Heimskringla - 05.04.1933, Page 4

Heimskringla - 05.04.1933, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 5. APRÍL 1933 ^ieiniskrittgla (StofnuO 1888) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 5. APRÍL 1933 Á VÍÐ OG DREIF Að hurðarbaki. Heimskingla mintist á það um leið og uppvíst varð um sjóðshvarf háskólans, að aðaliega hlytu fjórir aðilar að bera á- byrgðina á því. Var það haskólaraðið, yfirskoðunarmaður reikninga, mentamála deild fylkisstjómar og fylkisstjórnin sjálf. Þetta lá í augum uppi. Nú hefir álit rannsóknarnefndar sjóðshvarfsins verið birt. Er þar að þeirri niðurstöðu kom- ist, að þrátt fyrir það þó enginn þessara aðila verði undanskilin ábyrgðinni, hvíli hún þyngst á einum þeirra. En það er hjá yfirskoðunarmanni stjórnarreikninga, Mr. Drummond. (Þarf þess ekki að geta, að ábyrgð sú sem hér er átt við, snertir aðeins eftir-lit gerða höfuð persóna fjár- dráttarins, þeirra Machray og Shanks. En annar þeirra er nú dauður, en hinn dæmd- ur í 7 ára betrunarhússvist, svo það atriði kemur ekki mjög við þessa sögu). En að því sleptu er það hálf einkennilegt, ef einn skal ábyrgðina bera á eftirliti með erkibýsnunum. Því verður að vísu ekki neitað ,að yfirskoðunarmaður á sinn skerf ábyrgðarinnar, og hann ekkert lítinn. En hún liggur einnig hinum aðilunum áminstu á hálsi. Og fylkisstjórninni ekki sízt. þegar til stykkisins kemur, eru allir aðil- arnir hennar þjónar. Hún er húsbóndinn. Og hún ber ábyrgð verka þeirra eins og allir húsbændur gera. Ef þeir vanræktu skyldurnar ,hvíldi á henni, að líta eftir því. Þetta getur engu barni dulist. Eigi að síður, er mjög lítið ,úr þessum ábyrgðarhluta stjórnarinnar gert í nefnd- arálitinu. Stjórnin kemur að vísu til mála í því, en því líkast þó, sem hún sé utan húss eða eins og sakleysið sjálft einhvers staðar að hurðarbaki. Það er ef til vill ofsagt, að hin langa og itostnaðar- sama rannsókn sé með þessu dæmd tómt kák. En svo augljós sem ábyrgð stjórn- arinnar er í augum almennings, er ó- skiljanlegt hvernig hún fer fram hjá hinni lærðu nefnd. Þó yfirskoðunarmaður brygðist skyldu sinni, var ekki þar með sagt, að háskólaráðið, mentamáladeildin og stjórnin sjálf þyrftu endilerga að fara svo að ráði sínu. Og stærsti hængurinn á vegi yfirskoðunarmanns, að leysa skyldu sína af hendi, var eflaust í því fólginn, að forseti háskólans og fé- hirðir var einn og sami maðurinn, lögum og reglugerð háskólans gagnstætt. En þessi maður var af stjórninni, eða menta- máladeild hennar, skipaður í embættin. Almenningi þessa fylkis er það nokkurn veginn eins ljóst og að 2 og 2 eru 4, að það eru fleiri en einn og fleiri en tveir, sem brugðist hafa trausti hans í sam- bandi við þetta trúnaðarstarf, eftirlitið með fjármálarekstri háskólans. “BanniS afnumið!” Síðan ölsölulög Bandaríkjanna voru samþykt hafa oft orðið á vegi vorum menn, sem hrópað hafa fagnandi, “að vínbannið í Bandaríkjunum sé afnum- ið.” Blöð, sém sömu augum líta á vín- sölu og bruggarar, hafa mjög tekið í sama streng, út um allan heim. Hverju þessir menn eru að fagnar, þó svo væri nú kom- ið ,sem ekki er, að bannið væri afnumið, er þeim eflaust ljósara en öðrum. Með tekjumar, sem Bandaríkjastjórnin gerir sér vonir um af vínsölunni, sem byrjar 7 apríl, mun fara sem fyr, að þær munu éta sig upp. Þegar bannið var af- numið í Finnlandi, jukust glæpir þar um allan helming og kostnaður stjórnareftir- litsins óx auðvitað í hlutfalli við það. í tímaritinu “Christian Register”, er þeim orðum um haginn af ölsölunni farið, að úr atvinnuleysinu bæti hún ekkert, því við hana hljóti ekki fleiri