Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 2
2. StÐA.
HEIMSKRINCLA
WINNIPBG, 29. MAHZ 1933
FJÓRTÁNDA ARSÞING
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS.
Framhald.
Fráfarandi forseti Jón J. Bildfell óskaCi
þess nú að hinn nýkjörni forseti séra
Jónas A. Sigurðson, tœki við fundar-
stjóm. En svo samdist, að Mr. Bíldfell
stjómaði fundi til loka. —
Asmundur P. Jóhannsson benti i að hr.
Jón J. Bíldfell hefði starfað í stjóm
Þjóðræknisfélagsins síðan það var stofn-
að 191&. Hefði hann ávalt reynst hinn
ágætasti starfsmaður um hag og viðgang
félagsins. Gerði Mr. Jóhannsson tillögu
er séra Jóhann P. Sólmundsson studdi, að
fráfarandi forseta sé greitt þakklætis
atkvæði. Þá gat Dr. Rögnv. Pétursson
þess ,að í forsetatíð Mr. Bíldfells hefði
sá markverði viðburður gerst, að Can-
adastjóm hefði sæmt ríkisstjóra Islands
með höfðinglegri gjöf, þar sem er sjóð-
stofnun fyrir framhaldsnám isl. stúdenta
og fræðimanna, við hérlenda háskóla.
Reis þingheimur úr sætum og þakkaði
fráfarandi forseta með almennu lófataki.
Næst lá fyrir Iþróttamál. Var lögð fram
skýrsla foresta lþróttafél. Fáikinn, er hér
fer á eftir:
Skýrsla fþróttafélagsins Fálkinn.
Félagið hefir starfað þetta ár og haft
margskonar íþróttaiðkanir með höndum.
Samvinna meðlima hefir verið mjög góð
og almennur áhugi fyrir málefnum fé-
lagsins mjög mikiil. Fimleikaæfingar em
tvö kvöld i viku hverri og lítur Mr.
Gordon Ackland eftir þeim að mestu
leyti. Gefur hann tíma sinn til þess alveg
Skeypis.
1 sumar sem leið tók félagfið þátt í
“Baseball’ ’leikum, æfði þrjá flokka ungra
íslendinga er áhuga hafa fyrir þeirri í-
þrótt. Fóm þær æfingar fram í Sargent
Park hér í Winnipeg. Einnig æfði félagið
flokk manna er kepti í “Intermediate
Diamond Baseball League of Manitoba”.
Gerði sá flokkur svo vel að um tíma var
útlit fyrir að hann mundi vinna sigur í
samkepninni. En leikslok urðu þau að
hann tapaði í síðasta leik. Var þessi
flokkur “Fálkanna” álitinn einn af þrem-
ur bestu “Baseball” flokkum í Wínnipeg.
Aðal starfsemi félagsins á þessu ári
hefir verið hockey-leikar. Má segja að
aldrei hafi verið eins mikill áhugi Islend-
inga eldri og yngri — fyrir hockey síðan
á frægðardögum gömlu "Fálkanna”, en
þennan vetur.
Félagið hefir starfrækt þrjá hockey-
flokka í vetur, sem hafa kept í Juvenile,
Junior og Intermediate hockey-flokkum
Winnipeg borgar.
Hafa þessir flokkar gert svo vel á þéss-
nm eina vetri að tveir af þeim hafa kom-
ist í úrslita samekpni (finals). Einnig
hefir félagið leigt Wesley-skautahringinn
einu sinni á viku hverri í allan vetur fyrir
unglinga t-il að æfa hockey.
Margir ungir og efnilegir Islendingar
hafa tekið þátt í leikum þessum ,er búast
má við miklu af i framtíðinni og er það
von félagsins að árangur þeirrar starf-
semi verði sá ,að hér rísi með tímanum
upp aðrir “Fálkar” er með fræknleik sín-
um beri hróður Islendinga um allar jarðir.
I sumar er ákveðið að koma upp
tveimur “Baseball” flokkum, líkt og í
fyrra, sem sé; einum í “Senior League”
og öðmm í "Intermediate League” Win-
nipeg borgar. Leikvöllur félagsins verður
sá sami og áður, Sargent Park. Vonar
félagið að árangur þeirra starfsemi verði
sá að “Fálkamir” verði hlutskarpastir
allra flokka hér í Winnipeg, næsta sumar,
í þessari alþektu og vinsælu iþrótt./
Pete Sigurðsson, forseti.
