Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 4
4. SlÐA HE.IMSKRINCLA WINNIPEG, 29. MARZ 1933; Hcimskringla (StofnuO ISSS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurínn borgist íyrtrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 29. MARZ 1933 FJÁRHAGUR MANITOBAFYLKIS Fyrir nokkru var tekjuhalli þessa fylkis talinn vera um 24 miljón dollara. Var þó ekki þar með talinn atvinnuleysisstyrk- urinn, sem nema mun talsvert a aðra miljón. Hefir dagblöðunum orðið tíð- rætt um þennan óbjörgulega fjárhag. Meðal annars fluttu þau og þá frétt ný- lega, að sambandsstjórnin hefði tilkynt fylkisstjórninni, að við svo búið mætti ekki hlíta, og á tekjuhallanum yrði að grynka. Forsætisráðherra J. Bracken ber þó fregn þessa til baka, segir blöðin hafa spunnið hana upp. Neitar hvorugt blaðið þessu. Má það þó undarlegt heita, svo hörundssár sem þau hafa stundum verið, er rengdar eru fréttir þeirra. Lítur hlezt út fyrir, að þau vilji sem fæst orð um efnahag fylkisins segja. , En að því sleptu, er hinu ekki að neita, að fjárhagur fylkisins er sá, að stjórnin er auðsjáanlega úrræðalaus með að halda í horfinu. Hún gerir ráð fyrir að eyða á komandi ári, sem næst 15 miljónum doll- ara. En tekjur, áætlaðar, eru rúmar 12 miljónir. Að leggja þennan tekjuhalla (24 miljón) að viðlagðri hálfri annari miljón dollara til bjargráða atvinnulaus- um, við skuld fylkisins, er þrotabúslegt. Um aðstoð með láni frá bönkum eða lán- félögum virðist ekki að ræða, hvorki með verðbréfa sölu eða öðru. Síðasta verð- bréfasalan var, eftir því sem nú er kunn- ugt orðið, lán, með ókjörum í New York tekið, þó auglýsing væri úr því ger um fjárhagslegt öryggi fylkisins. í önnur hús er því nú ekki að venda, en til sambands- stjórnar um aðstoð. I önnur skjól er fok- ið. Hefir og síðast liðin tvö ár í það garðshomið verið hlaupi af fylkjum og sveitum með vandkvæði sín er af krepp- unni hafa stafað. Sambandsstjómin hef- ir orðið að kljúfa þann strauminn, auk hennar eigin af kreppunni. En þar sem svo er komið, væri ekki óeðlilegt, að hún hefði eitthvað að segja um meðferð þess fjár, er að láni er fengið. Það er algild viðskiftaregla og það þó skilanna væri von á fyrri skipunum. Fylkisþingið er nú sem óðast að af- greiða fjármálin. Hvert atriðið af öðm af þessari nærri 15 miljón dala upphæð, sem gert er ráð fyrir að eyða, er nú sam- þykt. Það er ekki einu sinni beðið eftir því, að fjármálaráðherra, Mr. McPherson, segi frá hvaða útlit sé til þess, að fá þetta fé lánað frá Sambandsstjórninni, sem tekjuhallanum nemur, og nærri mun láta að verði um fjórar miljónir dollara. Af þessari fjárhagslega ráðþrota Bracken stjóm, er ekki um svo mikið hugsað sem þetta, við afgreiðslu fjármálanna á þing- inu. Hefir þó Mr. Evans og fleiri leitt stjórninni það fyrir sjónir, að hún sé með því að samþykkja þessar veitingar að stefna blint í sjóinn. En slíkar athuga- semdir eru auðvitað allar lagðar á hilluna. í byrjun þessarar viku, annað hvort á mánudagskvöld, eða þriðjudagskvöld, flyt- ur fjármálaráðherra Mr. McPherson, f jár- málaræðu sína. Hefir lengí eftir henni verið beðið. Þingið virðist nærri í strand hafa rekið, vegna dráttarins á greina gerð fjárhagsins. En nú er að minsta kosti lofað að bæta úr því, svo þingmenn munu ekki þurfa heim að fara um stundarsakir, eins og við sjálft lá um tíma. Þetta getur nú þótt óbjört lýsing af fjráhag Bracken stjórnarinnar. En hug- mjmd höfum vér um að