atvinnu, en þeir er henni tapi, er nú vinna að til- búningi og sölu óáfengra drykkja. Sá atvinnuvegur blómgaðist við bannið, og mun aftur með ölsölunni réna. Ennfrem- ur bendir blaðið á, að bygg til ölgerðar, nemi ekki einum hundraðasta hluta af allri framleiðslu þeirrar vöru í landinu, svo atvinnuveg bænda komi ölsalan að litlu haldi. Og kostnaður við fanga- gæzlu ,segir blaðið að hljóti með henni að vaxa svo, að beinna tekna stjórnar- innar af ölsölunni, muni lítið gæta. Hverju er þá verið að fagna? Því, að geta sýnt sig drukkinn á almenna færi? Það er eina sjáanlega fagnaðarefnið, svo siðgæðis- og lærdómsríkt sem það er. En viðvíkjandi því, að bannið sé af- numið, er nú með þessari ölsölu um ekk- ert slíkt að ræða. Vínbannslög Banda- ríkjanna, eru eftir sem áður í gildi. Með ölsölulögunum er sú eina breyting á þeim gerð, að sterkara öl er nú selt, en áður var, eða 3.2% í stað 1%, eða því sem næst. Auk þess eru þetta stjórnar og þinga ráðstafanir, en með því er ekkert sagt um vilja almennigs í bannlagamál- inu. Þegar til kosta hans kemur um afnám bannsins, og á annan hátt verður það ekki afnumið, gæti svo farið, að vín- sálirnar yrðu fyrir vonbrigðum. Vísindin undraverð. “Getur þú stjórnað Arcturus?” Eitt- hvað svipað því spurði Job forðum^ Ó, jú, Job, nú geta menn það lítilræði, því þessi sama stjarna, sem er þúsund sinn- um stærri en vor sól, á að þrýsta á hnappinn, sem opnar dyr heimssýningar- innar, sem á komandi sumri verður haldin í Chicago. Ljósgeisli, sem lagði af stað frá Arcturus fyrir fjörutíu árum, er vænt- anlegur til jarðar á komandi sumri. Stjarnan er sem sé 40 ljósáru burtu frá jörðu. Galdurinn er í því fólginn að við komu geislans, verður honum breytt í raf- orku. Að Arcturus var valin til þess að leysa þetta starf af hendi fremur en aðrar stjörnur, sem alt eins vel gátu gert það, er af vissum ástæðum. Fyrir fjörutíu árum var, sem kunnugt er, heimssýning haldin í Chicago, en um það leyti hefir þessi geisli verið að leggja af stað heiman frá sér, sem nota á til að opna sýninguna með nú. “Það er gott að hafa strákinn”. Þetta máltæki á við um það, sem er að gerast í sambandi við skattinn sem nýver- ið var lagður á sykur. Um leið og skattlög þessi voru samþykt, og jafnvel áður, var farið að selja sykur hér á hærra verða. Er þó svo að skilja, sem skattlögin geri aðeins ráð fyrir, að hann verði lagður á vöruna um leið og hún flyzt inn í landið, enda eru 90% af sykur þeim, sem hér er seldur, innflutt vara. Nú mun ekki neinn sykur ennþá hafa fluzt inn, síðan lögin voru samþykt. En samt er hann seldur með álögðum skatti. Smákaupmenn eiga ekki sök á þessu, því skatturinn er nú þegar lagður á þá, sem almenning, heldur heildsalar og stórverzlarar. í Winnipeg er sagt, að hálfs- árs forði sé til af syk- ur, sem keyptur var áður en skattlögin voru samþykt. Hví ætti almenningur, að greiða 2 cents meira fyrir hvert pund af þeim sykur, ef það er ekki skatt- peningur til landstjómarinnar? Sætabrauð og fleiri vörur hafa einnig hækkað um 2 cents, hvert tíu centa virði, þó ekki sé svo mikið sem spónfylli af sykur í því. Það dylst engum hvað hér er verið að hafast að. Út af þessu er að verða urgur í mönn- um, sem von er, því svo ílt sem þykir að greiða bæði þennan skatt og aðra er þó enn verra til hins að vita, að féð fari ekki til stjórnarinnar, sem í því skyni er greitt. Drummond segir upp stöðu sinni Mr. Robert Droummond, stjórnandi deildar þeirra er yfirskoðun reikninga hafði með höndum hjá fylkisstjóm Mani- toba, sagði upp stöðu sinni í gær. Á- stæðan er auðvitað afstaða hans eða