Heimskringla - 04.01.1933, Síða 3

Heimskringla - 04.01.1933, Síða 3
WINNIPEG 4. JAN. 1933. HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. Phollf 22 93!C l’honr 23 23'. HOTEL CORONA 26 Roobi Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.60 per day and up Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA ein fjögur ár. Hann var því far- inn að kunna þar vel við sig, enda var það auðséð og heyrt á honum, að hann var fyllilega ánægður með sjálfan sig. Hann var næstum því alt af syngjandi,- því Tiny litli var góður söngfugl. Og ef talað var til hans, þá réði hann sér varla fyrir kæti. Hann hoppaði af einni slá á aðra og tísti eins og hann væri að svara því, sem talað var til hans. Og svo söng hann. Þegar hann heyrði hljóð- færaslátt, þá söng hann svo hátt og mikið, sem hans fínu raddbönd þoldu. Og þegar hann sá margt fólk í kringum sig, þá fór hann allur á loft, hopp- aði um búrið sitt, haliaði undir flatt á víxl og fór svo að syngja og söng svo hátt og skært, að hann næstum truflaði samtalið. Og á morgnana byrj- aði hann að syngja fyrir allar aldir, svo að fólkið í húsinu hafði varla næði til að sofa fyrir honum. Já, hann var áreiðanlega góð- ur söngfugl, hann Tiny litli, og var heldur ekkert spar á list sinni. Enda var hann í miklu uppáhaldi hjá öllum í húsinu. En svo var það eitt sinn, að hjónin þurftu að fara í ferða- lag og voru nokkuð lengi í burtu. En á meðan komu þau Timy litla fyrir hjá einni grann- konu sinni, sem þau vissu að mundi sjá vel um hann á með- an þau væru í burtu. Þegar þau komu aftur beim, var Tiny litli sóttur og settur á sinn gamla stað. En hann var þar ekki lengi, því litlu síðar var keypt handa honum þetta skrautlega búr, er stóð á gólf- inu og hann látinn í það, en gamla búrið tekið og sett nið- ur í kjallara. Svo liðu margir dagar. Tiny litli hoppaði um búrið sitt fall- ega, tístandi, glaður og hress að sjá. En hann vildi ekki syngja eins og áður — og var haldið að það stafaði af því, að hann væri ekki búinn að sætta sig við umskiftin. En þegar margar vikur liðu svo að hann lét ekkert til sín heyra, þá hélt fólkið að eitthvað amaði að honum annað en bústaðaskift- in. Það var talað við hann, breytt um fæðutegundir handa honum og dekrað við hann á alla mögulega vegu — en ekk- ert dugði. Hann fékst ekki til að syngja, en kúrði sig oftast nær niður á einhverri slánmi og hreyfði sig ekki úr þeim stell- ingum nema rétt á meðan hann var að næra sig, því hann var altaf lystugur á það, sem til * hans var látið, og héldu því sumir að hann gæti ekki sungið fyrir því, hvað hann væri orð- inn feit'ur. Þanmig gekk þetta til í full tvö ár. Tiny litli söng aldrei en tísti endrum og eins, og þá helzt þegar hann var orðinn svangur. Voru nú allir orðnir úrkula vonar um að hann mundi syngja framar, og var verið að geta þess til, að hann hefði hlotið að missa röddina ,af því að hann hefði orðið hræddur; en það vissi þó eng- inn til að neitt slíkt hefði hent hann. Sagðist svo húsfreyja hafa farið að hafa orð á því, að bezt væri að eyðileggja hann því engin ánægja væri að því að hafa hann í húsinu og dekra við hann, fyrst hann væri alveg hættur að syngja. , En svo var það einn dag, er hún tók búrið hans til