Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 6
«. SÍÐA. WINNIPEG, 29. MARZ 1933 JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. t>ýdd af G. P, MAGNÚSSON.____________ Hún settist niður aftur og andvarpaði þungt. Þannig sat hún og horfði inn í eldin í arninum. “Eitthvað hefir komið fyrir sem breytt hefir yður gagnvart mér. En eg ætti efalaust ekki að sakfella yður fyrir það. Eg veit og viðurkenni, að eg hefi hagað mér eins og flón. Og eg veit, að þér skiljið, því eg hefi gert það. Þér vitið hvert líf 'mitt hefir verið. Eg hefi aldrei fundið til þess að peningar væru nokkurs virði til mín. Mér hefir verið veitt alt, sem eg hefi beðið um og mig hefir vant. að. Faðir minn er ekki efnaður maður, en frændi minn er auðugur og hann 'hefir verið mér mjög góður. Eg óska ekki eftir því full- komnasta, aðeins að við gætum haft það nauð- synlegasta. í>á væri eg ánægð. Þér höfðuð þá aðeins yðar lágu þingmannslaun og eg vissi að þér munduð aldrei giftast mér meðan ekki var úr öðru fyrir yður að spila. Gæti því tfminn orðið mér óbærilega langur og þreyt- andi, sem eg yrði að bíða og vona eftir því að geta orðið yðar eiginkona. Vegna þess var það, að eg reyndi til að fá yður til þess, að ganga að þeim boðum frænda míns sem hann bauð yður. Og svo, þegar þér neituðuð þeim boðum, sem voru í alla staði aðgengileg, tók eg það þannig, að f raun og veru elskuðu þér mlg ekkert. Það var þessi hugsun og tilfinning sem gerði mig svo sára og grama við yður. En ást mín á yður hefir aldrei breyst. Jafnvel á þeirri stundu, sem eg reyndi að telja sjálfri mér trú um, að eg hataði yður þá þráði hjarta mitt nærveru yðar hverja mínútu á hverjum 'degi, og-----” “Cora! Gerið það fyrir mig að segja ekki meira. Það hefir alt svo litla þýðingu.” “Jón! Þér elskuðuð mig. Eg veit það. Segið mér nú eins og er. Eg vil fá að heyra það alt. Er nokkur breyting þar á í yðar hjarta?” Jón horfði á hana. Hjarta hans barðist ótt. Freistingin var sterk, þar sem Cora sat ennþá fallegri og elskuverðari að honum fanst, en nokkru sinni fyr. Með hendur sínar út- réttar til hans og augun, full af bæn til hans. En sú gleði ef hann mætti nú kyssa hana, þó ekki væri nema einn koss. — En því mátti hann það ekki? Hún mundi ekki banna það. — Þráði hún ekki einmitt eftir því sama? Nú misti hann sjónar á framtíðinni, sem alla jafna hafði verið éfst í huga hans. Hann sá ekkert og vissi ekkert um neitt nema þá líðandi stund, og við og við kom fram í huga hans mynd þess atburðar þegar hún hafði hallað sér upp að hjarta hans og hann kyst ihana svo innilega og heitt. Elskaði hann hana ekki jafn mikið nú sem nokkru sinni fyr? Hann átti í stríði við sjálfan sig og er hún tók eftir því lifnaði um von í brjósti hennar. Jón heyrði mannamál fram í ganginum og heyrði að þar var Philip og Joyce eitthvað að tala saman. Á því augnabliki var sem öllum freistingum væri sveiflað á braut frá Jóni. Cora horfði enn í augu hans og varp öndinni 1 örvæntingarlega. "Jón!” sagði hún raunalega. “Eg hefi tapað yður. Eg veit það. “Eg vil ekki segja yður ósatt, Cora; eg skil ekki sjálfann mig lengur. Er eg fyrst kyntist yður, skoðaði eg yður, sem veru frá einhverjum æðri heimi, eg tilbað yður í hjarta mínu.” “Unz þér funduð, að guðinn yðar var jarð- neskur.” “Eg vil ekki falsa fyrir yður f neinu Cora. Látum okkur skilja nú, sem góðir vinir. Lengra samtal um þetta