Heimskringla


Heimskringla - 06.09.1933, Qupperneq 5

Heimskringla - 06.09.1933, Qupperneq 5
WINNIPEG, 6. SEPT. 1933. HEIMSKRINGLA t 5. SlÐA. hversstaðar í stefnu milli Langa gilseggjar og Blátinds, því að þangað var gosmökkinn að sjá.” Svo sýndi Oddur mér á landbréfi hvar hann hygði eld- gíginn vera, og seinna kom í ljós, að hann hafði alveg rétt fyrir sér. “Vér vitum annars ekkert um það hvernig eldgígurinn er, því að enginn maður hefir síðan komið á þær slóðir. Enginn veit hverjar breytingar hafa þar orðið á landslagi.” Þetta var nóg — eg var ein- ráðinn í því að fara þangað. — Eg hafði enga eirð í mínum beinum, og vildi komast sem fyrst á stað. Og hefði eitthvað hamlað því, að eg gæti leitað uppi eldgíginn í sumar, þá hefði eg komið aftur næsta sumar. Það fann eg á mér. Morguninn eftir vorum við ferðbúnir. Oddur bauðst til að fylgja mér. Það var 26. júní. — Þetta var erfitt ferðalag, margra klukkustunda hörð bar- átta við erfiðleika náttúrunnar. Pyrstu 10 kílómetrana, fram í Bæjarstaðaskóg, gátum við far- ið ríðandi, en þá tóku við bratt- ar hlíðar, svo að ekki var hægt að koma hestunum við. — Skildum við þá eftir í kofa nokkurum, sem þar er, og lögð- um á brattann. Þar rann nið- ur heitur lækur, fyrsta merkið um jarðhitann, sem ólgar undir jöklinum. — Það var glampandi sólskin, og var engu líkara en alt legðist á eitt með að gera mér ferðalagið sem skemtileg- ast. En hitinn! Hann ætlaði að steikja okkur og það lá við að við brendum okkur á fingr- um, ef við snertum á grjótinu. Það var enginn hægðarleikur að kölngrast þarna upp í lausa- grjótinu. Altaf hrapaði undan fæti, og ekki mátti maður stað- næmast augnablik, því að þá hefði maður farið fótskriðu nið- ur brattann og hrapað fram af hengiflugi. Undan hverju spori rann malarskriða og kastaðist fram af klettabrúninni. Svitinn streymdi af enni niður í augun og hálfblindaði mann. Hjartað barðist ákaft og það sogaði í okkur af mæði. Hvað eftir ann- að var eg kominn að því að gefast upp. En þá varð mér litið upp á brúnina og þá hugs- aði eg með mér: “Hinum megin við hana er hið ókunna töfra- land.” Það gaf mér nýjan þrótt. 1 fimm klukkustundir stóð þetta ferðalag, en þá vorum við komnir upp á hina 1069 metra háu Langagilsegg, og fyrir fót- um okkar lá gígurinn og um- hverfi hans. Loftið var svo hreint og tært og það var svo bjart að við gátum hæglega glöggvað okkur á öllu. Fjarst var hin kúpta brún Vatnajökuls. Til vinstri — í eitthvað 20 km. fjarlægð — hið jökulkrýnda Grænafjall, og þar blasti einnig við hið bláa Grænavatn. Til hægri voru hamraveggir Kjósa- botns. Eg dró upp landabréfið, sem dönsku mælingamennirnir gerðu af þessu svæði árið 1905 °g athugaði hverjar breytingar hafa orðið á landslaginu. Yst á eitthvað 2 km. löngum fjallrana er eldgígurinn. Hann er nú fullur af margsprungnum ís, en glögglega má þó greina hina hringmynduðu lögun hans, því að ísinn þar hefir annan lit en jökullinn umhverfis. Gígurinn mun vera um 200 m. í þvermál. Alt um kring er kolsvart, en ekki gat eg komist að því hvort það mundi vera vegna ösku. Það er furðulegt hvað alt hef- ir breyst hér við gosið. Á 10— 15 ferkílómetra svæði er komið alveg nýtt landsjag. Stórt jökul- vatn er algerlega horfið og þar er nú aðeins jökull. Á öðrum stað hefir myndast mjög vog- skorið vatn. Út úr Skeiðarár- jöki hefir myndast 1 km. lang- ur og 2 J/2 km. breifhir jökul- rani, sem gengur til austurs. Fjöll, sem á kortmu eiga að vera þakin jökli og sajó, eru nú alauð. Eg gerði þarna leiðréttingar við kortið og tók margar mynd- ir af umhverfinu. Við vorum mjög ánægðir út af því, að hafa náð tamarki okkar, og hafa fengið gott veð- ur, að við gátum séð glögglega allar þær breytingar, *em þarna haaf