þess að hreinsa það, að hún misti það niður, svo flest glerin í því brotn uðu. Þegar svo var komið, var ekki annað ráð fyrir hendi en að gera út af við Tiny litla eða að setja hann í gamla búrið sitt. En einhvern veginn fanst henni að hún mundi sjá eftir honum þrátt fyrir alt, og sótti því gamla búrið hans ofan í kjallara og lét hann í það og hengdi það á sinn gamla stað. Og hvað haldið þið að þá hafi skeð? Það er dálítið ósennilegt. Það var ekki fyr búið að hengja búrið upp, — en Tiny litli hoppaði upp í gömlu róluna sína og byrjaði að syngja. Og eftir nokkra daga var hann aft- ur búinn að ná sínum fyrri léttu og fögru tónum. “Og ef mig hefði nokkurn- tíma grunað það,” sagði hús- freyja, “að Tiny litli saknaði isvona gamla búrsins síns, þá | hefði hann ekki setið í þessu gylta fangelsi í full tvö ár." Svona er nú sagan af Tiny litla, kanarífuglinum, sem gat ekki sungið í full tvö ár fyrir söknuði að missa sinn gamla bústað. D. Björnsson. PAX SHAVIANA HIBERNICA. Lýðveldisher fra. Eftir Eric Burton Dancy Það er gömul kona í Dublin — það gildir einu hvað hún heit ir — sem fullyrti það að hún væri alveg að missa heilsuna. Og ástæðan til þess var sú, ‘að síðan de Valera tók við völdum hefir ekki komið fyrir eitt ein- asta morð, og enginn hefir ver- ið tekinn af lífi, og þess vegna er alt í hræðilegri óvissu.” En undarlegt er það, að eftir því, sem fleiri herir eru myndaðir í frlandi, því heilsulausari verður hún. Á hinum tíu árum, sem Co^- garve stjórnaði í írlandi, voru sjötíu og sjö menn myrtir, eða teknir af lífi vegna stjórnmála- skoðana sinna. Og þetta gerð- ist í landi þar sem borgaramorð voru svo að segja algerlega ó- þekt áður. Bernhard Shaw, sem er frá Bublin, sagði einu sinni, eftir að fríríkið var stofnað, að ekki mundi verða friður í írlandi, fyr en hver maður ætti riffil. Það er nokkuð til í þessu, bæði af líf- speki og kalhæðni. Það er frið- ur í írlandi núna, og í höfuð- borginni er alt með friði og spekt, því að Garda Siotchana — borgaralögreglan, heldur þar uppi reglu mjög auðveldlega og með hinni látlausu kurteisi, sem einkennir Dublínarbúa. Með hverjum deginum, sem líður gengur sólin fyr til viðar bak við Liffey og þá ber við loft hina mörgu turna og lítil hús, sem eru 200—300 ára gömul, “The Dome of the Four Courts”, þar sem bræður börðust fyrir tíu árum, og lengra á burtu Gumess-bruggunarhúsiö, sem “viðskiftastyrjöldin” hefir lam- að. Enginn veit hvað gerast kann þegar næturnar lengjast. En allir borgarbúar búast við því, að eitthvað muni gerast. Kvöld- rökkrið virðist boða það. Hér eru að verki lifandi öfl og yfir- náttúrleg öfl, sem eiga í stríði, eða stríð er yfirvofandi. í ír- landi verða menn að trúa á djöfulinn, berjast við hann og ná sér niðri á honum. Yeats segir einhvers staðar frá gamalli konu í Mayo, sem fékk heim- sókn af honum í mynd og lík- ingu mótmælendablaðsins “Irish Times”. Hann tekur líka á sig önnur gerfi — stundum er hann haukur, eða gömul kerling, frí- ríkið C. í. D., breska heimsveld- ið, eða de Valera. Utan við borgina, á hinum grænu Wicklow-hæðum, og á sléttunum og hæðunum lengra í burtu, heldur írski lýðveldis- herinn æfingar sínar. Hann er um fjórum sinnum mannfleiri heldur en fríríkisherinn, sem