gæti hvorugu okkar gert neitt gott.” “Mér er augljóst nú hvað skeð hefir. Eg var sá fyrsti kvennmaður, sem þér kyntust og það eitt fyrir sig hefir heillað huga yðar. En nú hafið þér kynst öðrum kvennmanni. — Þér sögðuð að þér elskuðuð mig. Þér báðuð vig að verða konan yðar. Eg hlýt að krefjast þess af yður að þér standið við töluð orð.” "En þér megið ekki gleyma því, að það voruð þér sem senduð mig burt frá yður.” “Eg meinti það aldrei. Þér aðeins notuð- uð yður flónsku mína og fljótfærni.” Nú var barið létt á hurðina að stofunni og Philip kom inn. “Herra Oobden er veikur þennan morgun og óskar hann eftir að finna yður inn í her- bergi sitt,” sagði Philip til Jóns en ieit með afsakandi augnaráði til Coru. “Eg skal koma til hans rétt strax,” sagði Jón, en er hann sá Joyce fram í ganginum, því Philip hafði skilið dyrnar eftir hálf opnar, sagði hann: “segið honum að eg komi alveg strax.” Cora sá líka Joyce í ganginum fyrir framan dyrnar og sá að hún var að horfa inn í stofuna. Svipur Coru varð harður og illi- á HEIMSKRINGLA legur. Og er Philip fór út úr stofunni aftur og hurðin féll aftur á eftir honum, snýr Cora sér að Jóni og segir: “Nú skil eg! Þessi kvennmaður hefir tekið yður frá mér.” Cora beit á vörina. “Þetta er eitt af flónskutali yðar, Cora,” sagði Jón kuldalega. “En jafn heitt, sem eg get elskað, jafn heiftuglega get eg hatað. Eg er stolt í eðli mínu, en stoltið hefi eg lagt til síðu og kropið að fótum yðar með bæn um fyrirgefning. Þér hafið horft á hjarta mitt blæða og flaka sund- ur f sárum. Þér hafið kastað salti í sárin, svo sviðin skyldi verða mér sem- óbærilegastur, þér hafið tendrað til lífs alt það illa, sem í mér býr með framkomu yðar við mig, sér- staklega nú í dag. Ef þér sendið mig nú frá yður, gleymist mér sú stund aldrei. Og þó eg sé ekki annað en kvennmaður, þá get eg hjálpað óvinum yðar og það tekur ekki mikið að kollvarpa loftköstulum yðar. Þeir eru valt- ir og ekki sterkir fyrir, hr. Jón Strand. Þér hafið svikið fólkið, þjóðina og sjálfann yður. Alþýða skal fá að vita hvaða maður þér eruð — hverfull og umbreytingasamur eins og vind- urinn í loftinu.” Hún þagnaði og henni var mjög erfit um andardráttinn, en úr augum hennar skein hatrið og afbrýðissemin. “Gerið svo vel og farið nú. Þér munuð iðrast allra þessa orða, er þér hafið nú talað hér, svo fljótt, sem þér lofið skynseminni að komast að og þér farið að hugsa í ró og næði. Mér kemur ekki til hugar að bera neina þykkju í brjósti til yðar fyrir það, sem þér hafið sagt við mig nú, en eg aumkva yður af öllu mínu hjarta fyrir það stjómlausa geð er þér hafið,” sagði Jón rólegur og vingjarnlegur. “Eg fyrirlít yður. Eg hata yður af öllu mínu hjarta,” grenjaði hún og stappaði fæti í gólfið. Jón horfði á hana vandræðalegur og undr- andi. Hann vissi ekki hvað hann ætti helst að segja. Svo þetta var þá hennar innri mað- ur. En vandræði hans jukust enn meir, er hún braust í grát. Von bráðara áttaði hún sig þó, og fór að hagræða á sér yfirhöfninni og búast til að fara. “Það getur farið svo, að áður en langt um líður komið þér til mín, — vælandi og biðj- andi — en þá skal eg taka yður með því sama miskunarleysi og þér hafið tekið mér nú,” sagði hún. “Mig tekur það mjög sárt, Cora, hvað yður hefir liðið illa hér, sem gestur minn í dag, og eg vil óska að það kæmi ekki fyrir aftur. Svo veit eg að forsætisráðherranum félli