orðið. Hlóðum við nú vörðu, skrifuðum nöfn okkar á miða, létum hann í flösku og stungum flöskunni í vörðuna. Síðan gengum við á Blátind. — Hann er 1195 metra hár. Eftir það fórum við að hugsa til heimferðar. Ferðalagið niður eftir var mjög skemtilegt. Við rendum okkur blátt áfram nið- ur hjarnskaflana. Oddur fór á undan, og gætti þess vel að sneiða hjá jökulsprungum. Svo stakk hann broddstafnum sín- um alt í einu í hjarnið og hékk á honum. Veifaði hann svo til mín að nú mætti eg koma. Eg lagðist flatur á hjarnið og brun- aði niður. Eg hafði eki ann- ars að gæta en halda réttri stefnu á Odd, og fara ekki fram af hengifluginu í staðinn. Alt gekk vel og Oddur greip mig á fluginu. Þannig gekk þetta hvað eftir annað. Að lokum komumst við heim til Skaftafells og vorum þá dauð uppgefnir. En lengi störðum við á fjallabrúnina, sem við höfðum gengið á — ekki með eftirvæntingu, því að nú viss- um v*ð hvað þar var á bak við. —Lesb. Mbl. FRA ÍSLANDI Frh. frá 1. bls. Skríða féll nýverið á bæinn Jökul í Saurbæjarhreppi, skemdi mikið af bæjarhúsunum og eyði lagði tún og engjar að mestu, svo talið er að jörðin sé óbyggi- leg upp frá þessu. — Eitthvað af kindum lenti í skriðunni, en óvíst hve margar. — Fólkið hef- ir yfirgefið bæinn. * * * Páll Torfason frá Flateyri átti 75 ára afmæli hinn 31. júlí. Hann dvelur nú í Kaupmannahöfn, og í tilefni af afmælinu flutti “Politiken” grein um hann daginn áður og hét greinin “Merkilegur íslend- ingur, sem lagði drög að stofn- un íslandsbanka og hinu fyrsta ríkisláni íslands”. Greininni fylgir merkileg mynd af Páli. * * * Þórður Þorbjarnarson læknis frá Bíldudal, er nýlega kominn hingað heim frá Ame- ríku. Hann hefir stundað nám við fiskiðnfræðaháskólann í Halifax, hinn eina háskóla þeirra tegundar í heiminum. Lauk hann burtfararprófi þaðan í vor með ágætum vitnisburði. Hann starfar fyirr Fiskifélag ís- lands í sumar, en í haust fer hann til Engla'nds til farmhalds- náms. * * * Sigurjón Egilsson frá Laxamýri fór utan í fyrra sumar, gekk á úrsmiðaskólann í “Teknolokisk Institut” í Kaup- mannahöfn og lauk þar prófi í sumar með ágætiseinkunn. Und irbúningsmentun sína hafði Sig- urjón fengið hjá Stefáni úrsmið Thorarensen í Reykjavik. í lok námsins skilaði Signrjón “sveinstykki” eins og venja er til og var lokið á það miklu lofsorði. Þó var heiður hans gerður mestur með því að “Haandverkerforeningen” dan- ska sæmdi hann hinni stóru slifurmedalíu sinni og fylgdi skrautprentað bréf með, undir- ritað af stjórn félagsins. Var Sigurjóni boðið á árshátíð fé- lagsins og var krónprinsinn þar heiðursforseti og afhenti hann Sigurjóni medalíuna og bréfið. * * * 4 andarnefjur gengu á grunn 11. ágúst innair við Krossanes í Eyjafirði og náðust allar. — Eru þær gríðarstórar qg munu vigta um 5 tonn hver. MINNI ÍSLANDS Flutt á fslendingadegi í Wynyard, Sask. 2 ág. 1933. “Hann einbúi gnæfir svo langt yfir iágt Að lyngtætlur stara’ á hann hissa, Og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt Og klettablóm táfestu missa. Þó kalt hljóti nepjan að næða hans tind Svo nakinn, hann hopar þó hvergi, Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd Og hreinskilnin—klöppuð úr bergi.” (St. G. St.) I. Að minnast þín ísland er alvanalegt í orði, sem frumsamið stóð: Að éta það eftir, og yrkja það upp Og eigna sér hálfstolið ljóð, Eg vil ekki byrja að braga það stef Og byrla þér hugsjóna-tál, Og því verður umgerð um erindið þitt Öll; óbrotin háttur og mál. II. Eg byrja þar sögu er sé eg þig fyrst í sjónum á kafi og ferð— Og þorskur og ýsa á afrétti var —lllhveli og hákarla mergð. Mig furðaði stórum hvað fórstu þér hægt Á förinni hafinu í—: Því hreinsunareldurinn hafði þig brent Og hlaupið var upp, undan því. Og þorskur og ýsa urðu’ áhyggjufull —Illhveli og hákarl, ei neitt— En sléttbakur kvaddi og kom sér á burt Úr kreppunni.