Þá lagði Iþróttamálsnefndin fram svo-
hljóðandi álit:
lþróttamál (Nefndarálit)
1. Nefnd sú er útnefnd var tU að i-
huga íþróttamál leggur tU að skipaður
sé einn maður úr stjómamefnd Þjóð-
ræknisfélagsins og að tveir séu kosnir af
þingheimi sem milliþinga Iþróttamála-
nefnd.
2. Nefnd þessi hefir með höndum öll
iþróttamál og er fulltrúi félagsins i
samkepnis “Hockey”, um verðlaima bik-
ar félagsins.
3. Leggur nefndin til að Þjóðræknis-
félagið sýni sambandsfélaginu “Fálkun-
nm” viðurkenning fyrir hinu áhrifamikla
starfi þess á síðast liðnu ári með fjár-
veitingu.
4. Nefndin mælir með að stjómar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins fari þess á leit
við íslenzku blöðin að þau haldi uppi
dálkum um íþróttamál og framþróim
iþrótta meðal Islendinga.
C. Thorlaksson
Ragnh. Davíðsson
Walter Jóhannsson
Ami Eggertsson gerði tillögur er G. P.
Magnússon studdi að nefndarálitið sé
viðtekið. Samþykt.
1 Iþróttanefnd skipaði forseti þá'-
Walter Jóhannsson og
Jack Snydal.
Þá var tekin fyrir 4. liður nefndar-
álitsins um Sjóðstofnanir. Benti forseti
á, að frá því máli hefði verið gengið á
þingi, 1929. Gerði Dr. Rögnv. Pétursson
tillögu er Miss Hlaðgerður Kristjánsson
studdi, að 4. liður álitsins sé feldur. Sam-
þykt. Var þá nefndarálitið í heild borið
undir atkvæði, með áorðnum breytingtim
og samþykt.
I milliþinganemnd í Rithöfundssjóðmál-
inu, var stungið upp á:
Jónasi Jónassyni
Jóni Kemested og
Júlíusi ölafssyni.
Var útnefning þeirra samþykt.
, Þá hafði nefndin í Bjargráðamálinu
lokið starfi, og lagði fram nýtt álit svo-
hljóðandi:
Bjargráðsmál (Nefndarálit)
Þar sem allar stjómir þessa megin-
lands hafa haft samskonar mál með-
ferðis nú í nokkur ár og orðið lítið á-
gengt. Þá em það eflaust margir sem
álíta það bamaskap fyrir fimm maxma
nefnd að velta þessu máli fyrir sér.
1. Þó lítur nefndin svo á að Þjóð-
ræknisfélagið geti tæplega fram hjá þessu
máli gengið svo ekki yrði bent á það sem
hið eina félag hér í borg sem á þjóð-
emislegum gmndvelli er stofnað, sem
ekki hefði þetta mál meðferðis.
2. Nefndinni skilst að um stórar fjár-
upphæðir frá Þjóðræknisfélinu geti tæp-
lega verið um að ræða, svo það helzta
er Þjóðræknisfélagið gæti lagt til þessa
máls yrði að vera innifalið i starfi þess.
3. (a) Leggur því nefndin til að 9
manna milliþinganefnd sé kosin er sam-
vinnu leiti við önnur félög hér í borg.
Hefir nefndin í huga íslenzku kirkjumar,
G. T. stúkumar, Jón Sigurðssonar félagið
og önnur félög er þessu starfi vildu sinna.
(b) Nefndin litur svo á að Þjóðrækn-
isfélagið eigi að hefja framsókn í þessu
máli á þann hátt að hvetja önnur fél. til
þessa að kjósa nefndir er ynnu í sam-
vinnu við nefnd Þjóðræknisfélagsins og
mynduðu nokkurskonar líknar félag, er
spenti greipar sínar yfir Winnipegborg
og jítjaðra hennar. .