það mjög illa ef hann vissi hvaða gerðshræring erinds- rekar hans komast í á embættistúrum sínum.” “Eg skal giftast Robert Sylvester,” sagði hún í hótunar róm. “Eg vona af heilum hug að þér megið verða lukkulegar í hjónabandinu. Eg trúi því fastlega að það gerði yður gott, að giftast manni eins og Robert Sylvester er álitinn að vera,” sagði Jón með sömu hægðinni og ró- seminni, og auðheyrt var að hann meinti hvert orð af því sem hann sagði. Hún gekk fram að dyrunum og stað- næmdist þar. Hún sneri sér við og leit til Jóns. — En nú gat hún ekki lesið neitt út úr svip hans. “Þér skuluð iðrast þessa svo lengi, sem þér lifið,’ sagði hú’n í klökk»m róm um leið og hún fór út. • : 1‘ | Jón kastaði sér ofan í stól, og huldi and- litið í höndum sér. Þessi samfundur hafði verið sár í alla staði, en Jón sá ekki að hann hefði getað breytt á annan veg að nokkru leyti. Ef hann hefði látið að freistingunum, þá hefði ástandið orðið óbærilegt, og hefði haft fulla ástæðu til að kvarta þegar hún hefði fundið út, — sem hún hefði hlotið að gera fyr . eða síðar, — að hann eiskaði hana ekki lengur. i En Jón gat ekki gert sér ljósa grein fyrir því, | af hverju tilfinningar hans höfðu breyst til hennar. Þrátt fyrir það, þó hann reyndi, að telja sjálfum sér trú um, að hann hefði gert alveg rétt, þá fanst honum endilega, að hann hefði komið ósanngjarnlega og illa fram við Coru í þetta skifti. Þannig sat hann langan tíma og áttaði sig ekki fyr en Philip kom inn í stofuna með nokkur bréf í hendinni. “Veltu gera svo vel og yfirfara þessi bréf og síðan undirrita þau, ef ekkert er við þaú að athuga,” sagði Philip . Jón stóð upp af stólnum og gekk yfir að skrifboðinu. “Philip!” sagði hann svo alt í einu. “Hefur þú nokkru sinni elskað eða lent í ástaræfintýri? Þú ert annars of ungur enn- þá til þess.” “Já, margsinnis,” svaraði Philip glaðlega. “En ástin hefir aldrei náð á mér verulegum tökum. Þó var eg eitt sinn nærri því orðinn vitlaus út af stúlkunni sem var rétt núna að ganga út héðann. En eg held að hún hafi naumast tekið eftir því, að eg var til í heim- inum. Þess háttar kallar maður nokkuð ein- hliða ástaræfintýri. Þessi ósköp komu yfir mig eitt sinn í danzveizlu.” “Hvað þjáðist þú svo lengi af þessari sýki?” “Eg held nærri því í heila viku — mér leið ósköp illa allan þann tíma. Svo kyntist eg annari stúlku, en eg vissi aldrei hver hún var eða hvað hún hét. Mundir þú svo vilja finna fóstra þinn strax. Hann á von á því en meðal annars, hver er þessi fallega stúlka, sem eg mætti áðan fram í ganginum Hún kom út úr herbergi fóstra þíns.” “Það er ungfrú Arnold — íoyce Amold. Hún er syst- jr dóttir gamla mannsins. Eg rar búinn að stein gleyma því, að þið höfðuð ekki mæst fyr,” sagði Jón, en hugur hans var langt í burtu. “Hún er framúrskarandi fögur stúlka.” “Já, hún er það, en far þú gætilega, Phil- ip. Hún er ung og þekkir ekkert af heimin- um. Mundu það, að vera ekkert að flánsa utanum hana.” “Þú þarft ekkert að óttast. Eg er fyrir löngu alveg hættur við alt þessháttar. Mér fórst það aldrei svo hönduglega,” sagði Philip brosandi. “Það gleður mig að heyra það,” sagði Jón. “Eg er nú búinn að vera hjá þér aðeins fáa daga. Og hvað segir þú mér nú um það, sem eg hefi verið að reyna gera fyrir þig? Heldurðu að eg geti orðið þér að nokkru liði: Eg hefi reynt að gera mitt bezta.” “Eg tel mig lánsmann að hafa mætt þér, Philip, og