Heimskringla - 06.09.1933, Qupperneq 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. SEPT. 1933.
! |Lietmskrin0la
(StofnuO 1S86)
Kemur út á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 0{T 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537 _____
Ver5 blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrlrfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Uanager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEPÁN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Helmskringla” is published by
and prlnted by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 6, SEPT. 1933.
CHURCHILL SETT HJÁ
Svo lítið hveiti flyzt nú til Churchill,
að útlit er fyrir, að kornhlöðum þar verði
lökað, eftir að búið er að hlaða skipin, sem
þaðan eru nú að leggja af stað til Evrópu.
Hvað veldur því, að hveiti úr vestur
^ylkjunum er ekki sent til Churchill, held-
ur til Austur-Canada? Eftir ástæðunni
þarf ekki lengi að leita.
; Skipafélög hafa lækkað burðargjald á
hveiti um 3 cents á hverjum mæli er til
austurhafna fer, en það hefir ekki verið
gert á skipum, sem Hudsonsflóa-leiðina
fara til Evrópu.
í sjálfu sér ætti að vera ódýrara að
senda hveitið til Evrópu um Hudsons-
flóann. Og það var ódýrara áður en
burðargjaldið eystra var lækkað. En vá-
tryggingar gjald er ennþá miklu hærra
þar en syðra vegna þess að leiðin er ný
og reynslan ekki næg fyrir hvað flutning-
ur þar er tryggur. En á slíkri reynslu
byggja vátryggingarfélögin mikið. Við
það verður því ekki auðveldlega ráðið.
Annað, sem miklu veldur um það, að
burðargjaldið getur ekki lækkað eða orð-
ið það sem eðlilegt væri, er að skip flytja
afarlítið af vörum vestur um haf þá leið-
ina. En þá fyrst er skip þurfa ekki að
skrölta þangað tóm frá Evrópu, er tæki-
færið að keppa við St. Lawrence-leiðina
og meira en það. Og þá fyrst er flutn-
ingur um Hudsonsflóann kominn í eðli-
legt horf.
En þrátt fyrir þessa annmarka, var
burðargjaldið lægra nyrðra en um austur
hafnirnar, þar til að gripið var nú til þess,
að færa það niður, svo að lægra er en
nokkru sinni áður. Ef bændur njóta nú
góðs af þeirri lækkun og sem ekki er efi
á, að þeir gera, er það vissulega því að
þakka, að Hudsonsflóa-leiðin var opnuð.
Og gæta ber hins, að ef til þess kæmi,
að hveitiflutningur færi mínkandi um
Churchill, úr því sem nú er, yrði skamt
þess að bíða, að fyrir hann tæki, óg að
þá yrði ekkí víst, að burðargjaldið yrði
eins lágt og það nú er um St. Lawrence-
fljótið. Og um þessar fimtíu og fimm
miljónir dollara, sem Canada stjórn hefir
lagt í það, að koma á siglingum um
Hudsons-flóann, færi þá einnig sem verk-
ast vildi.
Eftir að þingtíðindi Canada komu út
settist einhver niður við að reikna hvað
hvert orð, á þingi talað, kostaði. Sam-
kvæmt því, kostar hver dagur þjóðina
$15,000 . Með sex klukkutíma vinnu á
dag verður það $41. fyrir hverja mínútu.
Þegar þingmaðurinn rís því á fætur til að
tala sínar “40 mínútur”, kostar það land-
ið $1600. Hver mundi vilja greiða það
fyrir hverja 40 mínútna þingræðu upp
og ofan annar en — þjóðin?
MOLEV TEKUR VIÐ RITSTJÓRN
Það þótti tíðindum sæta, er próf. Ray-
mond Moley sagði upp stöðu sinni nýlega,
sem aðstoðar ríkisritari í stjórn Roose-
velts. Hann var talinn einn af fremstu
mönnum í hópi þeirra er mest hefir kveð-
ið að í stjórninni og sem nefndir hafa
verið “Brain Trust”. Það var því ekki
óeðlilegt, að svo væri litið á, sem sund-
urlyndi út af stefnu-mun hefði komið upp
innan stjórnarflokksins, er það fréttist,
að próf. Moley hefði sagt íausri stöðu
sinni. En svo er þó alls ekki.
Próf. Moley tekur við ritstjórn nýs viku-
blaðs. Heitir stofnandi þess Vincent
Astor, en pólitízk stefaa þess verður
stefna Roosevelts-stjórnarinnar. Og það
kvað fyrir löngu hafa orðið að samningi
Milli próf. Moey og Roosevefts forseta, að
hinn fyrnefndi tæki við ritstjórn þess.