4. Nefndin getur ekki gefið nema
mjög ófullkomnar bendingar til fjársöfn-
unar þessu máli til styrktar. Slíkt mundi
taka mikla umhugsun og meiri tíma en
nefndin hefir yfir að ráða, en þó skal
bent á að ýms félög hér I borg hafa tals-
verðar tekjur af samkomum .spilakvöld-
um, happa dráttum o. s. frv.
5. Um almenn samskot þessu máli til
ityrktar hefir nefndin veikar vonir. Eitt
enn vill nefndin benda á. Það er hið svo-
kallaða “bartering” er virðist hafa haft
talsverðan árangur i Minneapolis og nú
hefir verið gerð tilraun með sHkt hér í
borginni.
Jónas Jónasson.
Mrs. B. E. Johnson.
Guðjón F. Friðriksson.
St. H. Stephenson
Ari G. Magnússon.
Séra Jóhann P. Sólmundsson skýrði
frá þvi, að veturinn 1929-30, hefði hann
átt tal við mann, er hann áleit öðrum
fremur heppilegri til íorgöngu i þessu
máli, um að eiga tal við forystumenn
hinna ýmsu félaga meðal Isl. í Winnipeg,
að þeir beittu sér fyrir varúðarráðstafan-
ir gegn þeirri hættu, er sýnilega vofði
yfir, um afkomu manna. Sagðist séra
Jóhann vera nefndinni þakklátur fyrir á-
litið, með því viðbættu ,að hin fyrirhug-
aða starfsemi næði víðar en til Isl. í
Winnipeg. Dr. Rögnv. Pétursson kvaðst
ekki geta faliist á, að nefndarálitið næði
þeim tilgangi, er fyrir þinginu hefði vak-
að. Skoðaði hann álitið fremur fjörráð-
en bjargráð . Sagði hann að ýmsar radd-
ir hefur heyrst um það á síðastl. hausti, og
borist stjómarnefnd Þjóræknisfélagsins,
að sumar fjölskyldur íslenzkar hér í bæ,
ættu örðugt með að verjast því, að biðja
um opinberan styrk. I tilefni af því var
kallað til fundar, með forgöngumöimum
annars ísl. félags, til að ræða um málið.
Þótti ráðlegt, ef koma mætti upp úthlut-
unarstöð, og til hennar aflað nauðsynja
með vægum kjörum, svo menn ættu þar
kost á að fá vömr, án álagningar svo
drýgja mætti þannig það fé, er menn hefðu
yfir að ráða. Upplýsinga var nú leitað
I þessu efni, svo sem framast var unt,
ekki einasta um möguleika til að stofn-
setja úthlutunarstöð, heldur einnig um
ísl. styrkþega bæjarins, og hversu hagur
manna stæði við verzlanir. Hinum kjörau
mönnum, er eftirgrenslan þessa höfðu
með höndum, reyndist ókleift að fá þær
upplýsingar sem óskað var eftir. Þar
sem nú ekki þótti mögulegt að hef ja slika
starfsemi sem hér var um að ræða, án
þess að peningar væm fyrir hendi, kom
til orða að nota mætti hinn svokallaða
Ingólfssjóð i þessu skyni. Sýndist sum-
um vafasamt um heimildir fyrir því að
nota sjóðinn. Var því leitað álits dómara
og tveggja annara lögfróðra manna um
þetta atriði. Las Dr. Pétmsson ummæli
þeirra, úr fundarbók stjórnarnefndar. En
þó horfið hefði nú verið að því ráði, að
nota sjóðinn til hjálpar fólki, þá taldi fé-
hirðir félagsins sig ekki hafa heimild til
að gefa ávísan á þessa peninga. Aleit
Dr. Pétursson að með því að setja þetta
mál í milliþinganefnd, væri það aðeins
til að svæfa málið. Gerði nú Dr. Rögnv.
Pétursson tillögu er séra Guðm. Amason
studdi, að álitið sé borðlagt. A móti til-
lögunni mælti séra Jóhann P. Sólmunds-
son og fleiri. Eftir nokkrar umræður
var svo tillagan borin undir atkvæði og
samþykt.