fengið þig í þjónustu mína. Þú hefir gert þitt verk ákjósanlega vel fram að þessum tíma og eg efast ekki um að þú gerir það í framtíðinni.” “Eg þakka þér innilega fyrir það álit, sem þú hefir á mér og það traust, sem þú berð til mín,” sagði Philip og varð mjög glaður yfir því að heyra það, að húsbóndi hans var ánægð- ur með hann og verk hans. XXI Kapituli. Philip hafði farið til að láta Cobden vita, að Jón kæmi strax að sjá hann. Mætti hann þá Joyce þar inni í herberginu; hún var að hlúa að gamla manninum. “Eg bara vona, að hr. Strand leggi ekki of hart að sér,” sagði Joyce. “Eg sá hann út um gluggan í morgun er hann kom og sýndist mér hann þá svo fölur og þreytulegur.” “Hann hefir einn verið að vinna fjögra manna verk að undanförnu. Það er lán að kosningarnar eru nú á morgun. Þegar þær eru afstaðnar getur hann tekið sér nokkra hvíld.” “Heldurðu að það sé nokkur efi á því, að hann nái kosningu?” “Eg vona ekki, en það mun verða lítill atkvæðamunur milli hans og Williamsons — hver þeirra sem kann að verða hlutskarpari. Eg er sannfærður um, að Sylvester hefir ekk- ert tækifæri að vinna kosninguna og það lík- ar mér vel. En nú verð eg að flýta mér inn í eldhús; það fer að sjóða á katlinum.” “Eg er búin að búa til te. Farðu fram og taktu ketilinn af eldinum og komdu svo aftur og drektu te með mér. Eg vona að hr. Cobden fari að batna svo eg geti farið að hugsa um húsverkin aftur — þurfi ekki altaf að vera inni hjá honum,” sagði Joyce. “Er eg nú að gera rétt?” spurði hann sjálfan sig er hann var kominn inn í eldhúsið. “Það getur engan sakað þó eg drekki te með henni. Það er ekkert nema eðlilegt, að unga fólkið dragi sig hvað að öðru.” Þau sátu bæði róleg yfir tedrykkju. Hvor- ugt þeirra talaði orð í fyrstu. En svo tók Joyce til máls: “Ó! eg öfunda þig svo af stöðu þinni að mega alla tíma vera í návist við hr. Strand. Finst þér hann ekki vera einn af þeim allra beztu mönnum sem þú hefir nokkru sinni kynst,” spurði Joyce feimnislegaa. "Jú, vissulega. Hann er sannarlega góð- hjartaður maður. Hefir þú hejrrt undir hvaða kringumstæðum hann mætti mér?” “Nei, segðu mér það.” “Kanske það væri bezt að eg gerði það ekki, sagði hann um leið og honum kom í hug, að heppilegast mundi vera að Joyce fengi ekkert að vita um það, hvaða flón hann hafði verið framan af æfinni, og eyðilagt öll sín góðu tækifæri, sem hann hafði haft til að verða að manni. Það lýsti sér vonbrigði í augum hennar, en hún fór þó ekkert fram á það frekar að heyra sögu hans. Og Philip fór að tala um fundinn, sem átti að halda þá um kvöldið. “Já, mér þætti gaman að fara á þann fund,” sagði Joyce. “Komdu með mér,” sagði hann en áttaði sig svo, “eða réttara sagt, við skulum biðja hr. Cobden að fara með þér á fundinn. Ef til vill verð eg að vera einhverstaðar nálægt þar, sem hr. Strand verður svo hann nái til mín ef hann þarfnast einhvers við. Philip var nú að hugsa um það loforð, sem hann hafði gefið Jóni um það, að gerast RobinfHood FI/ÓUR BEZTA MJÖLIÐ f ALLA BÖKUN ekki um of nærgöngull við Joyce. Hann þótt- ist vera viss um það, að hún bæri ekkert skyn á neitt það er að ástum Lyti; til þess væri hún svo ung ennþá, og er hann sá sakleysið skína úr augum hennar, sannfærðist hann um, að sál hennar hefði enn ekki vaknað í því sam- bandi né að hjarta hennar hefði orðið snortið af ástarguðinum. Gat hann kanske orðið til þess að vekja