Það er að vísu satt, að Cordell Hull
ríkisritara og próf. Moley, aðstoðarmanns
hans, greindi mjög á um síefnur á al-
þjóðafundinum í London. Og það er óvíst
talið, nema að það hefði gert snurðu á
samvinnu þráð þeirra í sömu stjórnar-
deildinni. En samkvæmt því sem nú er
kunnugt orðið, hefir um nokkurt skeið
ekki verið gert ráð fyrir langri samvinnu
þar. En um það var almenningi auðvitað
ekki ljóst.
Þó mörg blöð fylgi stefnu Roosevelts
og ræði þetta “New Deal” eða nýja starf
stjórnarinnar, er ekki efi á því talinn, að
stjórninni sé þörf á blaði, sem af gagn-
kunnugleika getur mál stjórnarinnar rætt.
Þjóðin spyr þrásinnis hvert Roosevelt sé
að leiða hana. Um það geta fáir betur
frætt hana, en próf. Moley.
Vinátta Roosevelts forseta og próf.
Moley hvors til annars og traust, er því
óbreytt.
í fyrirlestri er læknir á Frakklandi hélt
nýlega í “Academie de Medecine” er því
haldið fram, að það spilli heilsu manna,
að liggja úti í sólskini nakinn, þar til
húðin sé orðin eins og sútað leður. Telur
hann það varna heilsubætandi efnum sól-
argeislans að komast inn í líkamann.
Hálfa klukkustund í senn sé heilsusam-
legt að baða sig í sólskini, en ekki meira.
Að sólbrenna sé hættulegt. Segist lækn-
irinn vara við þessu vegna þess, að það
sé orðið að fíflalegri tízku, að súta húð-
ina á líkamanum, með það í huga auðvit-
að, að öðlast hraustlegra og fegurra út-
lit, en það svíki. Það sannist þar, að of-
mikið megi að öllu gera.
HÁFLUG
Þegar Jules Verne skrifaði bókina “För-
in til tunglsins”, fyrir 68 árum, munu
felstir hafa litið á hana, sem skemtilega
vitleysu. Og hvað var annað um hana
hægt að halda. Þar er gert ráð fyrir
ferðalagi til tunglsins um ljósvakageim-
inn í kúlu, sem skotið er úr byssu með
9 mílna hraða á sekúndu. Sá mesti hraði
sem menn nú þekkja þeirra hluta sem
gerðir eru af mannsvöldum, er hraði 16
þuml. fallbyssu kúlu og er hann þó ekki
nema 6,000 fet á sekúndu eða minna en
einn sjöundi af hraða kúlunnar hans
Jules Verne.
En er draumur Vemes að koma fram,
um feiðalög um ljósvakageiminn milli
hnattanna? Ekki í bráðina ef til vill og
ekki á þann hátt er hann hugsað' sér En
að hugmyndinni er eigi að síður unnið
með alvöru af vísindamönnum.
Fyrir rúmum þrem árum, var stofnað
félag í Bandaríkjunum, er nefnt var
American Interplanetary Society. Enda
þótt nafnið bendi til, að takmark félags-
ins séu ferðalög til annara hnatta, er
starf þess vísindalegt og praktiskt í fylsta
máta. Það lýtur a@ því að fullkomna
belg-loftförin svo, að hægt verði að fara
í þeim uppi í háloftinu þar sem loft-
þrýstingur er minni og þau eru auðveld-
ari og skjótari, en neðanlega í gufuhvolf-
inu.
Einn af aðalmönnum félagsins er dr.
Robert H. Goddard, kennari við Clark-
háskólann í Worcester í Massachusetts-
ríki. Annar er Sir Hubert Wilkins. Eru
báðir heimsfrægir vísindamenn.
Fyrir nokkrum árum lagði Daniel
Guggenheim fram $100,000 til þess að
gera tilraunir með háloftsflug og afhenti
hann dr. Goddard féð. Hefir dr. Goddard
unnið að þessu frá þar til gerði stöð í
New-Mexico. Á þessu hausti hefir verið
gert ráð fyrir háloftsflugi til rannsóknar
frá stöðvum félagsins í New Jersey. Verð-
ur ekki flogið sérlega hátt, en þeim mun
nákvæmari rannsóknir gerðar.
Rannsóknir í þessa átt eru nú einnig
sagðar fara fram í Frakklandi, Þýzka-
landi, Austurríki, Rússlandi og ef til
vill víðar. Háloftsflugið er að verða
keppikefli manna. Ef hægt væri að
ferðast segjum í 8 eða 10 mílna hæð,
telja menn víst að frá Berlín til New
York væri hægt að fara á 93 mínútum!
