Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29, MARZ 1933 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA GRÍMUR GRÍMSSON 3 maí 1860—24. febr. 1933. (Æfiminning) Þann 24. febrúar síðastliðinn andaðist á elliheimilinu Betel á Giimli, iGrúmur Grímsson frá Fitjum í Nýja íslandi. Grímur (heitinn var Húnvetningur að sett fæddur á Melrakkadal í Víðidal 3. maí 1860. Foreldrar hans voru þau Grímur Magnús- son og Anna Bjarnadóttir er um, tíma bjuggu á Refsteinsstöðum í Víðidal. Systkini hans voru þrjú, bróðir er Gísli hét, andað- ur fyrir mörgum árum síðan, og tvær systur er báðar eru á lífi og búa hér í landi, Kristín gift Sigurði Jónssyni Vídal, búa þau á Fitjum í Breiðuvík í Nýja ís- landi og Ingveldur er heima á í Selkirk, ekkja Illuga Ólafssonar er síðast bjó í Selkirk. Grímur heitinn ólzt upp við fremur þröngan kost í æsku og varð því snemma að fara aðj vinna fyrir sér. 1878 andaðistj faðir hans, flutti hann þá ogj móðir hans til Sigurðar Jóns-I sonar Vídals er þá var kvæntur Kristínu systur Gríms, og áttuj þau heima hjá þeim ávalt síðan og fluttust með þeim til Amer- íku 1887 og á land það er Sig- urður nam norðan við Hnausa pósthús og nefndi að Fitjum. T>ar andaðist Anna móðir Gríms 94 ára gömul árið 1913. Eftir að hingað kom stundaði Grímur ýmsa útivinnu, fiskiveið- ar, bændavinnu o. fl. Þótti hann jafnan liðtækur maður og| skarpur að hverju sem hann gekk. Heilsuhraustur var hann fram að sextugs aldri, en þá fékk hann aðkenningu af hjartabilun og bar aldrei sitt barr eftir það. Var hann norður á Winnipegvatni er hann veikt- ist og fluttur suður til Selkirk og lagður þar inn á Almenna- spítalann. Eftir nokkrar vikur frískaðist hann svo að hann var fluttur heim að Fitjum, til syst- ur sinnar og tengdabróður. Fór hann eigi eftir það af heimilinu, j var meira og minna veikur, enj hafði þó fótavist oftast, þangað til fyrir tveimur árum síðan að hann sótti um að vera tekinnj inn á elliheimilið og dvaldi þar eftir það. Grímur var smár maður vexti en harðger, ókvartsár og fylg- inn sér við vinnu. Hann var fá- skiftinn og fámálugur, greind- ur vel og vel að sér, fram yfir það sem vænta mátti af þeim sem engrar tilsagnar hafði not-j ið í æsku og varð alt að segja! sér sjálfur. Hann var lundríkur en þó stiltur, skapþungur en þó ( glaðvær í kunningjahóp. Hann var hinn bezti drengur, tryggurj og vinfastur og stöðuglyndur og fórnfús fyrir þá sem hann| tók vinfengi við. Ræktarmaður j var hann mesti við frændur ogj ættingja enda naut hann hins. bezta ávalt frá þeirra síðu. Síðustu mánuðina var hann oft þungt haldinn. Var honum' þá mikil ánægja að því að, stöku vinir hans litu inn til j hans, og urðu flestir til þess er á elliheimilinu bjuggu enda, sýndi bæði stjórnendur og heim-1 ilisfólk honurn hina mestu góð- vild. I>á heimsótti og séra Jó- j hann Bjarnason hann oft. Voru j þeir kunnugir frá yngri árum ogl höfðu foreldrar þeirra beggjaj verið hinir beztu vinir. Óskaði Grímur eftir því að þeir sem eft- ir sig mæltu þökkuðu séra Jó- hanni allar komurnar og ná- kvæmnina er hann sýndi honum yfir banaleguna. Útför Gríms fór fram frá heimili þeirra Vídals hjóna, 1. marz og var hann jarðsungin af séra Rögnv. Péturssyni frá Winnipeg. Áður en líkið var flutt norður var minningar at- höfn höfð á Betel og flutti séra Jóhann Bjarnason þar ræðu, og mintist æfi hins látna. Grími fylgja eigi annað en góðhugir héðan, þeirra er honum kynt- Þorbjörn Bjarnarson (Minning) Þagnaður er í þessum heim “Þorskabítur”, skáldið góða! Til að fylla flokk með þeim Förnu skáldum nýrra ljóða! Himiús dísir! höndum tveim Honum munu faðm sinn bjóða. Þagnaður er í þessum heim “Þorskabítur’’, skáldið góða! Meðan íslenzkt mál og ljóð Menn og konur vilja geyma Hér í álfu af