Þá gerði séra Guðm. Araason tillögu er
Dr. Rögnv. Pétursson studdi, að fengin
sé . úrskurður konungsréttar (Court of
Kings Bench) um það, hver sé hinn eig-
inlegi eigandi Ingólfssjóðsins. Benti for-
seti á, að ekki mætti taka þetta mál á
dagskrá, vegna þess að annað lægi fyrir,
nema með fundarsamþykt. Kom þá til-
laga frá Miss Hlaðgerði Kristjánsson er
Mrs. Friðrik Swanson studdi, að tillagan
sé tekin á dagskrá. Samþykt.
Um tiUöguna spunnust töluverðar um-
ræður. Lagði Asm. P. Jóhannsson á
móti þvi að tUIagan yrði samþykt, nema
því aðeins, að stjóraaraefnd sé gefin
heimild tU að verja vissri upphæð tU að
standast kostnað af málinu fyrir rétti.
Tillaga kom frá Sigfúsi Benediktssyni
studd af Ara Magnússyni að tillaga séra
Guðm. Amasonar sé borðlögð. Var sú
tillaga borin tmdir atkvæði og samþykt.
Crtbreiðslumálanefnd lagði þá fram svo-
hljóðandi álit:
Ctbreiðslumál
Nefnd sú ,er sett var í útbreiðslumál-
inu, leyfir sér að legja fram eftirfylgjandi
álit og tUlögur:
1. Að félagið veiti deildum og félög-
um sem standa í sambandi við það, þann
fjárhagslegan styrk tU íslenzkukenslu og
íþrótta, sem það sér sér fært að veita,
og sé væntanlegri stjómamefnd falið að
ákveða hversu mikiU hann skuli vera.
2. Þar sem fáar deildir hafa sent
erindreka á þetta yfirstandandi þing,
þrátt fyrir það þótt stjórnarnefnd byðist
til að standast hálfan íerðakostnað er-
indreka, vill nefndin leggja til að vænt-
anlegri stjómaraefnd sé falið að komast
sem bráðast í samband við þær deildir,
sem vanrækt hafa að senda erindreka, i
því skyni að grenslast eftir, hvemig hag-
ur þeirra stendur. Vill nefndin benda
stjómamefndinni á, að mögulegt er að
veita þeim deildum leiðbeiningu og hvatn-
ingu á ýmsan hátt, án þess að það hafi
tilfinnanlegan kostnað í för með sér, t.
d. með því að nota ferðir sem famar
em i öðm skyni tU þeirra staða, þar sem
deUdir em, til heimsókna og eftirgrensl-
ana um möguleika til viðreisnar eða
aukins starfs.
3. Nefndin vill benda á, að ef til vill
væri gerlegt að gera tilraun til að nálgast
ýms lestrarfélög í því skyni að fá þau til
að gerast deildir innan Þjóðræknisfélags-
ins og vill mælast til að stjómamefndin
grenslist eftir, hvort ekki sé unt að koma
því til leiðar á sem flestum stöðum.
4: Þar sem nefndinni er mjög vel
ljóst, að fjárhagsins vegna er ekki unt að
færast mikið í fang, vill hún ekki gera
tillögu um ákveðna fjárveitingu.
Winnipeg 24. dag febr. mán. 1933.
Virðingarfylst,
G. E. Eyford.
Guðm. Amason
Matthildur Fredrickson
Jónas A. Sigurðsson.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu er
Sigfús Benediktsson studdi, að nefndar-
álitið sé viðtekið. Samþykt.
Safnsmálið var þá tekið til meðferðar
og lagði nefndin í því fram svohljóðandi
álit:
AUt nefndarinnar i Safnsmálinu.
Nefnd sú er sett var til að íhuga
safnsmálið, leyfir sér að leggja fram
eftirfylgjandi tillögu.