við höfum ekki heyrt það versta enn. Frá því hefir verið sagt, að Bracken stjórnin hafi í hyggju, að leggja 1% skatt á vinnulaun og allar hreinar tekjur, einnig nokkum skatt á tókab. Tóbaks- skattur í einú fylki, er hætt við að reyn- ist ópraktiskur. Vinnulauna-skatturinn er fáheyrður og verður að sjálfsögðu illa ræmdur sem allir skattar. Hafði vissulega virst tilhlýðilegra, að færa stjóraarkostn- aðinn eitthvað niður. v Vinnulaunaskatt- inum fylgir og það óréttlæti, eins og honum hefir enn verið lýst, að maður með stóra fjölskyldu, sem tekur nú ekki inn nema 85 dollara á mánuði, greiðir $10.20 í skatt á ári, en maður, sem fyrir fyrir fáum hefir að sjá, sem hafir $200 á mánuði, greiðir aðeins $24.00 Nema því að eins, að með skattinum verði á- stæður manna teknar til greina, er hann óhæfur. En nákvæmar skýringar á öllu þessu, verða eflaust gefnar í ræðu fjár- málaráðherra og er því réttast að bíða eftir þeim. UM GRÆÐSLU SÁRA MEÐ AÐSTOÐ MAÐKA Frá alda öðli hafa menn álitið að ef maðkar kæmust í sár myndu þau fljótt spillast enda bæri það vott um afskaplegt hirðuleysi og vanþekkingu. Þetta er mjög eðlilegt því allir vita að maðkar eiga stór- an þátt í rotnun bæði fiska og dýra og eru því í hugum manna jafnan settir í samband við uppleysingu dauðra lík- ama; er því ekki að furða þó mönnum hrilli við þeim í sárum. Man eg eftir því þegar eg var lítill drengur heyrði eg föður minn segja frá því að þegar hann var á tólfta ári hjá ömmu sinni á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, kom þangað sáldið Jónas Hallgrísson á ferð sinni um Austurland árið 1842. Lá hann þar í tjaldi nokkra daga og fór aldrei úr fötum eða stígvelum. Hafði hann þá sár á fæti og var mjög lasburða, spurði hvort þar væri ekki “berjaheiði“ og bað um bláber. Frá Ketilsstöðum komst Jón- as til Beldrings læknis (eða Gísla Hjálm- arssonar sem mig minnir að faðir minn nefndi) og var þá sagt að þegar læknir lét draga af honum stígvélin hafi maðkar oltið úr því af sára fætinum niður á gólf- ið. Þessi saga blöskraði mönnum og létu þeir þó í þá daga ýmislegt ekki fyrir brjósti brenna sem við gerum nú. Rúmum tuttugu árum áður en þetta var er þess getið að læknir notaði maðka við sáralækningu, sá læknir hét J. F. Zacharias og var herlæknir í liði sunnanmanna í innanríkis stríði Banda- rkjanna. Ekkert greinilegt finst ritað um þessar tilraunir. Ef nokkuð hefir verið um þær skrifað er það líkega týnt. Og engin reynsla fekkst þessu viðvíkjandi frá 1864 til 1917. Þá var það að sjö dögum eftir bardaga einn í Frakklandi fundust tveir hermenn með sundurskotna lærleggi og stór sár á kviðarholi. Höfðu þeir legið þessa sjö daga á vígvellinum vatns- og matarlausir og með sárin algerlega óhirt. Voru sár þeirra ein stór maðkaveita en það furðaði alla á að þegar búið var að gefa þeim að eta og drekka hrestust þeir furðu fljótt og höfðu ótrúlega litla sársótt. Meira að segja, sárin voru byrjuð að fyllast upp og í þeim voru óvanalega fáir gerlar. Læknir að nafni Dr. Baer sem er bæði athugull og sjálfstæður, gat ekki gleymt þessu fágæta fyrirbrigði og eftir að hafa hugsað um það í tíu ár afréð að nota maðka við græðslu illkynjaðra sára sér- staklega í hernum. En þá byrjuðu erfið- leikarnir við að framleiða gerlafría maðka og það svo oft og tíðum að þeir væru ætíð átakteinum; þetta er eins og nærri má geta, hið mesta vandaverk og þegar þess er gætt að maðkaæfin er að- eins sjö dagar sést