En munu menn spyrja verður ekki
þungt um andardrátt á því háloftsflugi
10 mílur upp í loftinu? Satt er það að
svo mun verða. Súrefni til öndunar verð-
ur að hafa með sér. En það hafa þeir
nú gert, sem hæst hafa flogið, eins og
t. d. dr. Piccard, er árið 1931 og 1932
komst 9 til 10 mílur út frá jörðu. (53,153
fet síðara árið). Súrefnið er ekki nægi-
legt í loftinu eftir að hærra kemur en
rúmar fimm mílur eða 30,000 fet. Og í
raun og veru þarf ekki wpp frá jörðu til
þess að súrefni skorti í andrúmsloftið. Á
tindinum Evere^;, sem er 29,141 fet á
hæð, er ólíft nema menn hafi súrefni með
sér. Á háflugsferðalögunum þurfa því
skipin að vera útbúin með þessu nesti —
aadrúmslofti. Og það er ekki álitið þeim
erfiðleikum háð, að ókleift sé. En stór
þarf sá loftgeymir að ve»a ef langt á að
halda. Og ef til vill fer vegalengdin sem
þeir geta flogið í einu eftir því hvað stóra
loftbelgbáta þeir geta búið til.
Af því að belg-skipin fara hægara í loft-
inu niður við jörðu en vængskipin, er
gert ráð fyrir, að hafa háflugskipin knúin
með krafti vængskipanna þar. —
Þegar hærra kemur fara belgskipin hrað-
ara en vængskipin og þá kemur gang-
kraftur þeirra að notum. Vængskipin
fara aftur hægara í háloftinu, það er að
segja, svo hátt sem þau komast. Enn
hefir ekkert vængskip komist hærra en
43,900 fet, eða á áttunda mílu út frá
jörðu. En það er ekki fyr en komið er 8
mílur að upp í logn og myrkur-loft er
komið. Gufuhvolf jarðar er ekki til muna
uppljómað þegar hærra kemur en það;
birtan dvínar óðum úr því unz í svarta
myrkur er komið.
En þó menn hugsi sér nú öll langferða-
lög um jörðina innan mjög skamms tíma
á þennan hátt farin, eða með belgskipum
upp í hálofti logns og myrkurs, verður ekki
við það látið sitja. Að komast til tunglsins,
eða með öðrum orðum, að ferðast um
ljósvakageiminn, “auða rúmið” milli
hnattanna, það er áformið. Hefir félag
á Farkklandi, er við þessar háloftssigling-
ar fæst, boðist til að takast ferð á hend-
ur til tunglsins jafnskjótt og sönnun fæst
fyrir því, að belgskipin komist um 100
mílur úr frá jörðu. Heitir félagið Esnault
Pelteries og er mjög frægt fyrir rann-
sóknir sínar í háloftsflugi. Að ferðast
tuttugu sinnum umhverfis jörðina hvfld-
arlaust ,en þó nokkru hærra en ennþá
hefir gert verið, segir félagið að jafngildi
för til tunglsins.
Þó að ljósvakageimurinn hafi löngum
verið haldinn efnislaus, virðast þeir sem
háloftsflug-rannsóknir hafa með höndum
ekki í efa um, að hann sé það ekki, enda
mun það sannað að þar sé um efni að
ræða. En þó létt sé, ætla þeir að svo
miklu léttara efni sé til, að nægilega stórt
belg-loftskip geti á því flotið.
Loftskipið eða farþegjarúm þess verður
auðvitað að vera lofthelt. Segja þeir að
mikið megi af köfunarbátunum læra í
því efni að búa sig út með vistir af lofti
hæfilegu til að anda að sér. Glugga veKð-
ur skipið einnig að hafa, en þeir verða
að vera úr sterkara gleri en ennþá hefir
verið búið til, ef standast eiga þrýstinginn
í geimnum eða eftir að komið er út úr
gufuhvolfi jarðar.
Þetta er nú eitt af viðfangsefnum vís-
indamanna. Hve langt verður þess að
bíða að fram úr því verði ráðið? Einn
vísindamannanna er svo djarfur að segja
að ef til vill verði þrautin leysÞað 20 ár-
um liðnum; ef ekki svo fljótt þá vissulega
að tíu sinnum tuttugu árum (eða tveim
öldum). En hvað margir eigi eftir að
láta lífið fyrir þær tilraunir, segist hann
ekki ætla að gizka á, en þeir býst hann við
að verði margir. En að þrautin verði
unnin, að sigla á bylgjum Ijósvakans
milli hnattanna í geimnum að lokum,
efar hann ekki.