deildar þeirrar er hann veitti forstöðu, til háskólamálsins. Það er engum blöðum um það að fletta, að deild þessi var einn af aðilum þeim, er að einhverju leyti bar ábyrgð á eftir- litinu með fjármálarekstri háskólans. Og Mr. Drummond hefir með því að segja upp stöðu sinni sýnt, að hann viðurkennir þá ábyrgð. En hvað er um aðra, sem að sínu leyti báru einnig ábyrgð á rekstri háskólans? Ætla þeir að reyna að telja fólki trú um, að háskóla-hneykslið komi þeim ekkert við? Ef Bracken-stjórnin metti skyldurækni sína gagnvart almenningi eins mikið og Mr .Drummond mundi hún einnig leggja niður völd. Ef Mr. Drummond átti fyrir því að fara úr stöðu sinni á hún það ekki síður. NÝJU FYLKISSKATTARNIR Tveggja miljón dollara skattaálagningin, sem Bracken-stjórnin gerir ráð fyrir að bæta við skattbyrði fylkisbúa mælist ekki vel fyrir. Að vísu má segja það um alla skatta. En að ástæða sé nú fremur en áður til að kvarta undan nýrri skatta- byrði, munu flestir kannast við. W. Sanford Evans fylkisþingmaður í Winnipeg, hefir allra manna bezt sýnt fram á það, að þessi nýja skatta-álagn- ing keyri fram úr öllu hófi, og íbúarnir geti ekki risið undir henni. Þessvegna segir hann, að eina leið stjórnarinnar hefði verið sú, að hækka ekki skatta, heldur skera niður útgjöldin. Skal hér bent á nokkuð af því, er hann færir máli sínu til stuðnings. Skattar fylkisstjórnarinnar, benti Mr. Evans á, að hefðu hækkað hraðar en hún gerði sér nokkua grein fyrir. Árið 1928 voru útgjöld fylkisbúa einum þriðja minni en nú. Samt námu allar tekjur þeirra þá alt að því 75 miljónum dollara meiru en nú. Með verðfalli á framleiðslu talið síðan og með þessari nýju tveggja miljón dollara skatt-álagningu, er skattabyrðin hlutfallslega nú fjórum sinnum hærri en árið 1928. Að halda þannig áfram að hlaða skatt- abyrðinni á íbúana, getur ekki góðu láni stýrt. En það vesta við þetta er þó það, að jafnvel þó íbúamir hnýttu sér skatta baggana á bak, er ekki einu sinni úr bráðustu fjárklípum stjórnarinnar bætt með því. Útgjöld og tekjur verða ekki á árinu jafnaðar með skattinum. Fylkið liefir tekið að láni á síðast liðnum 4-5 árum, 27 miljónir dollara. Skuld fylkis- ins hefir aukist þetta á þessum stutta tíma. Árið 1914 var öll skuld fylkisins ekki meiri en þetta. En af skuld fylkis- ins falla nú á þessu ári 16 miljónir dollara í gjalddaga. Eru 6 miljónir af því í New York. Til þess að standa í skilum með þessi lán, verður að taka ný lán, sem nú fást ekki nema með okur kjörum. Á árunum frá 1928-1931 eyddi fylkis- stjórnin 177 dollurum til jafnaðar á móti hverjum 100 dollurum, sem hún tók inn. Árið 1932 eyddi hún 247 dollurum fyrir hverja 100, sem henni áskotnaðist í tekj- um. Það þarf ekki mörgum getum um það að fara, hvert þetta stefnir. í fjárhagsáætlun komandi árs eru ekki tekin með í reikninginn útgjöld til at- vinnulausra. Þau útgjöld hljóta að nema svipuðu og þessir nýju skattar. Og þetta eru brýnustu og óumflýjanlégustu útgjöld ársins. Fyrir þeim er engin ráðstöfun gerð af stjórninni. En samt heldur hún fram, að á fjárhag sínum hafi hún ráðið fullar bætur með nýju sköttunum. Sannleikurinn er sá, að með stefnu Bracken 'stjómarinnar er hag þessa fylkis svo komið, að honum verður ekki bjargað hvorki í bráð né lengd, nema með gagn- gerði breytingu. Og sú breyting verður að vera í því fólgin, að skera niður stjórnarkostnaðinn. í fjárhags-áætluninni fyrir komandi ár gerir stjórnin ráð fyrir að færa kostnað- inn niður, auk ellistyrksins sem hún virð- ist ætla að hætta að greiða að sínum Mtla hluta, um aðeins 336 þúsund dollara. Það er um 2!4 