—Fanst nokkuð heitt.— En hákarlinn át það sem heima til félst, Hann hafði’ ekki fyr étið steikt,— En fanst þetta afbrigði aðdáanlegt, Og ýsan var fyrirtak rekyt.— Það hlýnaði í sjónum er hnjúkana þú Og hálsana upp hafðir rétt, Og hlíðarnar fæddust:—Hver einasta ein Var ómyndug hraunsteypa grett. Jt —T ’ ' í ■ . .V. Og þetta var áður en Örkin var bygð —En alt var þó hafið sem blóð— Og hákarlinn dauður; og illhvelin eins Öll afmáð, sem stórsyndug þjóð. III. Að hákarlinn þrifist ei þaðan í frá Að þverneita kalla eg synd— Því þú hefir margsinnis vorðið hans vör. —Á veiðum í annari mynd.— IV. Eg hleyp yfir tímann er hlýloftið milt Með hásumars regnskúr og sól, Sem tók til að búa út brúðarskart þitt, Hinn blómsáða grænslegna kjól. Og eins yfir vetrarins valdið, á því Að vefa þér skautbúnings lín. Þú manst þegar útlagir afburðamenn—, Og óþokkar flúðu til þín? Við könnumst við söguna síðan þann dag— Og sjáum að margt er þar gott! “Hann einbúi gnæfir svo langt yfir lágt” Að lífið ber framfara vott. Jak. J. Norman. verða samkvæmishæfir, en hér Yale verða stúdentar að gal- andi bjánum, neðan í því. er þeir fá sér FriSun. Norðmenn hafa ákveðið friða alla erni þar í landi. að Fimmburar. ítölsk blöð skýra frá því, að í- tölsk kona hafi eignast fimm- bura. Mussolini tók sér ferð á hendur til að óska foreldrunum til hamingju. * * * 190 þjóðflokkar í Rússlandi. Nýlega fór fram manntal í Rússlandi og var þá um leið gert yfirlit um það, hve marg- ir þjóðflokkar væri til í landinu. Megin hluti þjóðarinnar er Rússar, eða 52%, Ukrainemenn eru 22%, Hvítrússar 3%, Gyð- ingar 1.7% o. s. frv. En alls eru taldir í ríkinu 190 þjóð- flokkar. Eru sumir fámennir t. d. í einum flokknum er að- eins talinn einn maður og heit- ir það kyn Buduk. * * * Manna kynbætur. Berlín 26. júlí. Birt hafa verið í málgagni stjórnarinnar ný lög, sem ríkis- stjórnin hefir látið ganga í gildi. Samkvæmt þeim er heimildi — ef vísindin telja gild- ar ástæður fyirr hendi, — að gera menn ófrjóva. Til dæmis ef fullvíst þykir að afkomend- urnir muni taka í erfðir hættu- lega sjúkdóma og tilhneigingar, svo sem geðveiki, blindu, heyrn- arleysi, ofdrykkjuhneigð o. s. frv. EITT FRÍMERKI fyrir 53,160 krónur. HITT OG ÞETTA Minnismerki hefir verið reist á Mount Grey- lock, hæsta fjalli ríkisins Massa- chusetts, í Bandaríkjunum. Var það reist til minningar um her menn frá Massachusetts, sem féllu í heimsstyjöldinni. Minn- ismerkið er 70 fet á hæð og sést úr fimm ríkjum. * * * Helgoland. Á eins árs stjórnarafmæli Hitlers á að skíra eyna Helgo- land upp og nafna hana Hitlers- ey. Þar á að reisa voldugan vita. — * * * Stærst í heimi. í Strassburg er verið að smíða kirkjuúr fyrir dómkirkj- una í Messina. Úrskífan verður 30 metrar í þvermál. * * * Lítt læsileg handrit eru nú lesin á þann hátt, að tekrtar eru myndir af þeim með “infra”-rauðum geislum. Þá kemur letrið í ljós. * * * Áhrif víns. í London var nýlega selt á uppboði hið fræga 1-penny frí- merki frá Mauritius. Ungur frímerkjakaupmaður keypti það fyrir 2400 sterlingspund. Það er kunnugt um þennan mann, að hann kaupir frímerki fyrir Georg Bretakonung. Kennari einn við Yale háskól- ann komst svo að orði í ræðu til stúdentanna: Frakkar verða skrafhreifnari við vín, Þjóðverj- ar syngja og spila, Englendingar i frímerki frá Mauritius. Eins Penny frímerkið frá Mauritius er hið dýrasta frímerki í heimi, og 20 miijónir frí- merkjasafnara eiga ekki heitari ósk en þá að eignast það. Það þótti því viðburður, er frímerki þetta var sett á upp- boð í London. Eg hefi vart lif- að skemtilegri stund heldur en á því uppboði. Þangað