Það er ekki langt síðan, að maðurinn
óskaði sér þess, að hann gæti flogið sem
fugl um heiðloftin blá. Hann hefir nú
ekki einungis fengið þá ósk uppfylta,
heldur hefir honum tekist að læra að
fljúga fuglum hærra og ofar skýjum! Fugl-
ar flúga ekki hærra en hálfa aðra mílu í
lofti og ský eru ekki mikil hærra en þrjár
mílur. Er þetta alt eftirtektavert að -
minsta kosti til samanburðar við það,
sem maðurinn er nú að reyna.
Eftir að átta mílur kemur upp í gufu-
hvolfið, er kuldinn orðin 60 gráður fyrir
neðan núll mark. En logn er þar sem á
var minst og himininn dökkblár. Og sé
lengra farið út í myrkrið, verður litur
stjarna og sólar skærari og fjölbreyttari.
Á bláa litnum ber mest, en einnig talsvert
á hinum gula og rauða lit þeirra. Tindra
mundu ljósin þar ekki, því gufuhvolf jarð-
ar veldur því. Sá er fyrstur kemst segj-
um 50 mílur út í geiminn, mun og sjá
það sem enginn hefir áður séð, en það er
jörð þessa, sem eina af stjörnum himins.
Maðurinn á steinöldina aðeins 12,000
ár sér að baki. Og eina miljón
miljón ára á hann hér eftir að lifa við yl
sólar, eða því lofa vísindamennirnir hon-
um. Með það í huga sem tekið er fram
hér að ofan, mun því margt ólíklegra
eiga eftir að koma fram en það, að hann:
fljúgi á vinjda
vængjum yfir
háar leiðir
himinljósa,
eins og Jónas Hallgrímsson kvað. Það
verður aðeins eitt af því, sem í bráð-
ina mætti vænta, án þess að láta sig
dreyma nokkuð um það, sem lengra er
framundan.
SILFURBRÚÐKAUP
Mjög ánægjulegt samsæti var
þeim hjónum Kristjáni og Ingi-
björgu Pálsson haldið að heim-
ili þeirra í Selkirk föstudags-
kveldið 1. þ.m. í tilefni af 25
ára giftingarafmæli þeirra.
Veizluna sátu nær hundrað
manns úr Selkirk og frá Win-
nipeg. Forstöðu veitti samkom-
unni hr. Jón Ingjaldsson er af-
henti brúðhjónumim til minja
um heimsóknina borðsilfur og
borðbúnað. Fyrir veitingunum
stóðu þessar konur: Mrs. G.
G. Eyman, Mrs. E. L. Murdock,
Mrs. M. Smith, Mrs. W. Walter-
son, Mrs. J. Eiriksson, Mrs. G.
Oliver, Mrs. J. Finnsson, Mrs. R.
Hinriksson, Mrs. W. Vogin.
Nokkrir almennir söngvar voru
sungnir, Mrs. E. L. Murdock
söng nokkra einsöngva, og með
Miss Margrétu Eyman þrenn
duette. Til máls tóku séra
Rögnv. Pétursson, Gísli Jóns-
son, Bjarni Þorsteinsson er
flutti brúðhjónunúm kvæði það
sem hér er birt, Páll S. Pálsson,
Þorv. Pétursson, Þórður Bjarna-
son og Klemens Jónasson. Við
samkomulok þakkaði silfur-
brúðguminn gestunum komuna
og vinsemd alla frá fyrri og síð-
ari tíð. Samsætinu sleit um
miðnætti.
Til
Mr. o?j Mrs. K. S. Pálsson,
í silfurbrúðkaupi þeirra
1. sept. 1933.
Það veitir okkur unað, vinir
góðir,
með ykkur hér að sitja um
stund í kvöld;
og láta hugann hvarfla um þær
slóðir
sem hafið gengið fjórða part
úr öld.
Og nú fekal verða heldur “glatt
á Hjalla”;
og hversdags lífsins deyfð skal
niður falla.
Þið sitjið hér við sæmd og virð-
ing góða
og svo upp skerið það er sáðuð
til.
Því lífið hefir betra fátt að bjóða
enn barnalán og vina kærleiksyl.
Þó árin liðnu ýmsa reyrðu
böndum,
um ykkur samt þau fóru léttum
höndum.
,Og það er lán, þó fáir fagna eigi,
að finna hlýúð allra er þekkja
mann;
og búa við þá birtu á æfidegi
sem blíðuþel og virðing slær á
hann.
Það enginn fær sem óverðugur
biður;
því: “Einn og hver er sinnar
lukku smiður.”
I
Það skín í gegn um ytri hegðun
alla
hið eðallynda, göfga hjartalag.
