldur en Norðmenn, þ. e. þeir höfðu mikið meiri pólitískar og hag- fræðilegar ástæður til þess að fara að þeirra vilja en Norðmanna, og það er hins vegar alkunnugt, að engri smáþjóð helst neitt uppi, sem stórþjóðirnar eru sammála um að leyfa ekki. Samt gerð- ust hér tvö atriði, sem voru hvort öðru markverðara. Annað var það, að Svíar réðu ekki með herafla á þjóðina, sem gert hafði uppreist á móti þeim. Hitt var, að stórþjóðirnar veittu smáþjóð stuðning á móti stærri þjóð, þvert ofan í það, sem vænta hefði mátt. Fyrir báð- um þessum atriðum var sama orsökin. Á mannsaldrinum næsta á undan höfðu Norðmenn alið með sér nokkra afburða- menn, sem gervallur mentaður heimur leit með lotningu til. Ibsen og Björnson vörpuðu slíkum ljóma á land sitt með ritverkum sínum og Grieg tendraði svo undursamlegar kendir í brjósti manna með hörpu sinni, að menn fundu ósjálf- rátt, að það væri glæpur við mannkyn- ið ef þjóð, sem slíkar sálir hefði alið, fengi ekki að njóta sín og ná eðlilegum þroska, sem frelsið eitt getur gefið. Þetta er eitt af þeim örfáu tilfellum úr stjórn- málasögu heimsins, þar sem andinn hef- ir verið meira metinn en ytri aðstæður. Þessir þremenningar kúguðu heiminn til þess að viðurkenna verðmæti hins and- lega lífs. Því að það er sameiginlegt mál allra, sem verulegan kunnugleika hafa til að bera, að ef frægð þessara afburða- manna hefði ekki verið til að dreifa, þá hefðu flestir látið sig litlu skifta hvernig leikar hefðu farið með þessum tveimur smáþjóðum, á því annesi Evrópu, sem nefnd eru Norðurlönd. Og við minninguna um einn þessara manna dvelur hugur vor í dag. Eg hefi eitt sinn gert tilraun til þess hér á þess- um stað, að draga fram það, sem mér finst oss, sem kristna menn, varða ef til vill mest um í skoðunum og boðskap Ib- sens. Nokkur ár eru um liðin síðan sú tilraun var gerð, og væntanlega er hún flestum mönnum úr minni liðin, sem þá hlýddu á. En svo furðulegur og merkur og djúpur maður, sem Ibsen var, þá væri ef til vill enn meiri þörf á því fyrir nútímann, að kynna sér Björnson að nýju. Ibsen var skáld vandlætingarinn- ar, skáld hreinskilninnar,, hinn skygni sjáandi inn í leynikima mannshjart- ans. Björnson var skáld hrifningarinnar, bjartsýninnar, samúðarinnar, hinnar fagn andi, elskulegu lífsnautnar. Kraftur hans og kyngi var svo magnmikil, að hann kipti þjóð sinni með átaki eins mannsald- urs upp úr drunga, trúleysi á sjálfa sig og andlegum vanmætti, upp í það að vera kraftmikil, djörf og hugsandi þjóð. Ef til vill vanhagar nú ekki um önnur efni meira, en slíka spámenn í þoku- dimmu nútímans — menn, sem að nýju gætu gefið þjóðunum hvöt til lífsins og trú á lífið. En til þess að slíkt mætti verða, þá yrðu þessir menn að hafa til að bera tvö af einkennum Björnsons, sem því miður tiltölulega sjaldan fara saman. En sum- um virðist sem þessi einkenni séu jafnvel falin í sjálfu nafni Björnstjerne Björn- sons. Ágætur íslenzkur rithöfundur sagði meðal annars þetta um hann í göf- ugri ritgerð í tilefni af andláti skálds- ins: “Það er eins og herlúður gjalli í heiti hans. Og höfðingjasnið var á honum hvar sem hann fór, höfðingjasnið víkingaald- arinnar. Hann var að fornum sið höfð- ingi og skáld í senn, eins og Egill Skalla- grímsson, herðabreiður og saman rek- inn, hávaðasamur og óvæginn, er því var að skifta. “Sterkur eins og rándýrið, sem tvínefnt er í heiti hans, stígur hann fram í endurminningunni, höfuðmikill, einbeitt- ur á svip og fráneygur.’’ Svo kveður Georg Brandes að orði. En heiti hans fel- ur annað og meira í sér en þetta. Hann er einnig kendur til “stjörnunnar”, og að maklegleikum, því hann beitir jafnan styrk sínum í þjónustu háleitra hugsjóna. Þetta kynlega nafn, sem ærið mundi at- hlátursefni, ef óvalinn maður bæri, ber hann með rentu, því að það er eins og sýnilegt tákn af eðli hans. Honum hlær hugur við hættum og aflrauiium, og þótti eigi smámennum hent að leggjast und- ir hramma hans, en hjartað leitar jafn- an upp á við, hærra og hærra. Styrkurinn einn sér þykir ærinn kostur, en styrkur- inn í þjónustu himinborinna hugsjóna er töfraafl, sem alt verður að lúta. Það er segulaflið, sem dró þúsundir manna að fótskör hans. Hann fullnægði í bókstaf- legum skilningi kröfu Emersons, spek- ingsins nafntogaða, er hrópaði í sífellu til landa sinna: “Beittu stjörnu fyrir vagninn þinn!” Hér er vafalaust rétt með farið. Aflið og hugsjónirnar eru hans höfuð einkenni. En hugsjónir geta verið göfugar, og þó með mjög margvíslegu móti. Þær geta verið háfleygar og sterkar, en þó kaldar að eðli. Hugsjónir Björnstjerne Björnsons eru fyrst og fremst vermdar af samúð. Og hér vildi eg biðja menn að falla ekki um orðið samúð. Samúð er ekki sama sem gæði. Úð er hugur, og samúð er hug- ur, sem finnur til eins og annar hugur gerir. Samúðin er skilningur tilfinning- anna fyrst og fremst. Nú hefir það ver- ið sagt um Bjömson, að hann hafi altaf ort um sjálfan sig. Þetta er alveg rétt. Hann er í hverri persónu, sem hann lýs- ir. Hann er Árni, hið dreymandi skáld, hann er Þorbjörn, hinn hamslausi glanni og áflogaseggur, hann er Kallem, hinn hreinhjartaði áhugamaður, hann er Ragni, hið ilmandi reykelsi hins andlega yndis- þokka. Hann finnur, að alt er þetta brot af honum sjálfum. Og ef til vill er það framar öllu þetta, sem því veldur, að hann er hvorki meira né minna en spámaður á þeim stundum og í þeim verkum, sem andinn er mestur yfir honum. Að sjálfsögðu er það enn að mestu leyti óráðin gáta, hvernig á því stendur, að andlegir snillingar spretta eins og upp úr jörðinni stundum, þar sem menn eiga einkis slíks von. Bjömson er af góðum prestaættum norskum, en enginn maður í ætt hans hafði getið sér orðstírs. En þótt vér vitum ekki einu sinni, hvað snillingur — genius — í raun og veru er, þá höfum vér stundum sagnir um æsku manna, sem gefa oss hugboð um, hvers vegna snilli- gáfa þeirra hafi stefnt í þessa og þessa ákveðna átt. í nýútkomnu íslenzku tíma- riti er ein slík smásaga um æsku Bjöm- sons, sem mér finst að minsta kosti geta skýrt fyrir mér sum af einkennum mann- dómsára hins mikla skáldjöfurs. Og eg get ekki stilt mig um að fara með sög- una, sem gerðist er hann var 7 ára að aldri. “Dag nokkum fanst ung stúlka að dauða komin undir snarbrattri fjallshlíð. Morguninn eftir kom sýslumaðurinn með ungan, myndarlegan pilt heim á prests- setrið, og var pilturinn ákærður um að hafa hrundið stúlkunni fram af flugun- um í fjallinu. Alt hjálpaðist að til að fylla Björnstjerne litla ótta og með- aumkun, og blandaðist einkennilega sam- an í huga hans endurminningin um glað- bjart sólskinið, ömurleikann við ódæðið. nábleikt, fíngert andlit piltsins, og viss- una um að hann yrði innan skams að líða smánarlegan dauða. Síðustu orð ungu stúlkunnar: “Þið megið ekki gera hon- um neitt ilt,”- bergmáluðu sífelt í sál barnsins, og hann fékk engan frið fyr en hann hafði læðst til piltsins og klappað honum blíðlega. Seinna lýsir Bjömson vetrarmorgninum, þegar aftakan fór fram. Fyrst varð að róa yfir fjörðinn, því næst að ganga langa leið. Hægt og ömur- lega mjakaðist hin