á- kveðið var með samningi í West minster, að ekki mætti vera nema 5,000 manns. — Þegar sá samningur var gerður voru flest ir hermennirnir í gamla írska lýðveldishemum, sem barðist gegn Bretum undir forystu Michael Collins. Nokkrir gengu í fríríkisherinn, en aðrir í “Garda Siotcliana”, sem Kevin O’Higgins 'stofnaði í staðinn fyr- ir The Royal Irish Conslabulary, sem var lögreglulið þar í landi meðan Bretar stjórnuðu, og enn aðrir hættu herþjónustu. Minni hlutinn slepti ekki vopnum sínum. Þeir voru óá- nægðir með hið nýja fyrirkomu- lag, kölluðu það svik við þjóð- ina, og börðust gegn því. Það em nú rúm tíu ár síðan Collins var skotinn. Það var þessi minni hluti, sem beið ósigur fyrir her fríríkisins í borgara- styjöldinni 1922—1925, en er nú kjarninn í “Oglaigh nah Eire- ann”, eða lýðveldishemum. Meðan Cosgrave stjórnaði með harðri hendi (og það varð honum að lokum að falli) hafði lýðveldisherinn æfingar sfnar í laumi. Hann var svo að kalla vopnlaus, og sætti sífeldum á- rásum af C. I. D. Vopn sín varð hann að fela og mesta leynd var á því hvar þau voru niður komin. Nokkrir voru teknir af lífi fyrir uppreisn gegn ríkinu. Aðrir vom hneptir í fangelsi. Kúgunarráðstafanir voru gerðar hver á eftir annari, og um eitt skeið var írska stjómin að hugsa um það að leigja af Eng- lendingum eyna St. Helena og flytja þangað alla lýðveldismenn þar á meðal de Valera. Þegar de Valera náði völdum í febrúar, breyttist hagur lýð- veldismanna. Fyrsta verk hans var það að opna fangelsin og sleppa öllum lýðveldismönnum, sem þar voru. Þeir gengu í herinn og hann jókst mjög. Og nú er ekki lengur farið í neina launkofa með æfingarnar. Þær eru haldnar opinberlega. — Fyr- irætlan þeirra er ekki að stofna nýtt írskt lýðveldi, heldur “end- urreisa” lýðveldið, sem stofnað var í páskavikunni 1916. Það er þess vegna að þeir hafa her- æfingar, eigi aðeins í hinum 26 greifadæmum írska fríríkisins, heldur einnig í hinum 6 greifa- dæmum að norðan, sem enn em hluti úr breska konungsríkinu. líérna um daginn var eg staddur í einhverjum fegursta dalnum í Wicklow. Sá dalur er nafnkunnur fyrir það, að St. Kevim lifði það einsetulífi. Eg ók í hægðum mínurn eftir hin- um fagra dal, og alt í einu brun- aði flutningabíjl fram úr mér, á geisiferð, eins og vant er á írskum vegum. Það vom um tuttugu menn í bílnum og þeir sungu hástöfum þjóðsönginn, sem er hinn sami fyrir lýðveldið og fríríkið: —Hermenn erum vér, og líf vort er helgað írlandi! . . Annar flutningabíll ók fram hjá mér og síðan hinn þriðji og hinn fjórði. Það var fjögra manna bíll og auðséð að hann hafði átt betri daga. í honum þekti eg einn af foringjum lýð- veldishersins. Þeir ætluðu á- reiðanlega til Glendalough. Sá staður er nafnkunnur fyrir or- ustur, sem þar voru háðar, og nú síðast fyrir heimsókn Mr. J. H. Thomas ráðherra Breta. Hann og Hailsham lávarður dukku þar te hjá írsku stjórn- inni (það var hin “mikla gest- risna”, sem hann þakkaði írum síðar). Þeir sátu þar í veitinga- húsi og þá var nýfarinn þaðan “maðurinn, sem stendur á bak við alt”, Maurice Twomey, yfir- foringi lýðveldishersins.' Twomey og aðstoðarforingi hans mega nú fara allra sinna ferða í Dublin. En eg hefi tekið eftir því að það eru