Er mannkærleiki og dygð í
faðma falla,
og falslaus hugsun semur h'fsins
brag:
þá verður ekki illa raddsett lagið
og ekki fipast rétta tónaslagið.
■ ffH-l ?! ' * • | . I *-)■■■ ■■ I
Menn fara dreift, og flestir veg-
inn breiða;
þeim finst þar heldur mýkra
undir fót.
En aðrir láta heillast upp til
heiða
og horfa djarft þeim bláu tind-
um mót.
Ef kólgan alda ýtti él á veginn I
Þið ætíð stóðuð ljóss og sólar
megin.
Við þökkum ykkar samfylgd
hrærðum huga,
og hlýleik allan þann er sýnduð
oss.
Að farsæld ykkar ekkert megni
að buga,
þess óskum vér, en geymið
lukkuhnoss.
Og styðji gæfan ykkar börn og
býli,
og blessun Drottins yfir ykkur
hvíli.
Bjarni Thorsteinsson.
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’w
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
meðul við bakverk, gigt og blöðru
ajúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frA
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
ELDGÍGUR í VATNAJÖKLH
Eftir Rudolf Jacobs,
blaðamann í Berlin
Þegar útlendingar koma til
ísland fara þeir venjulega til
Þingvalla, Heklu eða Geysis. —
Stundum fara þó vísindamenn
lengra inn í Iandið, en fáir út-
lendingar munu hafa gengið á
Vatnajökul. Um þennan mikla
og dásamlega jökul, sem hvergi
í heimi á sinn líka, vita útlend-
ingar mjög lítið.
Þess vegna afréð eg það f
júnímánuði í sumar að ferðast
til suðurbrúnar Vatnajökuls, en
þó kom mér þó ekki til hugar
að eg mundi í þessari för finna
þar nýjan eldgíg. — Upphaflega
hafði eg ætlað mér að róa á litl-
um togleðursbáti frá Austfjörð-
um til Ingólfshöfða. Á þessum
báti hafði eg áður ferðast nyrst
í Noregi, og einnig þvert yfir
Lappland yfir í Kyrjálabotn, og
gengið vel. En hér á íslandi
dugði báturinn ekki — veðr-
áttan er svo óhagstæð. Þess
vegna fór eg með gufuskipi frá
Austfjörðum til Vestmannaeyja,
og þaðan með fiskibát til Víkur
í Mýrdal. Þaðan fór eg í bíl og
á hestum austur yfir Skeiðarár-
sand og alla Ieið að Skaftafellí
í Öræfum. — Þar er mjög fag-
urt.
Þarna settist eg nú að, og
þaðan fór eg tvær ferðir til
Vatnajökuls. Fyrri ferðina fór
eg til Mosadals, og ætlaði að
dvelja þar fimm daga í tjaldi.
En fyrstu dagana varð eg þó að
hafast við f helli nokkrum, því
að þá var svo mikið fárviðri, að
það feykti tjaldinu, farangri
mínum og matreiðsluáhöldum
út úr höndunum á mér. Slík
ofviðri eru nær óþekt á megin-
landi Evrópu.
Þegar veðrið fór að batna,
gekk eg á Vatnajökul, þar sem
enginn hefir farið síðan dönsku
landmælingamennimir voru
þarna. — Það var hreint ekkí
auðvelt að komast þarna upp í
lausagrjóti og urð, og þegar eg
var kominn heilu og höldnu
heim til Odds Magnússonar á
Skaftafelli, þá hét eg því með
sjálfum mér að eg skyidi aldrei
framar freista þess að ganga á
jökulinn.
En hversu fljótt gleymast ekki
góðir ásetningar!
Kvöld nokkurt stóðum við
bóndinn á Skaftafelli úti á hlaði
og vorum að horfa á hinn skín-
andi Skaftárjökul, sem gengur
breiður og hár fram úr Vatna-
jökli.
“Árið 1922 kom seinasta jök-
ulhlaupið hérna”, mælti Oddur
Magnússon. “Skeiðará varð þá
fimm sinnum breiðari heldur en
áður, og ruddist yfir láglendið
með miklum jakaburði. Vér
vorum hér algerlega einangrað-
ir, því ófært var vestur yfir. f
jöklinum hafði einhvers staðar
opnast eldgígur. Vér sáum
glögglega gosmökkinn og
heyrðum dunur og dynki í jökl-
inum . Öskufall byrjaði og það
varð svo dimt, að vér urðum að
kveikja ljós um miðjan dagina.
Heila viku stóð þetta yfir. E!ld-
gígurinn hlýtur að vera eia-