undarlega fylking á- fram upp eftir bröttum, snævi þötkum brekkunum. Fremstur gekk sýslumaður- inn, síðan hermenn og á eftir þeim piltur- inn dauðadæmdi á milli tveggja hempu- klæddra presta, — þá litli drengurinn 7 ára gamall og heldur dauðahaldi í hönd kennara síns. Það er eins og hvert spor, hvert hljóð, hver hræring í þreytulegum, fjarrænum augum piltsins dauðadæmda hafi brent sig inn í endurminninguna hjá Bjömson. Hann var þjáður, yfirkominn af skelfingu og hræðslu, en í barnssálinni brann sú sannfæring, að pilt- urinn hefði ekki sjálfur hrundið stúlkunni fram af fjallsbrún- inni. Til þess að bjarga öðrum gengi hann sjálfur í dauðann.’’ Skáldið hefir sjálfur sagt svo frá, að þetta hafi haft ævar- andi áhrif á sig, ekki sízt að því leyti, að hann hefði sífelt eftir þetta vantreyst dómurum, 'og hann hafi síðan ávalt djúpa meðaumkun með öllum, sem voru ákærðir fyrir að h atn drýgt glæpi. En mér finst að þetta sé ennfremur eins og nokkurskonár dæmisaga um hugsunarhátt mannsins alla æfi. Gegnum öll sín miklu starfsömu manndómsár er eins og hann sé sífelt á varðbergi við bví. að ekki verði eitthvað dvrmætt ov elskulegt af lífi tekið. Þ”* sama hvötin, sem kemur hno- um til að senda frönsku bióð- inni ávarp og bæn um að drepa ekki farfuglana, sem fljúga yfir Frakkland sunnan úr Afríku til Noregs, og þegar hann stendur upp í baráttu fyrir samvizku- frelsi móti öllum afturhaldsöfl- um lands síns. Og oft hefir hann læðst hljóðlega að þeim, sem misskildir voru og klappað þeim blíðlega, eins og barnið gerði við hið dauðadæmda unv- menni. Æskuna skildi hann rnnfe þeim skilningi, sem ekkert ann- að skáld hefir að líkindum fremri átt. Hann skilur þrá þeirrar æsku, sem finst þröngt um sig og allar aðstæður og alt umhverfi reynir að kæfa þrá er lýst af ógleymanlegri snild í kvæðinu fræga í “Árna’’: Undrandi stari eg ár og sið upp yfir fjöllin háu. Auganu mætir þar ís og hríð; — alt i kring grasi vafin hlíð. O, hve mig langar yfir; — kemst aldrei meðan þú íifir? örninn ber vængjanna öflugt slag upp yfir fjöllin háu. Þar teygar hann himinsins hreina dag hraðsiglir loftið með víkingsbrag; hátt yfir hömrum og ströndum horfir möt ókunnum löndum. I Laufþrungna eik, sem aldrei sér upp yfir fjöllin háu, sprettur þá sól og sumar er, situr ber, þegar vetra fer, — vorfuglar við þig hjala, vita’ ekki hvað þeir tala.*) Hann, — sem langaði í átján ár upp yfir fjöllin háu, en veit honum er sá vegur of hár, verður minni hvert líðandi ár — finnur hvað fuglinn talar, sem frjáls í laufinu hjalar. Aulinn þinn litli, hvaða afl þig dró upp yfir fjöllin háu? Suðurfrá betur bjóstu þó, í breiðara laufi, hærri skóg; — Ijærð mér, sem ligg með hlekki, löngun en vængi ekki. Mun eg þá aldrei, aldrei ná upp yfir fjöllin háu? En hamraveggurinn hái þá hræða mig, svo eg hverfi frá og loksins, þó leið sé töfin, lykja mig eins og gröfin? trt vil eg, út vil eg undralangt upp yfir fjöllin háu. Hér er svo þreytandi, þröngt og strangt og því brýzt hugurinn ungi langt háveginn, — láttu hann hafa’ ’ann, hamrana aldrei grafa’ hann! Eg veit að einn leiðir alla hátt upþ yfir fjöllin háu. Og máske er nú hurð þín I hálfa gátt herra minn guð! — Þar á enginn bágt. Læs þó enn ljóssins heima, of mér um stund að dreyma! Kvæðið er ekki sízt furðulegt vegna þess ógleymanlega niður lags. Því að svo mjög sem Björnson þráði fullkomleika og nautn hins æðsta lífs, þá fagn- að hann svo yfir draumunum um fullkomleikann og yfir bar- áttunni fyrir honum, að hann mátti af engri stund missa — jafnvel ekki stundunum