Þar sem ráðgert er að stofnuð verði tvö
■öfn í hinni nýju samkomuhöll bæjarins
(Auditorium listasafn og safn sögu-
legra minja, og þar sem auðsætt er að
Vestur-Isl. geta nokkuð lagt til hvom-
tveggja, en þó sérstaklega allmikilsverð-
an skerf til minjasafnsins, vill nefndin
leggja til að hin væntanlega stjórnar-
nefnd félagsins reyni að hlutast til um, að
Isl. verði ætlaður staður í þvi safni, þar
sem koma megi fyrir ýmsum minjum um
landnám og sögu Isl. hér í landi, er myndi
sérstaka deild í safninu. Nefndin ætlast
til að þetta verði gert með litlum kostn-
aði, en að nefndin hafi með höndum
samningsviðleitni við Auditorium nefnd-
ina um þetta mál, og reyni að gangast
fyrir söfnun minjanna, ef að samkomu-
lag næst við hluaðeigendur, sem nefndin
telur líklegt að verði.
Ennfremur vill nefndin benda á, aU
nauðsynin á því að hefjast handa með að
semja heUdarsögu Islendinga hér í landi
verður brýnari með hverju árinu, sem
líður. Og þótt hún viðurkenni, að kostn-
aðar vegna verður því ekki komið við nú
sem stendur, þá samt finst henni, að fé-
lagið ætti að láta sig þetta mál meiru
skifta en það hefir gert að undanfömu.
Winnipeg þann 23. febr. 1933.
Virðingarfylst,
Guðm. Amason.
Ingibjörg Goodmundson.
Rögnv. Pétursson
Sigurður Vilhjálmsson gerði tiUögu er
G. P. Magnússon studdi, að 1. liður sé
viðtekin óbreyttur. Samþykt.
Við 2. lið gerði séra Jóhann P. Sói-
mundsson breytingartUlögu: að stjómar-
nefnd sé falið að ihuga þetta mál til
næsta þings. Var breytingartillagan-sam-
þykt.
Nefndaráiltið var þá borið undir at-
kvæði í heild með áorðnum breytingum
og samþykt.
Lagt var þá fram nefndarálit — við-
víkjandi því að minnast 60 ára afmælis
fyrstu samtaka um Þjóðræknisstarfsemi,
meðal ísl. Vestan-hafs. Fer álitið hér á
eftir:
Til Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi
Hr. forseti:
1 tilefni af bendingu er þinginu hefir
borist frá hr. N. St. Thorlákssyni um
það að á næsta ári eru liðin 60 ár frá
því er Þjóðrækinsfélags hreyfing hófst
meðal Isl. í Vesturheimi í borginni Mil-
waukee i Wisconsin-rikinu, — þar sem
nokkrir Isl. er þar voru búsettir héldu
fyrsta þjóðhátíðardag og mynduðu fé-
lag 1874.
Ueggjum vér til að stjóm Þjóðræknis-
félagsins sé falið að gangast fyrir því að
þessa atburðar sé minst á þann hátt er
henni virðist viðeigandi.
Winnipeg, 24. febr. 1933.
Guðrún H. Jónsson
Friðrik Sveinsson
S. Sigurjónsson
Gerði Ami Eggertsson tillögu er Guðm.
Eyford studdi, að nefndarálitið sé við-
tekið. Samþykt.
Kom þá tillaga frá Asgeir I. Blöndahl
er Friðrik Swanson studdi, að biðja
stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins að
grenslast eftir högum Styrkárs V. Helga-
sonar, og ef unt væri, að koma starfsemi
hans sem rithöfundur og fræðimanns, í
þjónustu lslenzka ríkisins. Var sú tU-
laga samþykt.
Lágu nú ekki fleiri mál fyrir þinginu.
Byrjaði þá skemtiskrá slðasta þing-
dags með því að Ragnar H. Ragnar Iék
á slaghörpu, með alkunnri snill. Þá flutti
Lúðvik Kristjánsson frumort gaman-
kvæði, þar sem kýmni og ljóðgáfa skálds-
ins naut sín vel. Og að síðustu flutti
Guðmundur Grímsson dómari langt erindi
og fróðlegt um flugferðir. Var gerður
að erindinu hinn besti rómur, og dómar-
anum greitt þakklætisatkvæði af þing-
heimi.
Las ritari þá fundargerð síðasta fundar
og var hún samþykt.
Lauk þá hinu fjórtánda ársþingi Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, kl.
10.08 e .h. eftir þriggja daga ágætis
samvinnu um úrlausn félagsmála, og
óvenju góða aðsókn.
Rögnv. Pétursson.