voru komnir frímerkjakaupmenn og frímerkjasafnendur frá 17 þjóð- um. Uppboðið fór fram í hinum fornfræga uppboðssal Plum- ridge-frímerkjafirma á Chan- cery Lane. Frímerkið var eign H. P. Manus, stærsta hollenska tó- baksformans, og hafði Manus á sínum tíma keypt það í París fyrir 11,000 gullpund. — Svo dó hann, en sonur hans setti allar eigur hans á uppboð, þar á meðal þetta fræga og dýrmæta Hinn aldraði uppboðshaldari gekk upp á pall; var hann kjól- klæddur og ávarpaði aðkomu- menn með ræðu áður en upp- boðið hófst. Hann gat þess, að ekki væri til í heiminum, svo að menn vissi, fleiri en fimm frímerki af þessari tegund. Ei6t þeirra ætti Georg Bretakonung- ur, annað væri í hinu svonefnda Tamplingsafni í British Mus- eum, hið þriðja væri í eigu hluta félags í Ameríku, hið fjórða væri vart teljandi því að það væri skemt, en þetta væri fimta frímerkið og líklegast best af þeim öllum. Svo hófst uppboðið. í saln- um var dauðaþögn, svo að heyra hefði mátt flugu anda. Aðstoðarmaður uppboðshaldara hélt frímerkinu hátt á loft og var það límt á fallegt spjald. Til hliðar við það á spjaldinu var stór ljósmynd af því, og vottorð hins konunglega breska frímerkjasafnarafélags um það að frímerkið væri egta og eins ljósmyndin, og að um þetta frí- merki hefði verið ritaðar hundr- að bækur, og sérstakar ritgerðir í þúsundir frímerkjaverðskráa. Uppboðshaldari bað menn þá að gera boð í frímerkið. Hinn kunni danski frímerkjasafnari, C. Nissen mælti lágt: —Sjö hundruð sterlingspund. Rétt hjá honum sat ungur Englendingur — hann getur ekki veríð nema 35 ára gamall — og hann kallaði þegar hárri röddu: — Átta hundruð sterlings- pund. Svo hækkuðu þeir tilboðin þangað til komin voru 2000 sterlingspund. Þá varð hlé á, og allir stóðu á öndinni. Svo fóru keppinautarnir að hækka sig, en nú voru það 50 punda yfirboð. Að lokum spyr upp- boðshaldari hvort enginn bjóði betur . Hann trúir ekki sínum eigin eyrum. Á þetta fágæta frímerki að fara fyrir svo lágt verð? En þegar komin voru 2400 sterlingspund, slær hann þó hæstbjóðanda frímerkið. Þá var eins og öllum létti og menn keptust um að óska hinum unga kaupanda til hamingju með þessi reifarakaup. Hann er brosandi út undir eyru af á- nægju. Þetta var enginn annar en Thomas Allen, sem kaupir frímerki fyrir safn Bretakon- ungs.------- Það er heimskreppunni að kenna að ekki hefir fengist meira fyrir frímerkið, þennan litla litaða snepil, sem límdur er á óhreint umslag, og svo ósé- legur, að ef umslagið með hon- um lægi einhvers staðar á götu, þá myndi engum manni detta í hug að gera sér það ómak að beygja sig til þess að taka það upp. Þá er boðið upp 2 penny frí- merki frá Mauritius, en menn eru ekki sólgnir í það, enda er það ekki jafn sjaldgæft og hefir lítið gildi nema sami sé eigandi Frh. á 8. bls. Hæsti maður í heimi heitir van Albert, og er Hollend- ingur. Hann er 264 sentimetrar á hæð. Hann fe.rðast um og sýnir sig. Mágur hans er í fylgd með honum. Hann er nákvæm- lega 2 metrum lægri eða 64 sentimetrar. * H- * Skýrslur er hægt að fá um marga hluti. Hagstofudeild í París hefir reiknað út, að í fyrirtnyndar- hjónabandi kyssi konan mann sinn 72,000 kossa á 20 árum. * * * Piparsveinaskattur er lögleiddur í Þýzkalandi. Mæl- ist vel fyrir hjá þeim sem fjöl- skyldumenn eru. * * * Miðstöð þjóðanna. Svon nefnist talsímastöð í London. Þaðan er talsíma- samband út um heiminn. Mælt er að þar sé hægt að fá tal- símasamband við 32 miljónir símnetenda. AUKA MÍLUR ■ AN AUKA KOSTNADAR SÖKUM ÞESS AÐ ÞÆR ENDAST LENGUR Seiberling “Special Service” Bílgjarðir En Kosta Minna En Vanalegar Bilgjarðir Seiberling Sales & Service SIS PORTACE AVENUE SIMI 35 398

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.