að sama vandaverkið verður að gerast svo að segja látlaust. Við þetta bættist að við tilraunirnar reyndist að aðeins tvær maðkategundir eru not- hæfar, aðrar tegundir, í staðin fyrir að græða sár, grafa sig niður í botninn og dýpka þau. Þegar loksins aðferðin var fundin til þess að framleiða gerlafría maðka svo oft sem þurfti og af réttri tegund var eftir að finna bestu aðferðina til að nota þá á hentugastan hátt og eins hitt hvaða gerla maðkar gætu ráðið við og eyðilagt. Aðferðin fanst og það reyndist að maðkar gátu ráðið við og yfirunnið aliar teg- undir gerla nema þann sem stjarfa orsak- ar. Sagt er að sagan um það hevmig Dr. Baer yfirvann alla þá örðugleika sem þessu eru samfara sé ótrúlegri en nokk- ur skáldsaga, en nú eru þeir yfirunnir og er árangur af þessari græðsluaðferð mjög góður. Sárin haldast ágætlega við. Sýran sem oft fylgir illkynjuðum ígerðum hverf- ur, hin gráa slímhúð eyðist og sárið smá- fyllist af lifrauðum græðsluhnúðum. Örið þegar sárið er gróið, verður lint og voðfelt sjaldan lægra en hörundið kring um það eða gróið við aðra líkamsparta. Svo mikil útferð er úr þessum sárum að gæta verður þess að hún fái útrensli annars drukkna maðkarnir. Og skipta verður um maðka fimta hvern dag því þá er æfi þeirra á enda og ef þeir eru látnir deyja í sárinu fyllist það af þykkum daunillum greftri, sem þó er ekki mjög skaðlegur né erfitt að hreinsa burtu. Ýmsum getum er um það leitt, í 'hverju þessi fljóti bati sé innifalinn en út í það verður ekki farið hér, enda til lítils í almennri blaðagrein. Það hefir mikið létt undir framleiðslu maðka að þó þeirra vanalega æfi sé að- eins sjö dagar (tveir til að yaxa og fimm sem þeir eru nothæfir) þá er hægt að geyma þá margar vikur í nokkurskonar dái ef hitinn á þeim er hafður 40 stig á Fahrenheit og hvorki meiri né minni. Er þetta mjög hentugt þegar þarf að senda þá langar leiðir, sem oft er, því enn eru það aðeins mjög fáir staðir þar sem þeir eru framleiddir. Greinarkorn þetta er að mestu tekið upp úr allítarlegri ritgjörð um þetta efni sem kom út eftir tvo amerikanska lækna J. Buchanan og J. E. Blair, í tímaritinu Surgery, Gynecology and Obstetrics í ágúst 1932. M. B. H. FANGELSIN Fyrir nokkru skrifaði maður bréf, og lét birta í blöðum, um vistina í fangelsunum í Winnipeg og Headingly. Hafði hann verið fangi á báðum stöðunum. Er lýsing hans sú, að hræmunleg sé vistin og í grein hans er á nokkrum stöðum minst á lýs, pöddur, maðka og annan þvílíkan ófagnað. Og fæðinu er aðeins lýst með þremur orðum, brauði sírópi og te (mjólkur og sykur lausu). Sendi hann blaðinu “Ottawa Joumal” bréfið. En áður en blaðið birti það, var nafnkunnur blaðamaður í Winnipeg fenginn til að rannsaka, hvað hæft væri í ummælum bréfritara. Að því búnu birti blaðið bréf- ið með athugasemdum blaðamannsins. í flestum greinum reyndust ummælin annað hvort ykt fram úr hófi eða með öllu tiihæfulaus. Aðeins í tveim atriðum gat blaðamaðurinn fundið þeim nokkurn stað. í Headingly-fangelsinu er svo nefnt “svarthol” (Black hole), sem fangar eni hneptir í, ef þeir reynast baldnir. Þetta hafa nú bæði dómsmálaráðherra Mani- tobafylkis og þingmennirnir, er rannsök- uðu það, viðurkent satt vera. Hegning þessi er í því fólgin, að fangamir sitja í þreifandi myrkri. Blaðið “Ottawa Journal” telur þetta ó- hæfa meðferð fanga. Munu fleíri á þeirri skoðun, að hún virðist ónauðsynleg. Ó- hlýðnir fangar eru eflaust erfiðir viður- eignar. En