FRÁ fSLANDI
Heimavista skóli brennur
Börnin bjargast nauðulega.
Rvík. 28 feb.
Skólahúsið á Finnbogastöðum
í Ámeshreppi brann til kaldra
kola kl. 1—2 í nótt. — í skól-
anum voru heimavistir. — Hús-
ið var 10X18 álnir, 1 hæð, port*
bygt með risi. Fimm fullorðnir
bjuggu í húsinu og eitt bam, en
10 börn sváfu uppi og einn karl-
maður var hjá þeim. Eitt barn-
anna, 8 ára að aldri, vaknaði
við reykjasvæluna, sem hafði
breiðst út um alt húsið, sem var
á hröðum vegi að verða alelda.
Var sængum vafið um börnin
og þau borin í útihús og mátti
ekki tæpara standa um björgun
þeirra. — Húsið var vátrygt, en
innanstokksmunir ekki. Það var
bygt fyrir 2 árum og eign
Guðm. Þ. Guðmundssonar
skólastjóra.—Mbl.
* * *
Stefán frá Hvítadal, látinn
Sú fregn barst hingað í gær
að Stefán skáld frá Hvítadal
hefði ltáist þá um morguninn
að heimili sínu, Bessatungu í
Saurbæ í Dölum.
Stefán átti alla æfi við ólækn-
andi og örðugan sjúkdóm að
berjast, og hafði nú legið rúm-
fastur mestan hluta vetrar.
* * *
Páll Eggert Ólason
dr. phil, var þ. 28. februar skip-
aður skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu.
* ¥ *
BÁTUR FERST
4 menn drukkna
í fyrrinótt reru bátar í Grinda
vík, og fórst einn bátanna það-
an í gærdag, er skipverjar voru
að draga línuna. Var báturinn
þá staddur alllangt undan landi.
Telja menn líklegast, að brot-
sjór hafi riðið yfir bátinn og
fært hann í kaf eða hvolft hon-
um. Skipverjum tókst þó að
rétta bátinn við og komast upp
í hann. Maraði hann nú lengi!
í hálfu kafi, en loks bar að op- j
inn vélbát, “Hafurbjörn”, form.
Guðjón Klemensson. Voru þá
4 af þeim, sem á bátnum voru,
druknaðir, og hafa lík þeirra
sennilega verið í bátnum. En
um leið og sá maðurinn, er
á lífi var bjargaðist upp í “Haf-
urbjörninn”, náðist eitt líkið.
Rak nú bátana sundur, en óger-
legt var fyrir “Hafurbjöm” að
leggja að hinum bátnum aftur,
vegna veðurs. Sá, sem bjargað-
ist, var frá Reyðarfirði, en þeir,
sem druknuðu, voru:
1. Guðmundur Erlendsson,
form., Grindavík, kvæntur, átti
2 böm. Lík hans náðist.
2. Sæmundur Jónsson,
Grindavík, ókvæntur.
3. Magnús Tómasson, frá
Gengishólum í Flóa, og
4. Gunnar Jónsson, úr Stein-
grímsfirði — Vísir.
♦ * *
Séra Skúli Skúlason
fyrrum prestur í Odda og pró-
fastur í Rangárvallaprófasts-
dæmi, andaðist að heimili sínu
hér í bænum í nótt, eftir rúma
mánaðar legu.—Vísir. 28. feb.
* * *
Alt fé á gjöf
Alþbl. 7. feb.
í mosfellssveit hefir alt fé
verið á gjöf nú um langan tíma,
nema á þeim fáu jörðum þar
sem fjörubeit er, svo sem Gufu-
nesi, Álfsnes, Víðinesi. Töluvert
er af sauðfé í Mosfellssveit, þó
mikil kúarækt sé stunduð þar,
og eru 1 til 2 hundruð fjár á
flestum bæjum, en á einstaka
eru 4 til 5 hundmð, t. d. á Gufu-
nesi, í Grafarholti og á Reynis-
vatni.
* * *
„ Hafís.
Alþbl. 13. feb.