altaf nokkrir menn á eftir þeim. Mað- ur úr C.I.D. stöðvaði einu sinni Michael Collins í Crafton St. “Já, það er alveg satt, að eg er Collins", svaraði hann, “og nú er miðað á yður sex rifflum”! Womey er stór og kraftalegur maður frá Cork. Hann lætur sér ekki bregða við neitt %g ekki fær hann hjartslátt þótt hætta sé á freðum. Og hann verður aldrei æstur. Það verður aldrei heyrt á mæli hans að hann sé í geðshræringu. Þá er Madame MacBride öðru vísi. Meðan hiin var ung söfn- uðust um hana skáld, málarar og stjórnmálamenn. Þá hafði hún “Salon í París. Nú er hún orðin gömul og beygð af elli, en skapið er nóg. Oft gengur hún um göturnar með spjald, sem á er letrað: “Kaupið ekki enskar vörur” — eða þá hin fræga áskorun Dean Swift’s: “Brennið alt sem enskt er, nema kol!” Fyrir skömmu var foringi úr lýðveldishernum tekinn fastur og ákærður fyrir það að vera með skotvopn í óleyfi. Þegar hann kom fyrir réttinn, mælti hann: “Eg skoða þetta ekki lög- legan dómstól, þar sem hann er ekki skipaður af írska lýðveld- inu.” Og hann skoraðist undan því að verja sig. Dómstóllinn dæmdi hann sýknan af kær- unni, en dómarinn sagði: “Þér hafið gert yður sekan um að ó- virða dómstólinn og eg dæmi yður því í þriggja mánaða fang- elsi.” Maðurinn hét Dempsey og hann var settur í fangelsið í Kalmainham. — En Twomey sagði í College Green: “Að taka skotvopn af íra, er sarna sem að svifta hann einföldustu mann- réttindum”, og krafðist þess að Dempsey yrði látinn laus. — Nokkrum dögum seinna var það gert. Frank Ryan gefur úr vikurit- ið “An Phoblacht” (Lýðveldi.) Hann er mælskur vel, bæði á írsku og “erlendum málum”. Hann er gervilegur maður og býður af sér góðan þokka. Menn þurfaekki að vera á sama máli og hann. Meðal lýðveldismanna má nefna George Gilmore. Hann liggur nú í sjúkrahúsi, særður af skoti, er hann fekk í viðureign við C. T. D. mann. Þegar ka- þólska þingið var háð í Dublin, var enski fáninn dreginn á stöng á Shelbourne-hóteli, eini breski fáninn, sem sást í borginni. Þetta líkaði Gilmore ekki. Hann gaf hótelinu hálfrar stundar frest til að draga fánann niður. Og fáninn var dreginn niður. — Gilmore hlær sjaldan og hann er stirðmáll og óframfærinn. En í honum brennur heiptareldur. Það er ekki gott að vera á öðru máli en hann. Þessir menn eru báðir um þrí- tugt. Eg hefi horft á fylkingu 4,000 Ivðveldismanna. Flestir voru þeir kornungir og fæstir hafa kunnað að fara með skotvopn. Þeir voru óvopnaðir og í hvers dags fötum. Þeir eru svipaðir foringjum sínum. Nokkrir eru mótmælaendatrúar, flestir ka- þólskir — en þó á móti kirkj- unni — og sumir trúleysingjar. Sumir eru harðlegir á svip, aðr- ir djarfmannlegir. Engir eru þorparalegir. En alvaran hvílir yfir öllum. Konur eru líka í hernum. Þær nefnast “Cumman nam Ban” og ganga í grænum einkennisbún- ingum. Það er þetta fólk sem styður de Valera. Einu sinni fylgdi það Collins. Það drap Kevin O’- Higgins og hafði þó fylgt hon- um. — “Hermenn erum vér —” Bróðir O’Higgins myndaði ‘hvíta hersveit’ til þess að styrkja stjómina. En de Valera hefir sagt að herinn sé ekki nauðsynlegur. því “er ekki frið- ur í landinu síðan vér tókum við stjóm.” Nú er O’Higgins að safna varaliði, og því eru nú fimm herir í írlandi