hjá henni þá tilfinningu? Og ef svo yrði gat það þá ekki haft óþægilegar af- leiðingar? Hafði ekki Jón haft rétt fyrir sér, er hann aðvaraði hann? Það var barið að dyrum og Philip hrökk upp sem af draumi og gekk til dyra. Það var Jón sem kom. Andlit hans var sem íshella og svipur hans illilegur er hann sá að þau voru ein þar inni Fhilip og Joyce. “Hvar er frændi þinn?” spurði hann Joyce. Hann var svo hryssingslegur og kald- ur í máli að hana rak í stanz. “Hann gekk út, en sagðist koma bráðlega til ibaka,” sagði hún er hún hafði náð sér aftur. “Viljið þér ekki biðja hann að aka með mér á fundinn í kvöld. Mig langar svo mikið að fara þangað,” spurði hún hikandi og horfði spyrjandi, hræðslu augum á Jón. “Jú, ef hann er svo frískur, að hann treysti sér til þess. En svo mun hann alveg eins gera það fyrir þín orð, eins og mín.” Hún starði á hann og skildi ekkert í svip hans og framkomu. En hún varð einskis vís- ari um ástæðuna fyrir breytingunni á honum. Og er hann var farinn út úr herberginu með Fhilip varp hún andanum mæðulega. Hún tók líka ef.tir því, að Philip var niðurlútur og hálf skömmustulegur á svipinn. Hvað gat geng- ið að? Hvað hefir komið fyrir? Stuttu síðar kom gamli Cobden heim, og er hún nefndi við hann að fara með sér á fundinn þá um kvöldið, samþykti hann það taf- arlaust. Joyce fór svo að tilreiða máltíð handa þeim. “Jón borðar með okkur núna. Eg mætti honum er eg kom inn,” sagði Cobden glað- legur. “Já, og þá líklega Philip einnig?” spurði Joyce. ‘ . “Eg mintist á það, en Jón kvað hann mundi borða uppi f dag.” Maturinn var ljúffengur og góður, en stundin sem fór í það, að neyta matarins var ömurleg og ógeðfeld. Öll sátu þögul undir borðum. Cobden tók strax eftir svip Jóns og honum skildist strax, að eitthvað væri að. “Er eitthvað að Jón,” spurði hann að mál- tíðinni afstaðinni er Joyce var að búa sig á fundinn, og þeir voru tveir eftir inn í stofunni. “Eg vil ekki að Philip sitji við tedrykkju einn inn í herbergi með Joyce, þegar þú ert ekki heima,” sagði hann í ákveðnum róm. “Þetta eru mín húsakynni, og Joyce er systurdóttir mín. Eg lít svo á, sem eg sé full fær um að sjá til með henni án aðstoðar frá öðrum,” sagði Cdbden glotnislega. /Svíp- breytingin fór fram hjá Jóni, en ekki orðin sem töluð voru. “Ert þú alveg viss um það? — Hún er ung og stundum ert þú-------” “Þú átt við, að eg sé stundum drukkinn?” Tók Cobden fram í fyrir honum. “Ef þú hefðir ekki verið jafn önnum kafinn og þú hefir verið nú síðstu dagana, þá hefðir þú tekið eftir því, að eg er orðinn mikið breyttur.” “Eg ætlaði ekki að segja neitt um það, að þú værir stundum drukkinn, heldur hitt — ef þú hefðir lofað mér að klára setninguna — að þú værir stundum nokkuð eftirtektarlaus á það, sem fram fer í kring um þig.” “Eg ber fult traust til Joyce, hvar sem er hvenær sem er og með hverjum sem hún er.” “Það geri eg einnig,” sagði Jón. “Og eg treysti Fhilip. Eg held það sé engin ill hugsun til í þeim pilt.” “Þú þekkir hann ekkerf, enda er ekki að ■búast við þar sem hann er nýkominn á heim- ilið,” strax, sem hann hafði slept orðunum, sá hann eftir að hafa talað þau. “Eg hefði ekki átt að segja þetta — eg ber fult traust til Philips. Eg skil ekkert hvað yfir mig hefir komið þessa síðustu daga. Eg er eitthvað svo óþreyjufullur og bara þekki ekki sjálfan mig.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.