af hundraði af öllum stjórnarkostnaðinum eða tæplega 4'/2 af hundraði af þeirri upphæð, sem stjórnin getur farið með eins og henni geðjast. Á öðrum eins tímum og nú em, virðist mér það hefði átt að vera fyrsta skylda fylk- isstjórnarinnar, að færa' stjórnarkostnað- inn niður í stað þess að hlaða nýjum sköttium í miljóna tali á íbúa fylkisins. Eg hefi sagt það áður og eg segi það enn, að skatta-gjaldþol Manitoba búa sé þrotið. Öllum stjórnum sínum, þ. e. sambands- fylkis- og sveitarstjómum, greiða þeir nú um 60 miljónir dollara ár- lega ,til stjórnarreksturs. En allar tekj- ur íbúanna, í vinnulaunum og framleiðslu arði nema 160 miljónum dollara. Af öll- um tekjum sínum eru þeir að greiða 40 af Ivundraði til stjórna. Þetta skatta- fargan getur ekki lengra gengið, og er meira að segja gengið mikið of langt. Hvað á að gera? Færa starf stjórn- arinjiar saman. Við höfum ekkert við þann sæg manna að gera utan um þessi fáu störf, sem í verkahring fylkisstjórn- arimiar eru. Virðist Mr. Evans að nokkru sammála Mr. Travers Sweatman, K.C., er á orði hefir haft, að fjórar stjórnardeildir nægðu þessu fylki. Og eiginlega ættu að vera skipaðar hagfræðingum, með fáeinum mönnum hver, eða ekki helming þeirra er nú eru í stjórnarþjónustu. Að öðrum I kosti ætti að koma svona spam- 'aði á stjórnarkostnaði í fram- llcvæmd, með því að kjósa J nokkra manna nefnd hagfræð- iinga auðvitað, svipað og Bretar Igtrðu, eftir stríðið, til þess að gera hagkvæma starfsáætlun, en leggja niður öll þýðingai'lauft stjórnarstörf. Bretar gerðu þetta til þess að koma stjómar- kostnaði sínum í hóf. Og það hepnaðist vel. Álíta þessir menn báöir, að í öðru hvoru þessu só bótin fólgin á fjárhagsvan- kvæðum fylkisstjómarinnar, cn alls ekki hinu, að hækka stjórn arkostnaðinn ótakmarkað og skatta íbúanna til þess að standa straum af honum í það óendanlega. Annað sem mjög athugavert þyKir við skatt Bracken-stjórn- arinnar á vörum, er innheimta lians. Sjá menn ekki betur, en að kostnaðurinn við innheimt- una verði afar mikill og hreinn hagur stjórnarinnar af honum verði ekki nærri sá, er ætlað er. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þœr eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frft Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. EJNAR MUNKSGAARD og útgáfustarfsemi hans. Corpus codicum Islartdicorum medii ævi IV. Codex Frisanus, With an Introduction by Halldór Hermannsson, Copen. hagen, 1932 Fyrir rúmum 15 árum kom ungur maður til Kaupmanna- hafnar að leita sér fjár og frama. Hann var vinfár og fé- lítill, en hafði alt frá æsku vit- að, hvað hann vildi, og aflað sér óvenjulegrar þekkingar á starfi sínu. Enjar Munksgaard er jósk- ur að ætt, fæddur í Vébjörgum 1890. Þar byrjaði hann bók- salanám sitt, en fór. tvítugur að aldri suður í lönd og vann þar í bókaverslunum í Þýska_ landi, Svisslandi og Frakklandi í sjö ár. Þegar til Hafnar kom, gekk hann í félag við annan mann, Levin að nafni, og byrj- uðu þeir félagar í smáum stíl og seldu fyrst einkum gamlar bækur. En það kom brátt í ljós, að Munksgaard var fram- takssamur og fundvís á nýjar leiðir. Fornbóksala þeirra fé- laga óx og varð sífelt fjöl- breyttari, og áður en langt leið tóku þeir að færast ýmis meiri háttar útgáfufyrirtæki í fang. Nú er svo komið,' að Levin & Munksgaard er stærsta vísinda- forlag Norðurlanda og fyrirtæki beirra eru vel þekt af fræði- mönnum um allan hinn siðaða heim. Vísindatímarit þau, sem þeir gefa út (Acta philologica, jpsychiatrica, opthalmologica o. s. frv.), hafa áskrifendur í 500 bæjum víðs vegar um lönd. Það er ekkert