okkar þjóð Enginn skyldi honum gleyma Gulli fegri gaf oss sjóð! Um gjöld — var landsmenn hans að dreyma? Meðan íslenzkt mál og ljóð Menn og konur vilja geyma. Heima’ í breiðum Borgarfjörð Bein hans ættar, hvíla’ í friði. Helgir andar halda vörð, Hnúkum frá, og út að Miði, Þaðan hljómar þakkargjörð Þorbjöm skáld! var fyrirliði, Heima’ í breiðum Borgarfjörð Bein hans ættar, hvíla í friði. Á þúsund ára þjóðminning Á Þingvöllum á ættjörð sinni, Hann komst ekki — á einskilding! Ort, þó hafði ’ann þrítugt minni! — Fýkur í skjól, hiá fátækling. — Fennir á glugga, í útlegðinni; Á þúsund ára þjóðminning! Á Þingvöllum, á ættjörð sinni. Sólskins hlýja í söng hans bjó, Sumar skrúða, ]jóð sín klæddi. — í kofanum við kulda og snjó Kveinaði ei þó golan næddi, En orti af kappi unz hann dó Andans læknir! mein sín græddi. Sólskins hlýja í söng hans bjó, Sumar skrúða, ljóð sín klæddi. Nú ei verður nóttin löng, Nú á sál hans vængi þanda, Hátt til flugs, með sigursöng Sólar-megin Furðustranda! Þar mun öþekt aura þröng, Engin þurð til munns né handa, Nú ei verður nóttin löng, Nú á sál hans, vængi þanda. íslenzk fjóla á gröf hans grær. Góður var hann íslendingur! Hann var öllum, orðin kær, í austri og vestri, gáfnaslyngur. Nafntogaður nær og fjær Nú er oss horfinn Borgfirðingur! íslenzk fjóla á gröf hans grær. Góður var hann íslendingur! um að skólahúsin hafi verið lé- lega bygð. Ekki hefi eg séð eða heyrt þess getið að nokkur íslenzk manneskja hafi orðið fyrir neinu áfalli er talist getur. Og er það vel farið. Mikið af bænahöldum og auka guðsþjónustum undir beru lofti, hafa spunnist hér út af þessum hér um rædda jarð- skjálfta. En hver getur lesið á laufblað trés. Eins er því hag- að til um öll náttúrunnar hjarta slög. Hinsvegar er vonandi að ann- að eins og þetta slys komi hér ekki fyrir oftar. Erl. Johnson. *íaf ns pj iöl Id ]| HITT OG ÞETTA. -Ocean Falls, B. C.—23-2-33. Þ. K. K. ust. Hann vann eigi til annars. Og í kyrþey sakna þeir hans, er samleið áttu með honum og þektu hann bezt. Það er einum tryggum vini færra, og góð- hjörtuðum dreng. BRÉF TIL HKR. andi öllu lífs og eignatjóni af völdum jarðskjáltans í heild. Það er eitt víst að tveir bæjir í Los Angeles County, hafa orð- ið harðast úti, um hvað skaða og líftjón snertir. Og það er Long Beach og bærinn Comp- ton. Og gjarnan Wilmington. Ef nokkuð er að fara eftir því hvað blöðin hér láta í ljósi, virð- Hollywood, marz 24, ’33 ist vera ful1 ástæða til að verð- Herra ritstjóri: Síðan eg skrifaði þér nokkrar línur héðan þann 11. þ. m. hafa engir skaðar komið hér af völd- leggja eignatjónið á 50 miljón- ir, yfir sýsluna og Los Angeles borg samanlagt. Strax eftir fyrsta jarðskjálft- um jarðskjálfta. Þó hefir stöku, an er varaði aðeins í 20 sekúnd- sinnum orðið vart við væga ur, voru báðir þessir bæjir er kippi. Og langt síðan blöðin mestar skemdir fengi settir eftir hvernig í þessu lægi og Englandskonungur ræktar lín Énglendingar fá mestan hluta af líni því, er þeir nota, frá Rússlandi, en mikill áhugi er í Englandi fyrir að fara að rækta meira lín þar í landi. Hefir Englakonungur haldið upp til- raunum á sinn kostnað með nýjar líntegundir, er gefa meira af sér en þær, sem áður hafa verið ræktaðar þar. Ætla nú leiguliðar konungs í Sandring- ham að fara að rækta lín á geysistórum flæmum þar, auk þess sem konungur ræktar sjálfur. * * * Útburður barna í Kína 1 Kína eru margir farnir að tala um að vinna á móti barna- útburði þeim, sem tíðkast hefir þar í landi frá ómunatíð. Eru það nær eingöngu stúlkubörn, sem út eru borin, en svo mikið kveður að því, að í borgunum verður að fá sérstaka menn til þess að safna saman barnalíkun um og grafa þau. Þannig er sagt að í borginni Shanghai einni séu borin út að meðaltali 