er þrá- in var svo magnmikil, að hún mátti viröast slíta upp rætur hjarta hans. Hver stund lífsins verður honum ómetanlegt dýr- mæti. Og það er þessi lífsfögn- uður, þessi djúpi skilningur á því, að lífið sé fagnaðarrík har- I fúllan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna plllur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru 9júkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á -50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medícine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. *) Þótt eg hafi ekki frumkvæðið við hendina, hygg eg þó að fullyrða megi, að þetta vísuorð geti ekki verið rétt hjá Þorsteini Gíslasyni. Allur andi kvæðisins ber með sér, að það er eikirt, sem ekki veit, hvað fuglamir hjala. Vísan næsta á eftir tekur alveg af skarið. — R. E. K. átta upp á við, sem leggur hon- um á varir eina fegurstu dæmi- sögu, sem saman hefir verið sett. Ef til vill þekkið þér sög- una öll, gletni hennar og gam- ansemi, en eg fer með hana af þvf að vér ættum öll að læra hana utanbókar og rifja hana upp sem nokkurskonar morg- unsálm hvers dags. “Uppi á milli fjallanna lá djúpt gil, og eftir gilinu rann á: hún var vatnsmikil og leið þyngslalega yfir grjótið og urð- irnar. Báðumegin var hátt og bratt, og öðru megin öldungis gróðurlaust, en hinu megin f gilinu var skógi vaxið, og það svo fast niður að ánni, að hún flóði þar yfir vor og haust. En skógurinn sá aðeins upp í him- ininn og niður á ána, og gat ekkert breiðst út. “Ættum við ekki að klæða fjallið?” sagði einirinn einu sinni við útlenda eik, sem stóð nær honum en nokkurt annað tré í skóginum. Eikin leit niður fyrir sig, til þess að gá að hver þetta væri; svo leit hún upp aft- ur og svaraði engu. Áin ruddist svo fast fram að öldurnar hvít- féllu; norðanstormurinn var kominn inn í gilið og hvein f hamrakleifunum; berir fjalla- drangamir slúttu fram yfir gil- barmana og stóð af þeim kuldi. “Ættum við ekki að klæða fjall- ið?’’ sagði einirinn og leit við til furutrésins, sem stóð hinu- megin við hann. “Eigi það nokk urntíma að verða gert,” þá verðum við að gera,” sagði fur- an, strauk kampinn og leit yfir til bjarkarinnar; “hvað sýnist þér?’’ Björkin leit upp éftir fjallinu; henni fanst hún varla geta dregið andann, svo þyngsla lega slútti það fram yfir hana. “Við skulum klæða það í guðs nafni,’’ sagði björkin, og ekki voru það fleiri en þau þrjú, og þó ásettu þau sér að klæða fjall- ið. Einirinn gekk á undan. Þá er þau komu áleiðis mættu þau lynginu. Einirinn óetlaði að láta sem hann sæi það ekki. “Nei, láttu lyngið koma með,” sagði furan. Svo slóst lyngið í förina. En ekki leið á löngu áður en fór að hrapa und- an eininum. “Haltu í mig,” sagði lyngið. Einirinn gerði það, og alstaðar fann lyngið smugu til þess að stinga fingrunum í, en þar sem lyngið hafi fyrst náð fingrafestu, þar náði einirinn handfestu. Þau klifruðu og klifruðu, furan stritaðist á eft- ir, svo björkin. En svo fór fjallið að hugsa um, hvað það gæti verið, sem væri að klifrast upp eftir þvf. Og þegar það hafði brotið heil- ann um þetta nokkrar aldir, þá sendi það dálítinn læk niður eftir til þess að gá að því. Það var í vorleysingunum og lækur- inn hoppaði ofan eftir, þangað til hann mætti lynginu. “Góða, góða lyngið mitt, lofaðu mér að halda áfram, eg er svo lítill.” sagði lækurinn. Lyngið var í óða önn, létti sér ögn upp og tók svo aftur til óspiltra m*T- anna. Lækurinn smaue: undir og hélt svo áfram. “Góði, góðl

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.