launungarmál, að það er Munksgaard, sem er lífið og sálin í þessari miklu starfsemi, enda hefir hann til þess óvenjulega hæfileika, bæði að gáfum, lærdómi og skap- lyndi. Hann er fjölmentaður og fræðimaður að upplagi, prýði- lega ritfær sjálfur og hefir sam- ið og gefið út rit ,um bókfræði og bókasöfnun í hjáverkum sín- um (m. a. Nodier, Den boggale 1921, með fróðlegum skýring- um, og Om Flatöbogen 1930). Og hann er höfðingi í lund, stór- tækur og stórhuga, kaupsýslu- maður og víkingur í senn. Hann er óvenjulegt Ijúfmenni í fram- göngu og munu flestir íslend- ingar, sem átt hafa því láni að fagna að kynnast honum, hafa fengið á honum miklar mætur. Spillir það ekki til, að hann er jóskur, því að íslendingar hafa jafnan átt betur skap saman við Jóta en Eydani. Munksgaard veitti því skjótt athygli, að góður markaður var fyrir íslenzk fornrit og gamlar íslenzkar bækur víða erlendis. — Enda hefir hann lagt meiri og meiri áherslu á þessi fræðf í bókaverslun sinni og verið fundvís á ágætar bækur um ísland og íslenzk efni. Hann hefir og kostað ýmis rit um ís- lenzka og norræna fornfræði, sem hér er ekki rúm til þess að telja. En stærsta fyrirtæki hans af því tæi eru ljósprentanir þær eftir íslenzkum handritum, sem hann hóf 1930 með hinni miklu útgáfu Flateyjarbókar, og hélt áfram með Codex Wormianus (Ormsbók Snorra-Eddu), Cod- ex Regius af Grágás, og nú síð- ast með Codex Frisianus. Þess- ar útgáfur hafa allar verið gefn- ar út án styrktarfjár, nema Flateyjarbók, og má það kalla þrekvirði, því að þær kosta stór- fé. En Munksgaard hefir tek- ist að fá áskrifendur um víða veröld, jafnvel austur í Japan, auðvitað mest bókasöfn, svo að fyrirtækið ber sig, þó að for- lagin.u sé það meir til frægðar en hagnaðar. Enn munu þessar útgáfur víðast liggja lítt not- aðar, en -þær eru rækileg á- minning um að sinna fornbók- mentum vorum og eitt stærsta spoi-ið, sem stígið hefir verið síðustu árin til þess að efla hróður íslands út á við. Þess má geta, að formáli er fyrir hverri bók á ensku, og hafa allir formálarnir fram að þessu verið ritaðir af íslendingum. En Munksgaard mun ekki láta staðar numið við útgáfu handritanna, en af þeim ætlar hann framvegis að gefa út eitt bindi árlega. í sumar sem leið færði eg það í tal við hannr hvort ekki myndi tækilegt að ljósprenta nokkurar af hinum elstu og fágætustu prentuðu bókum á íslenzku, líkt og hann hefir látið gera við danskar bækur frá 16. öld Biblíu Kristj- áns 3. o. fl.). Hann brást þeg- ar vel við og hefir nú í hyggju að byrja þessa útgáfu Monu- menta typographica Islandica) á þessu ári með eftirmynd af Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar. Af þessari elstu prentuðu bók á íslenzku eru ekki nema örfá heil eintök til, og verða þau nú ekki keypt, hvað sem í boði er. En hin nýja útgáfa, sem er fullkomin eftirmynd hinnar gömlu verður seld fyrir einar 25 krónur (danskar). Ef þetta nýja fyrir- tæki fær góðar undirtektir, verður haldið áfram, m. a. með Guðspjallabók Ólafs Hjaltason- ar, sem eki er til nema eitt eintak af í veröldinni. Sálma- bók, Grallara og Vísnabók Guð- brands birskups, og jafnvel Guðbrands-biblíu sjálfri. Af bókum þessum verða ekki prent uð nema 200 eintök, og má ganga að þvf vísu, að þær verði bráðlega fágætar og verðmætar. * * * Codex Frisianus (Frissbók) AM 45, fol., er ritaður snemma á 14. öld, líklega af íslenzkum skrifara fyrir einhvern norskan höfðingja. Handritið hefir verið í Noregi, en kom til Danmerkur á 17. öld. Það var um skeið í eigu Otto Friis, sem það síðan

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.