30 þúsund meybörn á ári, eða frá 60 upp i 100 á dag. Gera Kin- verjar, sem hafa mentun Ev- rópumanna, sér von um að hægt verði, sumpart með því að fræða fólkið og sumpart með því að setja hegningu við barna morðum þessum, að koma í veg fyrir þau. * * * Japanskar kafbátahafnir í Kyrrahafi Að stríðinu loku fengu jap- anar umráð yfir Peleweyjum og Marianne-eyjum í Kyrrahafi, sem Þjóðverjar höfðu átt áður. Eyjar þessar eru suðaustur af Japan. Þar eru alls 10 þúsund íbúar. Seinustu árin hafa Japanar varið mörgum miljónum til þess að gera þar hafnir. Þykir það all-einkennilegt, því að þama er ekki um neina verslun að ræða. Fóru stórveldin þá að grenslast gátu þess að búið væri að regi- stera tvö hundruð. Auðvitað er ekki nærri öllu trúandi er blöð- in hafa fullyrt um helst eitt eð- ur annað, viðvíkjandi jarðsjálft- um þessum. Tilgangur blaðanna hérna virðist líka vera mjög á- berandi um það að halda sumu hverju algerlega leyndu. Sér í lagi um þa ðhvað mannskaða og eignatjón áhrærir. Orsök til þessa mun helst sú, að firra fló hræðslu og óhug á Califor- níu. nE það undarlegasta er þó það, að ekkert hefir borið sam- an hjá blöðunum um tölu þeirra er týndu lífi eða um hvað margt fólk hafi slasast o. fl. því um líkt. Fyrsta blað er kom út eftir hinn áður nefnda jarð- skjálfta hér, gat þess þá að 65 hefðu dáið í Long Beach. Ann- að blað litlu síðar, þó sama dagin, skýrði frá að 74 mann- eskjur hefðu látist og síðar var tala sú færð upp í 87, og að 140 manns hefði látist að öllu samantöldu í Los Angeles Coun- ty, af völdum jarðskjálftans. Og 4000 manns meiðst eitthvað meira og minna. Svo af öllum missögnum er gengið hafa að meira eða minna leyti er erfitt að ákvarða hið sanna viðvíkj- undir herstjórn í marga daga urðu Japanar að viðurkenna að og eru það ennþá að ein- hafnarvirki þessi hefðu hernað- 'hverju meira eða minna leyti. arlega þýðingu. Þykir það sýnt Ekki stóð heldur lengi á þar til a« þarna muni vera kafbáta- margar ráðstafanir og fram- þafnir og eru aBndaríkin ekkert kvæmdir urðu á hjálpar viðleitni hrifin af því, sérstaklega vegna Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blds. Skrlfstofuaíml: 2S6T4 Stundar sérstaklega lungnasjúk- döma. Kr aV flnna 4 skrlfstofu kl 10—1S f. h. og 2—6 e. h. Hetmill: 46 Alloway Ave. Talalmli S31S8 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bld*. Talstml: 22 206 Stundar sérstaklega kvensjúkdöma og barnasjúkdöma. — AtJ hltta: kl. 10—12 « k. 0« 8—6 e. h. Helmlll: 206 Vlctor St. Stml 22180 Dr. J. Stefansson 216 MKDICAL. AR.TS BLDG. Hornl Kennedy og Qraham Stnadar eligtafg autfna- eyraa- aef- og kverka-sjúkdöma Er aS hltta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—E e. h. Talafmli 21834 Helmlll: 638 McMlllan Ave. 42601 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce timar 2-4 Heimili; 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 til þess fólks er ástæða þótti til að hjálpa, og mun Red Cross þess, að eyjar þessar eru einmitt á siglingaleið milli Honolulu og félagið hafa þar um mest sýsl-! Filipseyja. a®- J Samkvæmt 22. grein Þjóða Umsagnir eru hér í blöðum í samibandslaganna hafa Japanar nú daglega að þingið muni veita j ekki haft neina heimild til þess 5 miljónir til ýmislegrar hjálp- J að gera þarna kafbátahafnir eða ar. Og mun sú upphæð að. herskipahafnir. En Japanar eru mestu vera ætluð Red Cross fé-1 ekki að hugsa um boð og bann laginu til styrktar. ISvo af Þjóðabandalagsins. Þeir hafa þessu getur einn og annar séð lengst af farið sínu fram hvað að tjón þetta hefir verið æði sem það segir. — Mbl. stórkostlegt. Um 100 skóla- byggingar getur Hollywood News blaðið, að hafi laskast í Los Angeles County eitthvað Ný skipategund “Archformship” Sir Joseph Isherwood