Enskir togarar er vom úti
fyrir Vestfjörðum í gær, sögðu
ís alla leið frá Kóp og norður
að Riti og aðeins 10 mílur frá
lendi. ísinn var á hraðri leið
austur að landinu. — Togarinn
Hávarður ísfirðingur símaði að
ísbreiða væri frá Rit að Deildar-
horni. Jakar voru og á siglinga-
leið við ísafjarðardjúp.
* * *
Maður hverfur
Ámi B. Jónsson, starfsmað-
ur við brjóstsykursgerð M. Th.
S. Blöndahls, hvarf á sunnudag.
Lögreglunni var tilkynt hvarf
hans á mándag og hóf þá þeg-
ar leit að honum, en hún bar
engan árangur. í gær leituðu
skátar, en einnig árangurslaust.
Ámi er ættaður af Austurlandi.
—Alþbl.
* ¥ *
Nýtt dagblað
hóf göngu sína í dag 17. feb.
Það heitir Hádegisblaðið. Rit-
stjóri er Jens Pálsson. Útgef-
andi Ásgeir Guðmundsson bóka-
útgefandi. — Aiþbl.
¥ * *
Inflúensan á Norðfirði
Þann 21. þ. m. var veikin
komin í 14 hús, en 35 höfðu
tekið veikina. Ekki veit land-
læknir til, að veikin hafi breiðst
neitt út frá Norðfirði — Mbl.
* * *
Einkakenanri
við háskólann dr. Björg C.
Þorláksson er byrjuð að flytja
fyrirlestra í Háskólanum um
samþróun líkama og sálar.
* * *
Hafnargerðin á Akranesi
Undirbúningur er nú hafinn
fyrir nokkru að hafnargerðinni
hér. Hafa margir fundir verið
haldnir um málið, en nú stendur
á svari frá bönkunum um lán
til þessa mannvirkis. Vona
menn þó, að bankarnir reynist
vel og er þá ætlunin að byrja á
hafnargerðinni í vor.
—Mbl. 28. febr.
¥ ¥ ¥
Nýr Bjargræðisvegur
Á Alþingi er komið fram
frumvarp um það, að svanir
skuli réttdræpir á tímabiiinu 1.
október til 30. apríl og er því
borið við að svanurinn sé skað-
ræðisfugl, sem eyðileggi engi,
beitilönd og sliungsveiði. Er það
alveg nýr vísdómur. Sennilega
er frv. eitt af þeim bjargráð-
um, sem eiga að hjálpa land-
búnaðinum, enda kemur það
fram í grg.: “í góðum vetrum
eru svanir ágætir í bú að leggja
og hamir þeirra og fjaðrir oft
eftirsótt verslunarvara”. Þama
er þunamiðjan. Það á að fórna
svaninum á aJtari kreppunnar,
en afleiðingin verður auðvitað
sú, að óteljandi skotmenn, eigi
aðeins úr sveitum, fara upp á
öræfi á sumrin, elta uppi þær
álftir, sem eru í sárum og skjóta
hinar. Mun þá skamt þess að
bíða að eigi heyri framar “ljúf-
an svana söng á heiði”. —Mbl.
¥ ¥ *
STJÓNARSKRÁR
FRUMVARPIÐ
Væntanlegt á morgun
i ______’
Kjördæmaskipunin hin sama og
er, 6 þingmenn í Reykjavík.
Alt að 12 uppbótarþingsæti.
í lok síðasta þings lofaði for-
sætisráðherra því, eins og kunn
ugt er, að leggja fram á næsta
þingi frumvarp um breytingar á
stjórnarskránni, sem fæli í sér
sanngjarna lausn fjördæma-
málsins. —
Þetta frumvarp er sagt að
muni koma á morgun.
Eftir fregnum sem 'borist
hafa, gerir frumvarpið ráð fyr-
ir því að þingmenn verði alt að
50, landskjörið falli niður, 32
þingmenn séu kosnir í kjör-
dæmum utan Reykjavíkur og er
það óbreytt eins og nú er. f
Reykjavík eiga að vera 6 þing-
menn og alt að 12 þingmenn til
uppbótar.
í öðrum atriðum er frum-
varpið sagt vera svipað frum-
varpi því, sem SjáJfstæðismenn
báru fram á Alþingi í fyrra.
—Mbl. 28. feb.