jafnvel þó til annara ráða verði að grípa við þá, en aðra, virðist hegningin gerð ónauðsynlega ægileg með þessari myrkrastofuvist. Blaðamaðurinn varð þess ennfremur á- skynja, að í fangelsinu á Rupert stræti, voru ekki sængur, koddar eða ábreiður í vissum herbergjum. Er sú afsökun fyrir því færð, af hálfu yfirvaldanna hér, að erfitt sé að halda herbergjum þessum hreinum. Þau séu aðeins notuð fyrir menn, sem ekki séu lausir við óværð, meðan þeir bíði eftir, að mál þeirra komi fyrir rétt, en þar sé sjaldnast um marga daga að ræða. Öll önnur herbergi eru út- búin með rúmfötum. Þetta eitt kváðu yfirvöldin sín úrræði, er svona stæði á. Blaðið “Ottawa Joumal” samþykkir það ekki. Það heldur fram, að ræstingar-útbúnaður ætti að vera full- kominn í fangelsunum fyrir slíka menn./ Að vísu kosti það nokkuð, því jafnframt þyrfti að sjá þeim fyrir hreinum fatnaði, en blaðinu finst samt óumflýjanlegt og sjálfsagt að það sé gert. Fæðið reyndist ekki eins og því var lýst af bréfritara. Mál þetta hefir vakið hér talsverða athygli og umtal og það er vegna þess, að bent hefir verið á helztu atriði þess hér. RAUÐA HERBERGIÐ Eftir H. G. Wells “Eg get fullvissað þig um, að það þarf meir en meðal draug að skjóta mér skelk í bringu,’’ sagði eg um leið og eg stóð upp við arininn og tæmdi staupið. “Alveg eins og þér sýnist,” svaraði maðurinn með visna handleginn og leit til mín spyrj- andi. “Eg hefi lifað í tuttugu og átta ár og hefi en ekki séð draug,” svaraði eg. Gamla konan sat við eldinn og starði inn í hann með gal opnum augum. “Ójá”, svaraði hún, “eg hygg að þú hafir lifað öll þessi tuttugu og átta ár án þess að líta hús líkt þessu, sá sem er aðeins tuttugu og átta ára á ekki svo fátt eftir að sjá. — Já ótal margt eftir sjá og iðrast eftir.” Hún hallaði vöng- um hvað eftir annað og setti á sig spekingssvip. Eg hafði grun um að þetta gamla fólk væri að reyna að gera mig fyrirfram skelkaðann gagnvart húsinu með þessu óviðurkvæmilega masi. Eg lagði frá mér tómt staupið á borðið og leit í kring um mig í herberginu og varð litið í gamlan spéspegil er stóð rétt hjá postulínskápnum og sá i þar sjálfan mig svo afkáralega stuttan en digran. “Jæja þá,” sagði, eg; “ef eg verð nokkurs var í nótt öðlast eg áreiðanlega meiri þekking en áður, því það hvílir ekkert það áhuganum sem hindrar granngæfilega rann- j sókn.” “Þú hefir kosið þér það sjálf- ur,” mælti maðurinn með visna handlegginn. Eg heyrði alt í einu óljósann ^ hávaða af göngustaf úti fyrir | og þramm gegnum fánastiginn. ; Það ýskraði í hurðarlömunum, hurðin opnaðist og inn kemur annað gamalmenni enn ellilegra og hrukklóttara en gamli mað- urinn sem fyrir var. Hann studd j ist fram á hækjur; fyrir augu ' hans var bundin skýla og neðri vörin hékk máttlaus niður frá hálfbrunnum margulum tönnun- um. Hann staulaðist hiklaust beina leið að hægindastól sem stóð hinumegin við borðið og hlammaði sér þar niður með á- kafri hóstakviðu. Maðurinn með visna handlegginn gaut óvel- komnu hornauga til gestsins, en gamla konan leit ekki við hon- um en einblindi beint í eldinn. “Þú hefir kosið það siálfur”, endurtók maðurinn með visna handlegginn þegar mesta hósta- kviða nýkomna gestsins linti. “Já, eg hefi kosið mér það sjálfur’” svaraði eg. Maðurinn með augnaskýluna, virtist nú- fyrst verða áskynja nærveru minnar. Hann hallaði höfðinu aftur á herðar og reyndi að grilla á mig undan skýlunni. Eg gat sem snöggvast séð í augu