heitir meira og minna. Þar fyrir eru breskur maður og hefir hann að koma fram ráðstafanir um, nýlega fundið upp nýtt lag á að tryggja þá betur fyrir jarð- skipum og taka hin nýju skip skjálftum framvegis að því leyti, fram öllum öðrum skipum, sem að gera þá traustari á allan hátt smíðuð liafa verið og eru þeim framvegis svo þannig lagað sem mjög frábrugðin í laginu. Enn þetta geti síður komið fyrir í hefir þó ekki fréttst nema á framtíð. En ekkert geta blöð- skotspónum í hverju iþetta er in um barna tölu er dáið hafi í fólgið, því að Sir Joseph fer skólum í umdæminu og vita þó afar dult með uppfinningu sína, allir hér að eitthvað af skóla- vegna þess að hann hefir ekki bömum hefir farist, og því kent fengið einkaleyfi á henni. En Simið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. NIu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 G. S. THORVALDSONi B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐtNGAB & öðru gólfl 325 Maln Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þ*ur að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur LögfrœSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitota. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útfar- lr. Allur útbúnabur sft baitL Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonet 86 607 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHER OP PIANO 864 BANNING ST. PHONE: 26 420 hann hefir þegar látið byrja á smíði þriggja skipa af þessari gerð og ætlaði að eiga þau sjálf- ur. Eiga þau að vera tilbúin eft- ir sex mánuði. En svo mikla trú hafa menn á skipunum, að Sir Joseph helst ekki á þeim, og seldi hann þau því öll, áður en kjölurinn var lagður að þeim. En svo ætlar hann að láta smíða önnur þrjú skip fyrir sig, þegar smíði þessara er lokið. Skip þessi eru 7000 smál. hvert. Ef þau eiga að sigla lli mílu á klukkustund þá eyða þau 21 smál. á sólarhring; með 10 mílna ferð eyða þau 16 smál. og með 9 mílna ferð aðeins 12 smál. Eftir því sem heyrst hefir er stafn skipanna líkastur þorskhaus í laginu, aftari hlut- inn líkist mest aftari hluta á laxi, en um miðbikið er skipið frábrugðnast öðrum skipum, því að þar er það líkast tunnu og vegna þess rúmar það hlut- fallslega meira heldur en önn- ur skip. Sir Joseph segir, að menn hafi yfirleitt altof kraft- miklar vélar í skipunum á móts við smálestatal. Þessi skip hans eiga að spara 15% af kolum miðað við hraða þeirra og ann- ara skipa, og þó bera þau til- tölulega miklu meira. Þetta er miðað við hin nýjustu og bestu skip. Munurinn verður miklu meiri ef miðað er við skip, sem smíðuð voru á stríðsárunum, eða fyrir stríð. Lloyds kallar þessi nýju skip “Archformship” og hefir þau í sérstökum flokki þegar þar að kemur. — Mbl. # # * FRÚ RUTH BRYAN OWEN sem var kona hins kunna ame- ríska stjómmálamanns Bryan, hefir verið útnefnd sem aðal- ræðismaður Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn. Hún er önn- ur konan, er slíka vandastöðu hlýtur. Hin er frú Kollontay, sem verið hefir ræðismaður Rússa á Norðurlöndum í mörg ár. — Lesb. Mbl. Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthÚBinu. Siml: 96 210. HeimUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BaKRase aad Furnltore Mo 76* VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast aUskonar flutnlnga og aftur um bælnn. J. T. THORSON, K. C. falenzkur HtKfrvKlng.r Skrlfitofa: 801 GREAT WEST PERMANBNT BUILDING Síml: 92 756 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talalmli 38 886 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 814 Someraet Block Portace Avennc WINNIPM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stllllr Pianos og Orgel Slml 88 345. 594 Alvemtone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.