ef talið er með breska liðið í Ulster. Vopn eru Outt til írlands. — Menn liafa aðeins grun um það hvaðan þau koma. Þrúðtundur er líka flutt inn. C. I. D. til- kynti Valera þetta og spurði hvað ætti að gera. “Farið var- lega í það”, sagði hann. Þetta minnir á sögu um tvo i drengi, sem sendir voru að heím an til að kaupa brauð. Á heim- leiðinni varð þeim á að borða af brauðunum, en sáu fljótt að þeir mundu fá ávítur fyrir það, er heim kæmi. Annar stakk upp á þvf, að þeir skyldi segja að þeir hefði gefið litlum dreng að bragða á því. Hinn sagði að það mætti ekki, því að það væri ósatt. “En við skulum skifta á brauðum”, sagði hann, “og þá getum við með góðri samvizku sagt það heima að við höfum gefið litlum dreng að bragða á brauðinu.” Þessi drengur er nú fimtugur. Hann heitir de Val- era og er forseti írlands. Sagan hefir birst í “The United Irish- men”, blaði Cosgraves, og de Valera hefir ekki borið á móti því að hún sé sönn, enda borg- ar það sig ekki að bera á móti slíkum sögum. — Lesb. Mbl. ENDIJRMINNTN G AR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Einstöku menn hafa verið svo hreinskilnir að segja mér það, að þeim leiddist, hve mikið eg hefði um séra Arnljót að segja, og þeim fyndist meira að segja eg vera með hann í stöðugri mótsögn við sjálfan mig. Eg hefði lengi staðið í stríði við hann, og þó héldi eg svo mikið upp á hann. Þessum mönnum til svars vil eg segja það, að nú hefi eg áð mestu eða ötlu leyti sagt um séra Arnljót það, sem eg ætla mér. Má þó vera að eg minnist eitthvað á útför þeirra hjóna, áður en eg fer um borð á leið til Ameríku. Eg get hins vegar ekki annað en furðað mig á því, þegar eg er að segja mínar endurminning- ar, og hefi á mínu bezta skeiði verið séra Arnljóti samtíða í 14 ár, og árlega unnið meira og minna með honum að félags málum, hvernig nokkur maður getur þá furðað sig á því, að eg hafi margt af slíkum manni að segja, og að minningar mínar hljóti að vera mikið og lengi bundnar við hann. Hitt er van- mætti mínum að kenna í frá- sögninni, ef eg er í mótsögn við sjálfan mig, þó eg hafi stað- ið, einkum framan af, í tals- verðu stríði við prestinn, ef eg má ekki samt láta hann njóta sannmælis og óháða yfirvegun mína, sýna hann í réttu ljósi. * * * Eg var á ferð í minni sveit fyrri part' dags, og kom að bæ þeim, sem Eldjárnsstaðir heitir. Þar bjuggu bræður tveir, sem hétu Jóhannes og Aðalmundur, hinir mestu hirðu- og myndar- menn, Þeir bjuggu talsvert góð- um búum og voru því stoðir sveitarfélagsins. Þeir voru góð- ir kunningjar mínir og hafði eg æfinlega gaman af að heim- sækja þá, var þó ekki með öllu vandalaust. — Konur þeirra bVæðra voru syátur, mestu rausnar- og myndarkonur. Og öll voru þau samataka í því, að ota að mönnum fullkomnasta og bezta greiða. En af því bú- in voru tvö og sjálfsagt var að eta og drekka á báðum búun- um, þá var það ekki öllum hent að standa hálfsaddur uppfrá bezta mat hjá öðrum, til þess að hafa magarúm lijá hinum, því ekki var til neins að gera sér iæti. Það varð sjáanlega að minka það sem fram var bor- ið, og það var ekkert uppörv- andi að sjá konurnar efast um að þeim hefði lukkast að leggja rétt á borðið. Hvorugur bænd- anna var heima. Þeir höfðu far- ið snemma