hans og voru þau lítil og þrútin og blóði drifin. Hann fékk aftur ákafa hóstakviðu. “Því færðu þér ekki drykk?” spurði maðurinn með visna handleggin, um leið og hann ýtti að honum bjórnum. Mað- urinn með skýluna helti í glas en hendi hans skalf svo að helmingur vínsins spiltist út yfir borðið. Hin herfilega skuggamynd hans á veggnum virtist hæðnis- lega herma eftir honum, er hann helti í glasið og drakk það. Eg varð að viðurkenna með sjálfum mér, að eg hafði ekki búist við svona löguðum gesti. Það virðist stundum hvfla á meðvitund minni að það sé eitthvað óeðlilegt við ellina, einhver skríðandi ættgengi. Alt mannlegt atgerfi hverfur smátt og smátt dag frá degi. Þessi þrenning er þarná var Saman- komin hafði óheilnæm áhrif á tilfinningar mínar. Þögn þeirra og óvingan gagnvart hvert öðru og mér gerði slíkt að verkum. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru 3júkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. Eg ásetti mér því að komast sem fyrst burt frá þessum óljósu spám, um voða þann er biði mín upp í loftherberginu. “Ef þið viljið gera svo vel og sýna mér þetta makalausa draugaherbergi ykkar, væri mér kært komið að ganga til hvílu,’r sagði eg. Gamli maðurinn með hósta- kviðurnar fleygði höfðinu hast- arlega aftur á bak og gaut til mín blóðstorknum augu-m und- an dimmmyrkri augnaskýlunn- ar, en enginn svaraði. Um stund beið eg svars og horfði á víxl, frá einum til annars. Gamla konan sat hreyfingarlaus sem liðið lík og augu hennar störðu óendanlega inn í eldinn. “Ef”, sagði eg í hærri mál- róm: —“ef þið vilduð sýna mér þetta illræmda reimleika her- bergi ykkar, þá losnið þið við að skemta mér meira að sinni”. “Það er kerti á hillunni utan við dyrnar,” svaraði maðurinn með visnu hendina og horfði á fæturnar á mér um leið og hann yrti á mig. — “En ef þér þókn- ast að fara til Rauða herbergis- ins ,að vera þar í nótt —” “Þvílíka nótt sem þessa,” tók gamla konan fram í, í hvíslandi málróm. —Þá farið þér einsamlir.” : “Gott og veí,” svaraði eg stuttur í spuna,” en hvaða leið held eg?” “Þú gengur svolítinn spotta gegnum ganginn,” svaraði hann og benti með höfðinu á dyrnar, — “unz þú kemur að hring- mynduðum stiga og þegar þú kemur upp á aðra hæð kemurðu að hurð klæddri með grænu klæði. Farðu þar í gegn og gáttu áfram eftir löngum gangi. og við enda hans liggja tröpp- ur til vinstri handar upp að Rauða herberginu ? ” “Hefi eg numið þetta rétt?” svaraði eg, og hafði upp eftir honum þessar leiðbeiningar. Hann leiðrétti mig áðeins með eitt atriði. “Og, þú ætlar virkilega að fara þangað,” sagði maðurinn með skýluna í þriðja sinn og horfði til mín með sama við- bjóðslega höfuðrykk og augna- ráði sem fyr. “Þvílíka nótt sem þessa,” muldraði gamla konan í hálf- um hljóðum. “Til þessa var ferðinni heit- ið,” svaraði eg, og gekk að dyrunum. Um leið stóð gamli maðurinn með skýluna á fætur og haltraðist kringum borðið, svo hann gæti orðíð nær eldin- um og hinu fólkinu. Við dyrn- ar sneri eg um hæl og sá að gamla fólkið hafði þétt sér sam- an við eldinn og horfði alt um öxl á eftir mér inn úr dyrun- um og óttin skein úr elliskropn- um andlitunum. “Góða nótt,” sagði eg og opn- aði dyrnar. “Þú hefir kosið þér þetta sjálfur,” svaraði maðurinn með visna handlegginn. Eg skyldi hurðina eftir opna upp á gátt, á meðan eg fann kertið og kveikti á. Síðan lok- aði eg henni og hélt eftir hin-;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.