um morguninn aust- ur yfir fjall ofan að Fagranesi. Þeir gátu að vísu farið að koma en líka gat það dregist í fleiri klukkustundir. En erindi mitt var alt við þá, og það borgaði sig ekki fyrir mig að fara heim og taka annan dag til þessa er- indis. Eg varð að bíða og átti líka kost á þvf að vel færi um mig á meðan. Strax var eg kominn inn í baðstofu hjá konu Aðalmundar, því að hana hafði eg í þetta skifti hitt fyrst úti á Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA JÖFNUÐUR Það ættu að vera altaf jól, og eitthvað til að seðja; það ætti að skína altaf sól, sem alla mundi gleðja; það ætti líka sérhver sál að sjá og heyra — skilja; það ætti að tendra andans mál af eigin frjálsum vilja. Það ætti blítt með bróður-þel hvers byrði þunga kanna. Þá isvifu færri $orgar-él um særða hugar-ranna. Þá skamta’ ei þyrfti skulda- styrk, því skýr þá mundu sporin; og engin framar yrðu myrk, en altaf sólblíð vorin. Það ættu að kvaka kærleiksorð á hverri sannri tungu: það ætti slíkt að bera á borð, sem bætti kjörin þungu; það ætti að taka hlýtt í hönd og hugga sinnið þrungið. Þá myndu klaka bresta bönd, og blítt um jólin sungið. Yndó. hlaðinu. Bræðrabörnin léku sér saman hér og þar, þau elztu úti, en þau yngstu inni á bað- stofugólfinu, og miðlungarnir á þönum þar á milli. Konurnar voru með annan fótinn við bú- verk og matreiðslu úti í eld- húsinu, en að hálfu leyti inni í baðstofu að tala eitthvað við mig. En þá kom eg auga á það, að Ingibjörg móðir þeirra bræðra, á áttræðis aldri, lá í rúmi fram við skilriimið, og vissi eg strax að hún mundi vera veik. Hún var ekki vön að liggja í rúminu fram á hádegi, eg þekti hana svo vel. Hún hafði gaman af í góðri tíð að ferðast ögn í kring meðal ná- grannanna, og sitja hjá þeim fáeina daga sér til upplyfting- ar. Hún var alstaðar velkomin og æfinlega sívinnandi að plaggagerð. Spann í þau, tvinn- aði og prjónaði í fyrirsettum rembings dagsverkum. Hafði ekki verið fríð kóna, og ekki harðskerpuleg eða hæfileika- mikil, en hetjuleg, þolinmóð og þrautseig. Það var líkast því að hún hefði alið manninn í stöð- ugum mótvindi, og altaf orðið að undrast, þegar aðrir eignast tækifærin til þess að brosa. Eg gekk að rúminu til hennar, heilsaði henni, og spurði, hvort hún væri mikið lasin. Brjóstin gengu upp og ofan, augun fylt- ust af tárum. Hún stundi við og mér sýndist að hún mundi ekki geta svarað. Eg hélt því að það væri réttast að segja eitthvað meira, sem ekki þyrfti svars við, en mundi í bili ekk- ert viðeigandi, nema þetta gamla: “Fyr er nú dapur en dauður”, og “Þetta kast getur nú liðið frá. Þá linaðist herp- ingurinn á hálsvöðvunum, tára- kirtlarnir lokuðust og mæðinni létti, og hún segir nokkurn veg- j inn skýrt “Eg er ekki mikið vesæl; eg i hefi vont kvef og mér er þungt | um. En það gleður mig ekki, að eg geti ennþá átt langt eftir i að snúast hér.” Eg náði mér í stól og settist | við rúmið hennar. Mér sýnd- ist hún vilja segja eitthvað meira, og eg sá að henni hægð- ist um. Samt þagði hún. “Hlakkaröu til að fara héð- an, Igibjörg?” spurði eg þá. “Og þú spyrð þá svona?" — Það er sem veðrið standi úr öll- um áttum, og undrunarsvipur kom á andlitið. m. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.